Lögberg - 30.12.1943, Page 1

Lögberg - 30.12.1943, Page 1
56 ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. DESEMBER 1943 NÚMER 52 íslenzkir stúdentar frá Baldur Baldur er eitt af þeim fáu smá- þorpum í Vestur-Canada, sem ber íslenzkt heiti, og sem ekki eru líkindi til að týni því í fram- tíðinni. Ber til þess margt, sem mætti telja íbúum þess til verð- ugs heiðurs og hróss. Nafnið er fagurt. Það minnir á það sem er fegurst og kristilegast í gamalli heiðni. Þann hinna heiðnu guða er Kristi var líkastur, enda hlaut hann nafnið “Baldur góði.” Val slíks nafns sýnir hug og trygð frumbyggjanna sem í bænum og umhverfis hann áttu heimili. Baldur hefir ætíð líka verið ís- lenzkur bær að mörgu ‘leyti. Hann hefir notið ágætra ís- lenzkra leiðtoga bæði í kirkju og veraldlegum málum. Manna, sem kunnu að vefa það bezta ís- lenzka inn í hérlent líf og menn- ing, án þess að nokkrum fyndist slíkt sprottið af vöntun á elsku til þessa lands eða þessarar þjóð- ar. Enda hefir sambúð íslend- inga og annara þjóðarbrota, sem í bygðinni finnast jafnan verið fyrirmynd samhugar, samvinnu og bróðurhugar um að lifa hver öðrum til blessunar en ekki böls. í slíku andrúmslofti vex jafnan það, sem blessar framtíð lýðs og lands. Upp úr slíkum jarðvegi koma þeir kvistir, sem síðar verða meginviðir í musteri krist- innar þjóðar og lýðs. Skóla sinn meta slíkir menn og konur og leggja fram sitt bezta til þess að mpntunarstofnun sú, sem móta skal líf barnanna sé aðlaðandi og áhrifamest. Ávexti hefir rþetta oft borið í liðinni tíð, en vegna þess að síðasta ár voru íslenzkir stúdentar skólans í fremstu röð, vildi eg marka árið vel og minn- ast stúdentanna að nokkru. Þeirra hefir áður verið lauslega minst opinberlega en ofurlitlar villur slæddust þar inn og vildi eg réttara segja. ♦ -t- Kristín Cecelia Anderson Hún er fædd í Baldur 23. febrúar 1926, dóttir hjónanna Eiríks A. Andersonar vélafraeð- ings og konu hans Önnu Þor- steinsdóttur Sveinssonar, ættað- rar úr Höfðahverfi. Skólagöngu sína hefir Kristín gengið á Bald- ur skólann. Þegar hún byrjaði sitt miðskólanám, stóð hún þeg- ar framarlega í öllum félagsskap stúdenta. í stúdentaráði var hún fulltrúi 10. bekkjar og síð- astliðið ár í 11. bekk var hún kosin fulltrúi bekkjarins, sem umsjón hefði með skemtanalífi stúdenta, sjónleiki, kappræður o. fl. Fulltrúi Baldur stúlknafé- lagsskapar var hún eitt ár á þing og skóla The Canadian Girls in Training, að Brereton, Man. Nokkur ár var hún kennari í sunnudagaskóla okkar, og þá oft organisti um leið. Söngur og kappræður veittust henni létt, auk margra annara athafna í skóla og safnaðarlífi Baldur bæj- ar. Með þessu starfi sínu fann hún tíma til þess að standa jafn- an með þeim allra fremstu í námsgreinum sínum í skólanum og vinna að verðugu með próf- um sínum eftirtekt og aðdáun þeirra, sem ráða útbýtingu námsstyrks til verðugra stú- denta. Henni var veitt hið ný- stofnaða “Scholarship”, sem blaðið Free Press stofnaði til í minningu um Miss Cora Hind, sem var um fjölda ára ritstjóri búnaðardeildar blaðsins. Kristín nýtur nú þessa námsstyrks um leið og hún nemur hússtjórnar og heimilisiðnaðarfræði við há- skóla Manitoba fylkis. Fjárupp- hæð styrksins er $325.00 á ári, og verðugur stúdent getur haldið áfram að hljóta hann samfleytt í fjögur ár. Við efumst ekkert um ef að heilsa og hamingja fylgir Kristínu, að þá tekst henni einmitt þetta og það vel. ♦ -f Emily Una Johnson Hún er fædd 29. september, 1924. Foreldrar hennar eru Tryggvi Johnson bóndi nokkrar mílur norðvestur af Baldur og Sigrún dóttir Magnúsar Skardal, sem var einn af frumbyggjum Baldur bygðarinnar. Emily á fimm mílur að sækja á miðskóla eða þá að dvelja fjarri heimili sínu við námið. Samt sóttist henni vel sá “örðugasti hjall- inn” að standa ekki öðrum að baki sem þægilegri aðstöðu nutu. Alin upp á búgarði úti á landi, hefir hugur hennar frá barn- æsku haft yndi af sveitalífi og landbúnaði. Við miðskólanámið í Baldur vann hún fljótt virðing og tiltrú stúdentanna. Var kosin í stúdentaráð skólans og tók ágætan þátt í skólalífinu jafn- framt því að stunda svo námið að vinna námsstyrkinn fyrir á- huga við námið og námshæfi- leika í öllum þeim fögum sem hún stundaði. Þetta er styrkur sem að Manitoba fylki veitir og felur í sér 325.00 á ári í tvö ár. Emily stundar nú landbúnaðar- fræði við háskólann. Sú náms- grein er oftastnær einkagrein karlmanna, bænda, en í þessari veröld vorri þar sem jafnrétti er viðurkent í flestum efnum, velja nú dætur hins unga Canada sér stundum það, sem okkur mönn- unum var ætlað einum fært fyr á árum. Aðeins fjórar stúlkur réðust þannig inn í herbúðir landbúnaðardeildarinnar og hófu þannig nýtt tímabil í sögu há- skólans. Við vitum að Emily muni standa sig hér vel sem ann- arsstaðar og verði eftir dálítinn tíma farin að leiðbeina, já, jafn- vel rosknum og ráðnum búhöld- um við vísindalegan landbúnað. Hún settist í annað ár landbún- aðardeildarinnar. Doris Shirley Johnson Hún er fædd 27. nóvember, 1925, dóttir hjónanna Thomasar J. Johnsonar verkfærasala í Baldur og konu hans Dóru Landy, ættaðri úr Brúarbygð- inni, dóttur Jóns og Sigríðar Landy frumbyggja austurbygð- arinnar. Móðir Shirley er út- skrifuð hjúkrunarkona. Shirley hefir tekið alt sitt nám við Bald- ur skólann og gengið vel. Ekki ósjaldan hafa íslenzkir stúdent- ar hlotið The Isbister Scholar- ship, voru það venjulega Winni- peg stúdentar; þar var auðveld- ari sóknin að mentabrunnum, er til þess þurftu. En hér við Bald- ur skólann nær þessi stúlka námsstyrknum í samkepni, sem yfir 20 aðrir skólar í umdæmi nr. 5 taka þátt í. Fjárupphæðin er á annað hundrað dollara, sem er ekki stór upphæð, en hitt er meira virði að hafa verið virð- ingarinnar og viðurkenningar- innar verður. Með náminu tók Shirley ríkan þátt í félagslífi stúdenta; hlaut jafnvel þá virð- ingu að verða forseti stúdenta- ráðsins, sem er ekki allra með- færi. Um skeið var hún ritstjóri fyrir skóladeildina í Baldur Gazette, og þótti henni þar ágæt- lega takast, enda stóð hún altaf framarlega í hópi stúdenta í ræðugerð og “round table” um- ræðum sem fóru-fram á opinber- um samkomum stúdentanna. Að verðugu hefir hún því hlotið þennan heiður, og við sem hana þekkjum vitum að framhald muni verða á glæsilegum náms- ferli þessarar íslenzku náms- meyjar. ♦ + Sigurður Edwin Skaftfeld Hann er fæddur 22. október, 1925, sonur hjónanna Olgeirs Skaftfelds frá Winnipeg, Mani- toba og konu hans Helgu, dóttur Sigurðar Guðbrandssonar eins af frumbyggjum Argyle og enn- þá búandi nokkrar mílur norð- austur af Baldur. Edwin hefir ekki mörg ár dvalið í Baldur; um tíma átti hann heima í Winnipeg. Ef menn skifta um skóla verður það oft til þess að hnekkja náms- ferli manna og skifting slík oft til endanlegs hnekkis framtíð stúdenta. Samt sótti Edwin námið svo fast að prófdómend- ur urðu eftir því að taka. Þeir fundu að hér var efni í náms- mann, sem vert var að hjálpa á- fram á mentabrautinni. í stú- dentalífi var hann jafnan í hópi þeirra, sem glaðværðar gátu miðlað. Var kosinn í stúdenta- ráðið, og hafði þar umsjón með Stríðsláns-frímerkjasölu. í sjón- leikjum stúdenta á opinberum samkomum þeirra var hann jafnan sjálfsagður einn af aðal leikendunum. Þrátt fyrir þetta, sem sumir úlíta að tefji fyrir námi og hefti framgang stúdents- ins, þá samt finst mentamálaráði fylkisins að vegna “auðsærra hæfileika og augljósrar menta- þrár er þeir hafi veitt eftirtekt við nám hans og festu við að læra” þá verðugur sé hann Roger Goulet námsstyrksins, og benda honum um leið á að fleiri geti hann hlotið í framtíðinni ef hann haldi áfram svo sem nú hafi byrjað. Við sem þekkjum Edwin tökum undir þetta með menta- málaráðinu og kvíðum ekki efndunum. Þessir fjórir stúdentar allir frá sama skólanum, í þorpinu með íslenzka nafninu, þar sem þó miklu fleiri annara þjóða menn búa en íslendingar, hafa svo vel gert, .að ekki mátti ó- getið vera, og við óskum þeim heilsu og hamingju á hinni ó- förnu mentabraut. ♦ -f Guðmundur Lambertsen Enda þótt ekki sé frá Baldur skóla þá mætti þó vel minnast þess, að einn af þeim, sem heldur áfram glæsilegum námsferli í skóla er þessi ungi maður. í fyrra hlaut hann námsverðlaun og styrk Mentamálaráðs fvlkisins fyrir frammistöðu sína í 12. bekkjar prófum fylkisins, þá stúdent við Glenboro skólann. Þessa var þá að nokkru getið í íslenzku blöðunum. Varð sá styrkur til þess að hann gat sezt í annan bekk undirbúningsnáms fyrir lækna. En nú í sumar að því undirbúningsnámi loknu, hlýtur hann ný námsverðlaun. Þau eru kend við Dr. David Stewart, sem var um langt skeið yfirlæknir tæringarhælisins á Ninette, og af fjölda Islendinga virtur og metinn fyrir persónu- legan vinskap til Islendinga yfir- leitt. Fela þessi námsverðlaun í sér $500 á ári í fjögur ár. Að Guð- mundur hlaut þau sýnir að ekki voru að óverðugu veitt hin fyrri launin, og þar sem hann er nú á læknaskólanum sjálfum verður ekki langt þess að bíða að einn fleiri íslenzkra lækna bætist okkur, sem ekki hefir þangað vilst heldur að verðugu þar kom- inn. Foreldrar Guðmundar eru Mr. og Mrs. G. Lambertsen, gull- smiður í Glenboro, Man. LÆTUR AF HERSTJÓRN. Lieut. General McNaughton yfirforingi canadiska hersins, sem dvalið hefir á Englandi svo að segja frá því í stríðsbyrjun, hefir nú látið af herstjórninni sakir heilsubrests; er hann hinn mætasti maður, hóglátur og ráðaglöggur. Eftirmaður hans verður General Crerar, sem einnig hefir á sér almanna oi'ð fyrir árvekni í störfum sínum og góða fyrirhyggju. Skarar fram úr við nám Ernest Peter Johnson Þessi ungi og efnilegi náms- maður, er sonur Paul heitins Johnston umboðssala og ekkju hans Helgu (Bardal) Johnston, sem búsett er hér í borginni; hann hefir unnið ein námsverð- launin af öðrum, svo sem John C. Eaton, Andrew Browning Baird og Isbister verðlaunin. Vinnur námsverðlaun Ethél Thelma Heath Þessi unga stúlka, er dóttir R. W. Heath og frú Jónínu Guð- mundsdóttur Heath, sem búsett eru í St. James. Miss Heath vann nýlega $135 verðlaun fyrir frækilega frammistöðu við Mani- toba háskólann. Þökk til auglýsenda. Mr. H. E. Sellers, forseti sigur- lánsnefndarinnar i Manitoba, hef er getið, hve hinn drengilegi stílað er jafnframt til annara vikublaða í fylkinu, þar sem þau eru beðin að flytja auglýsendum í sambandi við síðasta siðurlánið, alúðarþakkir af hálfu fjársöfn- unarnefndarinnar, þar sem þess er gdtði, hve hinn drengilegi stuðningur þeirra hafi haft stór- vægileg áhrif á í þá átt, að leiða fjársöfnunina til happasælla lykta. N auðsy n j amál. Á öðrum stað hér í blaðinu birt ist auglýsing frá pappírsiðnaðin- um í landinu með undirskrift verkamálaráðherra sambands- stjórnarinnar, þar sem því er lýst yfir hve mikilvægt það sé, að bændur og vinnumenn þeirra, sem eiga heimangengt í vetur, gefi sig við skógarhöggi til papp- írsgerðar með því að vitað sé, að pappírsframleiðslan sé veruleg þjóðarnauðsyn í sambandi við stríðssóknina. ÞREMUR TUNDURSPILLUM SÖKT. '‘Frá London er símað á þriðju- dagsmorguninn, að brezk herskip hefðu þá nýlega sökt þremur þýzkum tundurspillum í Biscay- flóanum. CHURCHILL Á GÓÐUM BATAVEGI. Að því er nýjustu fregnir frá London herma, er Churchill for- sætisráðherra á góðum batavegi, og jafnframt gert ráð fyrir því, að halnn muni einhvern tíma næstu daga flytja ræðu um hinar væntanlegu árás sameinuðu þjóð anna á meginlandið. • ORTONA FALLIN. Samkvæmt síðustu fregnum, hefir canadiski herinn náð fullu haldi á ítölsku hafnarborginni Ortona, sem liggur við Adríahaf- ið. Blóðugur bardagi um borg þessa stóð yfir á aðra viku. • ÞJÓÐVERJAR Á FLÓTTA. Svo hraustlega hafa Rússar sótt fram á hernaðarsvæðunum umhverfis Kiev, og eins í Dniper fljóts bugðunni, að hersveitum Þjóðverja hefir hvarvetna verið stökt á flótta ;hafa Rússar meira en endurheimt allar þær land- spildur, sem þeir töpuðu í síðustu gagnsókn Þjóðverja á fyrgreind- um víglínum, og meira til. VÆNTIR STRÍÐSLOKA NÆSTA ÁR. Col. Ralston, hermálaráðherra sambandstjórnarinnar í Ottawa, sem kominn er nýlega heim úr sjö vikna ferðalajgi um hinar ýmsu vígstöðvar Norðurálfunnar, tjáist ala þá öruggu von í brjósti, að stríðinu við Þjóðverja ljúki næsta ár með fullnaðarsigri fyrir sameinuðu þjóðirnar þó víst væri að það kostaði miklar fórnir og mikil átök. MANNÚÐARMAL. Um þesstar mundir er verið að safna fatnaði, sem sendast skal til Grikklands til þess að bæta þar úr sárustu neiðinni, með því að þúsundri manna og kvenna ganga þar svo að segja án allra nauðsynlegustu skjól- fata; þetta er mannúðarmál, sem öllum ber að styðja. Vinsamleg tilmœli 23. desember, 1943. Ritstjóri Lögbergs, Hr. Einar P. Jónsson, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Kæri ritstjóri: Ræðismannsskrifstofunni hef- ir borist fyrirspurn frá hr. Reyni Einarssyni, Patreksfirði, íslandi um núverandi dvalarstað syst- kina hans, Báðar og Jóhönnu, sem eru Einars börn. Reynir skýrir svo frá þeim Bárði og Jó- hönnu, að þau séu ættuð frá Slýjum á Meðallandi, en flutt- ust norður í Fljótsdalshrepp rétt fyrir aldamótin, ásamt systur sinni, Önnu að nafni. Bárður og Jóhanna munu líklegast hafa far- ið af landi frá Seyðisfirði rétt eftir aldamótin. Þar sem að mér er þetta fólk að öllu leyti ókunnugt, vildi eg biðja þig að gera svo vel að birta þessa fyrirspurn í næsta tölu- blaði Lögbergs, ef ske kynni.að það næði til einhvers, sem gæti gefið einhverjar upplýsingar um þessi systkini. Ræðismannsskrif- stofan væri þakklát ef að ein- hver sem þekkir til þeirra vildi láta henni í té upplýsingar um Bárð og Jóhönnu Einars börn. Utanáskriftin er, Consulate of Iceland, 910 Palmerston Avenue, Winnipeg, Manitoba. Virðingarfylst, Grettir Leo Johannson, ræðismaður íslands.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.