Lögberg - 30.12.1943, Side 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. DESEMBER 1943
Eftir Gösta af Geijerstam.
Snjófokið fór ofan í hálsmálið á treyjunni
hans, og ískalt vatnið seitlaði ofan eftir bak-
inu, svo hann reyndi að standa upp, og komst
loksins á fæturnar, og hélt á eftir hestinum.
Samfara þreytunni kom hræðslan, hann kall-
aði óðslega til hestsins, sem var að fara ofan
brattan halla. Iva sá nú bara höfuðið og bakið
á hestinum upp úr snjónum. Hann komst loks-
ins á hlið við hestinn, snjórinn var honum und-
ir hendur. Hann sá að hesturinn var alveg að
sökkva í fönnina. Hann tók beislis taumana í
og barði hestinn í framan, þar til hann tók
skarpt viðbragð og rykkti sér upp úr fönn-
inni. Iva, sem var á kafi í snjónum alveg upp
undir höndur, náði í spotta sem hékk út af
sleðanum, og lét hestinn draga sig upp úr i'önn-
inni.
Þeir brutust áfram og upp á hæðina, þar
hafði stormurinn feykt snjónum burt, og stór-
ar flesjur, þaktar hreindýramosa voru snjólaus-
ar. Iva hélt að úr þessu mundi þeim ganga
greiðara, en það var ekki lengi, því bráðlega
sökk hesturinn aftur á kaf í þykkan snjóskafl.
Iva fann eins og blóðbragð í munninum. Hann
fór að verða meðvitundarsljór, og hætti að
hugsa, þó hann héldi áfram, meir eins og óaf-
vitandi. I hvert sinn sem hann beygði hnén fann
hann til sárra stingja í hnjáliðunum.
“Við erum áreiðanlega út af brautinni,” hugs-/
aði hann. Sleðinn hafði farið um, og hesturinn
dró hann á hliðinni. Það markaði djúpa braut
í snjóinn, en snjófokið fylti hana jafnóðum.
Honum sýndist altaf vera að dimma, meir og
meira, og að síðustu sá hanh ekkert. Hann
heyrði af og til, til sleðabjöllunnar.
Hann lagðist, einu sinni enn, upp í sleðann,
en nú fann hann ekkert til þess að hann væri
frosinn, og fann ekki til kulda né hræðslu. Hann
var fallin í eitthvert, að honum fanst, sæluríkt
ástand.
Sleða meiðarnir urguðu á steinum, og hestur-
inn stansaði, það vakti Iva af þessu móki og
hann leit upp. Hann sá eitthvað dökkleitt fram-
undan. Hann brölti á fætur og aðgætti hvað
það mundi vera. Það var hús. Það var sel-
fjósið.
Hann sparkaði snjónum frá fjóshurðinni, og
opnaði hana og lét hestirw inn, og þegar hest-
urinn fór framhjá honum, náði hann einhvem-
vegin aktýjunum af honum. Hann heyrði í
myrkrinu að þau duttu á gólfið, þó hann vissi
ekki að hann hefði mist þau úr höndum sér.
Hann fór heim að húsinu, og heppnaðist ein-
hvernvegin að opna hurðina. Ljósbirtan frá eld-
stæðinu umvafði hann, með sinni lífgandi
hlýju.
Barbro stóð við hlóðirnar, og var að búa til
mat.
“Ert það þú?” spurði hún fagnandi. “Eg hefi
verið svo ósköp hrædd.”
Það tók hann langan tíma að þíða snjóinn
og klakan af fótum sér, áður en hann gat kom-
ist úr sokkunum. Hann var dofinn í fingrun-
um, en ekki frosinn. Hann fékk velgju af að
finna lyktina af grautnum, sem Barbro var að
elda. Hann fann að sviti var að brjótast út á
enni sér.
“Ertu veikur?” spurði Barbro, áhyggjufull.
Hann hristi höfuðið.
“Viltu að eg hjálpi þér?”
“Viltu gefa hestinum heytuggu að eta?” sagði
hann.
Barbro brá strax við, tók grautarpottinn af
hlóðunum, og batt sjal um höfuð sér. Hann
hélt áfram að reyna að ná af sér sokkunum.
Þegar hann loksins var búinn að komast úr
sokkunum, fór hann í rúmið og þakti sig undir
sauðskins feldunv Hann hafði sára kvöl í fót-
unum, og andlitið var bólgið og löðrandi í
svita.
“Viltu ekki fá þér eitthvað að borða?” heyrði
hann Barbro segja, þegar hún kom inn, og var
að hrista af sér snjóinn. Hann ansaði ekki. Hann
langaði ekki til neins, nema fá að liggja í næði
undir sauðskinns feldinum, og njóta blesshðrar
hlýjunnar, og anda að sér ilminum frá sauð-
skinninu og heyinu í rúminu. Hann heyrði að
Barbro setti skóna hans á arinhilluna, og hengdi
fötin sem hann fór úr við eldinn, til að þurka
þau. Svo setti hún aftur grautarpottinn yfir
eldinn, og hélt áfram að hræra í honum. Hann
lá ofurlitla stund vakandi, og var að hugsa um
hamfarir bylsins, svo sofriaði hann.
Þegar hann vaknaði um nóttina var dautt í
eldstæðinu, og honum orðið nístings kalt á and-
litinu. Bylurinn hélt áfram með sarna ofsa, það
hvein í strompinum, og frosnir snjó kristallar
þöktu veggina að utan.
Hann fann nú að hann var banhungraður, en
hann vildi ekki ómaka sig til að fara á fætur
til að fá sér að eta. Hann dró sauðskinnsfeld-
inn yfir höfuð sér aftur, en hann gat ekki
sofnað, hvernig sem hann velti sér í rúminu.
Loksins fór hann á fætur til að ná sér í eitt-
hvað að eta. Hann skaraði í öskuna í hlóðunum
og kveikti upp eldinn. Barbro vaknaði og sett-
ist upp, og leit í kringum sig.
“Farðu ekki á fætur,” sagði hann. “Eg er
bara að leita eftir að ná mér í eitthvað að
eta.”
“Þú hlýtur að vera fjarska gvangur,” sagði
hún. “Bíddu við, eg skal —.” Hún fór fram úr
rúminu og að hlóðunum og setti pott yfir eld-
inn, og helti í hann mjólk úr stórri trékönnu.
“Þú svafst fjarskalega fast í nótt,” sagði hún,
eins og hún væri að afsaka eitthvað.
Iva sat og horfði á hana, meðan hún var að
hita mjólkina. Hann veitti því eftirtekt hvernig
brjóstin á henni hreifðust undir bolnum sem
hún var í. Hún var berfætt og bara í milli-
pilsinu. Það skein í þriflega fótleggina hennar,
við bjarmann frá eldinum. Allt í einu tók hann
hana í fang sér.
“Ertu vitlaus?” Hún sleit sig úr höndum hans,
og horfði undrandi á hann.
Iva hafði aldrei reynt til að snerta hana áð-
ur, en þegar aðrir piltar tóku hana í fang sér,
sýndi hún engan mótþróa.
Hún horfði undrandi í andlit honum, og þeg-
ar hún leit í augu hans, hljóp blóðið fram í
kinnar hennar. Hún krosslagði hendurnar á
magann, eins og til að hylja sig bakvið, því
hún fann til þess allt í einu, eins og hún stæði
nakin frammi fyrir honum.
Iva stóð upp.
“Farðu upp í rúmið,” sagði hann. “Þér er
líklega kalt. Eg get fundið mér mat,” og tók í
hendurnar á henni.
“Nei,” sagði hún og kipti að sér höndunum.
“Hættu þessu,” og hló hálf vandræðalega. “Eg
skal flóa mjólkina.”
Hann sá glampa í augum henhar sem bar
vott um algjört mótstöðuleysi.
Iva hló og tók hana aftur í fang sér. Þegar
hún veitti mótstöðu, þrýsti hann .henni fastar
að sér. Hún barðist um í faðmi hans og hljóð-
aði, þar til hún fann að hún var algjörlega á
valdi hans. Hann fann bert bakið á henni undir
hendi sér, er hann tók hana upp og lagði hana
upp í rúmið.
Yfir á hlóðunum sauð mjólkin upp úr pottin-
um, og út á hlóðasteinana, svo sterka bruna-
lykt lagði frá hlóðunum.
Eftir að hann fór úr rúminu frá henni, heyrði
hann að hún lá grátandi í rúminu. Honum rann
til rifja hversu aumkunar og vonleysislega hún
grét. Hann var að hugsa um að fara aftur til
hennar, en gerði það ekki. Hann bara lá kyr,
sárreiður við sig og hana, og óskaði að þetta
hefði aldrei komið fyrir.
Hugur hans hvarflaði til liðins tíma. Hann
mintist þess, að þegar Aine hafði verið þar,
hafði hann setið á rúmstokknum hjá henni, og
gert glettur við hana, þegar hún lá upp í rúm-
inu, og hafði vafið sauðskinnsfeldi að sér. Hann
hafði varla árætt að kyssa hana, en þegar hann
gerðist um of nærgöngull við hana, þá bara
tók hún um hendur hans og hélt þeim.
Hann krepti hnefana, og breiddi upp yfir höf-
uð sér. án þegar hann heyrði að Barbro var enn
að gráta, greip hann sterk ástríða til að fara
á fætur og neyða hana til að hætta, svo hann
þyrfti ekki að heyra til hennar og gæti gleymt
því sem hafði skeð.
Bylurinn hélst stöðugt í nokkra daga. Stund-
um rofaði ofurlítið til en það varaði enga stund.
Stormhvinurinn í fjöllunum var sá sami og
hvergi sást til lofts. Stundum hvarlaði vind-
urinn til annarar áttar, og hlóð þá upp fann-
dyngju og sköflum, þar sem áður var fokið af.
Það var hvergi fært að fara, frá húsinu. Hann
gat ekki komist út í skóginn til að vitja um
veiðisnörurnar sínar. Hann hélt sig sem minst á
vegi Barbro. Hann fann ískalda mótspymu til-
finninga grípa sig í hvert sinn er hann sá hana,
og ef hann talaði til hennar, þá var það í köld-
um og ólundarlegum róm. Eina nóttina svaf hann
úti í fjósinu, en honum fanst kalt þar, svo hann
gerði það ekki aftur.
Eitt kvöld eftir að hann var búinn að gefa
kúnum og hestinum, sat hann við eldinn að bíða
eftir kvöldmatnum. Barbro lá á hnjánum að
þvo gólfið.
Allt í einu fór hann að horfa á hana — hversu
hún var þrifleg um mjaðmirnar, hversu mjúk-
lega að bakið hreifðist, þegar hún teygði fram
handleggina, til að ná sem lengst til á gólfinu,
hann sá ber læri hennar fyrir ofan þykku ullar
sokkana, sem hún var í. Hún hætti allt í einu
að þvo, og reis upp á hnéin fyrir framan hann
og mætti augna tilliti hans. Hann beygði sig
t áfram til að ná til hennar. Hún stóð skyndilega
á fætur.
“Þú skalt ekki!” hljóðaði hún upp. Þegar
hann ætlaði aftur að ná í hana, sló hún hann í
andlitið með blautri tuskunni sem hún var að
þvo með.
Hann þreif tuskuna úr hendi hennar og tog-
aði hana að sér.
“Sleptu mér,” argaði hún upp. “Það var ekki
eg sem þú vildir —”,
Einhverskonar köld ástríða greip hann. Hann
þrýsti höfðinu á henni afturábak og kysti hana
á munninn. Hún sneri höfðinu frá honum og
kreisti saman varimar. Hann bara hló að henni,
þegar hún reyndi til að berja hann.
Loksins gaf hún upp alla vöm, og hjálparlaus
og grátandi, gaf sig á vald hans.
Daginn eftir kom Anton, með vinnumann með
sér. Iva fór burt eins fljótt og hann gat, í kofa
sinn niður við vatnið.
Honum fanst að Anton horfði á sig og Barbro,
eins og hann vissi hvað hefði komið fyrir. Þegar
Iva var að binda á sig skíðin, kom Barbro frá
fjósinu. Hann beygði sig yfir skíðin meðan hún
fór framhjá, en hann varð þess var að hún
stansaði.
“Ertu að fara?” spurði hún.
“Já,” hann rétti sig upp, tók skíðastafina í
hönd sér og risti strik í snjóinn.
“Hugsaðu um þig sjálfa,” sagði hann um leið
og hann rendi sér á stað.
“Iva,” sagði hún með hægð.
“Hann stansaði sem snöggvast.
“Ó, það er ekkert.” Hún laut höfði svo hann
skyldi ekki sjá að hún var að gráta, og fór sem
fljótast inn. .
Þegar hann var lagstur til hvíldar í kofa
sínum um kvöldið, kom Barbro í huga hans.
Hann hafði veitt því eftirtekt hvernig hún
hreifði varirnar þegar hún svaf, og hvernig
ofurlitlar loftbólur komu út á milli varanna,
sem gáfu frá sér veikt hljóð þegar þær sprungu.
Hann þráði hana, en hann fann til þess jafn-
framt að það var ekki Barbro sjálf sem hann
þráði, heldur bara einhverja eins auðsveipa í
faðmi sér eins og Barbro.
Tíminn leið óðfluga, og vorið nálgaðist. Sól-
skinið varð hlýrra og bjartara með hverjum
deginum, og varpaði ljósbláum skuggum á
snjóinn. Jörðin var að lifna við eftir veturinn.
Einn daginn fór Iva til Kuva til að gætá að
veiðisnörum sem hann hafði þar. Hann fór ekki
oft út til að vitja um snörurnar. Hann skaut
sér til matar héra af og til, þegar nýfallið föl
var á jörðinni, og einu sinni eða tvisvar hafði
hann farið upp í fjöllin til að skjóta hreindýr,
en þetta friðaði ekki hans hugar óró, því hann
var eins einmana fyrir því. Það var engin til að
sjá veiði hans, og fagna yfir henni, engin til
að tala við, engin til að sýna honum nokkra
hluttekningu. Hann varð sár í augunum af snjó-
birtu, hann reyndi að verjast snjóbirtunni með
því að sverta sig í kringum augun með sóti frá
eldstæðinu, áður hann fór út, og upp til fjall-
anna.
Hann átti margar snörur hæst upp á Kuva,
áem leit út eins og afarstór sofandi dreki, með
svarta hryggjarliðina upp úr snjónum, en hann
lét snörurnar þar upp frá eiga sig. Hann sneri
heimleiðis. Skíðafæri var gott ofan hlíðarnar
frá fjöllunum. Þegar ferðin varð of mikil, fór
hann í krókum, og að síðustu rendi hann sér
í sveig, upp að lágri hæð, og stansaði, til að
kasta mæðinni.
Honum stóð á sama. Það var ekki margt-sem
honum stóð ekki á sama um.
Hugur hans og líkami var latur og dáðlaus.
Hann hélt sig lengstum inni, án þess að hafa
nokkuð fyrir stafni. Hann lá upp í rúminu og
starði í eldinn eða upp í rjáfrið, fékk sér eitt-
hvað að eta af og til og svaf þess á milli.
Langt neðar sá hann selið, þar var meira
farið að leysa upp snjóinn og auðir rindar
komnir í brekkunum sem sneru móti suðri.
Hann sá bláan reykinn koma upp úr strompin-
um. Hann hafði ekki komið þangað síðan hann
fór þaðan.
Hann hafði séð Haugens selfólkið fara með
stóran gripahóp framhjá kofa sínum, á leið í
selið, og hann vissi að Anundsteds fólkið mundi
bráðlega koma uppeftir með kýrnar, ef þeir
ætluðu að nota heyið sem þeir áttu þar. En
honum fanst hann ekki hafa tíma til að fara
upp í selin til að heimsækja selfólkið. Og það
hafði heldur engin frá seljunum komið ofan
eftir til hans.
Einu sinni þegar Iva kom heim, sá hann að
einhver hafði komið meðan hann var í burtu.
Hann gat ekki vitað hver það mundi hafa ver-
ið; en honum flaug í hug, að það mundi hafa
verið Barbro, en hann hugsaði ekki frekar um
það. Hvað mundi hún vilja þangað? En hann
gat ekki komið þessari ímyndun úr huga sér,
og þegar hann hugsaði um hversvegna hún
mundi hafa komði, varð hann óttasleginn.
Nú var komið vor, og hann hafði ekki heyrt
neitt frá henni, og hann hafði ekki hugsað meir
um það sem fór þeirra á millum. Þó vildi til
að því skaut upp í huga hans stöku sinnum,
og vakti óró og óljósan kvíða.
Eina nótt um páskaleytið, vaknaði Iva við að
heyra margra manna mál og hiátur. Það var
ráðist á hurðina, og hún opnuð á gátt, og maður
með flösku í hendinni kom inn og ninir á eftir.
“Hæ, á fætur rneð þig.” þeir hrösuðu og duttu
er þeir komu inn í dimmuna. Einn datt kylli-
flatur yfir stól og stóð upp hlæjandi og bölv-
andi. Einn settist fyrir framan hlóðin og skar-
aði í öskuna svo eldurinn lifnaði.
Það voru Anton, tveir Anundstads synirnir
og Jói. Þeir voru alsnjóugir. Anton settist á
rúmstokkinn hjá Iva.
“Það er meira en bara að fara í næsta her-
bergi, að færa þér hressingu,” sagði hann, og
rétti honum fulla brennivínsflösku.
Anton fékk sér drykk, þegar Iva var búinn
að hressa sig, svo rétti hann flöskuna til hinna.
Þeir voru allir drukknir, sveittir og rauðir í
andliti. Vínið fór eins og sterkur hitastraumur
um líkama Iva. Hann reis upp við olnboga og
brosti til þeirra.
“Nú upp með þig, drengur minn!” sagði Ant-
on. “Við erum á leiðinni upp eftir til stúikn-
anna í Bjðrndal selinu.”
“Eg held að þið séuð vitlausir.” sagði Iva.
Anton setti flöskuna á munn sér og saup gúl-
sapa, svo vínið rann ofan eftir hökunni. Hann
þurkaði sér um munninn með handarbakinu,
og hikstaði.
“Svona nú komstu á fætur.”
“Ykkur er þó víst ekki að detta í hug að
fara alla leið þangað uppeftir.”
“Því ekki?” Það er tungsljós og skíðin okkar
bara skeiða eftir fönninni.”
Anton fór að dansa á gólfinu fyrir framan
rúmið sem Iva lá í. Loðhúfan hans hallaðist út í
annan vangann og eyrna skjóls sneplarnir flöx-
uðust. Jói sat við eldstæðið slæptur og þreyttur,
með hökuna ofan á bringu. Hann hikstaði af og
til, og rumskaði við, og leit í kringum sig sem
snöggvast, fór svo að dotta aftur.
“Svona nú komdu,” sagði Anton aftur.
“Ó, eg veit ekki —” sagði Iva, og hallaði sér
á bakið upp að koddanum. Hann var í efa um
að þeir mundu nokkurntíma komast upp í
Bjornstad selið, eins og þeir voru drukknir.
Anton settist aftur á rúmstokkinn hjá honum.
“Gættu nú að, þú mátt ekki láta hvert smá-
ræði fá svona mikið á þig. Þú ert sá sami, eftir
sem áður. Heyrirðu hvað eg segi? Þú ert sa
sami,” sagði Anton og faðmaði Iva að sér.
“Nú, komdu nú.” Hann hélt áfram og sagði.
“Þú veist hvað þú mátt bjóða þér, er ekki
svo? Þú veist um mig.
Hann hélt að hann væri að hvísla þessu í
eyra Iva, en hann var að tala í háum og skræk-
um róm; svo Amundstad drengirnir fóru að
hlæja.
“Svona komdu nú,” sagði annar þeirra við
Anton. “Við verðum að halda áfram,” og togaði
Anton að dyrunum.
“Iva verður að koma líka!” sagði Anton og
hélt sér í dyrastafinn.
Þeir komu honum út og kölluðu á Jóa að
koma. Iva hljóp upp úr rúminu og tók bróðir
sinn, og hélt honum, svo hann færi ekki.
“Þú verður hér, bjáninn þinn!”
Jói glápti á Iva hálf blindum augum.
“Hu”, sagði hann.
Iva togaði hann að rúminu og lagði hann
upp í það. Hann hafði brennivínsflösku í treyju-
vasanum, sem Iva tók og faldi. Hann fór og
lokaði hurðinni, sem stóð hálfopin og bitur
kuldastraumurinn kom inn um dyrnar. Hann
skifti sér ekkert um hina sem úti voru.
Jói lá eins og hann væri dauður, með opinn
munninn og hálflokuð augu í fylliríismóki. Það
korraði í hálsinum á honum. Iva mintist ekki
að hafa nokkurntíma séð Jóa svona drukkinn.
Hann tók flöskuna sem stóð á borðinu og
fékk sér nokkra drykki. Það var eitthvað sem
hann þurfti að gleyma, hugar kvöl sem hann
þurfti að milda. Honum þótti leitt að sjá bróður
sinn svo út úr drukkinn. Hann hélt áfram að
drekka, þangað til flaskan var nærri því tóm,
þá fór hann upp í rúmið og lagðist niður hjá
Jóa.
Þegar Iva var lagstur niður hjá bróður sín7
um, vaknaði í huga hans, þrátt fyrir áhyggju
hans og hugarstríð, óljós tilfinning fyrir ein-
hverju, sem honum var tapað, það voru minn-
ingar frá æskuárunum, er þeir bræðurnir voru
saman, og sváfu saman. Jói var hjá Iva nokkra
daga. Einn daginn sátu þeir saman fyrir utan
kofan. Jói var að tegla til spýtu. Hann varð
altaf að hafa eitthvað handa á milli. Af og til
skoðaði hann það sem hann var að búa til, og
velti því fyrir sér, á ýmsa vegu.
. Allt í einu spurði hann Iva, hvort hann ætl-
aði að koma ofan eftir með sér.
“Nú, nei, eg held ekki,” sagði Iva.
Jói sat um stund hugsandi.
“Ætlarðu þá að vera hérna?”
Iva svaraði því svo sem engu. Honum var
skapraun að spurningunni.
“Eg hef verið að hugsa um,” sagði Jói, “að
þessi kofi er afar lélegur.” Hann horfði niður
fyrir sig, eins og hann væri að hugsa um alt
annað. “Væri ekki ráð, fyrir okkur að fá okkur
hest og draga trjáboli út úr skóginum, meðan
dráttarfærið er gott? Svo get eg hjálpað þér
til að byggja seinna í sumar.”
Iva varð glaður við að heyra þessa uppá-
stungu bróður síns. Honum hefði aldrei komið
slíkt til hugar. Þeir töluðu lengi um þetta, og
hvernig þeir ætluðu að hafa nýju bygginguna.
Daginn eftir fóru þeir í skóginn, og voru þar
nokkra daga að fella tré til byggingarinnar,
þeir völdu helst mjúk grenitré, sem voru þur
við rótina, og mettuð af tjöru. Þeir drógu
bjálkana heim að kofanum snemma á morgn-
ana, áður sólin þýddi frostskelina af fönnun-
um.
Vorið var að koma, og snjóinn var sem óðast
að leysa upp. Upp í fjöllunum stækkuðu dag-
lega auðu blettirnir, og lækirnir voru farnir að
beígja fram kolmórauðir, ofan á ísinn á vatn-
inu, sem var að losna frá alstaðar meðfram
landinu.