Lögberg - 30.12.1943, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. DESEMBER 1943
7
Þorsteinn Konráðsson 70 ára
Bóndi, hljómlistarmaður og fræðaþulur
mál, galdraletur, rúnaletur og
margvíslega aðra forna fræði.
Er handrit þetta nú komið á
Landsbókasafnið og í þóitnar-
skyni fyrir þetta var Þorsteinn
“settur” á fjárlög með 400 kr.
árlegum styrk.
Margt fleira hefir Þorsteinn
skrifað af þjóðlegum fróðleik,
Sumt af því hefir birzt á prenti,
annað er geymt í handnti á
Landsbókasafninu — “en við skul
ekkert vera að minnast á
um
þetta, það tekur því ekki,” sagði
Þorsteinn við mig í dyrunum um
leið og eg kvaddi hann og fór.
Á leiðinni heim varð mér hugs-
að til þessa bónda, sem lifað hef-
65 ár sjötugrar ævi í sveit,
ír
fjarri höfuðstað landsins og fjarri
öllum möguleikum til að kynna
sér bækur og handrit á söfnum.
þrátt fyrir þetta leggur þessi
bóndi einstæðan skerf til ís-
lenzkra sögulegra fræða og jafn-
framt til söngbókmennta íslend-
inga, þannig að hjá því verður
ekki komist að sagan geymi nafn
hans og að íslendingar reyni að
sýna honum einhvern vott þakk-
lætis, enda þótt það sé — en sem
komið er — minna en skyldi.
Afmæli Þorsteins bónda og
fræðimanns frá Eyjólfsstöðum er
Hðið — eg gleymdi að óska hon-
um til hamingju með afmælið.
Þess í stað ætla eg að nota tæki-
færið og árna íslenzku þjóðinni
giftu og heilla með hið tnenning-
arlega æfistarf þessa sjötuga af-
mælisbarns.
Þ. J.
Vísir, 20. sept. 1943.
Frumherji fallinn í val
Eg hafði heyrt að Þorsteinn
frá Eyjólfsstöðum ætti sjötugs af-
mæli einhvern daginn í vikunni.
Eg skrapp heim til hans og spurði
hvort það væri nokkur fótur fyr-
ir þessu.
“Jú, hérna er fæðingarvottorð-
ið mitt”, segir Þorsteinn, “gefið
út af Þjóðskjalasafninu, stimplað
og staðfest með eigin hendi Bene-
dikts Sveinssonar. Á því stendur
að eg sé fæddur 16. september
1873, og á þessu vottorði græði eg
heila koníáksflösku — þ. e. a. s.
ef koníak verður þá flutt til lands
ins fyrr en eg er dauður.”
“Það er skrítið”.
“Víst er það skrítið, en satt er
það samt. Eg veðjaði nefnilega
við mann um það hvenær eg
væri fæddur — eg vann veð-
málið og fæðingarvottorðið er
sönnunargagnið.”
Það þýðir ekki að véfengja
þetta vottorð og þar stendur það
svart á hvítu að Þorsteinn sé
fæddur 16. sept. 1873. Hinsvegar
gefur það engar uppiýsingar um
hvar hann er fæddur og þær verð
eg að fá hjá Þorstemi sjálfum.
Þorsteinn er sonur Konráðs
Konráðssonar bónda að Múla í
Kirkjuhvammshreppi í Vestur-
Húnavatnssýslu og konu hans,
Guðrúnar Þorsteinsdóttur Þor-
steinss. frá Grund. Að Múla er
Þorsteinn fæddur og þar var
heimili hans til átta ára aldurs,
er faðir hans keypti Mýrar
við Hrútafjörð og þar dvaldist
Þorsteinn í önnur átta ár.
Árið 1889 er móðir Þorsteins
orðin ekkja. Fluttist hún þá að
Haukagili í Vatnsdal og eftir
það verður Vatnsdalurinn að
aðalheimkynni Þorsteins í hart-
nær fimmtíu ár.
Tvo næstu vetur eftir að Þor-
steinn fluttist norður í Vatnsdal
gekk hann á Flensborgarskólann
og lauk gagnfræðaprófi þanðan
vorið 1892. Næstu vetur á eftir,
fram um aldamót fékkst hann
við kennslu á veturna, en vann
heima á sumrin.
Aldamótaárið fluttist Þor-
steinn að Eyjólfsstöðum til
tengdaforeldra sinna, er síðar
urðu. Þremur árum síðar keypti
hann Eyjólfsstaðina, kvæntist þá
Margréti dóttur Jónasar bónda
þar og fór að búa. Á Eyjólfsstöð-
um bjuggu þau hjónin í 35 ár, en
árið 1938 fluttust þau til Reykja-
víkur og hefir Þorsteinn síðan
starfað á skrifstofu sonar síns,
Sigurðar, eiganda verksmiðjunn-
ar “Venus”.
“Hér er ævi mín þrotin — enn
sem komið er. Nú hefi eg ekki
meira að segja, því eg er búinn
að telja allt upp sem máli skiptir.
Viltu ekki kaffi?”
“Jm, en mig .laingaði til að
spyrja þig einnar spurningar áð-
ur”.
“Hver er hún?”
“Eg hefi heyrt um nótnasöfn-
un þína. Hvenær tókstu til við
hana og hvar vaknaði áhugi þinn
fyrir hljómlist?”
“Það er langt um liðið. Þegar
eg fór í Flensborgarskólann svalt
eg oft heilu og hálfu hungri af
því að eg mat meira að eignast
nótur en mat. Eg sé ekki eftir
því núna, því að þá náði eg í ýms
fágæt nótnasöfn og nótur, sem
síðar urðu með öllu ófáanlegar,
enda mun eg hafa komizt yfir
um fimmtíu útgáfur af innlend-
um nótum, sem ekki eru til í
Landsbókasafninu”.
“Hvað er safn þetta orðið
stórt?”
“Eitthvað um tólf hundruð
nótnaútgáfur þegar eg seldi
það í einu lagi í fyrra. Eg tel
mig heppinn að hafa komið því
í hendur góðs manns, en það er
Hallgrímur Helgason tónskáld.
Þrátt fyrir þetta held eg söfnun
minni áfram eftir því sem við
verður komið”.
“Einhverntíma heyrði eg þess
getið, að þú hefðir verið orgelleik
ari í sókn þinni um margra ára
skeið. Hvenær lærði’.ðu að leika
á orgel?”
“Það mun hafa verið nokkru
eftir 1890, eða nánar tiltekið 1893.
Eg var þá eitt sinn á ferð hér
syðra og þurfti að hitta Jónas
Helgason orgelleikara að máli til
að kaupa af honum strengi á
fiðlu. Eg þekkti Jónas lítið, en
hann hvatti mig til að læra að
leika á orgel. Hann sagði að eg
hefði gott af því — þar eð eg
hefði áhuga fyrir hljómlist. Eg
skyldi bara koma suður að hausti
— hann skyldi kenna ér.
Svo fór eg norður og sagði
mömmu frá þessu. Henni fannst
þetta megnasta óráð, það yrði alt
of dýrt. Efnin voru heldur ekki
alltof mikil og ennþá síður, að
peningar væru þá á reiðum hönd-
um hjá fólki, eins og þeir eru nú.
En þó að móðir mín letti mig
fararinnar, héldu mér engin bönd
eg fór suður til Reykjavíkur og
hitti Jónas að máli og hann tók
mér forkunnarvel. “Heyrðu strák
ur,” sagði hann, “komdu með
mér eg ætla að sýna þér nokk-
uð”. Við gengum upp í bæ og
þegar inn í húsið kom, opnaði
hann herbergi eitt, allstórt, en
tómt að öðru leyti en því, að inni
í því var orgel. Hér geturðu verið
í vetur og á orgelinu geturðu æft
þig eftir vild.” Þegar eg ætlaði
að borga Jónasi kennsluna, húsa-
leiguna og leiguna fyrir orgelið
um vorið, fékkst hann ekki til að
taka grænan eyri í þóknun. Þetta
’kallar maður nú höfðingslund.
Að skilnaði fékk hann mér takt-
stokk og tónkvísl að gjöf, bað
mig fyrir kvefðju til Böðvars
Þorlákssonar á Hofi og þar með
að hann ætti að veita mér frekari
tilsögn ef mig langaði til að læra
meira. Hjá Böðvari var eg svo
meginið af tveimur vetrum og
bætti þar allmjög við það, sem
eg hafði áður lært.”
“Eftir þetta gerðistu orgelleik-
ari?”
“Eg hefi auk þess þann heiður
að hafa verið lengur orgelleikari
en nokkur annar maður núlif-
andi á þessu landi, sem eg þekki
til. í fjörutíu og eitt ár samfleytt
hefi eg verið orgelleikari í Und-
irfellskirkju, og um skeið spilaði
eg einnig í tveimur öðrum kirkj-
um í nærliggjandi sveitum. Laun
mín fyrir þetta starf voru lengst
af 45 krónur, nema síðustu árm
voru þau hækkuð upp í 100 kr.
á ári. Það þykja ekki há laun
nú.”
“Eitthvað hefurðu starfað
meira að hljómlistarmálum okk-
ar íslendinga, og er þetta þó ær-
inn skerfur.”
“Eg hefi skrifað nokkuð. Ekki
alls fyrir löngu skilaði eg hand-
riti til Landsbókasafnsins, en það
var safn af kirkjusöngslögum,
með öðrum orðum, úrval af lög-
um víðsvegar að við texta í ís-
lenzku sálmabókinni. Þau lög
skipta mörgum hundruðum.
Eg hefi líka skrifað nokkur-
ar greinar um söng, hljóðfæri og
söngbókmenntir fyrri tíma, sem
prentaðar hafa verið. En núna
er eg að vinna að miklu verki,
sem eg hefi ætlað Landsbóka-
safninu á sínum tíma. Það eru
sýnishorn úr söngbókmenntum
íslendinga á síðasta hluta 19.
aldar og fram yfir aldamót.
Sýnishornunum er safnað úr inn
lendum bókum og handritum, og
auk þess úr útlendum bókum, er
voru þjóðinni hugþekkar á þeim
tíma. Eg er þegar búinn að safna
allstórri syrpu, eða nokkuð á
þriðja hundrað laga, en alls geri
eg ráð fyrir að þau komi til með
að verða 5—6 hundruð talsins. í
þessu efni hefi eg notið ómetan-
legrar aðstoðar margs gamals
fólks, er orðið hefir að taka á
þolinmæði sinni, með því að raula
fyrir mig gömul lög á meðan eg
hripaði þau niður. Þeir Páll Is-
ólfsson, Hallgrímur Helgason og
Kristinn Ingvarsson hafa veitt
mér aðstoð sína við að radd-
setja nokkur þessara laga. Auk
nótnanna verður mikið af rituðu
máli í þessu handriti.”
Eg renni augunum yfir nokk-
um hluta þessa handrits og sé
str^ix að á bak við það liggur
óhemju mikil vinna. Frágangur-
inn er glæsilegur og rithöndin
sérkennileg og persónuleg, en það
er ekki gott að lesa hana, því að
stafirnir eru eins og rúnir. Samt
venst maður henni og þegar eg
er búinn að læra að þekkja staf-
ina, fletti eg handritinu og stað-
næmist á stöku stað. Eg fékk
leyfi Þorsteins til að krota niður
nokkurar setningar á stangli, þar
sem mér fannst koma einna ber-
ast í ljós hvað fyrir Þorsteini
vakir með þessu verki.
Á einum stað stendur:
“Um leið og réynt er að endur-
kalla úr djúpi þagnar og
gleymsku suma þessa gömlu
hljóma, skapar það möguleika til
að fá samanburð á því sem var
og því sem er.”
Og á öðrum stað:
“Frá unga aldri hefi eg reynt
að afla mér upplýsinga um söng-
bókasöfn einstakra manna hér á
landi, allt frá því að söngbók-
menntir okkar tóku á sig fasta
stefnu á og um miðja 19. öld.
Verk þetta hefir sótzt seint og
við marga örðugleika að etja,
ekki sízt fyrir þá, sem hafa lif-
að lengstan hluta ævi sinnar úti
á landi. Eg hefi fylgt þeirri reglu
að skrifa niður allt það, sem eg
hefi getað náð til, og veit fyrir-
fram að margir muni vera gallar
á því, og vantar mjög margt, er
eg hefi ekki getað náð til. En
það er sannfæring mín — enda
gömul staðreynd — að menning-
in fylgir bókunum, og bækurnar
menningunni. Hóf eg þetta starf
ef ske kynni að eitthvað mætti
hafa upp úr því þegar íslenzk
söngsaga yrði samin.”
Þorsteinn er stundum harður
og óvæginn, ekki sízt ef honum
finnst óskabarni sínu, hljómlist-
inni, misboðið. Eftirfarandi línur
bera þess vitni:
“Á niðurlægingartímabili söng
listarinnar hér á landi, fyrir og
um miðja 19. öld var viðhöfnin,
ringirnir og smekkleysið orðið að
þjóðarvansæmd. Rómantíska
stefnán bætti þetta og fágaði
með sinni ljóðrænu meðferð í
sköpun laga og flutningi. En fátt
stendur lengi. Ný alda kom yfir
hafið, er greip furðu fljótt um
sig. Jazzinn hélt innreið sína í
landið, og náði hljómgrunni
þekkingarsnauðrar æsku. Er
hann, sem kunnugt er, byggður
upp af allt öðru kerfi, í algerð-
um reyfarastíl. Efniviðurinn í
honum er trylltur negrasöngur og
lífsskoðun Gyðinga. í jazzinum
fer saman efni og meðferð —
allt á sömu sveif — að æsa og
trylla.
Einmitt hér á landi varð ment-
unarskortur þjóðarinnar í söng-
legum fræðum honum að bráð.
Nú heyrist vart flutt lag, svo það
sé ekki sungið með titrandi jazz-
röddu, og er gengið svo langt í
því, að fullur vafi er á hvort
afskræmið er verra, viðhöfmn frá
Grallara-tímabilinu eða smekk-
leysan í látæði við röddina nú —
það eitt er víst, að þannig löguð
meðferð er meira en húsaveg frá
sannri list, og mætti því senni-
lega hvorutveggja með réttu
kalla gervilist”.
En starf Þorsteins frá Eyjólfs-
stöðum á sviði söngbókmennta er
ekki eina starf hans í þágu ís-
lenzkrar menningar. Það er ann-
ar vettvangur til, sem Þorsteinn
hefir lagt jafn ríkulegan skerf
til, og það er sögnfróðleikur á
ýmsum sviðum.
Eitt viðamesta starf Þorsteins
var söfnun galdrafræða úr ís-
lenzku þjóðlífi. Er til eftir hann
handrit, á þriðja þúsund blað-
síður að stærð, um galdra, galdra
Jónas Jónasson, landnámsmað-
ur að Bjarkalóni við íslendmga-
fljót, andaðist að heimili sínu þar,
þann 25. nóv. s. 1.
Hann vaV fæddur að Bakka í
Öxnadal í Eyjafjarðarsýslu þann
28. des. 1849, voru foreldrar hans
Jónas SigUrðsson og Helga kona
hans Egilsdóttir. Ólst hann upp
hjá þeim til þroskaaidurs. Ungur
að aldri kvæntist hann Helgu
Hallgrímsdóttur ættaðri úr Eyja-
fjarðarsýslu, var hún systir
Magnúsar Hallgrímssonar pósts
og síðar landnámsmanns í Mikley
og Sigurbjarnar landnámsmanns
að Flatatungu í Árnesbygð. Al-
bræður, Jónasar voru þeir Sig-
tryggur Jónsson kapteinn og
framherji íslenzka landnámsins
hér í Canada, og Tómas land-
námsmaður að Engimýri við Is-
lendingafljót, mun Jónas haía
verið á milli þeirra að aldri til.
Jónas og Helga kona hans
munu hafa flutt af íslandi 1874,
dvöldu um eitt ár í Kinmount,
Ont., en komu til Gimli í fvrsta
hópi íslendinga haustið 1875,
dvöldu þau á Gimli um veturinn,
en fluttu næsta vor til Mikleyjar.
Landnám sitt þar nefndi hann á
Melstað, en þar er hann rúmt
eitt ár, en fluttist þá til Riverton
og bjó þar æ síðan.
Á Akureyri mun Jónas hafa
lært prentiðn, og var fullnuma í
þeirri grein. Aðalástæðan fyrir
því að hann flutti úr Mikley var
sú að hann réðist sem prentari
að blaðinu “Framfari”, er hinir
hugumstóru nýlendumenn réðust
í að gefa út, þá þegar á þessum
fvrstu og erfiðu landnámsárum.
Sýnir það betur en alt annað hve
mikill vorhugur íramsóknar og
áræðis að í þeim bjó — hve ó-
trauðir þeir voru til hinna and-
legu framkvæmda er þeim fanst
standa hendi næst, mitt í fátækt
og alsleysi þessara fyrstu ára.
Jónas var prentari “Framfara”
þau fáu ár sem blaðið kom út.
Er það hætti göngu sinni, tók
hann að stunda smíðar, var hann
að sögn mjög góður smiður —
urðu þær því aðalatvinna hans,
öllu fremur en búskapur, er
jafnan var með smáum stíl, að
sögn mér kunnugri manna.
Hjónin á Lóni, en þannig var
bær þeirra nefndur í daglegu
tali, voru barnlaus, en ólu upp
nokkur börn að nokkru eða öllu
leyti.
Ingibjörg bróðurdóttir Jónasar
fóstruðu þau upp, að öllu leyti,
hún giftist síðar Kristjáni smið
Ólafssyni, Oddssonar frá Fagra-
skógi, látin 1930. Harald Thor-
láksson fóstruðu þau upp um
hríð, hann dó ungur. Einnig mun
Friðrika, Mrs. Halldór Thorólfs-
son í Winnipeg hafa alist upp hjá
þeim um hríð; Bjarni Goodman
í Selkirk, og ef til vdl áttu fleiri
ungmenni athvarf á heimili
þeirra fvrr eða síðar — þó á
því kunni eg ekki gleggri skil.
Mig brestur þekkingu til að
greina nákvæmlega frá hinum
langa dvalartíma Jónasar í
Riverton-bæ, eða “Við fljótið”,
eins og það mun haía verið orð-
að áður fyrr. Dvöl hans þar var
óslitin og óvenjulega löng eða um
hartnær 75—76 ár óslitið. — Mun
hann aldrei til langframa hafa
dvalið að heiman, nema þá ef
vera kynni atvinnu sinnar vegna
um hríð.
Hann var ótvírætt meðal hinna
kyrlátu í landinu. Að félagsmál-
um vann hann að sögn mér eldri
manna, á affarasælan og yfirlætis
lausan hátt. Hann var mikill
stuðningsmaður Bræðrasafnaðar
í Riverton, og skrifari hans um
langa hríð.
Eg sá hann fyrst til að kynnast
honum veturinn 1928—29, þá
stóð hann á áttræðu. Þótt hvítur
væri hann fyrir hærum, og heyrn
tekin að sljógvast, var hann að
öðru leyti sem yngri maður, tein
réttur og bar sig vel, léttur í
spori — og fjaðurmagn í hxeyf-
ingum hans.
En sumarið 1929 kom áfallið
er gerði hann ósjálfbjarga og
rúmliggjandi öll hans síðustu æfi
ár. Hann fékk blóðeitrun í fót,
læknis var ekki leitað um hríð,
en ekki hægt viðgerðar, gat
hann ekki gengið þaðan af.
Kynning mín var því aðallega
af honum í þeirri löngu legu.
Hann þjáðist ekki að jafnaði,
naut sín vel, eftir því sem um
var að gera, las afarmikið því
fróðleiksfýsn og lestrarhneigð
hans var mikil. Aðallega voru
það nytsamar og fræðandi, og
andlegar bækur sem hann las.
Árið '1931, í árslokin dó kona
hans, gekk sá missir nærri hon-
um, þó stillingin og jafnvægið
væri ávalt hið sama, samfylgd
þeirra hafði varað framundir 60
ár og verið innilegt með þeim.
Næst lestri góðra bóka, meðan
hann þoldi bókalestur, var helzta
ánægjan hans er gestir komu til
hans, — átti hann ýmsa trygga
vini, helzt úr hópi elzta fólks
er til hans komu sumir oft miklu
meira af vilja, en líkamlegum
mætti; og svo er ár liðu hjá,
hafði hann mikla ánægju af
litlu börnunum sem ólust upp á
heimili hans, undu þau hjá hon-
um og voru honum til gleði, —
því hann var maður innilega
barngóður og hafði unun af börn-
um.
Eftir lát Helgu konu hans ann-
aðist ein af dætrum Ármanns
Magnússonar frænda hans um
heimilið og hjúkraði honum. Þá
tóku ung hjón, Ingimar og
Margrét Vigfússon við heimilinu
naut hinn aldraði maður frá-
bærrar umönnunar Mrs. Vigfús-
son, í nærri tólf ár; var þar
annast um hann með frábærri
alúð og kostgæfni, er nú gerist
sjaldgæf af hendi yngstu kyn-
slóðar gagnvart hinum háöldr-
uðu, —* jafnvel þótt náskyldir
séu. Votta eg þeim hjartans þökk
allra vina Jónasar, fyrir fágæta
þjónustu, í þarfir hans. Oft er
í samtíð vorri — og á öllum tím-
um, talað um hetjur er geta sér
frægð fyrir áræði og augnabliks
dirfð í mannraunum og hættum;
en einnig oft birtist hið sannasta
hugrekki í því að þola með krist-
inni karlmannslund örlög þau, er
lífið leggur manni á herðar —
bera þau með þolgæði og hóf-
stillingu, í trausti til algóðs Guðs,
er máttinn veitir til þess. Hygg
eg það sízt ofmælt um þennan
háaldraða mann, að hann átti þá
hetjulund, er þolir, líður biður
og bíður. Trú hans var djúp og
lotningarfull. Fágæt var lotning
hans, er hann hafði guðs orð um
hönd, eða neytti altarissakra-
mentisins. — Eg hygg að djúpt
traust á algóðum Guði — sam-
fara stillingu er hann hafði að
vöggugjöf þegið væri sú bifröst
er bar hann yfir torfærur hinna
mörgu sjúkdómsára og gerði
hann að sigurvegara í kross-
burði þeim er féll honum í hlut
á efstu æfiárum hans. — Sam-
ferðafólkið hans skylt og vanda-
laust fagnar lausn hans. “Nú
lætur þú Drottinn þjón þinn í
friði fara.”
Hvíl í friði Guðs, þreytti lang-
ferðamaður!
S. Ólafsson.
DONALD GORDON,
formaður verðlaasnefndar.