Lögberg - 27.04.1944, Síða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. APRÍL, 1944
Abbé Conálantin
EFTIR
LODOVIC HALÉVY
mmmmm«mmmmmmmmmmmmmrn
“Já, það er vegurinn sem við förum eftir.”
“Því ferðu svo snemma í fyrramálið? Mig
langar svo mikið að fara út á svalirnar til að
sjá þig, þegar þú ferð framhjá, og óska þér
góðrar ferðar.”
Bettina hélt hendi hans milli handa sinna
fáein augnablik. Hann dró að sér hendina, með
hægð.
“Eg verð að fara og tala við systir þína,” sagði
hann.
“Hún hefur ekki séð þig, það eru einir tólf
eða fleiri í kringum hana. Komdu og sestu
hérna nær mér, ofurlitla stund.”
Hann varð að setjast.
“Við erum að fara í burtu líka,” sagði hún.
“Þið?”
“Já, rétt fyrir klukkutíma síðan kom hrað-
skeyti frá tengdabróðir mínUm, sem okkur þótti
ósköp vænt um. Við bjuggumst ekki við honum
fyr en eftir fjórar vikur, en hann verður kominn
eftir tvær vikur. Hann leggur á stað frá New
York, eftir morgundaginn, og kemur með skip-
inu Labrador. Við förum til Havre til að mæta
honum. Við leggjum á stað héðan eftir morgun-
daginn; við tökum börnin með okkur, það er
svo gott fyrir þau að vera nokkra daga þar við
sjóinn. Ef þú bara vissir hvað mági mínum
þykir vænt um að kynnast þér — hann þekkir
þig nú þegar, við höfum talað, um þig í bréfum
okkar til hans. Eg veit að þú og Mr. Scott eigið
mjög vel saman, hann er góður maður. Hvað
verðurðu lengi í burtu?”
“Þrjár vikur.”
“Þrjár vikur í herbúðunum?”
“Já, Miss Percival, í herbúðunum í Cercotter.”
“Inni í miðjum skógunum í Orléans. Eg lét
guðfaðir þinn útskýra það allt fyrir mér í morg-
un. Eg er auðvitað fjarska glöð að fara til að
mæta mági mínum; en á sama tíma sé eg ofur-
lítið eftir að fara héðan, því eg skyldi hafa farið
á hverjum morgni til að sjá guðföður þinn.
Hann hefði altaf getað sagt mér af þér. Kannske
eftir svo sem tíu daga, að þú skrifir systur
minni svo sem — þrjár eða fjórar línur — það
þarf ekki að taka mikinn tíma — bara til að
láta hana vita hvernig þér líður, og að þú hafir
ekki gleymt okkur.”
“Að eg gleymi ykkur, eins og eg geti gleymt
ykkar sérstöku góðvild og gæðum, aldrei, Miss
Percival, ómögulegt-”
Hann varð ofurlítið óstyrkur í málrómnum,
hann óttaðist sína eigin hrifningu, hann stóð
upp.
“Eg verð að fara, Miss Percival, til að tala við
systir þína. Hún er að horfa á mig. Hún er
líklega hissa.”
Hann gekk þangað sem Mrs. Scott var, Bettina
fylgdi honum með augunum.
Mrs. Norton hafði sest við slaghörpuna til
að leika vals fyrir unga fólkið.
Paul de Lavardens fór til Miss Percivál,
hneigði sig að Parísar sið fyrir henni, og sagði:
“Viltu gjöra mér þann heiður, Miss Percival?”
“Eg held eg hafi lofað þessum dansi til Mon-
sieur Jean,” sagði hún.
“Jæja, ef ekki honum; viltu þá gefa mér
dansinn?”
Bettina gekk til Jean, sem hafði tekið sér
sæti nálægt Mrs. Scott.
“Eg hefi rétt núna sagt hræðilega sögu,”
sagði hún. “Monsieur de Lavardens beiddi mið
um að dansa við sig þennan dans, en eg sagði
honum að eg hefði lofað þér þessum dnasi.
Viltu ekki dansa hann við mig?”
Að halda henni í faðmi sér, að anda að sér
ilminum úr hárinu á henni — Jean hélt að það
yrði sér ofraun, hann treysti sér ekki til að
þyggja boðið.
“Mér þykir mjög leiðinlegt að eg get ekki, mér
líður ekki vel í kvöld; eg lagði hart að mér að
koma, því eg vildi ekki fara án þess að kveðja
ykkur, en að dansa í kvöld, nei, það er mér
ómögulegt-”
Mrs. Norton byrjaði að leika danslagið.
“Jæja,” sagði Paul og kom, allur í einu
gleðibrosi.
“Hvor okkar er það?”
“Þú,” svaraði hún snögt, án þess að líta aug-
unum af Jean.
Hún var mjög óróleg, og svaraði næstum
án þess að vita hvað hún sagði. Hún sá strax
eftir að hafa lofað Paul dansinum, hún vildi
miklu heldur standa þar sem hún var, nærri
Jean. En það var of seint, Paul tók í hendi
hennar, og leiddi hana út á gólfið.
Jean stóð upp; hann horfði á þau, Bettínu og
Paul, það kom eins og móða fyrir augu hans,
honum leið mjög illa.
“Það er aðeins eitt sem eg get gert,” hugsaði
hann. “Horft á þennan vals, og farið svo. Eg
get skrifað Mrs. Scott á morgun fáeinar línur
til að afsaka mig.”
Hann gekk til dyranna, og leit ekki til Bett-
ínu; ef hann hefði litið á hana, hefði hann
verið kyr.
En Bettína hafði ekki augun af honum, og
alt í einu sagði hún við Paul.
“Þakka þér fyrir dansinn, en eg er dálítið
þreytt, við skulum hætta, viltu gera svo vel?
Þú afsakar mig vona eg?”
Paul rétti henni hendina..
“Nei, þakka þér fyrir,” sagði hún.
Hurðin var rétt að lokast, Jean var farinn
út.
Bettína, fremur hljóp en gekk í gegnum sal-
inn, Paul stóð einn eftir alveg hissa, og skildi
ekkert í hvað hafði skeð.
Jean var að opna forstofu hurðina, þegar
hann heyrði einhvern kalla.
“Monsieur Jean-”
Hann stansaði og leit við. Hún var rétt hjá
honum.
#“Ertu-að fara, án þess að kveðja mig?”
“Eg bið þig að fyrirgefa, eg er eitthvað svo
þreyttur í kvöld.”
“Þú mátt þá ekki ganga heim, það lítur út
fyrir slæmt veður,” hún rétti hendina út úr
dyrunum.
“Það er rigning.”
“Komdu og drekktu bolla af te inn í litlu
setustofunni, og eg skal segja þeim að keyra
heim með þig.”
Hún sneri sér að einum þjóninum.
“Segðu þeim að senda vagn hingað, undir
eins.”
“Nei, Miss Percival, eg þakka þér fyrir, að
ganga úti í fersku loftinu hressir mig. Eg ætla
að ganga heim, lofaðu mér nú að fara.”
“Jæja, farðu þá, en þú hefur enga regnkápu
fáðu einhverja kápu hér.”
“Mér verður ekki kalt — en þér verður kalt
að standa hér í svona flegnum kjól — eg ætla
að fara.”
Og án þess einu sinni að rétta henni hendina,
hljóp hann ofan tröppurnar.
Hann hugsaði: “Ef eg snerti hendi hennar,
þá er eg yfirunninn, og leyndarmálið mitt
kemst upp.”
Leyndarmálið hans- Hann vissi ekki að Bett-
ína las hjarta hans eins og opna bók.
Þegar Jean var kominn ofan úr tröppunum,
efaði hann sig eitt augnablik, og þessi orð voru
á vörum hans.
“Eg elska þig, eg dýrka þig, og það er þess
vegna að eg ætla ekki að sjá þig framar!”
En hann sagði ekki þessi orð, hann flúði sem
fljótast og var horfinn út í myrkrið.
Bettina stóð kyr í forstofunni, hún horfði út
í myrkrið, sem varð ennþá svartara, af ljósa-
dýrðinni innan úr forstofunni. Vindurinn þeytti
stórum regndropum gegnum opnar dyrnar á
berar herðarnar á henni, svo hún fór að skjálfa,
hún hugsaði ekkert um það, hún heyrði glögt
hjartaslögin í brjósti sér.
“Eg veit fyrir víst að hann elskar mig,”
hugsaði hún, “og nú er eg alveg fullkomlega
viss um, að eg, líka — Oh! Já! Eg líka —”
Hún tók alt í einu eftir því, að spegillinn í
forstofuhurðinni endurkastaði myndum af
tveimur þjónum, sem stóðu hreifingarlausir við
stórt eikarborð í forstofunni. Hún heyrði hávað-
og hlátur frá dansfólkinu inni í salnum. Hana
langaði til að vera ein, alein, hún sneri sér að
öðrum þjóninum og sagði.
“Farðu til húsmóður þinnar og segðu henni
að eg sé fjarska þreytt, og hafi farið í herbergi
mitt.”
Annie, þjónustu stúlkan hennar, hafði sofnað
í herberginu. Hún lét hana fara svo hún gæti
verið ein. Hún ætlaði að afklæða sig sjálf. Hún
fleygði sér niður á legubekk, hún var eins og í
böndum, yndællrar hrifningar.
Hurðin var opnuð, og Mrs. Scott kom inn.
“Ertu lasin, Bettína?”
“Oh, Susie, ert það þú, mín kæra Susie? Hvað
það var vel gert af þér að koma. Sestu hér,
alveg hjá mér, alveg hjá mér.”
Hún hjúfraði sig eins og barn í örmum systur
sinnar, hún lagði ennið, sem var brennándi
heitt, að ofurlítið kaldari herðum systur sinnar.
Svo alt í einu brast hún í grát, sárann grát,
með ekka.
“Bettína, elsku Bettína, hvað gengur að pér?”
“Ekkert, ekkert- Það er ekkert, það er gleði —
gleði!”
“Gleði?”
“Já, bíddu við — lofaðu mér að gráta svo-
lítið, það er mér svo mikil hressing. Vertu ekki
hrædd, vertu ekki hrædd.”
í faðmi systur sinnar, varð Bettina rólegri.
“Nú er það búið, nú er eg rólegri, og nú
get eg talað við þig. Það er um Jean.”
“Jean, þú kallar hann Jean?”
“Já, eg kalla hann Jean. Hefurðu ekki tekið
eftir því, að hann hefir nú um tíma verið ó-
glaður og þunglyndislegur.”
“Já, eg hefi veitt því eftirtekt.”
“Þegar hann kom, fór hann strax í 'þinn
hóp, og var þar, þegjandi, utan við sig, svo eg
fór að hugsa — fyrirgefðu mér að tala svona
blát.t áfram við þig, en þú veist að það er mín
venja. — Eg spurði sjálfa mig, hvort það væri
ekki þú, sem hann elskaði, Susie, þú ert svo
yndisleg, það hefði verið svo eðlilegt! En það
varst ekki þú, það er eg.”
“Þú?”
“Já, eg. Hlustaðu á mig, hann þorði varla að
líta á mig, hann forðaðist mig, hann flúði frá
mér, hann var hræddur við mig, áreiðanlega
hræddur. Nú, segðu mér eins og er; er eg svo
hræðileg að nokkur þurfi að hræðast mig? Eg
er alveg viss um að eg er ekki!”
“Áreiðanlega ekki.”
“Oh, það var ekki eg sem hann óttaðist, það
eru peningarnir mínir, þessir hræðilega miklu
peningar! Þessir peningar sem hafa dregið allan
þennan biðla sæg að mér, og freistað þeirra
svo mikið, það eru þessir miklu peningar sem
hann hræðist, sem gera hann örvinglaðan, af
því að hann er ekki líkur hinum, af því hann
“Barnið mitt, gættu að þér, kannske þú mis-
skiljir hann.”
“Oh, nei, eg misskil hann ekki; rétt núna
við dyrnar, 'þegar hann var að fara, sagði hann
fáein orð við mig. Þau meintu ekkert. En ef
þú hefðir séð hvað hann var sorgbitinn, þrátt
fyrir alla þá orku sem hann bejtti til að láta
ekki bera á því.”
Susie, elsku Susie, sökum þeirrar ástar sem
eg ber til þín, og Guð veit hvað ynnilega eg
elska þig, þá segi eg þér, að þetta er mín sann-
færing, mín algjörlega efalaus sannfæring —
ef, eg í staðinn fyrir að vera Miss Percival,
hefði verið fátæk, peningalaus lítil stúlka, þá
hefði Jean tekið með fögnuði mína útréttu
hendi, og sagt mér að hann elskaði mig, og ef
hann hefði sagt það við mig, veistu hverju að
eg hefði svarað?”
“Að þú elskaðir hann líka?”
“Já, og það er þess vegna að eg er svo sæl.
Það er ekki nema einn vegur fyrir mig, og
það er, að unna hugástum þeim manni sem
verður maðurinn minn. Jæja, eg segi ekki að
eg dýrki Jean, nei, ekki ennþá, en það er á
góðum vegi, Susie, og það er sælt.”
“Bettína, það hryggir mig að sjá þig í þessari
hugaræsingu. Eg neita því ekki að Monsieur
Reynand lýst vel á þig —”
“Oh, meira en það, meira en það!”
“Elskar þig, ef þú vilt heldur að eg segi það;
já, það er satt, það er ekkert vafamál. Hann
elskar þig; en ert þú ekki virði, elskan mín,
allrar þeirrar ástar sem nokkur maður getur
borið til þín? Með Jean — er það ást sem
hefur þroskast eftir fastri og gaumgæfilegri
yfirvegun, sjáðu til, eg er líka að kalla hann
Jean — jæja! Þér er kunnugt hvaða álit eg hef
á honum. Eg álít hann í fremstu röð góðra
manna. En þrátt fyrir það, er hann vel valið
mannsefni fyrir þig.”
“Já, ef eg elska hann.”
“Eg er að reyna að tala skynsamlega við þig,
en þú talar af tómri tilfinningu — Reyndu að
skilja mig, Bettina; eg hefi dálitla reynslu í
heiminum, sem þú hefur ekki haft. Síðan, við
komum til Parísar höfum við kynst ákaflega
fáguðu, ákaflega fjörugu höfðingja félagslífi.
Þú hefðir, nú þegar, getað verið, ef þú hefðir
óskað, greifafrú, eða prinsessa.”
“Já, en mig langar ekki til þess.”
“Þér er þá sama um að vera bara kölluð
Madame Reynand?”
“Já, það er mér sama, ef eg bara elska
hann.”
“Ah! þú heldur þér altaf við —”
“Af því það er aðal spursmálið. Það er ekkert'
annað spursmál eins þýðingarmikið.”
“Eg skal nú vera sanngjörn. Þetta spursmál
— eg viðurkenni að það er ekki að fullu af-
ráðið, og að eg, ef til vill, hef verið of fljótfær
í að telja mér trú um það. Þú sérð hversu sann-
gjörn eg er. Jean er að fara í burtu á morgun,
og eg sé hann ekki aftur fyr en eftir þrjár
vikur. Á meðan hefi eg nógan tíma til að spyrja
mig og rannsaka mig, í einu orði sagt, til að
þekkja hug minn og tilfinningar. Þú veist, að á
bak við léttlyndi mitt er eg ákveðin og óhagg-
anleg.”
“Já, eg veit það vel.”
“Jæja, eg ætla þá að biðja þig þessarar bónar,
eins og eg hefði beðið móðir okkar, ef hún hefði
verið hér. Ef á þessum þriggja vikna tíma, að
eg kemst að þeirri niðuhstöðu að eg elski hann
af öllum mínum hug og hjarta, viltu þá lofa
mér að fara til hans, ein, alveg ein, og spyrja
hann hvort hann vilji mig fyrir konu. Það er
sem þú gerðir við Richard. Segðu mér, Susie,
viltu lofa mér að gera það?”
“Já, eg vil lofa þér að gera það.”
Bettína faðmaði systir sína að sér, og hvíslaði
í eyra hennar.
“Þakka þér fyrir, mamma.”
“Mamma, mamma, það var sem þú varst vön
að kalla mig þegar þú varst barn, þegar við
vorum einar okkar liðs í heiminum, þegar eg
hjálpaði þér til að hátta á kvöldin í litla fátæk-
lega herberginu okkar í New York, þegar eg
hélt þér í faðmi mínum, þegar eg lagði þig
upp í rúmið þitt, og söng þig í svefn. Síðan
hefi eg þráð, umfram allt í þessum heimi, ham-
ingju þína. Það er þess vegna sem eg bið þig um
að vera vönd í vali þínu. Þú þarft ekki að svara
þessu, við skulum ekki tala meira um það. Mig
langar til að skilja við þig stilta og rólega. Þú
hefur látið Annie fara, viltu að eg sé litla
mamma aftur í kvöld, að afklæða þig, og koma
þér i rúmið, eins og eg var vön að gera?”
“Já, ósköp þætti mér vænt um það.”
“Og þegar þú ert komin í rúmið, lofaðu mér
því að þú skulir vera ósköp góð og róleg?”
“Eins góð og engill.”
“Þú reynir að fara strax að gofa?”
“Já, eg vil reyna það.”
“Vertu ósköp róleg, og hugsaðu ekki um
neitt ”
“Eg skal reyna að hugsa ekki um neitt.”
“Það er gott, þú ert altaf svo góð.”
Þegar Bettína var lögst fyrir og fallega höfuð-
ið hennar hvíldi rólega á skrautsaumuðum silki-
sessum, sagði Susie við hana:
“Eg ætla að fara ofan til þessa fólks, sem
niðri er, og sem eg er orðin svo þreytt á í
kvöld. Áður en eg fer til herbergis míns, skal
eg koma inn til þín, og gæta að hvort þú ert
farin að sofa.
Talaðu nú ekki neitt en reyndu að fara að
sofa.”
Hún fór, og Bettina var einsömul; hún reyndi
að gera eins og hún lofaði; hún revndi að
sofna, en hún gat ekki sofnað, bara féll í mók,
sem hún vissi ekki hvort var svefn eða vaka.
Hún hafði lofað að hugsa um ekkert, en samt
sem áður hugsaði hún um hann, altaf um hann,
ekkert nema hann, óljósar sundurlausar hugs-
anir.
Hversu lengi hún lá þannig milli svefns og
vöku, vissi hún ekki.
Hún varð þess vör í gegnum svefnmókið, að
einhver gekk um gólfið; hún hálf opnaði augun,
og hélt hún sæi systur sína, og sagði eins og
hana væri að dreyma:
“Þú veist að eg elska hann.”
“Uss, farðu að sofa.”
“Eg er sofandi, eg er sofandi.”
Loks féll hún í væran svefn, þó ekki eins
værann eins og vanalega. Klukkan fjögur um
morguninn vaknaði hún við eitthvað, sem áður
mundi ekki hafa raskað svefnværð hennar, það
var regn, sem buldi á glugganum.
“Ó, það er rigning!” hugsaði hún. “Hann
verður votur.”
Það var sem henni datt fyrst í hug. Hún fór
fram úr rúminu, og gekk berfætt yfir gólfið út
að glugganum, og opnaði glugga hlerana til
hálfs. Það var farið að birta, en skuggalegt út
að sjá, það héngu yfir þung og dimm regnský,
sem stormurinn hrakti á undain sér.
Bettina fór ekki upp í rúmið aftur, henni
fanst það alveg ómögulegt fyrir sig, að sofna
aftur, hún fór í morgunslopp, og stóð við glugg-
ann, og horfði á regndropana falla niður. Úr
því að það var óhjákvæmilegt að hann þyrfti
að fara, þá hefði hún óskað að hann fengi gott
veður; hún óskaði í huga sínum að veðrið batn-
aði fljótt, og hann fengi sólskin og blíðviðri á
þessari löngu hergöngu.
Þegar hún, fyrir mánuði síðan, kom til Longue
val, vissi hún ekki hvað herganga meinti. En
nú vissi hún það. Dags herganga stórskotaliðs-
ins er, tuttugu til þrjátíu mílur á dag, og bara
eins klukkutíma áning til miðdagsverðar.
Abbé Constantin hafði sagt henni um allt sem
viðkom stórskotaliðsdeildinni sem Jean var í;
þegar hún fór með honum á morgnana að vitja
fátæklinganna, spurði hún hann um allt sem við-
kom hermennsku, og sérstaklega um stórskota-
liðið.
Tuttugu til þrjátíu mílur í þessari hellirign-
ingu! Veslings Jean! Bettína hugsaði til þeirra
Turner, Norton og Paul Lavardens, sem svæfu
rólega til klukkan tíu, en Jean að vera úti í
þessu veðri. Paul de Lavarden^!
Nafnið vakti sára minningu í huga hennar,
minninguna um valsinn kvöldið áður. Að hafa
dansað þann vals, þegar Jean átti í svo miklu
stríði! Það var blátt áfram sem glæpur í huga
hennar, það var hræðilegt að hún skyldi hafa
gert það.
Og var það ekki óskaplegt hugleysi og dáð-
leysi, sem hún sýndi í síðasta samtalinu, sen}
hún átti við Jean? Hann hvorki gat né þorði
að segja neitt; en hún gat sýnt meiri blíðu og
einlægni. Eins og honum leið illa, hefði hún
aldrei átt að gefa það eftir að hann færi gang-
andi heim. Hún átti að halda honum hjá sér,
hvað svo sem það kostaði. Þessar hugsanir
kvöldu hana og æstu; Jean hlaut að hafa
fengið það álit á henni, að hún væri slæm,
ónærgætin og kaldlynd. Og eftir hálfan klukku
tíma var hann farinn í burt, til að vera burtu í
þrjár vikur. Ó, bara ef hún gæti — já, það er
mögulegt! Herdeildin verður að fara eftir veg-
inum sem liggur meðfram múrnum í kringum
lystigarðinn, undir svölunum.
Óviðráðanleg ástríða greip hana til að sjá
Jean þegar hann færi framhjá; hann mundi
skilja, ef hann sæi hana á þeim tíma, að hún
hefði komið til að biðja hann fyrirgefningar
fyrir kaldlyndi og framkvæmdarleysi sitt kvöld-
ið áður. Já, hún varð að fara! En hún hafði
lofað Susie að vera góð eins og engill, en að
gera það, sem hún nú ætlaði að gera, var það að
vera góð eins og engill? Hún ætlaði að bæta
úr því með að segja Susie, þegar hún kæmi inn
allt eins og var, og Susie myndi fyrirgefa
henni.