Lögberg


Lögberg - 27.04.1944, Qupperneq 8

Lögberg - 27.04.1944, Qupperneq 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. APRÍL, 1944 Úr borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. • Lestrarfélagið Vísir hefir und- anfarið verið að æfa og undir- búa hinn velþekta sjónleik “Vest- urfararnir”, eftir Matthías Joch- umson, og verður hann sýndur á eftirfarandi stöðum: Geysir 28. apríl, Árborg 2. maí, Riverton 9. maí. Norður Ný-ís- lendingar ættu ekki að sleppa tækifærinu að sjá hann og hafa ánægjulega og al-íslenzka kvöld- stund. Lestrarfélagið Vísir er þekkt að því að vanda til leiksýninga sinna og hefur líka á að skipa þeim beztu leikkröftum sem til eru innan byggðarinnar. Og að þessu sinni mun vera óhætt að fullyrða að hvert rúm sé vel skipað. G. B. • The Icelandic Canadian re- quests photographs (not snap- shots) and the following particu- lars of men and women of Ice- landic descent wiho have enlisted in any branch of the armed ser- vices where two or more mem- bers of a family are concerned. We request the name, rank, place and date of birth, date of enlistment, branch of service, place of training, full name of parents and any othér items which may be regarded as per- tinent. The magazine also attempts to present as complete a list as pos- sible of those of Icelandic descent listed as killed on active service. Your co-operation in forwarding such information is requested. We have had very few notices regarding American enlistments oi casualties, for this reason our record has not been as complete as it might have been. May we request our readers south of the boundary to send us such in- formation when available. Please address all information to G. Finnbogason, 641 Agnes St. Winnipeg, Man. • The Junior Ladies Aid of the First Lutheran Church will hold their next regular meet- ing on Tuesday, May 2nd at 2,30 sharp at the home of Mrs. L. E. Summers, 204 Queenson St. • Frú Hansína Olson, 886 Sherburne St., er nýlega farin vestur til Wynyard ti‘1 fram- tíðardvalar hjá dóttur sinni og tengdasyni, þeim Mr. og Mrs. John Thorsteinson. Frú Hansína er vinmörg af langri og athafna- ríkri dvöl sinni í þessari borg, og fylgja henni héðan góðhug- ir fjölda manns í hennar nýja umhverfi. • Mr. og Mrs. Peter Lenchuk, Gimli, urðu fyrir þeirri sorg að missa d(óttur sína, Doreen Joan, rúmlega þriggja mánaða gamla, 16. apríl s. 1. Móðir litlu stúlkunnar er íslenzk og heitir Björgihildur Gíslína, dóttir Mr. og Mrs. Ebenes Pálsson, River- ton. Séra Bjarni A. Bjarnason jarðsöng frá Gimli lútersku kirkju 18. apríl. Miðaldra kona óskar eftir ráðskonustöðu á fámennu heim- ili, eða hjá ekkjumanni með 1 eða 2 börn á skóla aldri. Rit- stjóri vísar á. • Mr. og Mrs. Karl Walter Einarson, Gimli, urðu fyrir þeirri sorg að missa dóttur sína, Kristínu Marlene, tveggja mán- aða gamla, 29. marz s. 1. Jarð- arförin fór fram 31. marz frá heimilinu. Séra Bjarni A. Bjarna son jarðsöng. • Nýkominn er hingað til borg- arinnar frá Akureyri, ungur maður, Kristján N. Mikaelson, til flugnáms við skóla Konnie Jóhannessonar. • Jón Sigurðson félagið þakkar fyrir eftirfylgjandi gjafir: Mr. og Mrs. O. Pétursson $25.00 Mrs. J. Halldórson $1.00. Mrs. C. G. Johnson $1.00. Miss Rosa Bjarnason $1.00. Mrs. C. B. Jöhn- son $1.00. Vinur $10.00. Mrs. Helga Goodman, 2 rúmábreiður. Mrs. Harvey Benson, Mrs. L. E- Summers, Miss Emma Hannes- son, Mrs. H. G. Hart, Mrs. M. DesBrisay og Mrs. J. Campbell, rendu félaginu vandaða ábreiðu, patchwork quilt, sem þær höfðu saumað. Fyrir allar þessar gjafir þakk- ar félagið innilega. H. D. Bandalag Lúterskra kvenna, þakkar fyrir $30.00, sent í bygg- ingarsjóðinn, frá Lúterska kvenn félaginu, Riverton, Man. gefið í minningu um Mrs. Guðrúnu Björnson. Meðtekið með þakklæti og ItTuttekningu. Hólmfríður Daníelson. íslendingadagurinn í ár Stórhátíð verður haldin á ís- 4andi í sumar í tilefni af því að landið er að verða sjálfstætt og óháð. Þjóðin sníður sína nýju stjórnarskrá mjög eftir stjórnarskrá Bandaríkjanna; er það vel farið. Til þessa hátíðahalds heima hefir verið valinn 17. júní, þrátt fyrir það að þar hefir oft ver- ið haldinn hátíðlegur 2. ágúst, eins og hér hjá okkur. Áður en þetta var ákveðið hafði Íslendingadags nefndin hér valið 2. ágúst eins og vant er. Síðan hefir það heyrst að ís- lendingar í Norðurhluta Nýja Islands ætli að halda sérstaka vera 17. júní. Þetta er illa far- ið ef satt er. Engin óánægja né klofningur ætti að eiga sér stað við hátíðahöldin í sumar, ef mögulega verður hjá því kom- ist. Islendingadags nefndin okkar ætti tafarlaust að koma saman, og velja 17. júní, hún ætti að leita samvinnu land.anna í Norð- ur Nýja ísl., til að hátáðin geti orðið almenn og myndarleg og um fram alt á sama tíma og heima. Hún ætti að verða ein allsherjar hátíð fyrir alt Mani- toba fylki og haldin 17. júní að Gimli. Seinna verður áreiðanlega valinn heima á Islandi einhver sérstakur dagur, sem hátíðleg- ur verður haldinn á hverju ári. Þann sama dag, hver svo sem hann verður, eigum við hér vestra að velja. Sig Júl. Jóhannesson. Kirkjuþing Prestakall séra E. H. Fáfnis 1 Argyle bygð í Manitoba, hefir nú boðið tiíl sín þingi Hins Ev. Lút kirkjufélags íslendinga í Vestur- heimi í júní í sumar. Framkvæmdarnefnd kirkjufélagsins hefir þegar þegið það boð með fögnuði og þakklæti. Einnig hefir sú nefnd samþykt að þingið skuli standa þar dagana 16.—20. júní, og er það í samræmi við vilja prestakallsins. Er svo ráð fyrir gjört að þingið hefjist með almennri guðsþjónustu, altarisgöngu og þingsetningu, föstudagskvöldið 16. júní. Síðar verður þingið og dagskrá þess auglýst nákvæmlega. H. Sigmar. Forseti hins Ev. Lút. kirkjufélags Isl. í Vesturheimi. Messuboð Fyrsta lúterska kirkja, Winnipeg Séra Valdimar J. Eylands, prestur 776 Victor St,—Phone 29 017 Guðþjónustur á hverjum sunnudegi. Á ensku kl. 11 f. h. Sunnudagaskóli kl. 12.15. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir æfinlega velkomnir. • Lúterska kirkjan í Selkirk: Sunnudaginn 30. apríl. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. íslenzk messa kl. 7. síðd. Allir velkomnir. Sama dag áætluð messa í Víðinessöfnuði, kl. 2. síðd. S. Ólafsson. • Prestakall Norður Nýja ísiandi 30. apríl — Hnausa, messa kl. 2. e. h. Árborg, íslenzk messa kl. 8 e. h. 7. maí — Víðir, messa kl. 2 e. h. Allir velkomnir. • B. A. Bjarnason. Sunnudaginn 30. apríl messar séra H. Sigmar í Vídalínskirkju kl. 11 og á Mountain kl. 8 að kvöldi. Báðar messur á íslenzku^ máli. Allir velkomnir. H. Sigmar. Heimsókn á Betel Kvenfélag Mínerva-byggðar á Gimli, heimsótti Gamalmenna- heimilið Betel, á skírdag, þann 6. apríl, eftir venju, var þetta 24. heimsókn félagskvenna. Færðu þær að vanda með sér góðgerðir og framreiddu fyrir heimilisfólk og marga gesti. Að kaffidrykkju aflokinni fór fram dáíítil skemtiskrá, sem sá er þessar línur ritar, stjórnaði. Að afloknum sálmasöng og guð- spjalli dagsins hófst prógramið. Tveir skólakennarar, Miss Al- ford, og Miss Loewen, léku Píanó-samspil. Þá sungu þær ís- lenzka sönginn “Stóð eg úti í tunglsljósi”, og leystu hlutverkið vel af hendi, fólkið söng undir með þeim, er þær sungu að öðru sinni. Mrs. Ingibjörg J. Ólafs- son flutti því næst ávarp er hún neíndi: Minni gesta, þrungið skilningi á innra eðli og þýðingu gestakomu, eftir íslenzkum skiln- ingi. Smámey, Lorna Stefánsson söng fjögur íslenzk lög og hlýj- aði hjörtum áheyrenda með sinni barnslegu rödd. Miss Vordís Friðfinnsson las upp tvö kvæði: “Eg sigli í haust”, eftir Davíð Stefánsson, og “Sveitin mín”, eftir Guttorm J. Guttormsson. Kvæðin voru lesin af næmri túlkun og yfir- lætislausri snild. Mr. Ólafur N. Kárdal söng ýmsa söngva, er Mrs. Kárdal spilaði undir. Er það jafnan ó- blandin gleði að hlusta á söng Mr. Kárdal og túlkun Mrs. Kár- dal við hljóðfærið. Sér í lagi er eg þakklátur fyrir söng hans á ljóði Davíðs Stefánssonar, undir lagi Sigvalda læknis Kaldalóns, er eg heyrði í fyrsta sinm, og var mjög hrifinn af. Mr. Hall- grímur Austmann flutti ávarps- orð til gesta fyrir hönd heimilis- fólksins og talaði af snilld, leikur honum á vörum fágæt og fögur íslenzka, talaði hann einnig um gestrisni með hinni íslenzku þjóð. Að lokum var sungið undir leiðsögn Mr. Kárdal: “Eg man þá tíð”, og “Heim til fjalla”. Þakkaði hófstjóri að lokum fyr ir hönd stjórnarnefndar “Betel”, gestunum fyrir komuna. Lauk þannig Ijúfri samveru- stund. S. Ólafsson. MINNIST BETEL í ERFÐASKRAM YÐAR Wartime Prices and Trade Board Spurningar og svör. Spurt. Fyrir skömmu keypti eg sex únzu glas af “jelly” og varð að láta af hendi einn seðil. Var þetta rétt? Svar. Já. Þegar skamtaðar vörur eru seldar verða kaup- menn að innheimta seðla, hversu Jítið sem keypt er. Þú hefðir getað keypt tvö sex únzu glös í einu og fengið þannig fult seðlagildi, sem í þessu tilfelli er tólf mældar únzur. Spurt. Eg kaupi stundum til- búin “pie-filler” úr ávöxtum, en það virðast vera skiftar skoð- anir um hvernig helzt eigi að selja það. Einn kaupmaður seldi mér það sem niðursoðna ávexti og lét mig hafa tuttugu únzur fyrii einn seðil. Annar seldi það sem “jam” og lét ekki nema tólf únzur fyrir seðilinn. Hvort er rétt? Svar. Niðursoðnir ávextir, sem eru merktir “pie-filler” eiga að seljast sem “jam”. Það fást því ekki nema tólf únzur með hverjum seðli. Ávaxta tegundir sem ekki eru skamtaðar nú sem stendur, og því undanþegnar. I Þessum reglugerðum eru rhubarb, bláber og crab-apples. Spurt. Fyrir nokkrum vikum keypti eg tvö pund af canary- seed fyrir 25 cent. Núna í vik- unni varð eg að borga 30 cent fyrir tvö pund. Er ekkert há- marksverð á þessari vöru? Svar. Nei. “Bird seed” er að- |lutt og því ekki hægt að á- kveða neitt hámarksverð. Spuct. Geta járnsmiðir hækk- að verð á 9keifum frá 50 upp í 75 cent, eða verð fyrir að járna hesta frá 25 upp í 50 cent. Svar. Nei. Járnsmiðir verða að halda sér við verðið sem þeir settu á hámarkstímabilinu 1941, og mega ekki hækka það án sér- staks leyfis. Spurt. Eru T seðlarnir í nýju bókunum aðeins fyrir te? Svar. Nei. T seðlarnir í bók númer fjögur eru fyrir bæði te og kaffi. Spurt. Hvað mikið hunang fæst með einum sætmesisseðli.? Svar. Tvö pund. Spurt. Eg leigi þrjú herbergi ungum hjónum, sem eru hjá mér, en þarfnast nú herbergj- anna sjálf. Hve langur fyrir- vari er nauðsynlegur, þau borga mánaðarlega. Svar. Svona íbúð kallast sam- eiginleg íbúð. Það þarf ekki nema mánaðar fyrirvara ef þau leigja mánaðarlega en viku fyrirvara ef borgað er viku- lega. Spurningum á íslenzku svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St. Wpg. Leiðrétting f minningarorðum þeim er eg skrifaði um Sigurð J. Landy er út kom í Lög*bengi, 13. apríl s. 1., eru nokkrar villur, vil eg leiðrétta þær helstu. Það er sagt að lwkurinn, sem rennur í gegn- um Argyle bygðina, renni frá suðaustri til norðausturs, á auð- vitað að vera frá suðaustri til norðvesturs. Eftirfylgjandi grein er skökk: “Kornungar voru stúlkurnar er þær mistu föður sinn, Jón Landy, gekk Sigríður þeim þá í föður stað.” Á að vera “gekk Sigurður þeim þá í föður stað”. Dr. Fjeldsted er talið heimilisfang í Baldur, Man., en á að vera Brandon Man., þar stundar hann lækn- ingar. Þá er þessi grein skökk: “En hvort sem var í meðlæti eða mótlæti, eða móti blés misti Sigurður aldrei móðinn.” Á að vera svona: “En hvort sem var í meðlæti eða móti blés, misti Sigurður aldrei móðinn.” Fleiri villur eru í greininni en ekki skaðlegar. G. J. Oleson. Biskup íslands í New York Herra biskupinn, Sigurgeir Sigurðsson var í New York um Páskahelgina. Flutti hann guðs- þjónustu í St. Péturs kirkju á horni Lexington og 57. götu í New York, þar er lútersk kirkja. Voru þar fleiri íslendingar sam- an komnir en nokkru sinni í New York, eða yfir 300 auk rúmlega 200 annara. Þetta var fyrsta ís- lenzk guðsþjónusta, sem haldin hefir verið í stórborginni. Áður en guðsþjónustan hófst var stutt athöfn, er biskupinn var gerður heiðursdoktor í guð- fræði við Wagner College í New York. Dr. Frederick H. Knubel, forseti United Lutheran Church í Ameríku kynti biskupinn. Dr. Knubel sagði meðal annars: “Biskupinn kemur til okkar sem fulltrúi þjóðar, þar sem mentun og andleg verðmæti hafa verið í hávegum höfð. Hann er æðsti maður þjóðkirkju Islands og þar með fulltrúi íslenzku stjórnar- innar. Hann kemur til Ameríku fyrst og fremst sem fulltrúi kristilegrar vináttu.” Hann benti einnig á það, að Wagner College, sem er lúterskur skóli, hefði gert biskupinn að heiðursdoktor. St. Péturskirkjan, sem er bygð í gotneskum stíl, var skreytt páskaliljum og fánum íslands og Bandaríkjanna. Hafði Dr. Helgi Briem, aðalræðismaður í New York séð um allan undirbúning. Kórinn, sem söng við guðsþjón- uktuna, var skipaður íslenzkum stúdentum, þeim Þórunni og Drífu Viðar, Ástu Helgadóttur, Helgu Sigurjónsson, Jóni Páls- syni, Hjálmari Finnssyni, Guð- mundi Árnasyni, Halldóri Pét- urssyni og Rögnvaldi Sigurjóns- syni. Maria Markan, hin kunna söngkona, söng þrjú lög. Birgir Halldórsson, ungur íslenzkur söngvari, söng einnig einsöng. Steingrímur Arason var djákni. Biskupinn flutti stutta prédik- un um upprisu Krists af inni- leik og með sannfæringu, eins og hans er vani. Jafnvel þeir, sem ekki skildu málið skildu innileik orða hans. Að lokinni guðsþjónustunni var stutt skírnarafhöfn. Voru þrjú íslenzk börn skírð, þau þau Peter David, sonur Maríu Markan og George Ostlund, Þórunn dóttir Soffíu Hafstein og Stefáns Wathne og Þórarinn sonur Eddu Kvaran og Jóns Þór ar inssonar. Eftir guðsþjónustuna, sem stóð yfir í tvær kluukkustundir, stóðu margir við í kirkjunni, ræddust við og tóku í hönd biskupsins. Meðal þeirra, sem þar voru, voru allmargar mæður hermanna, sem eru á íslandi. Um kvöldið voru þeir biskup- inn, Thor Hhors og Dr. Briem ræðismaður gestir George Öst- lund og konu hans, Maríu Markan að heimili þeirra. Á páskadagsmorgun var bisk- upinn við guðsþjónustu hjá hin- um heimsfræga Dr. Harry Emer- son Fosdick í Riverside Church í New York. Dr. Fosdick tók á móti biskupnum fyrir guðsþjón- ustuna og bað hann að ganga með sér í skrúðgöngunni og sitja hjá sér í kórnum meðan á guðs- þjónustunni stóð. Samkoma sú, sem hið eldra kvenfélag Fyrsta lúterska safn- aðar efndi til í kirkjunni á sum- ardagskvöldið fyrsta var prýði- lega sótt, og um alt hin ánægju- legasta. Hekla, Frón og Skuld Samkvæmt ósk manna þeirra er fyrir sigurláni því, sem nú er nýhafið í Canada, standa í Manitoba fylki verður sam- koma haldin í Good Templava húsinu á Sargent Ave. í Winni- peg, mánudagskvöldið 1. maí næstkomandi kl. 8. Aðaltilgangur og efni þeirrar samkomu verður að sýna nýja mynd. frá herstöðvunum, dreifðu og víðáttumiklu er sambands- menn sækja fram á, á landi, í lofti og á sjó, er stjórn þessa lands hefir gjöra látið nú alveg nýlega og meiningin með að sýna hana er að minna á hve afar yfirgripsmikið og örlaga- þrungið að yfirstandandi stríð er og hve áríðandi það er, að menn séu á verði, vinni saman og standi saman. Samkoma þessi er ekki haldin í fjárplógsskyni beinlínis, að- gangur verður ekki seldir, og enginn beðinn um peninga a-f mönnum þeim, sem fyrir sam- komunni standa. En hún er hald in til þess að færa erfiðleikana, sem við er að etja, nær yður Islendingar, svo að þér með eig- in augum getið séð, og dæmt um þá. Hún er haldin til þess, að auka áhuga yðar og efla ein- ing, hermálum og hermönnum Canada til fulltingis. Auk mynd- arinnar, sem sýnd verður, taka þesisir þátt í samkomunni. Pétur Magnús, sóló. Allan Beck, fiðlu-sóló. Þóra Ásgeirsson, píanó-sóló. Mrs. Lincoln Johnson sóló. Sómi íslendinga allra krefst þess að samkoman verði vel sótt. & Jón Sigurðson félagið heldur fund þriðjudagskvöldið 2. maí, á heimili Mrs. A. G. Eggertson, 919 Palmerston St. • Þann 19. þ. m. varð bráð- kvaddur á skrifstofu sújni í Seattle, Alfred Albert, freklega 56 ára að aldri, hinn' vinsælasti maður; hann lætur eftir sig ekkju, frú Þóru, dóttur W. H. Paulson, sem lengi var þing- rr.aður í Saskatchewan, ásamt tveimur börnum uppkomnum, pilti og stúlku. • Hluthafafundur Columbia Press, Ltd. verður haldinn á skrifstofu félagsins 695 Sargent Ave., á þriðjudagskvöldið 9. maí 1944, kl. 8. F. Benson. skrifari. The Swan Manufacturing Co. Manufacturera of SWAN WEATHER-STRIP Winnipeg. Halidór Methusalema Swan Kigandi 281 James Street Phune 22 641 Most Suits - Coats Dresses “Cellotone” Cleaned 72« CASH AND CARRY For Driver Phone 37 261 Perth’s Cleaners-Launderers-Furriers 888 SARGENT AVE. THE ICELANDIC CANADIAN A quarterly magazine published by The Icelandic Canadian Club since October 1942. Of special interest to people of Icelandic descent in North America. All back numbers, containing 226 pictures, available at subscription rate which is: 1 year $1.00, 2 years $1.75, 3 years $2.25. Circulation Manager, The Icelandic Canadian, 869 Garfield St., Winnipeg, Canada.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.