Lögberg - 18.05.1944, Side 1

Lögberg - 18.05.1944, Side 1
PHONES 86 311 Seven Lines LU>t( atV For Belier Cot> Dry Cleaning and Laundry PHONES 86 311 Saiisfactio” 57 ÁRGA24GUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. MAÍ, 1944 NÚMER 19 I Ríkisútvarpið (ær eíni frá Ameríku Benedikt Gröndal og Edward Thorlakson Ríkisútvarp Islands hefur nú um sex mánaða skeið fengið dagskrárliði frá Ameríku, sem sérstaklega hafa verið gerðir þar fyrir það. Hefur Benedikt Gröndal, blaðamaður, sem nú er við Harvard háskólann í Cambridge, Massachusettes, starfað að því að gera þessa dagskrárliði, og með honum Dr. Edward Thorláksson og fleiri. Dagskrárliðir þessir hafa verið teknir á plötur og sendir þannig til Islands. Hefur ýmiskonar efni verið útvarpað þannig, bæði er- indum, skemtiefni og tónleikum. Fyrsti dagskrárliðurinn, sem gerður var, var erindi, sem Dr. Richard Beck flutti. Var því útvarpað í Reykjavik rétt eftir jólin. Mun verða lögð áherzla á að kynna íslenzka hlustendur fyrir merkum Vestur-íslendingum, skýra frá lífi og háttum manna í íslenzku byggðunum og auka þannig gagnkvæma kynningu landa vestan hafs og austan. Tónlistin skipar hér einnig virðulegan sess. Er nú verið að ganga frá seríu af dagskrárliðum, þar sem fram koma íslenzkir eða vestur-íslenzkir tónlistamenn, sem staddir eru í Ameríku. Fyrstur í þessum flokki var söngvarinn Birgir Halldórsson, sem nú syngur í leiknum “Oklahoma” á Broadway-í New York. Þar koma einnig fram þær frænkur Snjólaug og Agnes Sigurðardætur og leika á piano. Enginn þessarra ágætu listamanna mun hafa leikið opinberlega fyrir heima-íslendinga og er þetta í fyrsta sinn, sem þeir koma fram á Islandi. Fleiri kunnir listamenn munu koma fram, til dæmis Gunnar Pálsson, Guðmundur Kristjánsson, Rögn- valdur Sigurjónsson', María Markan o. fl. Reynt verður að kynna sem flesta vestur-íslenzka tónlistamenn fyrir hlustendum Ríkis- útvarpsins, því að þeir eru þeirn ókunnir. Útvarpið hefir mikinn hug á að taka raddir gömlu landnem- anna, þeirra sem enn lifa, á plötur, svo að frásagnir þeirra megi varðveitast. Er líklegt, að Benedikt Gröndal fari vestur í Islend- inga-byggðir í sumar og starfi að þessu. Dr. Edward Thorláksson, sem starfað hefur að dagskrárliðum þessum með Gröndal, fór sem kunnugt er til Winnipeg á afmælis- hátíð Þjóðræknisfélagsins og sá um, að allmikill hluti aðaldagskrár- innar í Marlborough hótelinu væri tekinn á hljómplötur. Hafa þær verið sendar til Islends. Góð von er um að starfsemi þessi geti lítillega aukið gagn- kvæma kynningu og skýrt íslendingum betur frá högum og hátt- um hér vestra en áður hefur verið kostur á. Heimboð Heimboðið eg hafði þegið; hjalreyfir við sátum þar. Gildi manna mælt og vegið; milli þó í dómum bar. Þótti mér — ei því skal leyna — þoku vafin sálarreið. Eg var við og við að reyna að víkja ræðu á aðra leið. Blik af andans eðalsteinum okkur birtust dauf og fá. Ekki gaf hann gaum að neinum geislabrotum utan frá. Fyrir ment og fræði í landi fáum vildi hann rétta kranz. Eg var aðeins áheyrandi athugull að dómum hans. Síðast hann að mannsmæð minni mannvitsJkyndli sínum brá. Dulklætt mál; þó undir inni árás bitur falin lá. Varp svo af sér grímu gervi: gæruskinni sauðarins. Las eg í hans orða kerfi orsakir til heimboðsins. B. Þorsteinsson. ÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍSÍIÍÍÍÍÍÍÍÍÍIÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ; Frá sendiráði íslands í Washington 15. maí, 1944. Ritstj. Lögbergs, Winnipeg, Man., Canada. Eg hefi veitt því athygli, að blað yðar hefur gjört að um- íalsefni orðsendingu þá, er Danakonungur hefur sent forsætis- ráðherra Islands vegna þess, að íslenzka þjóðin hefur látið í ljósi ósk sína um að vilja stofna lýðveldi á Islandi hinn 17. júní n. k. Orðsending konungs var svohljóðandi: “Tilefni tilkynninga frá -Islandi um ályktanir Alþingis ríkis- stjórnar viðvíkjandi breytingu stjórnarforminu óskum vér eftir- íarandi boðskapur birtur ríkisstjórn íslands og þjóð stöðugt við- ieitni vor efla velgengni íslenzku þjóðarinnar vér reynt meðfylgj- ast þróuninni Islandi ákvæmlega íhugað stöðu vora til íslenzku þjóðarinnar haft fyrir augum það sem mætti verða til hagsmuna ríkisins sem norræns ríkis þeim næmleika fyrir óskum þjóðarinnar em vér æfinlega haft gagnvart Alþingi ríkisstjórn má miklu fremur gera ráð fyrir í úrslitamálum fyrir örlög landsins framtíðinni hljót- um samt hafa heimild vora ákvarðanir framtíðar stjórnarform sem sundursker bandið milli þjóðarinnar konungs ekki látnir fram- kvæmast meðan bæði löndin hernumin vér sannfærðir þetta mið-^ ur farsælt góða bræðralag þessara norrænu ríkja vér óskum því áður en úrslitaákvörðun tekin verði ríkisstjórn og þjóð tilkynnt vér getum ekki meðan núverandi ástand varir viðurkennt þá breytingu stjórnarforminu sem Alþingi ríkisstjórn hafa ákveðið án samningsviðræðna við oss.” Orðsending þessi mun hafa borizt til íslands hinn 5. b. m. Alþingi situr sem kunnugt er ekki sem stendur, en þegar daginn eftir gaf ríkisstjórn og allir stjórnmálaflokkar á íslandi út svo- hljóðandi yfirlýsingu: “Það er réttur íslenzku þjóðarinnar sjálfrar og hennar einnar taka ákvarðanir um stjórnarform sitt Alþingi og ríkisstjórn hafa lagt til við þjóðina hún ákveði ísland verði gert lýðveldi svo sem nugur íslendinga hefur um langan aldur staðið til ríkisstjórn og stjórnmálaflokkarnir eru sammála um fregnin boðskap konungs getur engu breytt um afstöðu þeirra til stofnunar lýðveldi Islandi og skorar á landsmenn alla greiða atkvæði Um lýðveldisstjórnar- skrána svo eigi verði villst um vilja íslendinga.” Af framanskráðu er ljóst, að orðsending konungs mun engin áhrif hafa á óskir íslendinga og það má telja víst, að íslendingar taki rösklega þátt í atkvæðagreiðslunni frá 20.—23. þ. m. um skiln- aðinn við Dani og stofnun lýðveldis, og að vilji allrar þjóðarinnar komi greinilega í ljós. Virðingarfyllst, Thor Thors. ÁKÖF SÓKN HAFIN Á ÍTALÍU Á fimtudaginn í vikunni, sem leið, hófu herfylki sameinuðu þjóðanna, hið 5 og hið 8., ákafa sókn gegn Þjóðverjum á tveim- ur megin vígstöðvunum á ítalíu, umhverfis Cassino, og eins við Anzio, en þar mátti heita, að alt hjakkaði í sama farinu undan farna .tvo mánuði, eða jafnvel meira en það; nú hefir sókn bandamanna miðað þannig áfram þessa fáu daga, sem liðnir eru síðan atrennan hófst, að á sum- urri stöðum hafa þeir rutt sér braut gegnum varnarlínu Þjóð- verja freklega 9 mílur, þrátt fyr- ir illvíga andspyrnu. 1 hinum svo nefnda Liri dal, hafa brezkir skriðdrekar, með aðstoð sprengju flugvéla og fótgönguliðs, rofið þýzk varnarvirki eitthvað um 3 mílur suður af Cassino, og sniðið þar í sundur járnbraut, ásamt bílvegi, sem samkvæmt legu sinni hefir all-mikilvæma, hern- aðarlega þýðingu. 1 orrahríð þessari hafa herir hinna sameinuðu þjóða tekið á 4 þúsund þýzka hermenn þl fanga. • CANADISKU FREIGÁTUNNI VALLEYFIELD HEFIR VERIÐ SÖKT Síðastliðinn mánudag lýsti flugmálaráðherra sambands- stjórnar, Hon. Angus L. Mac- donald yfir því í þinginu, að canadisku freigátunni Valley- field, hefði verið sökt í Norður- Atlantshafi af völdum Þjóðverja talið er að 38 af skipshöfninni hafi komist lífs af; fimm eru dánir, svo vitað sé, en 121 ó- komnir fram; af þeim, sem ekki hefir til spurst, eru 15 frá Mani- toba. LÆTUR AF FORSETAEMBÆTTI DEAN SIDNEY E. SMITH Forseti Manitoba háskólans, Dr. Sidney E. Smith, hefir á- kveðið að láta af embætti sínu hér, og takast á hendur embætti við æðstu menntastofnun Mani- Smith tók við forseta embætti við æðstu menntastofuin Mani- toba fylkis fyrir tíu árum, og er nú maður 47 ára að aldri; hann er hið mesta glæsimenni og aðlaðandi í umgengni; þeir, sem hnútum eru kunnugir, og mest hafa haft afskipti af vel- ferðarmálum háskólans, þessi tíu undanfarin ár, telja hann hafa markað djúp spor í þróun Mani- toba háskólans; hefir hann jafn- an verið einkar velviljaður í garð Islendinga. Dr. Smith fylgir í stjórnmála- skoðunum íhaldsflokknum, og kom það oft til tals, að hann myndi manna líklegastur til þess að taka að sér forustu flokksins áður en Mr. Bracken kom al- varlega til sögunnar. Einstœður heiður í sögu Vestur- Islendinga Dr. B. J. Brandson Við upsögn Maijitoba háskól- ans 12. maí 1944, var Dr. B. J. Brandson sæmdur heiðurs natn- bótinni “Doktor í lögiræði”. Er hann fyrsti maður af íslenzku bergi brotinn, sem heima á í Canada, er hlotið hefir heiðurs- nafnbót frá canadiskum háskóla. Um það eru allir sammála, undantekningarlaust, að hann er þessarar sæmdar fyllilega verð- ur, þvfí hann er maður, sem hefir skahað fram úr öðrum og verið afkastamiklll í þeirri lífs- stöðu, sem hann valdi sér. Hann er ekki einungis miklum hæfi- kikum gæddur, heldur einnig þeim gæðum og mannkostum sem aðeins fáir eiga yfir að ráða. Hann hefir verið trúr og þarfur þjónn þjóðar sinnar sem læknir og kennari. Hann var leiddur fram til þess að veita móttöku þessu heiðursskjali af Dr. A. T. Mathers, sem er forstöðumaður læknadeildarinnar við- háskól- anp, en hann er einn af fyrver- andi lærisveinum Dr. Brand- sons. Dr. Mathers fórust orð á þessa leið: “Herra kanzlari: Mér er fálið það á hendur af háskólaráðinu að leiða fram fyrir yður Brand Tónsson Brandson, kandidat í vísindum, doktor í læknisfræði, meistara í skurðlækningum, með lim konunglega skurðlækninga- skólans í Canada, meðlim skurð- lækningaskóla Bandaríkjanna, riddara konunglegu fálkaorðunn ar á Islandi — að leiða hann fram fyrir yður til þess að sæma hann heiðursnafnbótinni: dokt- or í lögfræði. Hann er fæddur á Islandi, kom með foreldrum sínum til suður- hluta Minnesota ríkis 1878. Eins og trúir afkomendur Vík- inganna og án þess að láta það á sig fá þótt 400 mílur veglausra eyðimarka lægju milli þáverandi dvalarstaðar og framtíðar heim- ilis þeirra, þá ferðaðist fjölskyld- an til Norður Dakota í tjald- vagni, sem uxum var beitt fyr- ir. Þegar Brandson var 17 ára hóf hann nám við Gustavs Adolphs skólann og útskrifaðist þaðan fjórum árum síðar, sem kandidat í vísindum. Áður en árið var liðið tók hann að stunda nám við læknaskólann í Mani- toba. Þegar hann hafði útskrif- ast þaðan, sem doktor í læknis- fræði og meistari í skurðlækn- ingum var harm eitt ár hús- læknir við Winnipeg General Hospitalið; að því búnu stund- aði hann framhaldsnám í Dublin, London og Vín, áður en hann byrjaði að stunda lækningar í Winnipeg. Þrátt fyrir það þótt hann hefði mikla og sívaxandi aðsókn sjúkl- inga tók hann snemma mikinn og góðan þátt í kennslu og fræðslumálum, og kendi stöðugt með hinum mesta áhuga við læknadeild háskólans um þrjá- tíu ára skeið. Árið 1930 var Dr. Brandson kjörinn heiðursdoktor háskóla ís- lands í læknavísindum. Frá 1926 til 1934 var hann prófessor í skurðlækningum við læknaskólann og aðal skurðlækn- ir við Winnipeg General Hospit- alið. Dr. Brandson hefir helgað líf sitt og starf hinum göfugu hug- sjónum stéttar sinnar; hann hef- ir með hæfileikum sínum og sín- um djúpa skilningi mannlegrar tilfinninga, ásamt mannúð og hluttekningu, hlotið tækifæri til þess að öðlast hina sönnu gleði og fullkomnu ánægju, sem þau störf veita, er samvizkusamlega eru unnin. Þá hefir hann einnig unnið að öðrum þýðingarmiklum málum en læknisfræðinni; hann hefir tekið mikinn þátt í málum lands- ins, sem trúr borgari og verið heilráður leiðtogi landa sinna; aldrei gleymt hinni merku sögu né hinum göfuga arfi ættþjóðar sinnar, heldur sameinað minn- inguna um ágæi þetirra við ást og virðingu á þessari vorri ungu þjóð. Allir þeir, sem notið hafa hjálp ar og mannúðar Dr. Brandsons, allir þeir, sem hann hafa þekkt bera fyrir honum djúpa virð- ingu. Vér, sem því láni höfum átt að fagna að njóta kennslu hans og handleiðslu, vera lærisvein- ar hans — vér, sem ekki höfum einungis lært af honum læknis- fræði, heldur einnig sanna speki hins lifanda lífs — vér finnum oss knúða til þess við þetta hátíð- lega tækifæri að tala og viður- kenna virðingu vora og ást til hans — þessa manns, er vér höf- um þekt sem hinn færasta og sálþíðasta skurðlækni og kenn- ara, fyrirmyndar borgara með hreinar og heitar hugsjónir — mann, sem var trúr í öllu og veglyndur, mann, sem aldrei brást í nokkru því, sem góðum mönnum sæmir að gera.” Sig. Júl. Jóhannesson, þýddi. VINNA A t BURMA Sameinuðu þjóðirnar hafa undanfarið þröngvað mjög að kosti Japana í Burma, og eru nú líkur til, að Burmabrautin til Kína verði sennilega opnuð inn- an skamms. ÞINGROF OG NÝJAR KOSNINGAR Fylkisþingið í Saskatchewan hefir verið rofið, og nýjar kosn- ingar fyrirskipaðar þann 15. júní næstkomandi. Liberalstjórn sú, sem Mr. Patt- erson veitir forstöðu, hefir setið að völdum í sex ár. Þrír megin- flokkar leita á náðir kjósenda. Saskatchewan fylkis í áminstum kosningum, Liberalar, C.C.F. og Progressive Conservativar. Und- irbúnungur undir kosningar þessar, er þegar hafinn af kappi miklu, og má því víst telja, að töluvert líf verði í skákinni vestur þar, um það er yfir lýk- ur.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.