Lögberg - 18.05.1944, Side 6

Lögberg - 18.05.1944, Side 6
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 18. MAÍ, 1944 n Abbé Conálantin EFTIR LODOVIC HALÉVY íV'ftÝ'ftV^'/lvfSv'^iíÍWÍ “Eg vissi það upp á víst, en eg vildi heyra þig segja það, og nú bið eg þig að taka ekki fram í fyrir mér, né segja eitt einasta orð. Alt sem þú kynnir að segja er gagnslaust, bara yrði til að rugla mig og tefði mig að geta sagt hik- laust það sem eg ætla að segja. Lofaðu mér því, að vera kyr þar sem þú ert, sitja grafkyr, án þess að hreyfa þig, og án þess að tala nokkuð fram í fyrir mér. Viltu lofa því?” “Eg lofa því.” Eftir því sem Bettina talaði lengur, var sem hún væri að smá missa traust og kjark, hún varð óstyrkari í málrómnum. Hún hélt samt sem áður áfram, með ofurlitlum uppgerðar gleðiblæ. “Monsieur le Curé, eg ásaka þig ekki fyrir þa ðsem hefir skeð, en allir þessir erfiðleikar og sársauki er dálítið þinni yfirsjón að kenna.” “Minni yfirsjón!” “Ó, talaðu ekki, — ekki einu sinni þú. Já, eg endurtek það, þinni yfirsjón. Eg veit að þú hefir talað vel um mig við Jean, langt of vel. Ef þú hefðir ekki gert það, er eins líklegt að hann hefði ekki hugsað — Og á sama tíma hefir þú talað svo vel um hann við mig. Ekki of vel — nei. nei — en samt mjög vel! Eg hafði svo mik- ið traust á þér, að eg fór að líta með meiri rann- sókn og gaumgæfni á hann. Eg fór að bera hann saman við þá, sem á síðasta ári höfðu beðið mín. Mér fanst strax að hann tæki þeim svo langt fram á öllum sviðum. Og loksins varð mér það Ijóst á vissum degi, eða fremur á vissu kvöldi, fyrir þremur vikum, kvöldið áður en þú fórst, Jean — að eg elskaði þig. Já, Jean, eg elska þig! Eg bið þig enn: talaðu ekki; vertu kyr þar sem þú ert; komdu ekki til mín. Áður en eg kom hingað, fanst mér að eg vera vel brynjuð áræði og hugdirfð, en þú sérð, eg hefi nú ekki þá stillingu ag rólegheit sem eg hafði fyrir mínútu síðan. En eg hefi í huga mínum ennþá nokkuð se meg ætla að segja þér, og er það þýðingarmesta. Jean, hlustaðu nú vel á það, sem eg ætla að segja; eg óska ekki eftir svari. gefnu í djúpri hrifningu; eg veit þú elskar mig. Ef þú giftist mér, þá óska eg ekki að það sé einungis fyrir ást; eg óska að það sé einnig fyrir skynsamlega yfirvegun. Síðustu tvær vikurnar áður en þú fórst í burtu, tókstu afar nærri þér, að forðast að eiga samtal við mig, svo eg hefi ekki haft tækifæri til að kynna mig þér, eins og eg er. Ef til vill á eg í sál minni einhverja eigin- legleika, sem þig grunar ekki. Jean, eg veit hver þú ert, eg veit vel hvað eg væri að gera að bindast þér í hjónaband, og eg skyldi vera þér ekki einungis elskandi og blíð, heldur og hugrökk og trygg eiginkona. Mér er kunnug öll æfi þín frá bernsku; guðfaðir þinn hefir sagt mér alla æfisögu þína. Eg veit af hverju þú gerðist hermaður; eg veit hvaða skyldur, hvaða fórnfærslur framtíðin getur krafist af þér. Jean, ímyndaðu þér ekki að eg muni hindra þig í nokkru sem skyldan krefur af þér, eða nokkurri fórnfærslu. Ef eg gæti orðið óánægð við þig fyrir nokkuð, þá væri það ef til vill fyrir þessa hugsun — þú hefir lík- lega haft þetta í huga þínum! — að eg mundi verða þér til tálmunar að gera skyldu þína sem hermaður. Aldrei! aldrei! Trúðu mér til þess, eg skal aldrei vera þér til tálmunar. Ung stúlka, sem eg þekki, gerði það þegar hún giftist, og það var rangt af henni. Eg elska þig, og eg óska ekki að þú verðir neitt annað en þú ert. Það er vegna þess, að þú lifir öðru og betra lífi en þeir, sem hafa sóttst eftir mér fyrir konu, að mig langar til að eiga þig fyrir mann. Eg mundi elska þig minna — ef til vill mundi hætta að elska þig, þó mér yrði það erfitt — ef þú færir að lifa eins og þeir lifa, sem eg hefi vísað á bug. Það er skylda mín, að fylgja þér, hvar sem þú verður. Hvar sem þú ert, er mín ham- ingja, að vera með þér. Ef að þeir dagar skyldu koma, að þú gætir ekki haft mig með þér, dagar þegar þú yrðir að fara einsamall, þá lofa eg þér því að verða þér ekki til tálmunar. Og nú, Monsieur le Curé, það er ekki til hans, það er til þín, sem eg er að tala; eg vil heyra hvað þú segir. Segðu mér hvort hann elskar mig, og álítur mig virði ástar sinnar, mundi það vera rétt að láta mig líða svo hræðilega fyrir að mér hefir tilfallið þessi mikli auður? Segðu mér, á hann ekki að samþykkja að verða mað- urinn minn?” “Jean,” sagði gamli presturinn alvarlega, “gifstu henni; það er skylda þín, og það verður þín hamingja!” Jean stóð upp og gekk til Bettina, tók hana í faðm sinn og kysti hana á ennið, sínum fyrsta kossi. Bettina losaði sig með hægð úr faðmi hans, og sagði við prestinn: “Og nú, Monsieur le Abbé, nú á eg eftir að biðja þig einnar bónar. Eg bið — eg bið —” “Þú biður. um hvað?” “Eg bið þig Monsieur le Curé, faðmaðu mig að þér líka.” Gamli presturinn kysti hana föðurlega á báð- ar kinnar og Bettina sagði: “Þú hefir oft sagt mér, Monsieur le Curé, að þú skoðaðir Jean eins og hann væri sonur þinn, og eg skal vera eins og eg væri> þín eigin dóttir, viltu það ekki? Svo við verðum bæði börnin þín.” Gamli presturinn hneigði sig í innilegri og þögulli bæn fyrir þessum börnum sínum. Mánuði síðar, 12. september, klukkan tólf á hádegi, gekk Bettina í mjög látlausum brúðar- búningi inn í kirkjuna í Longueval. Lúðrasveit 9. herdeildarinnar stóð á bak við altarið og lék fjörugt og hrífandi brúðgöngulag, sem hljómaði svo yndisleg í gömlu kirkjunni. Nancy Turner hafði beðið um að sér væri veittur sá heiður að spila á orgelið við þetta hátíðlega tækifæri. Litla orgelið var horfið, en í þess stað var komið afar dýrt pípuorgel, sem tók upp mikið rúm á svölunum í kirkjunni. — Það var gjöf frá Miss Percival til Abbé Con- stantine, í minningu um giftinguna hennar. Gamli presturinn sagði messuna; Jean og Bettina krupu frammi fyrir honum, hann lýsti biessun sinni yfir þeim og stóð svo með upp- lyftar hendur yfir þeim, meðan hann bað fyrir þeim, og kallaði af öllum mætti sálar sinnar, guðsblessun og varðveislu til handa þessum tveimur börnum sínum. Þá hljómuðu frá orgelinu hinir sömu hrífandi leiðslutónar Chopins, sem Bettina hafði spilað í fyrsta sinni sem hún kom inn í þessa litlu kirkju, þar sem nú var helguð og staðfest lífs- hamingja hennar. Og nú var það Bettina sem grét þakklætis og gleðitárum. E N D I R Dómar mannanna Eftir A. Sergeant Dora Sittart var fríð og elskuleg stúlka á tví- tugsaldri, sem þegar hafði tekist á hendur alla innanhúss-stjórn á heimili föður síns, sem var ekkjumaður. Hún var í meðallagi há vexti, en grönn og vel vaxin. Hún var ekki mjög smá- fríð í andliti, en sviphrein, augun dreymandi og mild og sakleysisleg, svo hún leit út yngri en hún var. Vinstúlkur hennar og kunningjar dáðust að henni; ekki svo mjög fyrir fríðleik hennar, heldur miklu fremur fyrir mildi henn- ar og góðvild, sem hún sýndi öllum, sem kyntust henni. Flestar vinstúlkur hennar áttu heima í stóru skrauthýsunum meðfram Clapham lysti- garðinum, þar sem aðeins ríkisfólk bjó. Það sem vinstúlkur Doru höfðu aðallega út á hana að setja var, að hún væri alt of alþýðleg og tæki alt of lítinn þátt í samkvæmislífinu. Dora bjó í einu skrauthýsinu við Clapham lystigarðinn, það stóð nokkuð lengra en hin húsin frá lystigarðinum, á stórri, sléttri og fag- urlega skreyttri grund, með blómarunnum og fáséðum trjám, sem höfðu verið flutt frá fjar- lægum löndum og sett þar niður. Á milli trjánna og blómarunnanna voru mölbornir gang stígar. Húsið og umhverfis það, var það skraut- legasta og tilkomumesta í þessu ríkismanna- hverfi. Faðir hennar, Hr. Julius Sittart, var mjög hneigður fyrir skraut og íburð. Innan- húss voru allir húsmunir sérstök listasmíði, svo hvergi sáust slíkir; herbergin, sem öll voru stór- ir salir, voru máluð og skreytt á hinn kostbær- asta hátt. Hr. Sittart hafði mikla ánægju af að gefa dóttur sinni allslags afardýra skrautmúni úr gulli og gimsteinum. Dora var alls ekki hneigð fyrir skart og í- burðarsemi, sem föður hennar líkaði miður, því hann vildi láta hana berast mikið á, en hann lét það gott heita og afsakaði hana með því, að hún væri of ung ennþá til að vita hvaða þýð- ingu það hefði í samkvæmislífinu; en hann iangaði til að sjá hana bera á sér sem mest af þessu dýra stássi, ásamt hinum kostbæru bún- ingum sem hann hafði keypt handa henni. En þrátt fyrir alla þá fínu stássbúninga, sem hún átti, gerði hún sig ánægða að ganga í hvítum baðmullar-kjól, og í staðinn fyrir útreiðar og aðrar skemtahir, naut hún meira yndis af að hlúa að blómunum, hlusta á fuglasönginn og dáðst að fegurð náttúrunnar. Hvaðan Hr. Sittart fékk alla þá peninga sem hann eyddi, til þess að bera af öllum sínum ríku nágrönnum í skrauti og ríkilæti, vissi enginn. Hann var þektur sem einn af hinum stóru fésýslumönnum Lundúnaborgar. Hann var meðstjórnandi margra stórra við- skifta- og verzlunarfyrirtækja og meðlimur fjöldamargra félaga. Dora lét sig litlu skifta verzlunar- og viðskifta málefni, og allra minst föður síns. Vissi bara að hann hafði mikil mök við ýmsa braskara og smákaupmenn, og að hann átti einhverstaðar umfangsmiklar gullnámur, sem eftir því sem hann sagði, gáfu honum svo stórar inntektir, að hann mátti við að halda sig eins ríkmannlega og berast eins mikið á, og hann gerði. Dora hafði komist að þessu, er hún las prent- að skjal, sem lá á skrifborðinu hans, því hann talaði aldrei um verslunar- né fjármál við hana. Hr. Sittart kom sjaldan heim fyr en klukkan hálf átta á kvöldin, og miðdagsverður því ekki etinn fyr en klukkan átta. Dora var þannig allan daginn ein út af fyrir sig, því hún tók laldan á móti gestum eða heimsótti aðra. Dora sat við lítið borð úti í blómagarðinum og hafði lagt hannyrðir, sem hún var með á það; veðrið var óvanalega heitt og mollulegt, svo hún fann til þreytu og deyfðar, og lá fram á borðið og huldi andlit sitt milli handa sér. Hún sá milli blómarunnanna til hússins, og var að gæta að hvort þjónustustúlkan kæmi með eftirmið- dags kaffið til sín, eða hvort hún ætti að fara inn til að drekka það. Henni varð litið upp alt í einu, og gleðibros ljómaði upp andlit hennar. “Richard!” sagði hún alveg hissa. “Richard, hvað er þér á höndum?” Richard var bróðir Doru. Henni þótti ósköp vænt um hann og var glöð að sjá hann koma, en henni þótti undarlegt að hann skyldi koma svo snemma dags heim. Það hlaut að vera einhver sérstök ástæða fyrir því, annaðhvort var hann vominn til að fá peninga, eða hann var í ein- hverju bágu ástandi út úr mishepnuðum ásta- málum, eða einhverju öðru, sem hann þurfti að leita hjálp^r og aðstoðar systur sinnar við. Richard Sittart var að eðlisfari hinn bezti maður, sem vildi öllum gott gera, og á sinn hátt eins elskulegur maður, eins og Dora; en hann var býsna svallsamur og laus í ákvörðunum. Þegar hann kom til Doru sá hún strax á and- liti hans og útliti, að það var eitthvað alvarlegt sem honum lá á hjarta. “Því kemur þú svona snemma heim í dag?” sourði Dora, eftir að hann hafði kyst hana, og fengið sér sæti í einum stólnum í blómagarð- inum. “Eg verð að fara burt úr borginni,” sagði hann, eins og við sjálfan sig. “Er það alt, sem að þér gengur?” “Jæja, að vissu leyti ekki,” svaraði hann eins og utan við sig. Svo herti hann upp hugann og sagði í ákveðnum róm: “Þú verður að hjálpa mér Dora.” “Já, með mestu ánægju, ef eg gert það. En hvað er það sem eg get gert fyrir þig?” spurði hún. “Jæja, eg ætla ekki að hafa neinn formála fyrir því — eg þarfnast peninga, og þú verður að útvega mér þá, kæra systir mín.” “Það er velkomið,” sagðí hún án umhugsunar. “Eg hefi sama sem ekkert brúkað af vasapen- ingunum mínum, sem faðir minn gaf mér til þriggja fyrstu mánaðanna af árinu, og eg skal gefa þér þá. Er það nóg?” “Nei, kæra systir, eg þakka þér fyrir! Held- urðu að eg vildi taka frá þér þetta lítilræði sem þú átt að hafa þér til glaðnings? Auk þess er það ekki nærri nóg, eg þarf miklu meira, og þú verður að biðja föður okkar um það.” “Föður okkar?” sagði Dora dræmt. “Eg er hrædd um að hann taki mjög'illa undir það; þú manst hvað hann reiddist af því að þurfa að borga alla víxlana þína, sem voru fallnir í gjald- daga.” “Það er einmitt þessvegna sem eg þori ekki að biðja hann um þessi níutíu sterlingspund, sem eg verð að vera búinn að borga fyrir klukk- an sex annað kvöld.” “Níutíu pund! hvað, Richard!” “Já, eg er altaf svo óheppinn í spilum,” sagði hann. “Fyrst vann eg, svo tapaði eg — og svo hélt eg að eg mundi vinna það upp aftur, og hélt áfram að spila, þangað til —” “Peningaspil, Richard?” spurði Dora og varð mjög áhyggjufull. Hann hneigði sig. Eg veit að faðir minn lítur á það sem eins vont eða verra en að falsa víxla,” sagði hann í veikum róm. “Hann hefir oft sagt, að hann borgaði aldrei spilaskulair- fyrir þig,” sagði Dora. “Hann hatar áhættuspil.” “Hann segir það líklega satt,” svaraði Richard háðslega. “En hvað er hans hlutabréfaverzlun annað en eitt hið mesta áhættuspil.” “Það er þó kaupsýslan, Richard,” sagði Dora, í sínum barnslega sakleysi og fáfræði. “Þú getur þó ekki borið það saman við spilmensku.” “Eg get ekki séð neinn annan mismun á því, en að spákaupmenska er leyfileg, en peninga- spil ólevfilegt. Eg skil kannske ekki neitt í því, enda er mér sama um það, bara ef eg fæ hjá honum þessa peninga, sem eg verð að hafa til annað kvöld klukkan sex.” “Eg er hrædd um að hann muni ekki láta þig fá peningana,” sagði Dora, og stundi við. “Já, eg veit að hann gefur mér ekki pening- ana, en hann gefur þér þá. Hann getur ekki neitað þér um neitt. Eftir kvöldverðinn, þegar hann er í góðu skapi, getur þú fengið hann til að gera fyrir þig hvað sem þú biður hann um; þú veist það. Þú ert uppáhaldið hans, hann neitar þér ekki um neitt.” “Hann heldur eins mikið upp á þig, Richard!” “Nei, nei, það er engin ástæða til þess,” svar- aði hann, og strauk hendinni um hið silkimjúka hár systur sinnar. “Eg er alls ekki þess verð- ugur.” “Þú ert bezti maðurinn í heiminum, Richard,” sagði Dora með systurlegri hluttekningu, “bara of gjálífur. Pabbi vill að þú sért staðfastari, að þú vinnir, heldur en eyða tímanum í iðjuleysi. Finst þér það ekki vera skynsamlegt?” “Jú, það er skynsamlegt,” sagði Richard, og brosti. “Nú skal eg lofa þér því, litla systir mín, að undir eins og eg kemst út úr þessari klípu, sem eg er í, skal eg breyta um hætti og vera góður sonur, þú mátt segja pabba það, svo hann verði viljugri til að gefa mér peningana, annars —” “Annars —” endurtók Dora og fölnaði. » “Verð eg neyddur til að strjúka í burtu.” “Þú gerir það þó ekki svo enginn viti?” spurði Dora með tárin í augunum. “Það verður ekki talað svo mikið um það, systir mín,” sagði Richard, til að gera hana ró- legri. “Faðir minn mun brátt skilja hvers- vegna. Eg skyldi alls ekki vera neitt hissa á því, að hann hefði oft sjálfur verið staddur á slíkum vegamótum; fólk hefir ýmsar tilgátur um það hér í borginni.” “Meinar þú að pabbi sé ekki eins ríkur og haldið er?” spurði Dora óttaslegin. “Já, nógu ríkur til að borga skuldir mínar, að minsta kosti. En eg held að hann tapi oft stórsummum í þessari gróðabrallsverzlun sinni, sem síðar mun koma í ljós. En það áhrærir kannske ekki hans einka hagsmuni.” Dorú varð ofurlítið léttara um andardráttinn við það, sem Richard sagði. “Hvað fljótt þú verður hrædd, Dora, að á- stæðulausu. Vertu nú skynsöm og talaðu vel fyrir þessu máli við pabba í kvöld. Segðu hon- um að mér líði afar illa út af þessu, og að eg sé staðráðinn í að betra framferði mitt, og hvað annað, sem þér dettur í hug. Eg má til að hafa peningana á morgun, annars berst það til eyrna Horst gamla, og hann mundi aldrei fyrirgefa mér.” “Horst gamli? Meinar þú Hr. Hartkort? Hann er ekki gamall!” “Hann er þrjátíu og fimm ára og lítur út fyrir að vera eldri.” “Er hann illur viðskiftis?” “Nei, ekki svo mjög, en hann er alvörugef- inn og strangur, en að öðru leyti ágætis maður, hræðilega samvizkusamur. Það er ekki til neins fyrir stúlkur að spyrja um gamlan piparsvein eins og hann.” “Eftir því sem þú lýsir honum, býst eg ekki við að eg verði ástfangin af honum. Heldurðu það?” “Það er ekki líklegt, að þú kynnist honum nokkurntíma,” svaraði Richard og ypti öxlum. Honum var alveg sama um hvort nokkrum geðj- aðist að systur hans eða ekki. Horst Hartkort var ríkur skipamiðill. Richard hafði fengið vinnu á skrifstofu hans, fyrir til- mæli eins af vinum föður síns. “Fyrst þú ert hjá honum, geturðu boðið hon- um að heimsækja okkur einhverntíma,” sagði Dora. “Eg vil gjarnan fá tækifæri til að kynn- ast honum. Eg hefi heyrt sagt að hann geri mjög mikið gott. Rétt núna nýlega hefir hann borgað sjúkrahússkostnað og læknishjálp fyrir munaðarlausan, fátækan dreng, og svo komið honum í góða vist úti á landsbygðinni. Og hann kvað vera alvanur að rétta fátæklingum og munaðarleysingjum, sem hann mætir á götun- um, hjálparhönd á einn eða annan hátt.” “Já, hann er góður maður,” sagði Richard kæruleysislega, “fjarska strangur og samvizku- amur, þessvegna verð eg að fara nú strax, Dora; eg þori ekki að vera of lengi í burtu. Þú manst eftir að biðja pabba um peningana fyrir mig, gleymdu því ekki —” Hann var mjög á- hvggjufullur á svipinn og augnaráð hans bar vott um innibyrgða þjáningu. “Eg veit ekki hvað eg kann að gera, ef eg fæ ekki peningana.” “Eg skal reyna alt sem eg get við pabba.” Með þessa veiku von fór Richard og kvaddi systur sína. 2. KAPÍTULI Dora beið með eftirvæntingu og óþolinmæði eftir heimkomu föður síns. Það var sem henni flýgi í húg, að það væri einhver óheilla fyrir- boði að hann skyldi ekki koma þetta kvöld, eins og vanalega, á vissum tíma til kvöldverðarins, því hann vildi njóta þessarar aðalmáltíðar dags- ins heima hjá sér í sem mestri ró og viðhöfn. Hann vildi að Dora væri búin í skraut og skart við kvöldmáltíðir, sem sæmdi einkadóttur ríkis- mannsins. Til þess að þóknast föður sínum var hún í hvítum kjól úr indversku silki, með gim- steinafesti um háls sér, og skrautleg armbönd úr perlum og gulli. Hún beið þannig búin heim- komu föður síns. Þegar hann loksins kom heim, hraðaði hann sér að borðinu án þess að skifta um búning, eins og hann var vanur. Hann var vanur að tala af innilegleik og að- dáun við hana og brosa hýrt til hennar, þegar hann kom heim á kvöldin, en í þetta sinn hafði hann ekkert að segja og ekkert aðdáunarbros fyrir hana, en starði þungbúin framundan sér og varla snerti við matnum á borðinu.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.