Lögberg - 17.08.1944, Blaðsíða 8

Lögberg - 17.08.1944, Blaðsíða 8
8 Úr borg og bygð Mr. J. W. Norman frá Fosston, Minn., kom til borgarinnar snögga ferð á laugardaginn, var í heimsókn til föður síns J. H. Norman og stjúpmóður sinnar Mrs. Norman, 623 Agnes St. • Mr. Soffónías Thorkelsson rit- höfundur og verksmiðjueigandi, kom heim s. 1. laugard. úr mán- aðarferðalagi um Austur Cana- da; hafði hann farið alla leið austur til Quebec, og ferðast því nær einvörðungu eftir vötnum og fljótum; lét Mr. Thorkelsson hið bezta af ferð sinni, og dáði mjög hina margbrotnu náttúrufegurð eystra á þessum tíma árs. • Árni Björnsson, vistmaður á Betel, Árnesingur að ætt, um langt skeið bóndi við Reykjavík P.O. Man., andaðist að Betel, þann 9. þ. m., merkur maður og hinn ágætasti drengur. Hans mun verða minst nánar síðar. Gjafir í byggingarsjóð Bandalags lúterskra kvenna. Mrs. C. O. L. Chiswell, Wpg., $10.00. Mr. og Mrs. Einar Sig- valdsson, Baldur, Man., $5.00. Með kærum þökkum til gef- enda. Hólmfríður Danielsson, féhirðir. • Frú Guðfinna De Haven frá Cincinnati, Ohio, dóttir Magnús- ar skálds Markússonar, hefir dval ið hér um slóðir í hálfsmánaðar- tíma í heimsókn til föður síns, systur og annara ættmenna og vina; hún kom flugleiðis að sunnan, var stödd á íslendinga- deginum á Gimli, og dvaldi eft- ir það nokkra daga á Victoria Beach. Hún lagði af stað heim- leiðis á miðvikudaginn í vikunni sem leið. • Gefið í blómsveigasjóð Thórð- ar Backman. Mr. og Mrs. D. H. Backman $5.00 í minningu um hjartkær- an bróður Magnús Kristjánson. Árni Einarson $5.00 í minningu um ástkæra eiginkonu Kristínu og tvær dætur Mrs. Lilju Bjarna- son og Hólmfríði Fines og dóttur son Earl Fines. Með samúð og þakklæti. Fyrir hönd kvenfélagsins Björk Lundar, Man. Mrs. K. Byron, skrifari. • - L. A. C. Laurier Tomasson frá Hecla, sem verið hefir um tveggja ára skeið í canadiska flug hernum, kom til borgarinnar á þríðjudaginn var á leið til Hecla, í heimsókn til foreldra sinna, þeirra Mr. og Mrs. C. Tomasson. • " Mr. Halldór Bjarnason, fyrrum kaupmaður, sem nú er búsettur að Davidson, Sask., kom til borgarinnar á þriðjudaginn og ráðgerði að dveljast hér í viku- tíma; er hann vinmargur hér um slóðir af margra ára dvöl og kaupsýslu í borginni. Komin heim. Við Mr. og Mrs. Ingimundur Sigurðson og Mr. og Mrs. Aug- ust Magnússon, frá Lundar, Man. erum nýlega komin heim úr skemtiferð er við fórum vestur á Kyrrahafsströnd, til Vancouver Blaine, Richmond Beach og Seattle, eigum við þar marga ættingja og vini og var sönn ánægja að heimsækja þá og njóta þar margra gleðilegra sam- verustunda. Viljum við með þess um línum, þakka þeim af heil- um hug, fyrir þá miklu gjafmildi, greiðasemi og vinahót, sem okkur var allstaðar sýnd, það var meir enn nokkur íslenzk gestrisni, sem við höfum áður þekkt. Við biðj- um öll hin beztu öfl, að endur- gjalda þann mikla og góða hlý- hug og vináttu. Messuboð Fyrsta lúterska kirkja Guðsþjónustur á íslenzku á sunnudagskvöldum kl. 7 — Allir velkomnir. —V. J. E. O Sunnudaginn 27. ágúst: íslenzk messa kl. 7 síðdegis, kveðjurriót í samkvæmishúsi safnaðarins eftir messu. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. • Msssa í Mikley. 20. ágúst. — Messa kl. 2 e. h. Að lokinni átta ára þjónustu, kveður undirritaður prestur söfn- uðinn við þessa messu. Eru það því vinsamleg tilmæli til Mikl- eyinga, að þeir fjölmenni við messu þennan dag. B. A. Bjarnason. Messur að Langruth. 20. ágúst. — íslenzk messa, kl. 2 e. h. Ferming og altaris- ganga. Ensk messa kl. 8 e. h. Skúli Sigurgeirsson. • Séra Skúli Sigurgeirsson flyt- ur guðsþjónustu á Lundar 27. ágúst, kl. 2.30 e.h., en á Otto kl. 11 f.h., sama dag. • Sunnudaginn 20. ágúst messar séra Haraldur Sigmar, sem hér segir: í Péturskirkju kl. 11 f. h. mess- an á íslenzku. í Fjallakirkju kl. 2,30 e. h. á íslenzku, mætir með fermingarbörnunum eftir messu. í Hallson kl. 8 messan á ensku. Allir velkomnir. Eftirfarandi ljóðlínur eiga að túlka hugsanir okkar. Lifið heil hvar hugar eining ríkir Og hver vill annars græða mein og sár Ef friðarstaðir fyndust margir slíkir Færri og smærri sorgar féllu tár. Lifið kát við Kyrrahafsins strauma Hvergi fegri dvalarstað eg leit Framtíð nýja flytja sælu drauma Frjálsri þjóð í nægta ríkri sveit. Lifið sæl við sjávar öldu niðinn sem að veitir bæði mátt og þor Meðan skemtir fossa og fugla kliðinn Fram til sigurs ykkar liggi spor. A. M. Smælki Á einni af fyrirlestraferðum sínum í Englandi kom Conan Doyle í lítið þorp, þar sem hann var viss um, að enginn þekti sig. Þóttist hann þar óhultur fyrir myndasmiðum og blaða- mönnum, en það var eitur í hans beinum að verða fyrir þeim piltum. Þegar hann hafði stigið af járnbrautarlestinni, fleygði hann farangri sínum upp í vagn og skipaði ökumanni að aka til gistihúss, sem hann nefndi. “Sjálfsagt, herra Conan Doyle” svaraði ekillinn, gamall og grá- hærður maður. Conan Doyle hélt fyrst, að mað urinn væri í dulargerfi. “Segið mér”, sagði hann loks byrstur, hvernig stendur á því, að þér vitið, hver eg er? Hafið þér séð mynd af mér í blöðunum?” “Nei, aldrei”, svaraði ekillinn, “en eg sá þegar á blekblettun- um á fingrum yðar, að þér eruð rithöfundur. Hið hvassa augna- ráð yðar og hinar einkennilegu LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. ÁGÚST, 1944 þagnir yðar bentu mér til þess, að þér mynduð fást við að skrifa glæpamannasögur og hinir slitnu skósólar yðar bera vott um það, að þér séuð sífelt á flótta undan áleitnum blaðamönnum. í stuttu máli ” “Getur það verið”, hrópaði höf- undUr Sherlock Holmes sagn- anna undrandi, “að þér getið þekt mig á þessu?” “Ekki skal eg nú fullyrða það”, svaraði karl rólega, “því það stendur skýrum stöfum á tösk- um yðar: A. Conan Doyle”. • — Er þetta lokkur úr hári konu þinnar? — Nei, það er lokkur úr héra, sem eg skaut einu sinni. • “Eg get ómögulega komið öllu dótinu þínu niður í kofortið. Hvort á eg heldur að skilja eftir kjólinn þinn eða einn eldspýtu- stokk?” • Hún: — Við konurnar berum þjáningar okkar með þögn. Hann: — Já, eg hefi tekið eftir því að þið þjáist, þegar þið verð- ið að þegja. • “Því ertu svona daufur í dálk- inn, kunningi?” “Það er ástæða til þess — eg verð að vinna baki brotnu frá morgni til kvölds og fæ ekki nema hálftíma frí til miðdegis- verðar.” “Hve lengi hefurðu þrælkað þannig?” “Eg byrja á morgun”. • Ungur læknir segir við vin sinn, sem er rithöfundur: — Það er ekki von að þú get- ir samið neitt af viti, þegar þú hefir aldrei ró og næði. Rithöfundurinn: — Það er rétt, geturðu lánað mér biðstof- una þína? Minni Canada Flutt að Gimli 7. ágúst 1944 af Karl B. Thorkelson Mér hefir verið falið á hendur að fara fáum orðum um Canada, sérstaklega hvað snertir höfuð- drætti þá í sögu hennar er lúta að fullveðju í stjórnarfari; og af- stöðu hennar í hinu brezka al- ríki. Að máli þessu loknu leyfi eg mér að benda á fáein atriði sem ætla megi framfaraspor, í því að þau styðja að þjóðrækni, ættjarðarást og velmegun í Can- ada, jafnt sem þau auka sjálfs- traust Canadamanna og álit um- heimsins. Saga Canada, frá þeim tíma er Leifur heppni fyrst leit Vínland, hjó skóg og flutti timbur til Grænlands, hefir verið dásam- lega laus við ofsa, heift og ókyrð. Takmark manna og hugsjóna- stefnur flestra er í land þetta fluttu, frá því hin fyrsti land- nemi, Louis Hebert, reisti sér bú í Quebec, hefir verið að byggja sér heimili og að styðja að fram- förum lands og lýðs. Friðsemi og heimilisást má því telja sem tvö aðal einkenni Canada manna. Stjórnarfarslega skiftist saga Canada í þrjá aðal parta, Canada undir stjórn Frakka, Canada sem brezk nýlenda, og Canada stjórn- arfarslega á þroskaárum. Tímabil það er Frakkar réðu hér landi kemur aðeins við mál þetta að því leyti sem það snertir nútímann og er það í sjálfu sér ef til vill mikið áhrifameira en sýnist á yfirborðinu. Þegar Frakkar töpuðu Canada 1763 hefst saga hennar sem brezk nýlenda. Þá flaug brezki fán- inn yfir meirihluta Norður- Ameríku. Ómögulegt er að segja hvað fyrir hefði komið stjórnar- farslega hefðu Bandaríkin ekki sagt af sér sambandi við Eng- land. Ætla má samt að saga ríkjanna syðra og okkar myndu hafa fleiri sammerki en jafnvel nú á sér stað. Það er vel líklegt að þeir og Canada hefðu unnið samhuga að öðlun frelsisskrár. En sú varð ekki reyndin, Banda- ríkin tóku til vopna og eftir langa og harða baráttu unnu lausn og stofnuðu lýðveldi. í stríði þessu fylgdi Canada Bretum. Þeir af brezku bergi brotnir fúslega og af föðurlands ást. Frakkar, sem metið höfðu sanngirni Breta í viðskiftum og trúmálum, voru frekar tregir að treysta hinum sjálfkjörnu lýð- veldismönnum, bæði hvað snerti málfrelsi og peningagildi. Auk þess leit hin kaþólska kirkja á hið nýstofnaða lýðveldi með tals- verðu vantrausti. Lítið var um verulega sam- vinnu og samúð með landsmönn- um, Frökkum og Bretum fyrst um sinn í Canada. Reyndust samt samtök til landvarna gegn Bandaríkjun- um 1812 vel. Sýndi þetta á ný að sanngirni í stjórnmálum var landinu hagur. Tímabilið frá 1814—1840 merkir afar örðuga og harðsótta viðleitni af Canada hálfu til að Öðlast ábyggilegt stjórnarfyrir- komulag. Völd öll voru ósann- gjarnlega í höndúm landstjóra og yfirstéttar. í svo hart var farið í þessum málum að framfaramenn tóku til vopna árið 1837. Þó þeir mættu sín lítið sannfærði tilraun þeirra Breta að alt væri ekki með feldu í nýlendunni. Þeir báðu því Durham lávarð að flytja til Can- ada, rannsaka stjórnarfyrir- komulag og ráða til bóta í lands- málum. Vann hann að þessu með þreki og vitsmunum. Hann ráðlagði að stofna póli- tískt samband milli Frakka í neðri Canada og Bretum í efri Canada og að þeim skildi veitt sjálfstjórn í heimamálum. Þing Breta var þessu ásátt og var sambands lögskrá (Union Act) samþykt 1840. Bætti þetta hag manna og ruddi braut til full- veldis, því enn var Canada brezk nýlenda. Mikil breyting átti sér stað um þetta leyti á hugsunarhætti manna hvað þjóðfrelsi og af- stöðu nýlendna Breta snerti. — Uppreisn Bandaríkjanna 1775 og Canada 1837 ásamt framför frjálslynda flokksins á Englandi studdi að því að allur þorri manna leit á brezkar nýlendur sem börn er öðlast gætu ákjósan- legan þroska í föðurgarði og yrðu með tíð og tíma andlega og lík- amlega fær að taka fullan þátt í alheimsmálum. Hugsunarháttur þessi studdi að farsælli framfarastefnu í Can- ada, sem beint var fyrst að því að koma þjóðskipulagi og ein- ingu á í heimsmálum. Fékst þetta er ríkisþing Breta samdi stjórnarskrá Canada (The B. N. A.) 1867, og var heim- inum tilkynt að samtök þessi væri í fullgildi 1. júlí sama ár. Fremstur í hópi þeirra er að þessu störfuðu var mikilmennið og ættjarðarvinurinn Sir John A. MacDonald. , Bretar, sem nýlendu stjórn- fræðingar, leituðust við á 19. og fyrri part 20. aldarinnar að stofna ríkjasamband milli Breta og nýlendna þeirra. Strönduðu allar þessar tilraunir á erfiðleik- um þeim lem fólgnir voru í að stjórna sambandsríki án skatta- álagninga og að skattsetja án þingveitslu. Tilraunir þessar, þó lítið yrði úr þeim hjálpuðu þó til að halda saman félagsskap og ruddi braut stjórnarfyrirkomulagi þess sem nú á sér stað í hinu brezka alríki, nefnilega fullveldi fyrir Astralíu, Nýja Sjáland, Suður Afríku, ír- land og Canada. Stjórnmála þróun fór vaxandi við samtök þau er af og til áttu sér stað í Lundúnum milli Breta og nýlendna þeirra. Ríkjasambandsfélag var stofn- að á Englandi árið 1884 og eflist við gullminningarhátíð Victoríu drotningar 1887. Framkvæmd var samt lítil í sambandsmálum og erfitt að semja grundvallar- reglur. Samtöl hófust aftur 1897 á demants hátíð drotningarinnar. Höfnuðu þar erindsrekar öllum sáttmálum sem treg gerðu við- skifti milli Bretlands og nýlend- na hennar; en öll viðleitni sam- bandsríkis stofnunar strönduðu á sama bjargi. Erfiðleikar þeir sem fólgnir voru í að stofna sambandsríki og venjur þær er leiddu beinlínis til sjálfstjórnar kvöddu menn til að íhuga hvert heppilegra yrði ekki að veita fullræði nýlendum þeim er fullþroska voru álitnar. Lítið var gert þessu viðvíkjandi á áratugunum fyrir heimsstríðið 1914. Stærsta skref var samt stigið í rétta átt, og viðurkenning þar með veitt, framförum ný- lendanna og afstöðu þeirra inn- an Bretaveldis með því að breyta nafni á ráðstefnufundum þess- um, framvegis frá nýlendna ráð- stefnu fundum (Colonial Confer- ence) til ríkisráðstefnu fundum (Imperial Conference). Tímabilið milli áranna 1896 til 1913 markar stóra framför í Canada. Meir en miljón manns tóku sér heimilisfestu á sléttum Vestur Canada. Hveitirækt jókst frá 20 til 200 miljóna mæla. Bæir, bændahús og barnaskólar voru reistir víðsvegar um þetta frjóva hérað. Canada í heild sinni naut blómlegra og sem þó virtist takmarkalausra efnalegra framfara, og þar með jókst og efldist virðing og þrek í heims- málum. Heimsstríðið 1914 hefti fram- fararás þessa. Canada tók að sér einkaleyfi í flestum stjórn- málum. Hún sendi erindsreka til Washinton, Tokyo, Geneva og Lundúna. Yfir öllu var myrkur og óvissa, en óhugsandi var að standa í stað. Sir Wilfred Laurier hafði kom- ist svo að orði laust fyrir heims- stríðið: “Að engin nauðsyn krefði þátttöku Canada í stríðum Breta”. Samt var ekkert spurs- mál um afstöðu hennar er stríðið skall á. Ótilkvödd af Breta hálfu tók hún til vopna. Fríviljug sam- tök áttu sér stað stríðinu viðvíkj- andi, en framvegis þjóðfélags- skipulag var órætt, þó óefað höfðu málsaðilar í hyggju að starfa að þessu er heppilegra tækifæri gæfist. Frh. Wartime Prices and Trade Board Þeim, sem ekki finnst mikið til um verðlagseftirlit hér í Canada, ætti að vera dálítil hugg- un í eftirfylgjandi verðskrá frá Nýfundnalandi. Egg, frá 80c upp í $1.20 dús.; round steak, 60 til 65c pundið: sausage 40 til 45c pd.; hænsni og turkey 65 til 70c pd.; bacon 65 til 75c pd.; rjómi $1.80 mörkin.; mjólk 34c potturinn; • appelsínur $1.00 dús.; epli 80c dús.; carrot 18c pd.; kál 15 til 20c pd.; smjör (aðflutt) 85c pd.; soft coal $24.50; hard coal $30.00 tonnið. Spurningar og svör. Spurt. Er hámarksverð á epl- um? Svar. Já. Það er ákveðið há- marksverð á öllum eplum. Spurt. Eg sá “corn” auglýst um daginn fyrir 50c dúsínið. Er ekk- ert hámarksverð á “corn”? Svar. Nei. Spurt. Er hámarksverði á garð ávöxtum breytt af og til? Svar. Já. Verðið breytist eftir árstíðum; það lækkaði eitthvað núna þann 15. ágúst og mun lækka aftur dálítið eftir því sem líður á mánuðinn. Spurt. Eg hefi tapað skömtun- arbók númer þrjú með öllum F seðlunum. Get eg fengið aðra í staðinn? Svar. Nei. Því miður eru þess- ar bækur nú ekki lengur íáan- legar. Spurt. Eg hefi leigt út bújörð sem eg á, fyrir mjög lága leigu og mig langar nú til að hækka leiguna. Er nauðsynlegt að sækja um leyfi hjá leigunefndinm? Svar. Nei. Lönd sem notuð eru aðeins til akuryrkju eru óháð leigulögunum. Spurt. Mig langar til að fá cornsíróp handa ungbarni. Get eg fengið sérstaka seðla til þess? Svar. Nei. Það fást engir sér- stakir seðlar fyrir cornsíróp, en þú getur skift sykurseðlum barns ins fyrir sætmetisseðla og feng- ið með þeim cornsíróp. Það má líka skifta F seðlunum (niður- suðusykur) fyrir sætmetisseðla hjá Local Ration Board. Það fæst sætmetisseðill fyrir hvern sykurseil. Kaffi og te seðlar T 38 og smjörseðlar 72 og 73 ganga í gildi 10. ágúst. Spurningum á íslenzku svarað á íslenzku af Mrs. Albert Watne, 700 Banning St., Wpg. MINNIST BETEL í ERFÐASKRÁM YÐAR The Swan Manufacturing Co. Manufacturers of 8WAN WEATHER-8TR1P Winnipeg. Halldór Methusalems Swan Eigandi 281 James Street Phone 22 641 FARIÐ EKKI Á MIS VIÐ HIN UNDURSAMLEGU KAUP Á LOÐFÖTUM ' HJÁ Perth’s 1945 TÍZKA ÚRVALSEFNI ÓVIÐJAFNANLEG GÆÐI Heimsœkið PERTH'S MASTER FURRIERS 436 PORTAGE AVE. Just west of the Mall H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. AUKAFUNDUR Aukafundur í Hlutafélaginu Eimskipafélag Islands, verður haldinn í Kaupþingssalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugardaginn 18. nóv. 1944 og hefst kl. 1 e. h. Dagskrá: 1. Tillögur til lagabreytinga. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngu- miða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlut- höfum og umboðsmönnum hluthafa á skriístofu félags- ins í Reykjavík, dagana 15. og 16. nóv. næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Reykjavík, 9. júní 1944. STJÓRNIN. ll!H!IHim!IMU«ltllHli!IHIIIiailllimilllM!limillHI«IIIHIIIHl>!IBi!IH!l!!HIH!l!lHi!IIIH!HIIIMHIIHIIII

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.