Lögberg - 17.08.1944, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. ÁGÚST, 1944
5
“Þú ert um of nákvæmur; Ed
er í raun og veru allra bezti mað-
ur. Hann er einn af beztu vinum
minum.”
Eg hafði oft haft í hyggju að
spyyja hana um það hvernig
stæði á kunningsskap hennar við
þennan hræðilega mann. Eg var
fyrir löngu viss um það með
sjálfum mér, að Edvard sá, sem
hafði skrifað bréf það, sem komst
í hendur manns hennar og sem
var lesið af okkur félögum,
Harris og Dunn, kvöldið sem við
höfðum gert áætlanir um það, að
liggja fyrir bréfs höfundinum og
berja hann, var í raun og veru
Ed Kohne sjálfur. En nú var
tækifærið lagt upp í hendur mín-
ar að tala um þetta atriði og
komast að sannleikanum að svo
miklu leyti sem kostur væri á.
Eg sagði því svo stillilega og blátt
áfram sem mér var mögulegt:
“Eg hefi lesið eitt af bréfum
Kohne’s — það var ástarbréf!”
Hún lék sér að hnífnum og
svaraði alveg eins stillilega:
“Eg veit það, Ed sagði mér að
þú hefðir aðvarað hann kvöldið,
sem þú fylgdir mér heim til
mín, um það, að bréf hans hefði
komist í hendur mannsins míns.”
Eg stóð upp. Hendin á mér sem
eg hafði hvílt á höfðalagi legu-
bekksins, rann niður eftir flau-
elsfóðrinu, niður á milli fjaðra-
koddanna og rakst þar á eitthvað
hart, sem hruflaði fingur minn
til muna, en við þessa snöggu
hreyfingu mína, tapaði Mrs.
José haldi á hnífnum, sem hún
hafði verið að leika sér að, og
féll hann nú beint niður á rist-
ina á hægri fæti hennar og stóð
þar í beini.
Eftir talsvert fát og umsvif
við það að draga hnífinn úr sár-
inu varð eg var við það, að það
mundi verða nauðsynlegt að
færa hana úr sokknum og binda
um sárið til þess að stöðva blóð-
rásina. Þetta tókst mér vel og
hún bar sig prýðilega á meðan
á þessu stóð. Eg heyrði jafnvel
lágar, kitlandi hlátursbylgjur frá
henni við og við. Svo lyfti eg
fæti hennar upp á legubekkinn
þar sem hún hafði legið og hafði
nú í huga að byrja samræðurn-
ar aftur þar sem eg hafði felt
þær niður, vegna þessa atviks.
En nú starði hún brosandi á mig
með báðar hendurnar undir
höfði sér.
“Ætlar þú ekki að klæða mig í
sokkinn líka? — Þú ert svo nær-
gætinn við mig,” sagði hún
lágt.
“Auðvitað,” sagði eg utan við
mig. Og svo fór eg að brjóta
sokkinn saman og færa hann yf-
ir tærnar á henni. Þetta fórst mér
vel úr hendi og eg strauk fót-
inn á henni svo að sokkurinn
var hrukkulaus upp fyrir hné
hennar en lengra lyfti eg ekki
fit hans.
Hún var nú hlæjandi: “Þú gerð
ir þetta vel, en — nú verður þú
að hneppa fitinni á sjálfhnepp-
urnar,” sagði hún. Og svo lyfti
hún kjólfaldinum upp yfir
mjöðmina.
Eg var í æstu skapi. Eg var
þarna með kvenmanni sem mér
fanst bera alt til brunns, sem
var fagurt og gott, kvenmanni
sem mér fanst bera af öllum
öðrum konum hvað persónu-
gerfi, samúð og skilning snerti.
Eg gat ekki séð galla hennar,
ófullkomleika né ósamræmi. Það
að hún var gift kona og var svo
mikið á mínum vegum, þrátt
fyrir það, afsakaði eg vegna
heimilislífs hennar og á þann
hátt, lagði eg allar sakir á mann-
inn hennar. Mér fanst það sjálf-
sagt, að við mundum geta lifað
hamingjusamlega saman ef hún
gæti fengið skilnað við manninn
sinn.
“Eg ætla að flytja frá þessari
borg,” sagði eg og gekk um gólf.
Eg sá að hún hálf reis upp í
legubekknum.
“Hvað áttu við?” heyrði eg að
hún sagði undrandi.
“Eg á við það, að eg ætla að
flytja héðan til annarar borgar.”
Eg nam staðar fyrir framan hana.
“Og — eg ætla að taka þig með
mér.”
Nú varð hún alvarleg. Það var
jafnvel hræðslusvipur í andliti
hennar.
Eg hélt áfram: “Þú ert kona
eins vinar míns, og — eg elska
þig. Þetta er valveg óþolandi á-
stand fyrir okkur bæði.”
Það varð löng þögn í herberg-
inu. Eg sá að hún starði á mig
eins og hún -væri að bíða eftir
því, að eg segði eitthvað meira.
En eg sagði ekkert meira. Svo
benti hún mér til sætis við hlið-
ina á sér.
“Nei, — þú mátt ekki fara
héðan. Eg get ekki hugsað til
þess, að þú farir héðan. Eg get
ekki farið með þér.”
“Eg veit það, að þú getur ekki
farið með mér nú sem stendur;
þú verður fyrst að skilja við
manninn þinn löglega. Svo verð-
ur þú að koma til mín og gleyma
því liðna, og lifa með mér fyrir
framtíðina.”
Það varð þögn aftur. Svo sagði
hún:
“Mér hefir aldrei komið slíkt
til hugar.”
Þó að þikjan á byggingunni
hefði fallið yfir mig á þessari
stundu, hefði eg ekki getað orðið
meira utan við mig. Henni hafði
aldrei komið slíkt til hugar. Þetta
atriði hafði þó verið efst í huga
mínum um langan tíma. Það
hafði haldið mér vakandi á næt-
urnar og eg var farinn að telja
sjálfum mér trú um það, að
skilnaður þeirra hjóna væri ó-
hj ákvæmilegur.
“En hvernig á eg að skilja þig,”
spurði eg ráðleysislega. Við erum
daglega saman, og á kvöldin et-
um við á matsöluhúsunum. Þetta
hlýtur að leiða til óhróðurssagna
og mun bráðlega komast til eyrna
mannsins þíns.”
Hún hló.
“Ó, Mr. José lætur sér standa
á sama um slíkt.”
“Nei, maðurinn þinn er af-
brýðissamur,” sagði eg.
“Ertu hræddur við hann. Eg
er ekki hrædd.”
“Auðvitað ekki, — en þessar
ástæður eru mér ekki geðfeldar.”
“Ó, þú ert um of viðkvæmur.
Maðurinn minn hefir sínar eigin
vinstúlkur og eg kýs mér mína
eigin leikbræður.”
Mér var farið að renna í skap.
Svo eg var þá aðeins leikbráðir
hennar. Það var alt og sumt. Eg
sagði því með talsverðum hita.
“Eg er ekki viss um að mig
langi til að vera einn af félögum
Mr. Kohne’s. Mér skilst það, að
Verum samtaka um stuðning við allar líknarstofnanir
hverju nafni, sem þær nefnast, og látum ekki undir
höfuð leggjast, að kaupa stríðssparnaðar skírteini,
DREWRYS
LIMITED
Jóhann Briem, listmálari:
' <*
Liálirnar og þjóðin
Island er ólíkt öðrum löndum
og íslendingar ólíkir öðrum þjóð-
um. Því er það ekki að undra,
þótt listir þeirra hafi sérstakan
svip. Þótt íslenzkir listamenn
virðist ólíkir hver öðrum við
fyrstu sýn, kemur skyldleikinn
glöggt í ljós, ef erlend list er
tekin til samanburðar. Þegar
hópar íslenzkra listamanna hafa
tekið þátt í almennum sýning-
u,m erlendis, verða hin sam-
eiginlegu einkenni skýrari og hin
ólíkustu verða alt í einu skyld.
Það er ekki hið íslenzka um-
hverfi, sem einkennir verkin,
heldur hin íslenzka skapgerð —
ekki val verkefnanna, heldur
meðferð þeirra.
Yfir allri heildinni hvílir þung
ur alvarlegur svipur. Verkin
bera vitni um ástundun og þraut
seigju listamannanna, en jafn-
framt um erfiði þeirra. íslenzk
málaralist er ekki hrífandi við
fyrstu sýn, en hún vinnur við
kynningu. Þar er engin yfirborðs
leg leikni, en því meiri festa í
skapgerð.
hann sé einn af leikbræðrum þín-
um?”
Glamparnir í augunum á henni
lýstu niðurbældum tilfinningum,
en hún sagði stríðnislega.
“Kohne er leikbróðir minn. Fá-
ir þekkja hann eins og hann er
í raun og veru. Hann er allra
besti félagi.”
“Morðingi og þrælmenni,”
sagði eg hálfhátt, sárreiður við
hana vegna léttlyndis hennar.
Það varð löng þögn og eg var
með sjálfum mér, að sætta mig
við það, að taka upp þessa nýju
köllun mína sem leikbróðir henn-
ar. Það gæti að líkindum leitt
til þess, að eg gæti varðveitt
hana frá félagsskap við Mr.
Kohne. Svo tók eg hendi henn-
ar og dró hana að mér.
“Jæja, systir, eg skal reyna að
verða þér góður bróðir,” sagði
eg-
Hún veitti mér enga mót-
spyrnu, en — eg kysti hana á
ennið. Hún hallaði sér upp að
mér með lokuð augun um leið
og hún kastaði höfðinu dálítið
aftur á bak, eins og að hún væri
í raun og veru að bíða eftir fleiri
kossum og varir hennar dróust
saman eins og að hún byggist
við því að eg kysti hana á munn-
inn. Eg starði á þetta fagra við-
kvæmislega andlit hennar en eg
kysti hana ekki aftur. Svo hálf
opnaði hún augun og í hinum
hálfopnu augum hennar, þóttist
eg geta lesið um alla drauma
veraldarinnar. En þegar eg kysti
hana ekki, opnaði hún augun til
fulls, strauk hendinni yfir hárið
á sér, losaði sig úr armlögum
mínum og stóð upp. Svo gekk
hún út að glugganum og starði
út yfir ljósadýrð borgarinnar, en
eg studdi olnboganum mínum á
kné mér og hallaði höfði í lófa
mínum; eg vissi að eg átti í
stríði við sjálfan mig og að eg
mundi tapa. Þar að auki var mér
það ljóst að eg var í stríði við
alt og alla, og eg hafði tilfinn-
ingu um það, að sigurlaunin voru
alveg óákveðin.
En svo heyrði eg að hún kom
til baka. Eg heyrði hið snarpa
hljóð af skónum, sem hún hafði
á vinstri fætinum og hið daufa
dropahljóð af hægri fæti hennar
sem var ennþá skólaus. Eitt tvö,
eitt tvö, eitt tvö, og nú vissi eg
að hún hafði numið staðar fyrir
framan mig. Það varð löng þögn.
Svo fann eg fingurnar á henni
líða í gegnum hárið á mér og
strax á eftir vissi eg að hún var
á hnjánum fyrir framan mig.
Hún lyfti höfði mínu og um
leið hvíslaði hún lágt í eyrað á
mér:
“Nei, eg vil ekki vera systir
þín. Eg elska miðnætursólskins-
draumana þína og eg elska þig
vegna þeirra.”
Frh.
Það er fróðlegt að skoða mynd-
ir af íslenzku landslagi, sem er-
lendir menn hafa málað. Svipur
landsins verður alt í einu annar-
legur og framandi, jafnvel þótt
listamaðurinn hafi fylgt fyrir-
myndinni nákvæmlega. Þing-
vallamyndin í Alþingishúsinu er
ýkjalaus eftirmynd af náttúr-
unni. Steinarnir í Flosagjá, vatn-
ið og> Hengillinn í baksýn ,alt
er eins og 'það á að vera. En
samt er landslagið fjarlægt.
Enginn Islendingur hefir nokk-
urtíma séð Þingvöll í þessu ljósi.
í þessu sambandi er gaman að
minnast á ummæli Bryce lávarð-
ar um íslenzkt landslag, en hann
ferðaðist hér á landi árið 1872.
Honum farast orð á þessa leið:
“Tré sjást hvergi, og það er auð-
velt að hugsa sér, hve það gerir
landið kuldalegt og tilbreyting-
arlaust. Og það er eins óhæft
fyrir landslagsmálara og stórt
land getur framast verið. Þar
er engin nærsýn, og þar sem
landslagið er fallegt, er það fjar-
lægt og víðáttumikið. Þar eru
engir skemmtilegir smáfossar né
skógargil — en það er yndi lands-
lagsmálaranna — engar blóma-
brekkur með lækjum og hvergi
grá björk og stórgrýti, kafið í
burkna og skógarkjarri. Alt þetta
vantar — alt sem gefur landi hlýj
an og mildan svip. Berar auðnir
og mýrarflákar með smáholtum,
straumharðar ár, fell og ásar í
baksýn, stundum hvít af snjó,
stundum kolsvört. — Þannig lít-
ur íslenzkt landslag út.”
Lýsing höfundarins á landinu
er áreiðanlega sönn í aðalatrið-
um, en ályktun hans er ekkert
annað en það, að það er ekki
hægt að mála enska landlags-
mynd á Islandi.
íslenzkir listamenn hafa skilið
það til fulls, að þeir geta að
litlu leyti stuðst við listir annara
þjóða, er þeir mála sitt eigið
land.
Hver sú þjóð, sem megnar að
skapa sjálfstæða list, hefir lagt
sinn skerf til menningar heims-
ins. Og hið andlega sjálfstæði
hverrar þjóðar byggist að mestu
leyti á listum hennar og bók-
mentum. Þess vegna hafa íslend-
ingar meiri þörf fyrir skáld og
listamenn en nokkur önnur þjóð.
Sjálfstæðisbaráttu okkar er ekki
lokið, heldur mun hún standa
jafn lengi og íslenzka þjóðin lif-
ir, og hin andlega menning verð-
ur alltaf sterkasti þátturinn í
þeirri baráttu, eins og hún hefir
verið til þessa. Án hennar hefð-
um við glatað þjóðernistilfinn-
ingu okkar fyrir löngu. Þótt
reynslan sýni, að samvinna við
aðrar þjóðfr geti verið æskileg,
þegar um verklegar framkvæmd-
ir er að ræða, megum við ekki
gleyma því, að hin andlegu verð-
mæti verðum við að skapa sjálfir
og hjálparlaust. Forfeður okkar
höfðu Vestmenn til að piægja
akra sína, og við höfum leitað
til verkfræðinga af annari þjóð,
til að reisa mannvirki, en skáld
og listamenn getum við aldrei
flutt inn frá útlöndum.
Sjálfstæði hinnar íslenzku þjóð
ar í framtíðinni, er undir því
komið, hve mikla rækt hún legg-
ur við bókmenntir sínar og list-
ir. Og samt verðum við innan
fárra daga meðlimir eina lýð-
veldisins í heiminum, sem hvorki
á listasafn né listaskóla. En
auknu sjálfstæði fylgir aukin
ábyrgð — ábyrgð gagnvart þjóð-
félagsborgurunum sjálfum.
Það er skylda okkar allra að
efla íslenzkar listir, því að fram-
tíð listanna er framtíð landsins.
Lesbók.
Tveir kunningjar mætast á
götu.
— Nei, hvað þú ert í fallegum
frakka.
— Já, og eg skal segja þér, að
eg hefi komist yfir hann á ein-
kennilegan hátt.
— Fanstu hann?
— Nei, nei.
— Fékstu hann lánaðan?
— Nei, ekki heldur.
— Hefurðu þá stolið honum.
— Nei, eg keypti hann og borg-
aði hann út í hönd.
Einn hinna
a/S skoða i
mikilvccgustu parta í sprengjuflugvél, sem verið er
X-geislum til þess að útiloka hugsanlegar veilur.
í MÖRGUM verksmiðjum, sem framleiða
1 flugvélar og skip, og annan umfangs-
mikinn stríðsútbúnað, er hinni fágætu orku
X-geislanna beint til rannsókna á málm-
stykkjum. Sami X-geislinn, sem orsakaði
gerbreytingu á sviði læknavísindanna, er
nú notaður í þágu framleiðslunnar.
Nýtízku hervélar, eru að mestu samsettar af
málmstykkjum, sem verið hafa steypt (lög-
uð úr bræddum málmi) og soðin saman.
Þessi stykki þurfa að vera heilsteypt og
sterk.
Notkun X-geisla veitir tækifæri til ná-
kvæmni á innri byggingu stálstykkja, alu-
minum og annara málmefna, sem mjög
eru í notkun. Þessir gegnlýsandi X-geislar
leiða í ljós hvers konar huldar veilur. Með
slíkri aðferð má fljótt koma auga á gallað
efni og útiloka það í byrjun framleiðsl-
unnar. X-geisla rannsókn tryggir það, að
hermenn vorir fái einungis fyrsta flokks
vélar til afnota.
Að tilstuðlan Plastics Deildarinnar, hefir
C-I-L veitt Canada aðgang að mikilvægum
hlunnindum á sviði rannsóknanna — rann-
sóknum, sem Du Pont vísindamenn hafa
haldið uppi. Almenningur fær aðgang að
ábyggilegum Du Pont öryggis X-geisla
kvikmyndum í þágu iðnaðarins, engu síð-
ur en til afnota við lækningar og tannað-
gerðir, sem X-geisla kvikmyndameistarar
veita aðgang að frá strönd til strandar.
X-geisla kvikmyndir fyrir iðnað-
inn. ásamt notkun þeirra við lækn-
ingar, eru ein sönnun þess enn
hvernig Iðnaðarefnavisindin vinna
í ’þágu Canada jafnt á stríðs sem
friðartímum.
CANADIAN INDUSTRIES LIMITED