Lögberg - 17.08.1944, Blaðsíða 1
PHONES 86 311
Seven Lines
iot
A v*S-
\VC*\
C°T'
.-’SS'-
, Dr»^>
Dry Cleaning
and Laundry
PHONES 86 311 ^
Seven Lines .
*SéS$s£ss’
1 Service
Qot* **■ and
Saiisfaciion
57. ÁRGANGUR
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. ÁGÚST, 1944
NÚMER 32
TUTTUGU OG FIMM ARA FORUSTUAFMÆLI
Þann 7. þ. m., voru liðin 25 ár
frá þeim tíma, er núverandi for-
sætisráðherra, Rt. Hon. W. L.
Mackenzie King, tókst á hendur
forustu Liberalflokksins í þessu
landi og varð eftirmaður Sir
Wilfrid Lauriers. I harðri sam-
keppni við George S. Fielding
fyrrum fjármálaráðherra Laurier
stjórnarinnar, gekk Mr. King
sigrandi af hólmi á flokksþing-
inu í Ottawa þann 7. ágúst 1919,
einkum og sér í lagi fyrir harð-
snúinn atbeina ýmissa fulltrúa
að vestan. Tveir íslendingar
sóttu flokksþing þetta, þeir Dr.
Sig. Júl. Jóhannesson og Ás-
mundur P. Loftson, er síðar varð
fylkisþingmaður í Saskatchewan
fylgdu þeir báðir Mr. King ein-
dregið að málum.
Mr. King varð verkamálaráð-
herra í ráðuneyti Sir Wilfrid
Lauriers, og var þá aðeins 27 ára
að aldri; hann hefir gegnt for-
sætisráðherraembætti í seytján
ár, og sett með því met.
Þótt Mr. King hafi vitanlega
sætt annað veifið allbiturri and-
spyrnu á hinum langa stjórn-
málaferli sínum, kemur þó sam-
verkamönnum hans yfir höfuð
saman Um það, að hann sé vask-
ur maður og batnandi með vax-
andi áhrif á rás heimsviðburð-
anna.
Foringjar allra þingflokkanna,
færðu Mr. King hamingjuóskir
í tilefni af aldarfjórðungs for-
ustuafmælinu, og Rev. Hansell,
Social Credit þingmaður frá Mac
Leod, Alberta, komst meðal ann-
ars þannig að orði:
“Eg vona að háttvirtir þing-
menn skilji það ekki á þann veg,
Rt. Hon. W. L. Mackenzie King
SAMBANDSÞING FRESTAR
FUNDUM TIL
31. JANÚAR 1945
Síðastl. mánudagskvöld frest-
aði sambandsþing fundum sín-
um til 31. janúar 1945. Mikil-
vægustu laganýmælin, sem þing-
ið að þessu sinni afgreiddi, verð-
ur að telja lögin, um styrk til
barnauppeldis, lög um ákvæðis-
verð búnaðarafurða og fiskfram-
leiðslu, lög um stórfenglega fjár-
veitingu til húsagerðar um þvert
og endilangt landið, ásamt lög-
um um stofnun iðnaðarbanka.
Ennfremur lög um það, að greiða
hermönnum, sem leystir hafa
verið úr herþjónustu, $100 til
fatakaupa í stað $65, sem áður
var talið fullnægjandi.
Samvinna milli þingflokkanna
var yfir höfuð að tala hin ákjós-
anlegasta.
AFSPYRNU OFVIÐRI
VELDUR GEYSITJÓNI
Á aðfaranótt miðvikudagsins í
vikunni sem leið, geisaði af-
spyrnuveður víðsvegar í Vestur-
Canada, er olli geisitjóni; ramm-
ast kvað þó að þessum hamförum
í Saskatchewan-fylkinu, þar sem
heilt þorp, Kamsack, fauk út í
veður og vind svo þar stóð naum-
ast steinn yfir steini; íbúar þorps-
ins, nálega tvö þúsund manns,
urðu svo að segja allir húsviltir,
ein ung stúlka lét lífið af völdum
fárviðrisins, en eignatjón nemur
því næst tveim miljónum dala.
Stjórnin í Saskatchewan hefir
þegar veitt $50,000 til aðstoðar
þessu bágstadda fólki, auk þess
sem sambandsstjórn hefir gefið
til kynna, að hún muni einnig
hlaupa undir bagga.
Sameinuðu þjóðirnar hefja
stórkostlega innrás á
Suður-Frakkland
Nokkru fyrir dagmál á þriðju-
daginn, hófu sameinuðu þjóðirn-
ar innrás mikla á Suður-Frakk-
land, að undangengnum þrálátum
sprengjuárásum úr lofti, er auð-
sjáanlega höfðu sorfið mjög að
strandvörnum Þjóðverja á inn-
rásarsvæðinu, því að því er
fréttariturum segist fr£, létu
strandvarnabyssur þeirra tiltölu-
lega lítið á sér bera; svo vel og
vandlega hafði innrásin verið
skipulögð, að innan tveggja
klukkustunda frá því er hún
hófst, höfðu foringjar hinna sam-
einuðu herja komið meginliðinu
á land; fyrst voru það öflugar
fylkingar fallhlífarhermanna,
sem lentu, en í kjölfar þeirra
sigldi brátt fótgöngu- og stór-
skotalið.
í innrásinni tóku þátt Bretar,
Bandaríkjamenn, Frakkar, Pól-
verjar, og eitthvað af belgiskum
hermönnum.
Staðhæft er, að um átta hundr-
uð skip hafi tekið þátt í innrás-
inni, þar á meðal ýmis stórorustu-
skip, ásamt sægs mikils af her-
snekkjum, mismunandi stærða.
að eg hafi skilyrðislaust gengið
Liberalflokknum á hönd, þó eg
lýsi yfir þeirri skoðun minni, að
æskilegt sé að Mr. King verð1
maðurinn, er fyrir Canada höndi,
mæti á næsta friðarþingi.”
Kveðjur frá íslandi
íslendinga í
Reykjavík, 27. júlí 1944.
Herra próf. Richard Beck,
forseti Þjóðræknisfélagsins.
Ungmennafélag íslands óskar
eftir að mega gefa Þjóðræknis-
félaginu kertastjaka, sem því
yrði sendur síðar, gerðan af
Ríkarði Jónssyni, til minningar
um komu þína á lýðveldishátíð-
ina 17. júní og sem lítinn vin-
áttuvott fyrir þau bönd, sem þú
hefir treyst milli íslendinga aust-
an hafs og vestan, með glæsi-
legri framkomu þinni á héraðs-
mótum ungmennafélaga og öðr-
um mannfagnaði víðsvegar um
landið nú. í sumar.
Jafnframt votta íslenzk ung-
mennafélög Þjóðræknisfélaginu
þakkir fyrir 25 ára gifturíkt þjóð-
ræknisstarf og árna því allra
heilla og blessunar í framtíðinni.
Með innilegum kveðjum.
F. h. stjórnar Ungmennafélags
íslands.
Daníel Ágústínusson.
ritari.
•
Reykjavík, 1. júlí 1944.
Herra próf. dr. Richard Beck:
Stjórn Sambands íslenzkra
barnakennara hefir þá ánægju að
tilkynna yður, herra prófessor, að
eftirfarandi ályktun var sam-
þykkt með lófataki á 8. fulltrúa-
þingi Sambands íslenzkra barna-
kennara, sem háð var í Reykja-
vík 20.—23. júní s. 1.:
til Þjóðræknisfélags
Vesturheimi
“Um leið og 8. fulltrúaþing
Sambands íslenzkra barnakenn-
ara þakkar þá sæmd, er Rinn
glæsilegi fulltrúi Vestur-íslend-
inga, prófessor dr. Richard Beck,
hefir sýnt þinginu með komu
sinni, ályktar þingið að biðja
hann að koma á framfæri eftir-
farandi kveðju:
Fyrsta fulltrúaþing íslenzkra
barnakennara í hinu nýja ís-
lenzka lýðveldi sendir Þjóðrækn-
isfélagi Islendinga í Vesturheimi
bróðurkveðju með þökk fyrir hið
aðdáunarverða starf þess í þágu
íslenzkrar menningar á liðnum
áratugum og óskir um heillaríka
framtíð, í þeirri von, að bræðra-
böndin milli Islendinganna í stór-
veldunum vestan hafsins og hinu
unga lýðveldi austan þess megi
styrkjast og eflast til blessunar
íslenzkri menningu.”'
Með mikilli virðirtgu
F. h. stjórnar Sambands ís-
lenzkra barnakennara.
Ingimar Jóhannsson,
formaður.
Guðm. I. Guðjónsson,
ritari.
STAKA,
kveðin í tilefni af komu próf.
dr. Richards Beck á kennaraþing
1944:
Finnið æ um Atlantssjá
ylinn héðan streyma.
Berðu kæra kveðju frá
kennurunum heima.
Kristján Sigurðsson, kennai,
Brúsastöðum í Vatnsdal.
GUÐMUNDUR FIilDJÓNSSON
SKÁLD
Meðal þeirra frétta, er Dr.
Richard Beck, nýkominn af is-
landi lét Lögbergi í té, var sú
um lát Guðmundar skálds Frið-
jónssonar á Sandi í Þingeyjar-
þinigi, eins hins sérstæðasta og
mikilvirkasta rithöfundar í sam-
tíð vorri; um dánardægur hans
er oss eigi kunnugt, þótt dauða
skáldsins hafi eftir óljósum
fregnum að dæma borið að
seinni part júní mánaðar. Guð-
mundur skáld mun verið hafa
freklega 75 ára að aldri.
Guðmundur Friðjónsson var
afar merkilegt ljóðskáld, og sem
erfiljóðaskáld mun hann hafa
nálgast Bjarna Thorarinsen; næg
ir í því efni að vitna í minning-
arljóð hans um Björn Jónsson
og Hannes Hafstein; hann reit og
margt smásagna, sem eiga munu
langt líf fyrir höndum, svo sem
“Gamla heyið”.
1 ritgerðaformi skrifaði Guð-
mundur Friðjónssort í raun og
veru um alla skapaða hluti milli
himins og jarðar, og ávalt og
alstaðar voru ritsmíðar hans mót
aðar fágætum stílþrótti og aðals-
svip íslenzkrar tungu; hann var
goðorðsmaður í ríki hinnar ís-
lenzku ritlistar.
RÚSSAR LÁTA" UNDAN SÍGA
Samkvæmt síðustu fregnum,
hafa Rússar orðið að láta undan
síga fyrir Þjóðverjum bæði á
víglínunni umhverfis Varsjá, og
eins í Estoníu; gerðu Þjóðverjar
grimmilegar árásir á þessum víg-
stöðvum.
Herstjórn sameinuðu þjóðanna
hefir enn eigi látið neitt ákveðið
uppi um lendingarstaði á Suður-
Frakklandi, þó Berlínarútvarpið
flytti þá fregn þegar á þriðju-
dagsmorgunin, að meginherirnir
hefðu lent við Bormes, sem ligg-
ur um 25 mílur í austur frá
hafnarborginni Toulon. Sam-
tímis létu hernaðarvöld Nazista
þess getið, að þau hefðu skipað
svo fyrir, að láta flytja fólk alt
burt úr Marseille, sem er önnur
stærsta borg Frakklands, annað
en' það, sem óumflýjanlegt yrði
að í borginni dveldi fyrst um sinn
af hernaðarlegum ástæðum.
Gen. Sir Henry Maitland Wil-
son, flotamálaforingi Breta á
Miðjarðarhafinu, átti vafalaust
sinn drjúga þátt í því, hve greið-
lega hernum auðnaðist að lenda.
Frumtilgangur innrásarinnar á
Suður-Frakkland virðist vera sá,
að ná eins fljótt og auðið má
verða hernaðarlegu sambandi við
herjina í Normandy, sem sýnast
vera á óstöðvandi sigurför til
Parísar.
Snörp sjóorusta
í síðustu viku skýrðu Winni-
peg blöðin Free Press og Tribune
frá því að þann 7. júlí hefði verið
háð stórkostleg sjóorusta fram
undan Brest-skaganum á Frakk-
landi, sem ennþá er í höndum
Þjóðverja. Fjögur kanadisk her-
skip voru á ferð rétt hjá landi.
Var þeim gefið merki frá þýzk-
um skipum er álitu að þau væru
einnig tilheyrandi Þjóðverjum.
Hófst þá hin grimmasta orusta.
Kanadisku skipin fjögur, Qu’-
Apelle, Saskatchewan, Skeena
og Restigouche voru svo nærri
landi, að þau voru í skotfæri við
fallbyssur óvinanna á ströndinni,
hinumegin dundu skotin frá fjór-
um þýzkum togurum, sem er á-
litið að væru á leið út á haf með
flota af neðansjávarbátum í togi.
Það var niðamyrkur og stórsjór.
Bardaginn stóð yfir í 50 mínútur,
hafði þá þrem af óvinaskipunum
verið sökt, eitt lagði á flótta.
Ómögulegt var að bjarga neinum
af skipshöfn þeirra fyrir ósjó.
Kanadisku skipin voru lítið
skemd, 27 menn særðust, 2 féllu.
Þetta er í fyrsta sinn sem sjó-
orusta hefir verið háð á milli
óvinanna og kanadiska sjóhers-
ins, í öllum öðrum tilfellum hafa
einhver brezk skip tekið þátt
með kanadisku skipunum.
Skipið, sem harðast var leikið
H.M.C.S. Saskatchewan er nú
komið til þessa lands og hinir
fræknu liðsmenn eru á leið heim
til ástvina sinna til að njóta verð-
skuldaðrar hvíldar. Meðal þeirra
sem nafngreindir eru, eru tveir
íslendingar, Lincoln Sveinsson
frá Winnipeg og Karl Jóhann
Ólafsson, sonur séra Sigurðar
Ólafssonar og konu hans í Sel-
kirk.
FRAMI ÍSLENSKS
NÁMSMANNS VESTRA
Fregnir hafa borist um það
að vestan, að ungur íslending-
ur, Ágúst Sveinbjörnsson, hafi
lokið Bachelor of Science prófi
í efnafræði við háskólann í Wis-
counsin með miklu lofi.
Háskólinn hefir veitt honum
800 dollara viðurkenningarstyrk,
og mun hann nú lesa við skól-
ann undir Master of Science
próf.
Á£úst er frá Kothúsum í
Garði, sonur Sveinbjarnar
Árnasonar skólastjóra.
TENGDADÓTTIR
ROOSEVELTS VILL FA
SKILNAÐ
Forth Worth Texas: — Frú
Ruth, Goggins Roosevelt höfð-
aði í dag hjónaskilnaðarmál á
hendur manni sínum, Elliott
Roosevelt ofujrsta, syni Roose-
velts forseta. Kvað hún hann
ruddalegan og ráðríkan. Hjón-
in skildu að borði og sæng í
október s. 1. — Ruter.
Guðfinna frá Hömrum:
HIÐ GULLNA AUGNABLIK
Þú vissir það ei, þig gisti í gær
hið gullna augnablik.
Frá tímanna djúpi bylgja barst
að brjósti þér ljós og hvik.
En sjón þín var haldin og heyrnin með
við hversdagsins önn og ryk.
Það örlögum réð, að sál þín svaf,
er sótti þig heim sú stund,
því aldan, er faldar geislum guðs
um gæfunnar bláu sund,
hún hnígur aðeins eitt einasta sinn
á ævi þinnar fund.
í morgun vaknaði vera þín
í vitund um hjartans töp,
því nóttin átti sér engan draum
en ótal stjarna hrÖp.
Þá fannst þér auðlegð, sem önnin gaf,
vera illra norna sköp.
Með þögulum trega telurðu nú
hve'rt tímans bylgjuslag.
Nú stillir ei himinn hörpu meir
við hafsins undralag.
Það augnablik, sem var gullið í gær,
er grátt eins og vofa í dag.
Eg hvíslaði óði í eyra þér
um æskunnar týndu sýn.
En ljóð mitt á framar engin orð
og engan tón, sem skín.
Þú vissir það ei: Þetta augnablik
var eilífðin mín og þín.
Samvinnan