Lögberg - 17.08.1944, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. ÁGÚST, 1944
3
Eiginkona Neró Rómverjakeisara
EFTIR F. MATANIA
Flestir munu hafa lesið um hinn illræmda Rómverjakeisara
Neró, sem sumar sagnir segja, að hafi látið kveikja í Rómaborg,
en færri munu hafa heyrt getið um hina illrœmdu Poppeu Sabinu,
sem síðar varð kona hans og átti raunverulega sök á mörgum
verstu glæpaverkum Nerós. í eftirfarandi grein er lauslega skýrt
frá æfiferli of afrekum konu þessarar.
Margar orustur hafa verið
háðar og unnar með kvenlega
fegurð að vopni. Geymir sagan
mörg dæmi slíkra viðureigna.
Ein þessara frásagna, sem líkist
mjög harmleikjum Shake-
speare, er um tilraunir Poppeu
Sabinu til þess að verða drotn-
ing alls heimsins.
Skaparinn hafði veitt henni
þrjár glæsilegar gjafir — frábæra
fegurð, miklar gáfur og stórkost-
leg auðæfi. Móðir hennar var
fegurst allra kvenna í Róm og
hinn stórkostlegi munaður á
heimili hennar líktist mest frá-
sögnum æfintýranna.
Leikföngin, sem hin unga
Poppea fékk mest dálæti á, voru
skrautleg klæði og dýrar snyrti-
vörur og ilmvötn.
Hún var enn barn að aldri,
þegar afreksverk Messalinu
tóku að vekja furðu heimsins
og hafa áhrif á æsku þeirra tíma.
Æskan er ætíð hneigð til að dást
að dirfsku og hugrekki, jafnvel
þótt því sé beitt til ills, og það
var því ekki nema eðlilegt, að
ungar stúlkur, sem þegar voru
spiltar orðnar af of miklu mun-
aðarlífi, sykkju enn lengra niður
í lauslæti og hneykslanlegt líf-
erni.
Úr hópi fjölmargra aðdáenda
valdi Poppea Rufius Crispinus,
*höfuðsmann prætoranna, sem
eiginmann, sinn. Hann bar eld-
heita ást í brjósti til hennar, en
hún sinti honum aftur á móti
ekki meir en ítrasta nauðsyn
krafði og var ætíð reiðubúin til
þess að hlýða á tilbeiðslu annara
áþrifamanna. Það var augljós-
lega hennar skilningur á hjú-
skapnum, að ástin væri þar auka
atriði. Árum saman kvaldist
Rufius af afbrýðissemi, en vegna
stöðu.sinnar varð hann að láta
sér lynda að konu hans væri af
öðrum karlmönnum gefnar stór-
kostlegar gjafir. En alt þetta var
þó ekki nema aðeins upphaf
þeirra örlaga, sem biðu hans —
aðeins af því að hann var eigin-
maður Poppeu Sabinu.
Metorðagirni hennar
var ægileg.
Meðal þeirra aðdáenda, sem
hún hafði dálæti á, var maður
að nafni Otho Salvius og var
einkavinur sjálfs keisarans. Sem
félagi hins nítján ára gamla
Neró, varð hann að fylgjast með
honum í hinar stórkostlegu og
óhóflegu veislur, sem haldnar
voru bæði í höllinni og annars-
staðar.
Otho fékk ást á Poppeu, sem
út af fyrir sig var ekkert merki-
legt, en hann gekk það lengra
en hinir aðdáendur hennar, að
hann vildi ganga að eiga hana.
Það var ekki neitt smáræðis
ætlunarverk að hyggjast fá
Rufius til þess að fallast á
skilnað, en þótt slík fyrirætlun
hefði verið með öllu ófram-
kvæmanleg fyrir óbrotinn sena-
tor eða ræðismann, var hún á
engan hátt áframkvæmanleg
fyrir mann, sem naut hylli keis-
arans.
Hugsanlegt er, að Rufiusi
hefði hepnast að halda í konu
sína, ef Poppea hefði ekki gefið
Otho undir fótinn, en það gerði
hún. Hún virtist engu láta sig
varða litla soninn þeirra, sem
Rufius var svo hreykinn af.
Hún hafði með algeru tilfinn-
ingarleysi lagt mann sinn Rufius
og Otho á metaskálarnar og
fundið, að sá síðarnefndi vóg
meira.
Eftir að hún giftist Otho varð
einkennileg breyting á lifnað-
arháttum hennar. Hún var mjög
treg til þess að koma opinber-
lega fram í fyrri viðhafnar-
skrúða sínum. Fékst hún sjald-
an til þess að fara út úr höll
sinni, og var hún þá klædd
skykkju með löngum erinum
og bar slæðu líkt og Austur-
landakonur. Á ökuferðum sín-
um um stræti Rómaborgar lét
hún einnig sem minst á sér
bera.
Öll þessi dul varð til þess, að
allra augu beindust að þessari
leyndardómsfullu konu, þegar
hún kom á mannamót. Heima
fyrir var hún samt jafnskraut-
leg og áður í veislum sínum.
Neró var einnig kvæntur.
Þegar hann var seytján ára að
aldri, hugðist móðir hans,
Agrippina, tryggja hann enn
betur í sessi með því að láta
hann ganga að eiga hina ungu
Octaviu, dóttur Claudiusar keis-
ara. Var hún bæði hógvær, lít-
illát og elskuleg og hæfði því
alls ekki jafn ófyrirleitnum
þorpara og Neró. Neró sýndi
henni heldur enga astúð, heldur
beindi allri, athygli sinni að
Acte, sem hafði verið flutt sem
ambátt frá Litlu Asíu til Róm-
ar og gefið þar frelsi. Ást Nerós
á þessari grísku fegurðardís
komst á það hátt stig, að hann
lét af drykkjuveizlum sínum
og orðrómur gekk um það, að
hann hefði í hyggju að ganga
að eiga hana. Þessi orðrómur
um það, að setja ætti gríska
ambátt í hásætið í Róm, varð
til þess, að einhverjum var boð-
ið að “uppgötva” það, að kon-
ungablóð rynni í æðum henn-
ar, og væri hún dóttir Attulus-
ar konungs.
Agrippina varð skelfingu lost-
in við þessi tíðindi og almenn-
ingsálitið studdi hana. En til
framkvæmdanna kom aldrei,
því að fingur örlaganna beind-
ust nú að stórkosflegasta þætt-
inum í sögu Claudiusarættar-
innar.
Neró fellur fyrir fegurð
Poppeu.
Af einhverjum ástæðum lét
Otho aldrei nokkurt tækifæri ó-
notað til þess að hæla konu sinni
á hvert reipi í nærveru Nerós.
Sá tími hlaut því óhjákvæmilega
að koma, að Neró léti í ljós þá
ósk sína að sjá þessa frábæru
konu.
Þegar hann að lokum leit
hana augum, varð hann meira
en lítið hrifinn af framkomu
hennar og hegðun. Hún hafði
hulið líkama sinn klæðum jafn-
vel enn betur en óflekkaðar
meyjar voru vanar að gera, og
gat ekki að líta annað af líkama
hennar en andlitið og fagurlega
snyrtar hendurnar.
Neró var með öllu óvanur
slíkri siðvendni og fékk því á-
kafa löngun til þess að kynnast
Poppeu betur. Heimsótti hann
hana því brátt aftur og fékk
þá að sjá hana í allri sinni dýrð.
Varð hann töfraður af yndis-
þokka hennar og gáfum og
geðjaðist því mjög vel að opin-
skárri aðdáun hennar á honum.
Hún vissi mætavel hvernig
hún átti að ná tökum á þessum
ástríðufulla unga manni, og
þegar hann yfirgaf höll hennar,
var hann algerlega á hennar
valdi.
Neró heimsótti hana nokkr-
um sinnum oftar og í hvert
sinn lét Poppea þann djöful-
lega leik sinn, að æsa hann
upp og hrinda honum frá sér
til skiftis. Þóttist hún verða að
hrinda honum frá sér vegna
þess að hún væri trygg eigin-
kona og dyggur þegn Octavíu
keisarainnu. En að minnast á
orðið “skylda” við mann, er
forsmáði alt sem heilagt var,
gat ekki haft önnur áhrií en
þau, að trylla hann enn meir.
Sagnaritarinn Tacitus segir
okkur, að hún hafi gefið honum
þetta svar með tár í augum.
Hún kvaðst ekki geta látið að
óskum hans nema glata um leið
stöðu sinni í þjóðfélaginu,
ástríkum eiginmanni, sem væri
einn af máttarstólpum ríkisins,
auði, hamingju og heimili.
Hvað keisarann sjálfan snerti,
þá gæti hann sem áður leitað
fróunar hjá ambátt sinni og
hlíft Otho við miklum þjáning-
um.
Þetta svar var neistinn, sem
kveikti í bálkestinum.
Agrippina reynir að koma
vitinu fyrir son sinn.
Agrippina sá, að hér var enn
meiri hætta á ferðum en með
Acte, því að Poppea myndi
aldrei láta sér nægja það að
vera hjákona keisárans. Hún
ákvað því að spyrna við fótum
og heimtaði viðtal við son sinn.
Það samtal var einvígi milli
svarinna fjandmanna, þar sem
annar var vopnaður takmarka-
lausu hugrekki en hinn ótak-
mörkuðu valdi.
Síðustu orð hennar voru: —
“Minstu þéss, að eg hefi gefið
þér keisaradæmið”. Gaf hún
með því til kynna, að hún gæti
svift hann því aftur. Neró
skildi hvað hún átti við. Hann
svaraði engu, en í huga hans
myndaðist ógeðsleg fyrirætlun,
sem lauk með móðurmorði.
Hann endurtók heimsóknir
sínar til Poppeu og kom í hvert
skifti aftur en heillaðri en
áður. Otho, sem elskgði konu
sína mjög heitt, skildi nú hví-
líkum þjáningum hann myndi
hafa valdið Rufiusi, sem í ör-
væntingu sinni hafði framið
sjálfsmorð. Otho sá nú sjálfur,
að hann hafði enga möguleika
til þess að halda í konu þá,
sem hann elskaði.
Skap Nerós var orðið svo
ægilegt, að það skelfdi alla, sem
nálægt honum komu. I höllinni
var andrúmsloftið orðið svo
þrungið, að allir vissu, að þetta
hlaut að enda með skelfingu.
Ekki varð heldur langt að
bíða fyrsta höggsins. Otho var
útlægur gerr frá hirðinni og
sviftur öllum opinberum störf-
um. Venjulega var það svo, að
slíkri skipun fylgdi vísbending
um það, að sá, sem hlut átti
að máli, skyldi fremja sjálfs-
morð, eftir að hafa arfleitt keis-
arann að eignum sínum. En
tveir fyrverandi ráðgjafar Ner-
ós, sem ætíð höfðu reynt að
styðja málstað réttlætisins,
björguðu lífi Othos. Töldu þeir
keisarann á að senda hann sem
landstjóra til Lusitaníu.
Það er víst engin nauðsyn að
geta þess, að hann var að sjálf-
sögðu neyddur til að skilja konu
sína eftir.
Næst var Agrippina rekin úr
höllinni og svift öllum sérrétt-
indum sínum. En Poppea var
ekki enn ánægð, því að hún
vildi láta ryðja Agrippinu úr
vegi fyrir fult og alt. Torvald-
lega gekk að fá menn til níð-
ingsverksins, en að lokum var
það Anicetus flotaforingi, sem
afreksverkið vann.
Octavíu rutt úr vegi.
Trylt af þessari velgengni
sinni, sneri Poppea sér nú að
því að ryðja aðalhindruninni,
Octaviu, úr vegi. Undir því yf-
irskini, að hún væri ófrjó, var
hún send í útlegð til Campaníu.
Nokkrum dögum síðar fór
fram konunglegt brúðkaup, og
Poppea varð keisarinna í Róm.
En þótt Octavia væri í útlegð,
naut hún enn hylli þjóðarinnar
og við lá að uppreisn brytist
út. Styttum af Poppeu var varp-
að til jarðar og þær brotnar,
en styttur af Octaviu voru born-
ar um götur borgarinnar, girtar
blómsveigum. Neró neyddist til
að kveðja fyrverandi konu sína
aftur til höfuðborgarinnar og
fólkið heilsaði henni með mikl-
um fögnuði. Með bitrum huga
hlustaði Poppea á trylt fagn-
aðarlæti múgsins, en fólkið
gerði sér litla grein fyrir því,
að með fagnaðarlátum sínum
var það að kveða upp dauða-
dóminn yfir Octaviu.
Svívirðilegt samsæri var gert,
og Octavia var enn send í út-
legð, í þetta sinn til Pandataria
eyjar. Anicetus tók að sér það
hlutverk, að stytta henni aldur,
og hélt hann það loforð sitt.
Eftir að hver svívirðilegi
glæpurinn hafði þannig rekið
annan, reyndi Neró að vinna
sér aftur hylli fólksins með
allskyns leikum og skemtunum,
Sjálfur söng hann opinberlega,
lék í sorgarleikjum og ók vögn-
um í hringleikhúsinu. Vakti
mest af þessu gremju Poppeu,
því að henni fanst slíkur leik-
araskapur ekki samboðinn keis-
ara.
hafði hún safnað nógu fé fyrir
ferð til Vesturheims, því þang-
að stefndi hugur hennar ávalt
frá því hún fór úr foreldrahús-
um.
Árið 1886 kom Katrín til
Winnipeg, aðeins 3 árum eftir
að hún fór úr foreldrahúsum,
sýnist það hafa verið óvanaleg-
ur dugnaður af ungri stúlku að
drífa sig þannig áfram á eigin
spítur. Hún dvaldi aðeins stuttan
tíma í Winnipeg, en fór alla leið
til Utah, U.S.A.
Árið 1893 giftist hún Erlendi
Árnason. Þeim var 7 barna auð-
ið, og lifa nú sex af þeim, fimm
dætur og einn sonur. Nöfn þeirra
eru: Mrs. Soffia Fowler, Wpg.,
Mrs. Kate Johnson, Spanish Fork
Utah, Mrs. Olga Peterson, Port-
land, Ore., Mrs. Ella Larsen, Los
Angeles, Mrs. Cornilia Cameron,
Los Angeles og John Butte,
Montana.
Katrín misti mann sinn 1916,
nokkrum árum síðar giftist hún
Leonard Wilde, en sambúð þeirra
varð mjög stutt þar til hann var
líka kallaður burtu við dauðann.
Katrín sáj. kom til Blaine,
Wash., 1911 og bjó þar til dauða-
dags.
Öll þessi ár, sem Katrín sál.
bjó í Blaine, hefur hún aflað sér
fjölda margra góðra vina, enda
var hún vel látin af öllum, og
hver sem á hana mintist þá var
það með sérstaklegum hlýjum
hug til hennar, hún var góð-
hjörtuð og reyndi að gera gott
af fremsta megni, og hjálpa þeim
sem þess þurftu.
Blessuð sé minning hennar.
S.
Business and Professional Cards
í þeim tilgangi að hefja veg
keisaradæmisins, efndi hún til
veisluhalda og allskonar mun-
aðar, sem nálgaðist algert brjál-
æði og kostaði of fjár. Hún
vildi ekki baða sig í vatni.
Mjólkin ein hæfði húð hennar,
og þá fyrst og fremst ösnu-
mjólk, því að hún var sjaldgæf-
ust. Fimm hundruð ösnur voru
hafðar í þessu skyni einu og
fylgdu þær ætíð með, ef hún
ferðaðist eitthavð. Baðförin
sjálf var stórfengleg athöfn.
Poppea lét sig engu skifta
aðgerðir keisarans í þá átt að
gefa lýðnum skemtanir og taldi
þáð ekki rýra virðingu hans.
Hefir rómverski sagnaritarinn
Dyone Cassius lýst einni slíkri
hátíð — svalli og drykkjuskap
— sem fram fór í fæðingarbæ
keisarans, Anzio. Aftur á móti
var hún mjög mótfallin til-
hneigingum hans að koma per-
sónulega fram á leiksviði.
Dag nokkurn ávítaði hún
hann, eftir eina slíka sýningu.
Þetta tiltæki hennar varð til
þess að trylla svo hið ótamda
skap hans, að hann misþyrmdi
henni alvarlega. Þetta gerðist
skömmu áður en erfingi krún-
unnar átti að fæðast, og var
þessi meðferð mjög örlagarík
bæði fyrir barnið og móður-
ina.
Ein eftir aðra féllu persónur
þesa harmleiks fyrir krafti of-
beldisins. Neró sjálfum var bú-
ið það hlutverk að refsa konu
fyrir glæpsamlega hégóma-
girnd hennar og gera út af við
sitt eigið afkvæmi. Sú eina, sem
lifði af þennan harmleik, var
gríska ambáttin Acte. Hún
reyndist honum trú eftir að
hann hafði mist ríki sitt og var
eltur sem glæpamaður. Einn
dyggan þjón átti hann, sem að-
stoðaði hann við að fremja
sjálfsmorð, sem eftir hans eigin
orðum “svifti heiminn þeim
mesta listamanni, sem nokkru
sinni hafði lifað”. Mbl.
DANARFREGN
17. janúar 1944 lézt á County
Hospital í Blaine, Wash., ekkjan
Katrín Jónsdóttir Wilde, hún var
fædd 4. apríl 1825 á Ormstöðum
á Skarðsströnd á íslandi.
Foreldrar hennar voru þau
hjón Jón Oddson og Jóhanna
Sveinbj örnsdóttir.
Katrín ólst upp hjá foreldrum
sínum þar til hún var 18 ára
gömul, en þá fór hún til Reykja-
víkur og byrjaði að vinna fyrir
sér sjálf. Hún gat þá með sparn-
aði og miklum dugnaði safnað
nokkrum krónum svo eftir frem-
ur stutta dvöl í Reykjavík keypti
hún sér far til Danmerkur og
kaus sér dvalarstað í Kaupmanna
höfn, hún vann þar hvaða vinnu
sem var, og sem hún gat fengið
hún komst fljótt niður í málinu
og vann sig vel áftam, en ekki
var hún ánægð með svo stutt
ferðalag, svo hún tók sig upp
og fór til Englands, náði hún þar
fljótt í vinnu og komst vel áfram.
Eftir rúmt ár eða svo á Englandi,
Phone 49 469
Radio Service Specialists
ELECTRONIC
LABS.
H. THORKELSON, Prop.
The most up-to-date Sound
Equipment System.
130 OSBORNE ST., WINNIPEG
MANITOBA FISHERIES
WINNIPEG, MAN.
T. Bercoviteh, framkv.stj.
Verzla í he'.ldsölu með nýjan og
frosinn fisk.
303 OWENA ST.
Skrifstofusími 25 355
Heimasími 55 463
Blóm slundvíslega afgreidd
THE ROSERY ltd.
Stofnað 1905
427 Portage Ave.
Winnipeg.
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
S. M. Backman, Sec.
Keystone Fisheries
Limited
404 Scott Block
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
EYOLFSON’S DRUG
PARK RIVER, N.D.
Islenzkur lyfsaU
Fðlk getur pantað meðul og
annað með pðsti.
Fljðt afgreiðsla.
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG., WPG.
•
Fasteignasalar. Leigja hús. Út-
vega peningalán og eldsíibyrgð.
bifreiðaábyrgð, o. s. frv.
Phone 26 821
TELEPHONE 96 010
H. J. PALMASON & CO.
Chartered Accovntants
1103 McARTHUR BUILDING
WINNIPEG, CANADA
Legsteinar
sem skara framúr
Orvals blágrýti ,
og Manitoba marmari
SkrifiO eftir verOskrd
GILLIS QUARRIES, LTD.
1400 SFRUCE ST.
Winnipeg, Man.
DR. A. BLONDAL
Physician & Surgeon
602 MEDICAL ARTS BLDG
Sími 22 296
Heimili: 108 Chataway
Slmi 61 023
Frá vini
nniei/ecs
224 Notre Dame-
CANADIAN FISH
PRODUCERS, LTD.
.7 H. Page. Manaplng Director
Wholesale Distributors of
Fresh and Frozen Fish.
311 Chambers St.
Office Phone 86 65l.
Res Phone 73 917.
Office Phone
88 033
Res. Phone
72 409
Dr. L. A. Sigurdson
166 MEDICAL ARTS BLDG.
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appointment
ANDREWS, ANDREWS
THORVALDSON AND
EGGERTSON
LögfrœOlngar
209 Bank of Nova Scotia Bldg.
Portage og Garry St.
Sfmi 98 291
DR. A. V. JOHNSON
Dentist
e
606 SOMERSET BLDG.
Telephone 88 124
Home Telephone 202 398
DRS. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlceknar
•
406 TORONTO GEN. TRCSTS
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St
PHONE 26 545 WINNIPEÖ
A. S. BARDAL
848 SHERBROOK ST.
Selur llkkistur og annast um Ot-
farir. Allur útbflnaður sá bezU.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
Skrifstofu talsiml 86 607
HeimiUs talsiml 501 562
DR. ROBERT BLACK
Sérfrœðingur I eyrna, augna. nef
og háissjúkdðmum
416 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham & Kennedy
Viðtalstimi -- 11 til 1 og 2 tll 5
Skrlfstofu8Ími 22 251
Heimllissimt 401 991
Dr. S. J. Johannasson
215 RUBT STREET
(Beint suður af Banning)
Talstmi 30 877
Viðtalstimi 3—6 e. h.
GUNDRY & PYMORE LTD.
British Quality — Fish Netting
60 VICTORIA STREET
Phone 98 211
Winnipeg
Manager, T. R. THORVALDSON
Your patronage will be
appreciated