Lögberg - 14.09.1944, Blaðsíða 3
3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. SEPTEMBER, 1944
Æfiminning
Árni Björnsson vistmaður a
Betel, andaðist 9. ágúst þetta ár.
Hann gaf hælinu $2.500 í pen-
ingum, er hann réðist þangað, og
starfaði svo við gamalmennahæl-
ið þar til hann tók helstríð það,
er leiddi hann til hinztu hvíld-
ar.
Útför hans var haldin frá
Betel, að viðstöddum öilum
heimilismönnum þar, sem rólfær
ir voru, því þeir söknuðu hans
sárt, eftir hugljúfa sambúð við
hann þessi 3 ár sem hann dvaldi
þar. Tveir virðulegir Lúterskir
prestar sungu sálumessu við út-
för hans, en af því hvorugur
þeirra þekti hann til hlýtar, tók
eg fúslega að mér' að rita æfi-
minningu hans, þau 40 ár sem
við áttum samleið í þessum
heimi.
Foreldrar Árna, Björn Björn-
son og Margrét Guðmundsdóttir
bjuggu við Galtalæk í Biskups-
tungum, og hjá þeim ólst hann
upp til fullorðinsára, fæddur 7.
jan. 1870, til Ameríku*flutti hann
1902, dvaldi 3 ár í Winnipeg, en
flutti svo norður á Bluff við
Manitobavatn, til vina sinna Ingi
mundar og Guðjóns Erlendssón-
ar, sem þá stunduðu þar fiski-
veiðar í stórum stíl, og með þeim
og Ásmundi Freeman vann hann
nokkur ár við fiskiveiðar.
Árið 1910 festi Árni ráð sitt,
og giftist Sigrúnu, ekkju Eyjólfs
Erlendssonar, en misti hana eftir
6 ára sambúð, eftir það bjó hann
með ráðskonu mörg ár, og
græddi vel fé, því hann var bæði
hagsýnn og þrifinn búmaður,
sem blótaði aldrei Bakkus. Árm
eignaðist ekki börn, en reyndist
föðurlega stjúpbörnum sínum og
börnum ráðskonu sinnar, og gaf
þeim mestar eignir sínar.
Nágrannar hans við Reykja-
víkur P.O. héldu honum virðu-
legt kveðjusamsæti þegar hann
afhenti Erlendi stjúpsyni sínum
heimili sitt, og réðist til Betel
sem þá var undir stjórn hinnar
ágætu konu, Ingu Johnson, og
þar undi Árni sér vel, þar til
heilsa hans þraut. Gullúr og
góða keðju gáfu vinir hans hon-
um til minja, sem hann bar til
dánardægurs.
Árni var ætíð glaðvær í skapi,
og góður drengur í orðs þess
fylstu merkingu, svo ef allir ís-
lendingar væru sem hann, þyrfti
engin hegningarhús né lögreglu-
þjóna, enda hafa nú hegningar-
hús íslands venjulega staðið tóm.
Árni Björnson lifði þannig eins
og fyrirmyndar framtíðarmaður
á að vera, nefnilega með al-
mennings velferð jafnan fyrir
augum, og vildi hvers manns
böl bæta; samt ávalt ánægður
og starfsamur, og fylgdist vel
með opinberum málum, sem á
dagskrá voru, því hann keypti
íslenzku blöðin, og las þau, en
þau hafa jafnan verið aðal frétta-
og fróðleikslind íslenzkra land-
nema í þessari álfu, því fremur
fáir af þeim hafa haft tíma eða
tækifæri að læra enska tungu,
og því liggur mikil ábyrgð á
herðum ritstjóranna að gjöra
þaU vel úr garði.
Árni var jafnréttismaður, og
vildi láta vitrustu menn heims-
ins stjórna honum, en leggja af
alla lávarða og landgreifa, og gat
ekki skilið hvaða nautn auðkýf-
ingar hafa af að gína yfir meiru
en þeir geta gleipt.
En er þín sála sigri kætt,
og sæla búin þér,
eg veit það ekki sofðu sætt,
og sömu leið eg fer.
S. Baldvinsson.
um blóðkornum kendar við sog-
er þær
aukast
fyrstu
æðar og það hlutverk
hafa að éta bakteríur)
ört og margfaldast
klukkustundirnar.
ins að finna kafbátasmiðjuna.
Hann setti staðinn sem vendi-
legast á sig og lagði þessu næst
leið sína aftur heim til Frakk-
lands. Þess varð svo skammt að
bíða, að flugvélar bandamanna
legðu til atlögu við flugvéla-
smiðju þessa og jöfnuðu hana
við jörðu.
Franski leyniherinn bjður óð-
fús innrásar bandamanna. Sam-
gönguleiðir Þjóðverja munu
verða rofnar og þeim unnið allt
það til óþurftar, sem unnt verð-
ur.
Leyniherinn hefur þjálfað mik
inn fjölda manna og kvenna til
þess að inna ýmis störf af hönd-
um, þegar hinar raunverulegu
hernaðaraðgerðir hans gegn
Þjóðverjum hefjast samtímis
því, sem innrás bandarrtanna er
komin til sögu fyrir alvöru. Fólk
þetta mun inna verk þau af
höndum, sem því hafa verið fal-
in, og ekkert tillit taka til þess,
þótt það muni kosta margan
mann lífið. Huldumenn Frakk-
lands bíða með þrá dagsins, er
þeir geta tekið skeleggan þátt í
lokasókninni gegn hinum þýzku
óvinum.
Alþbl.
Merkilegt læknislyf
Rússneskir vísindamenn nafa
fundið afarmerkilegt meðal,
blóðvatn sem eflir lífsstörfin, en
hindrar skaðlegar breytingar
á vefjum. Þeir fullyrða að
blóðvatn þetta flýti fyrir því, að
sár grói, græði beinbrot miklu
fljótar en ella, auki varnarmátt
líkamans gegn- smitun af sótt-
kveikjum og gegn krabbarrteini,
og lengi mannsævina upp í 125
ár.
Prófessor Alexander Alex-
androwitch Bogomoletz, sem
unnið hefir að rannsóknum á
blóðvatni þesu í 18 ár, er meðal
merkustu lífeðlis og meina-
fræðinga sem nú eru uppi.
Hann er formaður rannsóknar-
stofu lífeðlis og meinafræða í
Kiev, en sú tilraunastofa var
ein hinna beztu í heimi, áður en
Þjóðverjar tóku borgina. Árið
1930 varð hann forseti Vísinda-
félagsins í Ukraniu. Þegar Þjóð-
verjar komu, flýði hann ættborg
sína (þar fæddist hann 1881, í
fangelsi, en móðir hans var póli-
tískur fangi), og fluttist til Ufa
í Uralfjöllum. Hann er nú ný-
kominn heim. Hann hlaut
Leninorðuna ög gullpening
hamars og sigðar, en þetta eru
æðstu virðingarmerki í Sovét-
ríkjunum.
Mergur úr mannalíkum.
Blóðvatn þetta er ekki ný-
fundið. Hinn heimsfrægi pró-
fessor Mitchnikoff uppgötvaði
það um aldamótin. A.C.S. (svo
kallast blóðvatnið, stytt úr
“autiredicular cytotoxid ser-
um”) var notað í tilraunaskyni
við dýr fram að 1936, þá var
það fyrst reynt við sjúklinga.
Tímarit um læknisfræði í Sovét-
ríkjunum birti nýlega þrjár
greinar um A.C.S., handa amer-
ískum læknum, og var ein þeirra
rituð af prófessor Bogomoletz
sjálfum. Hér eru glefsur úr
greinum þessum:
1. A.C.S. er oftast framleitt
með því móti að spýta í hesta
frumum þeim úr milta og bein-
merg sem annast framleiðslu
blóðkorna, og eru þær teknar úr
líkum, helzt ungra manna sem
látist hafa af slysförum. Síðan
er hestunum tekið blóð og efni
þetta unnið úr því.
2. Hver lækningaskammtur
er mældur í hundruðustu pört-
um úr kúbiksentimetra, og spýtt
innundir hörundið eða inn í æð.
Tveir skammtar endast ævi-
langt.
3. A.C.S. er ekki notað eitt
út af fyrir sig. Það er notað í
sambandi við ýms önnur meðöl
og meðferðir sjúkdóma.
Eins og logi sé
borinn að viðarkesti.
Lýsing prófessors. Bogomo-
letz á hinum fjölþættu áhrifum
A.C.S. á líkamann, hljóðar líkt
og “skýringar” Einsteins á
kenningu hans. Áhrinfin af lyf-
inu byrja að koma í ljós, eftir að
tveir skammtar hafa verið tekn-
ir. Fyrstu einkennin eru þessi:
1. Efni úr blóðinu síast auð-
veldlega út í frumvefinn. 2.
Lymphócytur (tegund af hvít
Þremur til fjórum stundum
síðar hefst annar þáttur, ef
lyimphocytunum fer fækkandi,
og monocytur (önnur tegund af
hvítum blóðkornum) fjölgar og
þær dreifast út í líkamsvefina.
í frumum og blóði hefst þá
aukin framleiðsla af efnakljúf-
un (efni í blóðinu sem lama
sóttkveikjur, svo hvítu blóð-
kornin eigi auðveldara með að
vinna á þeim), og öðrum varn-
arefnum. Próf. B. segir svo:
“Eg get líkt áhrifunum af blóð-
vatni okkar við það, að logi sé
borinn að viðarkesti.”
Rússneskir læknar eru sann-
færðir um að A.C.S. geti læknað
taugaveiki, barnsfarasótt og
önnur hættuleg veikindi sem
stafa af sýklum og bjargað
mörgum þúsundum mannslífa
árlega, með því að koma í veg
fyrir að krabbamein taki sig
upp eftir aðgerð, læknað brjál-
semi, sennilega með því að auka
heilbrigði taugaþráðanna, lækn-
að gigt, æðakölkun og ýms
önnur langvinn veikindi, flýtt
fyrir því að sár grói, bruni og
kal. En A.C.S. er hættulegt
sumum sem þjást af hjartasjúk-
dómum.
Þegar stríðið hófst, var þegar
í stað tekið að nota A.C.S. Pró-
fessorinn segir að lyfið kosti lít-
ið og auðvelt sé að |ramleiða
það, í Rússlandi eru framleidd-
ar þrjár milljónir skammta ár-
lega, og hann ráðleggur banda-
mönnum Rússa að nota það við
skotsár.
í Bandaríkjunum er nú verið
að gera tilraun með A.C.S.
Vísir.
Tveir negrar voru að tala um
væntanlegt stríð.
“Eg ætla að vera í riddaralið-
inu,” sagði annar þeirra.
“Ekki dettur mér það í hug.”
svaraði hinn. “Eg vil ekki hoss-
ast á neinni bykkju, þegar lagt
verðuF á flótta.”
•
Faðirinn (við unga manninn):
“Hvernig dirfist þér að biðja
dóttur minnar? Haldið þér, að
þér getið veitt henni það atlæti,
sem hún hefur átt að venjast
hjá mér?”
Hinn ástfangni: “Ekki skil eg
annað. — Eg er mesti fantur
líka.”
Fréttapiálill frá
Langruth 1 7. júní
Herra ritstjóri:
Héðan frá Langruth koma
sjaldan fréttir, þó ber hér margt
við eins og annars staðar. Eg
veigra mér við að skrifa fréttir
héðan. Hefi raunar ekkert um-
boð til þess frá leiðandi fólki
borgarinnar.
En það er sérstaklega í tilefni
af 17. júní að mig langar til að
segja fáein orð.
Um þær mundir er 17. júní
hátíðahöldin fóru fram, kallaði
eg saman nokkra kunningja og
ræddi við þá um að einhverja
minningu þyrfti að hafa um 17.
júní. Allir voru fúsir til að greiða
fyrir hugmyndinni. En í þeim
umræðum kom það í ljós að ó-
mögulegt yrði að koma á sam-
komu fyr en eftir langan tíma,
svo við gáfumst upp.
En svo færði eg þetta í tal við
Mrs. Þorleifsson, sem er forseti
safnaðar kvenfélagsins, og var
þá forseti Sambandsfélags lút.
kvenna. Henni féll vel hugmynd
in og lofaði mér að innleiða
þetta á fundi lútersk kv. þings-
ins, sem haldið yrði 7.—9. júlí;
en eg yrði að leggja til kvæði,
sem eg lofaði hátíðlega. Svo á
síðasta fundarkvöldi þingsins
skýrði Mrs. Þorleifsson allar
málsástæður vel og skilmerki-
lega, og lét svo eina konu úr
lúterska kvennfélaginu í Lang-
ruth, Mrs. Margréti Bjarnason,
lesa kvæðið á eftir, sem hún
gjörði mjög skilmerkilega. Var
að þessu 17. júní máli gjörður
góður rómur. Á lút. krvenna-
þingið þakkir skilið fyrir sína
þátttöku.
Þetta var það bezta sem við
Langruth búar gátum gjört þó
nokkuð seint væri.
S. B.
1 7. júní
Flutt að Langruth 9. júlí, 1944.
Lag: Táp og fjör og frískir menn.
Þúsund ára þraut og stríð!
Það skal gleymt á vorri tíð.
Nýjan hefir hlotið sið
Hetjuborið frelsislið.
Lýðræðis bragar blys!
Búnipg nýjan, glöð og frí,
Uppyngd, hrepti íslenzk þjóð.
Ennþá lifir norrænt blóð!
Fyrrum Jón vor Sigurðsson
Sjótum glæddi þrek og von.
Spádómsandi aðalsins
Orsök reyndist frelsisins.
Uppyngt mál! síung sál!
Söng í ljóði frelsis óð.
Bragamál í Baldurs trú.
Birti líf vort þá og nú.
Forn og voldug fegurð máls
» Fanst í lagavísdóm Njáls.
Snorri reisti sagna sjóð,
Sem að lýsti greindri þjóð.
Heimskringla, heimsfræga
Heimsins málum glæddi sál!
Þjóðvalds forna þingræði
þroskaðist að Lögbergi.
Jónas kveikti kjark í sál;
Konráð vakti ið forna mál;
Gröndal, Eggert, Egilsson,
Einar, Bjarni, Jochumsson,
Kváðu ljóð, þjáðri þjóð —
Þjóðarsálar, Bjarka mál!
Nýir tímar! — Nýir menn!
Njáll og Snorri lifa enn!
Vorsins menn á vorsins stund
Vöktu þjóð í helgum lund.
Reistu höfugt höfuðból
Heitri undir júní sól.
Foringjar----Fulltrúar!
Fornan settu þjóðarrétt.
Frægðartíma friðarvald!
Friðartíma réttarhald!
Nítján alda starf og stríð,
Stefndi að nýrri frelsistíð!
Alþingi varð endurreist.
Alþýða úr dróma leyst.
Hannes, Jón, fóru um Frón,
Fyltu þjóðir nýjum móð!
Heimastjórn varð hlutskiptið,
Hennar dóttir — Lýðveldið.
Fögnum glaðir frelsis sól;
Fósturjarðar ný-ung jól
Risið hafa, helg og blíð
Heilla alla þjáðum lýð.
Gullöld ný — frjáls og frí —
Fósturlandsins tengiband!
Lifi trú, og lifi von!
Lifi Jón vor Sigurðsson!
S. B. Benedictsson.
Business and Professional Oards
Phone 49 469
Radio Service Specialists
ELECTRONIC
LABS.
H. THORKELSON, Prop.
The^most up-to-date Sound
Equipment System.
130 OSBORNE ST., WINNIPEG
MANITOBA FISHERIES
WINNIPEG, MAN.
T. Bercovitch, framkv.st).
Verzla í he'.ldsölu meö nýjan og
frosinn fisk.
303 OWENA ST.
Skrifstofusfmi 25 355
Heimasimi 55 463
Blóm slundvíslega afgreidd
THI
ROSERY
Stofnað 1905
427 Portage Ave.
Winnipeg.
LTD.
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
S. M. Backman, Sec.
Keystone Fisheries
Limited
404 Scott Block
Wholesale Distributors of
FRE8H AND FROZEN FISH
EYOLFSON’S DKUG
PARK RIVER, N.D.
tslenzkur lyfsali
Pölk getur pantað meðul og
annað með pösti.
Fljöt afgreiðsla. .
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG., WPQ.
•
Fasteignasalar. Leigja hös. Ot-
vega peningalán og eldsábyrgð.
bifreiðaábyrgð, o. s. frv.
Phone 26 821
TELEPHONE 96 010
H. J. PALMASON & CO.
Chartered Accountants
1103 McARTHUR BUIDDING
WINNIPEG, CANADA
Legsteinar
sem skara framúr
Crvals blágrýti
og Manitoba marmari
SkrifiO eftir verOskrd
GILLIS QUARRIES, LTD.
1400 SPRUCE ST.
Winnipeg, Man.
DR. A. BLONDAL
Physician & Surgeon
60 2 MEDICAL, ARTS BLDG.
Sfmi 22 296
Heimili: 108 Chataway
Slmi 61 023
Frá
vini
lilevees
224 Notre Dame-
PHONE
96 647 ,
CANADIAN FISH
PRODUCERS, LTD.
J H. Page, Managing Director
Wholesale Distributors of
Fresh and Frozen Fish.
311 Chambers St.
Office Phone 86 651.
Res Phone 73 917.
Office Phone
88 033
Res. Phone
72 409
Dr. L. A. Sigurdson
166 MEDICAL ARTS BLDG.
Offlee Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appolntment
ANDREWS, ANDREWS
THORVALDSON AND
EGGERTSON
LögfrœOingar
209 Bank of Nova Seotia Bldg.
, Portage og Garry St.
Stml 98 291
DR. A. V. JOHNSON
Dentist
506 SOMERSET BLDG.
Telephone 88 124
Home Telephone 202 398
DRS. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlceknar
•
406 TORONTO GEN. TRCSTS
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smlth St.
PHONE 26 545 WINNIPláÖ
A. S. BARDAL
848 SHERBROOK ST.
Selur Ukkistur og annast um öt-
farir. Allur útbflnaður sá beztl.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legstelna.
Skrifstofu talsiml 8 6 607
Heimilis talsími 26 444
DR. ROBERT BLACK
Sérfrseðingur I eyrna. augna, nef
og hálssjúkdömum
416 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham & Kennedy
Vlðtalstimi — 11 til 1 og 2 til 5
Skrlfstofuslmi 22 261
Heimllisslmi 401 991
Dr. S. J. Johannesaon
215 RUBT STREET
(Beint suður af Banning)
Talstmi 30 877
Vlðtalstlmi 3—6 e. h.
GUNDRY & PYMORE LTD.
British Quality — Fish Netting
60 VICTORIA STREET
Phone 98 211
Winnipeg
Manager, T. R. THORVALDBOJt
Your patronage vrlll be
appreciated
I
I