Lögberg - 14.09.1944, Blaðsíða 8
8
LÖGBF.RG, FIMTUDAGINN 14. SEPTEMBER, 1944
Úr borg og bygð
Hið eldra kvenfélag Fyrsta
lút. safnaðar, heldur sinn fyrsta
fund ái yfirstandandi hausti í
samkomusal kirkjunnar á fimtu-
daginn þann 14. þ. m. kl. 2,30
e. h. Mjög áríðandi er, að með-
limir félagsins sæki fundinn sem
allra bezt.
•
Látin er nýlega í Calgary Mrs.
Inga Thorlakson, systir Dr. Vil-
hjálms Stefánssonar, 79 ára að
aldri, að því er Calgary blöð
skýra frá.
•
Edward Magnússon námuverk
fræðingur, hefir dvalið í borg-
inni undanfarinn vikutíma, hann
er systursonur Mrs. A. S. Bar-
dal, og starfar nú við Porcupine
námurnar í Ontario. Mr. Magnús
son er útskrifaður í námuverk-
fræði af Queens háskólanum;
hann leggur af stað heimleiðis
á laugardaginn.
9
Roskin kona við góða heilsu,
óskar eftir að fá leigð 2 björt og
hlý herbergi við fyrsta tækifæri.
Símið 27 423.
Mrs. Thorarinn Thorkelsson
frá Chicago, 111., kom til borgar-
innar á miðvikudaginn. Hún
dvelur hér um hríð hjá systur
sinni, Mrs. William Niven, og
fer til Lundar til annara ætt-
ingja sinna.
Bróðir hennar er Oddur H.
Oddson, byggingameistari í
Chicago, 111.
•
Frú María Straumfjörð frá
Seattle, Wash., sem dvalið hefir
hér um slóðir í rúman hálfsmán-
aðartíma í heimsókn til ættingja
og vina, lagði af stað heimleiðis
á miðvikudagsmorguninn; naut
hún ósegjanlegrar ánægju af
heimsókninni og biður Lögberg
að flytja vinum sínum hjartans
kveðjur fyrir viðtökurnar.
•
Stúkan Skuld er að undirbúa
sína árlegu Tombólu til arðs fyr-
ir sjúkrasjóð félagsins. sem
haldin verður mánudaginn 23.
okt. Nákvæmar auglýst síðar.
•
Jóhann Pálsson, ættaður úr
Reykjavík, er nýlega kominn til
borgarinnar til náms við W.inni-
peg School of Art, ungur maður
og efnilegur.
•
Jóhannes Markússon frá
Reykjavík kom hingað í fyrri
viku til náms við flugskóla
Konnie Johannessonar.
•
Síðastliðinn miðvikudag kom
Miss Gerða Magnússon, vestan
frá Vancouver, eftir 5 vikna dvöl
sér til heilsubótar.
•
Til Dr. Becks
Það var okkar allra spá,
alheims stjórnarkraftur,
bæri þig í heilli há
hingað til vor aftur.
F. Hjálmarsson.
Bón til G. L. Jóhannssonar,
ræðismanns.
Næst er ferðu fyrnin blá
fjarri bústað þínum,
flyttu kveðju frá mér þá
Fjósakonum mínum.
Ort vegna flugferðar. Fjósa-
kariur eru stjörnur á festing-
unni.
F. Hjálmarsson.
HOUSES fOR SALE
AT GIMLI
One of the better homes at
Gimli, stucco bungalow of 6 rms.
and sunroom, extra good base-
ment and furnace, lovely large
lot with trees, shrubs and peren-
nials. It’s a real home. Price
$3,700.00. Large cash payment
required. Possession anytime.
Call Sigmar of J. J. SWANSON
and Co. Ltd. Phone 26 821 or
Evgs. 21 418.
7. sept. kl. 7 e. h. voru gefin
saman í hjónaband af Rev.
Whitmore, þau Svanhvít Lilja
Sigrún Holm, yngri dóttir Mr.
og Mrs. Sigurðar D. Holm,
Lundar, Man., og Serg. George
Cameron Mann, sonur Mr. og
Mrs. George Mann, Winnipeg,
Man. Eftir giftinguna fór fram
vegleg veisla fyrir nánasta skyld
fólk í “Peggy’s Pantry”. L. A. C.
Alvin Blöndal R.C.A.F. skemti
með einsöng. “I’U walk beside
you” og “I love you truly”.
Mrs. Björg ísfeld var við pía-
nóið. Heimili ungu hjónanna
verður Clinton, Ont.
•
BOÐSBRÉF
Eins og undanfarin ár hefir
kvenfélagið “Eining” á Lundar,
ákveðið að hafa haustboð fyrir
aldraða fólkið, og eins og í fyrra-
haust biðjum við bæði íslenzku
vikublöðin að færa fólkinu boðs-
bréfin og erum mjög þakklátar
ritstjórunum fyrir hjálpina.
Fólkið á Lundar, og byggð-
inni í kring, veit hvernig þessi
haustboð eru. Öllu íslenzku fólki
milli Oak Point og Eriksdale er
boðið, sem er 60 ára og yfir,
öilum þeim sem vanir voru að
fá boðsbréf, og þeim öðrum sem
færst hafa yfir 60 ára aldurinn
síðan, og fylgdarmönnum, sem
sumir þurfa að hafa er einnig
vinsamlega boðið.
Auglýsingar um þetta eru sett-
ar upp á Lundar. Samkoman
verður haldin sunnudaginn 24.
sept. kl. 1,30 e. h. í Sambands-
kirkjunni á Lundar.
Við vonum að sem flest af
gamla fólkinu geti komið þann
dag.
Fyrir hönd kvenfélagsins “Ein-
ing”, Björg Björnsson, Helga
Jóhannson.
•
Suðsþjónusta í Vancouver,
á ensku máli, kl. 7,30 sunnu-
daginn 17. sept., í dönsku kirkj-
unni á E. 19th Ave. og Burns
St. Allir velkomnir.
R. Marteinsson.
•
í síðustu viku kom heiman
frá íslandi Miss Jóhanna Brynj-
ólfsdóttir úr Reykjavík, ætlar
hún að stunda nám við lista-
skóla hér, á komanai vetri. Hún
er til heimilis hjá Mrs. G.
Johannson, 575 Burnell.
Wilfred Franklin
Gillies
Fæddur 5. ágúst 1892
Dáinn 5. sept. 1944
Það hörmulega slys kom fyrir
þriðjudaginn 5. sept. í Winni-
peg, að Islendingurinn, Frank
Gillies, locomotive engineer, dó
í járnbrautarslysi.
Frank Gillies var fæddur í
grend við Cypress River, Man.,
5. ágúst 1892. Foreldrar hans
voru hjónin, Jóhannes Gillies og
kona hans Olina Ruth, bæði
fyrir löngu dáin. Ólst Frank upp
í Winnipeg, úti í Vita bygðinni,
og líka í Argyle bygð þar sem
hann var mörg ár hjá móður-
bróður sínum, Guðjóni heitnum
Ruth.
Frank Gillies gekk í þjónustu
C.N.R. járnbrautarinnar 1916, og
vann þar til dauðadags. Hann
giftist Mabel Miller, hjúkrunar-
konu af skozkum ættum árið
1926, og lifir hún mann sinn.
Frank var gleðimenni hið
mesta og var sérstaklega vinsæll.
Hann bjó við fátækt í æsku og
fékk litla mentun, en samt hafði
hann unnið sig upp í vandasama
stöðu. .
Hann átti átta systkini og
eru fimm enn á lífi, þrír bræður,
Archie og Gestur, báðir járn-
brautarmenn, og Victor, bóndi
nálægt Winnipeg, og tvær syst-
ur, Mrs. Whitfield, og Mrs. Hum-
phreys. Nánasta frændfólk hans
eru ekkjan Mrs. Guðrún Ruth og
synir hennar, og Mrs. Lanigan
í Regina, og barn hennar.
Frank Gillies var kvaddur í
Winnipeg 9. sept., og jarðaður í
Brookside grafreit.
Um Bjarna amtmann
i.
Amtmaður Bjarni var bæði
elskaður og virtur af flestum
Norðlendingum, æðri sem
lægri, með.an hann var amt-
maður, og sárt saknað þegar
hann féll frá. Átti hann mjög
vel við Norðlendinga, eða hann
kunni að laga sig eftir skapi
þeirra.
Maður hét Guðmundur. Hann
bjó á Löngumýri í Hprgárdal,
og þar upp alinn. Hann var
snillingur til munns og handa,
en óreglumaður þótti hann, og
gekk iila búskapur, var fátæk-
ur og barnamaður. Langahiíð
þótti kostajörð, og vildu ýmsir
koma Guðmundi í burtu það-
an, helzt þeir sem áttu part í
henni. Hann var ófáanlegur til
að víkja burtu, þó reynt væri
með slægð og brögðum.
Þegar Bjarni amtmaður var
fluttur að Möðruvöllum, fóru
eigendur Lönguhlíðar tii hans
og báðu amtmann að hjáipa sér
tii að koma Guðmundi í burtu,
og báru helzt fyrir sig að jörð-
in níddist niður mjög, og gengi
svo úr sér, sem mun hafa verið
hæfa fyrir. Þeir töidu svo trú
fyrir, að hann lofaði að tala við
Guðmund við tækifæri. Guð-
mundur komst að þessu, eða
grunaði það, og gaf amtmanni
tæri á ser.
Nú líður og bíður, þar til Guð-
mundur átti leið út í sveit og
ríður um hlað á Möðruvöllum.
Hann hitti amtmann úti og heils-
uðust þeir. Amtmaður býður hon
um óðara inn, og segist hafa
gaman af að spjalla við hann;
kvaðst hafa heyrt að hann væri
vel greindur. Guðmundur segist
vilja flýta sér og ekki vilja tefja
Amtmaður sagði, að hann skyldi
ekki láta svona og koma inn og
þiggja bolla og staup — sem
Guðmundi þótti ærið gott. Þá
segir Guðmundur:
“Mér er skipt það mæðupund
minni fjörs á línu,
eg má varla einni stund
eyða að gamni mínu.”
Þá segir Bjarni: Satt er það
sem eg hefi heyrt, að vel ertu
hagmæltur, og aldrei nefndi
amtmaður við Guðmund síðan
að fara burtu úr Lönguhlíð.
H. v
Þegar síra Jón lærði í Möðru-
felli flutti út að Klausturbrauði
(Möðruvallakl.) tók amtmaður
sjálfur út Möðrufell og spítal-
ann þar. Hann tók með sér á
Ieiðinni á Akureyri Ara Sæmund
sen sem úttektarmann. Ari hafði
áblástra á vörum. Þegar þeir
komu fram að Grund í Eyja-
firði, tók amtmaður með sér séra
Ólaf Briem sem hreppstjóra. Það
var oft grunnt á því góða með
þeim Ólafi og Ara. Þegar Ólaf-
ur sér Ara, segir hann: “Því í
skrattanum ertu svona kjaftsár,
Ari?” Þá gegnir Bjarni:
“Minnstu ekki á það Ólafur, það
er síðan djöfullinn teymdi hann
á snærisspottanum um daginn.”
Ekki- er getið að Ari hafi gegnt
þessu, enda mundi það ráðleg-
ast. Þetta sagði mér heyrnar-
vottur í Eyjafirði.
Messuboð
Fyrsta lúterska kirkja
Séra Valdimar J. Eylands,
prestur,
Heimili: 776 Victor St. Sími
29 017.
Guðsþjónustur á sunnudögum.
Kl. 11 f. h. á ensku.
Kl. 12.15 sunnudagaskóli.
Kl. 7 e. h. á íslenzku.
Söngæfingar:
Eldri söngflokkurinn á fimtu-
dögum kl. 8.
Yngri söngflokkurinn á föstu-
dögum kl. 8.
•
Prestakall Norður Nýja íslands.
17. sept.—Geysir, messa kl. 2
e. h.
Riverton, íálenzk messa kl. 8
e. h.
24. sept.—Hnausa, messa kl.
2 e. h.
Árborg, ensk messa kl. 8 e. h.
B. A. Bjarnason.
Lúterska kirkjan í Selkirk.
Sunnudaginn 17. sept.
Sunnudagaskóla kl. 11 árd.
Ensk messa kl. 7 síðd.
Allir boðnir velkomnir.
S. Ólafsson.
•
Messur í Gimli prestakalli
Sunnudaginn 17. sept., Betel,
kl. 9.30 f. h. Árnes, kl. 2 e. h.
Gimli kl. 7 e. h.
Sunnudaginn 24. sept., kl. 2
e. h. í Mikley.
Skúli Sigurgeirsson.
•
Sunnudaginn 17. sept. messar
séra H. Sigmar í Eyford kl. 11.
Hallson kl. 2,30. Péturskirkju kl.
8 að kveldinu tvær messur á ís-
lenzku en messan í Péturskirkju
á ensku.
Allir velkomnir.
DÁNARFREGN
Sigurður Hafliði Sigurðsson,
fæddist í Garðarbygð í Norður
Dakota, 12. okt. 1884 og ól þar
allan aldur sinn, þar til er hann
andaðist þar 30. ágúst þ. á., á
heimili því í bænum, sem hann
hafði dvalið á með móður sinni
síðasta árið, eða þar um bil.
Foreldrar hans voru Sigurður
Sakaríasson og Steinunn Þórð-
ardóttir Guðbrandson. Eina al-
systir á hann, Mrs. John B.
Stevenson í Moose Jaw, Sask.,
og eina hálfsystir, Mrs. R. J.
Work í Minneapolis, Minn. Tvær
systur eru dánar, Ingveldur
Elizabet er dó fulltíða og Ragn-
heiður Ingyeldur, er dó í æsku.
Þegar Sigurður var 10 ára misti
hann föður sinn. Síðar giftist
móðir hans Hafliða Guðbrands-
syni, sem dó árið 1935. Gekk
hann hinum unga stjúpsyni og
hinum börnunum í föðurstað og
reyndist þeim sem hinn bezti
faðir.
Heilsa Sigurðar sál. hafði ver-
ið tæp síðustu 10 árin, og þá
sérstaklega nú allra síðustu ár-
in. Þess vegna varð hann að
hverfa frá búskapnum, og móðir
hans ásamt með honum að
hverfa frá hinu fyrra ágæta
heimili sínu.
Sigurður var mjög vel gefinn
maður og vel að sér. Hann var
duglegur starfsmaður og um-
hyggjusamur fyrir heimili og ást
mennum. Hann var líka félags-
lyndur maður, og starfaði dyggi-
lega að safnaðarmálum og öðr-
um félagsmálum sveitar sinnar,
er hann tók þátt í.
Útför Sigurðar sál. fór fram
frá kirkju Garðarsafnaðar föstu-
daginn 1. sept. Auk móður h'ans,
sem hafði hlúð að honum eftir
fremsta megni í sjúkdómi hans,
og þá líka síðustu dagana er
hann veiktist svo hastarlega og
varð svo skjótlega burtkallaður,
voru báðar systur hans viðscacfti-
ar, og fjöldi sveitunga og vina.
Er hans sárt saknað af móður
og systkinum og öðrum ættingj-
um og vinum. Auk sálmanna
sem sungnir voru við útförina,
söng Mrs. H. Sigmar sóló. Séra
H. Sigmar jarðsöng.
Anægðsti maðurinn . . .
Frh. af bls. 4.
er öruggur um afkomu sína. Ef
afkoma einstaklinganna og efna-
hagur er alls ótryggt, getur ekki
verið að ræða um raunverulega
velmegun þjóðarheildarinnar.
Lögmál fjármálanna er í þessu
efni einfalt en ósveigjanlegt:
Það er ómögulegt að öðlast
neitt án endurgjalds. Sölubrask-
ararnlir og afborgunarspeking-
arnir eru eins hættulegir og á
jafnrangri braut og hinir nýju
skipulagshagfræðingar, sem
reyna að koma á því, sem nefna
mætti “eyðslubúskap” og óhjá-
kvæmilega hlýtur að leiða til
þess, að einn þriðjungur þjóð-
arinnar verði að taka hina tvo
þriðjungana á framfæri sitt. —
Þegar svo var komið í Róma-
veldi, -J- þá hrundi Rómaveldi.
Síðast frétti eg af Bosquet, rétt
áður en Þjóðverjar brutu Frakk-
land undir sig. Hann átti þá enn
sem fyrr heima í litla húsinu
sínu og vann í sömu verksmiðju-
Hann fæddi sig sjálfur, — og það
fór svo lítið fyrir þessum bjarg-
álnabúskap; að Nazistum sást
yfir garðinn hans. En búskapur
hans er ekki fyrirferðarlítilk
þegar milljónir hans líka eru
teknar með í reikninginn. Þegar
Þjóðverjar hörfa úr landinu,
mun hann enn halda velli. Hann
mun verða þar reiðubúinn til
að leggja hönd á plóginn til við-
reisnar með öðrum samborgur-
um sínum. Hann mun ekki láta
verk úr hendi falla og ekki beið-
ast ölmusu.
Á 75 árum hefur Frakkland
þrisvar orðið að þola innrás o-
vinahers. Tvisvar hefur það ris-
ið úr rústum að nýju sem stór-
veldi. Það er trú mín, að Frakk-
land muni rísa úr rústum hið
þriðja sinn. Og það hygg eg muni
að miklu leyti mega þakka því,,
að hann og allir félagar hans í
milljónatali, verkamenn, bænd-
ur, skrifstofumenn og smásalaé,
eiga sinn jarðarskika og sjálfs'-
björg, mannvirðingu sína og ó-
bilað sjálfstraust.
Samvinnan.
The Swan Manufacturing Co.
Manufacturers of
8WAN WEATHER-STRIP
Winnipeg.
Halldór Methusalems Swan
Eigandi
281 James Street Phone 22 641
FARIÐ EKKI Á MIS VIÐ
HIN UNDURSAMLEGU
KAUP Á LOÐFÖTUM
HJÁ
Perth’s
1945 TÍZKA
ÚRVALSEFNI
ÓVIÐJAFNANLEG GÆÐI
Heimsœkið PERTH'S
MASTER FURRIERS
436 PORTAGE AVE.
Just west of the Mall
erum samtaka um stuðning við allar líknarstofnanir
hverju nafni, sem þœr nefnast, og látum ekki undir
höfuð leggjast, að kaupa stríðssparnaðar skírteini.
DREWRYS
LIMITED
Ágætt hús til sölu
Nú þegar fæst til sölu húseignin 363 Main og McLean
í Selkirk; hús þetta er með öllum nýtízku þægindum,
ný málað utan og innan; í því eru sex herbergi; tvenns
konar tegundir vatns er í húsinu, til neyzlu og þvotta.
Lóðin er 33 fet á breidd og 150 fet á lengd.
Munið, að húseignin er á einum allra fegursta stað í
bænum á mótum Main og McLean.
Spyrjist fyrir um upplýsingar hjá
H. C. Heap
SELKIRK, MAN.
Samkeppni nútímans
krefst sérmentunar
Æskulýður þessa lands, engu síður en annara þjóða,
krefst sérmenntunar, eigi hann að geta staðist próf
hinnar ströngu samkeppni á vettvangi viðskiptalífsins,
og af þessari ástæðu, er verzlunarskólamenntun í raun-
inni óumflýjanleg.
Vér höfum nú til sölu nokkur námskeið við fullkomn-
ustu verzlunarskóla Vesturlandsins, sem væntanlegir
nemendur ættu að færa sér sem allra fyrst í nyt; þeir,
sem slíkt hafa í hyggju, ættu að snúa sér tafarlaust til
skrifstofu LÖGBERGS
695 Sargent Avenue, Winnipeg
og leita þar nauðsynlegra upplýsinga; það borgar sig!