Lögberg - 14.09.1944, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. SEPTEMBER, 1944
5
Forseti l»land» kemur til
New York
Eftir BJARNA GUÐMUNDSSON
blaðajulltrúa utanríkisráðuneytts Islands
•
Forseti og I7FTIR hádegi sunnudaginn 27. ágúst hafði hópur ís-
föruneyti ^ lendinga safnazt saman á La Guardia flugvellinum
í New York til að fagna forseta íslands, sem væntan-
legur var flugleiðis frá Washington, þar sem hann hafði verið
gestur Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu.
Laust eftir klukkan 2,30 sveif silfurvængjuð farþegaflugvél
niður á völlinn. Út úr vélinni stigu forseti Islands, herra Sveinn
3jörnsson, utanríkisráðherra íslands, herra Vilhjálmur Þór,
sendiherra Islands í Washington, herra Thor Thors, og frú Ágústa
kona hans, forsetaritarinn, herra Pétur Eggerz, og blaðafulltrúi
utanríkisráðuneyitisins herra Bjarni Guðmundsson, sem báðir
höfðu komið með forseta og ráðherra að heiman, sendiráðsrit-
arinn í Washington, herra Hinrik Sv. Björnsson, sonur forsetans,
og kona hans frú Gigja, ungfrú Elísabet Sv. Björnsson, dóttir
íorseta, Dr. Edward Thorlakson starfsmaður U. S. O. W. I.,
Jakob Jónsson fylgdarmaður forseta og loks fjórir Bandaríkja-
menn, sem verið höfðu sérstakir förunautar forseta á ferða-
íaginu, Kimble brigadhöfðingi, Baltazzi flotakapteinn, Raymon
Muir fulltrúi í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og Mr. Newkirk
aðstoðarmaður hans.
Móttökurnar Í\R- Helgi P. Briem aðalræðismaður íslands og
í New York ^ herra Fiorello La Guardia borgarstjóri í New
York tóku á móti forseta um leið og hann var
stiginn á land, en frú Doris Briem leiddi fram dóttur sína tvævetra,
sem rétti forseta forkunnarfagran blómvönd. Eldingar virtust á
lofti sindra meðan blaðaljósmyndararnir tóku myndir í óða önn
af forseta minnsta ríkis heimsins, er þrýsti hönd hins dökkleita
og þéttvaxna borgarstjóra stærstu borgar í veröld. Síðan kynnti
aðalræðismaður yfirmann sinn utanríkisráðherrann fyrir borgar-
stjóra, og gafst nú nokkurt ráðrúm til að líta yfir þann fríða og
myndarlega' hóp Islendinga, sem komið höfðu víða að til að
íagna forseta og ráðherra.
Fjölmenni GKAL þá fyrst frægan telja Dr. Richard Beck for-
landa ^ seta Þjóðræknisfélagsins, sem kominn var frá
Grand Forks til að þakka komumönnum fyrir síðast,
því að eigi var fullur mánuður liðinn, frá því hann kvaddi ísland
eftir tveggja mánaða dvöl á vegum íslenzku stjórnarinnar, en
hann hafði verið gestur Islendinga á fullveldishátíðinni. Þegar
Richard Beck hafði heilsað forseta og ráðherra, kom hann kíminn
í bragði til mín og þakkaði mér fyrir síðast, og var mér það
óblandin ánægja að heilsa þeim ágæta vini mínum, sem eg get
næstum kallað gamlan vin, þótt við höfum ekki þekkzt nema
tæpa þrjá mánuði. En þessháttar menn finnst manni sem maður
hafi þekkt alla ævi — ef ekki ofurlítið lengur. Svo fórum við að
ílissa og spyrja: “Manstu eftir þessu? — Manstu eftir hinu?”
Og svo brá hann við snöggt og sagði: “Þekkirð’ ekki Gunnar?”
— “Eg þekki Gunnar,” svaraði eg, “en eg hef aldrei séð hann.”
Gunnar B. Björnson er nefnilega faðir fjögurra sona, sem allir
hafa verið heima, hver í sínu starfi og eru mér mjög kærir vinir,
sérstaklega Valdi (Lt. K. V. Björnson, U.S.N., sem enn starfar í
Reykjavík. Richard kynnir mig fyrir tröllauknum manni og virðu-
iegum. “Ekki er á hann logið,” hugsaði eg. (Thor sendiherra kallar
hann víkinginn.-. “Eg átti að skila kveðju frá Valda,” segi eg.
“Nei, þekkir þú Valda?” segir Gunnar, og frú Ingibjörg kona hans
tekur undir. “Ó-já, eg er nú ekki sá eini, sem þekkir Valda,” svara
eg. “Það er fljótlegra að telja hina upp, sem ekki þekkja hann.”
En tíminn er ekki nægur til mikilla orðaskipta að sinni, því að
nú á að halda af stað inn í borgina. En eg heilsa í flýti upp á Dr.
Árna Helgason ræðismann og konu hans, prófessor Sveinbjörn
Johnson og konu hans, Guðmund dómara Grímsson, Dr. Stefán
Einarsson, Gretti ræðismann Jóhannsson, séra Valdimar Eylands,
Hannes Pétursson, og “kollega” mína Einar P. Jónsson Lögbergs-
ritstjóra og Stefán Einarsson Heimskringluritstjóra og fleiri ís-
lendinga að heiman en nöfnum tjáir að nefna.
Ekið í CJIÐAN var ekið með heiðursverði frá flugvellinum
borgina ^ til Waldorf Astoria hótelsins. Fóru fyrst fjórir
lögregluþjónar á bifhjólum, er hvert var skreytt ís-
lenzkum og amerískum fána, en auk þess fánum New York borgar
og New York ríkis. Var það hin fríðasta fylking, er fylgdarlið
ríkisstjóra og föruneyti lagði af stað um götur stórborgarinnar
og. tilkomumikið að sjá íslenzka fánann blakta þar svo víða á
stöng.
Kvöldboð A sunnudagskvöldið héldu þau Dr. Helgi Briem aðal
dr. Briem ræðismaður og frú Doris, kona hans mjög virðu-
og frúar leSt samsæti til heiðurs forseta Islands og utan-
rikisráðherra í einum af hinum skrautlegu veizlu-
sölum Waldorf Astoria hótelsins, og sátu það eingöngu íslenzkir
gestir og konur þeirra, en þeir voru þessir, auk þeirra sem þegar
tru upptaldir: Frú Evelyn og Vilhjálmur Stefánsson, Garðar
Gíslason ræðismaður og frú, Ólafur Johnson ræðismaður og
frú, Halldór prófessor Hermannsson, Ólafur J. Ólafsson, Jón
Björnsson, frú María Markan og George östlund, frú Helga og
Sveinn Valfells og Helgi verzlunarfulltrúi Þorsteinsson.
Helgi aðalræðismaður setti samsætið og ávarpaði forseta og
utanríkisráðherra með virðulegri og skörulegri ræðu. María
Markan óperusöngkona söng íslenzka- þjóðsönginn, en séra
Valdimar J. Eylands las borðbæn. Undir borðum voru auk þess
þessar ræður fluttar: Dr. Richard Beck mælti fyrir minni Is-
iands og flutti kveðjur frá Þjóðræknisfélaginu. Hannes Péturs-
son flutti kveðjur frá Islendingum í Canada og Vilhjálmur
Stefánsson kveðjur frá Norður-Ameríku. Þá tóku einnig til máls
Gunnar B. Björnson, Dr. Árni Helgason, Grettir L.‘Jóhannson
og Bjarni Guðmundsson b^aðafulltrúi, sem minntist sérstaklega
vestur-íslenzkra blaðamanna. Var hinn bezti rómur gerður að
ræðum þessum.
Ræða liTÆSTUR tók til máls forseti Islands og hylltu
forsetans ^ veizlugestir hann með því að rísa úr sætum sín-
um og með langvarandi lófaklappi. Lét forseti í
Ijósi hina miklu ánægju sína yfir því að vera nú staddur í hópi
landa sinna vestan hafs og kvað þessa för sína hið mesta ævintýri,
er verða myndi sér með öllu ógleymanlegt. Minntist hann síðan
fagurlega íslenzku þjóðarinnar austan hafs og vestan; lýsti því
með áhrifamiklum orðum, hver hátíðarhugur og hrifningar, út af
lýðveldisstofnuninni, nú býr með íslenzku þjóðinni. Kvaðst hann
hafa orðið þess eftirminnilega var á nýafstaðinni ferð sinni víðs-
vegar um landið. Sagði hann að sér hefði fundizt í hinum ágætu
viðtökum alstaðar á landinu og hátíða'höldum eins og þar væri
um að ræða framhald af 17. júní hátíðinni á Þingvelli af þeim
anda þjóðarinnar, er þar hefði ríkt. Hið sama kvað hann sér finn-
ast á þessari fagnaðarstundu meðal landa sinna í Vesturheimi.
Þakkaði hann Þjóðræknisfélaginu starf þess í þágu íslands og
Vestur-íslendingum í heild sinni ræktarsemina til ættlands síns
og ættþjóðar. Kvað hann það sárast að þurfa að flýta för sinni
svo mjög að eigi ynnist tími til að heimsækja byggðir íslendinga
í Vesturheimi. Var ræðu forseta tekið með miklum fögnuði.
Ræða utan- ITTANRIKISRÁÐHERRA, .Vilhjálmur Þór hélt því-
ríkisráðh. ^ næst mjög skörulega ræðu fyrir minni Bandaríkj-
anna og forseta þeirra. Hann sagðist minnast með sér-
stakri ánægju dvalar sinnar í landi þar, sem fulltrúi þjóðar
sinnar. Hann dró athyglina að þeirri merkilegu þjóðfélagsþróun,
sem væri að gerast í Bandaríkjunum, þar sem hugsjónir frelsis
og framsóknar sameina hina fjarskyldustu kynstofna í eina
heild. Hann kvað það vera einlæga ósk hihs íslenzka lýðveldis
að eiga samvinnu við Bandaríkin og aðrar þjóðir. sem unna
réttlæti, frelsi og friði. Var mikill rómur gerður að ræðu
utanríkisráðherra.
Sendiherra T'HOR THORS sendiherra hóf þá máls. Þakkaði
tajar -I nann með fögrum orðum íslenzkum kjörræðis-
mönnum vel unnin störf þeirra í þágu íslands og
hélt síðan snjalla ræðu fyrir mihni Canada. Minntist hann þess
sérstaklega, hve náin bönd væru milli Canada og Islands, vegna
þess, hve margir íslendingar eru búsettir þar í landi og þakkaði
þeim fyrir trygð þeirra við Island og framlag þeirra til cana-
diskrar menningar, og tóku gestir undir mál hans með fögnuði.
Var síðan staðið upp frá borðum, spjallað langa hríð, en
sumir söfnuðust að hljóðfærinu og sungu íslenzk lög, og var
frú María Markan Östlund eðlilega framarlega í þeim hópi.
Hádegisverður IYAGINN eftir bauð Thomas J. Watson, kunnur
í Bankers’ ” kaupsýslumaður, til hádegisverðar í Banker’s
Q|ujj Club í New York til heiðurs forseta og ráðherra.
Voru þar fluttar margar afburða snjallar ræður af
viðstöddum gestum úr hópi helztu kaupsýslumanna borgarinnar,
c-n auk þeirra voru þarna margir frægir Bandaríkjamenn, svo
sem Leahay aðmíráll og Lt. Richard Bortelman, aðstoðarforingi
hans, herra Jhmes A. Farley fyrrum póstmálaráðherra, Hsni^ J.
Kaiser iðjuhöldur o. fl. o. fl.
Svarræða forseta var afburðasnjöll og vel flutt. Minntist hann
þess að hann hefði komið fyrst tii New York fynr 3u arum tú
að stofna til viðskipta við Bandaríkin. Urðu úr þessu mikil við-
skipti, sem því miður urðu ekki til frambúðar. “Slíkt má ekki
koma fyrir öðru sinni,” sagði forseti.
Um sambandið við Norðurlönd fórst forseta orð á þá leið,
að Islendingar teldu sig algerlega til norrænna þjóða og myndu
halda því áfram. Eh hinsvegar myndu þeir leggja allt kapp á að
varðveita vinsemd allra annara þjóða.
Ræðu forseta var svo vel fagnað, að engu var líkara en að
íslendingar einir hefðu verið þarna saman komnir.
Islendingar I/LUKKAN 5—7 hafði aðalræðismaður boðið ís-
heilsa n lendingum að koma til fundar við forseta og
forseta ráðlherra í móttökusal Waldorf hótelsins. Þangað
komu hátt á þriðja hundrað manns, konur og karlar,
gengu fyrir heiðursgestina og ræðismannshjónin og þágu síðan
hressingu.
Síðan bað aðalræðismaður forseta að ávarpa samkoinuna
og kvað forseti sér það ljúft. Hann kvað för sína vestur myndi
nafa orðið fátæklega, ef sér hefði ekki gefizt kostur á að heilsa
þessum fríða hópi. Kvað hann sér það nú ljósara en áður,
hversu ísland væri stórt, því að ísland væri þar, sem íslenzk
hjörtu bærðust — og hér fyndi hann íslenzkan anda og hina
sönnu hrifningu er þjóðina hefðv gagntekið á þjóðhátíðinni —
andann frá 17. júní. “Mætti sá andi að eilífu lifa með oss Is-
lendingum,” lauk hann máli sínu.
Þvínæst kynnti aðalræðismaður ráðherrann, og mælti herra
Vilhjálmur fáein orð á þessa leið:
“Eg vonast til að sjá ykkur öll aftur heima. Komið þið
heim að námi og starfi loknu og skýrið frá því, sem þið hafið
séð í þessu landi. Skýrið frá öllu því góða, sem þið hafið séð í
þessu landi. Skýrið rétt og satt frá, óg mun það heillaríkt fyrir
samband Ameríku og íslands. Leyfið Islandi að njóta þess, sem
þið hafið lært og látið þetta land njóta sómans af því að
ykkur hafi vel tekizt.”
Móttaka hjá ITM hádegisbil á þriðjudag ók forseti með föruneyti
LaGuardia ^ sínu trá hótelinu áleiðis til ráðhúss New York
borgar. Þar var saman komið margmenni mikið, lög-
regluvörður og hljómsveit. Um leið og forseti, ráðherra og föru-
neyti þeirra stigu út úr bifreiðunum, lék hljómsveitin íslenzka
þjóðsönginn og hinn ameríska. Var síðan gengið til einkaskrif-
stofu LaGuardia borgarstjóra, en þar ávarpaði hann heiðurs-
gestina, einkum forseta. Drap hann á hina löngu lýðræðissögu
Islands, hernámið og hið ágæta samkomulag, sem ríkt hefði milli
Islendinga og ameríska heraflans. Lauk hann ræðu sinni með þess-
um orðum á íslenzku, og var til þess tekið, hversu skýran og
Ijósan framburð hann hafði á tungumáli, sem vitað er að hann
kann eigi að tala að neinu ráði:
“Herra jorsetil
Viljið þér bera kveðjur jólksins hér í borginni til
þjóðar yðar. Skilið til þeirra að það beri vinsemdar-
hug í brjósti til hennar og óski henni alls hins bezta.
Lengi liji hið íslenzka lýðveldi!”
Tóku viðstaddir undir orð borgarstjóra, en forseti íslands
tók síðan til máls:
“Herra borgarstjóri!
Ræðu yðar þakka eg af öllu hjarta. Hún ber hinum sanna
vinarhug vitni, er eg hefi orðið var allsstaðar í yðar landi í
garð míns eigin lands.
Þér veittuð oss mikla aðstoð, þegar við Islendingar tókum
þátt í heimssýningunni í New York. Fyrir það er mér ánægja
að þakka yður. Forstjóri þeirrar sýningar hefir beðið mig að
þakka yður einnig fyrir sína hönd. Hann er staddur hér hjá
mér, því að hann er nú utanríkisráðherra íslands. — Þakklætið
er ekki einungis frá mér, heldur allri íslenzku þjóðinni, sem
vel kann að meta vinarhug yðar og hjálpfýsi.”
Drap forseti síðan á samkomulag það, er gert hefði verið
fyrir 3 árum um það að Bandaríkin tækju að sér hervernd
íslands. Hið raunverulega gildi þeirrar herverndar hefði nú
komið í ljós með hinu ágæta samkomulagi, sem ríkti milli
hers og þjóðar, og væri það betra en nokkur gæti hugsað sér
milli svo mikils herafla og vopnlausrar þjóðar. I þessu lægju
mikíar vonir og óskir um batnandi og styrkta samvinnu, sem
um aldir myndi tengja þjóðirnar tvær. Lauk hann máli sínu
á þessa leið:
“Allir óskum vér þess, Islendingar, að borg þessi megi þróast
og vaxa að vinsæld og hamingju. Mér þótti það mjög athyglis-
vert að þér skylduð ávarpa mig á mínni eigin tungu. En ef
islenzku landnámsmennirnir í Maine og Massachusetts hefðu
eigi horfið heim aftur, þá hefði svo getað farið að eg talaði
við yður á íslenzku (hlátur!). En af því að þetta er í fyrsta
sinn svo vitað sé að borgarstjóri í New York hefir talað ís-
lenzku, þá er það ekkert undarlegt þó að vér Islendingar ósk-
nm borgarbúum í New York allra heilla undir forystu yðar,
herra borgarstjóri.”
Hádegis A Ð þessari móttökuathöfn borgarstjóra lokinni bauð
verður hjá ^ forseti til hádegisverðar á Waldorf hótelinu. Meðal
fcrseta gesta var utanríkisráðherra og föruneyti forseta allt,
Richard Beck, Árni Helgason og frú, Halldór Her-
mannsson, Grettir L. Jóhannsson, Gunnar B. Björnsson og frú,
Grettir Eggertsson og frú, séra Valdimar J. Eylands, Svein-
björn Johnson og frú, Guðmundur Grímsson, Hannes Pétursson,
Stefán Einarsson ritstjóri og Einar Páll Jónsson. Forseti bauð
gestina velkomna með fáeinum orðum, og að málsverði loknum
kvaddi hann hvern og einn með handabandi. Stóð máltíðin
aðeins stutta stund, því að innan skamms þurfti forseti að hraða
för sinni og leggja af stað í fyrsta áfangann heim til íslands.
Bað hann viðstadda að bera kveðju sína til allra Vestur-
íslendinga, og lýkur þessum línum með hinum sömu kveðjum
frá utanríkisráðherra, sendiherra íslands og frú, forsetaritara og
fjölskylduliði og frá þeim sem þessar línur hefir hripað, áður
en hann gat gert sér hið hraða ferðalag að fullu ljcst.
Samkvæmi við
Churchbridge
Það var haldið í húsi Björns
Hinrikssonar að kvöldi þess 29.
ágúst. Tilefni þessarar samkomu
var það, að þau hjónin Ágúst
Magnússon og Guðrún voru gift
í húsi þessu fyrir 25 árum.
Ágúst er sonur heiðurshjón-
anna Magnúsar Magnússonar og
Guðrúnar. Þau mega teljast til
frumbýlinga Þingvallabygðar, og
eru látin fyrir allmörgum ár-
um.
Guðrún kona Ágústs er dóttir
merkishjónanna Eyjólfs Hinriks-
sonar og Ingibjargar. Bar sam-
kvæmi þetta upp á fæðingardag
Ingibjargar. *
Er margt að segja um alt þetta
fólk, og alt gott.
Naumast á Concordiasöfnuður
mætari meðlimi en fólk þetta.
Má að öllu forfallalausu reikna
upp á að fólk þetta skipi sæti
sín í Concordiakirkju, í hvert
sinn að embættisgerð fer þar
fram.
Prestur safnaðarins, séra S. S.
Christopherson las biblíukafla.
og talaði fáein orð og flutti bæn.
Tveir sálmar voru sungnir.
Þá töluðu hinir og aðrir til
silfurbrúðhjónanna, og til Ingi-
bjargar móður Guðrúnar.
Komu þá margar endurminn-
ingar fram góðar og hlýlegar í
garð þeirra. Alt fór fram blátt
áfram og þvingunarlaust, eins og
fólki hér er tamt.
Bornar voru fram gjafir silf-
urbrúðhjónunum, silfuráhöld o.
fl. Líka voru Ingibjörgu afhent-
ar afmælisgjafir. Tjáði Ágúst
mönnum þakklæti fyrir sig og
konu sína. Þá vöru fram bornar
vistir; ræddu menn um almenn
mál, meðan setið var yfir borð-
um. “Yndi og gaman ekki þraut”.
Að því loknu skemtu menn
sér við söng. Mr. Marvin söng
einsöng og kona hans spilaði
undir; eru þau hjón samvalin í
því að skemta á þann hátt.
Eg tók eftir því nú eins og oft
áður, með hve mikilli ánægju
unga fólkið söng hin, nær óvið-
jafnanlegu gullfallegu íslenzku
ljóð.
Hgfi eg látið í ljós þá skoðun
mína, og endurtek það nú, að
íslenzku ljóðin muni þrautseig-
ust til varðhalds íslenzkri menn-
ingu hérlendis. Það er eins og
allir séu svo ramm-íslenzkir, að
minsta kosti þá stundina, þegar
þau eru höfð um hönd; er það
eðlilegt öllum, sem hafa smekk
fyrir ljóð.
Að endingu kvaddi húsbónd-
inn Björn Henriksson aðkomu-
menn, og þakkaði mönnum fyrir
hönd sína og sinna þátttöku í
gleðistund þessari.
Skildu menn glaðir og hreyfir,
og fundu til þess, að menn höfðu
færst nær hver öðrum. Fer ekki
hjá því, að með samkvæmi þessu
sköpuðust endurminningar, sem
hafa þýðingu vaxandi og dýr-
mætari með árum.
S. S. C.
Hér og þar
Frú ein kom inn í verzlun
og ætlaði að kaupa drykkjar-
ílát handa hundinum sínum.
“Vilduð þér fá ílát með orð-
inu h u n d u r prentuðu á?”
spurði búðarþjónninn hæversk-
lega.
“Nei, þess þarf ekki,” svaraði
frúin. “Maðurinn minn drekkur
nefnilega ekki vatn, og hundur-
inn minn er ekki læs.”
•
Það var verið að raka forstjór-
ann. Allt í einu esgir rakarinn:
“Afsakið, en þér hafið yíst
ekki borðað jarðarberjasultu
með morgunverðinum?”
“Nei,” anzaði kaupmaðurinn.
“Já, hvert í logandi, þá hlýt
eg að hafa skorið yður í háls-
inn.”
•
Skotarök
Fyrirlesari á mæðrafundi í
Skotlandi, gerði fyrirspurn um
það, hvort þær teldu heppilegra,
að ungbörn nærðust á móður-
mjólkinni eða kúamjólk. Reis þá
upp ein af mæðrunum og mælti:
Maðurinn minn segir, að
móðurmjólkin sé heppilegust,
vegna þess, að hún sé alltaf ný,
engin hætta á því að henni verði
stolið af tröppunum á morgn-
ana, og enginn þurfi að eiga það
á hættu, að kötturinn komist í
hana.” x
/