Lögberg - 01.02.1945, Blaðsíða 2

Lögberg - 01.02.1945, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 1. FEBRÚAR, 1945 Minningarorð um Björn Methúsalemsson SIGURBJÖRN ÞORGRlMSSON HINN RATVÍSI Það hefir dregist úr hömlu, að eg minntist góðvinar máns, Björns Methúsalemssonar frá Bustarfelli í Vopnafirði, sem safnaðist til feðra sinna þann 23. júlí síðastliðinn; leiðir okkar höfðu að meira og minna leyti legið saman í tveimur heimsálf- um, svo að segja frá barnæsku; milli heimila okkar og fjöl- skyldna á Islandi, stóð djúprætt vinátta, sem eg skjótt komst að raun um af umgengni við Björn h^itinn hér vestra, að eigi hafði kulnað á nokkurn hátt; enda var skapgerð Björns slík, að engum duldist, að hvar, sem hann fór, var hreinlundaður drengskapar- maður á ferð. Björn var fæddur á einu hinna fornfrægu höfðingjasetra austan lands, Bustarfelli í Vopnafirði; hann var í heim þennan borinn þann 22. dag maí-mánaðar árið 1887. Foreldrar hans voru þau sæmdarhjónin Methúsalem Ein- arsson og Elín ólafsdóttir, er um langt skeið sátu með rausn og prýði áminst höfuðból; í þeirri tíð var mannmargt á Bustarfelli eins og svo oft áður; auk hús- ráðenda og barna þeirra, var þar margt hjúa, og oft og einatt mik- ill fjöldi gesta, því heimilið lá í raun og veru í þjóðbraut; var þá oft glatt á hjalla og mikið um söng; stofuorgel var ú bænum, og tveir eldri bræður Björns, þeir Ólafur og Einar, höfðu fengið nokkra tilsögn í hljóðfæraslætti; söng Björn þá jafnan með, og var þegar á unga aldri gæddur óvenju hreimfagurri rödd; og þegar þeir Bustarfells bræður komu á heimili mitt í réttunum — við höfðum líka orgel, — var þráfaldlega leikið á það, og sung- ið fram á rauða nótt. Björn Mathúsalemson kom vestur um haf árið 1906, og tók sér þá bólfestu í Winnipeg; gaf hann sig þá fyrstu árin að verzl- un, og farnaðist vel; hann bjó yfir ríkri menntaþrá, og stund- aði nám við Wesley College 1913—T4. Hvarf hann þá frá námi og flutti til Ashern 1917. Þann 8. apríl 1918 kvæntist Björn og gekk að eiga ungfrú Bergljótu Sigurgeirsdóttur Pét- urssonar frá Reykjahlíð, hina glæsilegustu konu; þeim varð eigi barna auðið; þau stofnuðu til heimilis í Ashern, og dvöldu þar mestan hluta samverutím- ans, og nutu jafnan virðingar í héraði; gaf Björn sig þar ýmist við verzlun, eða búpenings- og vöruflutningum. Bjöm Methúsalemsson var með fágætum söngvinn maður, og raddmagn hans slíkt, að þar komst fátt til jafns við; hann brann yfir styrkri þrá til söng- náms, og hefði vafalaust komist langt í þeirri grein, ef aðstæð- ur hefðu verið fyrir hendi; en á honum sannaðist, eins ■ og svo . BJÖRN METh Fæddur 22. maí 1887 Falli hetja í val ei harma skal né glata merki manns og minning hans, er gerst var í geð • sú gáfa léð, að glæða gleði og yndi með glaðlyndi. Lyfti hann á flug með listamanns hug vonum vorbjörtum í vina hjörtum. Átti hann þar ítök ein og sérstök, sem voru verðmæti frá viti og innræti. Björn Methúsalemsson mörgum öðrum listrænum ís- lendingum, hið fornkveðna, “að kóngur vill sigla, en byr hlýtur að ráða”. Björn var á ýmsa lund fast- heldinn á forna siði; að því er trúmál áhrærði varð hanum ekki þokað um fet; frá því að hann kom vestur, var hann heilsteypt- ur meðlimur Fyrsta lúterska safnaðar, og í kirkju þess safn- aðar voru honum sögð og sungin hin hinztu kveðjumál; um þau annaðist vinur hans og um eitt skeið kennari, séra Rúnólfur Marteinsson. Á vettvangi hinna veraldlegu mála, var Björn allra manna sízt skorðaður í nokkum flokkslegan ramma; hann tók hverri nýjung á því sviði, er honum virtist horfa til mannfélagslegra um- bóta, með innilegum fögnuði og léði henni óskipt lið; hann fann sárt til yfir þeirri ójöfnu skipt- ingu arðs og iðju, er samferða- sveit hans varð að sætta sig við, og taldi það hina fyrstu og æðstu borgaraskyldu, að láta einkis þess ófreistað, er ráða mætti að einhverju leyti bót á misréttinu; og hlut sinn lét hann ekki fyr en þá, er í fulla hnefana væri kom- ið. Fráfall Björns frá Bustarfelli kom ástmennum hans og vinum mjög að óvörum; hann veiktist snöggléga þann 20. júlí og var fluttur á sjúkrahús í Winnipeg daginn eftir, en þann 23. júlí kvaddi hann hina jarðnesku til- veru, virtur og harmaður af þeim öllum, sem átt höfðu því láni að fagna, að eiga með honum sam- leið. Útförin fór fram þann 25. júlí frá Fyrstu lútersku kirkju, að viðstöddu miklu fjölmenni. Auk ekkju sinnar, frú Bergljót ar, lætur Björn eftir sig fjögur systkini: Ólaf, bókhaldara, á Akureyri, Halldór, verksmiðju- eiganda í Winnipeg, Methúsalem, bónda á Bustarfelli, og Oddnýju Aðalbjörgu, húsfreyju í Ytri- Hlíð í Vopnafirði. Vertu sæll, gamli góði vinur, og hafðu þökk fyrir alt og alt. E. P. J. Dáinn 23. júlí 1944 Átti hann einróma; sem oft bar á góma, lýða lofdóma í landnámi hljóma. þó skal mínu mest í minni fest er best hélt bygðarvelli frá Bustarfelli. Drenglund hans og trygð var á bjargi bygð, sem eigi brim bifar; en á bjargið skrifar ljóð og líknstafi, við ljós frá úthafi; um sælan sumardag við sólarlag. Far þú heill heima um hljómsins geima á vængjum vorboðans; vormorgunroðans. Bak við brimlöður, af bróður og föður leiddur, hönd í hönd, um himins lönd. S. E. Björnson. Eftir F. Hjálmarson • Frh. Það var komið undir lágnætti þegar við komum hingað þetta vor, eða jöfnum beggja, eins og fólkið orðaði það. Þegar sól skín mitt á imillum eykta, (-eyktir ’ þrjár klukkustundir), átta eyktir í sólarhring, þá hefði réttur stundavísir átt að benda á hálf ellefu að kveldlagi, þó við syst- kinin værum seint á ferð þetta vorkveld, þá sýndist þó vera enn löng stund til háttatíma sólarinp- ar, hún rann í allri sinni almætt- is kvölddýrð norðarlega yfir Tjörnesið og stefndi út á Gríms- eyjarsund, þangað sem hún geng- ur í sjóbað fyrir stutta stund, um þetta s’keið ársins. En þegar hún rís úr baðinu tekur hún stefnuna djúpt fyrir þá Rauða- núp og Rifstanga á Melrakka- sléttu. Til aðdáunar um þessa fögru vornótt hefði mátt segja, þá var vor, og vornótt, veðrið einsýnt og bjart. Það sem lifði af þessari yndælu nótt, gistum við hjá ykkur hjónunum hérna, við bestu atlot, næsta dag var heið- ríkt loft og hæg sunnan gola, klukkan átta um morguninn lögð um gið á heiðina, þú fylgdir okk- ur upp á heiðarbrúnina og sýnd- ir okkur stefnuna yfir hana, langt í austri rís Þistilfjarðar fjallgarðurinn, hann er vestri anmur þeirrar sveitar, þarna stendur hann, þetta íturvaxna undursmíði íslenzkrar náttúru. en millum hans og okkar lá heið- in gráskjöldótt að lit, þú bentir okkur, og sagðir: þarna langt austur sjáið þið þrjár hæðir, þær heita Múlar, við vestasta múlann er heiðin sögð hálfnuð á milli bygða. Héðan sem við stöndum er stefnan sem þið eigið að fara yfir þennan heiðarhörg á vest- asta múlann, vestan undir hon- um stendur kotbærinn Múli þar í heiðarþögninni, sem sjaldan heyrist annað en Tófu gagg og sauðfjárjamur, hokra þau Jón Björnsson og ráðskona hans, Björg, dóttir Rifs-Jóhönnu. Ef þið verðið farin að finna til lúa þegar þið komið þangað, þá skui- uð þið thvíla ykkur þar um stund, þau verða góð við ykkur húsráð- endurnir þar, þó híbýli þeirra séu ekki aðlaðandi. Frá þessu heiðarbýli liggur vegurinn rétt norðan við þessar hæðir, sem eg hefi nú nefnt og sýnt ykkur, haldið ykkur með veginum, þeg- ar þið komið að austasta Múl- anum, sjáið þið alldjúpt skarð í fjallgarðinn, það heitir Einars- skarð, um það liggur vegurinn, en beygist svo norður með fjall- garðinum að austan, norður að Garðsárini, sem rennur niður í Garðsdalinn, henni fylgið þið svo, hún leiðir ykkur heim að bænum Garði í Þistilfirði. Nú hefi eg sagt ykkur til vegar, og óska að ykkur gangi vel yfir heiðina, þið ættuð að öllu sjálf- ráðu, að vera komin að Garði klukkan tíu í kvöld. Þegar við kvöddum þig réttir þú systir minni dálítinn böggul, og sagðir konan mín bað mig að afhenda þér þetta, það er' víst svolítill matarbiti, sem þið eigið að borða meðan þið eruð á heiðinni, þetta þáðum við með því þakklæti, sem við höfðum vit á að offra ykkur hjónunum, fyrir góða góð- vild, svo snérum við saman bök- unum, þú gekkst heim, vestur, en við austur á eyðimörkina, en ekki höfðum við gengið lengi, þegar ok'kur varð eins og ósjálf- rátt að horfa til baka, en hvað sáum við þá, ekki neitt af því, sem okkur var kærast að sjá, æskusveitin okkar, Tjörnesið, var horfið úr sýn, hvergi sjáanlegt í sjóndeildarhringnum, við höfð- um hlotið að ganga það af okk- ur, tína því, þegar við hurfum yfir heiðarbrúnina, sár harmur greip um hjörtu okkar við þessa óvæntu sýn, þarna stóðum við á snjóskjöldóttri heiðinni eins og ráðviltir útlagar og þektum ekk- ert af því sem við sáum þar í nágrenninu hjá okkur, nema fjöllin þrjú, sveitarverðina ykk- ar Axfirðinga, þau Hafrafell, Sandfell og Þverárhyrnu. “Við skulum halda áfram,” sagði systir mín, “það er ekki til neins að standa hér og væla yfir því sem tapað er og horfið, við þurfum aldrei að búast við því að lifa alla æfina í æskusveit okkar, og þó okkur þyki hún fögur, þá eru margar sveitir landsins okkar eins fagrar og hún, eða þótti þér ekki Axar- fjörðurinn með græna skóga og gróin tún, eins fagur og Tjörnes- ið okkar, við erum nú að ganga út í lífið til að skoða myndir þess, komdu nú, við skulum haldá eitt hvað í austuráttina.” Við keptum austur götuslóð- ann eins hart og f^etur okkar toguðu, og vorum komin austur að heiðarkotinu Múla, um mið- degi. Við fundum lítið til lúa þó slæmt væri gangfærið. Okkur kom saman um það að gera ekk- ert vart við okkur 1 þessu heið- arhreysi, enda sáum við þar ekk- ert lifandi, annað en leiðinlega flekkóttann hund, sem gó að okk- ur, urraði og lét illa. Þegar við vorum bomin þar skamt austur með Múlanum, settumst við nið- ur á þúfu og borðuðum part af nestinu, sem Sandfellshagahjón- in gáfu okkur og töluðum um það með þakklátum bug, að það myndi vera það bezta matar- kyns, sem þau ættu til í búinu sínu, þegar við lögðum af stað frá þúfunni, sem við höfðum setið á, fundum við til mikils lúa í fótunum, sárinda strengir frá öklum til knésbóta heftu mikið ferðhraða okkar, við stauluð- umst þarna austur með múlan- um, hægt og bítandi, (eins og sagt er um hesta, sem labba lötur hægt, og grípa sér munnfylli af grasi úr götubökkunum, sem þeir ganga um) “kemst þó hægt fari”, segir máltækið, og eins það að viljinn dragi hálft hlassið, við reyndum að gera vilja okkar eins léttann aksturinn og við gátum. Enda var hann búinn að draga okkur austur fyrir alla Múla og gegnum Einarsskarðið, þá var sólin gengin í þvervestur, komið miðaftan dags, samt vakti enn ófarinn fjórðungur heiðarinnar, rétt fyrir framan okkur. Eftir alllanga stund vorum við komin norður að Garðsánni þar sem hún hossar sér með miklum há- vaða austur úr Þistilfjarðarfjall- garðinum, niður í Garðsdalinn, þaðan sem við vorum nú stödd, lá Garðsdalurinn beint í austur, barmafullur af geislum vorsólar- innar, benti hann okkur á sveit- ina, sem við vorum að flytja í, í henni átti eg að lifa og þrosk- ast í tólf ár. Þegar við höfðum náð til áarinnar, hættum við aö skipta okkur af götuslóðunum, sem við vorum að elta 1 ótal krókum millum fannanna þenn- an dag, niður dalinn stauluðumst við með hvíldum, eitt sinn þegar Ólöf systir mín stóð upp af þúf- unni, sem hún hafði setið á, sagði húnr '“Við skulum reyna að staulast nokkra faðma ennþá, eg held að þúfunni, sem eg sat á, hafi verið farið að dauðleiðast að sitja und- ir mér.” Eftir margar þúfna setur, kom umst við að Garði í Þistilfirði, klukkan ellefu um kvöldið, blaut upp á kné og leirug upp á haus. Eg minnist þess enn með þakklæti, hvað innilega vel okk- ur var tekið í Garði, við vorum strax klædd úr bleytunni og hátt- uð niður í rúm, konan gaf okkur nýmjólk að drekka, á öðrum góð- gjörðum höfðum við enga lyst, þau systkinin, svefninn og róin, aldavinir þeirra sem lúnir eru, heimtuðu okkur í arma sína, næsta morgun vöknuðum við hress og heilbrigð. Svefninn og hvíldin höfðu núið úr okkur harðsperru strengina, nóttina, sem við gistum í Garði, hjá Guð- mundi bónda Einarssyni og Kristínu konu hans. Þessi gest- risnu hjón fluttust nokkrum ár- um síðar til Ameríku og bjuggu í Álftavatns, eða Grunnavatns bygðunum hér 1 Manitoba, nú dáin fyrir mörgum árum. Dag- ínn, sem vio íorum frá Garö1.. náðum við Ólöf systir mín í til- vonandi ársvist okkar, að Ytra- Álandi í Þistilfirði. Hún í eld- húsið en eg í • kvíabólið. Eg er sami drengurinn, sem þú íyigdir hérna upp á heiðarbrún- ma fyrir rúmum þremur árum, nú hefi eg sagt þér ferðasögu okkar systkinanna héðan fra Sandfellshaga austur í Þistiifjörð vorið 1875.” Þá var vor og vornótt, veðrið einsýnt og bjart. Nú er haust og haustnótt, húmið tvísýnt að art. “Nú er eg næturgestur þinn í annað sinn, bóndi góður, og á austurleið eins og þá, útsýnið yfir sveitir 'landsins er að vísu ömur- legra nú, en þegar eg var hér á ferð síðast.” Þegar eg hafði þulið ailann þennan ferðapistil minn til enda, sagði bóndinn. “Nú hefir þú sagt mér svo greinilega frá þessu atviki, að eg man eftir því, eins og það hefði skeð í gær. Eg er glaður yfir því, að sjá þig aftur svona mikið stærri og mannslegri, en þú varst þá.” “Þegar málhvíld varð á milli mín og bóndans, sagði Sigur- björn. “Viljið þið að eg rauli eina rímu áður en við háttum?” “Já, blessaður,” sögðu allir. Sigurbjörn fletti upp á elleftu rímu í Jónsvíkinga rímunni, þar sem þeir Hákon jarl Sigurðs- son og Jómsvíkingar hittust og börðust á Hjörunavogi við Nor- veg 986. Ríman er kveðin undir hringhendum braghætti og byrj- ar svona: Andinn gnísu vaknar við, vítt á hnísu láði, herjans dísa hretviðrið heitt upp rísa náði. Þegar Sigurbjörn hóf að kveða hlustuðu víst öll þau eyru, sem þá voru stödd í baðstofunni í Sandfellshaga, kvæðamaðurinn hafði bæði há og fögur hljóð, mælti vísuorðin svo skírt fram, lagði svo hreina áherzlu á stuðla skipun bragsins að það var unun að hlusta á hann. Þegar eg hafði heyrt Sigurbjörn kveða um stund, sannfærðist eg um, að það var satt, sem Árni á Ferju- bakka hafði sagt mér, að hann Sigurbjörn gæti kveðið stórhríð- arihljóðið og fleira ömurlegt burt úr þönkum samtíðar sinnar og fyrir það væri hann aufúsu gest- ur allra, sem hann gisti hjá. Með- an Sigurbjörn kvað heyrðist hvorki dynur frá vindinum, sem rendi sér fótskrið út á baðstofu þakinu, né ískur í ýlustrái við glugga, klukkan mun hafa verið hálf tólf þegar kvæðamaðurinn hafði lokið við rímurnar, þær eru fjórar að tölu og innihalda eitt þúsund og eitt hundrað og ellefu vísur, við sem hlustuðum á kvæðamanninn, vorum þakk- lát fyrir langa kvöldvöku, stutta á meðan hann kvað, áður en háttað var, gengum við Björn bóndi og Sigurbjörn út á bæjar- hlaðið, veðurútlitið var hið sama, millum himins og jarðar sást ekkert annað en þokumökkur- inn, og geislastafurinn frá ljós- inu á stofuborði bóndans Ðjörns í Sandfellshaga. Við Sigurbjörn vorum rekkjunautar þessa nótt, hann lá við stokk, en eg við þil, þegar eg var háttaður sneri eg mér til þilsins, sofnaði strax og várð sivefninn vær. Snemma næsta morgun vakn- aði eg við það, að rekkjunautur minn var að klæða sig, þegar hann hafði lokið því. gekk hann mjög hægt fram úr baðstofunm, allir virtust sofa, og sumir hrutu, þegar Sigurbjörn kom inn, vakn- aði bóndinn, og spurði hann hvernig veðrið væri. “Það er alveg sama veðurút- lit eins og í gær, og vindurinn af sömu átt. Þér er best að halla þér niður í rúmið þitt aftur, klukkan er ekki sex, og dagur rís ekki fyr en klukkan átta, um þennan tíma ársins, og svo sileppi eg ykkur ekki fet frá heimili mínu í fangið á heiðinni í svona veðurútliti,” sagði bóndinn. “Það er vel ratandi, hver mað- ur með fullu viti, ætti að geta ratað, þegar vindur blæs, af hvaða átt sem er, ef þeir þekkja nokkrar áttir,” sagði Sigurbjörn. og hallaði sér um leið niður í rúmið. “Vindurinn er svo miklu hvass ari, þýngri, kaldari og sterkari uppi á heiðinni, en hann er hérna niður við bæinn, í skjóli við hana,” sagði bóndinn. “Já, eitthvað dálítið hvassari,” sagði Sigurbjörn. Eftir alllanga stund virtist fara að birta af degi, heimilisfólkið fór að klæða sig. Hjónin voru komin á fætur, Sigurbjörn sat á rúminu fyrir framan mig, leit um öxl sér til mín, og sagði: “Ætlar þú ekki að klæða þig í dag?” “Jú,” svaraði eg. “Þér er þá best að rumskast eitthvað í þá áttina, piltur minn.” Þetta lét eg hann ekki segja mér tvisvar, því mér fanst það liggja í orðum hans að eg væri svo latur að eg myndi ekki nenna því að hengja utan á mig fötin. Litlu seinna var borinn á borð morgunmatur fyrir okkur þrjá, bóndann og okkur Sigurbjörn, meðan við vorum að borða, beindi bóndinn tali sínu að Sigurbirni, og spurði: “Ertu staðráðinn í því að leggja á heiðina í dag?” “Já,” svaraði hann, “það yrði fremur förukerlingarleg saga sem gengi af mér hérna um sveitina, ef það spyrðist að eg alþektur ferðaslarkari hefði set- ið veðurteptur hérna undir heið- Sjötíu punda Rocket sprengja, sem brezki flugherinn er frægur fyrir.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.