Lögberg - 01.02.1945, Side 4

Lögberg - 01.02.1945, Side 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 1. FEBRÚAR, 1945 ---------Xögberg----------------------* Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjörans: BDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave, Winnipeg^ Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 « ——--------------——----------------4* Gróðrarátöð herneskjunnar Benedikt skáld Gröndal, höfundurinn að Heljarslóðarorustu og Þórði í Hattardal, nefndi Austur-Prússland einhverju sinni Júnkaragerði. Orðið “Junker” á rót sína að rekja til þýzka orðsins “Jungherr”, sem í bókstaflegri merk- ingu þýðir ungur, þýzkur aðalsmaður, þótt fátt eitt beri aðalsmennskunni vitni þar um slóðir, því Austur-Prússland hefir löngum verið gróðr- arstöð hinnar grimmúðugustu herneskju. Hinir fyrstu Júnkarar töldust til hinnar svo- nefndu tevtonísku riddarareglu; er þeir komu heim úr leiðangri til landsins helga, snemma á þrettándu öld, börðu þeir á slafneskum, hálf- viltum kynflokkum, er höfðust við þar, sem nú er Austur-Prússland, komu þeim á kné og skiptu með sér landi þeirra; á fimmtándu öld, komu þangað þýzkir fésýslumenn og iðjuhöldar, er gerðu bandalag við Júnkara, og lögðu grund- völl að hinu prússneska herveldi; þessir legátar hnepptu það, sem enn stóð uppi af hinum inn- fæddu, slafnesku kynflokkum í ánauð, og stofn- uðu með valdboði lénsdæmi, sem enginn mátti hrófla við, og fram að þessu hafa verið við lýði, þó nú séu þau sennilega í þann veginn að syngja sitt síðasta vers; land það, sem hér um ræðir, telur um fjögur hundruð miljónir ekra; lönd þessi, eða bújarðir mega Júnkarar hvorki selja né veðsetja; þau ganga að erfðum í bein an karllegg, og af þeim eru engir skattar greidd- ir. Jarðvegur á Austur-Prússlandi er alt annað en frjósamur, og víða er landið d raun og veru einungis nýtilegt til skógræktar; þó knýja Júnkarar leiguliða sína til að rækta rúg og hveiti samkvæmt gamaldags aðferðum; sjald- gæft má það teljast, að búskapur í Austur- Prússlandi beri sig, og flýja Júnkarar þá óðara á náðir ríkisins, og fá óskir sínar uppfyltar um gull og græna skóga. Mr. Curt Riess, höfundur bókarinnar “Under- ground Europe and Self-betrayal”, lýsir hugsun- arhætti Júnkaranna á þessa leið: “Þessir prússnesku legátar láta sér það aldrei til hugar koma, að þeir séu þjónar ríkisins; þeir þykjast vera langt yfir slíkt hafnir; lífs- skoðun þeirra er sú, að þýzkur almenningur eigi það erindi eitt í heiminn, að framleiða herskara, sem þeir einir skuli ráða yfir, og beita til landvinninga; þeir skoða frið eins og nokkurs konar millibilsástand, en stríð í raun og veru alveg sjálfsagðan hlut.” Júnkarar notuðu Brandenburg að miðstöð meðan þeir voru að ná haldi á Prússlandi í heild, en Friðrik mikli hafði Prússland að bækistöð, meðan hann var að leggja undir sig Silesiu; og rak svo eitt landránið annað unz þar kom, að þeir treystu sér til að ráðast á Frakk- land 1870—71. Og nú var til mikils að vinna, því þá áttu frönsku fylkin Alsace-Lorrain að innlimast í eitt alvoldugt og ósigrandi Þýzka- land; með þeim geisilegu náttúrufríðindum, sem áminst fylki bjuggu yfir, í viðbót við hinar auðugu kola og járnnámur Þýzkalands, töldu Júnkarar sér trú um, að þeir væru sjálfkjörnir til heimsyfirráða, og að gervallt mannkynið ætti að falla þeim til fóta. Á skemmri tíma en einni öld, tókst Júnkörum að byggja upp eitt hið allra risafengnasta her- veldi, sem sögur fara af, og með það fyrir aug- um, töldu þeir stríð og landrán öldungis óhjá- kvæmilegan og sjálfsagðan hlut. í þóknunarslkyni fyrir glæsilega hlutdeild í styrjöldum, kröfðust Júnkarar margháttaðra hlunninda af hálfu þses opinbera; þeir kröfð- ust undanþágu frá sköttum, og að landeignir þeirra gengi í erfðir í beinan karllegg frá kyni til kyns; einnig settu þeir þau skilyrði, að hafa ótakmarkað vald yfir leiguliðum sínum, þeim, sem jörðina áttu að erja, og skammta þeim úr hnefa að vild; þá komu og Júnkarar því til leiðar; að lög væri samin, er trygðu þeim margvísleg pólitísk forréttindi; allar voru þess- ar ívilnanir á kostnað þýzku þjóðarinnar í heild, og allar áttu þær, eins og geta má nærri, að miða að því, að auka á veg ofurmennisins þýzka. Júnkarar höfðu smátt og smátt komið inn þeirri hugmynd hjá þjóðinni, að herinn væri í heild sinni ósikeikull, og þá ekki hvað sízt æðstu foringjar hans; að vegur hinnar þýzku þjóðar og vegur hersins væri eitt og hið sama; svo komst dýrkun herneskjunnar á hátt stig með þjóðinni, að hún varð hvorttveggja hagræn lífsspeki hennar og trúarbrögð. Þegar syo bar við, sem var ósjaldan, að Júnkarar kollsigldu sig í fjárhagslegum skiln- ingi, þá hljóp ríkið undir bagga og greiddi úr flækjunni, og það alveg eins fyrir því, þó um auðsæ svik væri að ræða. Mönnum er enn í fersku minni, hvernig til tókst, er Bruning stjórnin 1931 samdi löggjofina til stuðnings við Júnkarana í Prússlandi, sem þá sögðust vegna dánumennsku sinnar við leigu liða sína, vera komnir á vonarvöl; framkvæmd áminstrar löggjafar varð að alþjóðarhneyksli; aðeins þeir fáu útvöldu urðu aðstoðarinnar að- njótandi, og þá fyrst og fremst þeir, sem fengið höfðu augastað á Hitler sem væntanlegum ríkis- kanzlara og frelsara þýzku þjóðarinnar; og þess- ir herrar lintu eigi látum fyr en þeir höfðu fengið óskir sínar uppfyltar, og húsamálaranum austurríaka hafði tylt verið í hinn æðsta valda- stól. Fyrra veraldarstríðið breytti í raun og veru engu til um sálarástand þýzku þjóðarinnar; hún var eftir sem áður ófáanleg til að trúa því, að hún hefði tapað stríðinu, og traust hennar á óskeikulleik herforingjaráðsins, sýndist naum- ast hafa veikst að mun. Þeim, sem að Versalasamningunum stóðu, var það ljóst, að eitthvað yrði til bragðs að taka til þess að losa þýzku þjóðina úr klóm herforingjazáðsins, sem því nær einvörðungu var samsett af prússneskum Júnkurum. í 160. grein áminstra friðarsamninga, var þannig fyrir mælt: “Herforingjaráðið þýzka skal þegar leyst upp, ásamt öllum öðrum hliðstæðum stofnunum, sem starfræktar kunna að vera í landinu.” Herfor- ingjaráðinu reyndist það samt sem áður ekki mikið vandaverk, að sniðganga þessi fyrir- mæli; yfirforingjarnir fóru að vísu úr einkennis- búningum sínum um stundarsakir, en það haml- aði þeim þó í engu frá því, að brugga ný leyni- ráð og skipuleggja undirbúning að nýju stríði. Versalasamningarnir höfðu naumast fyr ver- ið undirskrifaðir, en Hans von Seeckt tók sér það fyrir hendur, að æfa leynilega nýja her- skara; samkvæmt fyrirmælunum mátti herafli Þjóðverja ekki fara fram úr hundrað þúsund- um, og þenna her, sem smátt og smátt var aukinn að mun, notaði hið borgaraklædda her- foringjaráð, sem skóla handa forustumönnum yfirstandandi styrjaldar. Herforingjaráðið hafði það jafnan á vitund, að það yrði að velja þjóðinni æsingaforingja, Hitler, eða þá einhvern annan hliðstæðan hon- um, sem vakið gæti hana að fullu til meðvit- undan um nauðsyn öflugs og ósigrandi hers; lengi vel framan af, var það látið í veðri vaka, að Nazistar og herforingjaráðið ættu í fáu sammerkt; þetta var einungis blekking, eins og síðar kom í ljós, með því að herforingjaráðið eitt, sem samanstóð af Júnkörum, átti frum- kvæðið að valdatöku Hitlers og lagði blessun sína yfir hana. Adolf Hitler hóf blóðferil sinn á Þýzkalandi sem leigunjósnari fyrir herinn. í ræðu, sem hann flutti í Nuremberg árið 1935, komst hann þannig að orði: “Foringjar fæðast og foringjar deyja, en þýzka þjóðin heldur áfram á þroskabraut sinni eins fyrir því; þjóðin verður að grundvalla til- veru sína á hernum, stærri her, ósigrandi her”. Þetta féll 1 kramið hjó hinum prússnesku Júnk- örum; nú voru þeir ekki framar í neinum vafa um það, að þeir hefðu fundið foringjann, sem þeir voru að leita að. í lok fyrra stórstríðsins, skelti þýzka þjóðin allri skuldinni á keisarann; enda var alt við- unanlegra en það, að nokkur minsti skuggi félli á herforingjaráðið, og þegar núverandi styrjöld lýkur, verður viðhorf þjóðarinnar eitt- hvað á sama veg; að skuggi falli á herforingja- róðið, mó þjóðin ekki undir neinum kringum- stæðum sætta sig við. Júnkararnir, sem eiga að undirbúa þriðja stríðið, þurfa að vera með öllu flekklausir. En hver verður hlutur hinna prússnesku Júnkara um það er yfirstandandi styrjöld lýkur? Benda nú ekki flest eyktamörk til þess að veldi þeirra sé í þann veginn að hrynja til grunna? Nú hafa Rússar einangrað Austur-Prússland fró Þýzkalandi, og þó enginn viti enn með vissu hvað um “Júnkaragerði” verður, að loknum næstu friðarsamningum, þá geta menn þó rent grun í það, að Rússinn búi svo um hnútana, fái hann á annað borð viðráðið, sem naumast þarf að efa, að prússneska herneskjan skjóti ekki upp trjónu á næstu mannsöldrum. Hliðstæðar veilur við þær, sem svo átakan- lega rýrðu áhrifamagn Versalasamninganira frá 1919, mega ekki undir neinum kringum- stæðum endurtaka sdg, er til næstu friðarsamn- inga kemur; vitaskuld má enga friðarsamninga byggja á hefndarhug einum; en svo þarf að vera gengið frá, að prússneskum Júnkörum verði eigi gert kleift að hrinda mannkyninu út í þriðja tortímingarstríðið meðan sól tjaldar sali vorrar fögru jarðar. Gyltir þræðir Fyrir nokkru barst mér smá- saga; læt eg sögumanninn segja frá: Eg ólst upp á heimili ríkis- manns nokkurs og embættis- manns; margt var manna til heimilis, börn og fullorðið. Saumakona var ráðin til þess að standa fyrir saumum á fatnaði heimilismanna; lagði hún utan- hafnar klæði húsbóndans gylt- um þráðum og borðum; hirtum við börnin afklippur af skrauti þessu, og festum það á okkur, og kölluðum það heiðursmerkin okkar; átti það að sýna virðingu og höfðingsskap í mannfélaginu, og tókum upp nafnbætur og titla að höfðingjasið; vonum við ekki lítið upp með okkur af ímynd- aðri tign og virðingu. Nú er öld mannlofs, heiðurs- merkja, titla og tigla. Alt er þetta af velvild og góðhug; víst er þess að minnast, sem vel er gert. En stundum minna “gagn- skifta blíðmæli” þessi miklu, nafnbætur og heiðursmerki á söguna af börnunum. Jafnvei góðsemin getur gengið full langt, nema því aðeins að heilbrigð dómgreind fylgi, og að öllu sé stilt í hóf. Ef til vill, láta lofsyrðin vel í eyrum sumra; sagði ungur mað- ur eitt sinn, er um þetta var rætt: “They like to praise each other.” Það minnir líka á erindið: “Þetta tuggna þjóðarhól —• því er ver og miður, byrgir hugsun, sál og sól — sækir þráðbeint niður.” Ekki skal deilt um nauðsyn hinna fögru ummæla og heiðurs- merkja af virðingu við þá, sem vel gera; hermanna, skólamanna og annara, en svo tíðrætt verð- ur mönnum um þetta, að það er sanni næst að “fullur sé orða- belgur”. Ekki snertir þetta svo mjög ritstjóra blaðanna; efnið berst þeim í hendur; þeir verða að gera því skil á einhvern hátt. Blöðin eru spegill ríkjandi hugsunarháttar, nokkurs konar þjóðareign. Spegillinn getur ekki varist því, að sýna þá mynd, sem fyrir ber; það verður að rita “fyrir fólkið”. En skyldi ekki ritstjóranum stundum þykja nokkuð mikið í borið? Áður fyr þóttu hin svoköll- uðu heiðursmerki og nafnbætur fremur fátíðir viðburðir, að und- anteknum útskriftar skírteinum skólanna. Heiðursmerki hlutu þeir einir, sem þóttu skara fram úr á ein- hvern hátt; var það í fullu sam- ræmi við almennings álitið. En eftir því, sem tímar liðu gerðust virðingar vottorð þessi alltíð, og þykja naumast frá- 'sagnar verð; má alt að því segja að þau sæti verðfalli, eins og alt annað, sem verður alment og hversdagslegt, og vekur litla at- hygli; ekki heldur ávalt auðvelt að átta sig á tilefni heiðursins; enda ekki vandalaust að skera úr um mannkosti manna, og skilja úr-þá, sem eiga heiðurinn skilið. Mun ekki mannlegri dóm- greind stundum yfirsjást? Steingrímur Thorsteinsson læt ur svo um mælt: “Sagan merkismenn oss tér En mörgum týna náði. Mannkyns sagan önnur er, sem aldrei nokkur skráði”. Frelsarinn fann ástæðu til að áminna menn um að gæta var- fæmi í manngreinaráliti: “Dæm- ið ekki eftir ásýndum, heldur réttlátann dóm”. Sagan af trjánum tveim víkur að þessu: Ungtré eitt óx í skjólgóðum hvammi; jarðvegur var mátulega rakur og vel frjósamur. Sólin miðlaði þar geislum sínum ríku- lega; trénu unga fór vel frarn, og varð að vænni eik, með þétt- um, fallegum greinum, og glitr- andi laufskrúði. Á hraunbungunni fyrir ofan hvamminn óx annað tré; byrj- aði það tilveru sína í þröngri sprungu í hrauhellu; jarðvegur- var sæmilega frjósamur, en af Skornum skamti vegna þrengsla. Ekkert var þar skjól; sífeldur næðingur og svöl hretviðri næddu um hið unga tré; það var seinþroska; greinar þess urðu gisnar og kræklingslegar; börkur þess var hrjúfur. Rætur trésins urðu þó öflugar og smugu í gegnum moldina meðan rúm var til. Þær þrýstu á hellurnár, sem þrengdi að þeim, urðu þær að láta undan; efldust nú ræturnar allmikið, enda kom það sér vel, því oft reyndi mikið á tréð þar sem það stóð á bersvæði. Það má telja það nokkurnveg- inn víst, að tréð fagra í hvamm- inum hafi búið við rneiri orðstír en kræklingslega eikin uppi á hæðinni fyrir ofan. Og þó er sannleikur í orðum skáldsins: • “Alt, sem þú leiðst með þinn logandi þrótt. Það lýsir og rís eins og stjörnur um nótt”. Menn þekkja ekki sögu hrjúfu og óásjálegu eikarinnar uppi á hæðinni. “Oss fylgir svo margt í moldu” — svo margt, sem e'kki verður verðlagt eða tölum talið. Oft felst gull meðal þúfna, þar sem sízt mætti ætla. Mörg ekkjan leggur saman næt ur og daga, til þess að ala önn fyrir börnum sínum, og koma þeim á framfæri, og sýnir þá þrautseigju, sem mæðrunum er gefin öðrum fremur; um ástæð- ur hennar vita menn harla lít- ið; viðurkenningu fyrir æfistarfi sínu fær hún, ef til vill, fyrst og síðast með fáeinum hlý-yrð- um á líkbörunum. Það eru ekki allar mæður eins heppnar eins og konan, gem á þennan 'hátt vann fyrir drengn- um sínum, og gekk alls á mis, til þess, að borga fyrir það, svo hann gæti notið skólanáms. Þegar náminu var lokið, og drengnum afhent verðlauna- merki fyrir fram úr skarandi á- stundun, festi hann það á brjóst móður sinnar með þeim orðum: “Þú átt að bera þetta heiðurs- merki; þú vanst fyrir mér, og lagðir svo mikið á þig til þess eg gæti lokið námi mínu; þér einni ber heiðurinn.” Samúel spámanni var skipað að fara til fundar við hinn ríka fjárbónda ísaí, til þess að velja einn af sonum hans fyrir kon- ung yfir Israelsþjóðinni. ísaí leiðir fram syni sína sjö. Leizt Samúel svo vel á sveina þessa, að hann taldi víst að hver um sig væri konungsefni, en Guð bannaði Samúel að smyrja nokk- urn af mönnum þessum til kon- ungs: “Lít þú ekki á skapnað og háan vöxt. Guð lítur ekki á það, sem mennirnir líta á; mennirnir líta á útlitið en Drottinn lítur á hjartað.” Þegar Davíð kom fyrir Samúel, var honum boðið að krýna hann til konungs, þótt smæztur væri og yngstur. Umhugsunarefni eru orð Hann esar Hafsteins, hins marglofaða manns: “Og grunaða svæðið er hugsunarhátturinn. Hégómablásturinn, gullhamra- slátturinn.” Ekki er heldur manngreinar- álit lengi að breytast, eins og veður í lofti. Kristur er hyltur sem konungur á Pálmasunnudag, en þrem dögum seinna kross- festur eins og óbótamaður. Menn sem lengi eru búnir að liggja í gröf sinni ýmist lofaðir eða last- aðir. Marteinn Lúter, sem er búinn að hvíla í gröf sinni um 400 ár, er nú talinn af merkum rnanni á Englandi að hafa gefið tilefni til yfirstandandi styrjaldar, en gleymir þeirri blessun, sem starf Lúters leiddi yfir England. Verzlunarstjóra þekkti eg einn, sem veitti forstöðu danskri ein- okunarverzlun á Íslandi. Kosti mun maður þessi hafa haft, en lítt komu þeir fram við við- skiptamenn; hafði hann til að berja þá ef honum rann í skap, þar til að hann vandist af því, vegna þess að menn guldu hon- um í sömu mynt. Óreglumaður var maður þessi á fleiri en einn hátt. Kaupfélögin voru þá að komast á laggirnar, gaf hann þeim illt auga, og vann þeim alt ógagn, sem hann mátti; hélt hann úti njósn upp um sveitir um þá, sem ekki s’kiptu algerlega við verzlun hans, og leituðu fyr- ir sér þar sem buðust betri kjör; hafði hann alt ilt á hornum sér við þá; vel var hann vinum þeim sem fluttu honum fréttir úr sveitunum, og mjög var hann hliðhollur þeim í málefnum án tillits til málavaxta, og sást lítt fyrir. Hafði maður þessi slæmt orð á sér. Ekki er eg þó að segja frá þessu vegna þess, að mig langi til að vera að kasta hnútum að manni þessum, heldur til þess að sýna breytilegan hugsunarhátt. Maður þessi er nú kominn und- ir græna torfu, og er nú dáður mjög; talinn jafnvel héraðsprýði. Margvíslega hlotnast mönnum hrós og heiðursmerki; konungs- menn og hátt standandi embætt- ismenn fá iðulega “orður” og titla, sem nokkurskonar fyrir- fram borgun fyrir væntanleg af- reksverk, að því er virðist; aðrir eru sæmdir að framkvæmdu verki; sumúm nær heiðurinn eft- ir að þeir eru komnir undir græna torfu; suma hitta heiðurs- merkin “■af hending, eins og kúl- ur”. Sumum fylgja þau að gröf- inni, og snúa þar aftur. Oft munu virðingarmerki þessi veitt af heilum hug, og koma lík- lega niður á réttum stað á stund- um; í öðrum tilfellum eru eins eins og leikföngin, sem eg gat um að ofan; vafalaust sannast hér eins og ávalt: “Margir þeir, er fyrstir eru skulu síðastir, og hin- ir síðustu fyrstir.” Líklega gleðja heiðursmerkin marga, um það verður ekki dæmt, því margvísleg eru skil- yrðin fyrir gleði manna. Fyrir nokkru var maður sæmd ur “orðu”. Að nokkrum tíma liðnum fanst “orðan góða” inn- an um úrgangs dót í krók, sem rusli var safnað í, sem átti að eyðileggja; ekkert verður sagt um það, hvort þetta var tilvilj- un eða með vilja gert. Þegar alt kemur til greina, eru það mannkostir einir, og göfugt æfistarf, sem getur haldið uppi minningu manna. Fyrir nálega hundrað árum dó maður, sæmdur konunglegu heið ursmerki. Prsetur talaði yfir moldum hans við gröfina; skyld- menni hins látna handlék heið- ursmerkið yfir gröfinni með því augnamiði, að að því yrði vikið í ræðunni; prestur kýmdi að eins, en ekkert mintist hann á það. Mun þó maður þessi hafa verið merkur að sumu leyti, en hvergi hefi eg séð manns þessa getið í blöðum eða bókum; mun hann flestum gleymdur og heiðurs- merkið. “I dauðans örmum allir verða líkir”. Moldin gerir sér engan mannamun. .Rétt þegar eg er að enda þess- ar línur, barst mér bréf frá skóla- bróður mínum, sem er prestur; segist honum svo frá: “— háskól- inn bauð mér að sæma mig nafn- bótinni D.D. (Doctor í Guð- fræði). Eg afþakkaði boðið; eg þekki svo mörg tilfelli þar sem menn ganga með þessar nafn- bætur, þar sem það meinar ekk- ert annað en hismi og fánýtt glys, mér mundi ofbjóða sú hugsun að ganga með slíka nafnbót; það mundi ekki hafa bætt minstu ögn við þekkingu mína, eða gert mig á nokkurn hátt betur úr garði, til að leysa af hendi starf mitt sem prestur.” Af þessu öllu, sem nú hefir

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.