Lögberg - 01.02.1945, Blaðsíða 8

Lögberg - 01.02.1945, Blaðsíða 8
8 Gefið í minningarsjóð Eðlilega vilja flestir að nafn og minning ástvina sinna falli ekki í gleymsku og af ræktar- semi við þá burt sofnuðu eru minnismerki reist á gröfum þeirra. Nú falla samt margir fjarri sínum nánustu og langc frá sinni fósturmold, og engin steinn í ættargrafreitnum ber þeirra nafn. Því er líka þannig farið, að sumir vilja fremur tengja minning sinna við eitt- hvert starf en steininn. Þess vegna er það nú alsiða, að gefa í sjóði til starfrækslu einnar eða annarar stofnunar, í minn- ingu um vini sína og ættmenni. Stundum er líka peningum, sem annars myndu ganga til að kaupu blóm við jarðarfarir, þannig var- ið. Elliheimilið á Gimli og Sumar- heimilinu hjá Hnausum hafa innheimst allmiklir peningar á þennan hátt. Til kirkna, bæði heima og hér, hefur líka verið gefið til minningar um horfna vini og ástmenni. Það virðist vel til fallið því margir bera ennþá í brjósti vilvild og virðingu til kirknanna, sem dánar og deyj • andi kynslóðir reistu í fátækt sinni og vonuðu að eftirkomandi »kynslóðir viðhéldu til gagns og sóma fyrir sjálfa sig og aðra. í Wynyard, Sask., hefur nú þegar verið stofnaður dálítill sjóður í þessu augnamiði. Verð- ur honum varið til viðhalds ís- lenzku kirkjunni þar í bænum. Sú kirkja er íslendingum til sóma enda ein hin dýrasta og fegursta af íslenzkum kirkjum utan Winnipeg. Fyrsta upphæð in er gefin í minningu um fallinn hermann; þeir sem vildu þar við bæta geta sent gjafir sínar til safnaðar nefndarinnar: Mr. J. O. Björnson er forseti hennar en O. O. Magnússon skrifari. Von- andi eflist þessi sjóður til við- halds og skreytingar Sambands- kirkjunnar í Wynyard. H. E. Johnson. Wartime Prices and Trade Board Spurningar og svör. Spurt. Er það satt að dósa- mjólk fáist bráðum án seðla? Svar. Já. Dósamjólk verður ekki skömtuð eftir 1. febrúar. Spurt. Getur þú sagt mér hvað hámarksverðið er á sykri og smjöri. Svar. Enginn má selja fyric hærra verð en selt var fyrir á hámarkstímabilinu. Spurt. Grapefruit-safi hefir ekki sést í búðunum langa lengi, getur þú sagt mér hvenær hann verði fáanlegur aftur? Svar. Grapefruit-juice er að- flutt vara og því ekki altaf fáan- leg, en það er búist við að eitt- hvað dálítið komi á markaðinn í kringum fyrstu vikuna i marz. Spurt. Verða þeir sem aldrei hafa átt skömtunarbækur að láta eiðfesta umsóknina þegar beðið er um bók? Svar. Já. Umsóknareyðublaðið (form RB 64) verður að vera eiðfest. Þetta er nauðsynlegt til þess að koma í veg fyrir að þeir sem eru óráðvandir geti fengið fleiri en eina bók. Spurt. Er tímabilið takmarkað á seðlunum sem fylgja hermanna skömtunarspjöldunum? Svar. Nei. Spurt. Sumir matsalar neita að láta mann hafa meira en eina dós af niðursoðnum ávöxt- um í einu, þó maður hafi sæt- metis seðla fyrir fleiri dósir. Er þetta rétt hjá þeim? Svar. Já. Kaupmenn mega, ef þeir vilja, takmarka sölu á mat- LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 1. FEBRÚAR, 1945 inni, og kom að sjálfsögðu í | kona í Grand Forks, var við hljóð elstu kirkju Islendinga í Vestur- færið. M essuboð Fyrsta lúterska kirkja Séra Valdimar J. Eylands, Heimili: 776 Victor St. Sími 29 017. Guðsþjónustur á sunnudögum. Kl. 11 f. h. á ensku. Kl. 12.15 sunnudagaskóli. Kl. 7 e. h. á íslenzku. Söngæfingar: Yngri söngflokkurinn á fimtu- dögum kl. 8. Eldri söngflokkurinn á föstu- dögum kl. 8. íslenzk guðsþjónusta í Van- couver, kl. 7.30 e. h., sunnudag- inn, 4. febrúar í dönsku kirkj- unni á E. 19th Ave. og Burns St. Allir velkomnir. R. Marteinsson. • Lúterska kirkjan í Selkirk. Sunnudaginn 4. febrúar. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Ensk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólajsson. • Prestakall Norður Nýja íslands. 4. febrúar — Riverton, ensk messa kl. 2. e. h. 11. febrúar — Árborg, ensk messa kl. 2 e. h. B. A. Bjarnason. • Sunnudaginn 4. febrúar verð- ur guðsþjjónusta flutit í Akra Hall kl. 2 e. h. Guðsþjónustan fer fram á ensku og allir eru boðnir velkomnir. Eftir messu fer fram almennur fundur Vída- línssafnaðar; fyrir fundinum liggur aðallega prestkosning. Fulltrúar safnaðarins biðja fólk saifnaðarins að gjöra svo vel að sækja fundinn sem allra bezt. artegundum sem skortur er á. Þeir gera það til þess að dreyf- ing verði jafnari. Spurt. Þegar eg fór til Banda- ríkjanna tók bankinn við skömt- unarbókinni minni. Nú er eg komin aftur til Canada og verð að fá bók. Hvernig fást þær? Svar. Þú verður að fylla út umsóknareyðublað á næstu skrií- stofu W.P.T.B. Ef þú hefir kvitt- un fyrir bókinni sem bankinn tók, og getur sýnt hana, þá færð þú bókina strax. Ef ekki, þá verð- ur þú að láta eiðfesta umsóknina áður en henni verður sinnit. Spurt. Eg keypti notaðan kæli- skáp á uppboðssölu en hefi nú komist að því að eg borgaði mikið meira en hámarksverð fyrir skápinn. Eiga hámarksreglugerð- irnar ekki við, þegar selt er á uppboði? Svar Uppboðssalinn selur fyr- ir eigandann, og eigandinn verð- ur að halda sér við reglugerð- irnar. Verð á notuðum munum fer eftir því í hve góðu ástandi þeir kunna að vera, en má aldrei undir nokkrum kringumstæðum vera hæfra en þegar þeir voru nýir. Spuriningum svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne 700 Banning St. Winnipeg. Eggert Stefánsson . . . (Frh. af bls. 5) sér þar um stund við samræð- ur, en því næst sneru menn heim á leið eftir kvöldstund og skemt- un, sem þeim mun. áreiðanlega lengi í minni lifa. Fyrri hluta þriðjudagsins skoð aði söngvarinn sig um í byggð- heimi, Víkurkirkju að Mountain. Síðan sat hann og föruneyti hans miðdegisverð hjá prestshjónun- um dr. H. Sigmar og frú, en að því búnu skildu leiðir, Winnipeg fól'kið hélt heimleiðis, en Eggert söngvari og undirritaður, í fylgd með S. Indriðason, fóru til Garð- ar, en á'leiðinni þangað var num- ið staðar við minnisvarða K. N. Júlíusar skálds. Á Garðar var sest að kaffidrykkju heima hjá Kristjáni Kristjánsson kaup- manni, er síðan ók með okkur ferðalangana til Edinburg, en þaðan lá leiðin með járnbrautar- lestinni til Grand Forks seint um daginn. Sendir Eggert söngvari lönd- um sínum í íslenzku byggðinni í Pembina-héraði kærar kveðjur og þakkir fyrir gestrisni þeirra og ágætar viðtökur, og tekur greinarhöfundur undir þær kveðjur og þakkir af heilum huga. II. Miðvikudagskvöldið þann 24. janúar var Eggert Stefánsson heiðursgestUr á samkomu íslend inga í Grand Forks, fjölmenn- uistu íslencþngasamkomu, sem þar hefir haldin verið árum sam- an, því að hana sóttu á annað hundrað manns, en sumt í þeim stóra hóp var eðlilega fólik af erlendum stofni, sem tengt er Íslendingum. Fór samkoman fram í hinum rúmgóða efri sal Odd Fellow hússins þar í borg. Hófst mót þetta með því, að samkomugestir sungu “Hvað er svo glatt sem góðra vina fund- ur”, undir stjórn Mrs. Alí Hulteng (dóttur séra Hans B. Thorgrímsen), en Miss Dora Austfjörð frá Helsel, nú kennslu Síðan tók dr. Richard Beck, er stjórnaði samkomunni, til máls. Kynnti heiðursgestinn og sagði frá margþættri starfsemi hans á sviði söngmenntar og menningar. Var hinum kær- komna gesti ágætlega fagnað. Ræðumaður skýrði þessu næst frá för sinni til íslands síðast- liðið sumar,, hinum mikilfeng- legu lýðveldishátíðarhöldum 17. og 18. júní, að Þingvöllum og í Reykjavík, ferðum sínum um landið, hinum mörgu og miklu framförum síðari ára, og kvaðst eigi fá nógsamlega þakkað hin- ar ágætu viðtökur, sem hann átti alstaðar að fagna. Þá var sýnd lýðveldishátíðar- kvikmynd Lofts Guðmundssonar ljósmyndara, sem er í litum og hin prýðilegasta. Er þar eigi að- eins um að ræða ágætar myndir af sjálfum hátíðahöldunum, heldur einnig ljómandi góðar myndir af Þingvöllum og Reykja vík, enda vöktu þær óblandna ánægju allra áhorfenda. Létu ýmsir úr hópi yngra fólksins, sem aldrei höfðu ísland séð, þá skoð- un í ljósi, að nú fyrst hefði það fengið verulega hugmynd um sérkennilega náttúrufegurð Is- lands og litauðlegð þess. Tjái eg hér með Lofti ljósmyndara inni- legar þakkir okkar Islendinga í Grand Forks fyrir þá góðvild og þann mikla greiða, sem hann gerði okkur með því að lána okk- ur myndina til sýningar á sam- komu okkar. Kom nú að því atriði skemmti- skráarinnar, sem menn höfðu sérstaklega hlakkað tií, en það var alS fá að heyra heiðursgestinn syngja. Varð hann vel við beiðni manna um það, enda þótt lítið hefði verið um hvíld fyrir hann undanfarna daga og hann yrði sjálfur að leika undir á hljóð- færið. Söng hann lögin “Leiðsla”, “Draumalandið” og “ísland ögr- um skorið” við mikla hrifning tilheyrenda, sem þökkuðu hon- um með dynjandi lófataki. Þeir létu einnig óspart í ljósi síðar á samkomunni og að henni lokinni, hversu mikil ánægjk þeim hefði verið að komu hans og þátttöku í skemmtiskránni, enda voru all- ir á einu máli um það, að þeim myndi samkoman lengi í minni geymast. Lauk henni með því, að allir sungu þjóðsöngva Islands og Bandaríkjanna. Eftir það gafst samkomugestum tækifæri til að kynnast heiðursgestinum per- sónulega og ræða við hann. Síðan var sest að veglegn veizlu í neðri sal samkomuhúss- ins, er íslenzku konurnar í Grand Forks höfðu undirbúið, og voru borð öll prýdd litum íslenzka fánans. Yfir borðum tóku til máls dr. G. G. Thorgrímsen, Jón K. Ólafsson, frá Garðar, fyrrum rikisþingmaður í Norður-Dakota og samkomustjóri, er allir þökk- uðu heiðursgestinum fyrir kom- una og prýðilegan söng hans. En hann þakkaði í samkomulok fyrir ágætar viðtökur í Grand Forks, sem annarsstaðar meðal landa sinna í Manitoba og Norður Dakota. Lauk þannig þessari eftirminni legu samkomu, sem í rauninm mátti teljast lýðveldishátíð Is- lendinga í Grand Forks, en jafn- framt sóttu hana landar þeirra víða að, svo sem frá Mountain, Garðar, Park River, Grafton og Crookston, og voru þeir allir góð- ir gestir. HEYRNARBILUN HEYRIÐ 1 DAG HEYRIÐ A MORGUN MEÐ VOCALITE pað er ekki unt, a5 fá betra heyrnaráhald en VACOLITE, sem Þúsundir manna nú nota sér til úseg-janlegrar íinægju og bless- unar. BERIÐ VACOLITE SAMAN $64. fð — $116.50 — $129.50 Betri kjör eru ekki hugsanleg. Winnipeg Hearing Aid Centre 609 BOYD BLDG. SÍMI 86 764 Eggert Stefánsson hélt áfram ferð sinni áleiðis til New York og Washington seinni partinn á mánudaginn, eftir að hafa dvalið í gistivináttu vina sinna í Grand Forks í nokkra daga. Hefir hann með komu sinni til landa sinna í Manitoba og Norð- ur-Dakota fært ísland nær þeim, bæði með sérstæðri túlkun sinni á íslenzkri tónment, eldri og yngri, og með upplestri “Óðsins til ársins 1944”, sem dregið hefir sérstaklega athygli þeirra að tímamótunum miklu í sögu Is- lands á nýliðnu ári, lýðveldis- stofnuninni. Eru þeir honum því þakklátir fyrir komuna og góð- hugur fjölmargra þeirra fylgir honum á ferðum hans og heim um haf, þegar hann hverfur aft- ur til ættjarðarinnar. Richard Beck. The Swan Manufactiirmg Co. Manufacturers of SWAN WEATHER-BTRIP Wlnnipeg. Halldór Methusalems Swan Eigandi 281 James Street Phone 22 641 Ambassador Beauty Salon Nýtizku snyrtistofa Allar tegundir af Permanents. íslenzka töluð á staðnum. 257 KENNEDY STREET, fyrir sunnan Portage Bími 92 716 8. H. Johnson, eigandi. “CELLOTONE” CLEANING SPECIALS SuiTS - - - 59c (Mens 2 or 3 piece) Dresses - - 69c (Plain 1 piece) CASH AND CARRY Other Cleaning Reduced PHONE 37 261 PERTH9S Minniát BETEL í erfðaskrám yðar NÝ BÓK “Björninn úr Bjarmalandi” EFTIR ÞORSTEIN Þ. ÞORSTEINSSON Yfirlit yfir þroskasögu Rússlands og helstu heimsviðburði í síðastliðin 25 ár. Verð: saumuð í góðri kápu $2.50 — í bandi $3.25. Burðargjald 10 cent Pantanir sendist til THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVE. WINNIPEG MANITOBA erum samtaka um stuðning við allar líknarstofnanir hverju nafni, sem þær nefnast, og látum ekki undir höfuð leggjast, að kaupa stríðssparnaðar skírteini. DREWRY5 LIMITED HOUSEHOLDERS --- ATTENTION -- We have most of the popular brands of coal in stock at preseni, but we cannot guarantee that we will have them for the whole season. We would advise that you order your fuel at once, giving us as long a time as possible for delivery. This will enable us to serve you better. CrURDY CUPPLY MCC SUPPLY ro SUPPLIES V/ i LTD. and COAL Phone 23 811—23 812 1034 Arlington St.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.