Lögberg - 01.02.1945, Blaðsíða 7

Lögberg - 01.02.1945, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 1. FEBRÚAR, 1945 7 Hallgrímur Pétursson Drengir og stúlkur: Á Seytjándu öld var uppi á íslandi prestur, sem hét Hall- grímur Pétursson. Hann var fá- tækur alla sína ævi og seinustu árin þjáðist hann af hræðilegum sjúkdómi — holdsveiki. En þrátt fyrir alla örðugleika varð hann frægasta skáld á íslandi í sinni tíð. Hann var sérstaklega sálma- skáld. Séra Hallgrímur var einlægur trúmaður. Trú hans var innileg °g sterk. Hann leitaði hugsvöl- unar í sorgum sínum og sjúk- dómi, með því að hugsa um guð °g yrkja ium sögu Krists og kenn- ingar hans. Hann orkti Passíu- sálmana um kvalir og fórnar- úauða frelsarans. Þeir eru ódauð- legt snilldarverk og urðu ís- lenzku þjóðinni hjartfólgnari en nokkur önnur ljóð. Séra Hallgrímur orkti greftr- unarsálminn “Allt eins og blómstrið eina”, sem sunginn er enn í dag við hverja jarðarför íslendinga. Hann orkti líka heii- ræðavísur fyrir unglinga og munu flestir unglingar á Islandi kunna þær. Ef til vill, langar ykkur, drengina og stúlkurnar vestan hafs, sem kunnið íslenzku, að lesa og læra þessar heilræða- vísur. Eg er R. K. G. S. þakklát fyrir að senda “Yngstu lesendunum” ungmenna heilræði Hallgríms björn jónsson axfjörð Hann andaðist að heimili sínu 1 hinni svonefndu Hólar-bygð nálægt Leslie, Sask., 31. des. s. 1. eftir langa vanJheilsu; hafði ver- ið rúmliggjandi 14—15 vikurnar síðustu. Björn var fæddur að kaenum Ytri-Tungu á Tjörnesi í Suður-Þingeyjasýslu, 14. febr. árið 1864. Voru foreldrar hans þau hjónin Jón Guðmundsson og Kristín Jóhannesdóttir. Ólst hann upp undir handleiðslu for- eldra sinna, sem voru vinnuhjú 1 ýmsum stöðum en þó oftast í Axarfirði. Ungur giftist hann, árið 1894, Petrínu Jónsdóttur, en misti hana eftir mjög stutta samveru. Eignuðust þau eina dóttur barna, ieugu dáin. Árið 1897 giftist hann eftirlifandi seinni konu sinni, Valgerði Þorláksdóttur, settaðri úr Þiátilfirði. Þeim varð Þessara barna auðið, sem kom- Ust til aldurs: Kristveig (Mrs. Guðmundsson) Bankend, Sask., Uuðlaugur Stefán, dó árið 1923, Þorlákur, í föðurgarði, Halldór, húsettur í Hólar-bygðinni og hvæntur hérlendri konu, Stein- grimur, í Canadahernum, og fréttist síðast til hans á ítalíu. Auk þessara barna eru 12 barna- börn og 5 barnabamabörn hans á lífi. Þau Björn og Valgerður komu tú Ameríku árið 1903. Dvöldu Þuu fyrst í Argyle-bygðinni, , an>, en tóku heimilisréttarland í Hólar-bygðinni árið 1910 og hafa búið þar síðan. Hjörn sálugi var einkar glað- ^yndur maður og vinsæll í sínu uagrenni. Hann var mjög laglega hagmæltur og hafði það til, sem Hestir landar, að láta fjúka í hendingum við ýms tækifæri. Skáldskapur hans var ætíð gam- ansamur en græskulaus, enda ^ar maðurinn valmenni. Nú Ijóðnar óðum stefjahreimur ís- endingsins hér í álfu og nú virð- ^t mér sem við séum ekki ein- Péturssonar. Fyrsta vísan birtist' í þessu blaði og hinar seinna. Ungum er það allra bezt að óttast guð, sinn herra; þeim mun vizkan veitast mesx og virðing aldrei þverra. Oröasafn. seytjándu — seventeenth öld — century fátækur — poor ævi — live þjáðist — suffered hræðilegur — terrible sjúkdómur — disease holdsveiki — leprosy örðugleikar — troubles, difficulties frægast — most famous tíð — time sérstaklega — especially, particularly sálmaskáld — psalmist einlægur — sincere trúmaður — believer trú — faith hugsvölun — comfort, consolat- ion kenningar — teaching um kvalir og fórnardauða frels- arans — history of the passion snilldarverk — masterpiece hjartfólgnari — more dearly beloved greftrunarsálmur — funeral hymn jarðarför — funeral heilræði — wholesome counsel, good advice vísa — verse Huldukona. ungis að greftra góða og nýta einstaklinga, heldur heila kyn- slóð, sem gengur til grafar. Margt var vel um þá kynslóð, sem kom hér til landnáms á vesturvegum og henni eigum við mikið að þakka. Hún lagði undirstöðuna fyrir gengi voru hér vestra, í fleiri en einum skilningi. Hún hefur breytt mörk inni í sáðland, og hún hefur, með framkomu sinni, aflað kynstofni vorum þess álits er hann nýtur íslandi til sóma í álfunni. Erfið varð þeim lífsgangan, sem flýðu fátæktina heima til að brjótast upp úr örbyrgðinni hér vestra. Mörg voru erviðisárin, og marg- ir voru erviðleikarnir á fram- sóknar brautinni. I sumarhitum og vetrarfrostum urðu þeir að erfiða og mæta hverju, sem að höndum bar. Þá blés tíðum kalt um illa búna íslendinga á vest- ur sléttunum; þá var stundum erfitt að afla sér og sínum allra lífsnauðsynja, þá voru margar hetjudáðir drýgðar, sem gleymsk an og þögnin hylur. Björn sál., varð aldrei auðug- ur, en hann komst heiðarlega af með barna hópinn sinn og eyddi kröftum og ævistarfi til að gegna skyldum sínum. Þreyttur og háaldraður er hann nú genginn til hinztu hvíld ar. Eitt er eg viss um, að hanr. vildi að eg vinur hans, mintist á í þessum minningar orðum og bæri eiginkonunni ástarþakk'r hans og kveðjur, henni sem með fórnfúsu kærleiksþeli annaðist hann fram í andlátið, henni sem aldrei vék frá honum í dauða- stríðinu; henni, serp vakti yfir honum, sem engill kærleikans fram til hinns síðasta. Hann var jarðsunginn frá Hól- ar Hall, af undirrituðum þann 5. jan. s. 1. Ekkjan hefur beðið mig að bera öllum nágrönnum sínum og vinum, er á einn eða annan hátt veittu henni hjálp í veikindum eiginmannsins og vottuðu henni og fjölskyldunni samúð sína við útförina, sínar hugheilustu þakkir. Sérstaklega vill hún minnast Jóns Jóhanns- sonar og Mrs. Stefánssonar í þessu sambandi. H. E. Johnson. DÁNARFREGN Sigrún Grímson Fimtudaginn 14. desember and aðist Sigrún Grímson, hjúkrun- arkona við sjúkrahúsið í Grafton. Bar andlát hennar mjög svip- lega að, og var hún eins og vænta mátti harmdauði foreldrum sín- um og öllum ástmennum. Varð dauði hennar, eins og hann bar að, hið þyngsta reiðarslag fyrir ástmennahópinn allann. Enda varpaði hann djúpum skuggum sársauka og saknaðar yfir alla heimabygð hennar ■ í Mountain, N.D., og grendinni, og yfir sjúkra húsið þar sem hún starfaði og fólkið þar. Sigrún sál. var mjög góð stúlka og vel gefin, eins og hún átti kyn til. Vinsæl var hún og mikils metin bæði sem heiðarleg ung stúlka og mikilhæf og umhyggju- söm hjúkrunarkona. Sorgin og söknuðurinn var því þungur við fráfall hennar. Og reyndist for- eldrum og ástvinum kanns-ke enn þyngri vegna þess að bróðir hennar Árni, sem er eina barn foreldra sinna, auk Sigrúnar sál., og er í her Bandaríkjanna, var nú erlendis í herþjónustu, og áfar langt að 'heiman. Sigrún sál. fæddist í Mozart, Sask., 5. júlí 1922. Þar voru for- eldri hennar þá búsett. Foreldri hennar eru Hallgrímur B. Grím- son og kona hans Anna, dóttir hinnar mikilsmetnu hjóna, Árn.x og Guðrúnar Björnson er búa : næstu grend við Mountain. N.D. Hallgrímur B. Grímson er af hinni fjölmennu Grímson ætt, sem hefir verið næsta fjölmenn hér í Norður Dakota. En Guð- mundur Grímson dómari, einn áf hinum nánu ættingjum hans. Á barnsaldri vandist Sigrún á stöðuga þátttöku í guðsþjón- ustum og sunnudagaskólastarfi. Var hún um hríð sunnudagaskóla kennari að loknu sunnudaga- skólanámi sínu og fermingu. Hún hélt til dauðadags, ein- lægri trygð við söfnuð sinn, Vík- ursöfnuð að Mountain, sem og var söfnuður foreldra hennar og annara margra ástvina og ætt- ingja. Hin látna unga, vinsæla og velmetna mær, var jarðsungir. frá heimili foreldra sinna og frá kirkju Víkursafnaðar að Mountain, miðvikudaginn 20. desember. Mikið fjölmenni ást- menna, vina og samferðafólks fylgdi henni harmþrungið til grafar, þar með nokkur hópur hjúkrunarkvenna, stallsystra og samverkafólks frá sjúkrahúsinu í Grafton. Séra H. Sigmar jarð- söng. H. S. — Af hvaða bókum hefurðu mest yndi? — Matreiðslubókinni hennar móður minnar og ávísanabókinni hans föður míns. Lady Llester &tanhope (Frh. af bls. 3) Hester var jafn snjöll færustu mönnum á hestbaki, og var gef- in fyrir útreiðar. Eftir stutta dvöl þar í landi sigldi hún til Jaffa og suður til Jerúsalem, á meðan hún dvaldi á Gyðinga- landi, barst hún mikið á í klæða- burði, var hún í rauðri treyju lagðri gullborðum, buxurnar voru gullborðum lagðar, í hvítri yfirhöfn var hún hin prýðileg- asta ásýndum, og hún reið í hnakk, sem var fóðraður með rauðu flaueli. Vakti hún feykna eftirtekt hvar sem hún fór, minnir hún ósjálfrátt á glæsi- mensku Rikarðs ljónshjarta, Sir Kenneths soldáns og Editte Plantaganet, eins og Talisman Sir Walter Scotts skýrir frá. Eftir nokkra dvöl á Gyðinga landi fór hún til Acre á Sýr- landi, sem er fræg borg frá tíð krossferðanna. Krossfarendur tóku hana 1104, Tyrkir náðu henni aftur 1187, en Ríkarður ljónshjarta náði henni á sitt vald 1291 og gaf hana í hendur ridd urum St. Johannesar frá Jeru- salem, Napoleon mdkli reyndi að ná borginni á sitt vald 1799 en varð frá að hverfa. Á meðan Hester dvaldi í Acre sat hún í miklu yfirlæti hjá spánverska konsúlnum. Frá Acre fór hún til Nazaret og síðan til Damaskus. Um þetta leyti fór að brydda á óvináttu milli þeirra Crawford Bruce og Dr. Meryon, lækninum þótti nóg um vináttu þeirra Hester og Bruce, en kærleikar höfðu aldrei verið miklir milli þessara tveggja manna. Hester sá að hún mundi af þessum á- stæðum ekki geta haft báða lengur sem ferðafélaga, svo hún lét læknirinn fara, en Bruce veiktist skömmu síðar og varð hún þá að kalla læknirinn til að stunda hann. í Damaskus barst Hester mik- ið á, lifði hún í hinni mestu prakt, var hún tilbeðin af íbúun- um sem nokkurskonar hálfguð, fyrir glæsimensku hennar og meðfram fyrir riddaralegac íþróttir og það að hún bar vopn. Hana fýsti mjög að fara til Palmyra, sem er fræg borg í Sýrlensku eiðimörkinni, en það voru ýmsar tálmanir á leið hennar svo það varð ekki af því fyr en nokkuð seinna. 1813 kom hún því í framkvæmd, þar var henni tekið með kostum og kynjum, og þar mun hún hafa náð hámarki frægðar sinnar, hún skrifaði vinum sínum og sagði að hún hefði verið krýnd “drottning eyðimerkurinnar”. Eftir stutta dvöl þar sneri hún til baka og vestur að ströndinni, drepsótt geysaði þá um landið og hana fýsti að fara burt frá Sýr- landi, en þá var að fara út um þúfur vinátta hennar og Bruce, sem þreyttur var orðinn á ráð- ríki hennar og hinu praktuga hirðlífi,^fékk hann þá og bréf frá Englandi að faðir hans væri hættulega veikur og hann beð- inn að koma heim. Skömmu eft- ir að Bruce hvarf henni, tók Hester megna hitaveiki, lá hún við dauðans dyr svo vikum skifti og þrír mánuðir liðu þar til hún var fær um að ferðast. Fór hún nú burt af Sýrlandi og settist að í Mar Eleas klaustrinu, við ræt- ur Lebanon, hún var mjög bil- uð að heilsu, og lifði hún nu reglulegu klausturlífi, nágrann- ar hennar voru bændafólk úr nágranna þorpum, sem komu fyr ir forvitnis sakir til að sjá ensku prinsessuna eins og þeir jafnan kölluðu hana. Á næstu árum fara litlar sög- ur af ihenni, en hún varð æ meir og meir austurlensk í hugsun og háttum og fjarlægðist að sama skapi ættlandinu og öllu því sem vestrænt var. Einkavinur henn- ar Dr. Meryon fylgdi henni í útlegðina, hafði hann aðsetur sitt í litlu húsi í þorpi einu örskamt frá verustað hennar og af ritum hans er það að menn vita raun- ar nokkuð um hana á þessum árum, hún hélt sig eina og af- skekta lengi, en er heilsa hennar fór batnandi kom ævintýraþráin aftur, ferðaðist hún þá um Sýr- land í fjóra mánuði og heimsótti ýmsa merka staði. Um þetta leyti var það að hún fór til Ascalon borgar til þess að leita að huldum fjársjóð, sem al- mennt var trúað að þar væn faílinn, fór hún þennan leiðang- ur að tilhlutan Tyrknesku stjórn arinnar og með fullu samþykki Soldánsins í Miklagarði, var henni gefið ótakmarkað vald til þess að haga leiðangrinum eftir eigin geðþótta, svo rannsóknin gæti orðið sem nákvæmust. Lagði hún á stað með makt og miklu veldi, sveit hennar var 200 manns, en árangurin varð enginn. Enginn fjársjóður fannst. og ekkert sem merkilegt var nema ein myndastytta, sem hún lét brjóta, því hún vildi ekki að sá' orðrómur bærist út að hún væri að safna forngripum fyrir Englendinga í staðinn fyrir að vera að vinna fyrir hið nýja fósturland, eins og hún átti að vera. Hrygg í huga yfir afdrifum leiðangursins, sneri hún nú aftur til Mar Eleas og settist um kyrt. Fréttin um það að hún hefði fyrir alvöru sest að þarna austur frá barst til Englands, svo um tveggja ára skeið sótti allur fjöldi af merku og hátt stand- andi ferðafólki frá Englandi hana heim á þessum afskekta stað, og birti ekki alllítið yfir lífi hennar við þær heimsóknir. Einn af þeim sem heimsótti hana var hinn merki ferðamaður og fyrirles- ari James Silk Buckingham og tileinkaði hann henni eina af bókum siínum, og taldi hann hana eina fegurstu mynd kvenn- þjóðarinnar, og fór um hana mörkum fögrum orðum. 1816 komst hún í miklar fjár- kröggur, hún var ekki hagsýn eða sparsöm, eftirlaun hennar frá stjórninni rægði alls ekki með þeim lifnaðarmáta, sem hún hafði, en hún var bjartsýn í því tilliti og hafði þá trú að fjárhagslega mundu leiðir opnast og alt mundi jafna sig. Hún fékk í arf eftir bróður sinn, sem dó 1809, 10.000 sterlingspund. Þetta sama ár hvarf Dr. Meryon henni til Englands og upp frá því sleit hún öllu sambandi við England, hún jafnvel lét það boð út ganga að hún veitti ekki framar móttöku neinum gestum frá Englandi, samt tók hún í þjón- ustu sína enskan mann, Dr. Newberry, í staðinn fyrir Dr. Meryon, og var hann með henni þar til 1819. Þegar hann fór heim aftur, kom Dr. Meryon aftur en þá var hún orðin svo Tyriknesk í allri hugsun og hátt- um að hann dvaldi aðeins stutta stund, var það með beggja sam- þykki að hann hvarf heim aft- ur. Um þetta leyti var það að hún settist a, í húsi einu í Doun og dvaldi hún þar í 20 ár, og mátti segja að hún settist í helg- an stein. En það er all skoplegt hvernig hún náði þar aðsetri. Eigandinn var kristinn kaupmað ur sem hún eitt sinn heiðraði með því að heimsækja hann. Með mörgum fögrum orðum hrósaði hún húsinu og garðinum í kring og hilóð lofi á eigandann svo hann varð frá sér numinn og bauð henni til miðdegisverðar og næturgistingar. En hún svaraði því að hún ætlaði að setjast þar að fyrir fullt og alt, hann tók þessu sem spaugi fyrst, en að tveim vikum liðnum er hún enn sat þar fór hann að verða á- hyggjufullur, og fór að grenslast eftir hver fyrirætlun hennar væri. en hún svaraði því að hún mundi sitja sem fastast, því hér ætlaði hún að eiða ævi sinni, húsið væri algjörlega eftir sín- um geðþótta, og hér kysi hún að búa framvegis. Kaupmaðurinn reyndi uð skýra það fyrir henni að hann vildi hvorki selja né leigja núsið, en hún svaraði honum því að hana fýsti ekki að kaupa húsið — en bara slá eign sinni á þaö. Kaup- maðurinn í vandræðum sínum reyndi með öllu möguiegu móti að losast við hana, og hann skrif- aði stjórnarvöldunum í Mikla- garði og leitaði aðstoðar þeirra, að nokkrum tíma liðnum fékk hann svar frá stjórninni og skip- un um það að hlýða “prinsess- unni frá Evrópu í öllu”, að því svari fengnu hrökklaðist kaup- maður burt, en Hester sat með húsið og eignina. Eftir því sem árin liðu fór heilsa Hester hnignandi, og fjár- hagsástæðurnar urðu mjög erfið- ar, hún einangraði sig nú sem mest og afsagði nú með öllu að taka á móti ferðafólki, voru margir sem fóru langt úr leið til þess að heimsækja “drottn- ingu eyðimerkurinnar”. Læknir einn Dr. Madden að nafni, sem heimsótti hana, sagði að ástæð- an fyrir því að Hester eyddi æv- sinni á þennan hát væri sú, að henni fyndist nautn í því að ráða yfir hinum góðhjörtuðu en grann vitru bændum, sem hún sam- neytti. 1827 heimsótti Dr. Meryofl hana aftur, ásamt konu sinni, því nú var hann giftur, það angraði hann mikið, er hann sá hinar erfiðu kringumstæður Hester. Hinn síðasti Vesturlanda maður sem með henni var, var nú dáinn og hún hafði eingöngu austræna þjóna. Skuldabasl og langvarandi heilsuleysi hafði dregið úr henni allann þrótt, svo nú var ekki sjón að sjá hana í samanbuðri við það sem var 14 árum áður. Hugur hennar gagnvart kvennþjóðinni hafði ekki blíðkast með árunum, hún leyfði Mrs. Meryon að heim- sækja sig aðeins einu sinni og það ekki án mótmæla, á meðan þau dvöldu á þessum slóðum, sem voru nokkrir mánuðir, svo eins fljótt og (kostur var á, fékk Dr. Meryon heimfararleyfi og sigldi heim, sem hann bjóst við að væri í síðasta sinn. En það átti enn fyrir honum að liggja að fara austur. 1836 kallaði hún hann austur. Ein- angrun fjánhagskröggur og heilsuleysi, er hún átti við að stríða sló á viðkvæma strengi vina hennar og þeir gátu ekki neitað henni þegar hún knúði á náðardyr þeirra. Skömmu eftir að Dr. Meryon skildi við hana í þetta sinni urðu fjárhagsástæð- urnar svo að hún komst á kald- ann klaka. Skuldir hennar voru orðnar svo miklar, að skuldu- nautar hennar snéru sér til utan- ríkisdeildarinnar og settu fastar tekjur hennar eða eftirlaun. Hún fann sárt til þessa til- tækis, og fannst sér misboðið. Hún skrifaði harðorð bréf til brezka sendiherrans, þingforset- ans á Englandi og Wellingtons lávarðar, og síðast skrifaði hún Victoriu drottningu í miklum móði, þar sem hún tók það fram að hún gæti ekki með nokkru móti liðið það að eftirlaun sín væru tekin lögtaki, svo hún af- afsalaði sér þeim í hendur skuldu nautum sínum af frjálsum vilja. Nú var hún nauðbeygð að spara alla hluti og takmarka öll út- gjöld, varð hún að mestu að loka upp heimilinu sem hafði verið svo ríkmannlegt og kostn- aðarsamt. Þann 23. júní 1839 kvaddi hún þennan heim, einstæðingur, án læknishjálpar. Vinalaus og vin- um sneydd. Svartir þjónar hjúkr uðu henni í dauðastríðinu. Mr. Moore, brezki konsúllinn í Beirut og trúboði frá Ameríku voru við útför hennar, sem fór fram um miðnætti sama daginn og hún dó, hún var jarðsungin með lítilli viðhöfn í garðinum við heimili hennar. G. J. Oleson. Glenboro, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.