Lögberg - 01.02.1945, Side 5

Lögberg - 01.02.1945, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 1. FEBRÚAR, 1945 5 ÁHLGAMÁL LVCNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Bezta hveitið — lélegasta brauðið Þetta er fyrirsögn á grein, sem birtist í Winnipeg Free Press, fyrir nokkrum dögum. í þessari deild Lögbergs, hefur oft verið vikið að því, hve áríðandi það væri fyrir heilsufar fólks að það neytti brauðs, sem væri ríkt af bætiefnum. Til þess að undir- strika það, sem áður hefur verið sagt um þetta efni, er hér birtur útdráttur úr ofannefndri grein. “Upplýsinga starfsemin í sam- bandi við mataræði í Canada, hefur brugðist vonum manna, að minsta kosti í einu mikilvægu atriði. Fyrir ári eða svo, var mikið talað um þá yfirsjón að nema bætiefnin burt úr hveit- inu þegar það er malað, en slíkt hafði í för með sér lélegra brauð. Stjórnin mælti svo fyrir að korn skyldi þannig malað, að það héldi að mestu leyti bætiefnum sín- um, og fólk var hvatt til að nota aðeins (Canada approved) mjöl, eða kaupa brauð, sem búið vav til úr því. Margt fólk var þeirr- ar skoðunar að þetta nýja hveiti- rajöl væri almennt notað og að Canada búar yrðu þeirra hlunn- inda aðnjótandi, sem því var samfara. Það vakti því meir en litla undrun er fólk fékk vitneskju una það, að 90% af því brauði, sem neytt er í Canada, er enn búið til úr hinu gamla óendur- bætta hveiti, aðeins 7% af brauði er búið til úr (Canada approved) hveiti og 3% úr heil'hveiti, að því er frá er skýrt í blaðinu Saturday Night. Bretland og Bandaríkin, fara eftir andstæðum reglum í þessu efni%og í þessum löndum notar almenningur hveiti, sem gerfi- bætiefnum hefur verið bætt í. Jafnframt því, sem fólk í Canada finnur til metnaðar yfir því að framleiða bezta 'hveiti í heimi, þá sætta 90% af íbúum landsins, sig við það að nota hveiti sem í niikilvægum atriðum er lélegra en það, sem Bandaríkjamenn og Bretar búa til brauð sín úr. Utlitið skiftir jafnan nokkru máli og þetta gildir einnig um gamlar og nýjar brauðtegundir. Nýfallin -mjöll er táknræn upp a hreinleikapn og fólkið kaupir þess vegna hvítt brauð, vegna þess hve aðlaðandi það er, á að hta. Bakarar hafa auglýst mjög (Canada approved) brauð en þeir selja fólkinu þá vöru, sem það sækist eftir. Ástandið í þessu sambandi er engan veginn æskilegt, því það er viðurkent af sérfræðingum. hve brauðið sé nauðsynlegt til viðhalds heilsunni. Vísindamenn staðhæfa að samkvæmt gömiu mölunaraðferðinni, tapi hveitið allmiklu af næringargildi sínu Sé stjórninni það í raun og veru alvara að hlutast til um, að al- nienningur verði aðnjótandi þeirra fæðutegunda, sem líkleg- astar eru til að koma heilbrigði almennings að sem mestu gagni, þa verður hún að gera eitthvað í þá átt, er útiloki það að almenn- ingur sætti sig við brauð sem snautt er af bætiefnum.” Bretland og Bandaríkin leggja auðsjáanlega mikla rækt við það, verið tekið fram, mæla margir hver við annan á svipaðan hátt °g maður þessi; þeir sem heyra 1 fjarlægð niðinn af “fosshljóði” ^nannhróðurs, hörpusláttar og lúðurþyts, og annara virðingar- naerkja. Minnir þetta alt mjög á ugn- hngana með þræðina gyltu og borðana. S. S. C. að aðeins bætiefnaríkt hveitimjöl sé notað til brauðgerðar. Cana- diska þjóðin sem framleiðir eins og áður er sagt, bezta hveiti í hekni, má ekki undir neinum kringumstæðum sætta sig við það, að bætiefnin séu numin í burt, úr þessu góða hveiti, þegar það er malað. Eftirspurnin eftir (Canada approved) hveiti verður að aukast. Hvert einasta heimili í landinu ætti að nota þetta hveitimjöl. Húsmæður ættu að gera sér það að reglu að kaupa einungis- (Canada approved) hveitimjöl eða brauð, sem búin eru til úr (Canada approved) hveiti eða heilhveiti. MESTI MAÐURINN I HEIMINUM Eftir Marion Doolan Það var á föstudag, á fundi lestrarklúbbsins. Einhver var nýbúinn að flytja erindi um Chiang-Kai-shek, hershöfðingja. Konurnar sátu við að prjóna og voru að ræða um mikla menn. Þessi spurning fór hringinn í kring: “Hver heldur þú að sé mesti maðurinn, sem nú er uppi — og hvers vegna?” Mörg stór- menni heyrðust nefnd á nöfn — Roosevelt — Churchill — Eisen- hower — McArthur. Seinast kom röðin að Mörtu, þar sem hún sat kyrlát og feimin úti í horni. Marta, lítil, gráhærð og fremur ófríð — móðir tveggja liðsfor- ingja í Bandaríkja hernum, svar- aði spurningunni og um leið sló feimnisroða um andlit hennar. “Eg held,” sagði hún, “að mesti maðurinn — mesti maðurinn i heiminum sé—maðurinn minn.” Það fór þytur um herbergið, því næst varð dauðaþögn svo heyra hefði mátt títuprjón falla. Ein konan flissaði og hætti svo snögglega og varð skömmustu- leg. Það varð þögn aftur þangað til fundarstjórinn sagði vingjarn- lega: “Þú hefir gefið okkur um- hugsunarefni Marta”. Og svo var fljótlega breytt um umtalsefni. Enginn spurði Mörtu að því hvers vegna hún hefði sagt þetta. Við þekkjum allar hjónaband hennar og hversu hamingjusamt það er. Við höfum allar séð Jón horfa á Mörtu — og séð hana horfa á hann. Við höfum komið á heimili þeirra og strax og við höfum komið inn úr dyrunum, höfum við fundið friðinn og ást- úðina, sem þar ríkir. Og samt höfum við aldrei getað reiknað út, hvað það var, sem gerði það að verkum, að hjónaband þeirra bar af öllum hjónaböndum sem við þekktum til. Hann er eins og fólk er flest, bara meðaldra maður, með hár, sem farið er að þynnast, lotinn í herðum og dálítið þreytulegur. Hann er maðurinn, sem þú sérð á strætisvagninum, burðast heim með matvæli úr “Cash and Carry” verzluninni í borginni. Hann er maðurinn, sem lánar þér sláttutækið sitt til þess að slá grasflötina við húsið þitt eða hjálpar til við ýms félagsleg sam tök í nágrenninu, í þágu stríðs- ins. Hann er bara Jón — maður- inn hennar Mörtu. Þangað til þennan dag, á fundi lestrarklúbbsins, hafði eg aldrei skilið til fullnustu ástæðuna fyr- ir hamingju þessara hjóna. En samt er þetta svo auðskilið. Hún sér mikinn mann í honum — Jóni manninum sínum. Hann aftur á móti sér yndislega konu í henni — Mörtu konunni sinni. Þessar tvær manneskjur meta og virða hvora aðra — og dýrðar- ljóminri, sem stafar af ástríki þeirra, vermir og blessar hjörtu allra, sem koma í návist þeirra. • Móðir við son sinn, sem hún finnur inni í búri: — Að hverju ertu að leita? — Engu. —Jæja, þú finnur það í blikk- kassanum, sem kökurnar voru í. Verzlun, er seldi vörtumeðai, fékk eftirfylgjandi bréf frá við- skiptavini: — Eg er mjög ánægður með meðal yðar. Eg hafði vörtu á brjóstinu, og er eg hafði notað 6 flöskur af meðali yðar, flutti hún sig aftur á háls, og nú nota eg hana fyrir skyrtuhnapp. Merk kona á níi œðis- afmæli Á góðum og vinlegum bú- garði, nálægt Blaine, Wash., dvel ur ein af elstu landnámskonum Argyle bygðarinnar í Manitoba, Canada. Hún er María Sigurðs- son, ekkja Hjartar sál. Sigurðs- sonar. Þann 25. nóv. s. 1. varð hún 90 ára. Börn hennar nágrannar og vinir, minntust hennar þenn- an merkisdag — heimsóttu hana, færðu henni blóm og aðrar gjaf- ir, eða sendu henni skeyti. Hún er til heimilis hjá dóttur sinni, Málmfríði, Mrs. Elmer Shulnier, sem stóð fyrir afmælisfagnaði, ásamt systrum sínum, Sigrúnu Runólfson frá Seattle, og Hólm- fríði Lindal frá Portland, Oreg- on. Fjórða systirin, Kristín Lín- dal í St. Helens, Oregon, var fjarstödd og Sigurður bróðir þeirra í Sask., Canada. Annar bróðir, Óskar, er dáinn fyrir nokkrum árum. Barnabörn Maríu enu 9 og barnabarnabörn 4. María Sigurðson ,var fædd og uppalin á Ingjaldsstöðum í Bárðaardal, Suður-Þingeyjar- sýslu á Íslandi. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sigurður Eiríks- son bóndi þar, og kona hans Guðrún Erlendsdóttir, bónda á Rauðá, Sturlusonar. Sigurður var bróðir Önnu Eiríksdóttur móður Finns prófessors og Klem- ensar sýslumanns, Jónssonar. — Móðir Guðrúnar Erlendsdóttur, var Anna Sigurðardóttir frá Gautlöndum, systir Jóns alþingis manns. — Börn þeirra Sigurðar og Guðrúnar á Ingjaldsstöðum voru 12. Elst þeirra var Kristín á Sandhaugum í Bárðardal, ljós- móðir þar í 54 ár, dáin 1939, um nírætt. — Börnin ólust upp við, ervið kjör, í harðíndum þeim sem yfir gengu á tímabilinu, sem vesturflutningar hófust. Faðir Maríu dó þegar hún var 16 ára. Fjölskyldan dreyfðist — María vann fyrir sér á ýmsum stöðum, kynntist Hirti Sigurðssyni, og giftist honium rétt eftir tvítugs aldur. Þau bjuggu um það bii 4 ár í Mjóadal og fluttu þaðan til Ameríku með tvær dætur, Sigrúnu og Málmfríði, og móður Hjartar, sem var ekkja. Þau n-ámu land í Argyle nýlendunni árið 1883 eða 84, og bjuggu þar í 27 ár. Eins og flestir aðrir ísl. landnemar byrjuðu þau efna- laus, sem svo er kallað. En þau áttu trú á framtíðina, dugnað og kjark í hverri þraut, og dyggðir þær og heilladísir, sem til sigurs leiddu í baráttunni. Þessi saga hefur svo oft verið skráð í minn- ingum okkar Vestur-íslendinga, bæði í bundnu og óbundnu máli. 1 Argyle byggð ólu þau María og Hjörtur upp 6 góð og vel gefin börn, tóku virkan þátt í öllurn helstu félagsmálum, og auðsýndu gestrisni og hjálpsemi svo sem efni og ástæður framast leyfðu. Árið 1911 fluttu þau vest- ur til Blaine, Wash. Þar höfðu tvær elstu dætur þeirra sezt að nokkru fyr. Þau keyptu land og reistu bú að nýjiu, í öðrum stíl en áður, og við betri skilyrði. Heimilið var vinsælt og gestris- ið, sem áður. Þegar maður henn- ar dó, 1919, fór María til barna sinna, sem bera hana á höndum sér. Hún heldur óvenju vel bæði líkama og sálar atgjörvi. Hún vinnur margt í höndunum, fylg- ist með því sem er að gerast í heiminum og hefur áhuga fyrir því sem fróðlegt og skemtilegí heyrist í útvarpi. Hún hefur lesið mikið o’g hugsað og ígrund- að margt. Hún er náttúrugreind kona, og ágætlega verki farin. Svo er hún svo föst og traust í lund, og hefur svo óbilandi trú á sigur hins góða, að holt er að eiga' samleið með henni. Hún miðlar öðrum af stillingu sinni og öryggi, þó mörg hafi verið raun og reynsla á langri ævi- leið — og á viðburðaríku tíma- bili í heiminum. Börn hennar, og vinir nær og fjær, þakks henni ástúð, þrek og dug, ásamt ótal góðum minningum um glað- ar samverustundir. María Sig- urðson skipar með sóma sæti meðal elztu ísl. landnámskvenna vestanhafs. Jakobína Johnson, Seattle, Wash. MINNINGARORÐ Jón Sigurðson Fæddur 21. jan 1924 Dáinn 5. okt. 1944 Þessi ungi maður er hér um ræðir og örfá minningarorð eru helguð, var sonur Jóns Sigurðs- sonar frumherja og póstaf- greiðslu manns í Víðisbygð í Manitoba og eftirlifandi ekkju hans Sigrúnar Sigurðsson, nú bú- sett í Selkirk, Man. Hann var aðeins 11 ára að aldri er faðir hans andaðist. Hann vann að búinu í Víðir, með móður sinni og systkinum, gekk stöðugt á barnaskólann í Víðisbygð; en síðar gekk hann á skóla í Riverton og lauk þar ellefta bekkjar prófi. — En þá fékk hann atvinnu í Winnipeg, fyrst hjá Mac Leods, en síðar hjá Wesibern Steel Corporation en þar vann hann unz hann innritaðist í flugher Canada í des.-mánuði 1943. — Stundaði svo flugæfing- ar í Toronto, og Trenton, Ont., alls um 6 mánaða bil, en hlaut honorary discharge 31. maí 1944, en gekk tveim dögum síðar, eða 2. júní inn í sjóher Canada. Hann var við æfingar í H.M.C.S. Ghippawa, Winnipeg, í Port Arthur, Ont., og síðast í Corn- wallis, N.S., en þar andaðist hann snögglega 5. okt. 1944, réttra 20 ára gamall. Mrs. Sigrún Sigurðson móðir Jóns flutti úr Víðisbygð 1942, til Selkirk bæjar. Þar dvelur hún nú ásamt nokkrum ung-þroska börnum sínum. Systkini Jóns eru: Líndal, til heimilis í Vancouver B.C. Jóhann, í Winnipeg. Baldwin, í R.C.A.F. í Evrópu. Torfi, í her Canada nú í Fort Garry. Sigurður, kennari a, Lundar Man. Björn Franklin, og Marinó, heima. Systur hins látna voru: Mrs. W. Le Blance, Winnipeg. Mrs. J. Halldórsson, Vdðir Man. Guðrún, starfandi í Winnipeg. Helga, heima hjá móður sinni. Jón var mikill að vallarsýn, og hinn karlmannlegasti, líktist. hann um margt föður sínum, er var hinn mesti atgjörfis-maður og leiðtogi og um margt sérkenm legur og stórfeldur maður, er mörgum mun seingleymdur verða, því hann var maður dreng lundaður. Þessi ungi maður naut álits og hylli samferðamanna sinna, hvar sem hann fór og kyntist. Hann var vandaður til orða og verka, og átti á sér almennings- orð fyrir að vera ábyggilegur til orða og athafna; er þungur harmur kveðinn að móður hans og systkinum við sviplega og óvænta burtför mannvænlegs sonar og bróður. Hann var harm- dauði þeim öllum er þektu hann. Líkamsleýfar þessa unga vinar voru sendar til Selkirk. Útförin, sem var undir stjórn Mr. Langrills útfararstjóra, fór fram í Víðir, Man. Séra B. A. Bjarna- son stjórnaði útförinni, og flutti kveðjumál — og jós moldu. Jón var lagður til hinztu hvíldar við hlið föður síns. Hann er kvaddur með djúpum söknuði af móður og systkinum og mörgum kunningjum og vin- um. S. Ólafsson. Eggert Stefánsson söngvari heimsækir Norður Dakota i. Laust eftir hádegi mánudaginn þann 22. janúar, daginh eftir að honum hafði verið haldið hið virðulega og fjölsótta kveðjusam sæti í Winnipeg, lagði Eggert Stefánsson söngvari af stað það- an suður og austur á bóginn. Var ferðinni fyrst heitið til Mount- ain, Norður-Dakota, en þar hafði þjóðræknisdeildin “Báran” efnt til almennrar söngsamkomu fyr- ir hann þá um kvöldið í sam- komuhúsi bæjarins. í för með söngvaranum voru Guðmundur Stefánsson, bróðir hans, Miss Snjólaug Sigurðsson, píanóleikari, Arinbjörn S. Bár- dal og dr. Richard Beck. Gekk ferðin suður yfir landamærin ágætlega, því að bæði var veð- ur hið besta og þjóðvegir greið- færir, og Aarinbjörn hinn örugg- asti keyrslumaður, þó kominn sé hátt á áttræðisaldur. Liðið var á dag, þá er ekið var inn í hina söguríku byggð íslendinga í Pembina-héraði, og fagnaði hún hinum góða gesti frá íslandi með einu hinu fegursta og litbrigða- ríkasta sólarlagi, sem augað fær litið á víðfeðmum sléttusænum á þessum tíma árs. Þótti söngv- aranum þetta mjög hrífandi sýn og fögur. Honum varð einnig starsýnt á ýms íslenzk menning- armerki, svo sem kirkjur og skóla, er farið var fram hjá á leiðinni til Mountain. Þegar þangað kom var haldið rakleiðis heim á prestssetrið til þeirra dr. Haraldar Sigmar og frú Margrétar, en bráðlega komu stjórnarnefndarmenn þjóðræknís deildarinnar á vettvang, með for- manninn, Hjört T. Hjaltalín, í broddi fylkingar. Siðan dreifð- ust komumenn á heimili þau, þar sem þeim hafði verið búinn næt- urstaður, en það var í gistivin- áttu eftirfarandi hjóna: Mr. og Mrs. Stefán Indriðason, Mr. og Mrs. Haraldur Ólafsson, Mr. og Mrs. W. M. Guðmundsson og Mr. og Mrs. W. G. Hillman. Þegar komið var á samkomu- staðinn á tilsettum tíma um kvöldið, var þar fyrir fjöldi manna, þrátt fyrír það, að sveita vegir voru á mörgum stöðum ógreiðfærir mjög vegna snjó- þyngsla. Gat þar að líta fólk viðsvegar úr byggðinni, og suma komna alllangt að, svo sem frá Cavalier. Að tilmælum forseta þjóð- ræknisdeildarinnar, hafði dr. Beck samkomustjórn með hönd- um. Bauð hann songvarann hjartanlega velkominn í nafni byggðarmanna, deildarinnar og sóknarprestsins dr. Sigmar, er eigi gat sótt samkomuna vegna lasleika (hafði legið rúmfastur daginn áður), og sem vara-ræðis maður Islands í Norður-Dakota. Síðan lýsti samkomustjóri löng- nm og merkum listamannaferli Eggerts Stefánssonar, landkynn- ingarstarfi hans í þágu íslands erlendis, brautryðjendastarfi hans í tónmenf heima á Islandi og áhuga hans á íslenzkum sjálf- stæðismálum. Því næst kom söngvarinn fram á söngpallinn og var honum tekið með mikl- um fögnuði. Söng hann fyrst nokkur þjóð- lög, en síðan hvert lagið af öðru, meðal annars stórbrotin lög og áhrifamikil eins og “Sverrir kon- ungur” eftir Sveinbjörn Svein- björnsson, “Leiðsla” eftir Sig- valda Kaldalóns og “Gígjan” eft- ir Sigfús Einarsson, að fá ein séu talin. En um söngskrána í heild sinni má með sanni segja, að hún var bæði löng og hin merkasta. Mun fleirum en þeim, sem þetta ritar, hafa þótt “Sverr- ir konungur” sunginn á mjög sér- stæðan og jafnframt tilkomu- mikinn hátt, og fundist sem §tolt- ur hreystiandi hins dáðrakka konungs og Birkibeina-höfðingja iifði þar i tónum. Þá hófðu marg- ir orð á því, hversu fallega þeim hefði þótt “Draumalandið” sung- ið, að annað dæmi sé nefnt. Síð- asta lagið á söngskránni var hið. dáða og vinsæla lag Sigvalda Kaldalóns, bróður söngvarans, “ísland ögrum skorið”, sem einn- ig tókst hið besta, enda höfðu menn hlakkað mikið til að heyra hann syngja það. En þó hann hefði mjög örlátur verið á söng- inn þetta kvöld, komst hann eigi hjá því að syngja enn eitt Lag, og valdi þá fagurt og merki- legt lag efitir Sigvalda Kaldalóns, lag hans við “Þótt þú langförull legðir” eftir Stephan G. Stephan- son, og féii það sýnilega í góða jörð hjá hinum gömiu sveitung- um skáldsins. Miss Snjóiaug Sigurðsson ann- aðist undirieikinn á píanó af mikilli leikni og smekkvísi, og fór það ekki fram hjá mönnum hver snillingur hún er. En Eggert Stefánsson lét eigi við það sitja að bjóða tilheyr- endum sínum þetta kvöld upp a tiiþrifamikinn söng, sem hlaut verðugar og ágætar undirtektir af þeirra hálfu. Hann varð einnig góðfúslega við tilmælum um það að lesa upp hinn fagra og til- finningaríka ástaróð sinn til ís- lands, “Óðinn til ársins 1944”. Sló óðurinn auðsýnilega á næma strengi í brjóstum áheyrenda, ekki síst hinna eldri, sem fæddir voru og uppaldir á íslandi, og þekktu því af eigin reynd nokk- uð til sjáifstæðisbaráttu hinnar íslenzku þjóðar, og allir hlýddu á upplesturinn með mikiili at- hygli, enda höfðu margir orð á því, að höfundur hefði lesið óð- inn af mikilli snilld. Eftir sam- komuna féllu einnig einum af hinum greindustu og fróðustu mönnum byggðarinnar þannig orð um óðinn við þann, er þetta ritar, að hann væri. að sínum dómi, meistaralega saminn. Söngsamkoma þessi var þvi mikill viðburður í félagslífi byggðarinnar, og voru menn mjög þakklátir söngvaranum fyr ir þá velvild og þann sóma, sem hann hafði sýnt þeim með komu sinni, enda hylltu þeir hann þákklátlega í samkoníulok, en samkomustjóri þakkaði honum í þeirra nafni og óskaði honum fararheilla. Jafnframt voru menn þakklátir Miss Snjólaugu Sig- urðsson fyrir að hafa komið og aðstoðað söngvarann jafn ágæt- lega og raun bar vitni. Að samkomunni lokinni sett- ust menn að ríkulegum véiting- um, sem Kvenfélagskonurnar á staðnum veittu öllum ókeypis af mikilli rausn, og skemtu menn (Frh. á bls. 8)

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.