Lögberg - 15.02.1945, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 15. FEBRÚAR, 1945
3
Fréttabréf frá íslandi
Borgarfirði í nóvember 1944.
V
Heilir og sælir frændur og
vinir vestan hafs.
Enn þá fýsir mig að halda upp-
teknum hætti og biðja Lögberg
að birta frá mér nokkrar línur í
góðri trú um það að enn séu a
lífi, bæði konur og karlar, sem
langi til að vita um eitt og ann-
að, sem gerst hefir í byggðum
Borgarfjarðar á þeim tíma, sem
liðinn er frá því eg sendi mitt
síðasta bréf. en það mun vera
því sem næst eitt ár. í það heila
tekið, má það teljast gott ác,
hvað tíðarfar snertir. Að vísu
var síðastlíðinn vetur ekki mild-
ur á köflum og urðu hross nokk-
uð þyngri á fóðrum en bændur
hafa átt að Venjast nú um langc
skeið. Þó gekk enn mikið úti af
stóðhrossum, sem hvorki höfðu
hús eða hey. Voru þau talin i
sæmilegu standi eftir ’veturinn.
En þó eru hrossaeigendur ekki
orðnir með öllu óttalausir yfir
slíkri eign. Er nú mikið fram-
boð af slá^urhrossum og eru þau
nú seld með lægrá verði en riokk-
'ur önnur matbjörg.
Vorið var fremur kalt, en
samt gekk allt búfé bænda vel
fram og um heyþrot var lítið eða
ekkert talað. Flestir gæta sín vel
í þeim efnum, að hafa nóg fóður
handa nautpening og sauðfé. En
af hrossunum stendur ýmsum
nokkur beigur.
Þetta síðastliðna sumar var
svo gott, hvað veðurfar snertir,
að á betra verður ekki kosið.
En einkum var veðurblíðan frá-
bær í júlí og næstum eins í
ágústmánuði. Varð því.töðufeng-
ur mikill og góður. Utan túns
heyja bændur nú lítið saman
borið við það sem áður var með-
an fjöldi . hjúa, að viðbættu
kaupafólki var aðfengið. Kaupa-
konur frá sjávarsíðu sjást nú
ekki lengur hér um sveitir og
kaupamenn eru að verða fágæt-
ir. Þeir fáu hækka í verði ár frá
ári. Enginn vinnur fyrir lægra
kaupi við heyvinnu en þrjú
hundruð krónur í vikukaup, auk
fæðis og þjónustu. Eru það smá-
munir móti því sem fjöldi sjó-
manna hefur í aðra hönd.
Það var með nýungum að
nokkrir Færeyingar buðust héi; í
kaupavinnu. Sumir þeirra hafa
ráðist yfir veturinn. Hafa þeir
þótt góðir liðsmenn við alla
sveitavinnu. Undrast þeir yfir
þeim háu kaupkröfum, sem hér
eru gerðar og mun þeim nú gold-
ið líkt og öðrum verkamönnum
hér um slóðir þótt þeir geri
minni kröfur.
Skemtiferðir kaupstaðabúanna
fara stöðugt í vöxt. Sumarfrí
gefa sér nú allir sem í Reykja-
vík og öðrum kaupstöðum búa.
Flestir vilja eyða því fríi annað
hvort með því að aka eða fljúga
aftur og fram um landið eða þá
með því að dvelja í tjöldum á
fögrum stöðum bæði í byggð og
áhyggð. Þetta mikla ferðaflug
á öllum akbrautum sveitanna,
kemur ýmsum, sem ekki eiga
þess kost að lifa þessu frjálsa
Mfi, til þess að líta þetta ferða-
lag með öfundaraugum, þó sýn-
ast þeir öifundverðastir, sem
fljúga landið á enda á lítilli
stundu. Það er nú orðinn dag-
legur viðburður að sjá innlend-
ar flugvélar fljúga frá Reykja-
vík og norður á Akureyri og
það stundum fleiri ferðir á dag
aftur og fram. Þá hefur Flug-
félag Reykjavíkur tekið sér flug-
völl neðst í Reykholtsdal á
Stóra-Kropp melum. Þar hafa
flugvélar sest við og við og flutt
fólk bæði að og frá Reykjavík.
Tekur flug milli þeirra staða 15—
20 mínútur. Er slíkt ferðalag ó-
sambærilegt við lestaganginn,
Sena landsmenn höfðu þó búið
v£ð frá upphafi vega sinna og
fram á síðustu áratugi. Samlífið
við íslenzku hestana stytti mörg-
Um ferðamanni stund á langri
leið og ennþá eru þeir menn hér
th, sem telja engin farartæki,
hvað fljótvirk sem þau eru, geti
veift slíkann unað sem íslenzku
gæðingarnir. En nú er svo kom-
ið, að þrátt fyrir alla velmegun
hafa bændur minni ráð á því nú,
en áður var, að ala reiðhesta og
skemta sér á þeim bæði sumar
og vetur. Flestir hestar, sem eru
í daglegri notkun sjást nú með
vagna í eftirdragi, oftast hlaðna
mjólkurbrúsum. Mjólkurfram-
leiðsla er nú lang sterkasti þótt-
ur í búnaði Borgfirðinga. Vetur
og sumar eru mjólkurbílar á ferð
um allar sveitir héraðsins og er
allri þeirri nýmjólk veitt móttaka
í Borgarnesi í svokölluðu mjólk-
ursamlagi héraðsins.
Eins og sakir standa sýnist það
áhyggjuefni, að minnsta kosti í
bili, hvað yngri kynslóðin, eink-
um stúlkur, sækir fast til Reykja
víkur, en þar eru ungu efnisfólkí
flestir vegir færir, þótt líka geti
oltið þar á ýmsu með höpp og
hamingju.
Vegna hinnar velborguðu sum-
arvinnu er ungu fólki nú kleyft
að sækja skólanám á vetrum en
nú eru vegir til náms orðnir ó-
líkt fleiri en áður var. Ekkert
heilbrigt barn, sem komið er
á skólaskyldu ár, er nú haft út-
undan vegna fátæktar. Og kröf-
ur um nám fara stöðugt í vöxt
meðal annars verða öll börn að
vera búin að læra að fleyta sér
vel á sundi fyrir fermingu. Getur
sú list oft bjargað lífi manna.
Framhaldsnám í sundi veitist
þeim öllum er sækja héraðsskóia
sem eru orðnir margir, og vel
sóttir. Munu flestir skólar, hvaða
nafni sem þeir nefnast, geta full-
nægt eftirspurninni. Hér er nú
verið að reisa nýjann kvenna-
skóla við Veggjahver í Stafiholts -
tungum. Er það á líkum stað og
áður stóð lítið kot, sem nefndist
Laugaland. Það kot var byggt úr
landi Stafholtseyjar, en mun
nú vera fallið í rúst. í Reyklíalts-
skóla eru nú eitt hundrað nem-
endur og á búnaðarskólanum á
Hvanneyri eru sextíu nemend-
ur. Fleiri ekki unt að hafa.
Það er nokkuð almennt að fólk
leitar langt fyrir skamt á þessa
skóla, bæði norður og austur úr
þessu héraði og aftur hingað úr
öllum hlutum landsins. Eru það
bílarnir, sem vinna mest og best
að því að þeyta fólkinu fram
og aftur og úr einum stað í ann-
ann.
Sterkasta aðdráttarafl allra
þessara skóla virðast. leikfimis-
húsin og danssalirnir, þá er ýms-
um nautn bæði í söng og sundi.
Þá eru líka í og með vandræða-
börn, sem hvorki kunna að hlýða
boði eða banni. Heppnast sum-
um kennurum að bæta úr mis-
fellum þeirra og er það reynt til
hins ýtrasta áður þeim er vísað
burt, sem stundum reynist ó-
hjákvæmilegt, en sjaldan þurfa
skólastjórar að taka til þeirra
ráða.
Á þessum síðustu árum hafa
íþróttir og íþróttaást færst mjög
í vöxt. íþróttakennarar ferðast
á milli héraðsskólanna og íþrótta
mót eru nú ekki orðin nein ný-
ung hér á landi. Og svo er að
heyra að þeir sem ráða yfir frétta
flutningi útvarps Reykjavíkur
hlynni með kostgæfni að því að
afrek íþróttamanna séu kunn-
gjörð öllum landslýð. Veður-
spár og veðurfarslýsing voru
þær fréttir, sem best voru þegn-
ar af sveitafólki og að líkindum
sjómönnum líka en af vissum
ástæðum hefur orðið hljótt um
slíkar fréttir á þessum tímum.
Eitt er það sem hér virðist
standa í sambandi við áhrif frá
héraðsskólunum, hvað smíða-
áhugf er vaknaður hér meðal
uppvaxandi manna. Hér eru nú
margir piltar, sem geta af eigin
rammleik smíðað prýðisfalleg
húsgögn og fram úr því ráðast
þeir í húsasmíði og leggja á flest
gjörva hönd. Aftur á móti fækk-
ar þeim sem hafa vilja til þess
að stunda sauðfé með þeirri lát-
lausu umhyggju, sem eldri tíðar
menn töldu bráðnauðsynlega.
Síðastliðinn áratug hefur mæði
veikin herjað á sauðfé lands-
manna og breiðst stöðugt út þrá:t
fyrir allar varnarráðstafanir.
Hafa stöku bændur orðið svo
hart leiknir af völdum þessarar
plágu að þeir hafa tapað allri
trú á sauðfjáreign. Hinir eru
þó miklu fleiri sem verða fyrir
minni sköðum og geta, með ríkis'-
styrk, alið upp ungviði, sem
nægir til viðhalds og nokkrir
efnabændur eru aftur farnir að
fjölga fénu. Er nú séð að miklu
skiptir um hreysti fjárkynja og
er nú verið að leita fyrir sér í
þeim efnum. Sauðfé af Skozkum
kynstofni sýnist standa þessa
veiki best af sér.
Það má setja það í samband
við mæðiveikina, að hið forna
prestsetur Hestur í Andakíls-
hreppi hefur nú verið valið til
þess að þar sé rekið sauðfjárbú
með það fyrir augum að leita
eftir og finna út hrai\sta fjár-
stofna. Við þessu búi hefur tek-
ið merkur bóndi úr Mývatns-
sveit, Páll Jónsson frá Græna-
vatni, albróðir Sigurðar skálds
á Arnarvatni. Það er nýung sem
mun áður óþekkt, að bændur úr
Mývatnssveit flytji’til Borgar-
fjarðar. En nú eru þeir komnir
tveir í þetta hérað, Páll og Þórir
Steinþórsson bóndi og skólastjóri
í Reykholti. Það sýnist líkt um
aldur þeirra en þó er Páll hálf-
bróðir móður Þóris, eru báðir
þeir frændur komnir af þjóð-
kunnum Þingeyingum, Páll son-
ur Jóns skálds Hinrikssonar og
Þórir dóttursonur Jóns Sigurðs-
sonar alþingismanns í Gautlönd-
um.
Séra Eiríkur Albertsson, sem
lengi var þjónandi prestur á
Hesti, hefur nú sagt af sér prests-
skap, sökum vanheilsu og flutt til
Reykjavíkur með allt sitt skyldu-
lið. Er aðeins einn prestur í
Borgarfjarðarsýslu, ofan Skarðs-
heiðar, er það séra Einar Guðna-
son í Reykholti, sem líka hefur
Gilsbakka sókn. Bar honum þvi
að messa í fjórum kirkjum,
Reykholti, Stórósi, Gilsbakka og
Síðumúla. Stafholtsprestur, sem
nú er Bergur Björnsson, prests
Jónssonar á Miklabæ í Blöndu-
hlíð, hefur líka fjórar kirkjur,
Stafholts, Hjarðarkots, Norð-
tungu og Hvamms í Norðurár-
dals. Þá hefur Lundur í Lundar-
reyjadal verið sameinaður Hest-
þingum.
Lundur er nú meðal þeirra
jarða er á síðustu árum hafa
gengið úr greipum sveitanna og
komist í hendur kaupstaðabúa.
Eigandi Lundar er nú Herluí
Clausen, Reykjavíkur fésýslu-
maður. Hefur hann á síðustu ár-
um byggt sér mikinn sumarbú-
stað á svokölluðum Lundarhól-
um, sem blasir við frá bænum
á Lundi, sunnanmegin við
Grímsá. Heima á Lundi hafa
setið ráðsmaður, bústýra og
fleira verkafólk hefur verið þar
starfandi bæði sumar og vetur
við byggingar og gripahirðingu,
sem hafa einkum verið svín og
nautpeningur. Nú fyrir nokkrum
dögum skeði það hörmulega
slys þar á Lundi að íbúðarhúsið
þar brann til kaldra kola. Á bæn-
um voru þá aðeins ung hjón
ásamt tveggja ára gömlu barni,
sem þau áttu. Þetta var að
morgni dags og var bóndinn kom
inn að útiverkum. Konan var í
rúmi sínu þegar loginn gaus inn
í henbergi hennar og slapp hún
út á nærklæðum, en þó nokkuð
brennd, en þegar maðurinn vissi
hvað var að gerast þaut hann
inn í þeirri von að bjarga barn-
inu en skaðbrenndist við árang-
urslausa tilraun. Allir hlutir sem
í húsinu voru brunnu til kaldra
kola. Með aðstoð nágranna, sem
fyrstir komu á vettvang varð
hjónum þessum bjargað heim að
næsta bæ, Gullberustöðum, en
næsta dag voru þau flutt tii
Reykjavíkur, eftir það að læknir
hafði búið um sár þeirra. Er
enn óséð hvernig þeim reiðir af
eftir þetta hörmulega áfall. Nú
eru samskot hafin hér þessum
særðu hjónum til hjálpar. Hér
voru þau öllum ókunn, fluttust
hingað frá ísafjarðarsýslu.
Brúðkaupsveizlur eins og þær
tíðkuðust hér frá því í fornöld.
og fram undir lok 19. aldar eru
nú að verða óþekktar, hitt er
tíðast að hjónaefni fari til Reykja
víkur og láti gefa sig þar sam-
an ýmist af prestum eða lög-
manninum. En í stað brúðkaups-
veizlunnar eru komnar afmælis-
veizlur. Þegar menn hafa fyllt
einhvern áratug eftir fertugsald-
ur geta þeir átt von á heimsókn-
um og heillaskeytum frá vinum
og vandamönnum, en einkum
þeir, sem eiga sjötíu, áttatíu eða
níutíu ár að baki. Ekki er mér
kunnugt um það, að nokkur nú-
lifandi karlmaður hér um slóð-
ir eigi níutíu ár að baki, en
nokkrar konur hér hafa nú náð
þeim aldri, en aðeins er ein
þeirra talin fyrir búi. Það er
Herdís Sigurðardóttir á Varma-
læk, ekkja Jakobs Jónssonar frá
Deildartungu. Hún átti níræðis
afmæli 19. júlí s. 1., þann dag
heimsóttu hana nánustu ættingj-
ar og vinir og voru henni þann
dag sýnd þakkar og vináttumerki
í ýmsum myndum. Herdís er
enn, eftir meira en sextíu ára
búskap vinnandi og vakandi fyr-
ir öllum heimilisstörfum, les
mikið og fylgist með þeim mörgu
tíðindum, sem nú eru að gerast
í heimi hér. Tveir synir hennar
eru, á vetrum, kennarar við
héraðsskólann í Reykholti, Björn
á Stóra-Kroppi og Magnús á
Snældubeinsstöðum, aðrir tveir
Jón og Sigurður reka nú stór-
bú á Varmalæk. Elst af börnum
Herdísar var Helga kona Guð-
mundar Björnssonar á Hæli í
Flókadal. Er hún látin fyrir
mörgum árum og börn hennar,
sem heita Jakob, Ingibjörg og
Herdís öll farin að búa, tvö þau
fyr nefndu á Hæli í Flókadal en
Herdís á Þverfelli í Lundar-
reykjadal, er maður hennar
Björn Davíðsson frá Þverfelh
Björnssonar. Maður Ingibjargar
á Hæli er Ingimundur Ásgeirs-
son frá Reykjum í Lundarreykja-
dal, Sigurðssonar. Þau hjón að
öðrum og þriðja að frændsemi.
Tvær systur Herdísar á
Varmalæk eru ennþá búandi,
báðar á níræðisaldri, Steinunn,
kona Björns Jóhannessonar á
Hóli í Lundarreykjadal og Guð-
rún á Laxfossi, ekkja Snorra
Þorsteinssonar frá Húsafelli.
Yfirleitt virðist öldruðu fólki
endast betur heilsa og hreysti
nú en áður var hér tíðast. Nú
er það ekki dæmalaust að fólk
sé nokkuð vinnufært á níræðis-
aldri. En einsdæmi má það telj-
ast með Þorbjörgu Pálsdóttir á
Bjarmastöðum, sem orðin var
prestskona á Gilsbakka fyrir
sjötíu og tveim árum, er ennþa
létt á fæti með níutíu og fimm
ár að baki. Er hún í kvenfélagi
Hvítsíðinga og sækir félagsfundi.
Önnur elsta kona á Hvítársíðu
hefur fyllt níræðisaldursárið, og
verið vinnufær til síðustu ára,
er það Nikhildur Erlingsdóttir
á Hallkellsstöðum.
Elstur af karlmönnum er Sig-
urður Helgason á Hömrum í
Reykhaltsdal, kominn á áttunda
ár hins níunda tugar. Hann hef-
ur nú látið ásjá eftir sjúkdóms-
áfall síðastliðinn vetur, en vann
þó nokkuð að slætti í sumar.
Jakob sonur hans býr nú á
Hömrum. Heilsufar fólks í þessu
héraði miá teljast gott. Þótt sjúk-
dómstilfelli í ýmsum myndunri
geri vart við sig, sem er ófrá-
víkjanlegt náttúrulögmál. Berkla
veiki er nú miklu vægari en
hún var fyrstu áratugi þessarar
aldar. Lungnabólga læknast oft-
ast þegar meðul fást í tíma, svo
er og með botnlangabólgu, sem
nú er orðin tíður sjúkdómur hér,
að hún læknast oftast með upp-
skurði. Skarlatssótt er hér mjög
áberandi, einkum á skólunum, en
ekki mannskæð. Undanfarna vet-
ur hefur skarlatsótt valdið Reyk ■
holtsskóla mikilla tafa og tjóns
fyrir þá nemendur sem fyrir
þessari veiki hafa orðið. Um
barnaveiki heyrist aldrei talað
á síðustu árum. Það er aðeins
aldrað fólk, sem hér hafa látist
á þessu ári. Þar af fjórar konur
allar á níræðisaldri, og eru þær,
Guðrún Þorsteinsdóttir í Neðri-
Hrepp, ekkja Jóns bónda Jóns-
sonar frá Skálpastöðum Bjarna-
sonar. Guðrún var um nírætt.
Sigríður Guðmundsdóttir í Lang-
holti, kona Jóns Eyjólfssonar frá
Hurðarbaki, hún var áttatíu og
(Frh. á bls. 7)
Business and Professional Cards
DR. A. BLONDAL Dr. S. J. Johannesson
Physician & Surgeon 215 RUBY STREET
(Beint í^íffur af Bannin*)
60 2 MEDICAL, arts bldg. Talsimi 3 0 877
Simi 93 996 0
Heimili: 108 Chataway
Simi 61 023 ViCtalstiml 3—6 e. h.
DR. A. V. JOHNSON Dentiat • Dr. E. JOHNSON 304 Eveline St. Selkirk
606 SOMERSET BLDG. Thelephone 97 932 Home Telephone 202 398 Office hrs. 2.30—6 P.M. Phone office 26. Res. 230
Office Phone Res. Phone 94 782 72 409
Frá vini Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDG.
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment
DR. ROBERT BLACK
SérfræBingur I Augna, Eyrna, nef
og hálssjúkdómum
416 Medical Arts Building,
Graham and Kennedy St.
Skrifstofusími 93 851
Heimasimi 42 154
DRS. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlœknar
•
40« TORONTO GEN. TRC8TS
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith Bt.
PHONE 96 952 WINNIPEG
EYOLFSON’S DRUG
PARK RIVER, N.D.
tslenzkur lyfsaH
Pólk getur pantað meCul o*
annað með pðstl.
Fljðt afgreiðsla.
A. S. BARDAL
848 SHERBROOK ST.
Selur lfkkistur og annast um út-
farir. Allur QtbúnaOur sá beztL
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarCa og legsteina.
Skrifstofu talsími 27 324
Heimilis talsími 26 444
mei/ea
Legsteinar
•em skara íramör
Úrvals blágrýti
og Manitoba marmari
SkrifiO eftir veröskrd
GILLIS QUARRIES. LTD.
1400 Spruce St. Simi 28 893
Winnipeg, Man.
HALDOR HALDORSON hyggingameistari 23 Music and Art Building Broadway and Hargi-ave Winnipeg, Canada Phone 93 055 J. J. SWANSON A CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPG. • Fasteignasalar. Lelgja hús. Ot- vega peningalán og eldsftbyrgo, blfreiOaftbyrgC, o. s. frv. Phone 97 538
INSURE your property with HOME SECURITIES LTD. 468 MAIN ST. Leo E. Johnson A. I. I. A. Mgr. Phones Bus. 23 377 Res. 39 433 ANDREWS. ANDREWS THORVALDSON AND EGGERTSON LBgfrœSlngar 209 Bank of Nova 8cotla Bldg. Portage og Garry 8t. Simi 88 891
TELEPHONE 86 010 H. J. PALMASON & CO. Chartered Accountants 1101 McARTHUR BUILDING WINNIPEG, CANADA Blóm stundvíslega afgreldd “ROSERY ™ StofnaO 1906 4 27 Portage Ave. Siml 97 466 Winnlpeg.
Phone 49 469 Radio Service Specialists ELEGTRONIG LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST., WINNIPEQ GUNDRY & PYMORE LTB. Britlsh Quality — Flah Netttng 60 VICTORIA STREEJT Phone 98 211 Wlnnlpe* Manager. T. R. THORTALDBOM Tour patronage wlll b« ippreclated
G. F. Jonasson, Pres. Man. Dlr. S. M. Backman, Sec. Keystone Fisheries Limited 404 Scott Block Simi 95 227 Wholesale Distrihutors of VREBB AND FROZEN FI8H CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. t. H, Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Físh. 311 Chambers St. Office Phone 26 328 Res Phone 73 917.
MANITOBA FISHERIES — LOANS --
WINNIPKG, MAN. At Rates Authorized by
T. Bercovitch, framkv.stj. Small Loans Act, 1939.
Verzla 1 heildsölu meC nýjan og PEOPLES
froslnn fisk. FINANCE CORP. I/TD.
303 OWENA ST. Licensed Lend-rs
Skrifstofusiml 25 356 Established 1929
Heimaslmi 55 463 403 Time BUlg. Phone 21 439