Lögberg - 15.02.1945, Síða 6

Lögberg - 15.02.1945, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN. 15. FEBRÚAR, 1945 Drengirnir höfðu æfinlega einhver klögunar mál gegn honum; hann vildi altaf hafa það bezta af öllu, án þess að leggja nokkuð til. Hann var bara harðstjóri, og lá í grasinu meðan hann lét hina drengina tína berin og færa sér. Þeir urðu allir að gjalda honum skatt. Fólk spáði því, þegar hann yrði stór, mundi hann afla sér þess er hann þyrfti með, á einhvern annan hátt, en vinna ærlega fyrir því. * Hinn drengurinn hét Vernie; hann var Rob algjörlega ólíkur að útliti og innræti. Það virt- ist eins og hann væri frá náttúrunnar hendi hreinasta prúðmenní. Hann var fíngerður og fríður, og hafði fagran og mildan málróm, og var æfinlega hógvær og stiltur í framkomu. Hann virtist vera einu ári yngri én bróðir hans. Hann hafði fíngert, gulbrúnt hár, breitt og hátt enni, dökk augu og nettan munn. “Hvao drengirnir þínir eru ólíkir, Mrs. Elster,” sögðu nágrannarnir við hana. “Verner er hvorki líkur þér né bróðir sínum.” “Hann er líkur föður sínum,” svaraði hún þá vanalega, og stundi við. En maðurinn henn- ar, sem hét John Elster, sem varð fyrir járn- brautar vagni og dó af því, var smár og luralegur með svera útlimi, og dökkur ásýndum. Elster fjölskyldan hafði nú búið sex ár í þessu fagra litla húsi. Rob og Verner gengu á bezta skólann sem til var í Widcombe, sem nágrannarnir undruðust mjög yfir. Mrs. Elster gerði ekkert annað en halda þessu litla húsi fáguðu og fínu, líta eftir garðinum, og, sjá um að drengirnir litu sem bezt út, bæð’ hreinir og vel klæddir. Stundum bródéraði hún knippl- inga fyrir nágranna konur sínar, því hún var vel að sér í þeirri iðn. Ef hún var spurð um hvernig hún kæmist af án þess að þurfa að vinna hjá öðrum, svaraði hún, að hún hefði dálítinn lífeyrir sem sér væn sendur reglulega. Enginn vissi hve mikill sá lífeyrir var, Hún lifði ekki kostbærilega, hvorki til fæðis nq klæðis sjálf, en hún virtist ekki spara neitt sem drengirnii; þorfnuðust. Bræðurnir áttu ekki vel saman. Rob var úr hófi sjálfselskur, yfirgangssamur og slæmur. Hann öfundaði Verner og hélt að móðir sín héldi meira uppá hann, en sig. “Þó eg biðji um eitthvað þúsund sinnum, fæ eg það ekki, en ef Verner biður um eitthvað, þá fær hann það strax,” var hann,vanur að segja. Hún reyndi altaf til, að þagga niður í honum þegar hann var að vonskast útúr einhverju slíku; 'hún vissi vel hvernig á því stóð. Einn dag er drengimir komu heim frá skói- anum og sögðu, að þeir þyrftu að fá nýja og dýra kennslubók í sögu. Verner sagði móður sinni, eins og hann kallaði hana ávalt, hvað hann þyrfti að fá. “Já, þú skalt fá bókina og það strax í dag.” Svo kom Rob og bað um samslags bók. “Eg skal hugsa um það,” sagði móðir hans, og hann varð strax ösku vondur. “Það er altaf það sama—Verner fær allt sem hann biður um—eg ekkert. Bíddu við þangað til hann kemur út; hann skal fá borgað fyrir það. Hann skal fá að kenna á því að smjúga á bak við mig.” Mrs. Elster varð hrædd, við þessa hótun. “Þu ætlar þó ekki að berja bróðir þinn, Rob? Þú sem ert sVo stór og sterkur, en hann sem er svo grannvaxinn.” “Hvort eg skal ekki berja hann! Bíddu bara við, þangað til hann kemur út; honum skal verða nýja bókin minnisistæð—það er að segja, ef eg fæ ekki aðra eins.” “Þú skalt fá aðra í dag, Rob, en eg er svo hrædd við hvað þú talar ljótt.” “Það er ekki vegna þess að mig langi svo til að læra sögu; þvert á móti, eg hata sögu. Ef eg mærtti ráða skildi eg hálshöggva hvern einasta konung. Hvaða gagn er að þeim? En eg vil ekki að Verner hafi nein réttindi fram yfir mig; eg er eldri, eins og þú veizt, og eg vil hafa minn rétt.” “Eg veit ekki, þó þú sért eldri, að þú hafir nein sérréttindi,,” sagði móðir hans. “En því hefir þá Verner meiri réttindi en eg? . Elstu synir hinna voldugu konunga erfa altaf ríkið eftir feður sína. Ef þú dæir, þá ætti eg allt sem er í húsinu. Eg ætti að hafa það fyrsta og bezta af því öllu; en í staðinn fyrir það, er það altaf Verner. Það er eins og all v haldi að hann sé einhver herramaður, og eg þjónninn hans.” “Hverslags ósannindi ferðu með, Rob. Þú veizt þó að mér þykir þó vænna um þig.” “Það ætti líka svo að vera. Dr. North sagði hérna um daginn, að Verner væri gáfaður, og að hann væri svo ólíkur hinum drengjunum.” “Sagði Dr. North það?” spurði Mrs. Elster og blóðroðnaði. “Já, drengirnir kalla hann herramanninn Elster, af því hann' er svo siðprúður. Því er eg ekki eins og hann, móðir mín?” “Því get eg ekki svarað; guð hefur skapað alla menn svo mismunandi; það væri ekki gott að allir menn væru eins.” Einn sunnudagsmorgun er við vorum að ganga til kirkju, mættum við meistara Rodeur og konunni hans; þau stönzuðu og töluðu við okkur: “Þú verður láglegur slátrari, drengur minn,” sagði hann við mig, og konan hans fór að hlæja. Hann lagði hendina á höðpð Vern- ers og sagði: “Þessi litli drengur er líklegur til að verða skáld eða listamálari, ég sé það á honum.” “Það er ekki mikið réttlæti í því, mamma, að kalla annan bróðirinn slátrara, en hinn listamálara eða skáld. Því get eg ekki litið út til að verða það líka?” “Eg get ekki svarað því,” sagði móðir hans vandræðalega. “Þú spyrð svo mragra óþajrfa spurninga, Rob.” “Nei, en eg álít skáld og listamálara svo miklu æðri en konga; eg gæti höggvið hausana af þeim öllum saman ” “Rob, Rob! þú mátt ekki tala svona. Það gerir mig veika að heyra þig segja þetta.” Rob stökk nú út, til að létta ofurlítið af sér vonzkunni, með því, að klípa og berja Verner. “Eg vil ekki taka á móti þér,” sagði Verner, “því eg lofaði móður okkar að gera það ekki. En ef þú lætur mig ekki í friði, þá skal eg biðja hana að gefa mér eftir loforðið, og þá—” Rob sefaðist við það sem Verner sagði, þvi hann vissi að hann mundi ekki hafa við honurn í slagsmáli, því hann var svo harðgjör og fimur, en Rob svo stirður, en sterkari. “Eg skal fá nýja sögu, eins og þú, læðan þín. Þú skalt ekki hafa nein réttindi fram yfir mig framar, það hefur mamma sagt.” Verner ansaði bonum ekki, en fór burtu. Það var ekki í fyrsta sinni sem hranayrði Robs vöktu sársauka og efa í huga hans, en svo við nánari íhugun mintist hann þess, að móðir hans vár ávalt svo góð og urríhyggjusöm við sig, en hann var þó í engum efa um það, að hún hélt meira uppá Rob. Hann fékk alt sem hann bað um; honum var aldrei neitað um neitt, en hann hafði tekið eftir því, að þegar þeir voru háttaðir, og móðir þeirra kom til þeirra og kysti þá, og bauð þeim góða nótt, að þá kom hún stundum aftur og laut ofan að Rob og kysti hann marga kossa. Ef Rob meiddi sig eitt'hvað, svo sem skæri sig í fingur, eða eitthvað_ lítils háttar, að þá tók hún hann í fang sér og hallaði honum að brjósti sér, og vorkendi honum svo mikið. Ef Verner meiddi sig eitthvað, þá var hún æfin- lega nærgætin við hann, en hún sýndi honum engin innilegheit. Þannig mátti greina að henni þótti ekki jafnvænt um báða drengina. Verner veitti því eftirtekt, þó hann væri ekki gamall, en það vakti ekki ennþá neinn efa í huga hans. “Mamma,” spurði Rob einusinni, “höfum við altaf verið hérna í W-idcombe? John Thurston segir að við höfum bara verið hér. í sex ár.” “Já, það er satt.” “Hvar vorum við áður en við komum hingað?” Hún hikaði við að svara honum, því henni datt í hug að það væri brot á loforði sínu, að segja neitt um það. “Þú ert of forvitinn, Rob. Eg vil ekki hafa að þú sért altaf að spurja um þa.ð sem þig varðar ekkert um.” “Jæja, það gerir þá ekkert til; allir vita hvar þeir hafa verið. Því má eg þá ekki fá að vita það líka ?” Móðir hans ansaði ekki því sem hann sagði. Hann fékk ekki neitt um það að vita. 15. KAFLI. Það liðu þrjú ár svo ekkert bar til tíðinda; Rrengirnir gengu í skólann, og þroskuðust að viti og vexti. Þeir lifðu eins tilbreytingarlajusu Hfi og ihægt var, þrátt fyrir það var í þessu tilbreytingalausa lífi þeirra, rót til ævintýra. Rob undraði sig á því að móðir hans fékkst aldrei til að tala um fortíð sína; hún vildi ekki einu sinni láta vita af hvar hún hefði verið áður, og hún vildi ekki heldur segja hon- um, því hann væri svo gjör ólíkur bróður sín- um, sem var svo fríður og gáfaður. Verner undraði sig yfir því, að hann hafði einhverja óljósa tiifinningu fyrir því, að hann ætti ekki heim^ þarna, og það væri eitthvað sem aðskildi sig og móður sína. Hann var að eðlisfari fíngerður og viðkvæm- ur, en það átti ekki við móðir hans og bróðir. Hann var eins ólíkur þeim, eins og dúfu ungi, sem klakað er út í hrafnshreiðri, er ólíkur hrafninum. Það sem þeim þótti skemtilegt, og mikils um vert, var honum til leiðinda; honum fanst það ómerkilegt. Hann hneigðist að bók- námi, hljómlíst og listmálningu — öllu sem var fagurt; en móðir hans og bróðir kærðu sig ekkert um slíkt. Honum gekk vel námið, og var vel á veg kominn í fornmálunum og allri klassiskri fræði, sem þar var kent, er hann var 14 ára, var hann orðinn betur að sér en flestir stúdentarnir, sem voru orðnir 18 ára. Náttúran útdeilir gjöfum sínum stundum á hinn undar- legasta hátt. Hún hafði gefið honum nokkuð af hinum dýrlegustu gjöfum — skáldgáfuna— þessi drengur, sem aldrei hafði notið þeirrar gleði að horfa ,í augu móður sinnar, aldre’ fundið milda móðurhendi strjúka sína fögru hárlokka, og var án þess að vita það, heimilis- laus, vinalaus og nafnlaus. Verner Elster var skáld; þessi merkilegi hæfi- leiki, átti svo stórt ítak í huga hans, að hann virtist stundum gleyma öllu öðru. Hvert blað og blóm dró athygli hans að sér með ómótstæði- legu afli. Öll fyrirbrigði í náttúrunni, stór og smá mótuðu nýjar hugsjónir í sál hans, og lyftu anda hans á flug. Stundum er slíkar hugsjónir höfðu náð sterk- um tökum á huga hans, og þær urðu að brjót- ast út, reyndi hann að tala við Rob eða móðir sína um það, en þau skildu hann ekki. Rob gerði bara gabb að því, en móðirin vissi ekki hvað hún átti að hugsa um. þennan* dreng. Eitt kvöld hafði hann farið með bækurnar sínar ofan í garðinn yi þess að lesa þar í næði fyrir morgundaginn. Það var indælt júní kvöld, og öll blóm voru í fullum blóma. Hann horfði á býflugurnar sem flugu frá einu blómi á ann- að, og sumar fiðrildin, í skrautlegum litum, sem flögruðu svo rólega í kring, og af og til heyrðist frá krónum hinna stóru, elmtrjáa fag- ' ur fuglasöngur. Honum fanst hann hefði aldrei heyrt neitt svo fagurt, eins og þennan söng frá toppum trjánna. Honum kom allt í einu í hug að hann gæti þýtt þennan söng í orð, og skrifað það á blað; það var ei'ns og þessir ljúfu tónar kæmu frá hjarta hans, og yrðu að orðum á tungu hans — sæl hrifning, sem snöggvast fékk al- gjört vald yfir honum. Þegar Rob var farinn út með félögum sín- • um, kom hann hljóðlega inn ií eldhúsið, þar sem móðir hans var að slétta Mndúka. “Móðir,” sagði hann, “þú mátt ekki hlægja að mér, eg orti kvæði.” “Ort hvað, barn?” sagði hún, og horfði undr- andi á hann. “Kvæði, virkilegt kvæði, eins og kvæðin, sem þú lest í ljóðabókunum,” svaraði hann og r,oðn- aði af óvissu um það, 'hvort hún mundi skilja sig. “Hefurðu virkilega? Eg er svo glöð,” sagði hún, er hún sá að hann vonaðist eftir sam- fögnuði, en það var allt sem Mún gat sagt, hún skildi ekkert í því, hvað væri að vera skáld. “Á eg að lesa það fyrir þig?” spurði hann hálf efablandinn. “Já, mig lang-ar til að heyra það. Eg hefi gam- an af kvæðum.” Hún setti pressujárnið frá sér og hlustaði á hann lesa kvæðið. Hann las hátt og stillilega, en hver sem hefði veitt honum nokkra eftir- tekt, gat séð á andliti hans og augum, hvað hrifning er. “Það er ósköp fallegt, ósköp fallegt, Verner, og eg er viss um að þú ert gáfaður drengur,” það var ekki mikil né djúp hluttekning í þessu, en það var það besta, sem hún gat sagt. “Þú skalt sýna Dr. North það,” sagði hún og hugsaði með sér, hvað hörmulegt það væri, að þessi gáfaði drengur ætti hvorki föður né móð- ur, sem gæti samfagnað og glaðst með honum. Morguninn eftir bar nokkuð nýrra við. Póst- urinn kom upp að húsinu og skilaði af sér bréfi, sem Rob tók við, og fór með til móður sinnar, því bréfið var -til hennar. “Hvaðan er þetta bréf?” spurði hann strax. Það hefur lengi brunnið við, að sumum kon- um er ekki svo ervitt að segja svolítið annað en er — þær þurfa ekki að hugsa sig um að segja það; það kemur svo fljótt, og eins og af sjálfu sér. Þetta var þó ekki tilfellið með Mrs Elster. Hún var í eðli sínu svo einlæg kona, sem aldrei hafði átt nema eins leyndarmáls að gæta á ævi sinni, svo henni var allt annað en ljúft að segja ósatt. Hún gat hafa svarað hon- um út í hött, en henni datt það ekki í hug. “Eg get ekki sagt þér það Rob. Það er ekkert, sem þér kemur við.” “Það er þá líklega annað leyndarmálið,” sagði haiin, “eitthvað, sem þailf að halda leyndu fyrir mér býst eg við. Eg má ekki spyrja um hvar við vorum, áður en við komum hingað; eg má ekki spyrja um, hvaðan þetta bréf kom; er það ekki eitthvað fleira sem eg má ekki spyrja um, móðir mín?” “Þú ættir að hafa vit á að tala ekki svona við móður þína, Rob,” sagði Verner, “það er fjarska ljótt af þér að gera það.” Rob svaraði Verher ekki með öðru en steyta hnef-ann framan í hann, og móðir hans bað hann að hafa sig hægan. Bréfið var stutt, aðeins fáeinar línur: “Kæra Mrs. Elster, eg -hef fengið bréfið frá þér, og verð hér í kvöld, klukkan 9 til 10. Komdu drengjunum snemma í rúmið, því eg þarf að tala við þig í næði. Þín einlæg, H. C. Þetta var ekki langt bréf, en það hafði síðar hina þýðingarmestu afleiðingar. Það er ekki svo auðvelt, og það vi-ta allar mæður, að fá drengina sína snemma í rúmið á blíðu sumqrkvöldi. Strax er klukkan var 7 fór Mrs. Elster að tala um að það væri best að fara snemma að hátta í kvöld. Rob bara hló að slíku tali. “Eg vil heldur vera úti í alla nótt, en fara snemma að hátta,” sagði Rob frekjulega. Það var auðveldara að fá Verner til að gera eins og hún bað. Þegar klukkan var níu, kallaði hún á Verner að koma inn, og sagði að það væri kominn háttutími. “Eg skal koma inn og fara að sofa, ef þú vilt, en eg er ekkert þreyttur,” sagði hann. Hann kom strax, og til mikillar gleði fyrir Mrs. Elster, kom Rob rétt strax á eftir honum. Þegar drengirnir voru háttaðir, fór Mrs. Elster út í eldhúsið og lokaði hurðinni. Hún settist þar og sökti sér niður í ógeðfeldar hugs- anir. Rob lét ekki villa sér sjónir; hann skildi að það mundi eitthvað búa undir því að reka þá svona snemma lí rúmið, og ímyndaði sér /að það stæði í sambandi við bréfið sem móðir hans -fékk um morguninn. “Annað hvort kemur einihver hingað,” hugs- aði hann, “eða móðir mín ætlar einsömul út.” Rob var eftirtökusamur, og ætlaði sér að vera á njósn. Verner var sofnaður, en Rob var glað- vakandi. Eftir litla stund heyrði hann ókunn- ugan málróm; það var einhver að tala við móðir hans 'í eldhúsinu. Hann reyndi til að komast að því hver það var, og hvað væri verið að tala um. Hann læddist ó fætur, en fann, sér til undr- unar að eldhúshurðin var læst, en það var rifa í hurðinni, og í gegnum riífuna sá hann fátáek- lega búna konu, með slör fyrir andlitinu. Hún sat hjá móður hans, og talaði alvarlega við hana. Honum fanst hann hafa orðið fyrir von- brigðum; hann hafði búist við einhverju mikið ævintýralegra en þetta. Hann reyndi að heyra hvað þær töluðu, en þær töluðu svo lágt og hvíslandi, að hann gat ekkert heyrt. Eftir hann hafði -hlustað dálitla stund, heyrði hann nafn Verners nefnt, ekki einu sinni, 'heldur oft. Svo töluðu þær um hann; þessi heimuglega heim- sókn hlaut að vera í einhverju sambandi við Verner. Hvað gat það verið? Hvað gat það verið við- víkjandi Verner, sem hann vissi ekki? Hvaða kona var þetta, sem kom á svo dularfullan hátt til að tala um Verner, yngri bróðir hans? Hann var þó eldri, og hafði fullan rétt til að vita það. Svo heyrði hann þær tala eitthvað um peninga og skóla. Rob varð fjúkandi vondur. Gat það verið mögulegt að móðir hans ætlaði að gera eitthvað fyrir Verner, sem hún vildi ekki gera Ifyrir 'hann? Hann gat ekki heyrt meira; hann reyndi og reyndi að 'hlusta, en árangurslaust, hann lagði eyrað við skráargatið, en heyrði ekkert. “Jæja, látum svo vera,” hugsaði hann, “eg get verið eins slæg-ur og þær. Eg skal ekkert segja, en bíða tækifæris. Ef það er nokkuð dulið í viðskiptum þeirra, skal eg komast að því; þær skulu ekki gabba mig.” Hann vissi ekki hvernig samtali þeirra lauk, því hann fór 'í rúmið sitt, er hann sá að hann gat ekki heyrt samtal þeirra. Allslags getgát- ur og ímyndanir snerust sem hjól í höfði hans, en hann gat ekki getið þess rétta til. Hann nefndi þetta ekki á nafn við vini sína. Ef það væri um eitthvert dularmál að ræða, áleit hann að hann gæti betur einsamall kom- ist að því, en með aðstoð annara. Leyndarmálið var í hættu. Fyrir mörgum árum hafði Hope sagt: “Leyndarmálinu þínU er vel borgið, Florence, hann er dáinn og graf- inn.” 16. KAFLI. Það var klukkan níu um kvöldið. sem Miss Hope kom, eftir fáförnu stræti að húsinu. Hún hafði klætt sig í tötrulegan búning, svo hún yrði ekki þekkt, ef einhver sæi hana. Hún hafði beðið þar til að var orðið dimmt, svo enginn yrði á vegi hennar. Hún tók hinn besta vara á öllu á því sambandi. Það sem hún spurði Mrs. Elster um, var hvort hún væri alein, og svo hvort drengirnir svæfu. “Það er enginn hér,” svaraði Mrs. Elster, “og það getur enginn komið hingað inn; eg hefi læst hurðinni.” “Það er gott, og nú til varúðar vil eg biðja þig að brúka enga viðhöfn í tali við mig, og nefna ekkert nafn; það er aldrei of gætilega farið. Það getur einhver gengið hér framhjá, eða komið að dyrunum meðan við erum að tala saman, nafn mitt er alþekkt.” “Eg skal muna það,” sagði Mrs. Elster. Miss Hope tók stól og settist alveg hjá Mrs. Elster. Hún tók af sér sjalið og losaði hatt- bandið, en andlits skýluna tók hún ekki af sér. “Jæjá, nú skulum við tala um drengina,’ sagði Miss Hope. “Eg las bréfið þitt með mikilli ánægju, og mér þótti svo vænt um að heyr-a hvað honum gengur vel.”

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.