Lögberg - 15.02.1945, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 15. FEBRÚAR, 1945
7
Eldland
Stúlkur og drengir:
Eg hefi sagt ykkur frá hinum
^iklu jöklum á íslandi, sem rísa
UPP af hálendinu. á þeim þiðnar
snjórinn aldrei. Vatnajökull á_ís-
landi er stærsti jökull í Evrópu.
^að mætti engu síður kalla
iandið Eldland, því ísland er
naesta jarðeldaland í heimi.
Niðri í jörðinni er glóandi,
bráðið grjót. Stundum brýsc
þessi heita grjótleðja upp um
°P og sprungur í jörðinni, ým-
ist á jafnsléttu eða í fjöllum, og
vellur yfir landið í kring, storkn-
ar svo og verður hraun.
Þetta eru kölluð eldgos og
fJÖll sem gjósa, eru kölluð eld-
fjöll. Sum þeirra gjósa ekki
kraunleðju, heldur ösku, sem
Þeytist hátt í loft upp og fellur
Svo niður víðsvegar og getur
Jafnvel borist til annara landa.
^rægasta eldfjallið á íslandi
heitir Hekla. Hún hefir gosið 22
sinnum, síðan landið var byggt.
Stundum er bardagi milli íss-
íns og eldsins. Eldgos kpmur upp
nndir jöklinum; jökullinn bráðn-
ar og stórkostlegt flóð veltur
fram í sjó og ber með sér stóra
ísjaka.
Mesta eldgos, sem sögur fara
af á íslandi varð árið 1783 á
hálendinu suðvestur af Vatna-
jökli. Það stóð yfir í 7 mánuði
og kom úr meir en 100 gýgjum.
Þá braust upp úr jörðinni meira
hraun en dæmi eru til annars
staðar í veröldinni. Askan barst
alla leið til Afríku og austur
Síberíu.
Þetta gos olli miklu böli á fs-
landi. A'skan huldi landið og
eitraði loftið. Gróðurinn dó,
70% af kvikfé landsins fórst;
20% af þjóðinni/dó úr hungri og
af hinu eitraða lofti.
Sem betur fer hafa engin eld-
gos, sem gert hafa skaða, verið
á fslandi í seinni tíð.
Orðasafn. ♦
eldland — fireland
brýst — bursts
grjótleðja — moíten rock
sprúngur — cracks, crevice
jafnslétta — level ground
storknar — hardens
hraun — lava, lava-field
eldgos — volcanic erruption
eldfjöll — vblcanoes
aska — ashes
víðsvegar — far and wide
bardagi — battle
bráðnar — melts
stórkostíegt — tremendous
gígur — crater
barst — was carried
olli — caused
böl — distress, calamity
huldi — covered
eitraði — poisoned.
Huldukona.
Lækningamiðálöð fyrir Winnipeg
og Manitoba
^að er nokkuð síðan að fram-
sýnir áhugamenn í Winnipeg og
^nnitoba fóru að finna til þess,
sjúkramálum bæjarins og
fylkisins væri mjög ábótavant,
^kki aðeins til þess að mæta
PÖrfum yfirstandandi tíðar í
Peim efnum, heldur einkum til
Pess að mæta vaxandi kröfum
rnmtíðarinnar í sambandi við
eilbrigðismálin og hinar hrað-
ara framfarir læknafræðinnar.
k4eð þetta fyrir augum bund-
Usf nokkrir menn samtökum
undir forustu Dr. P. H. T. Thor-
akssonar, sem var bæði líf, sái
8 driffjöður í þessu máli, til
rekari framkvæmda.
í tvö og hálft ár fóru fáar sagn-
lr af athöfnum Dr. Thorláksson-
fr °g félaga hans, sem voru fá-
lr í byrjun, og lenti því verkið
mesf á Dr. Thorlákssyni sjálf-
Um> en á föstudagskveldið 2.
ef)r- s. 1. boðaði Dr Thorláks-
son og félagar hans til fundar,
rettara væri að segja bauð hapn
°S félagar hans á annað hundr-
a® naönnum og konum frá Win
nipeg og nokkrum mönnum utan
mJar> sem mál þessi létu sig
Var®a til að hlusta á'skýrslu og
hu
ins.
gniyndir forustumanna máls-
Fundurinn var haldinn í þing-
usi fylkisins og fundarstjóri var
r- Thorláksson, sem einnig er
0rmaður ráðgjafanefndar þessa
mafs> sem nú er orðin stór og
ahrifamikil.
f ávarpi sínu til fundargest-
anna mintist Dr. Thorláksson dá-
1 ið á sögu málsins og kom þá
ratt í lj ós, að málið var komið
u úr deyfðinni og þokunni út í
glnðbjartann dag og búið að fá
a sig ákveðna mynd og hrein-
ann svip.
^egar fundarmenn komu í
nndarsalinn var þeim fengin í
fjf'n^Ur s^ra Þar sem sagt var
frá Ví®fan2sefni fundarins og
, nofnum þeirra manna, sem
tskju j því.
yrsta umtalsefnið var þessi
Pnrning: “What is the Medical
Center plan”. (Hvað er meint
með hinni fyririhuguðu lækninga
miðstöð). Fyrri parti þeirrar
spurningar svaraði Dr. Bruce
Chown sérfræðingur í barna-
sjúkdómum, við barna sjúkrahús
ið í Winnipeg, á þessa leið.
Spursmálið sem hér er um að
ræða, er eitt hið þýðingar mesta,
sem vér höfum haft með hönd-
um, svo þýðingarmikið er það,
að nema því aðeins að það nái
fram að ganga er engin von til
þess, að við hér í Winnipeg,
Manitoba og Vesturlandinu, get-
um notið til fulls framþróunar
þeirrar er læknisfræðin hefir
tekið, er að taka og mun taka.
Eins og stendur, er hjúkrunar-
stofnunum vorum dreift út um
allan bæ og kröftunum skipt.
Tæki þeirra ekki eins fullkomin
og þyrfti að vera. Þegar um
vandasama sjúkdóma er að ræða,
og kalla þarf sérfræðinga, þá eru
þeir oft svo bundnir, að eftir
þeim þarf að bíða, oft í margar
klukkustundir, sem er ekki að-
eins óþægilegt, heldur getur
blátt áfram verið skaðlegt, og
úr þessu er ekki hægt að bæta
á neinn hátt, annan en þann, að
sameina kraftana, sem við eig-
um yfir að ráða. Færa hjúkrunar-
húsin og heilbrigðismálin saman
á einn stað. Mynda lækninga-
miðstöð þar sem kraftar vorir
geti notið sín óskiptir, þar sem
þau fullkomnustu tæki, sem
þekt eru geta verið almenningi
til afnota og þar sem unt sé að
veita þá fullkomnustu kenslu í
læknis og hjúkrunarfræði, sem
völ er á.
“Það er ekki til þess ætlast,
samkvæmt þessari hugmynd,”
sagði Dr. Chown, “að þessi lækn-
ingamiðstöð verði til afnota fyr-
ir sjúklinga almént utan Win-
nipeg borgar og byggða þeirra
er næst Winnipeg liggja, nema
þegar um sérstök sjúkdómstil-
felli er að ræða, sem krefjast
meðferðar er annarsstaðar er
ekki tök á að veita.” Hann kvað
aðaláherzluna vera, að búa svo
læknaefnin og hjúkrunarkon-
urnar úr garði að þau væru full
fær til að annast öll vanaleg
sjúkdómstilfelli í heimasveitum
fólks þar sem sjúkrahúsvist væri
væntanleg með fulltingi og að-
stoð fylkisstjórnarinnar.
Síðari hluta spurningarinnar,
“What is the Metical Center
plan?” svaraði prófessor M. S.
Osborn, kennari í byggingafræði
(Arohitecture) við háskóla Mani
toba fylkis. Eftir að lýsa afstöðu
sinni til málsins og biðja þvi
gæfu og gengis, sýndi hann. og
skýrði uppdrátt af hinni væntan-
legu lækna miðstöð, sem sýndi
hvernig hann og forstöðunefndin
hefði hugsað sér fyrirkomulag
og húsaskipun miðstöðvarinnar.
Hann gat þess að sjálfsagt þætti
að reisa þessa miðstöð þar sem
læknaskólinn og hið almenna
sjúkrahús. nú stæðu og væri
hugmyndin að þær tvær stofn-
anir yrðu partar í miðstöðinni,
þegar hún kæmist upp. Svo sýndi
hann aðrar byggingar í suður og
austuf frá þeim tveimur. Var
þeim prýðilega fyrir komið, og
mynduðu ekki aðeins smekklega
heild, heldur verða sannarleg
bæjarprýði.
Professor Osborn sagði að hug-
myndin væri, að kaupa allt land
og þau hús sem á því væru suður
að Notre Dame Avenue, austur
að Sherbrook Street, norður að
William Avenue að sunnan og
svo langt vestur frá Emily St.,
sem með þyrfti fyrir miðstöðina.
Hann benti á, að þar sem umferð
á Notre Dame Ave. og jafnvel á
Sherbrook St. og enda á William
Ave, sem að öllum líkindum
mundi aukast, gæti kdmið til þess
að raska ró þeirri, sem æskileg
væri að hvíldi ávalt yfir slíkum
stað, þá hefði verið áformað að
planta skógarbelti eitt hundrað
fet á breidd meðfram Notre
Dame Ave. að norðan, meðfram
Sherbrook St. að vestan og
William Ave. að sunnan og eins
langt vestur og þörf krefði.
Þannig er hugmyndin að inni-
lykja þessa lækninga miðstöð
Winnipeg, Manitoba og Vestur-
fylkjanna trjálundi, eða trjá-
veggjum, að minsta kosti á þrjár
hliðar.
Innan þessa trjálundar verða:
1. Læknafræðideild Manitoba
háskólans.
2. Hið Almenna sjúkrahús Win-
nipeg borgar.
3. Barnaspítali Winpipeg borg-
ar.
4. Spítali fyrir krabba veikt
fólk og rannsóknarstofa í sam-
bandi við þá ægilegu yeiki.
5. Miðstöðvar sjúkrahús fyrir
tæringarveikt fólk.
6. Sjúkrahús fyrir fólk í aftur-
bata (rólfært fólk).
7. Sjúkrahús fyrir andlega bil-
að fólk — Geðveikrahæli.
8. Heilbrigðismála rannsóknar-
stofur Manitoba fylkis.
Auk þess sem nú er talið, er
vonast eftir, að stofnanir þær,
sem hér á eftir eru nefndar, hafni
sig einnig innan trj áveggj anna í
lækningamiðstöðinni áður langt
um líður:
1. St. Joseph’s spítalinn.
2. Fæðingarstofnun, annað
hvort í sambandi við Almenna
sjúkrahúsið eða sérstök stofnun.
3. Tauga- og sálarfræðlsstofn-
un.
4. Heilbrigðisdeild Winnipeg
borgar, í samfélagi við barna
sjúkrahúsið.
5. Sérstök deild til athugunar
í sambandi við börn og unglinga
sem efu á batavegi. Deild sú á
að standa í sambandi við barna-
sjúkrahúsið.
6. Sjúkrahús fyrir fólk með
smitandi veiki.
7. Rannsóknarstofur miðstöðv-
arinnar.
8. Stofnun til heilla mannfélags
málum (Social Welfare Unit).
9. Shriners’ sjúkrahús fyrir
krippluð börn.
Það er vert að taka fram, að
þó að áformað sé að færa stofn-
anirnar, sem nefndar hafa verið
saman í hina sameiginlegu mið-
stöð, þá er ekki meiningin Nað
þær séu allar undir einni yfir-
stjórn, heldur að þær haldi áfram
undir samslags yfirráðum og þær
eru nú, og að hver og ein þeirra
hafi sína sjúklinga eins og áður
var, en eigi allar aðgang að þeirri
fullkomnustu þekkingu, sem völ
er á og þeim fullkomnustu tækj-
um sem þekt eru í hvaða grein
heilsu- og læknisfræðinnar, sem
um er að ræða.
Annað spursmálið sem rætt
var á þessum fundi var:
í hvaða sambandi stendur
þessi fyrirhugaða miðstöð við
læknisfræðilega kenslu og læknis
fræðilegar rannsóknir?
Spurningu þessari svöruðu
þeir H. P. Armes forseti Mani-
toba háskólans og Dr. A. T.
Mathers Dean læknafræðisdeild
Manitoba háskólans. Sýndi há-
skþla forsetinn fram á hversu
áhrffa auðugt slíkt spor, sem það,
er hér væri um að ræða væri
fyrir háskólann sjálfann, og það
ekki aðeins frá læknisfræðilegu
sjónarmiði, heldur líka alment
talað.
Dr. Mathers flutti mjög ítar-
legt erindi er sýndi skýrt fram
á hina margvíslegu og víðtæku
þýðingu er stofnun slíkrar mið-
stöðvar, sem hér væri um að
ræða hlyti að hafa í för með sér.
En hann lagði sérstaka áherzlu
á nytsemi hennar í sambandi við
kenslu og undirbúning læktia.
Tók hann fram, að eitt höfuð
skilyrði þeirrar kenslu, væri að
hún færi fram í fullu samræmi
við hinar fullkomnustu vísinda-
legar rannsóknir, ef læknar, sem
útskrifuðust, ættu að geta full-
nægt kröfum samtíðar sinnar að
tækjum og kringumstæðum til
þpss væri ábótavant eins og stæði
og að úr því yrði ekki bætt, nema
með einhug og samtökum, slík-
um sem þeim er hér væri um
að ræða, en með þeim fengnum,
mætti ekki aðeins bæta úr því
sem ábótavant væri nú, heldur
hefja kensluna í læknisfræðinni
á það stig, að hana væri hvergi
fullkomnari að fá.
Þriðja og síðasta spursmálið,
sem rætt var á þessum fundi
hljóðaði þannig:
Hvaða hag hefir fólk yfirleitt
af þessari hugmynd.
Spurningunni svöruðu þeir
D. G. McKenzie fyrrum ráðherra
opinberra verka í Manitoba og
héraðsdómari J. M. George frá
Morden, Man. Bentu báðir ræðu-
mennirnir á hin margvíslegu
hlunnindi, sem fólk yfirleitt yrði
aðnjótandi frá slíkri stofnun, en
sérstaklega væri það þó'eitt, sem
slík stofnun veitti almenningi,
og hver einasti maður þráði og
það væri full vissa um það að
ef alvarleg sjúkdómshætta vofði
yfir þeim, eða þeirra þá ættu
þeir kost á að njóta þeirrar full-
komnusiu læknishjálpar, sem
læknavísindin þektu.
Eg hefi nú leitast við að skýra
frá þessu máli eins og það hefir
komið mér fyrir augu og eyra,
leitast við að draga fram þessa
djörfu, víðtæku og stórkostlegu
hugmynd eins skýrt og föng eru
á, og vona eg að það hafi tekist
svo, að lesendur geti fyllilega
áttað sig á henni. En eg get ekki
skilist svo við þetta mál, að minn-
ast ekki á þá afburða forustu,
sem málið hefir notið.
Þegar Dr. P. H. T. Thorláksson
tók við þessú máli fyrir tveimur
og hálfu ári síðan, var það form-
laus draumsjón í hugum og a
tilfinning fleiri eða færri manna
og kvenna um að eithvað þyrfti
endilega að gjöra í þessu efni,
en það var Dr. Thorláksson, sem
leiddi það út úr þokunni og gal'
því fast form — hreina mynd —
mynd svo djarfa og stórslegna,
að líka hennar er hvergi að finna
í Canada, og ekki heldur í Bánda
ríkjunum með sama fyrirkomu-
lagi. Hann gjörði meira en gefa
þessu máli mynd og form, hann
hefir aflað því fylgis líka. í þessi
tvö og hálft ár, sem hanp hefir
haft forustu máls þessa með
höndum hefir hann eytt þremur
kvöldum í viku í 130 vikur, til
þess að tala við fólk um málið
og fá menn og konur, félög og
stjórnir til að leggja því lið og
auk þess ritað bréf til einstakl-
inga og félaga, sem hann sjálfur
veit ekki hvað eru mörg, því til
fulltingis, og nú þegar mál þetta
er lagt fyrir almenning þá er það
enginn smávegis liðsafli sem fylg
ir því úr hlaði. Hér eru sýnis-
horn:
University of Ma-nitoba. The
Faculty og Medicin University
of Manitoba. Winnipeg General
Hospital. Childrens Hospital of
Winnipeg. Shriners’ Hospital for
Crippled Children. Departmqnt
of Health and Public Welfare.
Provence of Manitoba. Manitoba
Sanatorium Board. Cancer Reliel
and Reserch Institdte. St. Boni-
face Hospital. Department of
Health. Winnipeg Federated
Budget Board. Winnipeg Foun-
dation. Winnipeg Suburban
Municipal Association. The
Union of Manitoba Municipalit-
ies. Manitoba Federation of
Agriculture. Women’s Organ-
ization. Winnipeg Board oí
Trade, both sections. Council of
the City of Winnipeg. Associated
Service Club of Manitoba. Mani-
toba Hospital Service Associat-
ion. Manitoba Hospital Associat-
ion. Manitoba Medical Associat-
ion. Winnipeg Medical Associat-
ion. Manitoba Pool Elevators.
Manitoba Teachers Federation.
Auk stofnana þeirra og félaga,
sem nú er getið, er fjöldi ein-
staklinga í Winnipeg og víðs-
vegar út um Manitoba fylki auk
margra af embættisbræðrum Dr.
Thorlákssonar, sem máli þessu
eru hlyntir.
Eg segi ekki að Dr. Thorláks-
son hafi leyst alt þetta feikilega
verk af hendi einn, því það hefir
hann sjálfsagt ekki gjört, heldur
notið góðrar aðstoðar á ýmsum
sviðum. En hann hefir að minni
hyggju gjört mest af því sjálfur,
og beint því braut að því tak-
marki, sem það hefir nú náð, og
það er að kunna vel til verks,
og vera landsins hnoss.
Jón J. Bíldfell.
Thomas Gintjee:
Fyrsta fallhlíf arstökk mitt
Eg á að stökkva út úr flugvél
í fyrsta sinni sem vopnaður fall-
hlífarhermaður. Eg spenni á mig
fallhlífina og herði upp hugann,
svo að mér finnst eg verða að
eins konar turni, sem hlaðinn er
úr orku og trúnaðartrausti. En
einhvern veginn er það nú svona
samt, að heldur finnst mér, að
sá turn ætli að vera óburðugur,
þegar eg nálgast flugvélina. Dap-
ur í bragði klifra eg upp í hana
og sezt meðal manna, sem eru
þugulir og daprir í bragði. Eg
kannast við manninn, sem situr
andspænis mér. Hann er fílefld-
ur burðajötunn. Núna er hann
lúpulegur eins og músarungi.
Þarna situr náungi, sem alltaf
hefur haft spaugsyrði á vörum
og vaki'ð óstöðvandi hlátur fél-
aga sinna. Þessa stundina er
hann alvarlegur og þögull eins
og gröfin. Eg get ekki varist
brosi, þegar eg sé, að eg á að
stökkva fyrstur út úr flugvél-
inni! Eg fer að velta því fyrir
mér, hvenær eg muni seinast
hafa bragðað mat. Satt að segja
finnst mér maginn í mér vera
alveg galtómur. Hnéin á mér
titra. Mér verður litið út um
dyrnar á flugvélinni, sem eru
opnar, og eg sé jörðina snarsnú-
ast langt fyrir neðan okkur.
Hugsanir mínar eru allar á
ringulreið, þegar eg heyri kallað:
Standið upp! Uppréttir!
Samtíðin.
Fréttabréf frá íslandi
(Frh. af bls. ,3)
fimm ára gömúl, Jón maður
hennar er enn við góða heilsu og
vinnufær þótt kominn sé hann
yfir áttrætt. Margrét Jóhannes-
dóttir frá Efra-Nesi, móðir Guð-
mundar bónda á Þorgauksstöð-
um og Jóhannes bóndi í Efra-
Nesi, hún komin nokkuð yfiv
áttrætt. Jón Guðmundsson, mað
ur hennar en enn á lífi og vinnur
enn, þrátt fyrir háan aldur. Þá
tel eg síðast Helgu Guðbrands-
dóttur frá Hvítadal, Sturlaugs-
sonar, ekkju Böðvars kaupmanns
Þorváldssonar á Akranesi. Þeirra
son er hinn vel kunni Haraldur
kaupmaður á Akranesi. Frú
Helga var móðursystir þess á-
gæta læknis Dr. Brandsson í
Winnipeg. Allar þessar látnu
merkiskonur áttu niðja, sem
flestir eru nú komnir á sextugs-
aldur og allar höfðu þær látið
af heimilisstjórn eftir fjölda
mörg búskaparár og mikið ævi-
starf.
Síðastliðinn vetur lézt á Upp-
sölum í Hálsasveit Þorsteinn Þor
steinsson frá Hofsstöðum Arna-
sonar, um sjötugt, hann var hjá
börnum sínum, sem þar búa
ógift. Þorsteinn átti við lang-
varandi brjóstveiki að búa.
Þá lést í vor Markús Jónsson,
kenndur við Þorvaldsstaði í Hvít
ársíðu, kominn yfir áttrætt.
Hann var einhleypur alla ævi.
Fluttist hann úr Lundarreykja-
dal í Hvítársíðu fyrir meira en
hálfri öld og flutti aldrei úr
þeirri sveit eftir' það, Markús
var búinn að óska þess að fá að
deyja undir berum himni, hon-
um varð að ósk sinni, einn sói-
ríkann blíðviðrisdag er hann á
ferð frá Fróðastöðum að Síðu-
múla en hneig örendur jafn-
snart og hann kom heim að
Síðumúlabæ. Þessi útslitni ein-
stæðingur átti hvorki efni eða
orku til þess að bjargast á eigin
spítur, sýndist því skapadægur
hans bera að á réttum stað og
stundu. Ennfremur lézt í sumar
Vigfús Auðunsson bóndi á Kvígs-
stöðum í Andakíl. Vigfús var
sonur Auðuns Vigfússonar frá
Grund í Skorradal. Vigfús á
Kvígsstöðum var kominn nokk-
uð á áttræðisaldur. Kona hans
var Margrét Jónsdóttir, ættuð
úr Múlasýslu, voru þau bræðra-
börn hún og Einar skáld Kvaran.
Líka má geta þess að bráð-
kvaddur varð í Borgarnesi í vor
einn af nafnkenndari mönnum
þar, Gottskálk Björnsson smið-
ur. Hann var sonur Björns Gott-
skálkssonar sem bjó á Stóra-
Hrauni, mikill bóndi á sinni tíð.
Eins og fyr leiði eg hjá mér
að skrifa um þau þjóðmál, sem
efst eru á baugi. Það er efni blað-
anna að skýra þau á ýmsa vegu.
Ómurinn af fullveldishátíðinni á
Þingvöllum 17. júní í vor hefur
nú fyrir löngu borist til ykkar
vestur um haf. Þeim eina full-
trúa ykkar, prófessor Richard
Beck mæltist þar vel og sköru-
lega er hann fyrir hönd allra
sinna landa vestan hafsins flutti
bróðurkveðjur og vinaorð, sem
bárust með útvarpinu um land
allt. Slíkir sendiboðar megna
best að blása nýju lífi í gamlar
glæður. ~n
Þess má geta að prófessor
Beck kom aðeins skyndiför hing-
að í Borgarfjörð, en því miður
gafst honum ekkert ráðrúm til
þess að átta sig til fullnustu, á
Borgfirskri náttúrufegurð, en
heildarsvipur héraðsins blasir
skýrt fyrir allra augum frá þeim
samkomustað sem Borgfirðingar
hafa valið norðan megin Hvítár
í Ferjukotslandi. Á fjölmennu
íþróttamóti, sem haldið var þar í
sumar var það sem Richard Beck
birtist í ræðustóli, en kom þav
og fór sem skyndigestur. En
margir voru þó sem þökkuðu hon
um komuna, þar sem hann mætti
sem fulltrúi ykkar. Og fyrir öll-
um þeim kveðjum, er hann tók
að sér að fljúga með hingað og
héðan, á vængjum vindanna,
hefur hann nú gert góð skil. Þar
sem eg er einn meðal hinna
mörgu sem átti þess kost að sjá
og heyra þennan merka mann,
vil eg bæði fyrir mína hönd og
okkar Borgfirðinga færa honum
þökk fyrir komuna og bestu
kveðjur.
Að síðustu kveð eg ykkur öll,
bæði konur og karla í vinarhug
og góðri von um það að ykkar
bíði bjartari dagar og að þeir
dagar séu óðum að nálgast.
Verið þið allir blessaðir og sæl-
ir. Ykkar með vinsemd,
Kr. Þ.