Lögberg - 08.03.1945, Síða 2

Lögberg - 08.03.1945, Síða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 8. MARZ, 1945 Um þetta leyti fyrir 940 áruvr Brúðmánuður Helgu fögru Framkoma íslendingsins hefir löngum vtrið kölluð þumbara- leg, og mun það sannmæli. En undir hrjúfu yfirborði býr áreið- anlega næm og viðkvæm sál. Það er þess vegna sem örlög Helgu jarlsdóttur, Helgú fögru og Ragnheiðar biskupsdóttur, svo að nokkur dæmi séu nefnd, hafa fundið miklú dýpri hljóm- grunn í þjóðarsálinni en glæsi- leiki hinna mestu höfðingja og jafnvel yfirburðir hinna frábær- ustu kappa. Brúðkaup Helgu fögru stóð að Borg að Mýrum að veturnótt- um 1005. Gekk að eiga hana Hrafn Önundarson á Mosfelli syðra, ungur og frækinn höfð- ingjasonur. En það var flestra sögn, að því er sagan hermir, að “brúðurin væri heldur döp- ur”. Mun þó brúðguminn hafa þótt vænn maður og líklegur til frama. En hugur Helgu fögru var allars staðar, og skal nú aðdragandi þessa brúðkaups rakinn í fáum orðum Helga fagra var dóttir Þor- steins Egilssonar, Skallagríms- sonar, og konu hans, Jófríðar Gunnarsdóttur, Hlífarssonar. — Sagan segir svo frá, að Þorsteini hafi dreymt fyrir því, áður en Helga fæddist, hver örlög henni voru búin. Var sá draumur á j?á lund, að hann sá álft fagra og væna sitja á húsmæni að Borg, Flaug þá frá fjöllunum örn og settist hjá henni og klakaði við hana blíðlega og þekktist húr. það. Þessu næst sá hann annan fugl fljúga til Borgar af suður- átt, og var það einnig örn. 'Sett- ist hann á húsin hjá álftinni og vildi láta vel að henni, en þá ýfðist hinn örninn við. Börðust þeir, unz báðir féllu dauðir af húsmæninum. Sat þá álftin eftir hnípin mjög, þar til valur einn kom fljúgandi úr vestri og hafði hana á braut með sér. Draumur þessi fékk svo á Þor- stein, að hann hugðist að láta bera út barn það, sem Jófríður kona hans gekk þá með, svo fremi sem það yrði meybarn. Mun slíkt þó hafa þótt í meira lagi óviðurkvæmilegt um barn auðugs manns og höfðingja. Nú bar svo til, að Jófríður varð létt- ari, en hann var sjálfur á Al- þingi. Lét hún smalamann þegar taka barnið og færa á laun vest- ur í Hjarðarholt til Þorgerðar, systur Þorsteins. Þar var Helga í fóstri allmörg ár, unz hún var aftur tekin heim í föðurgarð. Um þessar mundir bjó að Gils- bakka í Hvítársíðu Illugi svarti Hallkellsson. Einn sona hans var Gunnlaugur ormstunga, mikill fyrir sér og allófyrirleitinn. Þeim feðgum varð það til áskilnaðar, að Illugi vildi ekki láta syni sín- um í té fararefni til utanfarar, er hann var tólf ára gamal'. Reið þá Gunnlaugur niður til Borgar og vildi ekki heima vera. Bað hann Þorstein viðtöku og var þar hin næstu misseri. Feldu þau Helga snemma hugí saman. Var hann bráðgerr og mikill og sterkur, en hún svo fögur, að sagan segir “að hún hafi fegurst kona verið á ís- landi”. Átján ára gamall býst Gunn- laugur til utanferðar, og biðui hann áður Helgu fögru sér t'l handa. Samdist svo um með feðrum þeirra, að hún skyldi vera heitkona Gunnlaugs í þrjú ár, en niður falla kaupin, ef hann yrði eigi aftur kominn að þeim tíma liðnum eða Þorsteini líkaði eigi skapferli hans þá. Lét Gunnlaugur síðan í haf, fór víða um lönd og sótti heim marga þjóðhöfðingja. er þá réðu nálægum ríkjum. I þeirri för kom hann til Uppsala á fund Ólafs Svíakonungs Eiríkssonar. Var þar fyrir Hrafn Önundar- son. Fluttu þeir báðir konungi kvæði, en varð að fiandskapar- máli, hvor fyrr skyldi flytja kvæði sitt. Hrafn fór fyrr heim til Is- lands. Bað hann Helgu fögru á alþingi, og var það ráðið fyrir atfylgi Skafta lögsögumanns Þóroddssonar, að brúðkaup þeirra skyldi standa að vetur- nóttum árið 1005, eins og áður er sagt, enda yrði Gunnlaugur þá eigi til íslands kominn. Voru þá fjögur ár liðin síðan hann fór utan. Helga hugði þegar illt til þessara ráða, en lét þó til- leiðast, þar eð Gunnlaugur var eigi til landsins kominn, en faðir hennar vildi einn fyrir bæði, eins og sjálfsagt þótti á þeirri tíð. Þetta sama haust kom Gunn- laugur til íslands á skipi með Hallfreði vandræðaskáldi. Tóku þeir land í Hraunhöfn á Mel- rakkasléttu hálfum mánuði fyr- ir vetur. Gekk Gunnlaugur þar úr liði á fæti í glímu, en eigi að síður bjuggust þeir til ferðar. eins skjótt og þeir máttu. Komu þeir suður í Borgarfjörð laugar- dagskvöldið, er brúðkaupsveizlan stóð að Borg. Vildi Gunnlaugur þegar þangað ríða, en fékk því ekki ráðið, enda vart ferðafær. Að veizlulokum fór Hrafn með hina döpru brúði sína suður til Mosfells. Frétti hún skjótt, að Gunnlaugur var út kominn. Eina nótt, stuttu eftir að þau voru suður komin, deymdi Hrafn það, að hann væri lagður sverði í faðmi Helgu. Hafði hún vakað og heyrt á svefnlæti hans, og innti hann að draumum, er hann vaknaði. Hann sagði sem var. Hún svaraði: “Það mun eg aldrei gráta, og hafið þér illa svikið mig”. Grét hún þá mjög. Gerðist hún svo stirð við mann sinn, segir sagan, ”að hann fékk eigi haldið henni heima þar, og fóru þau þá aftur heim til Borg- ar, og nýtti Hrafn lítið af sam- vistum við hana”. Slikur var brúðmánuður Helgu fögru. En harmleiknum var ekki lok- ið. Heitar ástir verða aldrei svo forsmáðar, að eigi hefni sín síðar. Þennan vetur átti að drekka brúðkaup að Skáley litlu eftir jól. Til þessa boðs fóru þau Hrafn og Helga, og þangað fór og Gunnlaugur ormstunga fyrir áeggjan föður síns. Hugði hann, að þá myndi fyrnast þrá hans til Helgu, ef hann kæmi þar, sem margar fríðar konur voru saman komnar. Bjó Gunnlaugur sig vel til veizlunnar og bar skikkju, sem Sigtryggur silkiskeggí kon- ungur í Dyflinni, sonur Ólafs kvaran og Kormlaðar drottning- ar, hafði honum gefið. Var það í frásögur fært, hve Helga fagra renndi oft augum til Gunnlaugs í veizlunni. En lítil var sögð gleði í boði þessu, og virðist sem and- rúmsloftið hafi verið þrungið ógn og kvíða. Síðasta veizludag gekk Gunn- laugur á tal við Helgu. Fór mjög ástúðlega með þeim, og gaf hann henni skikkjuna góðu. En með þeim Hrafni urðu heitingar. Var á milli þeirra gengið, svo að ekki hlutust af stór-vand- ræði að sinni. Segir svo í Gunn- laugs sögu, að Hrafn nýtti “ekki síðan af samvistum við Helgu, þá er þau Gunnlaugur höfðu fundizt”. Síðan kemur síðasti þáttur- inn. Fundum þeirra Hrafns og Gunnlaugs bar að nýju saman á Alþingi sumarið eftir, 1006. Þar skoraði Gunnlaugur Hrafn á hólm. Börðust þeir í öxarár- hólma. Braut Hrafn sverð sitt, en Gunnlaugur skeindist lítil- lega. Var þá á milli þeirra geng - ið, og undu því báðir illa. Þess er getið, að þau Helga og Gunnlaugur hafi hitzt á þessu þingi, og full ástæða að ætla, að svo hafi oftar verið. Skoraði Hrafn Gunnlaug á hólm á ný. En hólmgöngur höfðu verið af- teknar á þingi um sumarið, svo að þeir gerðu það ráð að fara utan. Næst bar fundum þeirra Hrafns og Gunnlaugs saman á Gleipnisvöllum upp frá Veradal í Noregi. Urðu þeir fundir hinir síðustu, því að þar féll Hrafn við fimmta mann, en Gunnlaugur hlaut banasár. Er svo frá þeim fundi sagt, að Gunnlaugur hjó um síðir annan fótinn undan Hrafni. Hrökklaðist hann upp að tré, en féll eigi. Sagðist Gunn- laugur þá eigi vilja lengur við hann berjast, örkurrilamann. Hrafn kvaðst enn geta varizt um stund, ef hann fengi vatn að drekka. Gunnlaugur bað hann að svíkja sig ekki, ef hann færði honum vatn í hjálmi sínum. “Ei mun eg þig svíkja”, svarar Hrafn. Sótti Gunnlaugur þá vatn í hjálm sinn og rétti Hrafni hann. Hann seildist á móti með vinstri hendi, og hjó um leið Gunnlaug í höfuðið með sverði sínu. Tókst bardagi með þeim að nýju, og lauk honum svo , að Gunnlaugur felldi Hrafn. Eftir þetta var Gunnlaugur færður ofan til Lifangurs í ÞrándJheimi, og varð það hans síðasta för. En það er af Helgu hinni fögru að segja, að hún giftist síðar Þorkeli Hallkelssyni, er bónai var í Hraundal. En aldrei tók hún sína fyrri gleði. Rakti hún löngum skikkjuna Gunnlaugs- naut, og með hana í skauti sér dó hún. Ástir og örlög Helgu hafa að vonum orðið mörgum skáldum á ýmsum öldum yrkisefni. Meðal annars skrifaði franskur rithöf- undur um hana þriggja binda skáldsögu á öndverðri nítjándu öld, og þýzk skáld annað stór; skáldrit. íslendingar hafa að sjálfsögðu margir ort um atburði og persónur sögunnar, og má þar nefna kvæðið “Þorkell í Hraundal”, eftir Jón Magnús- son. Einhver hefir getið sér þess til, að Svafaður og Skarphéðinn í Sólarljóðum séu Gunnlaugur og Hrafn. Skal ekki dómur lagð- ur á það hér. Og sjálf er Gunn- laugs saga áhrifaríkt skáldrit. Er ekki þar með sagt, að nein á- stæða sé til þess að rengja sann- fræði sögunnar í megindráttum, enda greina elztu handrit henn- ar, að eigi ósvinnari maður en Ari prestur hinn fróði sé höf- undur hennar. Tíminn. Hvað getur bjargað menningunni? Frh. frá síðasta blaði. V. Nýlega talaði einn af rithöf- undum vorum um það sem fyrir- litlegan hégóma, er menn hugs- uðu um það að frelsa sál sína. En þetta er raunar ein megin- hugsun kristindómsins, sem blas- ir við oss af hverri blaðsíðu Nýja testamentisins: Maðurinn þarf að endurfæðast, til þess að ríki kærleikans megi koma svo á jörðu sem á himni þurfa menn að stilla sál sína til samræmis við æðri lög en hin jarðnesku, lög- mál, sem stundum virðast jafn- vel standa í öfugu hlutfalli við þau: lögmál himnanna. Menn verða að trúa á Guð kærleikans! Þessvegna sagði höfundur krist indómsins: Trúið á Guð, trúið á mig! Og þessvegna lagði Páll postuli og siðbótamennirnir svo mikla áherzlu á, að mennirnir frelsuðust fyrst og fremst fyrir trú, að enginn leggur út á þann veg, sem hann ekki sér fyrir sér, enginn sækist eftir því, sem hann ekki trúir, að sé til. Þetta skildi snillingur eins og Goethe manna bezt. Þegar hann í Wilhelm Meisters Wanderjahre lætur það bera á góma, hvernig uppeldi barna verði »bezt hagað, svo að stjarna menningarinnar fari hækkandi og sú kynslóð verði betri, sem vex á legg, en hin, er hnígur til moldar, leggur hann einkum á- herzlu á eitt atriði, sem hann segir, að kenna verði baminu,’ hversu vel sem það sé af Guði gert, því að ekkert bam hafi það inni í sér við fæðinguna — en það sé lotning! Bamið verði að læra að bera lotningu, fyrst og fremst fyrir því, sem oss sé æðra og meira — því, sem sé fyrir ofan oss. Þetta, segir hann, er í rauninni líf og andi allra trúarbragða og ekkert er nauðsynlegra en þetta. í öðru lagi talar hann um lotn- ingu eða virðingu fyrir því, sem er umhverfis oss — þ. e. mönnun- um, jafningjum vorum. Vér verð - um að læra að meta þá hæfileika til menningar, sem þeir búa yf- ir! En í þriðja lagi talar hann um virðinguna fyrir því, sem segja megi að sé fyrir neðan oss, en með því á hann við það, að oss beri nauðsyn til að skilja, að í andstreymi og sorg, sárs- auka og hverskonat- erfiðleikum tilveru vorrar geti verið fólgin blessun, og að jafnvel þótt þetta sé harla óljúft holdi og blóði, hafi það iðulega reynzt vegur til fullkomnunar. Þetta segir hann, að andi og sál hinnar kristnu trúar, sem sé æðst allra trúarbragða, sigur-hæð, sem mannkyninu sé ætlað að klífa til. Það er mjög athyglisvert fyrir oss að hlusta á orð þessa skáld- spekings um lotninguna, — til- finninguna fyrir hinu stórfelda og eilífa — nú á þessum tímum, þegar svo margir þykjast miklir af því að trúa engu og þess sjást glöggt merki, að virðingarleysi fyrir Guði og mönnum fer vax- andi, einkum á meðal þeirra, sem ungir eru eða óþroska. Og allra sízt mundi sú kynslóð, sem dýrkar mammon og leitar hóg- lífs umfram allt, sjá fegurð eða andleg stórmerki í þjáningu og andstreymi. Hér skilur því ómælisdjúp á milli skilnings Goethes á þess- um hlutum og skilningsleysis þeirra, sem rigmontnir eru af vantrú sinni og virðingarleysi og sjónleysi á öll önnur verð- mæti en efnisleg gæði þessarar hverfulu, jarðnesku tilveru. En hvernig hefðum vér getað komizt nokkuð áfram á menning- arbrautinni, ef mennimir hefðu aldrei, fremur en skynlaus skepn- an, fengið grun um það, sem fyrir ofan þá er eða framundan — öðlast virðingu fyrir því og fengið þar af leiðandi löngun og þrá eftir því? Nei, virðingarleysið er skepn- unnar aðall og eign. Það er því ekkert til að monta af. Það er einkenni skammsýninnar og sljó leikans — moldvörpuandinn, sem Bjarni Thorarensen talar um. Og hvers vegna eru stríð háð, nema af virðingarleysi fyrir öðr- um mönnum — nema af þeirri blindu eigingirni að ná vilja sín- um með ofbeldi, hvað sem það kostar? Skepnurnar vaða tilgangslaust hver yfir höfuð annarrar í bar- áttunni fyrir lífsgæðunum — og meðan maðurinn gerir slíkt hið sama, sver hann sig of mjög í ætt til moldarinnar til þess að um menningu geti verið að ræða í eiginlegri merkingu þess orðs. Það er fyrst og fremst lotn- ingin fyrir háum og fjarlægum markmiðum, sem er frömuður menningarinnar. Maðurinn er maður, að því leyti, sem hann er hæfur til að lifa eftir æðri lögmálum og stefna til hærri markmiðs en dýrin. Og þegar hann skilur, að vizk- an er æð/ri en vanþekkingin. miskunin meiri en grimmdin, fórnin stærri en sjálfselskan — og þegar hann sannfærist um, að þetta sé vegurínn og þannig sé hægt að lifá til meiri fagn- aðar og í æðri fpgurð — þá hef- ir hann líka í raun og veru öðl- ast trú á Guð og allt hið æðsta og fegursta, sem Guð hefir haft að þýða fyrir kynslóðirnar. V. Sé þetta svo, hvað eigum vér þá að gera til þess að eignast eilíft líf? Þetta er sú spurning, sem lög- vitringar þessarar veraldar leggja stöðugt fyrir boðendur trúarbragðanna. — Þetta er spurning, sem margsinnis hefir verið svarað og hver og einn á að geta svarað sjálfur. Svarið er enn hið sama og Jesús gaf forð- um: Haltu boðorðin! En jafnvel meistarinn sjálfur gat ekki bj argað manninum, sem vissi svarið, en vildi ekki fara eftir því. Hér er vandamál, sem kirkjan á við að etja. Spekingar þessarar aldar segja: Hví gerir kirkjan ekkert? Hún hefir nú bráðum starfað í tvö þúsund ár, og enn er ástand- ið slíkt, sem raun ber vitni. Er það ekki ræfilshætti og ónytj- ungsskap starfsmanna hennar að kenna, hvað kirkjan er áhrifa- laus í heiminum nú sem stend- ur? Sjálfsagt er að viðulrkenna það. að ónýtir þjónar erum vér, borið saman við það, sem vér ættum að vera. En fæstum mun vera það fyllilega ljóst, hversu verk- efni prestanna er stórum erfið- ara og vandasamara en flest önn- ur. Jafnvel eins góðgjarn og vit- ur gagnrýnandi og próf. Sigurð- ur Nordal lætur í ljós undrun yfir því, hversu margir guðfræð- ingar flýja kirkjuna, til að taka að sér önnur störf. Hyggur hálft um hálft, að þetta hljóti að stafa af efasemdum um takmarkið. Hann segir: “Hver getur skoðað huga sinn um það, að séu sann- indi kristninnar öruggur veru- leiki, er ekkert annað lífsstarf jafn eftirsóknarvert og fá að boða þau, fyrir mann, sem hefir lært þau. Er ekki eitthvað bogið við það, frá kirkjunnar sjónar- miði, að menn, sem reyna að bjarga hinu líkamlega lífi í með- bræðrum sínum með tvísýnum holskurðum og umþráttuðum lyfjum, skuli varla geta hugsað sér annað starf, en- maður, sem hefir búið sig undir að bjarga ódauðlegum sálum — — skuli HVERNIG SKRIFA SKAL UTAN Á BREF TIL HERMANNA VORRA HANDAN HAFS Þetta er stríð hraðflutninga. Póstur yfir hafið fer í gegnum margar hendur áður en hann kemst til viðtakanda. Ef áritun ei röng eða óglögg, getur slíkt valdið vikna töf, þrátt fyrir það, sem póststjórn Canada og aðrir aðiljar leggja á sig. Það vinst mikið með því að fara eftir þessum reglum: 1. Skrifið eða prentið með stórum stöfum. 2. Hafið skýra og fulla utanáskrift. Margar tafir stafa frá því að skrifa ógreinilega nafn viðtakanda, eða taka ekki fram herdeildarnúmer hans. 3. Ef þér skrifið sjúklingum á spítölum handan hafs, þá skuluð þér bæta við orðunum “In Hospital” með stórum stöfum. PÓSTUR YÐAR VERÐUR AÐ SÆTA HARÐNESKJU STRÍÐSINS Hver pakki verður að þola þúsund sinnum þunga sinn, er skipið veltist í ólgu sjó; hið sama gildir um aðrar flutningaleiðir, sem verða fyrir skothríð og hverskonar hnjaski. Allir pakkar ættu að vera í hylkjum úr bárujárni en utan um þá skal síðan vafið pappa, og bundið um með sterku garni. HAFIÐ HUGFAST: Látið hvorki eldspítur né önnur eldfim efni í pakkana. Sendið ekki mat, sem getur skemst. Sendið hvorki vökva í pappahylkjum né glerkrukkum. Geymið ekki að láta tollskoðunar yfirlýsingu fylgja pökkunum. Notið ekki “skoe boxes”, þau brotna auðveldlega. CANADA POST OFFICE Birt að tilskipan HON. W. P. MULOCK, K.C., M.P., POSTMASTER GENERAL

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.