Lögberg - 08.03.1945, Síða 4
4
LöGBERG, FIMTUDAGINN, 8. MARZ, 1945
t------------JLögberg-----------------------
GefiB út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS, LIMITED
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LfiGBERG,
695 Sargent Ave., Winnipeg, Man.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram
Thf* "I-/tffcberg" is printed and publishea by
The Columbia Press. Limited, 69 5 Sargent Avenue
WinnipeK. Manitooa
PHONE 21 804
'T- ■*——
Rœða eftir Dr. Helga
P. Briem
aðalrœðismann íslands í New York flutt á
Frónsmóti í Fyrstu lútersku kirkju 27. febr. 1945.
Herra forseti.
Kæru landar mínir:
Við sem hér erum saman komin erum bundin
af sömu taug og sama þætti. Það sem hefir
kallað okkur saman er ástin til íslands og alls
þess sem íslenzkt er.
Þó flest af ykkur þekkið mig ekki og hafið
aldrei séð mig áður en eg kom hingað á laugar-
daginn, er það eitt að eg er íslendingur nóg
til þess að þið gerið mér þann heiður að bjóða
mér hingað og að sitja þetta veglega þing, og
takið á móti mér með þeirri vinárttu og velvild,
sem eg hefi oft heyrt getið um, en sjaldan notið
slíkrar áður. Fyrir þetta þakka eg ykkur öllum
hjartanlega, ekki aðeins í eigin nafni heldur
íslenzku þjóðarinnar, því vegna hennar er eg
boðinn hingað og sá sómi, sem þér sýnið mér
og vinátta er sómi og vinátta, sem þér viljið
sýna íslenzku þjóðinni.
Það er ástin til íslands, sem bindur okkur
saman, þig og mig. En þegar menn eru ást-
fangnir ræða þeir ekki um stjórnmál og veðrið,
heldur um sjálfa sig, fortíð sína, nútíð og fram-
tíð.
Og það sem mér er efst í huga er gleði blandin
undrun yfir því, að eg skuli hingað kominn og
finna ykkur, sem mælið á móðurmáli mínu og
berið svip eins og vinir og frændur á fslandi.
Frá því eg fyrst man eftir mér hefi eg auð-
vitað oft heyrt um ykkur, en það er eins og
mér vaxi nýr skilningur á því að Íslendingar
eru fleiri og'meiri en eg vissi um áður.
Síðan eg fór fyrst til útlanda hefi eg oftsinnis
verið spurður að því: Hver á ísland? Eg hefi
ætíð svarað: íslendingar, því það getur enginn
átt land, nema sá sem byggir það og nytjar,
þekkir það og elskar í blíðu og stríðu.
En hér get eg snúið spurningunni við og
spurt: Hver á íslendinga? Og svarið hlýtur að
verða: ísland. Eg geri ráð fyrir að enginn ykkar
geti neitað því að ísland á stóran þátt í huga
yðar og hjarta, enda þótt þið séuð borgarar
annara ríkja.
Þó fæstar þjóðir munu hafa haft eins mikla
útþrá og íslendingar var útlegð þyngsta refsing
sem þeir kunnu að dæma mann til. Njála segir
frá því, að er Gunnar á Hlíðarenda hafi verið
dæmdur til útlegðar hafi hann lagt af stað til
skips. Á leiðinni sneri hann sér við, leit heim
til sín og mælti: Fögur er hlíðin, bleikir akrar
og slegin tún. Mun eg snúa við og fara hvergi.
Einhver ógleymanlegasta setning, sem eg
þekki í íslenzku máli eru þessi orð Gunnars:
Fögur er hlíðin.
Þegar eg reyni að gera mér grein fyrir því
hvernig standi á orðum og gjörðum manna, er
breyta öfugt við rökvísi og skilning, þá hefi eg
enga skýringu til, en hugsa til orða Gunnars,
er benda til þess, að í brjósti mannsins eru huld-
ar taugar öflugri en svo að maðurinn fái brotið
á móti þeim, þó það kosti hann fjör og frelsi.
Eins er það er eg reyni að gera mér grein
fyrir því stórkostlega átaki, sem það hefir
hlotið að vera fyrir yður og feður yðar og afa
að rísa upp af óðali sínu, kveðja vini og frændur
og nema lítt þekkt land í fjarlægð. Þetta átak
hefir verið svo sterkt að eg á erfitt með að
skýra það. Og fyrir mörgum íslendingum heima
hefir það verið algjörlega óskiljanlegt og eg vil
ekki leyna því, að þeir hafa áfellzt þá er burtu
fóru og virzt þá vanta átthaga ást og fundizt
sem landið og þjóðin sæti eftir minni og fátæk-
ari.
Þjóðin varð minni og hún varð fátækari við
að missa ykkur, líklega fimta hluta þjóðarinnar
að heiman. Þegar Noregur misti miklu minni
hluta þjóðarinnar til íslands, misti hann um
leið svo mikið andlegt líf, að það voru útflytj-
endurnir er geymdu jafnvel hans eigin sögu.
Norskir sagnfræðingar hafa viðurkennt það, að
Noregur hafi staðið eftir lamaður og aldrei borið
þess bætur að missa þjóðarbrotið til íslands.
Greinin á íslandi varð þegar sterkari andlega
séð, en meiðurinn sem eftir stóð í Noregi.
Þetta út af fyrir sig er ákaflega merkilegt.
Greindur Ástralíumaður sagði mér að það hafi
ekkert andlegt líf þróast í sex mannsaldra og
nú loksins séu Ástralíumenn farnir að skrifa
bækur, sem séu einhvers virði. Kona af fransk-
canadiskum ættum sagði mér svipað héðan frá
Canada, en hvort það sé rétt að svo listfeng
þjóð sem Frakkar hafi lamast andlega í nokkr-
ar aldir við að slitna frá sinni feðrafold, skal eg
ekki segja. Þið þekkið það sjálfsagt betur en eg.
íslendingar eru eina þjóðin sem eg veit til
að hafi getað flutt sig í nýtt landnám án þess
að lamast andlega um Iangan tíma. En þeir
hafa ekki aðeins verið svo styrkir að. þeir hafi
getað haldið við menningararfi sínum, heldur
hafa þeir aukið við hana. Mér virðist þetta
bera vott um meiri andlegan mátt en eg hefi
haft spurnir af annarsstaðar.
Nú er hinsvegar svo komið, að mér virðist
sem allir heima hafi fengið skilning á því, að
ísland hefir orðið stærra og ríkara við það að
þjóðin býr beggja megin Atlantshafsins. Þetta
er þó eingöngu vegna þeirrar tryggðar sem þið
hafið ætíð sýnt okkur, löngum við lítið endur-
gjald að heiman, og sem eg vil þakka fyrir.
Venjulega er reynt að útskýra vesturferðir
íslendinga svo að menn hafi leitað til betri
lands til að bæta hag sinn og barna sinna. Eg
hygg þetta þó all fráleitt. Islendingar láta lítt
leiðast af hag sínum. Áhuginn er bundinn við
allt annað en fé og jarðneska muni. Ef íslend-
ingur hefir fénast er það að mestu fyrir til-
viljun og hann hugsar meira um það að miðla
öðrum og láta gott af sér leiða en að safna meiru
en hann þarf fyrir sig og sína. Auði né heilsu
ræður enginn maður þótt hann gangi greitt,
segir í Sólarljóðum.
Ef íslendingar hefðu lagt jafn mikla andlega
vinnu í búsýslu sína, sem það að yrkja ljóð,
væru þeir líklega beztu bændur í Eeimi.
Þess er og að gæta að Vestur-ferðimar hefj-
ast ekki fyrr en með batnandi efnahag heima
og auknu frelsi. Þetta er og skiljanlegt, því
farhugurinn fær engan byr undir vængi fyrr
en efnahagurinn leyfir mönnum að ferðast. Á
19. öldinni fjölgaði landsmönnum um 60% og
við vitum ekki til að þá hafi orðið mannfall af
hungri á íslandi, sem þó var almennt í Evrópu
og hefir átt sér stað fram á þennan dag. Við
móðuharðindin 1785. var mikið mannfall á Is-
landi af hungri. Það hungur var þó ekki nema
að nokkru leyti náttúrunni að kenna og harð-
indunum. Langmest var það beinlínis einokun-
inni að kenna og kaupþrælkun Dana.
Þeir söfnuðu miklu fé erlendis til bjargar ís-
lendingum, en það rann í fjárhirzlu Danakon-
ungs og hefir ekki verið greitt af hendi enn í
dag. Það mannfall varð þó til þess að Danir
gáfu fyrstu tilslökunina á verzluninni tveimur
árum síðar.
En móðuharðindin brenndu það inn í sál hvers
einasta íslendings að hvað sem það kostaði yrð-
um við að fara með stjórn okkar mála. Að við
yrðum að sjá um okkar verzlun, fjárhagsmál,
siglingar og atvinnumál sjálfir. Að við yrðum að
fylgja boðorðinu: Sjálfur leið sjálfan þig. Vegna
þess ágæta kvæðis sem Einar Páll Jónsson las
upp áðan, vil eg geta þess, að fyrir tveimur
áratugum tók ungur íslendingur sér þessi orð
að einkunnarorðum. Hann er nú forseti Islands.
Síðan íslendingar fóru að leiða sig sjálfa hefir
hagur þeirra vænkast á hverjum áratug, með
guðs hjálp. En þjóðin var svo mergsogin, að hún
var eins og sjúklingur eftir þunga legu. Aftur-
batinn var mjög hægur. En það var greinileg-
ur bati og hann hefir gengið með vaxandi hraða
frá ári til árs. Batinn hafði staðið óslitinn í
þrjá mannsaldra er Vestur-ferðir hófust. Eg skal
fúslega viðurkenna það, að frumbýlingsbragur
er á mörgu hjá okkur, og að oft sé látið vaða á
súðum. Hitt er það, að með hverju árinu sem
líður getum við sagt að það séu framfarir og
aukin afköst. Ef þið lesið íslenzk blöð sjáið
þið kvartað um mjólkurleysi í Reykjavík. Samt
er það svo að mjólkurframleiðslan hefir marg-
faldast á síðustu árum, en nú vinna að land-
búnaði færri menn en nokkurn tíma áður. Svip-
að má segja um aðra atvinnuvegi, þó fiskiveið-
arnar hafi tekið út sinn vaxtarsprett nokkru
fyrr en landbúnaðurinn. Aðalvöxturinn heima er
þó ekki í þessum aðalatvinnuvegum, heldur í
ýmsu öðru, sem fjárhagslega séð gefur meiri
arð, svo sem allskonar iðnaði, siglingum, vá-
tryggingum, bankastarfsemi og sérstaklega verzl
un.
Þar sem landbúnaður og fiskiveiðar gefa
verkamönnum sínum sjaldan nema rétt til hnífs
og skeiðar, á vanalegum árum og á eg þá við
ár, þegar ekki er stríð, gefa þessar fimm at-
vinnugreinar yfirleitt töluvert hærri tekjur og
hækkar lífsstandard allrar þjóðarinnar. Hún hef-
ir færzt af því stigi að vera verkamannaþjóð er
treystir á líkamlega orku, til þess að verða at-
vinnurekandi þjóð, sem notar vatnsafl og
hreyfla til að framleiða orku.
Fyrir ykkur og okkur er þetta sjálfsögð fram-
þróun, en þetta er ekki svo fyrir öllum þjóðum.
Fyrir nokkrum árum síðan var eg í Portúgal.
Þar var ráðið fram úr atvinnuleysinu svo að það
var bannað að nota vélar. Eg ók daglega eftir
mjög breiðri braut, þar sem hver steinn hafði
verið mulinn með handafli og þjappað ofan í
götuna með handáfli. Meðan eg var þar var í
fyrsta sinn leyft að nota hjólbörur í vegavinnu
og vegþjappara rekna með gufuafli. Síðan eru
aðeins 4 ár. Meðan þjóð notar slíkar vinnu-
aðferðir geta afköst hennar auðvitað ekki aukist,
né lífsstandardinn hækkað.
Þegar feður ykkar og afar fóru
að heiman var íslenzka þjóðin
verkamannaþjóð. Jafnvel gild-
ustu bændur unnu með verka-
fólki sínu. Þeir sem ekki stund-
uðu líkamlega vinnu voru kall-
aðir höfðingjar; það voru em-
bættismennirnir. Kaupmennirnir
voru hér um bil allir danskir.
Eg býst við að fæstir íslenzkra
landnema hérna hafi búist við
mikilli breytingu á starfi sínu og
barna sinna, þó þeir flyttu burtu.
Mér hefir skilizt að þeir hafi
flestir búist við að vinna hörðum
höndum eins og þeir höfðu gert
á íslandi, og flestir þeirra gert
það. Eg hygg, en um það vitið
þið betur en eg, að þeir hafi
ekki séð • fyrir framþróunina
hérna, frekar en þeir sem heima
urðu, gerðu sér grein fyrir hverj-
um framförum ísland myndi
taka.
Allt þetta á að styðja það að
það sé röng skoðun að Vestur-
fararnir hafi horfið frá íslandi
vegna þess hve harðbýlt það
var, og til betri landa. Norræni
kynþátturinn sækir yfirleitt ekki
eftir góðum löndum. Hann sækir
í ný lönd.
“Því hvern skal segja sælli en
landnámsmann
með sigurhug í ljóði og handar-
taki.
Með nýja og víða veröld fram
undan
og vegleg óðul feðra sinna að
baki”,
kvað Stephan G. Stephanson og
talaði af reynd. Hann talar ekki
um frjósama og val ræktaða ver-
öld heldur um hina víðu og skín-
andi veröld. Hann minnist held-
ur ekki á að hann hafi horfið
burt úr harðbýlu landi, heldui
talar hann um “vegleg óðul
feðra sinna”, sem styrk sinn og
hamingju er hafi gefið honum
traust og byr undir vængi.
Eg hygg einnig að mörgum
landnámsmanninum hafi orðið
að hugsa svipað og Önundur Tré-
fótur, er kvað:
“Kröpp eru kaup ef hreppum
Kaldbak — en eg læt akra”,
því fæstir vita hvað átt hafa fyrr
en mist hafa og fæstir sjá hvað
hlíðin er fögur fyrr en þeir sjá
hana í nokkrum fjarska.
Eg hygg að vesturferðirnar
eigi sér allt aðra skýringu en
leit að betra landi og meiri hag-
sæld. í sálu allra eyjabúa og um
leið nesjabúa er útþráin djúpur
strengur og sterkur. Islendingar
hafa ætíð sótt úr landi til að afla
sér menntunar. Þeir hafa undar-
lega djúpsetta löngun til að sjá
ný lönd. Meðan þeir áttu skip
sigldu þeir norður með öllu
Grænlandi beggja vegnh, bæði í
Tröllabotn og Hafsvelgi norður.
Eiríkur rauði var í þrjú ár í
landaleit og mun aðallega hafa
rannsakað Marklandsbotna eða
Hudson-flóann og löndin þar fyr-
ir norðan. Þegar hann svo segir
frá hinum nýju löndum er fjarri
því að menn hafi getað fullnægt
útþrá sinni með því að hverfa
frá Noregi til íslands. Það sigla
því tugir skipa og hundruð land-
nerha úr nokkrum byggðarlög-
um yfir til Grænlands og eitt-
hvað af þeim mun hafa farið
suður til Vínlands og stofnað ný-
lendur, þar sem nú stendur
Boston 1 Massachusetts og New-
port í Rhode Island, en þar
stendur gömul norræn kirkju-
rúst, sem eg tel líklegt, eins og
fleiri, að Eiríkur biskup Gnúps-
son hafi látið byggja um 1120.
Það mun elsta steinbygging
hvítra manna 1 þessari álfu. Á
fyrstu kortum Frakka af Amer-
íku er það land kallað Norvega.
Jafnvel eftir að við erum orðin
skiplaus þjóð ólgar útþráin í
blóði okkar.
“Hann stendur hér enn, sem hann
stóð hér fyrr
með stórgerðan vilja þögull og
kyrr,
og langferðahugann við lág-
reista bæinn”.
Þeir sem einhvers megnuðu
fjárhagslega sendu syni sína utan
og hafa gert á öllum öldum síðan
Island byggðist, þótt stundum
hafi nú karlarnir gert það með
þungu hjarta, eins og þegar hann
séra Matthías sagði við son sinn:
“Fögur er hún Höfn gegnum hug
myndanna gler,
en allra fegurst óséð, og eins
hún verður þér.”
Er Islendingar fréttu af hinni
miklu óbyggðu víðáttu hér vest-
an hafs, var því eins og blásið
væri í gamlar glæður. Útþráin
greip menn og vegna batnandi
hags áttu menn auðvelt með að
koma búum sínum í peninga.
Langferðahugurinn sem greip
Norðmenn, er þeir fréttu af Is-
landi, greip nú niðja þeirra í
25. og 30 lið, er þeir heyrðu um
að Vínland hið góða opnaði þeim
faðm sinn.
Ennþá lifir útþráin í íslending-
um, því nú standa yfir nýjar
vesturfarir, aðallega námsfólk,
en einnig annara. Islenzkir sjó-
menn á erlendum skipum eru nú
líklega á annað hundrað. Yfir-
leitt sækja þeir mest á skip þau
er sigla sem lengst burtu, til
Ástralíu eða Kyrrahafseyja. En
lítt ráða þeir við hvar þeir sigla
í stríðinu. Eg veit af 8 íslenzkum
sjómönnum, sem voru á skipum
þeim er fluttu lið yfir til Frakk-
lands þann 6. júní, er Banda-
menn brutust þar í land. Eg hefi
stundum verið að spyrja þá, því
þeir sigli ekki heldur á íslenzk-
um skipum, sem sé hættuminna,
en mikið betur borgað. Þeir
skilja það ekki sjálfir — en eg
þykist kannast við gamla ís-
lenzka útþrá.
Þessi útþrá, sem krefst full-
nægingar, hverju sem fyrir hana
er fórnað, er skyld þeirri þrá, sem
þið þekkið betur en eg, frá son-
um ykkar og bræðrum, er krefj-
ast þess að leggja fram sinn styrk
í hinni miklu baráttu milli góðs
og ills, réftlætisins og rangind-
anna, sem nú geysar í heimin-
um. Þægilegt líf í föðurgarði
verður sem duft, og undirbún-
ingur undir æfistarf verður sem
aska, er þeir hugsa til þeirra
miljóna ungra manna, er leggja
fram líf og heilsu til að berjast
gegn þýzku glæpastefnunni.
Þetta er óskiljanlegt út frá öll-
um kenningum um eftirsókn eft-
ir þessa heims gæðum og betri
lífskjörum, en þetta er liður í þrá
mannkynsins eftir hinu nýja,
mikla og víða, sem lyftir því á
æðra svið, þó margur maðurinn
liggi hjá garði. Gunnar sagði:
Fögur er hlíðin. Því það er ekki
sókn eftir betri lífskjörum fyrir
sjálfan sig, heldur eftirsókn eft-
ir fullkomnara lífi, frjálsara og
betra fyrir alla menn.
Það hefir verið sagt að lífið sé
eins og framandi tungumál, því
enginn kunni að beita því eða
skilja það til fullnustu. En þó
reynum við öll að ná valdi yfir
því og skilja reglur þess, því að-
eins þannig getum við beitt því
svo að okkur sé ánægja að miðla
geði við vini af erlendri þjóð. En
sá sem skilur reglurnar fyrir líf-
inu hann fær yfirsýn yfir það
og getur notið þeirrar ánægju
og þeirrar fullnægingar að nema
í huga sér nýtt land og vítt, fyrir
honum óbrotið, en undur'samlega
gjöfult. Hann fær nýtt og víðara
viðhorf. Hann fær aðra sál við að
tileinka sér framandi mál, við-
horf, sögu og menningu.
Þið, mínir kæru landar, hafið
allir haft tækifæri til að til-
einka ykkur tvær greinar menn-
ingarinnar, hina íslenzku og hina
engilsaxnesku.
Einhverntíma þegar íslenzkur
stúdent kom að félaga sínum að
lesa Njálu leit hann yfir öxl hans
og sagði: Bændur fljúgast á.
Hinn svaraði um hæl: Og bænd-
ur segja frá: Því sú frásagnarlist
sem séra Theodór Sigurðsson
lýsti svo frábærilega vel í gær-
kvöldi, var list íslenzkra bænda.
Það getur vel verið að íslenzk
mennim? sé ekki fjölskrúðug, þó
held egað hún hafi sinn tilveru-
rétt. Og það verður enginn fá-
tækari í sálu sinni fyrir það, að
halda við íslenzkri menningu og
íslenzkri tungu, jafnvel þó hon-
um standi opin önnur menning,
fjölskrúðugri og verklegri.
Þjóðræknisstarfsemi ykkar er
því vísvitandi tilraun til að
geyma, vegna barna ykkar, menn
ingarverðmæti, sem forfeður
ykkar hafa sótt andlegt líf til í
þúsund ár. En eins og allt annað,
sem horfir til þroska einstaklings'
ins, gerir það hann víðsýnni og
glaðari í lífi og starfi.
Með því að halda við sérkenn-
um ykkar og menningu, sena
borgarar í hinum engilsaxnesku
ríkjum hér, auðgið þið einnig
brezka menningu og ameríska. '
En því hefir ísland orðið ríkara
við að eiga ykkur hér, að með
ykkur og afkomendum ykkar hef •
ir ísland fengið mál til að skýra
íslenzka menningu á erlendum
vettvangi. Áður vorum við ein-
angraðir nema frá Danmörku.
En sem dæmi um það hve hörmu
lega Dönum gekk að skilja nokk-
uð íslenzkt get eg nefnt það, að
það eru ekki nema 200 ár síðan
danska vísindafélagið skrifaði
merkispróföstum á Islandi út af
því að það hafði heyrt að þegar
ís yrði gamall og hrörlegur
breyttist hann í bezta eldsneyti-
Báðu þeir prófastana að senda
nokkra hestburði af íslenzkum
jöklum, svo hægt væri að nota
þá til kyndingar í dönskum eld-
stóm. Það var svo sem ekki hætta
á að hann bráðnaði á leiðinni.
Þegar Eggert Ólafsson gaf út
ferðabók sína þurfti hann að
nota tvær síður í ferðabók sinni
til að kveða niður þessa fyrru, að
ís brynni á íslandi. Reyndist okk
ur þá enn heppilegast að leiða
okkúr sjálfa.
En þó menningarsamband ís-
lands væri lítið við brezka menn-
ingu fyrr en þið settust hér að
hefir það verið einhver hin
mesta og bezta guðsgjöf til ís-
lendinga að eiga svo góða ná-
búa, sefn Bretar hafa ætíð verið
okkur. Því það er mála sann-
ast að ísland hefir ætíð lifað i
skjóli Breta.
Jónas Jónsson frá Hriflu hefir
bent á það, að Bandaríkin eigi
sér skrifaða stjórnarskrá og rétt-
indaskrá. Þau hafi einnig birt
utanríkisstefnu sína, sem felst i
Monroe-kenningunni. Bretar hafi
aftur á móti aldrei sett stjórnar-
skrá sína í heillegt plagg og
aldrei birt neitt um áhrifasvæði
sín. En Bretar lifi þar fyrir undir
stjórnarskrá og fylgi utanríkis-
stéfnu, er tryggi smáþjóðunum
líf og vernd gegn ágangi.
Eg hygg þetta sannmæli. ÍS'
land hefir alltaf búið við vernd
Breta alveg eins og Danmörk og
Noregur, Holland og Belgía og
öll önnur smáríki Evrópu. Þessi
vernd hefir aldrei þýtt þvingun
og hertöku neinna þessara landa-
Við sjáum merki þess þegar a
söguöld, að Islendingar hafi bu-
ist við innrás og strandhöggú
enda hafði Bretland þá ekki
veldi á höfunum. Karlarnir, for-
feður þínir og mínir, gerðu smS'
herbragð, sem eg hygg að enginn
hafi skilið eða skýrt. Þeir leiddu
það í lög að víkingaskip mættú
ekki hafa uppi drekahöfuð er
■þau sigldu að landi eða me^
landi. Þetta var lögleitt til a^
hræða ekki landvætti, segir 1
Grágás. Eg álít þetta hafa verio
sett til að verjast innrás. Því ss
maður sem fór með friði, fylgd1
þessum fyrirmælum að sjálf'
sögðu. En hinn sem kom >til rán^
kærði sig kollóttann um land'
vætti og lög, lét drekahöfuðið
standa, en varaði um leið landS'
menn við að þar væri ójafnaðar'
maður á ferð.
En þegar veldi Breta hefir
lotið lágt hafa vaðið uppi óaldar-
menn og þá höfum við fundið
hvað við höfum átt í skjóli Breta-
Þegar þeir áttu í innanlandserfið
leikum gengu Serkir á land
gerðu strandhögg á íslandi, seh1
kallað hefir verið Tyrkjaránið-
Þegar þýzki keisarinn hugði til
landvinninga í síðasta stríði urð'
um við íslendingar fyrir barð'
inu á kafbátum hans og þegar
stigamenn og ræningjar komusf
til valda í Þýzkalandi fyrir þetta
(Frh. á bls. 5)