Lögberg


Lögberg - 08.03.1945, Qupperneq 5

Lögberg - 08.03.1945, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 8. MARZ, 1945 5 AI I 4 VUVI rVCNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON ^átttaka kvenna í íslenzk- um þjóðræknismálum “Þótti þér kerlingarnar taka UPP í sig?” Eg var á leiðinni út úr Good Templara húsinu af síðasta fundi ^jóðræknisþingsins, þegar eg heyrði þessa setningu. Eg leit við og sá tvo karla á tali úti í horni. Svipur þeirra lýsti van- þóknun en var þó um leið svo vandræðalegur • að eg gat ekki annað en brosað. Auðheyrt var að þessir tveir voru af gamla skólanum — hin- um aldagamla skóla þar sem sú hugsun ríkir.að það sé alls ekki s*mandi, að konur láti til sín heyra á mannfundum; þær megi aÖ vísu sækja slíka fundi en þeirra hlutverk sé að hlusta með Whlýðilegri respekt og lotningu a ræður og stjórnvísindi karl- mannanna. Það er ekki ýkja- mörg ár síðan það var talið til tíðinda að kona flytti ræðu eða heitti sér fyrir opinberum mál- Uru. Það var talið varasamt að sleppa þeim út á þær götur; þær gaetu ekki stjórnað geði sínu og vantaði jafnvægi í hugsun. Ef að honunni tókst vel að láta í ljósi skoðanir sínar þá var sagt að hún 8®ti hugsað og flutt mál sitt eins °g karlmaður og þótti það mikið hrós! Sem betur fer er nú þessi hugs unarháttur að hverfa. Þátttaka kvenna í mannfélagsmálum fer vaxandi með degi hverjum. í meðferð þeirra mála, sem þær hafa beitt sér fyrir, hafa þær sannað að þær standa ekki að haki karlmanna að dómgreind, festu í skapgerð og hugsjóna- gnótt. Vestur-íslenzkar konur yfir- leitt, hafa borið mikla tryggð ti ^ttlands síns og íslenzkra erfða tslenzkar mæður og ömmur hafc hent börnum sínum íslenzku 0£ þ®r hafa kent þeim að bera virð- mgu fyrir ættstofni sínum og þí um leið fyrir sjálfum sér. Þæi hafa kunnað að meta gildi móðui mafs síns og þjóðararfs fyri] hörn sín. Það er mikið þeim ac þakka að íslenzkan heldur enr velli vestan hafs og við erun enn í sæmilegu fjöri í þjóðernis- legum skilningi. Eftir fundargerningum Þjóð- ymknisfélagsins að dæma, virðas' konur hafa tekið lítinn þátt inni skipulögðu þjóðræknis- starfsemi, sérstaklega hin fyrsti ar eftir að þessi félagsskapur va] stofnaður. Þó gengu margar kon Ur í félagið, en þær voru sjaldar °snar eða skipaðar í nefndi] Sem uokkru máli þóttu skipta o^ munu sjaldan hafa leyft sér af aka til máls á þingum félagsins un þetta ástand hafa stafað ai Pessum gamladags hugsunar- mtti, sem hér hefur verið vikif að. Nh í seinni tíð hefur orðif mikil breyting á afstöðu fólk; gugnvart kvennþjóðinni og þÉ einnig í Þjóðræknisfélaginu. Ní er ekki eins mikið á því, at pað sé lítið tillit tekið til þeirrc a e>ns fyrir þá sök að þær eri vennmenn; þess er ekki talir Porf, ag j þessum málum þurf f aðgreina fólk samkvæmt því verju kyninu það tilheyrir. Þa? 1 a nú flestir svo á, að konui a nt sem karlar eigi rétt á skoð- uuum Sínum, rétt til að láta þær tjosi °g rétt til að beita sér fyi ahugamálum sínum. Konur hafa sannað í þjc * nisstarfsemi sinni eins ,eiri felagslegri starfsemi t*r oru verðugar hins vaxan rausts, sem þær nú njóta. Sta J° raeknisfélagsins myndi ver .f1? minna ef konur gæfu þ að í sitt °g stuðning. E a starfsemi félagsins og deili þess er starfræksla íslenzkuskóla. Flestir þeir kennarar, sem að þeim starfa eru konur. Forsetar tveggja deilda félagsins og einn- ar sambandsdeildar þess eru kon- ur. I fjögur síðastliðin ár hefur kona skipað sæti í stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins og konur eiga sæti í milliþinganefnd í fræðslumálum. Síðastliðin þrjú ár hefur kona safnað auglýsing- unum fyrir Tímaritið með frá- bærum dugnaði. Og nú er það farið að tíðkast að konur sæki ársþing félagsins, sem erindrekar deilda sinna eða sem gestir. Eins og ofanskráð tilvitnun gefur til kynna, hika nú konur ekki við að láta skoðanir sínar í ljósi ef þeim finst þess þörf. Þátttaka þeirra í umræðum- á þingi hefur verið stillileg og hóg- vær og verð eg þó að segja að karlmennirnir þar, hafa ekki alt- af gefið þeim gott fordæmi hvað stillingu og hógværð snertir. Hið nýafstaðna þing var fjöl- sótt og skemtilegt og vona eg að karlarnir tveir, sem voru að stinga saman nefjum um afskifti kvenna af þjóðræknismálum, fyrirgefi mér þótt eg hafi brosað að því hve hugsunarháttur þeirj’a er trénaður og í ósamræmi við nútímann. Þvottadagur Aðgætni þarf að viðhafa í sam- bandi við þurkun þvottsins. Um leið og þvottinum er rent í gegn um vinduna er ráðlegt að raða honum í þvottakörfunni á þann hátt að þægilegt sé að hengja hann upp. Koddaverin eru látin sér, þurkurnar sér o. s. frv. Ef veðrið er gott ætti að hengja þvottinn upp úti og láta ferska loftið leika um hann, þurkaðu öll óhreinindi af snúrunni, og hengdu hvíta þvottinn þar sem sólin nær að skína á hann en mislita þvottinn í skugga. Um leið og flíkin er hengd upp skal hrista úr henni mestu hrukk urnar. Hengja skal þvottinn þannig, að ekki teigist á honum eða hann verði fyrir óþarfa sliti. Ekki skal festa þurkur og koddaver upp á hornunum, held- ur leggja yfir snúruna. Skyrtur eru festar upp á lafinu, buxur á buxnahaldinu, sokkar á tánum, kjólar á herðatré. Ekki skal klemma rayon og ullar flíkur á snúruna en leggja yfir snúruna, þannig að hvergi teigist á efn- inu. Prjónaðar flíkur eru ekki hengdar upp, en lagðar á borð, teigðar í sína upphaflegu lögun og látnar liggja á borðinu þar til þær eru þornaðar. \ Þættir um mataræði Samkvæmt þeim heilbrigðis- reglum, sem gefnar eru út af Dept. of Health and Public Wel- fare þarfnast manneskjan, til þess að viðhalda heilsu sinni, dag lega þeirrar fæðu sem hér segir: Mjólk: x/2—1 pottur. Eitt egg: (Að minsta kosti þrisvar eða fjórum sinnum á viku). Ávextirc Orange, Grapefruit eða Tómötur og aðrir ávextir, nýir, þurkaðir eða niðursoðnir. Garðmatur: Kartöflur og tvær aðrar tegundir af garðmat. Kjöt og fiskur — Ost og þurk- aðar baunir og peas má stundum hafa í staðinn fyrir kjöt og fisk. Cereal og brauð, helst úr heil- hveiti. Smjör og fíta: 2 til 3 matskeið- ar. Sykur, aðeins nóg til þess að gera matinn lystugann. Vatn: 4 til 8 glös. Lýsi fyrir börn. (Á veturna er einnig holt fyrir foreldra að taka inn lýsi því í því felst sólskins fjörefnið D). Ræða eftir Dr. Helga P. Briem (Frh. af bls. 4) stríð, sáum við enn Bretland sem okkar aðalvernd ög skjól. Við höfum goldið nokkuð afhroð, því yfir 260 íslendingar hafa týnt lífi beinlínis fyrir morðsýki Þjóð- vérja, en síðan eg kom hingað hafa bæzt við 12 menn og 3 kon- ur. Þetta svarar til að Canada- menn hefðu misst 26 til 28 þús. fallinna manna í stríði og Banda- ríkjamenn 275 þúsundir, en til allrar hamingju er mannfall þeirra ekki orðið svo mikið enn, en mun vera um helmingur þess. Það er því ekki að ófyrir- synju að íslendingar sögðu: “Volduga Bretland, vor vörn og vor granni vak yfir Norðursins óðali og manni”. því fram til síðustu ára hugsuð- um við, og aðrir, ekki um Banda- ríkin, sem það stórkostlega her- veldi, sem það hefir nú orðið í hinni miklu baráttu milli góðs og ills. Og þar sem eg hefi nú talað um fortíð og nútíð, ætla eg að segja nokkur orð um framtíð okkar. Við höfum reynslu af þeim tveimur stórveldum, sem telja að Island sé á áhrifasvæði sínu. Hvorugt hefir nokkurn tíma reynt að þjaka kosti okkar og hefði það þó verið hægt. Það er til gömul lýsing á íslandi frá 12. öld, þar sem Adam af Brim- um segir um íslendinga: Fjöllin eru skrauthallir þeirra, en fá- tæktin þeirra virkisveggir. Yfirleitt er það svo, að við ds- lendingar eigum ekkert það sem hægt er að ásælast til brotí- flutnings. Þetta var mikill virkis- veggur þegar ásælnin milli ríkja var meiri en hún er nú. Við eig- um erfitt með að hugsa okkur að við munum eiga nokkuð það í framtíðinni, sem hægt væri að girnast. Það eina er aðstaða Is- lands í heiminum og hana vilj- um við gjarnan varðveita, svo að hver sá sem fer með friði sé þar boðinn og velkominn. Til þess að undirstrika þetta erum við ný- búnir að gera samning um að flugvélar megi lenda á íslandi, alveg eins og skip allra þjóða hafa mátt leita þar hafnar. Hitt er þó annað að þegar Þjóð verjar báðu um að fá að hafa flugstöð á íslandi var því neitað árið 1938, þrátt fyrir harða mál- sókn, því við vissum að annað bjó að baki þeirri málaleitan. Sú neitun hafði heimssögulega þýð- ingu, því enginn veit hvernig or- ustan um Atlantshafið hefði far- ig ef Þjóðverjar hefðu átt bæki- stöð á íslandi. Hygg eg að allir Islendingar hafi álitið hvorutveggja afstöð- una sjálfsagða. En hinu er ekki að neita, að það að við tókum rétta afstöðu varð okkur og bar- áttunni gegn myrkravöldunum í heiminum til mikillar blessunar. Þegar við stofnuðum lýðveldið sem einhuga þjóð og við líklega mestu þátttöku í nokkurri kosn- ingu meðal lýðfrjálsra þjóða, var það í vissu um það, að verndar- þjóðir okkar væru að sigrast á glæpafélagi Þjóðverja og að við mundum njóta þeirrar sömu verndar, sem við höfum ætíð notið síðan land byggðist, þ. e. verndar Engilsaxa, er hafa hreins að höfin af sjóræningjum og nú hafa tvisvar á 30 árum brotið á bak aftur ræningjaflokkana í Evrópu. Þessi vissa okkar um hina nýju dögun fékk mjög ánægju- lega staðfestingu áður en þjóð- veldi okkar var 10 vikna gamalt. Þá virti forseti voldugasta ríkis- ins í heiminum, Franklin Roose- velt, Island þess að bjóða ný- kjörnum forseta okkar í heim- sókn til sín ásamt utanríkisráð- herranum og fylgdarliði. Forseta okkar var tekið með allri þeirri virðingu og veitt öll sú sæmd, sem hægt var að veita þjóðhöfð- ingja hinnar voldugustu þjóðar. Það var jafnvel svo, að einhver blaðasnápur kvartaði undan því, Frá vinstri til hægri: Montgomery marskálkur og utanríkis- ráðherra Breta, Anthony Eden. að þjóðhöfðingjum vinveittra stórvelda hefði ekki verið sýndur jafn mikill sómi og forseta ís- lands. Fyrir mér verður það ætíð ó- gleymanleg stund, er eg sá ís- lenzka fánann stíga hátíðlega að hún á ráðhúsi New York borgar, ráðhúsi'stærstu og ríkustu borg- ar í heiminum, meðan þjóðsöng- ur íslands var leikinn af hljóm- sveit. Þá fann eg: “Vort land er í dögun af annari öld — Nú rís elding þess tíma sem fáliðann virðir” En Einar Benediktsson heldur áfram: “Vor þjóð skal ei vinna með vopnanna fjöld, en með víkingum andans, um staði og hitðir”. Við fengum einnig staðfestingu á þessum orðum. Fyrsta kvöldið, sem forsetinn okkar var í Wash- ington var haldin fyrir hann veizla í Hvíta húsinu og átti hún að standa til kl. 10 um kvöldið. En Roosevelt forseti sleppti ekki Sveini Björnssyni fyrr en um miðnætti og er þeir kvöddust, Roosevelt forseti og Sveinn Björnsson tveimur dögum síðar, urðu 2—3 mínútur, sem áætlað- ar höfðu verið til kveðjunnar að 45 mínútna viðstöðu. Við vitum því að íslendingar hafa eignast og eiga eftir að eignast menn, er geti haldið uppi okkar hlut án vopna, en með viti og dreng- skap. Þetta á þó ekki aðeins við um heimaþjóðina. Þjóðin hérna megin hafsins hefir einnig fengið sinn ríkulega skerf af víkingum andans. Og eins og eg gat um áður virðist hugur þeirra ekki beinast að auðsöfnun, heldur að því að halda uppi menningu sem kennarar og prófessorar, guðstrú sem prestar, heilbrigði sem lækn- ar, réttlæti sem dómarar og sann- leika sem vísindamenn. Engir taka því þeirri alþjóða- samvinnu, sem ráðgerð er eftir stríðið með meiri fögnuði en við. Stórveldin geta gengið óstudd um langan tíma. Smáríkin geta það ekki. Við ráðgerum því þátt- töku í vinsamlegu samstarfi eft- ir getu okkar og gleðjumst yfir því, að búast má við að allar þjóðir taki höndum saman um það að bæla niður ræningja- flokka með lögregluvaldi eins og Bretar hafa lengi gert einir af giftu og drengskap á höfunum. En allt þetta ytra er þó aðeins hljómurinn er ber vott um að bjallan sé steypt úr góðum málmi sprungulaus og feirulaus. Það er okkar mesta sjálfstæðismál að stjórna þjóðarheimilinu svo að enginn líði skort, hvorki líkam- lega né andlega, að allir heimilis menn fái notið þess atgervis, sem guð hefir gefið þeim og að við lærum að láta náttúruöflin og vélarnar starfa undir hönd og huga til að notfæra okkur þau gæði, sem góður guð hefir gefið okkur. Þið munuð öll hafa heyrt um hina stórkostlegu nýsköpun at- vinnuveganna á íslandi. Ennþá eru það ekki nema ráðagerðir, sem sérstök nefnd hefir verið skipuð til að vinna að. En með þeim ráðagerðum er áhuga þjóðarinnar beint að þessum mál- um, eins og ef kastljósi væri varpað á það atriði, sem er und- irstaða framtíðarvona íslenzku þjóðarinnar. Við höfum hvorki numið landið né sjóinn nema að öðlitlu leyti, en þar fær íslenzka þjóðin ótakmarkað verksvið um langan aldur. Það er stundum talað um það að ísland hafi verið “okkúperað” er Bretar, Canadamenn og Banda ríkjamenn settu herafla þar í land. Eg þefi stundum sagt blöð- unum hérna fyrir sunnan línuna að ísland hafi aldrei verið her- tekið og að óhugsanlegt sé að þjóðræðisþjóðirnar hertaki nokkra þjóð. ísland hefir notið herverndar en það er allt annað, því sá her hefir aldrei beitt sér í okkar innanríkismálum né ósk- að að beita sér. Við höfum því verið lausir við hertöku og vonum að aðrar þjóð- ir verði það einnig, þó að sjálf- sögðu þurfi erlent lögreglueftir- lit þar sem ræningjaflokkar hafa náð tökum á fólkinu. Þó flögrar að mér sú hugsun að Islendingar hafi hertekið nokkurt svið erlendis. Þeir hafa ekki gert það með vopnabraki og kúlnahríð heldur með góðum gáfum og manngildi. Því hvert það sæti sem íslendingur skipar vel, er hertekið af íslendingum. Hvort sem það er ráðherra eða verkamaður, bóndi eða læknir, kaupsýslumaður eða prófessor, sem starfar með sóma í sínum verkahring, þá hefir. Island unn- ið þar akur, sem æ mun bera þess einhver merki. Og þó að svo fari um byggðir og bæ, að bragur vor þagni og tunga vor gleymist, samt verður í skauti þér eitthvað það æ af íslenzkum hug, sem þú fóstrar, og geymist, kvað Stephan G. Stephanson til Ameríku. Vil eg svo biðja guð að halda sinni hendi yfir íslenzku þjóð- erni og þeim löndum, þar sem það hefir fest rætur. Afmœlisgjafir til Betel febr. 1945 Mr. og Mrs. K. Bjarnason Betel $25.00. Mrs. Guðfinna Jónsson, Betel $5.00. Mrs. Guðrún Sigurð- son, Betel $5.00. Mrs. Ásdís Hinricksön, Betel $5.00. Mrs. Guð rún Goodman, Betel $4.00. Mrs. Margrét Árnadóttir, Betel $3.00. Mrs. Anna Jónasson, Betel $5.00. Mrs. Karolína Ásbjörnson, Betel $5.00. Mrs. Guðný Joseph- son, Betel $3.00. Mr. Hannes Gunnlaugsson, Betel $2.00. Mr. Sigurður Sigurðsson, Betel $5.00. Mr. Kristján Kjernested, Gimli, árgangur “Hlín”. Lúterska kven- félagið “Framsókn” Gimli. 1. marz 1945. Skemtileg heimsókn. Allir á Betel þakka kvennfélag- inu kærlega fyrir. “In memory of Dr. B. J. Brandson from friends at Gardar N.-D. Jonas Bergman $5.00. Theo. Thorleif- son $5.00. Mr. og Mrs. John H. Johnson $5.00. Mr. og Mrs. Helgi Laxdal $25.00. Mr. og Mrs. M. S. Johannesson $5.00. Mr. og Mrs. Fred G. Johnson $5.00. Mrs. Hildur Johannesson $5.00. Mrs. Kristín Snydal $5.00. Mrs. Elín Éinarson $5.00. Mrs. Kristín Breiðfjord $2.00. Mrs. S. J. Ólaf- son $5.00. S. T. Gíslason $2.00. Mr. og Mrs. Eivi Jonasson $2.00. Mrs. Sigríður Myrdal $1.00. Martha Myrdal $1.00. Mr. og Mrs. Steini Myrdal $1.00. Mr. og J. G. Hall $5.00. Mr. og Mrs. Jacob Hall $1.00. Mr. og Mrs. B. M. Melsted $10.00. Mr. John Mattías- son $10.00. Mrs. Anna ísfeld $10.- 00. Sig. Sigurðson $50.00. Mr. og Mrs. Ben Helgason $5.00. Mr. og Mrs. H. S. Walter $2.00. Mr. og Mrs. Stefán Melsted $10.00. Mr. Sigm. Guðmundson $1.00. Mrs. G. B. Olgeirson $5.00. Mr. og Mrs. John B. Snydal $25.00. Mr. og Mrs. J. S. Snydal $5.00. G. A. Guðmundson $5.00. Mr. Albert Bjarnason $5.00. Johnson Broth- ers $2.00. Mr. og Mrs. J. K. Ólaf- son $25.00. Mr. og Mrs. Henning Gunhus, Edinburg, N.-D. $15.00. Mr. og Mrs. Frank Hall $2.00. Mr. og Mrs. Karl Magnússon $10.00. Alls $282.00. Mrs. Veiga Swanson, Blaine, Wash. “Áheit, with best wishes and Gods blessing” $2.00. Hall- dór Johnson, 1034 Dominion St. $25.p0. J. Ólafsson, 110 Cordova St. $5.00. Mrs. Albert H. Smith, 344 Carlton St. $25.00. Samskot á þrítugustu afmælishátíð Betel í Fyrstu lútersku kirkju, Winni- peg, 1. marz 1945 $251.35. Lofað af Soffoníasi Thorkelssyni í Byggingarsjóð Betel, sem borg- ast á einn þriðji hvert árið 1945, 1946 og 1947. $5,000.00. Nefndin þakkar innilega fyrir allar þessar afmælisgjafir. J. J. Swanson, féhirðir. 308 Avenue Bldg., Wpg. FJÖLSKYLDU STYRKURINN Mikilvœg skilaboð til foreldra Þann 1. júlí, 1945, eða því sem næst, byrjar sambandsstjórnin í Ottawa greiðslur sam- kvæmt hinum nýju fjölskyldustyrks lögum. Ef fæðing einhvers af börnum yðar hefir ekki verið skrásett hjá Vital Statistics deild- inni, er nauðsynlegt að gera það strax, því að öðrum kosti geta greiðslur dregist. Vindið að þessu bráðan bug! Dragið ekki á langinn; það er yður í hag, að sinna þessu umsvifalaust. Séuð þér í vafa um skrásetningu barna yðar skuluð þér skrifa Department of Health and Public Welfare, Vital Statistics deildinni í Winnipeg; látið fylgja nafn, fæðingardag og fæðingar- stað hvers barns, ásamt nöfnum foreldra. Þóknun fyrir þessar eftirgrenslanir er smá- vægileg. Department of Health and Public Welfare HON. IVAN SCHULTZ, K.C., Minister

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.