Lögberg - 08.03.1945, Qupperneq 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN. 8. MARZ, 1945
Dagblað bæjarins myntist á þá, sem stóðust
prófið, og gat sérstaklega um Verner Elster,
sem framúrskarandi námsmann, og að hann
hefði unnið heiðursverðlaunin, ásamt þeirri um-
getrringu fylgdi löng lofræða um hann.
Nokkrum dögum eftir prófið, á björtum og
indælum sumarmorgni var Verner, eins og vana-
lega, snemma á fótum. Eftir tvo daga átti hann
að leggja af stað til Oxford, sem í draumum
hans hafði verið hámark allrar hamingju, og nú
átti hann að fara þangað, hann var næstum
utan við sig af fögnuði, er hann hugsaði til
þess. Honum fanst sólin bjartari en nokkru sinni
fyr, fuglarnir aldrei sungið eins sætlega og nú.
Hugur hans hvarflaði að svo mörgu; en efst í
huga hans var fögnuður.
Meðan hann stóð úti í garðinum og var að
hugsa um hina fyrirhuguðu ferð, stansaði vagn
fyrir utan girðinguna. Ökumaðurinn spurði
hvort Mrs. Elster ætti hér heima. Þegar Verner
hafði sagt honum að svo væri, sté hann ofan úr
vagninum, og tók marga kassa af honum og
bar þá inn fyrir girðinguna.
Verner var hræddur um að hér væri einhver
misskilningur á ferð, því hann hafði ekki heyrt
móður sína nefna á nafn, að hún ætti von á
nokkru slíku. En ökumaðurinn sagði að kass-
arnir væru sendir til Mrs. Elster, og hún ætti
að taka á móti þeim.
Verner gat ekki skilið hvað þetta þýddí, en
mótmælti því ekki frekar; hann fór til öku-
mannsins til að hjálpa honum að bera kassana
inn í garðinn; en þá varð hann meira en forviða
en hann hafði -nokkurntíma orðið; á öllum
kössunum stóð nafnið hans: “Mr. Verner Elster”.
Hann kallaði á móður sína, sem kom út, ásamt
Robert. Ökumanninum var borgað, og þegar
hann var farinn, stóðu þau öll í þögulli undrun
yfir þessari sendingu.
“Opnaðu kassana Verner, sagði Rob að síð-
ustu, “annars getum við ekki séð hvað er í
þeim.”
Hann fór og fékk sér hamar, og innan stundar
hafði hann opnað þá. I fyrsta kassanum var
skrautlegur kistill, með allslags mögulegum
þvotta og snyrti áhöldum, fyrir karlmann.
f öðrum kassa var afarfínt, lítið skrifborð,
útskorið og skreytt, í því var alslags efni og
áhöld, sem háskóla stúdent þarfnaðist, allt af
allra beztu tegund.
Verner varð alveg hissa og spurði móður sína
hver muni hafa sent þetta.
“Við skulum reyna að korrast eftir því,” sagði
hún. Þriðji kassinn, sem var stærri en sá fyrsti, •
var fullur af bókum — gömlum og nýjum, sígild-
um bókum, sem voru nauðsynlegar fyrir háskóla
stúdenta. Það var eins og í kassanum væri heilt
bókasafn, þau lögðu bækurnar á borðið, á stól-
ana og gólfið.
“Þetta er það bezta, sem eg hefi nokkurn tíma
séð,” sagði Vefner, en Rob hló að því með fyrir-
litningu.
Einn kassinn var fullur af fínum nærfatnaði,
og allslags líni, af allra beztu tegund.
“Hér er nokkuð sem mér lýst á,” sagði Rob.
Það var lítið silfurúr, og nokkrir silkivasaklútar.
“Eg vildi heldur eiga þetta, en allar bókaskrudd-
ur sem til eru.”
Á botninum í einum kassanum var falleg
peningabudda. Rob greip hana og opnaði, í
henni voru tíu sterlingspund, og lítið bréf-
spjald.
“Nú getum við vitað hver sendi öll þessi
ósköp,” sagði Rob, og las það sem stóð á bréf-
spjaldinu: “Gjöf til Verner Elster, frá vini, sem
var mjög ánægður með frammistöðu hans við
prófið. Sami sendir honum aftur gjafir, ef
háskólanámið gengur vel.”
“Eg held eg hafi átt sjálfa hamingjudísina
að guðmóðir”, sagði Verner.
“Þegiðu,” sagði Rob. “það er, Sir Magne, sem
sendir þetta, eg heyrði hann hrósa þér svo
mikið, við Dr. North, eins og enginn annar, af
öllum stúdentunum hefði svarað einu einasta
spursmáli.”
“Það gat mér alls ekki dottið í hug. Það er
þó líklegast að það sé frá Sir Magne. Ætti eg
að skrifa honum og þakka honum fyrir þessar
gjafir, móðir mín?”
“Nei, langt frá,” svaraði hún; “Sá, sem hefur
sent gjafirnar kærir sig ekki um að láta vita
hver hann er, úr því hann skrifaði ekki nafnið
sitt á bréfspjaldið, svo þú veist ekki hverjum
þú átt að þakka fyrir gjafirnar.”
Rob glápti á móður sína, og hún leit á hann,
og sá og las grun og efa úr augum hans.
Rob komst brátt að þeirri niðurstöðu, að Sir
Magne átti engan þátt í því, en sannfærðist um,
að móðir sín vissi fullvel hver hefði sent gjaf-
irnar.
“Eg hefi skift um skoðun á því,” sagði hann,
óvanalega stillilega. “Það er ekki Sir Magne,
en eg skal finna út hvaðan það kom, það megið
þið vera viss um.”
Verner vildi gefa Rob helminginn af þessum
giöfum. “Það er ekki rétt að eg hafi það allt,
en þú ekkert; þú mátt taka helminginn af því.”
“Það er svo margt í heiminum, sem þú kallar
órétt, Verner, en eg vil ekki hafa neitt af því,
það er ekki neitt af því til mín.”
Eftir að móðir þeirra hafði farið frá þeim,
þáði Rob þó helminginn af tíu pundunum.
“Eg get brúkað það sem vasapeninga,” sagði
hann og hló að þeirri hugsun sinni, hve marga
peninga hann skyldi fá frá sömu uppsprettu,
ef uppgötvunar áætlanir hans heppnuðust.
Daginn eftir fór Verner til Oxford.
“Hvað eg er glaður og hamingjusamur, móðir
mín,” sagði hann er hann kvaddi hana, nú er
eg kominn á veginn að því takmarki, sem eg
hef altaf þráð.”
Mrs. Elster grét; henni rann til rifja, að hugsa
um það, að þessi fallegi unglingur ætti eiginlega
ekkert heimili og enga móðir, ekki einu sinni
neitt reglulegt nafn, en til allrar hamingju vissi
hann það ekki.
Hér verður ekki rakinn námsferill hans við
háskólann í Oxford, en þess jná geta að hann
hlaut ávalt hæstu einkunn við hvert próf. Hann
var vinsæll, og yfirlætislaus. Kennarar hans
höfðu hinar mestu mætur á honum, og dáðust
að ástundun hans og gáfum, en ekki sízt að
skáldgáfu hans. Öll vera hans í Oxford, var
óslitin lukkubraut.
Hann var þar í fimm ár, og á hverju ári komu
gjafir til hans frá sama ónefnda gjafaranum.
Meðal hinna ýmsu verðmætu gjafa, voru alskon-
ar bækur, sem voru valdar fyrir þær sérstöku
námsgreinar, sem hann lagði stund á, svo hann
stóð eins vel að vígi við námið, eins og þeir er
áttu ríka foreldra, og var veitt öll sú hjálp er
þeir þurftu. Hann undraði sig oft yfir því, hver
þessi velgjörðarmaður sinn væri, og fór að
síðustu að ímynda sér að það mundi vera Sir
Magne. En þó virtist honum það einkennilegt,
að hann skrifaði honum aldrei, og kom aldrei
til að sjá hann, og þó senda honum svo miklar
gjafir.
Ef hann hefði vitað, að þessar gjafir voru til
að hugfróa samviskubitinni sál, sem á þennan
hátt reyndi til að bæta fyrir brot sitt — að
kona sem hafði tekið hann — nýfætt barn úr
örmum móður sinnar, væri nú að gera allt sem
í hennar valdi stæði til að ganga honum í
móður stað — hve öðruvísi mundi hann þá
ekki hafa litið á þessar gjafir.
Honum datt aldrei neitt slíkt í hug; en hann
hafði oft fundið til þess, að ást hans á Mrs.
Elster, var ekki eins innileg og sonarást til
móður, ætti að vera; þó var engin efi í huga
hans um að hann væri sonur hennar.
Árin liðu án stórra viðburða, og næsta frá-
sögn hefst, er Verner Elster, tuttugu ára að
aldri, hefur lokið námi í Oxford.
19. KAFLI.
Það var á fögrum sumarmorgni, himininn
heiður og blár, loftið angaði af heilnæmum ilm
blómanna, og söngur þúsunda fugla, blandaðist
við þytinn í blöðunum á trjánum, ásamt straum-
niðnum frá fljótinu, á slíkum morgni virtist lífið
unaðslegt; engin sorg og enginn kvíði mögu-
legur; allt í kring ekkert nema ást, von og
hamingja.
Á fljótsbakkanum stóðu þrír ungir menn,
þeir virtust samsvara þessu indæla umhverfi,
svo mæta vel. Við fljótsbakkann lá fallegur
bátur, sem var bundinn við tré, sem stóð á
fljótsbakkanum. Þessir ungu menn höfðu allir
verið við nám í Oxford, og voru nú í þann
veginn að fara þaðan. Tveir piltanna voru sterkir
og hraustir menn, en einn þeirra var fremur
lítill vexti og veiklulegur. Elstur þeirra var
Harry Poyntz, hann var stór og sterklegur.
Næstur honum var lávarður St. Albans, emka-
sonur og erfingi hins volduga jarls Dysart, á
óðalinu Holton Court. Hann var nítján ára.
Öll framtíðarvon fjölskyldunnar var tengd við
hann. Foreldrar hans höfðu eignast mörg börn,
en öll dáið í bernsku, nema Archibald, elsti
sonur þeirra, og erfingi óðalsins. Hann -var
augasteinn foreldra sinna, og þeim fanst það
vera það eina sem þau lifðu fyrir, að gæta hans
og vernda. Hann var ekki sterkbygður né hraust-
ur, hann var fríður og hafði næstum stúlkulegt
andlit. Hann var taugaveiklaður og huglaus.
Þrátt fyrir það var Archie St. Albans eitt
mesta prúðmenni. Hugsaði aldrei, gjörði né
sagði neitt Ijótt, eða ósæmilegt; hann var göfug-
lyndur og innilegur í viðmóti. Það var ekki
honum að kenna að hann var fæddur með svona
óstyrku taugakerfi, og kvennlegu andliti.
Móðir hans vildi með engu móti senda hann
burt frá sér, en faðir hans var á annari skoðun.
í því.
“Eini vegurinn til að gera mann úr honum,”
sagði faðir hans, “er að senda hann burtu í
einhvern góðan skóla. þar kynnist hann ungum
og hraustum drengjum, og með því móti fær
hann meiri kjark, og batnar þessi taugaveiklun,
sem annars eyðileggur hann með öllu.”
“Archie, eg mundi deyja ef þú ættir að fara
frá mér, eg er ekki hraust. Gleymdu því aldrei,
að líf móður þinnar er samofið þínu lífi.”
Með aldrinum varð Archie, eins og hann var
ávalt kallaður, hraustari og eðlilegri, en þó ekki
eins og aðrir ungir menn.
Þennan mogrun, sem á var mynst, var lávarð-
ur St. Albans með Henry Poyntz og Verner
Elster. Hann hafði svo mikið álit á Verner og
undraðist gáfur hans og snilli.
“Eg vildi óska að eg væri líkur þér,” sagði
hann stundum við Verner, og stundi við.
“Mig langar til að verða snillingur eins og
þú, en eg er það ekki, já, hve eg vildi óska að
eg væri það.”
Þrátt fyrir hina afar ólíku aðstöðu þeirra í '
félagslífinu, voru þeir þó góðir vinir. Gáfur
Verners, siðprýði og göfugur karaktér, ásamt
ást hans á öllu sem var fagurt og gott, hafði
djúp áhrif á hinn unga aðalsmann.
Einn morgun er Verner var að lesa af miklu
kappi, komu þeir dávarður St. Alban og Harry
Poyntz til hans og beiddu hann að koma út með
sér. Hann gat ekki neitað þeim um það.
“Eg fer nú bráðlega í burtu héðan,” sagði
lávarðurinn, “þú mátt til að koma út með okk-
ur.”
“Og eg fer líka bráðlega héðan,” sagði Harry
Poyntz, “svo þú hefur nú enga afsökun.”
Harry Poyntz var mikill kappróðra maður,
og hafði mest gaman af að fá sér bát og róa út á
fljó'tið. Archie hafði ekkert gaman af því, og
vildi aldrei fara út í bát.
“Eg veit að þið munuð hlæja að mér,” sagði
hann, “en eg er svo vanur því, en sannleikur-
inn er, að eg er hræddur við vatn; eg vil helst
ekki koma nærri því.”
“En svona fallegt fljót, það er unun að koma
út á það,” sagði Harry.
“Já, en það er svo hræðilega djúpt, kalt og
skuggalegt dýpi. Það er þýðingarlaust að ætla
að fá mig til þess Harry, mér stendur ótti af
því.”
“Já, en á svona sléttu og fallegu fljótinu; það
er engin hætta.” v
“Já, en það er svo hræðilega djúpt. Það er
þýðingarlaust að tala um það við mig, Harry,
eg vil ekki fara.”
“En ef eg væri þú,” sagði Harry ákveðinn,
“þá mundi eg reyna að yfirvinna þennan tauga-
óstyrk, eg skyldi aldrei láta undan því, eða láta
það ráða yfir mér. Ef þú reynir ekki til að
gera það, verðurðu aldrei sterkur. Eg vildi ekki
gefast upp, eins og þú gerir, St. Albans; nei, eg
skyldi ekkert láta hindra mig.”
Eftir meira umtal og ögranir steig St. Alban
út í bátinn. Harry þóttist hafa unnið stóran sig-
ur, en Verner, sem sá hversu Archie, fölnaði
upp, fanst að það hefði betur verið látið ógjört
að neyða hann til þess. í nokkrar mínútur gekk
allt vel. Sólin stafaði á fljótið, og straumurinn
raulaði sinn einmanalega söng, og morgunblær- -
inn lék svo hressandi um vanga þeirra.
“Nú ertu ekki hræddur?” sagði Harry. “Eg
skal segja þér, Archie, allt sem þú þarfnaðst
með, er meiri og fastari ákvörðun. Þú hefur ver
ið alinn upp í þeirri heimskulegu ímyndun um
taugaveiklun, þangað til þú varst farinn að
trúa því, að þú gætir ekkert gert. Er þetta ekki
gaman? Nú skaltu taka ár og reyna að róa.
Við skulum gera góðan ræðara úr þér í dag.”
Verner sá hve illa Archie leið, og hvað hann
kvaldist, og honum var ekki um sel.
Enginn gat gert neina grein fyrir því sem
nú skeði; þeir stóðu ávalt í þeirri trú, að augna-
bliks hræðslukast hefði gripið lávarðinn, og
valdið því að hann fór að hendast frá einni
hlið bátsins til annafar. Þeir vissu ekkert og
skildu ekkert í því, sem skeði, því á einu
augnabliki var báturinn kominn um, og þeir
allir í fljótið.
Alla sína ævi mundi Verner eftir því hræðslu
kveini, serr| lávarðurinn rak upp er bátnum
hvolfdi. Þao var einungis eitt orð: Mamma!
sem hljómaði í gegnum loftið, og steig upp til
himins.
“Bjargaðu honum Verner!” hrópaði Harry,
“eg hef handleggsbrotnað, svo eg get varla
bjargað sjálfum mér.”
Hann átti í miklum erfiðleikum að bjarga sér
að landi, og oft var hann að því kominn að
sökkva. Er Verner vildi hjálpa honum, hrópaði
hann:
“Láttu mig vera, en bjargaðu Archie.”
Þegar Harry loksins komst að land,i féll hann
næstum í öngvit af kvöl í brotna handleggnum.
Verner var ágætur sundmaður, og komst brátt
á þann stað, þar sem Archie sökk; en hann sá
engin merki til hans. Hann hugsaði að honum
mundi skjóta upp aftur, og hélt sig þar sem
hann sökk. Hann kom ekki upp, og nú þurfti
skjótra urræða; það var ekki um annað að gera
en kafa niður, og það gjörði hann án nokkra
svifa. Sér til ósegjanlegrar gleði, náði hann í
föt hans, en honum varð erfitt að ná honum
upp, því hann var alveg sem dauður. Verner
gerði allt sem hann gat, og að síðustu náði
hann honum upp á yfirborðið, og synti svo
með hann til lands, en þá var hann nærri yfir-
kominn sjálfur af þreytu. Hann hugsaði ekki
um það, en fór strax að losa fötin á Archie, og
gera lífgunartilraunir.
Hann var með lífsmarki, en það var lítið; ef
hann hefði verið einni mínútu lengur í djúp-
inu, hefði ekki verið til neins að reyna að
lífga hann.
Verner gerð allt, sem hann gat til að koma
i
blóðinu aftur á hreyfingu, og koma honum til
að anda, en það var meir en hann gat einsamall.
Hann kallaði á tvo verkamenn, sem voru þar
nálægt, og þeir komu honum til hjálpar.
“Þessi maður er druknaður, berið hann í næsta
hús.”
Það tók þá enga stund að bera hann yfir
akurblett og til næsta húss, og húsmóðirin, sá
um að hann væri strax lagður í gott rúm.
“Eg skal gefa fimm pund, þeim manni, sem
verður fyrstur að ná í lækni,” sagði Verner;
þó hann vissi í svona tilfelli var það ekki spurs-
mál um peninga.
Svo byrjaði hann að nudda hann og gera
aðrar tilraunir, sem hann hafði heyrt talað um.
En það bezta var, að mennirnir, áður en nokkur
gat búist við, komu sinn með hvorn læknirinn.
“Þeim mun bétra”, sagði Verner við mennina,
“þið skuluð fá fimm pund hvor.”
Verkamennirnir fóru aftur til vinnu sinnar,
og Verner sagði þeim hvers son druknaði mað-
urinn var, og að það mundi ríða á lífi móður
hans, ef hann dæi. Það var erfitt að endur-
lífga Archie; hann var svo veiklaður, en hjartað
bærðist þó ennþá, sem gaf læknunum ofurlitla
von.
Á sama tíma sendi Verner hjálp til Harry
Poyntz, sem líka þurfti bráðrar læknishjálpar
með. Það leið langur tími þar til Archie opn-
aði augun, og nokkur lífsmerki sáust á honum,
og læknarnir voru í vafa um það, hvort þeim
tækist að lífga íiann.
Það liðu svo nokkrir dagar, áður en hægt
var ,að flytja hann þaðan sem hann var.
Harry Payntz, sagði að hann skyldi aldrei
framar, alla sírta ævi, taka taugaveiklaðan
mann út í bát með sér.
20. KAFLI.
Því verður ekki með orðum lýst, hve lafði
Dysart tók nærri sér, er henni bárust tíðindin
um hvað komið hafði fyrir hennar elskulega
son. i
“Eg vissi — já, eg var viss um að eitthvað
mundi koma fyrir hann, fyrst hann fór burt
frá heimilinu sínu”, sagði hún með sárum ekka.
“Ó, Algeron, því léztu hann fara í burtu; hér
hefði honum verið óhætt.”
. “Elsku Laura,” sagði jarlinn rólega, “líf hans
er, ef það væri mögulegt, mér dýrmætara en
þér; en Dysartarnir verða að vera menn, þú
veist það, þú getur aldrei gert .mann úr nokkr-
um dreng, sem altaf heldur í svuntu móður
sinnar.” ' /
“Eg fer strax tií hans, eg vildi óska að eg gæti
fengið sérstaka járnbrautarlest,” sagði hún.
“Við komumst nógu fljótt með hraðlestinni,
þú sérð á bréfinu frá lækninum að hann er
úr allri hættu.”
“Að hugsa sér að Archie minn hafi verið í
hættu, án þess að eg vissi neitt um það,” sagði
hún grátandi, og neri höndunum saman í angist.
“Eg þarf að fá að vita hver þessi maður er,
sem bjérgaði honum. Verner Elster. Eg man
ekki eftir nokkurri fjölskyldu með því nafni,
meðal hærri stéttanna,” sagði jarlinn. “Manst
þú eftir því, Laura?”
“Það gerir ekkert til hver hann er,” sagði
hún; hann hefur bjargað lífi sonar míns, og eg
skal láta mér þykja eins vænt um hann og hann
væri sonur minn. Hugsaðu bara hvað við skuld-
um honum. Ef hann hefði ekki bjargað syni
okkar, hvernig hefði þá farið fyrir okkur?”
“Ef við eigum að komast til Oxford í dag,
Laura, verðum við að fara strax af stað, og
þegar við komum þangað, þá géf eg þér fullt
vald til að gefa þessum Mr. Elster, hver helst
björgunarlaun, sem þú óskar.”
Þó Archbald, eins og læknirinn hafði skrif-
að væri úr allri hættu, leit hann þó fjarska
veiklulega út; svo veiklulega að móðir hans varð
afar hrædd, og hún vildi ekki heyra annað en
hann yrði strax fluttur heim til sín.
“Þú mátt ekki neita mér um það,” sagði hún
við manninn sinn. “Ef eitthvað kemur hér fyrir
Archie, ef hann deyr hér, fer eg aldrei aftur
heim.”
“Jarlinn var áhyggjufyllri, en hann vildi láta
bera á.
“Alt, sem best er fyrir Archie, skal vera
gert, alt, sem hann óskar eftir.”
“Ó, faðir minn,” sagði Archie, “þú átt það
Verner Elster að þakka að þú sérð mig hér
lifandi. Eg var svo nærri dauðanum, að það
mátti engu muna. Ef eg hefði verið eina mín-
útu lengur í vatninu, hefði eg aldrei séð mína
kæru forel^ra aftur. Hann var nærri því búinn
að missa sitt eigið líf við að bjarga mér.”
“Það er ekkert, sem eg vil ekki gjöra, til að
auðsýna honum þakklæti mitt,” sagði lafði
Dysart.
“Er hann ríkismaður, Archie?”
Jariinn hló að þessari spurningu.
“Nei, það vantar mikið á það, hann vann
námsverðlaun, og það gerði honum mögulegt
að fara til Oxford. Hann hefur sagt mér að
hann þurfi að vinna fyrir sér, og brjóta sér
braut upp á sínar eigin spítur.”
“Já, honum skal verða hjálpað,” sagði lafði
Dysart, en hún hafði varla slept orðinu en hurð-
in var opnuð.