Lögberg - 15.03.1945, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 15. MARZ, 1945
3
Góð amma
Saga þessi gerðist á íslandi fyr-
ir 70 árum.
En mér sögð 1920.
Eg heiti Jón, og var alinn upp
hjá ömmu minni; móðir mín var
þá vinnukona á næsta bæ. Mér
þótti vænt um ömmu mína, og
henni um mig. Eg var á 12. ári
er saga þessi gerðist, og var eg
þá að læra kverið, allar þær frí-
stundir, sem eg fékk.
Þetta, sem eg nú ætla að segja
þér, átti sér stað á blíðum og
hjörtum sumardegi í júní.
Á sunnudegi og um 12 leytið
atti að fara að lesa húslesturinn.
Ámma mín sagði mér að koma
inn og hlýða á lesturinn. Eg þorði
ekki annað en fara inn og gera
ömmu það til geðs; en eg hugs-
aði mér nú annað betra en það,
að sitja inni í svona góðu veðri.
Því að satt að segja þá fannst
nrér það leiðinda stundir að
sitja inni á meðan lesin var Jóns-
bókar lestur, sem aldrei ætlaði
að hætta. Mér var búið að detta
1 hug að eg skyldi laumast út,
°g fara upp í hvamminn fyrir of-
an bæinn; og eg gat framkvæmt
Það, á meðan teknir voru til
sálmarnir.
Þegar eg kom út aftur, og mér
var litið upp til hvammsins, kom
í mig sérstök huggleði og til-
hlökkun, og af því amma ætlaði
að hlýða mér yfir þá um daginn,
°g það voru allir spámennirnir,
sem eg þurftLað kunna og svara
nt úr, þá tók eg kverið með mér.
Yfir til hvammsins þurfti að
tara niður að læknum, eða þá
yfir dý, sem var á milli bæjar-
ins og hvammsins. Til þess að
verða sem allra fljótastur upp í
hvamminn, ákvað eg að hlaupa
beint yfir dýið, eg hljóp nú beint
út i dýið, fullur af tilhlökkun að
hggja í hvamminum og læra um
alla spámennina, sem kverið mitt
sagði frá, og eg hafði kverið
nndir annari hendinni. Nú hljóp
eg út á þessar litlu þúfur, sem
naoruðu í vatninu, og hver þúfa
hristist undan þunga mínum, og
eg skókst og hristist allur, og
skjögraði alla vega þar til eg
skall flatur ofan í dýið, en eg
komst samt aftur á fætur mikið
blautur, sérstaklega sokkarnir.
Eg staulaðist nú áfram en eg
fór hægara eftir þetta, og komst
UPP í brekkuna fögru, og eg
úreif mig úr sokkum og skóm,
°g breiddi þá til þerris, og nú
skyldi eg líta á spámennina, og
þreif til kversins undan hendi
núnni. En Guð minn góður! Þar
Var þá ekkert kver. Kverinu
hafði eg alveg gleymt af ósköp-
nnum að komast sem fyrst í sælu
staðinn í hvamminum.
Nú vandaðist málið fyrir mér,
°g eg sá engan veg út úr þess-
un\ vandræðum mínum, því kver
hafði sjálfsagt farið undan
hendi minni er eg skall flatur í
úýið, og taldi eg það því eyði-
lagt. Nú fór eg að hágráta, og
eg grét beisklega lengi og vel.
^ar sem eg nú lá, sá eg tvær
konur koma í áttina til mín, og
þekkti eg strax aðra konuna, það
var Guðrún móðursystir mín,
5em eg vissi að var dáin fyrir
nokkru síðan. Hún ávarpaði mig
°g segir.
“Ó, elsku Nonni minn ,ósköp
hggur illa á þér núna, gáðu að
!®knum Nonni minn, þú veist
það rennur úr dýinu í hann.” Og
svo fara þessar konur.
En þegar þær eru farnar, sé
eg 'tvo stóra hópa af fólki koma
Sangandi og stefna að afar stór-
Urn steini, sem þar var í brekk-
nnni rétt hjá mér. Og þetta fólk
^er svo alt inn í steininn; undr-
ekki þó að eg hefði tilfinningu
^m það, að hann væri ennþá
örunautur minn. Ef til vill var
eg undir leiðsögn óskiljanlegra
afla og leynilega trúi eg því. Það
yfhr upp^eyðurnar þar sem álykt
anirnar enda og gefur tilverunni
meiri þýðingu.
En lestin var á norðurleið, og
þannig hafði eg nú sætt sjálfan
mig við ósamræmið með hinum
euífu “Þú skalt ekki..lífsins.
aði það mig stórlega að fólk
kæmist inn í steininn, svo eg fór
upp að steininum og varð þess
þá vís, að á norðurhlið steinsins
voru dyr, og gægðist eg inn um
þær, og sé eg þá að inni í stein-
inum er fjöldi fólks, og eg sé að
stór og fallegur maður stendur
í prédikunarstól og er að halda
ræðu, sem eg skildi vel hvað
hann sagði, og eitt af því er eg
man að hann sagði var þetta:
Við álfar skiljum ekki það
sem í náttúrunni býr, þó við
skiljum meira en þetta fólk, sem
kallar sig menn. Enn nei! segir
prestur, og andvarpar. Nú er
komið myrkur, og af hverju staf-
ar það í heiðskýru veðri. Okkar
vizka og þekking er meiri en
mannanna, og þó skiljum við
ekki af hverju gerist myrkur
um hábjartan dag. Bið eg því
um að einhver líti út og sjái,
ef hægt er, hver orsökin er til
þessa myrkurs.
Eg beið ekki eftir að menn
gengju út, af ótta við það að eg
yrði séður. Fór því hið fljótasta
frá steininum, og þá heyrði eg
óskapa gang rétt hjá mér, og eg
hrökk upp. Eg hafði þá sofnað
frá öllum skælunum, og nú leit
eg til steinsips, og sá stóran örn
sitja upp á síeininum, sem gerði
mig mjög óttasleginn, því að
amma mín, og fleiri. höfðu sagt
mér að forðast þennan stóra fugl,
sem tæki börn í klær sínar, og
færi með þau í hreiður sín. Og
jafnvel ásækti örninn fullorðna
menn.
Eg rak upp óttalegt hljóð af
hræðslu, og við þessi hljóð mín
hræddist líka örninn, og flaug í
burt. Nú skildi eg, því svo hafði
gjörst dimmt í álafkirlíjunni.
Örninn hafði sest einmitt þar,
sem eg sá þann eina glugga, sem
var á kirkjunni. Þessu næst fór
eg að hugsa ráð mitt. Nú er í
óefni komið fyrir mér, kverið
týnt, og áformið að komast frá
lestrinum og í sælustaðinn í
hvamminum þar sem eg ætlaði
mér að þekkja og muna alla spá-
mennina, hafði nú alt farið út
um þúfur. Harmþrunginn og nið-
urbeygður legg eg af stað úr
hvamminum.
Nú lá mér ekkert á, svo eg
tek nú lengri leiðina, og fer með
læknum. Þegar eg hafði gengið
spölkorn með læknum, sé eg að
á læknum flýtur kverið mitt. Nú
lifnar aftur yfir mér, og fer eg
úr sokkunum og skónum og veð
út eftir kverinu mínu, og mér
til gleði sé eg það, að kverið
hefur ekki opnast, og er þurt að
innan.
Nú skildi eg fyrst, hvað Guð-
rún móðursystir mín meinti í
drauminum. Gáðu að læknum.
Eftir þetta glaðnar nú yfir mér
og eg greikka sporið heim á tún.
og eg fór suður undir lambhús-
in, skamt frá bænum og sest þar
á stóra þúfu og opna kverið mitt
og les nú hátt og snjalt. Sakarías,
Malakías o. s. frv. Og alt í einu
heyrði eg að amma mín segir á
bak við mig.
“Jæja, þú ert þá hérna Nonni
minn, þú fórst' út frá lestrinum
í dag, og það er synd, eg hefi
sagt þér það. En Guð fyrirgef-
ur þér það, úr því þú hefur svona
mikinn áhuga á að kynna þér orð
hans. Það er nú orðið framorðið
og þú hlýtur að vera orðinn
svangur.”
“Já, eg er það, amma,” sagði
eg-
“Jæja, komdu þá heim, Nonni
minn.”
Og amma og eg gengum heim,
og hún fór inn í skemmu með
mig og þar lauk hún upp kistu
sinni, og sagðist hún ætla að taka
þar tvo spaðbita til suðu handa
sér fyrir kvöldmat. Eg leit ofan
í kistuna, og sá þar hangiðkjöt,
kökur og ost, og rendi eg hýru
auga á alt þetta. Þú segir amma
mín.
“Hefurðu ekki hnífinn þinn,
Nonni minn.”
Eg játaði því.
“Jæja, þá skaltu borða það sem
þú vilt úr kistunni á meðan eg
fer inn með þessa bita, og læt þá
við potts eyrað.”
Hún þurfti nú ekki að segja
mér þetta tvisvar. Eg skar og
tugði í mesta flýti af því að eg
átti að borða — borða — á með-
an amma var í burtu, eða svo
skildi eg það. Og það segi eg
satt, að þessir góðu bitar, af
kjöti, kökum og osti, gengu bet-
ur ofan í mig en allir spámenn-
irnir úti á túni.
Svo kom amma mín, og spurði
hvort eg væri búinn að fá nóg,
og kvað eg svo vera. Fór eg svo
frá henni léttur í spori og léttur
í lund. En eg gat þó ekki annað
en hugsað um daginn. Góða
veðrið, fallega hvamminn og
björtu vonirnar, sem blöstu við
rfiér, er eg lagði á stað þangað,
sem höfðu lent í sársauka og
gráti.
Datt mér það seinna í hug, að
sú hlíð eða hvammur, sem eg sá
í fjarska, líta vel út, og að sælt
mundi vera að eiga þar heima —
en — engin veit hvað fyrir kann
að koma á leiðinni þangað, og
því síður, hvað tekur við er í
hlíðina kemur. Síðan þetta kom
fyrir mig, hefi eg aldrei hlaupið
út frá kristilegum samfundum,
eða kirkju.
K. Ólafsson,
frá Hábæ.
Friður á jörðu
Friður á jörðu. óratóríó
eftir Björgvin Guð-
mundsson.
Það er athyglisvert skref í
þróun íslenzkra tónbókmenta,
að innlent útgáfufyrirtæki hef-
ir ráðist í að koma svo stóru
verki fyrir almenningssjónir.
Það vekur yfirleitt mikla undr-
un, að bókaútgáfa skuli geta
borið sig hjá svo fámennri
þjóð, en hvað mætti þá ætla um
útgáfu tónverka. Undirtektir
almennings hafa því stórvægi-
lega þýðingu um framtíðar-
möguleika jafn djarflegra fyr-
irtækja.
Það atriði, að útgáfufélagið
ríður á vaðið með útgáfu kór-
verks, er einkennandi fyrir þá
sök, að tónsmíðar fyrir söng,
eða enn nánar tiltekið fyrir
kór, eiga mestum vinsældum
að fagna hér á landi. Að Björg-
vin Guðmundsson er höfundur
slíks tónverks, er einnig mjög
eðlilegt, þar sem hann er sá
fyrsti og eini íslenzkra tón-
skálda, sem unnið hefir að kynn-
ingu hins klassiska óratóríó-
söngs með söngstjórn sinni og
jafnframt, sem tónskáld, tekið
ástfóstri við þetta form.
Sá grunntónn, sem verkið aðal-
lega hvílir á, er hugmyndin um
mista og endurheimta Paradís.
Annar þáttur, einkum fyrri
hlutinn, stiklar á höfuðdráttum
fornaldarsögu Austurlanda og
Gyðinga, en síðari hlutinn er
einungis tileinkaður meistara
meistaranna, Jesú Kristi. Þriðji
þáttur gerst í fyllingu varg-
aldarinnar rómversku, og raunar
allra vargalda. Fjórði og síðasti
þáttur er einskonar áframhald af
fyrsta þætti og mjög hliðstæður
honum. Þar sem fyrsti þáttur
táknar framtíðardrauma jarðlífs-
ins “Guðsríki á jörð”; táknar sá
síðari framtíðardrauma þess um
hið sama.
Stíll Björgvins, eins og hann
er í fyrri verkum hans, kemur
hér einnig skýrt og ákveðið í
ljós. Hann byggir á arfleifð hinna
gömlu meistara, þar sem þunga-
miðjan liggur í hinum stóru kór-
köflum, bæði hvað ytra form og
anda verksins snertir, og þessir
kórar eru ýmist í fúgustíl eða
ljóðrænum sálmalagastíl. Hann
notar ekki kunn lög, heldur bygg-
ir einungis á eigin hugmyndum
og skapar hér sumt af því bezta,
sem frá hans hendi hefir komið,
eins og t. d. inngangskór síðasta
þáttar og hina stuttu karlakórs-
kafla, sem eru í miðþáttunum
báðum. Þessar hugmyndir eru í
fullu samræmi við “díatóniskan”
kórhljóm og sneiða algjörlega
hjá þeirri tilhneigingu margra
tónskálda samtíðarinnar, að mis-
nota kórkaflana til myndrænnar
túlkunar. Þessi hófsemi nær einn
ig til undirleiksins, þar sem gert
er ráð fyrir slaghörpu, er aðeins
sé kórnum til stuðnings og flytji
í stuttu millispilunum aðeins
“hljómræna” tónlist. Að Björgvin
hefir reynst hugsjónum sínum
trúr, er mjög athyglisvert vegna
þess, að- textinn gefur einmitt
tilefni til myndrænnar túlkunar,
vegna fjölbreytni sinnar og lit-
auðgi. Til samanburðar verður
manni á að velta því fyrir sér,
hvernig önnur tónskáld, sem
hneigðari erii fyrir söngleikastíl
og rómantík, hefðu túlkað í ‘tón-
um “ómana í skógum Indíalands”
eða veisluna í rómversku keisara
höllinni. En það sem hjá Björg-
vin vekur í einstökum atriðum
sem strangasta hófsemi, gefur
þessa fyrirferðamikla verki sam-
ræmdan heildarsvip. Hver taktur
er Björgvins eigið lag: þar kemst
ekkert annað að.
Tónlistarfélagið hefir ákveðið
að flytja þetta óratóríó í vetur
og þannig munu Reykvíkingar
fá tækifæri til að kynnast því.
Einnig má vænta þess, að allur
þorri landsmanna fái að heyra
það í gegnum útvarpið. Útgáfa
verksins ætti að vera mörgum
framsæknum kórfélögum um
land alt hvöt til þess að flytja
það, ef ekki í heild, þá að minsta
kosti ýmsa kafla þess og þá eink-
um fyrsta og síðasta þátt. í því
eru engir sérstakir erfiðleikar,
hvorki fyrir kór, einsöngvara eða
undirleikara, og það væri þjóð-
Hér getur að líta flutinngabíl, sem var í þjón-
ustu konunglega brezka flugliðsins í Frakk-
landi; bíllinn þeyttist í loft upp, kom niður
á annan endann og stendur föstum fótum
eins og klettur úr hafinu.
legt og nauðsynlegt starf í þágu
íslenzkrar tónmenningar að gera
innlendar tónsmíðar þannig að
raunverulegri eign þjóðarinnar.
Dr. Victor von Urbantschitsch.
Mbl. 20. des.
SIGURLÁN SÚTBOÐIÐ
NÝJA
hefst í apríl. Oft er þörf,
en nú er nauðsyn. Kaupið
alt, sem þér megið!
Business and Professional Cards
DR. A. BLONDAL Dr. S. J. Johann®s*on
Physician & Rurgeon 215 RUBY STREET (Beint sut5ur af Banning)
60 2 MEDICAL ARTS BLDQ Talsími 30 877
Sími 93 996 Heimili: 108 Chataway e
Sími 61 023 Vi6talst!mi 3—5 h
DR. A. V. JOHNSON Dentist Dr. E. JOHNSON 304 Eveline St. Seikirk
•
606 SO.MERSET BI.DG. Office hrs. 2.30—6 P.M.
Thelephone 97 932 Phone office 26. Res. 230
Home Telephone 202 398
i
Frá vini
Office Phone Res. Phone
94 762 72 409
Dr. L. A. Sigurdson
116 MEDICAL, ARTS BLDG.
Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m.
ond by appointment
DR. ROBERT BLACK
Sérfræðingur I Augna, Eyrna, nef
og hS.lssjúkdómum
416 Medical Arts Building,
Graham and Kennedy St.
Skrifstofusími 93 851
Heimasími 42 154
DRS. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlœknar
•
40« TORONTO GEN. TRCSTS
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith »t
PHONE 96 952 WINNIPEG
KYOLFSON’S DKUG
PARK RIVER, N.D.
tslenzkur lyfsaU
Fólk getur pantaC meöul o%
annað með póstl.
Fljót afgrreiðsla.
1Uei/ets
Sttulios -GfL
(é.y fst PheioycapJuc OteanitatumTh Cntumi
u’’
*>HONE
06 647
y
A. S. BARDAL
348 SHERBROOK ST.
Selur likkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaður sá besti.
Ennfremur selur hann allskonar
mínnisvarOa og legstelna.
Skrifstofu talsími 27 324
Heimilis talslmi 26 444
Legsieinar
sem skara framúr
Úrvals blágrýti
og Manitoba marmari
SkrifiO cftir verOskrd
GILLIS QUARRIES. LTD.
1400 Spruce St. Sími 28 893
Winnipeg, Man.
HALDOR HALDORSON
byggingameistari
23 Music and Art Building
Broadway and Hargrave
Winnipeg, Canada
Phone 93 055
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
808 AVENUE BEDG., WPG.
•
Fastelgnasalar. Leigja hús. Ct-
vega peningalán og eldsftbyrgC.
bffreitiaftbyrgfS, o. s. frv.
Phone 97 538
^ INSURE your property wlth ANDREWS. ANDREWS THORVALDSON AND
HOME SECURITIES LTD. EGGERTSON
468 MAIN ST. LögfrceOingar
209 Bank of Nova Scotla Bldg.
Leo E. Johnson A. I. I. A. Mgr. Portage og Garry St.
Phones Bus. 23 377 Res. 39 433 Stml 98 291
TELEPHONE 96 010 Blóm stundvíslega afgreidd
H. J. PALMASON & CO. m ROSERY ltb.
Chartered Accountants
StofnaC 1905
1101 McARTHUR BUILDING WINNIPEG, CANADA 4 27 Portage Ave. Stmi 97 466
Winnlpeg.
Phone 49 469 Radio Servlce Specialists ELEGTRONia ILABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST.. WINNIPEG GIINDRY & PYMORE LTD. Britlsh Quality — Fish Nettlng 60 VICTORIA STREET Phone 98 211 Wlnnlpeg Hanaoer, T. R. THORTALDBON Your patronage wlU be \ppreclated
G. F. Jonaason, Pres. 6» Man. Dlr. S. M. Backman, Sec. Keystone Fisheries Limited 404 Scott Block Sími 95 227 Wholosale Distributors of TRE8H AND FROZEN FI8H CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. /. U. Pago, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 Chambers St. Office Phone 26 328 Res Phone 73 917.
MANITOBA FISHERIES — LOANS —
WINNIPKO, MAN. T. Borcovitch, framkv.st). At Rates Authorized by
Small Loans Act, 1939.
Verzla I he'.ldsölu meC nýjan og PEOPLES
frosinn fisk. FINANCE CORP. I/TD.
308 OWENA ST. Licensed Lend'.rs
Skrlfstofustml 25 355 Established 1929
Heimasimi 65 462 403 Time Bldg. Phonc 21 439