Lögberg - 15.03.1945, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 15. MARZ, 1945
5
ÁHlieAMÁL
IWCNNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Móðir hinna frægu
Compton systkyna
Fyrir nokkrum áru.m var kona
nokkur að nafni Otelia Compton
s®md heiðursdoktors nafnbót af
háskóla í Ohio ríkinu, fyrir frá-
baera- frammistöðu, sem eigin-
kona og móðir. Að lokinni at-
höfninni hraðaði hinn nýji dokt-
°r sér heim aftur, í gamla, frem-
Ur fátæklega heimilið sitt, því
Otelia Compton hefur aldrei
langað til að verða fræg, og hún
er það heldur ekki. en börnin
hennar öll, fjögur, hafa fyrir
jöngu öðlast mikla viðurkenn-
ingu og jafnvel heimsfrægð fyr-
ir lærdóm og afrek á ýmsum
sviðum.
Karl, elsti sonur þeirra Comp-
fon’s hjóna, er víðkunnur eðlis-
íraeðingur og veitir forstöðu
hinni miklu vísindastofnun,
Massachusetts Institute of Tech-
nology; ,Mary, dóttir þeirra er
skólastjóri við trúboðsskóla á
Indlandi og gift forseta Allah-
had Christian College; Wilson er
kunnur hagfræðingur og lög-
fræðingur en Arthur, yngsti son-
Ur þeirra er heimsfrægur vís-
indamaður og hefur hlotið Nobel
Verðlaunin í eðlisfræði (Phys-
lcs). Compton systkinin hafa
verið sæmd nafnbótum við
^arga háskóla og kjörin heiðurs-
^hlagar í mörgum vísinda og
naenningar félögum.
h’egar móðirin, Otelia Comp-
t°n var heiðruð með doktors
Uafnbót, fór blaðamaður einn á
fund hennar til þess að grensl-
ast eftir því hvaða uppeldisað-
^erð hún hefði viðhaft, sem bar
svona glæsilegan árangur. Fað-
lrinn Elias Compton var kenn-
ari 1 heimspeki við Wooster Col-
e§e, í 45 ár. Laun hans voru af
skornum skamti eins og venju-
ie§a á sér stað um kennara. Þeg-
ar þau voru að ala upp börn sín,
naihu laun hans aðeins um 1400
hollurum á ári. Og Elias Comp-
f°n sagði að hann væri aðeins
einn af drengjunum hennar
OteUu og það væri mest henni
a® þakka hve börnin hefði heppn
ast vel.
Otilia Compton, neitaði því að
un hefði nokkra sérstaka að-
erð til þess að ala upp afburða-
^nn og konur en við þrálátar
aPurningar blaðamannsins, varð
Un þó að kannast við að hún
Uefði ákveðnar skoðanir í sam-
oandi við uppeldi barna, og hér
er á eftir útdráttur úr viðtalinu
Vlð hana:
^ið notuðum biblíuna og al-
^enna skynsemi”, sagði Mrs.
0rnpton, en hún er kona trú-
r®kin og veitti forstöðu í 35 ár,
veimur trúboða barnaheimilum
yrir Presbyerian kirkjuna og
. e^ur þannig haft áhrif ekki að-
ems á líf sinna eigin barna, held-
Ur a hundruð önnur börn.
Mrs. Compton fanst að langt
°f margir hefðu þá trú nú á
„ °§um, að börn þeirra hefðu
ekkert tækifæri”. Þetta fannst
enni afturhvarf til miðalda
Ugsunarháttur, þegar lægstu
sfóttir mannfélagsins áttu ekki
uPpreisnarvon. “Ef að foreldrar
trúa því að börn þeirra hafi ekki
ækifaeri, þá er ekki líklegt að
Pau veiti þeim .þau og börnin
sJalf smitast af þessum uppgjaf-
ar hugsunarhætti.” Hin ungu
°mpton systkini hefðu aldrei
engið tækifæri, ef foreldrar
þeirra hefðu álitið að fjárskort-
,Ur yæri óyfirstíganlegur örðug-
eiki, því eins og fyr er getið
var ekki ríkidæminu til að dreyfa
Ja Comptons hjónunum.
Mrs. Compton lagði sterka á-
erzlu á það, að heimilið og
eimilislífið ætti að vera aðal
áhrifavaldið á uppeldi barnanna.
“En hið sorglega við lífið í
Ameríku er það, að heimilið er
að verða að aukaatriði, nú þegar
jörfin fyrir heilbrigt heimilislíf
er meiri en nokkru sinni fyrr.
Foreldrar gleyma því að hvorki
skólinn né heimurinn getur um
bætt eða betrað þau börn, sem
koma fullmótuð úr slæmu heim-
ili; þau gleyma því að þeirra
fyrsta skylda er skyldan gagn-
vart börnunum.”
Fyrst af öllu ættu foreldrar að *
hafa það í huga að ekki er lík-
legt að börnin verði betri en þau
eru sjálf. Mæður og feður sem
jagast eða svalla, þurfa ekki að
furða sig á því ef börnin taka
það eftir þeim.
í öðru lagi ættu foreldrar að
reyna á allan hátt að ávinna sér
tiltrú barnanna, svo þau verði
þeim ekki sem ókunnug, og fari
til drengjanna úti á strætinu eft-
ir ráðleggingum.
Foreldrar ættu að útskýra fyr-
ir barninu alt það, sem þau gera,
sem því viðvíkur, jafnvel þegar
barnið er kornungt. Á þann hátt
kemst sú hugsun inn hjá barn-
inu að því hafi verið sýnt rétt-
læti og við það þroskast rétt-
lætistilfinning þess gagnvart öðr
um.
Sú móðir eða sá faðir, sem
hlær að hinum “flónskulegu”
hugmyndum barnsins, gleymir
því að barninu finnst ekki þessar
hugmyndir flónskulegar.
Þegar Arthur var 10 ára gam-
all, skrifaði hann ritgerð og
deildi á sérfræðinga um ástæð-
una fyrir því að sumir fílar hafa
þrjár tær en aðrir fimm. Hann
kom með ritgerðina til mín til
þess að láta mig lesa hana. Eg
átti bágt með að verjast hlátri,
en eg vissi hve alvarlega hann
tóH hugmyndir sínar svo eg sett-
ist hjá honum og fór að athuga
þessar hugmyndir með honum.
Arthur, sá er vann Nobel verð-
launin var viðstaddur. Hann
greip fram í: “Ef þú hefðir hleg-
ið að mér þann dag, þá held eg
að þú hefðir kæft löngun mína
til rannsókna.”
“Ástæðan fyrir því, að margir
foreldrar hlægja að börnum sín-
um,” sagði Mrs. Compton, “er
sú að þau hafa engan áhuga fyrir
þeim málefnum, sem barninu er
efst í huga. Það er ekki nóg að
hvetja barnið til að læra; for-
eldrarnir verða að taka þátt í
áhugamálum þess. Þau verða að
vinna og læra með barninu. Ef
foreldrarnir hafa ekki þekkingu
á þeirri námsgrein, sem barnið
hefur áhuga fyrir, þá er það
skylda þeirra að menta sig í
þeirri námsgrein. Ef þau gera
það ekki og barnið kemst að
þekkingarskorti þeirra, þá tapar
það virðingu fyrir þeim”.
Þegar Karl var 12 ára þá skrif-
aði hann “bók” um bardagaað-
ferðir Indíána. Á sama tíma hafði
Mary mikinn áhuga fyrir mál-
fræði; Wilson hafði allan hug-
ann á boltaleik en Arthur á
stjörnufræði.
Alt þetta til samans, bardaga-
aðferðir Indíána, málfræði, bolta
leikur og stjörnufræði hefði
sennilega komið lítHhæfri konu
til að örvænta, en Otelia Comp-
ton kynnti sér allar þessar ó-
líku námsgreinar, til þess að geta
fylgst með börnum sínum í á-
hugamálum þeirra.
Þegar börnin voru ung, fór
móðir þeirra með þau á sumrin
út í ríki náttúrunnar í Norður-
Michigan og bjó þar með þeim
í tjaldi Þar lærðu þessi borgar
börn að lifa einföldu lífi, og
vinna. Þar námu þau leyndar-
dóma náttúrunnar.
Þegar drengirnir stálpuðust
þá fengu þeir sér atvinnu á
sumrin og einnig í frístundum
sínum, þegar þeir gengu á há-
skólann og öðluðust þannig hald-
góða reynslu. Þeir höfðu sína
eigin bankareikninga. “Ekki
vegna þess að við vildum að þeir
dýrkuðu peninga”, sagði móðir
þeirra, “en við vildum að þeir
lærðu að peningum, hvort sem
þeir eru miklir eða litlir, á ekki
að eiða í óþarfa.”
Ástundunarsemi taldi Mrs.
Compton vera fyrsta skilyrðið
til frama, ástundunarsemi, sem
beitt er í rétta átt, þannig að
barnið eða unglingurinn vinni
að verkefninu vegna áhuga fyr
ir sjálfu verkefninu.
“Hvað er rangt við það að
vinna fyrir peninga?” spurði
blaðamaðurinn.
“Alt”, sagði Mrs. Compton og
hvesti málróminn, “að kenna
barninu að vinna fyrir peninga
vegna peninganna sé virðingar
vert, er það sama og að kenna
því, að það eina sem sé nokkurs
virði sé það, sem heimurinn kall
ar að komast áfram eða að verða
ríkur. Slíkt á ekkert skylt við
nytsemi eða hamingju.
En foreldrar kenna börnunum
þetta og skólarnir kenna þetta og
afleiðingin er sú að fólk, almennt,
heldur að peningar þýði það
sama og hamingja. Sá maður,
sem lifir fyrir peninga, fær aldrei
nóga peninga og hann heldur að
það sé þess vegna að hann sé
óánægður. En hin raunverulega
orsök óánægju hans og vansælu
er sú, að honum hefur verið sett
rangt stefnumið í lífinu.
“Hvað áttu við með því að for
eldrar og skólarnir “kenni”
börnum að peningar þýði það
sama og hamingja?” spurði blaða
maðurinn.
“Eg á við alt þetta skraf um
‘arðvænlegar stöður’, og lærdóm
sem sé ‘praktiskur’ ” sagði Mrs.
Compton. Það á að kenna börn
unum að hugsa en hugsunin er
ekki ávalt “praktísk”. Það á að
hvetja börnin til að þroska sér
gáfur sínar en ekki þröngva
þeim til þess að velja sér ein-
hverja arðvænlega stöðu til þess
að keppa að.
“Þegar börnin okkar voru í mið
skólanum, spurði einn kunningi
okkar, Elias að því, hvað þau
ætluðu sér að verða. Svar hans
var: ‘Eg hefi ekki spurt þau að
því’. Sumum nágrönnum okkar
fannst það flónskulegt, þegar við
keyptum kíkir handa Arthur og
lofuðum honum að sitja uppi um
nætur við að lesa stjörnurnar.
Þetta athæfi var ekki ‘prakt-
iskt’
En það var þessi ‘praktiska’ ást
hans á stjörnunum, sem ávann
honum Nobel verðlaunin um
$20,000, og til þess að hann geti
haldið áfram rannsóknum sínum
viðvíkjandi cosmic geislunum
hefur Chicago háskólinn varið
alt að $100,000 til þess að byggja
og útbúa rannsóknarstofur
handa honum.
Þegar blaðamaðurinn hugsaði
til Compton systkinanna fjögra,
þá komst hann að þeirri niður-
stöðu að þessir ópraktisku for-
eldrar væru í raun og veru prakt-
iskari eða hagsýnni en flestir
aðrir.
máls og voru allir ræðumenn
því nauðsynjamáli mjög með-
mæltir.
Það sýnist eindreginn vilji
allra meðlima deildarinnar að
þessu elliheimilismáli sé gefinn
sérstakur gaumur, og að slíkt
heimili verði reist í Blaine, sem
allra fyrst, að heimilið verði fyr-
ir alla aldraða íslendinga og að
heimilið verði reist með hjálp
allra góðra landa, sem fúslega
vilja leggja hönd á plóginn, að
heimilið verði vistlegt og í alla
staði eins fullkomið og frekast
verður unt að hafa það.
Eftir ítrekaðar umræður sam-
þykkti fundurinn að kjósa 5
manna nefnd til þess að sjá um
undirbuning og framkvæmdir í
máli þessu, í nefndinni eru þess-
ir: Séra Guðm. P. Johnson, for
seti nefndarinnar, séra Albert
Kristjánsson yara-forseti, Mr
Andrew Danielson skrifari, Mr
Jóhann J. Straumfjörð féhirðir
og Mr. Guðjón Johnson vara
féhirðir. Nefnd þessi hefir nú
þegar tekið til starfa, og ætlar
sér, að öllu forfallalausu að
hrinda þessu göfuga og lífs-
nauðsynlega þjóðræknis starfi til
framkvæmda eins fljótt og skil-
yrðin leyfa.
Þriðja málið var, að Aldan
skyldi halda hátíðlegan þann 17.
júní n. k., og vildi þá efna til
myndarlegrar gleði og skemti-
samkomu í Blaine, og að hátíða-
haldið fari fram í bezta sam-
komusal Blaine bæjar, og að
vandað verði til þessa hátíða-
halds af fremsta megni, svo eft-
ir nokkrar fjörugar umræður
var kosin 5 manna nefnd til þess
að undirbúa og sjá um hátíða-
haldið 17. júní. Formaður þeirr-
ar nefndar er Mr. Sigurður H.
Helgason tónskáld og söngstjóri,
hinir í nefndinni eru Mr. Gestur
Stefánsson, Mr. J. J. Straum-
fjörð, Mr. Helgi Steinberg og
frú Margrét Johnson.
Því næst var gengið til kosn-
inga nýrra embættismanna fyr-
ir árið 1945, og hlutu þessir kosn-
ingu: Séra Albert Kristjánsson
forseti, Mr. Guðjón Johnson vara
forseti, séra Guðm. P. Johnson
ritari, frú Margrét Johnson vara-
ritari, Mr. Andrew Danielson fé-
hirðir, Mr. Sveinn Westfjörð,
vara-féhirðir. Skjalavörður Mr.
Gestur Stefánsson.
Mrs. Helgason, Mr. E. Breið-
fjörð og Mr. Júl. Samúelson, var
þá sezt að ágætum veitingum.
Margt fólk sótti ársfundinn og
ríkti þar gleði og ánægja, fund-
urinn var haldinn í Lúterska
kvennfélags húsinu. Líka var
samþykkt á fundi þessum að
allir fundir deildarinnar skyldu
haldnir í báðum íslenzku kirkju-
legu samkomuhúsunum til skipt-
is. Nú er líka friður og eining í
öllu okkar félagslífi í Blaine.
Fyrir hönd þjóðræknisdeildar-
innar “Aldan”.
Guðm. P. Johnson, ritari.
Kominn heim
Því næst fór fram hin ágæt-
asta skemtun, undir leiðslu Mr.
S. H. Helgasonar, og sem nokkr-
ir listamenn tóku þátt í með
söng og hljóðfæraslætti, og voru
það aðallega S. H. Helgason,
Nú þegar ferðinni er lokið, og
eg er aftur sestur um kyrt á
heimastöðvum mínum, hvarflar
hugur minn yfir farinn veg —
til snævi þakinna slétta, risavax-
inna fjalla, blikandi hafs, sól-
rænna suðvesturlanda og til vina
nýrra og gamalla, sem eg hitti og
eignaðist í þessari ferð minni.
Tildrögin til ferðar minnar eru
næsta einkennileg og því óvenju-
leg. Árið 1912, kom maður að
nafni Jón Sigurðsson frá íslandi,
ættaður úr Vestur-Skaftafells-
sýslu, til Winnipeg. Hann var
útlærður trésmiður og þurfti eins
og flestir aðrir, sem að heiman
komu, að fá sér atvinnu. Eg
hafði þá nokkra trésmíða vinnu
til umráða, svo eg réði Jón. Þetta
í sjálfu sér er nú ekkert einkenni
legt né söguríkt, því það unnu
fleiri landar mínir hjá mér við
smíðar á þeirri tíð, duglegir
menn og drengir góðir. En Jón
vakti sérstaka eftirtekt á sér
þegar í byrjun. Hann var ákveð-
inn og fastur í skoðunum, trúr
og skyldurækinn í öllu, sem hann
gerði og svo vinhollur, að eg
hefi fáa slíka þekkt.
Svo liðu dagar og ár. Jón hætti
að vinna hjá mér og fór í burt
frá Winnipeg og settist að eftir
nokkurn tíma í bæ einum í
Nevada ríkinu í Bandaríkjunum
er Los Vegas heitir og telur um
þrjú þúsund íbúa og er hinn
prýðilegasti. Bær þessi stendur
hátt upp til fjalla og má heita
inniluktur tilkomumiklum og
tignarlegum fjallahring og kem
ur íslendings eðlið skýrt fram
hjá Jóni með þessu heimilis vali,
því í hvaða átt sem hann lítur
frá heimili sínu, blasa við hon-
um himinhá fjöll og snæviþaktir
tindar.
í slíku umhverfi, og þegar við
það bætast mannvirðingar og
ágæt efni, hefði maður haldið
að flestir mundu una glaðir við
sitt, og láta sig litlu skipta hvern-
ig veltist á meðal landa hans
norður á sléttunum í Manitoba.
En eg hefi sagt að Jón sé ein-
kennilegur maður og bæði vin-
hollur og vinfastur.
Þegar konan mín lá við dauð-
ans dyr a heimili okkar í Winni-
peg á síðastliðnu ári, kom Jón
flugleiðis alla leið frá Los Vegas
til þess að vitja okkar, og sjá
hvort hann mætti okkur að liði
verða og er slík umhyggja, vin-
skapur og drenglund sjaldgæf, að
eg ekki segi einsdæmi.
Jón dvaldi nokkra daga hér í
Winnipeg og varði öllum stund-
um heima hjá mér, mér til ó-
segjanlegrar gleði og ánægju, en
vera hans hér varð styttri en
eg vildi, og hann hafði ætlað
sér, þvi hann var kallaður heim
aftúr eftir fáa daga og Dferð hann
að gegna því kalli, en áður en
hann fór hét eg honum því, að
ef heilsa mín leyfði, eg er orð-
inn 79 ára gamall, þá skyldi eg
sitja næstu jól og nýár hjá hon-
um í Los Vegas, og það var til
að halda heiti það, að eg tókst
þessa ferð á hendur.
Eg lagði af stað frá Winnipeg
og vestur yfir slétturnar miklu
og frjósömu, sem um þetta leyti
árs eru að fölna og fella skrúð.
Vestur yfir Klettafjöllin tignar-
legu og töfrandi og vestur á
ströndina hafsins kyrra, þar sem
grasið grær, blómin vaxa og sól-
skinið vermir um hávetur. Um
þá strönd væri margt gaman að
segja — Um veðurblíðuna, um
náttúrufegurðina, um fólkið og
um borgina Vancouver, sem fyr-
ir skömmum tíma var aðeins
lítið þorp, en er nú þriðja stærsta
borgin í Canada, með ómælan-
lega vaxtar og þroskamöguleiká
og horfir bæði til hafs og fjalla.
í Vancouver átti eg vinum að
fagna, sem báru mig á höndum
sér, var það sérstaklega hinn
efnilegi og ágæti landi vor Hálf-
dán Thorláksson, sem er, eins og
menn vita, hátt settur starfsmað-
ur Hudson Bay verzlunarfélags-
ins, og athafnamikill starfsmað-
ur í öllum félagsmálum íslend-
inga þar í borginni, hæfileika-
maður hinn mesti og hvers
manns hugljúfi. Það var indælt
að kynnast Hálfdáni á ný, og
frú hans, og rifja upp e.ndur-
minningar frá liðinni tíð.
Frá Vancouver fór eg sjóleiðis
(Frh. á hls. 8)
Frá Blaine, Washington
Þjóðræknisdeildin “Aldan”
hélt sinn fyrsta ársfund sunnu-
daginn 7. janúar s. 1., eins og til
stóð.
Séra Albert Kristjánsson, for-
seti deildarinnar, stjómaði fundi.
Ýms mál lágu fyrir fundinum,
sem öllum var veitt hin bezta
skil. Þrjú mál voru þó þeirra
merkust, og sem vert er að minn-
ast á. Það fyrsta var að íslenzku
kennsla skuli hafin svo fljótt,
sem mögulegt verði í Blaine-bæ
og er í því máli starfandi þriggja
manna nefnd, séra Albert Krist-
jánsson, frú Herdís Stefánsson
og séra Guðm. P. Johnson.
Annað mál á dagskrá var um
stofnun elliheimilis í Blaine, það
mál var rætt með djörfung og
miklu fjöri, margir tóku til
DOMINION TEXTILE tOMPANY LIMITED
. NJAKERS OF
MAGOG FASTEST FABRICS • COIONIAI SHEETS AND PILIOW SLIPS • COLONIAL TOWELS