Lögberg - 22.03.1945, Blaðsíða 4

Lögberg - 22.03.1945, Blaðsíða 4
4 LöGBERG, FIMTUDAGINN, 22. MARZ, 1945 I----------Xögberg —— I Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED I 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: *EDITOR LÖGBERG, 1 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Colurnbia Press, Rimited, 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 21 804 !!llllllllllllll!lllll!llll!l!llllll!ll!l!l!!ll!llllllllillllll!lll!!llllllllllllllllllll!ll!!l!!llllllllllllllll!ll!!l!!llllllllll!l!!!ll!!lllllllllllll!lll!l!llll!!l1ll!lllllllllllllllllli Dapurleg tíðindi ,Jlllllllllllllllll!!lllilllllllllllllllllll!llllllll!llllllllllllllll!lll!lllllllllllllllilllllllllllllilllllllll!lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!lll!illlllllllilllllllllll Ekki er ein báran stök; ofan á ógróin sár ást- menna og íslenzku þjóðarinnar í heild, sem frá Goðafoss-slysinu stafa, hefir nú sú harmsaga bætzt, að Dettifoss, fullkomnasta.og veglegasta fólksflútningaskip Eimskipafélags íslands, hefir sætt hliðstæðum örlögum, og er sokkið í saltan mar; enn hafa alsaklausar sjóhetjur, og alsak- laust ferðafólk orðið stigamennsku herneskj- unnar þýzku að bráð; þetta fagra skip hafði árum saman flutt íslenzku þjóðinni björg í bú, og flutt lífsglaða farþega hafna og landa á milli; saga þessa skips, eins og raunar allra hinna skipa Eimskipafélagsins, var svo náknýtt þróun hinnar íslenzku þjóðar síðasta aldarfjórðung- inn eða rúmlega það, að þar mátti í rauninni ekki í milli sjá. Stofnun Eimskipafélagsins mark- aði eitt allra dýpsta sporið í sjálfstæðisbaráttu íslenzku þjóðarinnar, og hafa blessunarrík áhrif þess í tveimur heimsstyrjöldum, tekið af öll tvímæli í því efni; og það mun ekki ofmælt, að á sviði framtaks og efnahagslegrar afkomu, hafi Eimskipafélagið verið og sé, hinn mikli braut- ryðjandi; en þó tap félagsins sé að vísu til- finnanlegt, og þá ekki hvað sízt eins og nú hagar til um flutningsþörf og skipakost, er þó vitaskuld blóðtaka hinnar fámennu, íslenzku þjóðar margfalt átakanlegri; harmilostið sifjalið bíður milli vonar og ótta ástvina sinna; sumir koma, en aðrir eiga ekki afturkvæmt; jarð- neskum samvistum er slitið löngu fyrir eðlileg örlög fram; dís hinnar heitu sorgar, hefir lagt land undir fót, og slegið haustfölva um brá og enni djarfmannlegrar, íslenzkrar æsku; en dís sorgarinnar er aldrei ein á ferð; í fylgd með henni er jafnan alsystir hennar, gyðja huggunarinnar, gyðja hins eilífa kærleika, er bindur um sárin, og græðir hverja und, hversu djúp og umfangsmikil, sem hún er; úr augum hennar skín hinn undursamlegi tilgangur lífs- ins, þar sem skúr og skin skiptast á jöfnum höndum í óraskanlegu jafnvægi ævarandi þroska; í eyru syrgjandi mæðm og syrgjandi feðra, hljóma enn sem fyr hin dásamlegu hugg- unarorð: “Grát þú eigi, því sonur þinn lifir”. Hliðstæð huggun þessari, nær vitaskuld einnig jafnt til bræðra, systra og annara syrgjandi ást- menna og vina. “Á sorgarhafsbotni sannleiksperlan skín, þann sjóinn máttu kafa, ef hún skal verða þín”. Fimmtán manns, alt fólk á bezta aldri, létu lífið með Dettifossi; við fráfall þessa mannvæn- lega fólks er þungur harmur kveðinn að ís- lenzku þjóðinni, og vér, afkvistir íslands, sem í fjarlægð dveljum, finnum ljóst til, hve blóðið rennur til skyldunnar, og hve nákomnir hluthaf- ar vér erum í hinum mikla harmi, sem nú hefir svo sviplega að höndum borið. Þjóðin, sem vér unnum, hefir á þrælmannleg- an hátt verið særð holundarsári; vonandi er að það verði síðasta sárið, sem hún fær á sig af völdum þeirra illræðisafla, sem stofnað hafa til fjörráða við gervalt mannkynið, en sem verða nú senn kveðin niður. ------ir -inmniiii i .... Bœndur horfa fram í tímann Ejtir W. J. Breaky, aðstoðarforstjóra við til- raunábú sambandsstjórnar að Morden, Man. lll!IMllllllllllll[|liillli!!!!!lllllíl!l!!lii;illilll!!lll?li|líllilllllllllílil"li;l|llili;i;'ll!:i!llili|l,i;|||||[||||||i|||!ll||||i|||||l|||||i|i!||[;|||[||;iii||[í[|||jj;||||;}| Þegar hvítir menn tóku að gera sér sléttuna undirgefna fyrir 132 árum, og lögðu grund- völl að hinni fyrstu uppskeru af korni, næpum og kartöflum, var jarðvegurinn verndaður af þykkum gróðri, einkum grasi. Þegar megin svæði sléttunnar, sem nú eru undir rækt, höfðu fyrst verið unnin fyrir 50 til 75 árum, gáfu þau af sér mikið uppskeru- magn samkvæmt algengum ræktunaraðferðum; en því er nú einU sinni svo háttað, að á stórum sem smáum landspildum, getur jarðvegurinn tekið furðu skjótum eðlis- og efnafræðislegum breytingum, sem leiða fram í dagsljósið harla mismunandi afbrigði; það liggur því í augum uppi, að ólík jarðvegssérkenni krefjist fjöl- þættari ræktunarskilyrða. Eftir 40 ára ræktun, eða því sem næst, fór það að koma í ljós, að jarðvegurinn í Vestur Canada væri víða farinn að tapa sér vegna rányrkju, eða af völdum gallaðra ræktunaraðferða. Það er haft fyrir satt, að þar sem plægjarinn eitt sinn lagði þreyttur land undir fót, í því augnamiði að búa jarðveginn undir framleiðslu daglegs brauðs, hafi hann stundum bannsungið hinn flókna og þétta gróður, og skilið að lokum við landblettinn eins og foksands eyðimörk, rúna öllum framleiðsluskilyrðum. Á skemmri tíma en hálfri öld, hafa þeir at- burðir gerst, að land, sem brotið var úr grass- verði, og notað til nýyrkju, reyndist þannig, að hætta varð við kornframleiðslu og hverfa á ný til grasræktar. Og ef til vill er það rétt athugað, að slíkt land hefði aldrei átt að hafa verið brotið; vonandi er það, að hin beizka reynsla brautryðjendanna og hinna fyrstu afkomenda þeirra, endurtaki sig ekki í þessu efni, og að öllum mönnum lærist að skilja það jafnt, að landið sé hin dýrmætastu náttúrufríðindi, er þannig beri að vernda og rækta, að komandi kynslóðir fái notið þess á sem allra ríkulegastan hátt. Moldin er móðir fæðis og klæðis; auðlindir hennar mega teljast því nær ótæmandi; auð- ugur jarðvegur, réttilega með farinn, getur lagt grundvöll að umfangsmiklu hagsmuna- og við- skiptakerfi, og orðið í reynd einn af máttar- stólpum iðnaðarins. Moldin er arfleifð kynslóðanna, og hennar skyldi jafnan þannig gætt í trúnaði, að hún falli niðjunum í hendur með óskertu áhrifa- magni. Hvíti maðurinn lagði undir sig hina víðfaðma sléttu, og hann ber ábyrgðina á því, að láta ekki sinn hlut eftir liggja varðandi gæzlu þeirra verðmæta, sem hún býr yfir. í mörgum landshlutum hefir tekist svo hrapa- lega til, að maðurinn hefir í rauninni tortímt lífsskilyrðunum í viðleitni sinni til verndunar lífinu; ofan á þetta hafa svo bætzt hamfarir náttúrunnar, stormar og straumflóð, er valdið hafa geisilegu tjóni. Sléttufylkin þrjú, er eiga innan vébanda sinna 106 miljónir ekra af graslendi, hafa af óhjá- kvæmilegum ástæðum, beitt sér fyrir um ýmis- konar varnarráðstafanir gegn jarðvegshrörnun og því öðru, er í kjölfar slíks óvinafagnaðar siglir; samtíðin krefst slíkra ráðstafana, og þá vitaskuld framtíðin engu síður. En hvernig er þá viðhorfið í Sléttufylkjun- um eins og nú hagar til? Fylki þessi telja til samans nálega 458 miljónir ekra af landi, og mikið af því er óræktað enn. Jarðyrkja vestan- lands getur því aðeins orðið trygg, að bændur geri alt, sem í valdi þeirra stendur til þess að forðast rányrkju, og vernda gróðurmoldina svo sem framast má verða, öldnum og óbornum til blessunar. Síðastliðin þrjú ár hefir verð allflestra búnað- arafurða hækkað til muna, og var þess fyrir löngu þörf, þó það á hinn bóginn tæki heims- stríð til að koma hækkuninni í framkvæmd. Um það verður ekki deilt, að hagur bænda hin síðustu ár, hafi batnað til muina; veð skuldir gegn bújörðum þeirra og öðrum eign- um, hafa lækkað all-mjög, jafnframt því, sem rýmkast hefir um peninga í höndum þeirra; þessu til sönnunar nægir að benda á þær mörgu miljónir, sem bændur í Vestur Canada hafa lagt í Sigurlánsverðbréf sambandsstjórnarinnar frá ári til árs. Stjórnin í Canada þarfnast enn peninga, og bændur þarfnast þeirra að loknu stríði. Vegna þeirra margvíslegu hamlana, sem frá stríðinu stafa, hafa bændur ekki komið því við, að afla sér nýrra búnaðarverkfæra; það liggur því í augum uppi hve vel það komi sér fyrir þá, að eiga innstæðu, sem koma má í handbæra pen- inga nær, sem vera vill, og geta byrgt sig upp að nauðsynlegum áhöldum þegar friður er kom- inn á. Gagnkvæm átök af hálfu stjórnarvalda og bænda gróðurmoldinni til verndar, þar sem horft er farm í tímann, en athafnir ekki ein- skorðaðar við stundarhagnaðinn, leiða óhjá- kvæmilega til bjartrar framtíðar á sviði land- búnaðarins; þannig verður það og að vera, því enn sem fyr sannast hið fornkveðna, að bóndi er bústólpi, bú er landstólpi. Varanleg framtíðarþróun landbúnaðarins, verður að eiga rætur umhverfis búgarðinn, eða konungsríkið á sléttunni: þenna friðsæla reit þarf að fegra og endurbæta; umhverfis hann verður að rækta tré, eigi aðeins til fegurðar- auka, heldur og til varnar gegn stormum og sterkjuhita, og frosti og fjúki hins mislynda vetrar. Fær eina ádrepuna enn Víða koma Hallgerði bitlingar, stendur þar, og marga óþægilega ádrepuna fær Mr. Bracken á sig fyrir sinn ógætilega munnsöfnuð meðan á aukakosningunni stóð í North Grey, og jafnvel síðan. Eins og vitað er, staðhæfði Mr. Bracken, að canadiskir hermenn á leið austur um haf, hefðu varp- að fyrir borð skotvopnum og föggum, er þeir höfðu meðferðis; hermálaráðherrann, Mr. Mc- Naugton, kallaði ummæli Mr. Bracken’s varðanÖi þetta mál, “djöfulleg ósannindi, og krafðist þess að hann æti þau ofan í sig; við þessu hefir Mr. Bracken þumbast, og enga tilraun til þess gert, að gera hreint fyrir sínum dyrum. Fyrir herrétti sannaðist það, að einungis einn canadiskur her maður fleygði riffli sínum inni í höfn í sjóinn, og fyrir þetta var hann dæmdur í átján mán- aða fangelsi, og þarna er sagan öll sögð eins og hún er, og ekkert undandregið. Og nú alveg nýverið, tók Mr. Coldwell foringi C.C.F. í sama streng og Mr. McNaughton, og áfeldist Mr. Bracken harðlega fyrir að útbreiða rakalausar kviksögur í sambandi við cana- diska herinn. Óvönduð sögusögn í greinarkorni í síðustu Hkr. er í sambandi við væntanlega gamalmenna heimilis stofnun í Vancouver, B.C., rakin sagá elli- heimilismálsins á meðal Vestur- íslendinga frá byrjun, af Ben Hjálmarssyni, og er ekker-t út á það að setja, ef sagan væri sögð eins og hún gekk til, en því mið- ur hefir það ekki tekist. Eg get ekki með vissu sagt hver átti fyrstu hugsunina í sambandi við þetta þarfa og þýðingarmikla mál. En bæði eg, og margir aðrir, vitum hvernig að framkvæmdir í málinu hófust, og þær hófust ekki með kjörnum fulltrúum frá neinum flokkum eða félögum. Hið fyrsta framkvæmda spor, sem stigið er í því máli, er stigið af Kvennfélagi Fyrsta lúterska safnaðarins í Winnipeg árið 1906 með því, að setja til síðu $50.00 úr félagssjóði sínum, sem vísir til stofnsjóðs, er efla skyldi og ávaxta til stofnunar, eða bygg- ingar á gamalmenna heimili til notkunar handa aldurhnignum Islendingum í Ameríku. Þannig stóð mál það í heilt ár. Árið 1907 bætir það sama kvennfélag við öðrum $50.00 og er þá sjóð- urinn $100.00. Á því sama ári byrtist áskorun til almennings um að styrkja málið með fjár- framlögum. Undir þá áskorun eru rftaðar Lára Bjarnason, Hansína Ólson og Petrína Thor- láksson. Svo heldur þetta sama félag áfram að afla málinu fylgis og fjár árin 1908, 1909 og 1910. Árið 1911 var þing kirkjufélags- ins Lúterska haldið í Winmpeg. Á það þing kom Skapti Brynj- ólfsson og bar fram tillögu fyrir hönd Unitara, sem áður hafði verið samþykkt á þingi þeirra, um að kirkjufélagið hefði sam- vinnu með þeim, og öðrum ís- lenzkum félögum um að koma upp gamalmenna heimili á meðal V estur-íslendinga. Þetta mál var ekki á dagskrá þingsins, því það var enn algjör- lega í höndum kvennfélags Lút. safnaðarins í Winnipeg, samt var það þó tekið á dagskrá, með vilja kvenna þeirra úr kvennfélaginu, sem til náðist, til þess að sýna flutningsmanni málsins velvild og málinu sjálfu tilhlýðilega virð ingu, og rætt. Niðurstaðan varð sú að fimm manna nefnd var kosin, til þess að eiga tal við hlutaðeigandi aðila um málið. 1 nefnd þeirri voru séra Jóhann Bjarnason, séra Guttormur Gutt- ormsson, Klemens Jónasson, Bjarni Marteinsson og Kristján Johnson. 1 maí 1912 verður dálítil breyt- ing á máli þessu, að því er kvenn- félag Lúterska safnaðarins snert- ir. Málið, sem fram að þeim tíma hafði verið í umsjón félagsins í heild er þá sett í nefnd, sem í eru átta konur og hefir sú rétt-og skyldu, að bæta við sig sjö manns, sem þær álíti heppilega málinu til viðgangs og velferðar. Eftir það var málið í höndum þeirrar 15 manna nefndar. Þegar hér er komið máli þessu takast fundahöld, því það var ekki aðeins einn fundur, heldur fundir, með hinum ýmsu kjörnu fulltrúum, sem Ben Hjálmsson talar um og menn komu sér saman um flest af aðalatriðum málsins. Komu sér saman um fjárframlög. Embættis þátttöku og heiðurssæti, sem gamla fólk- ið var líklegt, eða fært um að veita. En þegar kom til andlegu málanna, þá hljóp snurðan á snærið, að skipta andlegu mál- unum á heimilinu í þrjá staði og fara að togast á um gamalmenn- in, sem komin voru að, og sátu, eða áttu að sitja í geislum síg- andi sólar og friði kveldroðans, það gat ekki komið til mála. Kröfu þeirri var neitað og þá var samvinnu viðleitninni slitið, og líka þeim sögukafla málsins lokið. Beiskju kendur er hreimurinn í orðum hr. Hjálmssonár, er hann minnist á að fólk hafi orðið að Tlytja, eða hrekjast til Van- couver sökum þess að því hafi verið neitað um aðgang að Betel. Eg er alveg viss um, að Betel-nefndin tók alveg eins nærri sér að geta ekki sökum rúmleysis tekið á móti öllum, sem skjól þurftu og þráðu, á Betel, eins og Ben Hjálmsson að þurfa að hrekjast til Vancouver. Ómaklegar og ódrengilegar eru aðdróttanirnar í sambandi við Dr. B. J. Brandson, því hann gekk vitanlega ekki heill til skógar á tímabili því, sem hr. Hjálmsson ræðir um, þó sá hann um að fyrra bréf hr. Hjálms- sonar gengi rétta boðleið, þó ár- angurslaust yrði. Mér finst að íslenzkir menn ættu að reyna allt annað, áður en þeir fara að bera Dr. B. J. Brandsyni ódrengskapar orð, eða dylgja um hirðuleysi manns, sem feginn vildi safna öllum olnboga- börnum undir væng sér og hlífa þeim við sársauka, og nála stungum gálausra samtíðar- manna sinna hefði hann getað. Stefnan í þessu máli, og öðr- um málurn, er undir hugsun og hugarfari okkar komin. J. J. Bíldfell. íslenzk sönglagaút- gáfa handa ensku- mœlandi Eftir Gunnar Bergmann Við höfum það fyrir satt, að tunga tónlistarinnar sé öllum þjóðum skiljanleg, án þess að komi til sértúlkun fyrir hverja eina. Þetta gildir um lög án orða fyrst og fremst. Reyndar verður því ekki haldið fram, að listræn tjáing söngsins sé unnin fyrir gýg fólki, sem skilur ekki orðin. En þegar lag og ljóð fylgjast að, er fjölda þjóða oft fyrirmunað að gera sér sönglög töm og eigin- leg undir þeim kringumstæðum, að textarnir eru á annari tungu, sem ekki er víðskilin um heim. Við Islendingar verðum að horf- ast í augu við þá staðreynd, að þótt íslenzkan sé meðal fegurstu talaðra tungna, gera sárafáir út- lendingar sér far um að komast niður í henni. Viðbárur eru ýms- ar, t. d. er það ekki talið hag- kvæmt og varla fyrirhafnarvert að vera að rembast við að læra svo erfitt tungumál, sem hefir ekki fleiri en svo sem eitlt hundr- að og fimmtíu þúsund mælend- ur. Slíkir menn eru reyndar illa fjarri góðu gamni, sem ekki eru þess umkomnir að njóta töfra íslenzkunnar. En um það þýðir ekki að fást. Því liggur ekki annað fyrir þeim mönnum, sem hafa góðan vilja til að nálgast erlendar þjóð- ir og bera fyrir þær íslenzk söng- lög, en leggja textann út á tungu viðkomandi þjóðar, til þess að söngurinn aðlagist bæði eyra og munni útlendingsins. Gunnar R. Pálsson söngvari hefirvnú ráðist í að hefja útgáfu á íslenzkum sönglögum handa enskumælandi fólki, og er fyrsta heftið fyrir nokkru komið á mark aðinn, “Fimm íslenzk sönglög” (Five Icelandic Songs), eftir Sigurð Þórðarson. Nótunum fylgja textar á frummálinu og í enskri þýðingu. Sigurður Þórðarson hefir um nokkurt skeið verið meðal kunn- ustu tónlistarmanna heima, þeirra er nú eru á léttum aldri, bæði sem söngstjóri eins af beztu karlakórum okkar og fyrir laga- smíð sína. Kór hans, Karlakór Reykjavíkur, fór við góðan orð- stír víða um Norðurálfuna fyrir einum tíu árum, meðal annara ágætra einsöngvara sem hanh hefur haft er einmitt útgefandi sá sem hér um ræðir, Gunnar Pálsson. Þá hefir Sigurður náð feikilegum vinsældum sem tón- skáld, hjá söngvurum og almenn- ingi. Hann hefir re.yndar orðið mjög fyrir erlendum áhrifum um lagasmíð sína; en verk hans eru með persónulegum einkennum, stíllinn samkvæmur. Lög hans eru einkarfalleg, og hann er svo lagvís (melodiskur), að það þarf engan að furða, sem þekkir til laga hans, hversu móttækilegt fólk er fyrir tónlist hans. Lög þessi eru samin við ljóð góðkunn íslenzkri alþýðu. Eg hefi ekki ennþá hitt þann Islending, sem ekki kann “Sáuð þið hana systur mína?” eftir Jónas Hall- grímsson, enda eru þau ljóðorð eins og töluð út úr hjarta hins íslenzka sveitabarns. Stefán frá Hvítadal er óhætt að telja með allra ljóðrænustu skáldum ís- lenzkum, þennan einlæglega til* hlakkanda vorsins. Hann á hér tvö kvæði: “Mamma”'og “Harm- ljóð”. Davíð Stefánsson frá Fagra skógi fékk viðurkenningu sem bezta skáld Alþingishátíðarinnar fyrir kvæðabálk sinn, sem úr er tekinn textinn við fremsta lagið í þessu hefti: “Sjá, dagar koma, ár og aldir líða”. Loks er þar “Vögguvísa” eftir Valdimar Snævar skólastjóra. Islenzku itextarnir og þýðing- arnar á þeim fylgjast að með nótunum. Þýðingar fjögurra ljóðanna hefir annazt Arthur Gook trúboði á Akureyri, en Steingrímur Arason kennari lagði út “Vögguvísuna”. Þýðing- ar Arthurs eru af hendi leystar af samvizkusemi og nákvæmni, og skortir reyndar ekki annað en neista skáldsins. Vísa Valdi- mars held eg, að hafi ekki tap- að neinu í þýðingunni, nema síður sé, enda er sá þýðandi sýni- lega skáldmæltari en sá fyr- nefndi, ekki eins rígbundinn við textann. Óskandi er, að útgef- andi leiti fyrir sér um beztu þýð- ingar á ljóðum laganna fram- vegis. Honum ætti ekki að verða nein skotaskuld úr því í hópi vestur-íslenzkra skálda. Eg vék að því hér að framan, að umrætt tónskáld væri mjög undir erlendum áhrifum í list sinni. Þótt segja verði, að sára- lítið af lagasmíð íslenzkra tón- skálda standi á þjóðlegum grunni ber það ekki að skilja svo, að verk þessara manna séu Islend- ingum einskis nýt. En við meg- um vel finna að við tónskáld okkar, þótt við höfum ekki efni á að vanþakka þeim. Flest þeirra hafa verið þeim hæfileikum bú- in, að þau geta sjálfsagt tekið aðfinnslum eins og menn. Geta þeirra til sjálfstæðrar, þjóðlegrar (Frh. á bls. 8)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.