Lögberg - 22.03.1945, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN. 22. MARZ, 1945
Eftir að borðhaldinu var lokið, sagði jarlinn
við nokkra háttsetta vini sína.
“Það er stór skaði, að slíkur maður getur ekki
komist á þingið; það er stór þörf á mælsku-
mönnum þar; þessi ungi maður er gæddur
mælsku, einurð, og miklum gáfum. Við verðum
að sjá til að koma honum þangað.”
Lávarður Damer var, ef til vill, meira hrif-
inn af Verner, en nokkur annar. Þegar hann
gekk út úr borðstofunni, gekk hann til hans
og sagði:
“Það er mér sönn ánægja að hafa mætt þér,
Mr. Elster; eg spái að þú eigir mikla og merki-
lega framtíð. Viltu gera okkur þá ánægju að
heimsækja okkur á Avonwold? Lafði Damer
þykir vissulega vænt um að sjá þig þar, og
eins þykir mér.”
Verner þakkaði þetta vingjarnlega boð. Það
var vissulega unaðslegt og uppörfandi að mæta
svo mörgu velviljuðu og góðu fólki, og öðlast
þá fullvissu, að allir tóku honum með góð-
vild og alúð.
“Það er gott,” hugsaði hann, “að þeir vita
hver eg er, — sonur fátæks daglaunamanns.”
Að máltíðinni lokinni gengu gestirnir inn í
samkvæmissalinn, og lafði Damer brosti til
Verners, svo hann tók sér sæti hjá henni.
“Það er rétt af þér, Mr. Elster, eg var að
vona að mér gæfist tækifæri að tala dálítið
meira við þig. Mér hefur verið sagt að þú sért
skáld, er það satt?”
Feimnisroða brá yfir andlit hans, og augun
itindruðu.
“Eg það, að elska allt, sem er fagurt og gott,
ef það að hafa þúsundir hugsana, sem verða
að brjótast út í orðum, er að vera skáld, þá
held eg, lafði Damer, að eg sé það.”
Hún leit á hann með innilegri samúð.
“Móðir þín hefur mikla ástæðu til að vera
stolt af þér,” sagði hún í blíðum róm.
Verner hló, og í hlátri hans var svo einkenni-
legur hreimur, sem öllum geðjaðist svo vel að.
“Eg veit ekki. Móðir mín er heiðarleg almúga-
kona; hún þekkir ekkert til menta, né bóka.
Eg held henni finnist meira um Robert bróðir
minn, hann er full sex fet á hæð, og sterkur
eins og Golíat.”
“En þú hlýtur líka að vera sterkur, fyrst þú
gast bjargað lávarði St. Albans, eins og þú
gerðir.”
“Já, hamingjunni sé lof, það vantar hvorki
taugar né vöðva í handleggi mína.”
Hún leit mjög alvarlega á hann.
“Eg hef auðvitað aldrei séð þig áður, en það
er eitthvað í andliti þínu, sem eg kannast svo
vel við — en hvernig á því stendur, það skil
eg ekki.”
“Eg hefi heldur aldrei séð þig áður, lafði
Damer, en mér verður andlit þitt minnistætt,
meðan eg lifi.”
Hann talaði svo alvarlega, að hún sá að hon-
um var alls ekki í hug að smjaðra fyrir honum.
“Ætlarðu nú að fara að verða smjaðrari?”
spurði hún brosandí.
“Nei, smjaðrari skal eg aldrei verða, lafði
Damer. Það er mér eiginlegt að segja blátt
áfram það sem eg hugsa, og segja eins og er;
slíkt mundi vera álitið sem stór yfirsjón, frá
sjónarmiði smjaðraía.”
“Hvar áttu heima?” spurði hún.
“í Crosston, við höfum verið þar síðan eg
man fyrst eftir mér.”
“Er það ekki þar, sem er svo nafnkendur
skóli, sem býr stúdenta svo vel undir háskóla-
nám?”
“Jú, það er undarlegt að þú skulir vita það,
lafði Damer. Dr. North er skólastjóri þar; hann
er áreiðanlega besti kennari, sem nú er til á
Englandi.”
“Þú hefur líklega unnið þér námsverðlaun og
á þann hátt getað farið til Oxford?”
“Já, hvað það er fallegt af þér, að láta þig
nokkru skifta um mig, lafði Damer.”
“Þú vekur forvitni mína,” sagði hún, “og það
lá mild og vingjarnleg hluttekning í augnatil-
liti hennar. “Þú gerir mig svo hluttakandi í
kjörum þínum, að það er rétt eins og mér séu
þau viðkomandi.”
“Það er mér sönn hamingja,” sagði hann, og
andlit hans ljómaði af fögnuði.
í þessu kom lafði Damer til þeirra með
myndabók, sem hafði að innihaldi margar
koparstungu myndir.
“Sumar þessara mynda eru alveg óviðjafnan-
legar, og eg veit að þú, lafði Damer, hefur gam-
an af að sjá þær, því þú kant svo vel að meta
fegurðina, sem þær sýna.”
Þau litu bæði á myndirnar, án þess að segja
nokkuð, því þau voru bæði svo niðursokkin í
sínar hugsanir hvort um sig. Er þau lutu áfram
til að líta á myndirnar, var það alveg undarlegt
að sjá, hve lík þau voru, og líkingin var svo
auðséð, að lafði Dysart, rak upp lágt undrunar-
hljóð. Lafði Damer leit upp, eins og til að
vita hvað væri um að vera.
“Eg býst við að þú álítir mig bara rudda-
lega, lafði Damer, en eg hélt alltaf að hárið
þitt væri svo sérstaklega fallegt, að það væri
ekkert því líkt; en nú sé eg, að Mr. Elster hefur
alveg eins hár.”
Lafði Damer leit á höfuð Verners, með hið
þykka gulbrúna hár. Hún hló að þessari upp-
götvun.
“Það er alveg eins og þú segir, lafði Dysart.
Eg vona að þú hafir ekki stolið hárinu mínu,
Mr. Elster?”
“Nei, en hér eftir skal mér þykja vænna um
hárið mitt, en mér hefur þótt hingað til.”
“Eg endurtek það, að móðir þín hlýtur að
vera stolt af þér, Mr. Verner. Fyrirgefðu, eg
held eg hafi heyrt lávarð St. Albans kalla þig
Verner?”
“Já, eg heiti Verner; eg hefi oft undrast, að
móðir mín skyldi finna upp á að gefa mér það
nafn.”
“Eg hefi aldrei heyrt það fyr”, sagði lafði
Dysart. .
“Það getur verið einhver, sem hefur stungið
upp á því við móður mína,” sagði hann bros-
andi.
“Hún hefði aldrei fundið það upp sjálf. Heima
voru skólafélagar mínir að stríða mér með því,
að eg hefði átt einhverja góðviljaða álfkonu að
guðmóðir.”
“Virkilega,” sagði hún, og leit á hans fríða
brosandi andlit. “Hvers vegna?”
23. KAFLI.
“Hvers vegna? Álfkonu að guðmóðir er mjög
fágætt nú á tímum.”
“Eg veit ekki hvort eg á að-segja þér meira
af slíkri hjátrú,” sagði Verner, nen sannleikur-
inn er sá, að eftir að eg hafði hlotið námsstyrk-
inn og gat farið til Oxford, ,til framhaldsnáms,
fékk eg svo margar ríkulegar gjafir, að eg var
nær því farinn að hugsa að það væri huldu-
kona á bak við allar þær gjafir. Meðal annars
var lítil^græn peningabudda, úr silki, og eg
gæti hennar eins og sjáaldurs auga míns, í von
um að eg geti einhverntíma komist að því
hver það er, sem sendi mér allar þessar gjafir.”
“Þetta er hreinasta ævintýri; heldur þessi
álfkona áfram að senda þér gjafir?”
“Á hverju ári, sendir hún mér bækur og
peninga, því eg hafði sjálfur ekkert. Ef mér
heppnast nokkurntíma að finna þennan göfuga
velgjörðarmann minn, þá vil eg reyna að sýna
honum þakklæti mitt.”
“Og þú getur ekki eiau sinni ímyndað þér
hver það er, sem hefur borið þig svo fyrir
brjósti?” spurði lafði Damer.
“Eg má skammast mín fyrir að segja, að eg
hefi enga tilraun gert til að komast að því; eg
hefi varið öllum tímanum til lesturs og náms,
svo eg hefi lítið hugsað um það. Það er líkleg-
ast einhver af herrunum, sem voru viðstaddir
þegar eg lauk prófinu í Crosston, þeir sýndu
mér svo mikil vinahót.”
“Já, það er einmitt frá þeim,” sagði lafði
Damer.
“Eg skal varðveita þessa litlu grænu buddu,
sem helgan verndargrip,” sagði hann, “því eg
hefi einhverja óljósa hugmynd um, að hún verði
mér til mikils gagns. Lafði Damer, góðvild þín
hefur gert mig óvanalega opinskáan. Eg hefi
aldrei minnst á þetta við neinn áður.”
“Þetta er mjög hugðnæmt,” svaraði hún.
Nú kom Damer lávarður til þeirra.
“Florence, hefurðu beðið Mr. Elster að vera
gestur okkar nokkra daga á Avonwold,” spurði
hann.
“Lávarður St. Albans hefur lofað að koma.”
“Eg vona að þú viljir koma, Mr. Elster,”
sagði hún. “Avonwold er tilvalinn staður fyrir
skáld. Við höfum þar virkilega reimleika, sem
gerir vart við sig á steinlagningu vestanvert við
bygginguna; hvert tré, hver steinn hefur sína
sögu, þér mun lítast vel á Avonwold. Lofaðu
mér því, að heimsækja okkur, ásamt lávarði
St. Albans.”
“Já, með ánægju, það verður sú stærsta
ánægja, sem eg get hugsað mér,” svaraði hann.
“Lávarður St. Albans hefur ekki tiltekið neinn
ákveðinn tíma,” sagði Damer lávarður, “en
hann hefur lofað, að það skyldi verða næsta
mánudag.”
Nú vék lafði Damer sér að nokkrum ungum
stúlkum, sem sjáanlega vildu koma sér inn-
undir hjá henni, því þær vonuðu eftir veislum
og dansleikjum þar í framtíðinni.
Lafði Dysart, bað Verner að skemta kaptein
Pierce, ungum foringja úr hernum, sem hafði
verið boðið með fjölskyldunni Lanehams. Hann
fékk þar tækifæri til að heyra samtal milli
Sir Leonard Dacre og Majors Hammersley, eins
af gestunum. “Hve indæl kona, lafði Damer er,”
sagði Majorinn, “eg held hún sé einhver fríðasta
kona, sem nú er uppi.”
“Já”, svaraði Sir Leonard, “hún er elskuleg
kona — djörf, eins og hún er falleg, það er
sem mér líkar við kvennfólk.”
“Hve gömul mun hún vera; eg giska á milli
25 og 35 ára.”
“Hún er ein af þeim, sem aldrei verður
gömul.”
“Hver var hún áður en hún giftist?”
“Eg held eg hafi heyrt það, en eg man það
ekki. Af gamallri og góðri ætt held eg. Þeir
Herrar Damers, eru eins og þú veist mjög að-
gætnir með það. Eg held engin þeirra mundi
giftast drottningu, ef það findist einhver blett-
ur á ætt hennar. Maður getur verið fullviss um
það, að kona sem ber nafnið Damer, að hún
er allt það sem kona á að vera.”
“Þú ert sjálfsagt vel kunnugur fjölskyldunni,
býst eg við.”
“Já,” sagði Majorinn, “einn af ættinni, Andrey
Damer, er besti vinur minn. Það er talað um
öfundsýki kvenna, og það ekki að ástæðulausu;
eg er viss um að konan hans, Mrs. Isabel
Damer, hatar þessa unaðslegu lafði á Avon-
wold.”
Sir Leonard hló; af- öllu slíku hafði hann
mesta gaman. Lávarður Damer kom nú til
þeirra, svp þeir urðu að láta þetta samtal falla
niður.
Damers hjónin voru þar um nóttina; morgun-
inn eftir er þau lögðu af stað rétti lafði Damer
Verner hendina, og sagði:
“Vertu sæll Elster, eg vona að sjá þig bráð-
lega aftur.”
Hún gat ekki gert sér grein fyrir því, hve
hana langaði til að faðma hann að sér og
kyssa hann. Hvað var það hjá honum, sem
hafði svona sterkt áhrifavald á hana? Það
var hvorki ást né léttúð. Hún hugsaði um hann
er þau keyrðu af stað heim til sín; höfuðið með
þykka gulbrúna hárið, hin fögru og gáfulegu
augu, og hún brosti við að hugsa um það, að
lafði Dysart hafði sagt, að hárið á þeim báðum
væri alveg eins. Hvernig stóð á því, að hugur
hennar var allan daginn að hvarfla að litlu
gröfinni, sem hún hélt vera í Riversmead, en
sem hún hafði aldrei séð?
Það voru liðin svo mörg ár síðan, hún hafði
aldrei séð litla andlitið, sem lá þar grafið, og
þó gat hún ekki slitið hug sinn frá að hugsa
um litla nýfædda barnið.
“Hefði hann lifað,” hugsaði hún, “litli dreng-
urinn minn, þá væri hann nú tuttugu ára —
fullvaxinn maður — og hversu öðruvísi hefði
ekki æfi mín þá verið. í fyrsta lagi hefði eg
ekki orðið konan hans Karls. Ó, Guð minn!
hversu mikið þetta litla líf kostaði mig! Því er
eg að hugsa svo mikið í dag um það, sem er
svo löngu liðið?” Hún undraðist hvernig á því
stóð, og henni fanst eins og hún sjá í fjarlægð
þann dag, er allar grafir skulu opnast, og þá
fyrst fengi hún að sjá sinn frumgetinn son.
“Og þá verður einnig leyndarmál mitt opin-
bert,” hugsaði hún.
Hún reyndi allt sem hún gat að víkja þess-
um hugsunum úr huga sínum, en gat það ekki.
“Það er langt síðan eg hefi verið svona tauga-
óstyrk,” hugsaði hún, “eg get ekki skilið í, því
þessar hugsanir ásækja mig nú.”
Hún gat hvorki á leiðinni, né þegar hún kom
heim, losað sig við þessar lamandi hugsanir.
Hún gekk inn til mannsins síns, sem var 1
lessalnum að skrifa.
“Elsku Florence,” sagði hann er hann sá
hana, “þú lítur ekki vel út, hvað gengur að þér?”
“Eg held eg sé eitthvað taugaveik,” sagði hún.
“Eg kom hingað til þín, Karl, til að fá upp-
örvun.”
Honum þótti svo innilega vænt um hana, að
hann þoldi ekki að sjá hinn minsta skugga á
andliti hennar. Hann gerði allt sem hann gat til
að uppörva hana, svo hún gat bráðlega hrakið
þessar undarlegu ásæknu hugsanir frá löngu lið-
inni tíð, úr huga sér; það sem hún reyndi að
beita hugsun sinni að, var að gleðja sig yfir
því hve innilega maðurinn hennar elskaði hana.
Nóttina eftir dreymdi hana hræðilegan draum
— einn þeirra drauma, sem virðast vera fyrir
boði um framtíðina: Hún þóttist vera á gangi
eftri einhverjum þjóðvegi; hún var í hvítum
kjól, hann átti að minsta kosti að vera hvítur,
og hafði verið það, en er hún gætti betur að,
sá hún marga óhreinindabletti á honum, henni
brá við að sjá það, og varð hrædd við það. Svo
kom hún að skógarbelti, og gekk inn í skóg-
inn til að skýla sér. Yfir trjánum var einkenni-
leg ljósbirta. Hún leit upp til að reyna að sjá
hvaðan þessi einkennilega birta stafaði, og sá
hún þá, að þvers yfir himininn var band með
eldlegum bókstöfum á.
“Leyndarmál lafði Damers,” stóð á bandinu,
og við að sjá þetta, hljóðaði hún upp í ofsa-
hræðslu. Laufin á trjánum blöktu fryir vind-
inum. Hún starði á þau, og í eldlegum bók-
stöfum las hún sömu orðin: “Leyndarmál lafði
Damers.”
Hún stóð eins og steini lsotin. Loftið hafði
verið fult af indælum fuglasöng, en nú barst
henni til eyrna hræðilegt hljóð, henni heyrðist
eins og hver fugl skrækja út:
“Leyndarmál lafði Damers.”
Svo heyrði hún hæðnishlátur í gegnum skóg-
inn, og vaknaði. Hún hafði svo mikinn hjartslátt
að hún ætlaði ekki að ná andanum, og lá við
köfnun. Nú greip hana ótti og skelfingar
hræðsla.
“Ó, náðugi himinn! lát mig gleyma þessum
hræðilega draum!”
Hún vakti manninn sinn, sem svaf vært við
hlið hennar.
“Karl, Karl!” hrópaði hún, “vaknaðu og tal-
aðu við mig, annars missi eg vitið!”
En allt sem hún gat sagt honum þegar hann
vaknaði var, að sig hefði dreymt svo hræðilegan
draum.
24. KAFLI.
Lafði Damer var stórlega breytt. Það leið
heil vika eftir hana hafði dreymt drauminn,
sem hún var veikluleg og föl í andliti, og var
yfirleitt allt öðru vísi en hún átti að sér. Hún
gat ekki létt á huga sínum, með því að tala um
þennan hræðilega draum við neinn. Ótti og
angist, sem þjakaði svo mjög sál hennar, hafði
nærri brotið hana niður. Það hjálpaði henni,
að Hope var komin heim og í henni fann lafði
Damer, ávalt styrk og hughreystingu.
Það var nú eitt kvöld, eftir að Hope var komin
heim, að þær systurnar sátu saman í hinu skraut
lega búnings herbergi lafði Damers. Það var
ekki búið að hringja til náttverðar, lafði Damer
var albúin fyrir borðhaldið, og lét herbergis
stúlkuna fara, svo hún gæti verið nokkrar
mínútur ein með systur sinni.
Hope horfði ánægjulega á systur sína.
“Florence, mér sýnist þú altaf vera að verða
fallegri og fallegri,” sagði Hope.
Lafði Damer brosti að þessu.
“Það gleður mig að heyra, að þér finst það,”
sagði hún. “Mig mundi ekki langa til að fara
strax að missa fegurðar útlit mitt.”
“En það kemur sá tími, Florence, að þú
verður í skugganum fyrir Rose, hún verður
aldeilis indisleg stúlka; en nú er eg virði þig
nánar fyrir mér, sýnist mér þú hafa mist þinn
fallega litblæ. Hefurðu verið veik? Þú lítur ekki
út, eins glöð og hamingjusöm, eins og þú varst.”
“Eg hefi þráð heimkomu þína, Hope. Hvað
gæti eg gjört ef eg nyti ekki þinnar aðstoðar.
Ó, hvað eg hefi saknað þín!”
“Því þráðir þú svo mjög heimkomu mína,
Florence?”
“Af því eg var orðin svo taugaveik og kvíða-
full — því daga og nætur gat eg ekki hugsað
um annað en, þann hræðilega tíma er eg var í
Riversmead. Það ásótti mig, eg gat ekki bægt
því úr huga mínum. Og svo, Hope, dreymdi
mig svo hræðilegan draum; eg verð að segja
þér hann — hann gerði mig nærri því brjálaða.”
“Já, en góða, draumar eru bara draumar,”
sagði Hope.
“Þessi draumur var svo hræðilegur, eg verð
að segja þér hann,” og náföl í andliti sagði hún
systur sinni drauminn.
“Veistu það, Hope, að draumurinn hafði svo
djúp og gegnumsmjúgandi áhrif á mig, að síðan,
í hvert sinn er eg lít upp í himininn, blasa við
augum mínum í eldlegum bókstöfum, orðin:
“Leyndarmál lafði Damers”.
“Elsku Florence, þú ert taugaveikluð, og svo
býrðu þér til allskonar ímyndanir, sem leiðir af
því. Það er ekki heldur undarleg-t, úr því þú
ert að grufla út í þetta, bæði dag og nótt. Eg
hefi altaf ráðið þér til að gleyma því, reka
það með öllu úr huga þínum.”
“Eg gat það ekki, það ásótti mig svo mikið.
Ó, Hope, elsku Hope! fyrirgefðu mér, ef eg þreyti
þig með þessu, vertu þolinmóð við mig. Held-
urðu, að — leyndarmálinu mínu sé borgið?”
“Já, eg veit það. Væri ekki svo gæti eg ekki
horf-t brosandi framan í þig. Mér er þetta eins
mikið áhugamál, að það komist aldrei upp, eins
og þér. Eg hefi lifað fyrir þig, Florence; eg hefi
verið þér móðir, systir og vinur. Ef nokkur
hætta er fyrir þig, lendir hún fyrst á mér.”
Lafði Damer, hughreystist við það sem syst-
ir hennar sagði.
“Þú heldur áreiðanlega, að það geti engin
hætta stafað af því, Hope?”
“Já, alveg eins og hann væri dáinn. Þú veist
að það eru svo fáir, sem vita nokkuð um það
— bara læknirinn og Mrs. Leybourne. Læknir-
inn segir aldrei frá því, jafnvel þó hann væri
píndur. Auk þess veit enginn hvert við fórum,
þegar við fórum frá London. Hann gæti ekki
fundið okkur, því honum mundi aldrei koma
til hugar, að leita eftir þér á Avonwold. Mrs.
Leybourne, skoðaði þig sem unga gifta konu,
og að maðurinn þinn væri utanlands, og hélt
að vinir hans væru óánægðir með giftingu hans.
Hún þekkti þig einungis undir nafninu Mrs.
Maxwell, og hún er langt burtu, í Ameríku, og
líklegast nú dáin; að minsta kosti eru engar
líkur -til að hún komi nokkurntíma til Englands.
Þú sérð því, elsku Florence, að það er alls
ómögulegt að leyndarmálið geti nokkursstaðar
lekið út.”
“Ó, Hope, eg hefi ekki vitað hvað eg hefi átt
að ímynda mér. Gætu skógartréin og fuglasöng-
urinn opinberað það, eins og mig dreymdi?”
Hope brosti.