Lögberg - 22.03.1945, Blaðsíða 3

Lögberg - 22.03.1945, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 22. MARZ, 1945 3 Fundarskýrsla Ársfundur Blaine safnaðar, var haldinn sunnudaginn 14. janúar s- i-, kl. 12,30 e. h. Allar skýrslur embættismanna og félagsdeild- anna innan vébanda safnaðarins sýndu gróður í safnaðarstarfinu á hinu liðna starfsári 1944. Sóknarpresturinn flutti messu gjörðir alla sunnudaga ársins, að undanteknum fjórum, er prest- ur hafði sitt sumarfrí. Mr. Jónas Jónasson, sem verið hefur forseti) safnaðarins hin síðastliðin þrjú ár, hefur með forsjá og dugnaði bygt upp hina fjárhagslegu hlið safnaðarstarfs- ius, hann hefur látið endurbæta hirkju safnaðarins mjög mikið, látið setja nýja undirstöðu undir hirkjuna og steypa ágætar stein- tröppur og gangstétt framan við hana, og mála kirkjuna að inn- an, og er hún nú hið vistlegasta Guðshús, og frí af skuld, enda hefur hið fjárhagslega ástand Blaine safnaðar aldrei verið í eins góðu lagi og nú. íslenzka kvennfélagið “Líkn”, hafði starfað með elju og dugn- aÖi, undir stjórn Mrs. Jakob Vopnfjörð, og lagt allmikið fé til safnaðarstarfsins. Enska kvennfélagið “The Junior Ladies Aid”, undir stjórn Mrs. Oscar Wagelie, hafði gert aUmikið starf á árinu og lagt töluvert til safnaðarstarfsins. Ungmennafélag Blaine safnað- ar, hefur gert mikið starf á ár- inu, forseti þess, Miss Bette Wagelie. Félagið sendir öllum ungum mönnum og stúlkum, sem eru í herþjónustu, og heyra til Ulaine söfnuði á einn eða annan Uátt, blað mánaðarlega með hlýrri kveðju frá Lúterska ung- niennafélaginu í Blaine, og hef- Ur það litla blað, The Messenger, nað miklum vinsældum á meðal °kkar ungu manna í herþjón- nstu, það sýna svo mörg vingjarn ieg bréf, sem stöðugt berast ung- niennafélaginu. Ungmennafélag- i^ í Blaine söfnuði heitir fullu nafni “The Young People’s Áasociation”, og hefir því aukist fyigi og nýir meðlimir á hinu i liðna starfsári. Sunnudagaskóla starfið hafði §engið ljómandi vel á árinu, auð- vitað höfðu mörg börn og ungl- ingar flutt burt frá Blaine, en Meiri höfðu komið í staðinn, skól- fnn hafði beitt sér fyrir því að aflir okkar ungu menn og stúlk- Ur> sem nú eru í herþjónustu l^ndsins væru heiðraðir með sér- stakri guðsþjónustu, sem fram fur þann 19. nóvember 1944, í ^laine kirkju, við þá guðsþjón- Ustu töluðu til heiðurs hermönn- Unum, þeir Mr. McDonald, há- shólastjóri í Blaine, og hinn nýji horgarstjóri bæjarins, Mr. Bord- en, við þá guðsþjónustu var Slaine kirkja full af fólki, og nokkrir ungir hermenn voru þar líka viðstaddir, sérstaklega hafði verið vandað til kirkjusöngs fyr- fr það hátíðlega tækifæri. Sunnu hagaskólinn gaf þá líka Blaine lrkju sérstaklega myndarlega töflu, “Honor Roll”, með öllum Jofnum þeirra ungu manna og venna; sem okkur tilheyra og '5.ru 1 þjónustu landsins, 23 að olu. Superintendent sunnudaga- shólans Mrs. Margrét Johnson. Uýjir embættismenn fyrir ár- 1 1945, eru þessir: ^afna.QarnefncL. Ólafur Johnson, forseti. Sveinn Westfjörð, vara-forseti. J. Straumfjörð, gjaldkeri. Mrs. Ella Wells, skrifari. U- M. Halldórsson, vara-skrif- ari. Díák nanefnd. ^s- A. Danielson. r^rs- J. J. Straumfjörð. ylrs. S. Westfjörð. ylrs. A. Fjelsted. Mrs. o. Paulson. ísl*nzka kvennfél. “Líkrí’. rs- G. P. Johnson, forseti. rs. J. T. Johnson, skrifari. rs. Ella Wells, gjaldkeri. rs- H. Johnson, vara-forseti: rs- A. Hörgdal, vara-skrifari. The Junior Ladies Aid. Mrs. O. Wagelie, forseti. Mrs. A. Stefánsson, skrifari. Mrs. H. M. Halldórsson, gjald- keri. Mrs. L. Goodman, vara-forseti. Miss B. Waglie, vara skrifari. The Young People’s Christian Association. Miss Norma Benedictson, forseti. Miss Dona Fjelsted, vara-for- seti. Miss Agnes Hörgdal, skrifari. Mrs. C. E. Rossell, vara-skrif- ari. Miss Bette, gjaldkeri. Sunnudagaskóla nefnd. Mrs. Alfred Stefánsson. super- intendant. Miss Kristín Guðjónsson, skrif- ari. Miss Ella Fjelsted, gjaldkeri. Guðm. P. Johnsön. íslenzkt kvenfólk lang- lífara en karlmennirnir Ýmis fróðleikur um íslendinga. Á íslandi verða konur mun langlífari en karlmenn og eru í meiri hluta í landinu, þótt fleiri sveinbörn fæðist en meybörn. Þennan og annan fróðleik er að finna í síðustu Hagtíðindum, þar sem teknir eru saman ýgasir fróðleiksmolar úr manntalinu 1940, sem var mjög nákvæmt. Svo segir m. a. í Hagtíðind- ,um: Að jafnaði fæðast fleiri svein- ar en meyjar, svo að þess vegna mætti búast við að karlar væru fleiri, en að konurnar verða samt í meiri hluta stafar af því, að manndauði er meiri meðal karla en kvenna. Allt fram á fertugsaldur eru konurnar líka færri heldur en karlar, en úr því verða þær fleiri og fer mun urinn vaxandi með aldrinum, og yfir áttrætt er tala kvenna næstum tvöföld á móts við tölu karla. Við manntalið 2. desember 1940 skiftist heimilsfasti mann- fjöldinn þannig eftir kynferði, að karlar voru 60.325 en konur 61.149. Konur verða því 824 fleiri heldur en karlar, eða 4 móti hverjum 1000 körlum komu l.!14 konur. Mismunurinn á tölu karla og kvenna hefir farið síminkandi síðan 1880, ekki aðeins hlutfalls- lega, heldur líka beinlínis. Árið 1880 var umframtala kvenna 4.145, 1890 var hún 3.549, 1901 var hún 3.304, 1910 var hún 2.793, 1920 var hún 2.346, 1930 1.777 og 1940 824. í sveitunum er töluvert fleira af körlum en konum, í kaup- túnum er talan svipuð, en í kaupstöðunum eru konurnar í miklum meiri hluta. Mestur er munurinn í Reykjavík, þar sem á móti hverju þús. karla koma 1.157 konur. Rúmlega helmingur landsmanna 20—64 ára. Við manntalið 1940 voru til- tölulega færri á barnsaldri (innan 15 ára) heldur en við manntalið 1930, en hinsvegar fleiri í aldursflokkunum þar fyrir ofan. Það má telja, að hér á landi séu hérumbil þrír tíundu hlut- ar landsmanna á barnsaldri (innan 15 ára), tæplega tíundi hluti á unglingsaldri (15—19 ára), tæplega 3% á gamalsaldri (yfir 65 ára) og rúmlega helm- ingur (eða 53%) á því skeiði, sem menn alment eru fullvinn- andi (20—64 ára). Þessi hlutföll eru samt ekki eins í bæjunum og í sveitunum. í kaupstöðunum er tiltölu- lega færra af börnum og gam- almennum heldur en í sveitun- um og minni kauptúnunum, en aftur á móti tiltölulega feira af fólki á besta skeiði. Einkanlega er mikill munur að þessu leyti milli Reykjavíkur og sveitanna. I Reykjavík voru 51.9% af íbú- unum 1940 á aldrinum 20—64 ára, en í sveitunum voru ekki nema 49.5% á þeim aldri. Stafar þetta af flutningi ungs og upp- komins fólks úr sveitunum. Yfir áttrætt voru alls 1.683 manns eða 1.4% af öllum lands- mönnum, en yfir nírætt voru 163, 132 konur og 31 karlar, og voru 3/5 þeirra í sveitum. Ekkjur mun fleiri en ekkjumenn. Tala ekkjumanna er ekki nema rúmlega 2/5 af tölu ekkn- anna. Þessi mikli munur staf- ar bæði af því, að konur eru langlífari heldur en karlmenn og að þær giftast yngri. Hins- vegar voru 1940 ógiftir karl- menn meir en 2 þúsund fleiri heldur en ógift kvenfólk. Það stafar mikið af því, að í yngstu aldursflokkunum er karlkynið í meiri hluta. Ef sleppt er öllum sem eru innan við tvítugt, mink- ar mismunurinn niður í rúmlega 1 þúsund og ef teknar eru með konur 18 og 19 ára, þá eru ógift- ar konur 18 ára og eldri rúmlega 1 þúsund fleiri heldur en karlar yfir tvítugt. Mbl. 13. jan. Bretinn Churchill Spánverjinn Franco Eftir A. C. CUMMINGS Franco — einvaldur Spánar — mun ekki senda þá milljón her- manna til varnar Berlín, sem hann þó eitt sinn lofaði. Heldur ekki mun tilboði hans um þátttöku í myndun banda- lags vestrænna þjóða, verða tek- ið hér í Bretlandi. Mr. Churchill hefir nýlega gjört honum það skiljanlegt, svo ekki verður um vilst. Skeyti frá blaðamanna sam- bandinu í Washington skýrir nýlega frá því að Franco hafi gjört tillögu um þjóðasamband gegn Rússlandi. Neitun Mr. 'Churchills við þeirri málaleitun — segir fréttin — skýrir ótvírætt hina eindregnu stefnu Breta, um samvinnu við Rússland og Banda ríkin, gagnvart friðarmálum framtíðarinnar. Mr. Churchill lokaði þessum málaleitunum Francos á þann eftirminnilega hátt, að senda Roosevelt og Stalin sitt eintakið hverjum af tillögum Spánverj- ans. Fyrir þremur árum síðan, tjáði Franco sig opinberlega standa að baki Þýzkalands í ó- friðnum, vegna þess að hann taldi nasismann höfuðvígi vest- rænnar menningar gegn villi- mensku Rússlands. Hann sagði eitt sinn: “Ef sá tími kemur að vegurinn til Ber- línar verður opinn fyrir aðkom- andi óvinaher, mun ekki einung- is ein herdeild Spánverja, bjóða fram aðstoð sína, heldur miljón. Nú er svo komið að hann get- ur ekki sent einn einasta mann, til bjargar vinum sínum, nasist- unum, hversu mjög sem hann leggur sig fram. Síðan hann lá á þeirri hug- mynd — sem aldrei varð þó ungað út — að opna Spán fyrir herskörum nasista, gegn því lof- orði að hann fengi Gíbraltar fyr- ir svikin, hefir hann verið opin- bert alþjóðar hneyksli af fyrstu gráðu, í augum bandamanna. Eftir landgöngu bandamanna í Frakklandi, uppgötvaði hann skyndilega að hann var eigin- lega ekki verulega hlyntur nas- istum, eftir alt saman, heldur stranglega hlutlaus einu sinni enn. Hann flaðraði svo vingjarn- lega fyrir Bretum, þegar hann sá að þeim veitti betur í maí síðastliðnum, að Churchill mint- ist þess í ræðu, að Spánn hefði þó ekki verið með Hitler og Mússolíni í aðförinni að Bretum. Churchill sætti nokkru ámæli fyrir þessi fáu vingjarnlegu orð í garð Spánverjans. Vafalaust gaf þetta tilfelli, Franco þá hug- mynd, að nú væri heppilegasti tíminn að varpa sér í einu stökki yfir á málstað bandamanna og hreiðra þar um sig eftir föngum, þá mundi hann í fullu næði fá að búa að sinni heimatilbúnu fasista harðstjórn, píningar fang- elsum og aftöku hátíðahöldum. Hann gjörðist svo djarfur að heimta þátttöku í friðarráðstöf- unum bandamanna. Hann gjörði heyrum kunnugt að hann og félagsbræður hans væru tak- markalaust friðelskandi eins og einkunnarorð þeirra bæru með sér: “Guð, föðurlandið og rétt- vísin”. En hann skaut yfir markið þegar hann bauð Churchill þjón- ustu sína sem meðlimur í sam- bandi vestrænu þjóðanna gegn óróafullum einræðisherrum í framtíðinni og ennfremur í hags- muna sambandi Bretlands, Frakk lands, ítalíu og Spánar við Mið- jarðarhaf. Hann uppgötvaði sér til mikill- ar sorgar, að “vestrið og hið kristilega Bretland” hötuðu hann og fyrirlitu af öllu hjarta, fyrir öll hans fasista rassaköst. Svar Mr. Chulrchill var að sjálfsögðu innan ramma hinnar stjórnviskulegu venju, en reglu- legt rothögg ei að síður. Hann hefir stundum allra manna best lag á að gjöra sig skiljanlegan. (Úr Winnipeg Tribune) Jónbjörn Gíslason. Merk bók Sin and Science (Synd og vís- indi) heitir nýútkomin bók eftir Dyson Carter M.Sc., A.C.I.C., F.C.G.S. Þegar eg var að lesa hana, barst mér í hendur Lögberg með ræðu eftir séra Benjamín Krist- jánsson. “Hvað getur bjargað menningunni”. Það er óneitanlega mikilváeg spurning, og af því mér virðist bók Carters vera skýlaust svar við þeirri spurningu, vil eg inni- lega mæla með henni til lesturs. Því miður get eg ekki birt neitt úr bókinni, því höfundur Brezka stórorustuskipið Hawe, sem er forustuskip Kyrra hafs flotans brezka; æðsti foringi þeirrar flotadeildar, er Sir Bruce Fraser. tekur skýrt fram að ekkert megi taka upp úr henni, eða þýða á önnur tungumál án síns leyfis. Bókin er 124 blaðsíður að stærð kostar 25 cent og er fáanleg í flestum bókabúðum hér í Canada. Halldór Gíslason. SIGURLÁNSÚTBOÐIÐ NÝJA hefst í apríl. Oft er þörf, en nú er nauðsyn. Kaupið alt, sem þér megið! Business and Professional Cards DR. A. BLONDAL Dr. S. J. Johann«sson Physician & Surgeon 215 RUBT STREET (Beint su(5ur af Banning) «02 MEDICAL arts bldg. Talsími 30 877 Sími 93 996 Heimill: 108 Chataway • Slmi 61 023 VlOtalsttmi 3—B e. h. DR. A. V. JOHNSON Dr. E. JOHNSON Dentist 304 Eveline St. Selkirk • B06 SOMERSET BLDG. Office hrs. 2.30—6 P.M. Thelephone 97 932 Phone offioe 26. Res. 230 Home Telephone 202 398 — Frá vini' CWfice Phone Res. Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 pjn.—6 p.m. and by appointment DR. ROBERT BLACK SérfræSingur t Augna, Eyrna, nef og hálssjúkdómum 416 Medical Arts Buildlng, Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 93 851 Heimastmi 42 154 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlceknar • 40« TORONTO GEN. TRCSTS BUILDING Cor Portage Ave. og Smith RC PHONE 96 952 WINNIPEG EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. Itleifets tslenzkur lyfsaU DtuxUos JLxfL (t.7ryest Pturtcyrtw/ucOifa/uyitionui tVwiMli Tólk getur pantaC meQul og annaC meO pðsti. Fljót afgrelCsla. •224 Notre Dame- PHONE ^ 96 647 r A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur ltkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá beztl, Ennfremur selur hann allskonar minnisvarOa og legstelna. Skrifstofu talstmi 27 324 Heimilis talslmi 26 444 \ \ p j | Legslelnar iem skara framúr Orvals blfigrýtl og Manitoba marmari BkrifiO eftlr verOskrd GILLIS QUARRIES. LTD. 1400 Spruce St. Sími 28 893 Wlnnipeg, Man. :s HALDOR HALDORSON J. J. SWANSON & CO. LIMITED 'bvggingameistari 23 Music and Art Building Broadway and Hargrave Winnipeg, Canada Phone 93 055 30 8 AVENUE BLDG., WPG e Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalAn og eldsAhyrgO. bfo'eiðaAbyrgB, o. s. frv. Phone 97 538 INSURE your property wlth HOME SECURITIES LTD. 468 kAIN ST. Leo E. Johnson A. I. I. A. Mgr. Phones Bus. 23 377 Res. 39 433 ANDREWS. ANDREWS THORVALDSON AND EGGERTSON LOgfræOlngar 209 Bank of Nova Sootla Bldg Portage og Garry St. Slmi 98 291 - ■—« TELEPHONE 96 010 Blóm slundvíslega aígreldd H. J. PALMASON & CO. Chartered Accountanti 1101 McARTHUR BUILDING WINNIPEG, CANADA Tffi ROSERY tn, StofnaQ 1906 427 Portage Ave. Simi 97 466 Wlnnipeg. Phone 49 469 Radio Service Specialista ELEGTRONIG LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBohNE ST„ WINNIPEO GIINDRY & PYMORE LTI. Britieh Quality — Flsh NetUng «0 VICTORIA STREET Phone 98 211 Wlnnlpeg Banaper, T. R. TBORVALtDBOM Tour patronage wlll ba ippreclated • • G. F. Jonasson, Pres. 8» Man. Dlr. S. M. Backman, Sec. Keystone Fisheries Limited 404 Scott Block Stml 95 227 Wholesale Dlstributors of FRBSB AND FRÓZEN FISB CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. /. I. Page, Managing Dirootor Wholesale Distributore of Fresh and Frozen Ftsh. Sll Chambers St. Office Phone 26 328 Res Phone 73 917. MANITOBA FISHERIES WINNIPKG, MAN. T. Bercovitch, fram.kv.stj. Verzla t heildsölu meB nýjan og froslnn flsk. 308 OWENA ST. Skrlfstofustml 25 3BB Heimaslml B6 463 b — LOANS — At Rates Authorized by Small Loans Act, 19 39. PEOPLES FINANCE CORP. LTD. Licensed Lend^rs Established 1929 403 Ttme Bldg. Phone 21 489

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.