Lögberg - 22.03.1945, Blaðsíða 8

Lögberg - 22.03.1945, Blaðsíða 8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 22. MARZ, 1945 8 Úr borg og bygð Laugardaginn 3. marz, voru þau William Baldwin Anderson og María Angelucci, bæði til heimilis í Vancouver, B.C., gefin saman í hjónaband af séra Rún-. ólfi Marteinssyni, í dönsku kirkj- unni í Vancouver. Faðir brúðar- innar, Mr. Rocco Angelucci, leiddi hana að altarinu. “Matron of honor” var Mrs. Len Brett, en brúðarmey Mrs. Mary Ann Bratt. Brúðgumann aðstoðaði Mr. William Rettie McLeod. Organ- isti var Mr. McNab, en Mr. Morg- an söng einsöng. Tilkomumikil veizla var haldin í Knights of Pythias Hall, 303 E. 8th Ave. Heimili brúðhjónanna er í Vancouver. Brúðguminn er sonur hjón- anna Guðmundar (William) og Þorbjargar Anderson. Guðmund- ur var um eitt skeið ötull bind- indis frömuður meðal íslendinga í Manitoba. • Hús til sölu nú þegar. Spyrjist fyrir um skilmála að 662 Victor St., sími 39 971. Icelandic Canadian Evening School Mrs. Steinunn Sommerville flutti fyrirlestur, “The Civil Strife, 1262—1350” 12. marz, s. 1. Var erindið skörulega flutt og efni mjög skipulega niður rað- að. Gaf hún skýra mynd af Sturlungaöldinni og leiddi í ljós orsakir og öfl þau sem urðu til þess að grafa rótina undan sjálf- stæði landsins, svo að ísland að lokum gekk á vald Noregs kon- ungi. Næsta fræðslustund verður mánudagskvöldið, 26. marz, í Fyrstu lútersku kirkju. Hólm- fríður Danielson flytur fyrirlest- ur, “The Dark Ages”, sem byrj- ar stundvíslega kl. 8.15. íslenzkukennslan byrjar kl. 9. Aðgangur fyrir þá, sem ekki eru innritaðir, 25c. • Þakklæti. Gefið í byggingarsjóð Banda- lags lúterskra kvenna. Mr. og Mrs. Jakob Vopnfjörð, Blaine, Wash. $5.00. í hjartkærri minn- ingu um dótturson, Leonard Nor- man Jónasson, er féll í stríðinu í apríl 1943. Meðtekið með þakklæti og samúð. H. D. Samskot í útvarpssjóð Fyrstu lútersku kirkju. > Brynjólfur Jónsson, Stony Hill, Man. $1.00. B. Ingimundson, Lang ruth, Man. $1.00. Mr. og Mrs. S. Ingimundson, Langruth, Man. $1.00. Mr. og Mrs. S.^Thorleifson, Langruth, Man. $1.00. Mrs. Stefania Magnússon, Riverton, Man. $2.00. Kærar þakkir. V. J. E. Fregnir . . . (Frh. af bls. 7) og margþvælt og steinrunnið glamur um föðurlandsást, held- ur skín þessi ást út úr túlkun skáldanna á þjóðlegum verðmæt- um. Það má einnig þykja at- hyglivert, að Par Lagerkvist, sem oft hefur alla veröldina að sjón- arsviði í verkum sínum, hefur í síðustu ljóðabók sinni Óður og orusta sótt sér yrkisefni í sitt eigið þjóðlíf. Rússnesk-finnska stríðið fyrra og hernám Danmerk ur og Noregs orkaði einnig mjög á hugi sænskra ljóðskálda og varð til þess, að verk skópust, er túlkuðu samnorræna sjálfstæðis- kennd hjá skáldunum Karli Asp- lund, Hjálmari Gullberg og Karli Ragnari Gierow, svo að örfá nöfn séu nefnd. En sænsk ljóðagerð á stríðsár- unum hefur síður en svo tak- Messuboð Fyrsta lúterska kirkja Séra Valdimar J. Eylands. Sími 29 017. Guðsþjónustur á sunnudögum. Kl. 11 f. h. á ensku. Kl. 12.15 sunnudagaskóli. Kl. 7 e. h. á íslenzku. Söngæfingar: Yngri söngflokkurinn á fimtu- dögum kl. 8. Eldri söngflokkurinn á-föstu- dögum kl. 8. , • Gimli prestakall. 25. marz — Messa að Mikley, kl. 2 e. h. Bæði málin verða notuð. Skúli Sigurgeirson. 9 Pálmasunnudag 25. marz m'ess- ar Séra H. Sigmar í Vídalíns kirkju kl. 11. Mountain kl. 2.30. Á Skírdag 29. marz messar hann í Eyford kl. 2.30 e. h. Allar þess- ar messur á íslenzku. En á Föstu- daginn langa verður ensk messa í Péturskirkju kl. 2.30 e. h. Allir velkomnir. • Hátíðarguðsþjónusza í Vancouver. Á íslenzku og ensku kl. 3 e. h. á Páskadaginn 1. apríl í dönsku kirkjunni á E. 19th Ave. og Burns St. Hópur barna tekur lítinn þátt í guðsþjónustunni. Stutt skemtistund í neðri salnum að guðsþjónustunni lokinni. Allir velkomnir. R. Marteinsson. • Prestakall Norður Nýja Islands. 25. marz—Árborg, ensk messa kl. 8 e. h. 1. apríl — Árborg, íslenzka messa kl. 11 f. h. Hnausa, messa kl. 2 e. h. Riverton, íslenzk messa kl. 8 e. h. B. A. Bjarnason. markast af norrænni sjálfstæðis- þrá einni saman. Grunntónn hennar er fyrst og fremst sár harmur yfir þeirri tortímingu, sem leyft hefur verið að ná tök- um á vestrænni menningu. Þessi undirstraumur svartsýninnar er þó blandinn játningu um trú á hugsjónir frelsisins í ljóðasafni eftir Bo Bergman, sem nú er orðinn einn af meðlimum sænska akademíunnar. Og sömu hug- sjónir birtast einnig í nýjum Ijóðabókum þeirra Jóhannesar Edfelt og Bertils Malmberg, sem geyma stórbrotin og sumpart klassisk kvæði. — Aftur eru önn- ur skáld eins og Arthur Lund- kvist sífellt að leita að nýju, frumlegu formi fyrir listtján- ingu sína. Hann og Gunnar Ekelöf eru brimbrjótar þeirrar stefnu í sænskri Ijóðagerð, sem orðið hefur fyrir áhrifum af enskum og ameríkskum nútíma- skáldskap, einkum af verkum skáldanna T. S. Eliot og Carls Sandburg. Samtíðin. Wartime Prices and Trade Board Spurningar og svör. Spurt. Þegar eg kom hingað frá Bandaríkjunum var mér fengið bráðabirgða skömtunar- spjald. Nú hefi eg ásett mér að verða hér í tíu mánuði. Get eg ekki beðið um vanalega skömt- unarbók? Svar. Ef þú ætlar ekki að setj- ast hér að, en ætlar aðeins að dvelja hér sem gestur í tíu mán- uði, þá verður þér fengið skömt- unarseðla spjald til þriggja m’án- aða, sem altaf þarf að endur- nýja á hverjum ársfjórðungi á meðan þú dvelur hér. Spurt. Eg hefi fæði og herbergi á sama heimili og borga viku- lega. Nú hefir mér verið sagt upp húsnæði með viku fyrirvara. Get eg ekki heimtað lengri flutningsfrest? Svar. Nei. Spurt. Sonur minn hefir ný- lega fengið lausn frá herþjón- ustu, og mig langar til að hjálpa honum að koma sér upp ein- hverju iðnfyrirtæki. Er nokkuð leyfi nauðsynlegt? Svar. Það er alt undir því kom- ið hvaða fyrirtæki hann hefir 1 hyggju. Það er vissara fyrir ykkur að leita upplýsinga hjá W.P.T.B. Spurt. Eg ætla að kaupa hús núna í vor en get ekki flutt í það fyr en í haust. Er nauðsyn- legt að láta W.P.T.B. ákveða leiguna? Svar. Ef sölusamningarnir eru þannig að fyrri eigandi ætli að búa áfram í húsinu, sem leigjandi og ef húsið hefir aldrei verið leigt áður og engin leiga því til- tekin, þá verður nýji eigandinn að láta W.P.T.B. ákveða leig- una. Spurt. Húsráðandi segir mér að hann ætli að gera einhverjar umbætur á húsinu sem við leigj- um af honum. Það á víst að mála það og gera við þakið. En hann segist verða að hækka leiguna Er þetta leyfilegt? Svar. Ef samningarnir eru þannig að húsráðandi megi gera umbætur ef hann vill, eða ef leigjandi samþykkir að húsráð- andi megi raska ró íbúa með því að gera umbætur, þá má húsráðandi biðja um leyfi til að hækka leiguna ef kostnaðurinn er hærri en 10% af virðingar- verði hússins. Vanalegur við- halds kostnaður má samt ekki teljast sem umbótakostnaður. Spurt. Eg held til á gistihúsi en borða hjá systur minni. Hvernig get eg fengið leyfi til þess að láta hana hafa skömtun- arseðlana mína? Svar. Með því að tilkynna skriflega Ration Administation eða Local Ration Board, taka þar fram nafn og heimilisfang systur þinnar og segja þeim allar kringumstæður. Þér verður þá líkast til leyft að halda bókinni þinni. Smjörseðlar númer 100 ganga í gildi 22. marz. ^ Spurningum svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St., Winnipeg. íslenzk sönglagaútgáfa (Frh. af bls. 5) listsköpunar er meiri en svo, að þeir þurfi að lána hjá öðrum. Of mikil áhrif verða oft að óafvit- andi eftirmynd eða hreinni og beinni stælingu. Við Islendingar verðum að hafa þá trú, að lista- Réttur tími til — FATAHREINSUNAR fyrir PÁSKANA! Látið hreinsa föt yðar fyrir páskana, áður en aðal eftirspurnin eykst. Símið Quinton’s f dag! SANITONE HREINSUN ALFÖT Karlm. 3 stykki Léttir Frakkar ófóðraðir Símið 42361 Fólk með næma fegurðartilfinningu kaupir oftast Páskablómin hjá Sargent Florist D. OSBORNE, eigandi. 739 SARGENT AVE. SÍMI 26 575 Allar tegundir af fallegustu og best viðeigandi blómum til páskanna. eru ávalt fyrirliggjandi í búð vorri. SANNGJARNT VERÐ. — ÁBYGGILEG AFGREIÐSLA. ROVATZOS FLORAL SHOP 253 NOTRE DAME AVE. SÍMI 27 989 HLUSTA ÞÚ, ALLUR LÝÐUR! Nels Todd “Beautician Extraordinary” er í þann veginn að opna Aca’demy í þeim tilgangi, að koma inn hjá nem- endum, er slíka sérfræði vilja leggja fyrir sig “HANS PERSÓNULEGU AÐFERÐUM OG TÆKNT’ NELS todd Nemendur þessa “Modern Academy’’, fá þannig þann undirbúning til þess að leysa þwr gátur, sem nútíma snyrtistofur krefjast. SKRIFSTOFUR Á 2. LOFTI í STOBART BLOCK (næst við Lyceum Theatre) Opið til yfirlits 2. apríl, 1945 mönnum okkar reynist farsælast að viða verkum sínum efni úr íslenzkum jarðvegi; hann er nógu frjór. íslenzkar rímur og önnur þjóðlög, einnig sálmalög, eru ennþá mikið til óausinn brunnur. Þangað eiga íslenzk tónskáld að sækja verkum sín- um næringu; þau eiga að vaxa af íslenzkri rót. Þau eiga að læra af erlendum meisturum, en forð- ast að stæla þá. Sú er von mín, að í útgáfu íslenzkra sönglaga handa öðrum þjóðum verði framvegis valið það íslenzkasta sem til er og verður í sönglagagerð okkar. Það verð- ur hollast list okkar, og það verð- ur vísast til athygli og eftirtekt- ar meðal annara. Allur frágangur þessarar laga- útgáfu er hinn smekklegasti. Prentun er af hendi leyst í New York, þar. sem útgefandi er nú búsettur. Hann hefur sjálfur MOST ... SUITS - COATS - DRESSES “CELLOTONE” CLEANED 72c CASH AND CARRY CALLED FOR AND DELIVERED (Slightly Extra) Phone 37 261 PERTH’S 888 SARGENT AVE. skreytt kápuna með hugkvæmri listateikningu. Höfundi þessara lína er kunn- ugt, að útgáfan stendur eða fellur með útbreiðslu þeirri, er hún fær. Þess vegna er það sjálfsögð áskorun til allra þeirra, sem láta sér annt um kynningarstarf ís- lenzkra lista í þessari álfu, að kaupa og greiða fyrir sölu þess- ara laga. Gunnari Pálssyni, útgefandan- um, flyt eg þakkir margra fyrir menningarviðleitni hans og ósk- ir um, að hún fái góðan árangur í starfinu. Ambassador Beauty Salon Nýtízku. snyrtlstofa. AUar tegundir af Permanents. íslenzka töluð á staðnum. 257 KENKEDY STREET, fyrir sunnan Portage Sími 92 716 S. B. Johnson, eigandi. The Swan Manufacturmg Co. Manufacturers of 8WAN WEATHER-STRIP Winnipeg. Halldðr Methusalems Swan Elgandi 281 James Street Phone 22 641 Minniát BETEL í erfðaskrám yðar NÝ BÓK “Björninn úr Bjarmalandi” EFTIR ÞORSTEIN Þ. ÞORSTEINSSON Útgefendur: J. Th. Beck, Ásg. Guðjohnsen Yfirlit yfir þroskasögu Rússlands og helstu heimsviðburði í síðastliðin 25 ár. Verð: saumuð í góðri kápu $2.50 — í bandi $3.25. Burðargjald 10 cent Pantanir senctist til THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVE. WINNIPEG MANITOBA V erum samtaka um stuðning við allar líknarstofnanir hverju nafni, sem þœr nefnast, og látum ekki undir höfuð leggjast, að kaupa stríðsspamaðar skírteini. DREWRYS. HOUSEHOLDERS -- ATTENTION --- We have most of the popular brands of coal in slock at present, but we cannot guaranlee that we will have them for the whole season. We would advise that you order your fuel at once, giving us as long a time as possible for delivery. This will enable us to serve you better. \ * MCfURDY CUPPLY CO. LTD. V/BUILDERS'lJ SUPPLIES V/ and COAL Phone 23 811—23 812 1034 Arlingion St.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.