Lögberg - 12.04.1945, Qupperneq 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 12. APRÍL, 1945
Vísindin í þágu enska landbúnaðarins
Tilraunastöð í Rothamstead
m
Eftir WILLIAM ALLISON
PR HITLER hefir verið sigraður
^ og skriðdrekar og fallbyssur
verða að víkja fyrir dráttarvél-
um og plógjárnum verður Bret-
land enn að hafa forustuna í
orustu þeirri, sem öllum orustum
er meiri; að gegna hinu víðtæka
hlutverki, sem enga bið þolir —
að flytja lífsnauðsynjar til hinna
sveltandi miljóna víðsvegar í
Evrópu.
Herir hinna sameinuðu þjóða
verða eigi aðeins að koma með
frelsið; þeir verða einnig að koma
rneð brauðið. Það lærðum við á
Sikiley. Hátt yfir köllin, sem
buðu herlið okkar velkomið
heyrðist annað óp: “Gefið okkur
mat!” og það óp mun bergmála
hvar sem er í Evrópu, eftir að
Þjóðverjar hafa verið hraktir úr
löndum þeim, sem þeir hafa lagt
undir sig.
En að baki því hlutverki að
bæta úr brýnasta fæðuskortinum
er annað miklu stórfeldara, sem
sé það að annast um að akrar
og býli Evrópu, niðurnídd og
rænd af nasistum, fái nýja áhöfn
og komist aftur í rækt eins fljótt
og unnt er. Sérfræðingar í Bret-
landi, Canada, Bandaríkjunum og
Rússlandi st^rfa nú þegar að því
að tryggja það, að hin hræði-
legu óp “hungursneyð” verði
ekki útgönguvers nasistakúgunar
innar.
Sir John Russel er fremstur
allra þeirra brezku vísinda-
manna, sem vinna að þessu mark
miði. Hann er löngu heimsfræg-
ur maður í landbúnaðarvísind-
um og hefir í 31 ár verið forstöðu
maður stofnunar, sem er enn
frægari: tilraunastöðvarinnar í
Rothamstead, eða “Rothamstead
Experimental Station”. Á hinu
kyrláta sveitabýli í Hertfords-
hire og tilraunabúunum þar í
kring, hefir Sir John og sam-
verkamenn hans eflt þau undir-
stöðuvísindi, sem mörgu öðru
fremur urðu til þess, að draum-
ur Hitlers um að svelta Bret-
land inni og þröngva því þannig
til uppgjafar rættist ekki. Eld-
móði þessara manna og striti á
enska þjóðin það að þakka, að
hún hefir miljónir ekra at rækt-
uðu landi, er hafa gefið svo
mikla heimafengna uppskeru, að
þjóðin hefir lifað við sæmilegt
viðurværi undanfarin ófriðarár.
Sá furðulegi árangur, að brezk
um bændum skuli hafa tekist
á stríðsárunum að framleiða
mestu uppskeru, sem nokkurn-
tíma hefir þekst á Bretlands-
eyjum, hefði aldrei getað orðið
mögulegur án aðstoðar vísinda-
mannanna í Rothamstead. Hér
verður talið sumt af því, sem
þeir hafa kennt bændunum:
1) Nýjar aðferðir til þess að
verjast eyðileggingu og sýkingu,
sem á friðartímum ónýtti um
10% allrar uppskeru í landinu.
Þeir aðhyllast það, í Rotham-
stead, að sýkingarvörn sé betri
en lækning og þar sem ekki er
hægt að drepa sýklana hafa fund-
ist ráð til að verjast eyðilegg-
ingunni, sem þeir unnu áður.
2) Þráðormurinn (wire worm)
er t. d. einn af skaðlegustu erki-
fjendum brezkra bænda. Fyrir
stríðið eyðilagði þetta kvikindi
oft fimtung hveitiuppskerunnar
í sumum héruðum; var þetta al-
varlegt mál þá, en hefði verið
eyðileggjandi á ófriðartíma. Ein-
hvernveginn varð að þjarma að
þessu óféti eða útrýma því, ef
'Bretar áttu að fá sitt daglega
brauð á styrjaldarárunum.
Þá tóku þeir sig til í Rotham-
stead og fundu aðferð til að mæla
nákvæmlega hve margir ormar
væru að meðaltali í ákveðnum
fleti akurs. Afleiðingin var sú
að ef mikið var af ormum (mikið
var það talið ef yfir IV2 miljón
orma voru í hverri ekru, eða
4.05 dekar) var bændum ráðið
frá að rækta hveiti eða kartöflur
á því landi, heldur að sá þar
baunum eða hör, sem er ónæmt
að kalla má fyrir þráðorminum.
Ef ormafjöldinn var að meðal-
lagi var akurinn sáður byggi, en
ef hann var undir ákveðnu lág-
marki var þorandi að sá hveiti.
Þessi rannsókn ein hefir sparað
10—20% uppskerumissi, á und-
anförnum árum, en ekki skýrði
Sir John Russel frá árangrinum
fyrr en í haust, er nýtt met varð
í uppskeru Breta.
3) Aukin þekking á notkun á-
burðar. Með því að rannsaka
allskonar jarðveg á rannsóknar-
stofunum í Rothamstead hefir
verði hægt að finna hverskonar
áburður hæfði honum best. Nú
geta búfræðingar, hvar sem er
á landinu fljótlega fundið upp á
hár, hve mikið eigi að bera á
þennan eða þennan akur, af kalki
eða fosfati. Felst í þessu mikill
sparnaður af dýrmætum og tor-
fengnum áburði, sem ella hefði
farið í súginn.
Hér er eitt dæmi enn um ráð-
leggingar Rothamsteadmanna. —
Þeir hafa komist að raun um,
að salt eykur mjög vöxt sykur-
rófna. Þeir sýndu fram á, að fyr-
ir hver 500 tonn af salti, sem bor-
ið var á, óx sykurrófnavöxturinn
um sömu þyngd af sykurrófum.
4) Vísindamennirnir í Rotham
stead tóku sér fyrir hendur að
rannsaka hversvegna sumar fóð-
urgresistegundir spruttu aldrei
að gagni á sumu landi. Þeir
fundu, að ástæðan var sú, að
ákveðna gerla vantaði í jarðveg-
inn, sem nauðsynlegir voru jurt-
inni til þroska. Hér var einkum
um að ræða smára, baunir, ert-
ur, lúsernur og umfeðmingsgras.
Fyrstu tilraunaárin var reynt að
bæta úr þessu á þann einfalda
hátt að dreifa þessum vantandi
bakteríum í jarðvegjnn. En síðar
tók einn af gerlafræðingum stofn
unarinnar, dr. Thornton það til
bragðs að sýkja fræið með þess-
um bakteríum áður en því var
sáð. Gerði þá bakterían sama
gagn og hefði henni verið dreift
í jarðveginn, en þessi aðferð var
stórum einfaldari og ódýrari.
----Hér hafa verið nefnd að-
eins fjögur atriði af starfinu í Rot
hamstead, sem hafa átt mikinn
þátt í búnaðarframförum, eigi
aðeins í Bretlandi heldur víðsveg
ar um heim. — Með brautryðj-
endastarfsemi sinni hafa þeir Sir
John Russel og samverkamenn
hans opnað útsýn til nýrra og
betri tíma í heiminum eftir
stríðið — þeirra tíma, að allir
geti fengið ríkulegt viðurværi úr
skauti náttúrunnar.
Á síðasta ári átti tilraunastöð-
in í Rothamstead hundrað ára
afmæli. í heila öld hafa vísinda-
menn þessarar stofnunar, hver
fram af öðrum, unnið þolinmóðir
og í kyrþey, oft gegn fordóm-
um samtíðar sinnar, að því að
flytja bændunum gleðiboðskap
jarðræktarvísindanna. En nú
mun varla sá bóndi til á Bret-
landi, sem ekki viðurkennir þetta
starf fúslega. Ef hann hefði ekki
notið vísbendinga og fræðslu frá
Rothamstead hefði honum aldrei
orðið kleift að framleiða eins
ff
mikið og landbúnaðarráðuneytið
krafðist af honum þessi árin.
Og nú þegar herir hinna sam-
einuðu þjóða búa sig undir síð-
ustu atlöguna gegn Þjóðverjum,
standa vísindamennirnir í Rot-
hamstead viðbúnir til að hjálpa
bændum Evrópu. Þeir meta ekki
hlutverk sitt of lágt. Þeir vita
að þeir, samkvæmt því sem Sir
John Russel áætlaði nýlega, að
Bretar verða að sjá öðrum fyrir
hálfri miljón smálesta af útsæðis
kartöflum, álíka miklu af sáð-
korni, auk fræs til grænmetis og
fóðurjurta.
Um þessar mundir eru vísinda
mennirnir í Rothamstead að
rannsaka og ganga úr skugga um,
að útsæði það, sem framleitt er,
hæfi veðráttu og jarðvegi þeirra
landa, sem upp af þessu sprettur
í framtíðinni þegar fagrar ekrur
Evrópulandanna glóa af gullnum
kornökrum.
Fálkinn.
Prédikun
Eftir séra Kaj Munk
Jóhannes skírari'var maður ó-
gætinn. Hann trúði á sannleik-
ann.
Heródes konungur lifði í hór-
dómi. Skírarinn fór rakleitt til
hans og sagði honum að láta af
því.
Hann hætti með því lífi sínu.
Og meira en það. Hann átti það
á hættu að vekja uppreisn og
borgarastríð. Það gat jafnvel
hlotizt af, að Rómverjar neyttu
færisins til þess að skipta sér af
málunum, og mátti þá búast við
því, að örlög allrar Gyðingaþjóð-
arinnar yrðu blóði drifin.
Hví þagði Jóhannes þá ekki?
Það hefði verið langtum hyggi-
legra og nærgætnislegra. Já,
skyldi það?
Jóhannes var eldheitur trú-
maður. Hann trúði því, að sann-
leikurinn væri til í því skyni,
að menn segðu hann.
Ýmsir gjörðu sér það í hugar-
lund, að sannleikurirm verði
lagður fyrir. Menn geta soðið
hann niður, geymt hann í salt-
kerum og síðan gripið til hans
og notað eitthvað af honum,
þegar vel hentar.
Þeim skjátlast. Sannleikurinn
verður ekki lagður fyrir til
geymslu. Hann er ekki til öðru-
vísi en lifandi. Og hann á að
birta í sömu andránni sem hann
birtist. Sé það ekki gjört, deyr
hann og rotnar og verður brátt
til tjóns; því að hættulegastur af
öllum lygum er sannleikurinn
sálaði.
Jóhannes skírari var maður
gæddur holdi og blóði. Hold er
efni og taugar í, og blóðið kýs
helzt dvöl inni í líkamanum, þar
sem það er orðið hagvant. Lær-
sveinarnir, sem unnu Jóhannesi,
réðu honum til varúðar, og þeir
voru ekki einir um það. Hold og
blóð sjálfs hans höfðu einnig
varað hann við: Heródes er þessa
stundina voldugur maður. Hann
stendur en á hátindinum. Bíddu
þangað til lýðhylli hans þver,
eða hann hleypur á sig og Róm-
verjar gerast honum óvinveitt-
ir. Sannleikurinn má við
geymslu, hann heldur áfram að
vera sannleikur fyrir því. Á
rétta andartakinu getur þú stigið
fram í allri spámannstign þinni
og velt hlassinu, er það tekur að
riða til falls.
En Jóhannes var ekki aðeins
maður gæddur holdi og blóði.
í honum bjó jafnframt andi, andi
Guðs. Þessvegna trúði hann
ekki minnstu vitund á þá upp-
götvun, að sannleikurinn sé sama
sem snjallyrði.
Dagurinn rann upp, er hann
fann, að nú var stundin komin.
Nú er sannleikurinn kominn til
mín og krefst fararbeina. Vísast
hefir hjarta hans slegið hart og
títt bak við bærða bringuna og
tungan loðað við góminn. En inni
í hjartanu, sem barðist, hefir
búið djúpur friður: Nú tala eg
eins og eg á að tala, nú vinn
eg köllunarverk mitt. Nú starfa
eg eins og manni sæmir. — Já,
í hjarta hans, sem ófriðurinn
lukti um alla vega, bjó djúpur
friður. Hann veitti tungu hans
þrótt til að losna við góminn og
mæla orðin fáu, sem nægðu til:
“Þú mátt ekki eiga hana”.
“Friður sé með þér” er kveðja
kirkjunnar. í sálmabókinni syngj
um við um Guðs frið, sem er
æðri en englavörður, og á hverj-
um sunnudegi lyftum við prest-
ar höndum yfir altarinu út yfir
söfnuðinn (allt til áherzlu, svo
sem auðið er): Drottinn upp-
lyfti sínu augliti yfir þig og gefi
þér frið. Það er ofboðsleg villa
að ætla, að þessi “friður” sé sama
sem: Far vel, lif heill, sof í ró,
góða líðan, og Guð sjái fyrir því,
að þú eigir alltaf skóhlífar í snjó-
krap. Nei, Guðs friður merkir
það, að jafnvægi er í sálinni, af
því að hún hvílist við sannleik-
ann, hversu mikill ófriður sem
kann að ríkja að öðru leyti. Hvíld
er þó hálf óheppilegt orð. Sann-
leikurinn er sem sé alltaf á ferð.
Hvíldin er í því fólgin að sækja
fram við hlið sannleikans.
Það var þessi friður, sem var
Jóhannesi englavörður, er hann
stóð frammi fyrir Heródesi. Hann
gat ekki verndað líkama hans,
en veitti honum tign og mann-
göfgi, sem aldrei gleymist. Hon-
úm hló hugur í brjósti:' Nú verð-
ur vilji Guðs.
Biblían skýrir frá viðburðum
þeirra tíma, eins og um væri að
ræða daginn í dag. Þessi saga
um Jóhannes skírara gerðist í
fýrndinni og í fjarska. En hún
gerist einnig í Danmörku árið
1942.
Einnig á meðal okkar er að
finna góða menn, sem ala í brjósti
eldheita trú á sannleikann, að
hann sé til í því skyni, að hann
sé sagður — að hann sé því að-
eins til, að hann sé sagður. Þeir
trúa ekki á hann sem snjallyrði.
ein. Og þeir geta ekki haldið að
sér höndum og látið ausa hann
moldu í allra augsýn. Þeir eru
gæddir holdi og blóði eins og
Jóhannes og finna að vísu til
ótta um örlög sín og annars meiri
ótta, óttans við skriðuna, sem
sannleikurinn geti hleypt af stað
yfir þjóð þeirra. En einn góðan
veðurdag sjá þeir, að hugleysi
má ekki fella þeim fjötur um
tungu, og að skriðan, sem hræsni,
þögn og lýgi hleypa á þjóð, mun
reynast þúsundfallt verri, er til
lengdar lætur.
Þá fyllir hugi þeirra friðurinn
mikli, sem gagntók Jóhannes, er
þeir ganga fyrir Heródes ætt-
jarðar okkar og víta hórdóm
hans.
Því að einnig í okkar landi er
Heródes, sem drýgir hór með
hjáguðunum, tilslökunarandinn,
sem vinnur það til fyrir þægind-
in að láta kúgast.
Heródes hefir auðvitað haft á
reiðum höndum ótal afsakanir
fyrir lögbroti sínu. Hann var ást-
fanginn í þessari konu, og það
er karlmanni heiður að geta
gefizt á vald sterkri tilfinningu.
Þessi samúð gæddi hann krafti
til konungsstarfans og kom þann
ig öllum keisaraættleggnum og
ríkisheildinni að gagni. Já, rétt
skilið, er það eingöngu vegna
þjóðarinnar, að hann fæst til að
brjóta lögin. Og þjóðin er ánægð,
og allt gengur með friði og spekt,
eins og sakir standa, langtum
betur en við hefði mátt búast á
þessum óróatímum með fjand-
menn innan lands. Já, í rauninni
mætti segja, að mikið værl að
þakka.
Og svo kemur þessi boli hand-
an úr eyðimörkinni með annan
eins hégóma og sannleikann og
ætlar að setja krúnuna í múrinn
og stanga niður allri þessari
vönduðu höll, sem Heródes hefir
reist í sveita síns andlitis og strit-
ast enn við að halda uppi.
Það er athyglisvert, að Skírar-
inn leggur ekki út í viðræðúr við
þessa slepjugu eðlu. Hann lætur
sér nægja að lýsa yfir skýrt og
skorinort: “Þú mátt ekki eiga
hana”.
Jóhannes kom með öxi réttlæt-
isins. Heródes var einungis smá-
grein á stórum stofni ranglætis-.
ins. En hvort heldur hann var
stór eða lítill, þá var dómurinn
yfir honum kveðinn upp. Þenn-
an kvistling varð að stýfa af.
Hans hátign hóf auðvitað ekki
heldur viðræður. Hann gerði boð
eftir handjárnunum. Þannig hef-
ir það gengið æfinlega. Sann-
leikurinn getur beitt orðinu, en
lýgin saxinu og blekkingunum.
Og þó heldur lýgin áfram að
ljúga, einnig að sjálfri sér, og
gjöra sér í hugarlund, að hún
hljóti þá að vera sterkari.
Þá var Jóhannes hneptur í
varðhald. Hann hafði sagt það,
sem hann þurfti að segja. Nu
lukti um hann dýflissumyrkrið,
og hann gat fundið banasverðið
hanga yfir höfði sér. En inni í
hjarta homim bjó Guðs friður-
inn, fögnuður góðrar samvizku.
En hve Biblían er óhugnanleg
bók. Er hún nú ekki að fræða
okkur um það, að samvizkan
góða sé ekki einhlít, og jafnvel
Guðs-friðurinn í hjarta okkar
geti mornað og þornað?
Hefði Biblían ekki sem bezt
getað dubbað dálítið upp á nökt-
ustu staðreyndirnar? Hefði hún
ekki getað verið svo ræktarsöm
að þegja um þennan efa Jóhannes
ar í fangelsinu og komizt sem
fyrst að sögulokum, látið Jóhann
es falla flekklausann að öllu eins
og stríðsmann og píslaryott fyrir
málefnið mesta í heimi: Baráttu
trúarinnar gegn lögbrotum, lyg-
um og harðstjórn? Æ, Biblían er
eitthvað svo frumstæð bók, ótæk
við sámningalagni eða útbreiðslu
starfsemi. Við verðum að halda
Biblíunni eins og hún er. Það
verður engu tauti við hana kom-
ið. Hún er líka þrungin þessari
þorparalegu og stórhættulegu trú
á sannleikann.
Hún hermir okkur frá því, að
Skírarinn hafi tekið að efast.
Hún hyggur, að okkur sé holt ^ið
vita það.
Hann sat svo einmana í dýfliss-
unni. Þar var enginn til að hlýða
á hann, hrífast af honum eða
styrkja trú hans með ofsabræði
yfir orðum hans. Þar var enginn.
Það var eins og hann
hefði gleymzt samstundis
Það gerðist ekki nokkur skapað-
ur hlutur. Heródes fékk að lifa
óáreittur í hórdóminum. Og þjóð-
in varð ber að hugleysi og sætti
sig ofurvel við það, að ástgoði
hennar hlaut þau laun fyrir trú-
mennsku sína, að hann veslaðist,
upp í svartholinu. Þeir vildu
gjarnan hrópa “húrra” fyrir
sannleikanum, meðan það kost-
. aði ekki neitt. En þegar að því
leið, að húrrahrópin ættu eitt-
hvað að kosta, þá steinþögnuðu
þeir og létu skynsemina og hann
um borgunina. Til hvers hafði
hann í rauninni fært þessa miklu
fórn, úr því að hún varð til
einskis? Var sannleikurinn yfir-
leitt sannleikur, úr því að ’hann
leiddi ekki til framkvæmda og
vann engin kraftaverk? Var
hann, sem Jóhannes hafði trúað,
að væri sannleikurinn og lagt
líf sitt að veði fyrir, sá, sem
koma átti? Var ekki rétt að hætta
að hugsa um hann og beina von-
um sínum eitthvað annað?
Eg játa það hreinskilnislega,
að eg skil það ekki, að Jesús
skuli ekki vitja æskuvinar síns í
fangelsinu, og að hann virðist
ekki á neinn hátt hafa tekið í
taumana. En eg er sízt kominn
til þess að gagnrýna gjörðir
Krists. Það hlýtur að hafa verið
eitthvað, sem Jesú vissi, að Jó-
hannes varð að reyna einn? Er
það ekki eðli sannleikans, að
hann lætur og á að láta mann-
inn mjög einmana um sinn?
Aftur á móti fagna eg allshug-
ar orðum Jesú við mannfjöld-
ann um spámanninn fangelsaða
og fallna. Það var í rauninni hart,
að Jóhannes, sem hafði sjálfur
vígt Jesú til köllunarstarfs hans
fyrir allan heiminn og greitt hon-
um veginn, skyldi nú í opinberri
deilu varpa framan í hann ann,-
ari eins spurningu. Það var full
ástæða fyrir Jesú til að fallast
bæði mjög um þetta og verða
sár og gramur. Og mannfjöldinn
umhverfis var auðsjáanlega al-
búinn þess að láta hetjuna sína
Many cancers can be cured today il
treated early and properly.
Protect yourselí by learning about the
disease, and about facilities available
for treatment in your Province.
The battle against Cancer must be
an all-out fight if victory is to be won.
Cancer takes 14.000 lives each year ln
Canada. From September 3rd, 1939, to
January 31st, 1945, 32,155 Canadians
lost their lives through this war. Dur*
ing the same period, 75,833 Canadians
were killed by Cancer.
For information
CONSULT YOUR D0CT0R
or write to
THE MAHITOBA CANCER RELIEF
& RESEARCH IHSTITUTE
221 Memorial Boulevard,
Winnlpeq. Manltoba
$5.00
fyrir $4.00
Fyrir hverja $4 sem þér legið í Stríðssparnaðar
skírteini munuð þér fá $5, þegar skírteinin falla í
gjalddaga.
Hver dollar, sem þér leggið í stríðssparnaðar skír-
teini tryggir sigurinn og yðar eigin framtíð.
Hver dollar sem þér leggið í stríðssparnaðar skír-
teini er á öruggum stað, því auðlindir Canada ríkis
standa honum að baki.
Þér getið keypt Stríðssparnaðar skírteini eða
merki hvenær sem er við viðskiftaborðið í öllum úti-
búum The Royal Bank of Canada.
BANKA TRYGGINGAR RÁÐ
Ef þér óskið, mun bankinn kaupa skírteini fyrir
yður á hverjum mánuði, draga kaupverðið frá inn-
stæðu yðar og láta senda skírteinin heim til yðar.
Þetta er enn bezta aðferðin til þess að safna í spari-
sjóð fyrir yðar eigin framtíð. Biðjið um upplýsingar
á hvaða útibúi bankans sem er um þetta banka trygg
ingar ráð.
THE
ROYAL BANK
OF CANADA