Lögberg - 12.04.1945, Blaðsíða 6

Lögberg - 12.04.1945, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 12. APRÍL, 1945 Dulin fortíð Meðan hann sat þar til borðs, fylti hann stóran silfurbikar með fornu víni, og drakk heillaskál allra Avonwold lávarðanna. Sögnin segir, að engin grein brotni af þessu tré, fyr en einhver stór óhamingja vofi yfir Avonwold.” “Þá vona eg að aldrei brotni grein af því,” sagði Verner. “Eg vona að það komi ekki fyrir,” sagði lafði Damer. “Hamingja okkar virðist standa föstum fótum.” - Eftir litla stund komu þau að þessu gamla tré, og Verner hrópaði upp: “Ó, hvað það er fallegt! Ó,.lafði Damer, það er aðdáanlegt mál- verk.” Þau, ásamt hinum, settust niður undir trénu. “Eg sit einmitt þar sem Charles konungur sat,” sagði St. Albans lávarður, “og nú segi eg eins og hann, af heilum hug: “Friður, heilsa og hamingja fylgi ávalt Damers fjölskyldunni á Avonwold.” Svo fór Verner að lesa fyrir fólkið, úr Milton ljóðum. Hvorugt þeirra, Rose né St. Alban lá- varður, hlustuðu á það sem hann var að lesa, þau voru meira að hugsa hvort um annað, en lafði Damer hlustaði á það sem hann las, með mikilli ánægju. Það var eitthvað í málróm hans, sem framkallaði minningar frá bernsku árun- um hennar; hún lifði eins og í draumi upp sína liðnu ævi; hugsanir og minningar komu nú í huga hennar, sem í mörg ár höfðu verið sem frosnar eða dauðar. Þegar hann stansaði við að lesa, virti hún hann nákvæmlega fyrir sér. “Mr. Elster, hvar get eg hafa heyrt málróm þinn áður?” “Það veit eg ekki,” svaraði hann, og veitti því eftirtekt, að sorgarsvip brá yfir andlit hennar, og augun fylltust tárum. “Það kemur fyrir, að bæði í málróm og and- liti, er eitthvað sem hefur sérkennileg áhrif á mann; þú hefur líklega einhverntíma heyrt mál- róm líkan mínum. Málrómur heyrist svo mis- munandi í tali og lestri.” “Já, eg skil það ekki, en láttu það ekki nindra þig frá að lesa, Mr. Elster.” Þegar Verner leit á hennar sorgmædda fríða andlit, sagði hann: “Eins sæl og hamingjusöm og þú ert, lafði Damer, er óhugsandi að þú eigir nokkrar sorg- legar endurminningar.” “Nei, því ætti eg að eiga sorglegar endur- minningar?” “Eg get ekki hugsað mér meiri ógæfu, en að lifa lífi, sem er skuggum hulið frá æskuárum,” sagði Verner. “Þáð hvílir enginn slíkur skuggi á mér,” sagði hún, með meira fjöri; og þau litu svo innilega hvort á annað. Bara að þau hefðu vitað sannleikann. “Móðursystir er lengi í burtu,” sagði Rose, sem þótti svo vænt um Miss Hope, en St. Albans lávarði fanst óþarfi að hún saknaði neins, þegar hann var þar hjá henni. 29. KAFLI. Miss Hope veittist ekki svo auðvelt að koma því í framkvæmd, sem hún hafði í huga; það virðist kannske ekki svo fyrirhafnarmikið, að fara inn í annars svefnherbergi, og taka eitthvað burt þaðan, en það var henni ekki svo létt né auðvelt. Hún hraðaði sér upp stigann og inn í sitt svefnherbergi. Hurðin að herbergi Verners stóð opin. Hún þurfti ekki að fara þar inn til að vita hver þar væri — það var þjónustustúlkan að taka til í herberginu. Hún var því um stund í sínu eigin herbergi. þar til hún heyrði að stúlkan fór út, og þá flýtti hún sér þangað; hjartað barðist í brjósti hennar, hendurnar ís- kaldar, og allur líkami hennar nötraði sem strá fyrir vindi. Henni fanst hún vera sem þjófur í húsi systur sinnar. Hún fór strax að litast um eftir buddunni, hún hugsaði að buddan lægi á borðinu, en hún var þar ekki. Hvað hen.ni varð bilt við, er hurðin var opnuð. Ef það væri nú Verner! Hvað ætti hún að gera? Hún þorði varla að líta við til að sjá hver það var. En til allrar hamingju var það Jane, þjónustu- stúlkan, sem kom inn til að sækja eitthvað sem hún hafði gleymt. “Fyrirgefðu,” sagði Jane, bæði hrædd og feimin við að sjá hina tignarlegu Miss Hope standa á miðju gólfi í herberginu. “Þú getur haldið áfram að taka hér til, Jane,” sagði hún, “eg kom hingað til að gæta að, ef Mr. Elster hefði hér allt, sem hann þarfn- ast.” Til þess enn frekar að draga athygli Jane frá því að hún var þar inni, fór hún að tala við hana. Þegar stúlkan fór, lést Miss Hope, sem hún ætlaði að ganga inn í sitt herbergi, en hún sneri strax við og fór aftur inn í Verners her- bergi. í mesta flýti skoðaði hún í skúffurnar, sem voru allar opnar og ólæstar. Henni virtist að Verner hefði ekkert sem hann vildi taka neinn sérstakan vara á, en hún fann hvergi grænu bifdduna. Hún varð hrædd um að hann hefði tekið hana með sér, til að sýna Rose hana, og Rose mundi svo sýna móður sinni hana, sem þekkti hana svo vel, og mundi strax segja henni, að hún hefði búið hana til, og gefið systur sinni hana. Svo hugsaði hún sig um, og sá að það gat ekki verið, að harin hefði sótt búdduna, því hún hefði alltaf verið hjá honum, eftir morgun- verðinn, þangað til hann fór með hinu fólkinu ofan að konungs sedrus tréinu. Hún gætti betur ' að, og sá hálfopna ferðatösku undir ruminu; hún tók töskuna fram og skoðaði í hana. 1 tösk- unni var lítill bréfakassi, og utan á hann var skrifað: “Gjöf frá mínum göfuga og óþekkta vin, sem guð launi og blessi.” Verndargripur minn. Hún greip þennan litla bréfakassa með ákefð og frekju, eins og er ágjarn maurapúki hrifsar til sín gull. Hún fór svo inn í sitt herb^rgi, en vissi varla hvernig hún komst það; hún hafði tekið svo nærri sér að hún gat varla staðið a fótunum. Það var engin eldur í herbergi hennar, en hún var ákveðin í því að eyðileggja budd- una. Hún fór til herbergis ráðskonunnar, þar var æfinlega eldur 1 arni, og fór að tala við hana um ýmislegt, viðkomandi ráðskonustörf- unum. “Mrs. Fenton, eg er ekki vel frísk í dag; viltu gera svo vel og færa mér glas af Sherry.” “Já, mér sýnist það. þú lítur allt öðru vísi út, en þú átt að þér,” sagði ráðskonan, og fór til að sækja vínið. Mrs. Fenton, var ekki fyr komin út úr dyrunum, en Miss Hope fleygði bréfa kassanum með buddunni í á eldinn, og horfði á hana brenna til kaldra kola. Eftir litla stund kom Mrs. Fenton inn með glas og Sherry flösku. “Já, þú lítur allt annað en vel út, Miss Hope; eg held það sé betra fyrir þig að fara upp og hvíla þig, heldur en að fara út.” Mrs. Felton helti víninu í glas, og rétti Miss Hope. Hún var fárveik af angist og kvíða yfir því, að hún mundi ekki ná buddunni, en nú er hún var eyðilögð, og hún hafði drukkið vínið hrestist hún. Eftir þetta gekk hún í hægðum sínum, þangað sem fólkið var undir Sedrustrénu. Hún var svo þjökuð af yðrun og hugarstríði, að hún vissi varla hvar hún gekk. “Þetta er bara skuggi,” hugsaði hún, en ef þetta skyldi einhverntíma verða opinbert, hvað ætti eg þá að gera?” Hún hrestist dálítið við gönguna og ilminn, sem var í loftinu, hún reyndi að ímynda sér að eftir allt, væri það bara ástæðulaus hræðsla, sem þjakaði sig. Hún kom nær tréinu, þar sem fólkið hafði sest saman í hóp, og hún heyrði gleðihlátra unga fólksins. Rose sá hana fyrst, og þaut frá St. Alban lávarði á móti henni. Verner, sem bar djúpa lotningu og aðdáun fyrir Miss Hope, stóð upp og gekk á móti henni. Hún hafði séð það er hún kom nær, að Verner og lafði Damer, sátu saman, og voru eins lík og móðir og sonur geta verið. Hún reyndi af öllum mætti, að vera eins kát og fjörug og hún átti að sér, en fann þó til óþæginda er systir hennar leit svo einkenni- lega forvitnislega á hana. Það var og annað, sem hún kveið fyrir, þegar Verner yrði þess var hvað hann hafði mist. Hvað mundi koma fyrir! Hún óskaði þess af al- hug, að þetta væri allt afstaðið. Ef það væri fengi hún frið og hugarró, hún fann að hún mundi ekki þola meiri sálarkvöl. Það kom sem hún hafði búist yvið, einmitt er gengið var til kvöldverðar. Verner kom inn í borðsalinn, svo gjörbreyttur, með þjáningar- svip á andlitinu. Hún vissi strax, að nú væri hann búinn að verða þess var, að buddan var horfin. “Mr. Elster,” sagði Rose, “þú hefur ekki gert það sem þú lofaðir mér, að sýna mér verndar- gripinn þinn.” “Nei,” svaraði hann, með hægð, en alvarlega. “Eg gleymdi því ekki, Miss Damer. Mér þykir fyrir því, að eg get ekki fundið hann — hann er horfinn.” Damer lávarður heyrði þetta. “Horfinn, Mr. Elster?” endurtók hann. “Eg vona, að þú hafir ekkert mist?” “Auðvitað hamingju mína, verndargripinn minn, ofurlitla peningabuddu, sem hamingja mín var tengd við.” “Hvað er að tarna, Mr. Elster, hefurðu mist litlu peningabudduna, sem þú sagðist hafa fyrir verndargrip?” spurði lafði Damer, og leit svo samhygðarlega á hann. “Já, mér þykir fyrir að segja það, lafði Damer. Hún er horfin á eins dularfullan hátt, og hún kom <til mín.” “Mér þykir ósköp fyrir að það skyldi ske; hvernig vildi það til?” lagði lafði Damer. “Hefurðu mist hana hérna?” spurði Damer lávarður. Verner þótti leiðinlega að hafa vakið allt þetta umtal. “Ef þú hefir mist hana hérna, þá verður hún að finnast. Eg líð ekki að neitt hverfi hér á Avonwold,” sagði lávarðurinn alvarlega. “Það er sjálfsagt einhver misskilningur hjá mér,” sagði Verner. Hann vildi koma í veg fyrir frekara umtal um það. “Það er víst misminni. Buddan var alveg tóm, lávarður Damer, í ofurlitlum bréfkassa. Eg gat svo auðveldlega hafa tínt henni. Eða eg hef gleymt að taka hana með mér, og skilið hana eftir á Hatton Court.” “En þú hélst að þú hefðir tekið hana með þér?” “Já, eg hélt það, en er ekki viss um það. Eg hélt að eg hefði látið hana í handtöskuna mína; en eg hefi sjálfsagt gleymt að gera það.” Verner reyndi að leiða samtalið að öðru; hann vildi helst að það yrði ekki minnst meira á þetta, en Damer lávarður gleymdi því ekki. Að máltíðinni lokinni, tók hann Verner af- síðis. “í svona stóru húsi getur maður ekki verið of aðgætirin. Þú segir að buddan hafi verið tóm; það hefur kahnske einhver tekið hana, sem hefur haldið að það væru peningar í henni. Mér mundi þykja vænt um ef þú getur verið viss um hvort þú hafðir hana með þér hingað, eða ekki, mér þykir svo mikið fyrir því, ef þú skyldr missa nokkuð, meðan þú ert í mínu húsi.” N Lávarðurinn sagði koniínni sinni, að það yrði að fara fram í húsinu rannsókn, og allt þjónustufólkið yrði að gera grein fyrir hvar það hafði verið, á því tímabili, sem hugsanlegt var að buddan hefði horfið. Eini árangurinn af þeirri rannsókn var sá, að Jane hafði verið falið á hendur að taka til í herbergi Verners. “Hope”, sagði lafði Damer, “komdu með mér, þú ert svo ráðagóð. Mér' er falið á hendur ógeð- felt verk, og eg vil biðja þig að hjálpa mér, með það.” Miss Hope fór með henni, án þess að hafá nokkra hugmynd um hvað systir hennar vildi henni. og lafði Damer hringdi eftir Jane. Stúlkan kom inn og í^ar alveg hissa á því hvað lafðin vildi sér. Öllu þjónustufólkinu á Avonwold þótti ósköp vænt um sína fögru og góðu hús- móðir, en það bar einnig mikla virðingu fyrir henni. “Jane”, sagð lafði Damer vinalega, “þú ert sem átt að halda öllu í reglu í herbergi Mr. Verners, er það ekki?” “Já,” svaraði hún. “Hann hefur mist græna, gamaldags pen- ingabudd úr silki; hún er svo sem einskis- virði, en hann hélt svo mikið upp á hana; hefur þú orðið vör við hana, nokkurstaðar?” “Nei, lafði Damer, Mr. Elster lætur allt sem hann hefur með sér liggja þar en eg hefi ekki séð neina peningabuddu. Þú sást í dag, Miss Hope, hvernig eg gekk frá öllu í herberginu.” Lafði Damer sneri sér að systur sinni. “Þú Hope”, og Miss Hope fann að blóðið steig upp í andlitið á sér. “Já, eg gekk inn í herbergið í dag, til að líta eftir hvort allt væri í góðri reglu,” svaraði hún. “Já, eðlilega," sagði lafði Damer, en undraðist að sjá hvað systir sín roðnaði í andliti. “Eg þarf ekki að spyrja þig, Hope, hvort þessi græna budda hefur borið nokkurstaðar þér fyrir augu?” Til þess að forðast að ljúga nokkru, sagði hún. “Eg get bara sagt það, að ef eg skyldi sjá hana, þá skal hún komast í hendur eiganda sins. “Og Jane”, sagði lafði Damer; “reyndu nú að vera hyggin og eftirtektarsöm; mér skyldi þykja ósköp vænt um, ef við gætum haft upp á budd- unni og fengið Mr. Elster hana, áður en hann fer”. “Eg skal leita vel í herberginu hans, og gera það besta sem eg get til að finna hana.” Þegar Jane var farin út, sneri lafði Damer sér að systur sinni, og sagði: “Mér er afar ógeðfellt að spyrja þjónustu- fólkið svona spurninga; það lítur út, eins og maður misgruni það. Jane hefur svo sakleysis- legt andlit. Eg vona að eg hafi ekki hryggt hana.” Lafði Damer þótti framkoma systur sinnar dálítið undarleg í þessu máli, hún gaf ekki einu sinni neitt ákveðið svar. 30. KAFLI. Lávarður St. Albans var alveg bráð ástfang- inn í Rose Damer. Hann áleit hana vera þá elskulegustu stúlku, sem hann hafði séð, eða kynnst. Það voru engar torfærur á vegi hans. For- eldrar hans höfðu oft látið það í ljósi, að þau vildu að hann gifti sig ungur, og hann vissi að Rose var í miklu uppáhaldi hjá móður sinm. Þegar einu sinni varð tilrætt um Rose Damer, hafði lafði Dysart sagt.” “Þó eg ætti um alla Damers á Englandi að velja, þá mundi eg kjósa Rose Damer. Það er í flestum fjölskýldum, einhver úrþvætti, og einhver leyndarmál, sem það reynir á annan hátt að dylja fyrir heiminum. í Damers fjöl- skyldunni er ekkert slíkt; öll fjölskyldan, kyn- slóð eftir kynslóð, hefur verið heiðarleg, og á mannorði þeirra er enginn blettur. Af þeirri ástæðu, og af því, að eg held slíkir eiginleg- leikar séu arfgengir, vildi eg gjarnan að Archie giftist Rose Damer.” * “Nú verð eg að tefla á tvær hættur,” hugs- aði hann með sér einn morgun. “í dag ætla eg að spyrja- Rose hvort hún vilji verða konan mín.” Hann beið þar til honum gæfist gott tæki- færi, og um kvöldið kom það, eins og sent upp í hendurnar á honum. Þau tóku sér göngutúr í kringum stöðuvatnið. Hann talaði með miklu fjöri um yndisleik lífsins og sæld himinborinnar ástar, þar til hann vék sér að Rose og sagði í óstyrkum róm: “Rose, heldurðu að þú getir elskað mig?” “Eg gæti reynt að gera það,” sagði hún, og litlir spékoppar mynduðust í hinum mjúku kinnum hennar. “Eg hefi ekki hugsað um það, Archie.” Þetta nafn frá bernskuárum þeirra, slapp eins og óvart út af vörum hennar. Það var ekki' svo langt síðan þau voru börn, þau voru ennþá börn, þar sem þau stóðu tengdum höndum við innganginn í paradís ástarinnar. “Rose”, sagði lávarður St. Albans, “gefðu mér báðar hendurnar þínar, og segðu: “Eg vil verða konan þín, Archie.” “Það er svo stórt orð, svo hátíðlegt.” En er hún sá sorgarsvipinn á andliti hans, sa hún eftir því sem hún hafði sagt. “Archie, eg vil elska þig, eg vil vera konan þín.” Þar stóðu þau saman, sæl og hamingjusömi umvafin skrauti hinnar dýrðlegu náttúru. Fram- tíðin virtist liggja svo opin og hamingjusöm, framundan þeim, en æ! Hún fól allt annað i skauti sínu. 31. KAFLI. I Robert Elster hafði ekki skipt um hugsunar- hátt, né framferði, frá því er vér höfum áðui' heyrt um hann. Hann vap stór og bolalega vax- inn, sterkur eins og naut, með svera hand- leggi og æðabera. Hann var ekki mjög ófríður í andliti, það benti til að það gæti verið eitt- hvað gott í fari hans, en mest áberandi var græðgi og undirhyggja. Það var aldrei hægt að sjá í hans dimmu hálflokuðu augu. Það álit sem menn fengu á honum var, að hann væri vís ttf hvers lélegs prakkaraskapar, sem væri. Siðað fólk gat ekki liðið hann. Metnaðargirni hans var, að, vera sem herramaður, það var eftir hans meiningu bara, að vingsa léttum göngu- staf, og slá um sig, hafa hringi á tveimur fingr- um, hattinn utan í öðrum vanganum, berast mikið á, og beita hvaða klækisbrögðum sem hann gat upphugsað, til að hafa út, eða na sér í peninga, og allt annað framferði hans var að sama skapi. Hann hafði lagt stund á að læra fjölda rudalegra dæmisagna, og ennþa verri vísur, eins og sumir halda að sé stor vitsmuna auður að kunna. Robert hataði allt sem hét vinna. “Eg hefi gott höfuð”, var hann vanur að segja, menn, sem hafa það, þurfa ekki að leggja'sté niður við að vinna.” Robert Elster var lengi búinn að hafa þa ímyndun, að það væri einhvert leyndarmál 1 sambandi við Verner, og hann var búinn að ásetja sér að hann skyldi lifa af því leyndar- máli. Fjöldi smáatvika styrkti hann meir meir í þessari ákvörðun.” ' Móðir hans vildi aldrei segja honum hvar faðir hans dó, eða hvar hún var áður. “Það er grunsamt”, hugsaði hann með sér “AH5 ekki eðlilegt, því flestar konur eru málugar, °S úr því hún vill ekki tala um það, þá hlýtur hún að hafa góða ástæðu til þess.” Hann mundi vel eftir, er ókunnuga konan kom, eftir að þeir voru háttaðir. “Miðaldra kona,” var hann vanur að segja> við sjálfan sig, “kom til að sjá Verner og gráta yfir honum — hver var hún, og hvað hafði hún að gera með Verner. Aldrei grét nein meðaldra kona yfir mér, og eg skal finna út hvað það hafði að þýða. Ef hægt er að nota það sem nokkurn vegvísir, þá skal eg nota það.” Hann hafði aldrei sagt orð við móður sína um þessa, sem hann hélt, dularfullu heimsókn- “Eg skal einhverntíma fá álitlega peningaupP' hæð, út úr þessu leyndarmáli,” hugsaði hann. og gerði sig rólegan með að bíða;; hann vai fullviss um, að sinn tími mundi einhverntíma koma. En tíminn leið, og Robert var órólegur yfir að vera altaf peningalaus, því þetta ódýra glingur, eftirlíkingar af gulli og silfri, sem hann vildi skreyta sig með, til að líta út eins herramaður, kostaði þó dálítið, ásamt ódýrum vindlum, og úr því hans fyrsta ákvörðun var, að vinna ekki, varð hann að útvega sér pen' inga á annan hátt, en fyrst af öllu varð hann að komast að leyndarmálinu. Einn morgun er hann var að drekka kaffið> sagði hann allt í einu:

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.