Lögberg - 19.04.1945, Síða 1
PHONE 21374 • i A
A Complete Cleaning Institution
58. ÁRGANGUR
PHONE 21374
\\VUÖ
I
n<lci'crS ’
L.
t uuV^cA
Vu„r
rS an<l
,n6fS
A Complete
Cleaning
Institution
NÚMER 16
Víkingurinn með barnshjartað, Franklin
D. Roosevelt Bandaríkja forseti, lézt að
Warm Springs í Georgia-ríkinu, íimtu-
daginn þann 12. þ. m. Banamein hans
var heilabióðfall.
CÚ HARMFREGN barst á öldum ljósvakans út um allan heim á
síðastliðinn fimtudag, síðdegis, að stjórnmálaskörungurinn og
rnannvinurinn Franklin Delano Roosevelt, væri nýlátinn á hress-
ingarheimili sínu við Warm Springs í Georgiaríki; hafði forseti
dvalið þar nokkra daga sér til hvíldar, ðg virtist við sæmilega
heilsu, er hann fór frá Washington; dauða hans bar að kl. 3.35
c. h., áminstan dag.
Laust eftir hádegi hafði forseti tjáð vinum sínum það, að hann
kendi ákafs höfuðverkjar; úr því átti hann aðeins eftir þrjár
klukkustundir meðal lifenda á
þessari jörð; banamein hans var
heilablóðfall; hann lifði og dó
eins og sönn hetja. Mr. Roose-
velt varð 63 ára þann 30. janúar
síðastliðinn.
í fáyrtri fréttagrein, verður
vitaskuld ævi þessa mikla manns
ekki lýst svo nokkru nemi; hann
var óskmögur þjóðar sinnar, og
dáður af miljónum annara þjóða
vítt um heim; hann er fæddur
í auðlegð, en tekur sér snemma
það hlutverk fyrir hendur, að
halda uppi vörn fyrir lítilmagn-
anum og rétta hluta hans; hann
verður á unga aldri aðstoðar-
flotamálaráðherra Bandaríkj-
anna í ráðuneyti Wodrow Wil-
son, síðar ríkisstjóri í New
York, og loks æðsti valdamaður
hinnar voldugu þjóðar sinnar;
hann vinnur fjórum sinnum for-
setakosningu, og hóf hið fjórða
forsetatímabil sitt í janúarmán-
uði síðastliðnum.
Það hafði fyrir endur og löngu
orðið hefð í Bandaríkjunum, að
forsetar sætu eigi lengur við
völd en í tvö kjörtímabil; þessa
'hefð virti Mr. Roosevelt að vett-
ugi, eins og raun bar vitni um;
hann lagði sig lítt að fordæmum,
en lagði því meiri rækt við land-
nám nýrra hugsjóna og nýrra
markmiða.
Hagur Bandaríkjaþjóðarinnar
var alt annað en glæsilegur, er
Mr. Roosevelt fyrst tók við völd-
um, að afstöðnum forsetakosn-
ingunum 1932. Var þá í raun og
veru svo komið að við raun-
verulegu efnahagshruni lá; kom
Mr. Roosevelt þá fram með ný-
sköpunarlöggjöf sína, er þrátt
fyrir illvíga andspyrnu af hálfu
íhalds- og peningavaldsins utan
þings sem innan, kom þjóðinni
aftur á réttan kjöl.
Mr. Roosevelt var einlægur
trúmaður, og lauk ýmissum af
hinum áhrifamestu rwðum sín-
um með fögrum og andheitum
bænum.
Á léttasta skeiði ævinnar bil-
aði Mr. Roosevelt að heilsu af
völdum lömunarveiki, og geks
frá þeim tíma aldrei heill til
skógar, og lét þá stundum nærri,
að hann drægi sig með öllu í
hlé af vettvangi opinberra starfs
mála; en ávalt, er róðurinn
þýngdist sem mest, kom himv
mikilhæfi lífsförunautur hans,
frú Eleanor Roosevelt til sög-
unnar, og talaði í hann kjark.
Mr. Roosevelt var gæfumaður;
hann kvæntist ungur göfugri
konu, sem ávalt var hans hægri
hönd; þau eignuðust fimm mann-
vænleg börn.
Að aflokinni kve.ðjuathöfn í
Hvíta húsinu í Washington,
voru jarðneskar leyfar hins látna
þjóðhöfðingja og ftiannvinar,
fluttar til Hyde Park í New
York, þar sem jarðsetning fór
fram kl. 10 árdegis á sunnudag-
inn var.
Þremur klukkustundum eftir
lát Mr. Roosevelt, var varafor-
seti Bandaríkjanna, Harry S.
Truman, svarinn inn sem forseti
þjóðar sinnar.
Hinn nýi forseti
Bandaríkjanna
Síðastliðinn fimtudag, þrem-
ur klukkustundum eftir lát
Roosevelts forseta, var vara-for-
seti Bandaríkjanna, Harry S.
Truman, svarinn inn í forseta-
embætti; eiðtökunni, sem fram
fór í Hvíta húsinu í Washington,
stýrði Mr. Stone, dómsforseti í
hæztarétti.
Nr. Truman er liðlega sextug-
ur; hann er fæddur í Missouri-
ríkinu, og af fátæku bændafólki
kominn; framan af ævi var Mr.
Truman við margvísleg störf rið-
inn; hann vann við búnað, eða
sinti pósthús- og bankastörfum;
hann setti á stofn fataverzlun,
en varð að hætta henni á kreppu
árunum.
Mr. Truman gekk árum saman
á kvöldskóla til þess að læra lög-
vísi, og lauk á sínum tíma lagá-
prófi; um nokkur ár gegndi hann
héraðsdómaraembætti, en var
fyrst kosinn til Bandaríkjasenats
ins 1934, fyrir fæðingarríki sitt;
í nóvember kosningunum síð-
ustu, var Mr. Truman kosinn í
vara-forseta embætti, og hefir
rás viðburðanna hagað því svó
til, að á hinum alvarlegu, yfir-
standandi stríðstímum, hefir
þungi forsetaembættisins fallið
honum á herðar.
Mr. Truman ávarpaði báðar
deildir þjóðþingsins í Washing-
ton síðastliðinn mánudag, og
lagði megináherzluna á það, að
vinna stríðið og s'kipuleggja
væntanlegan frið; hann sagði að
hlutverk stórþjóðanna ætti að
vera það, að þjóna mannkyninu
í stað þess að drottna yfir því;
þessu jafnframt skuldbatt for-
seti Bandaríkjaþjóðina til virkr-
ar þátttöku í þeim alþjóða sam-
tökum, sem stofnuð yrðu að
loknu stríði, heimsfriðnum til
öryggis. Mr. Truman er kvænt-
ur maður, og eiga þau hjónin
eina dóttur barna.
TEKNIR TIL FANGA
Bandaríkjaherinn tók nýlega
til fanga þá von Papen, fyrrum
sendiherra Þjóðverja í Tyrk-
landi, Wilhelm prins af Hohen-
zollern, og Krupp, eiganda
Kruppsvopnaverksmiðjanna í
Essen; það má nærri geta hvort
amerísku hermennirnir hafi ekki
orðið meir en lítið forviða, er
þeir komust að raun um, að
Krupp bjó í húsi, sem 800 her-
bergi voru í.
Lestrarfélagið á Gimli heldur
hina árlegu skemtisamkomu sína
á föstudagskvöldið þann 27. þ.
m. kl. 8.
Glæsileg ung hjón
Mr. og Mrs. Randolph Gerald Hoiles
Þann 18. nóvember síðastliðinn, voru gefin saman í
hjónaband í Hope United kirkjunni í'Toronto, þau Laurie
Simone Kristjánsson og Randolph Gerald Hoiles, Ph. D.
Brúðurin er dóttir þeirra Mr. og Mrs. Otto Kristjánsson
að Geraldton, Ont. Brúðguminn er doktor í jarðfræði.
Að aflokinni hjónavígslu, komu brúðhjónin til Geraldton,
þar sem þeim var haldin vegleg veizla á heimili foreldra
brúðarnnar að viðstöddu fjölmenni. Framtíðarheimili
þessara glæsilegu hjóna verður í Toronto.
Sambandskosningar
ákveðnar
Forsætisráðherrann, Mr. King,
hefir lýst yfir því, að sambands-
kosningar fari fram þann 11. júní
næstkomandi; er undirbúning-
ur þegar hafinn að skrásetning
kjósenda, bæði heima fyrir, og
eins vegna hermanna vorra ut-
an canadiskra landamæra; kjör-
tímabil þingsins rann út síðast-
liðinn þriðjudag; stjórnarand-
stæðingar létu í ljós talsverðan
yfirborðsfögnuð yfir því, að eiga
þess nú senn kost, að freista
gæfunnar í hinum ýmsu kjör-
dæmum, í von um aukið þing-
fylgi og valdatöku, ef svo byði
við að horfa; einkum voru það
Progressív-konservatívar, er
báru sig borginmannlega, og
kváðust hyggja gott til glímunn-
ar. Mr. Coldwell kvað flokk sinn
viðbúinn kosningum, en hann
benti jafnframt á það, að kosn-
ingarnar bæri að taka í fylstu
alvöru, því hvernig sem hjólið
snerist, væri það sýnt, að ábyrgð
sú, sem þeirri stjórn legðist á
herðar, er' við völdum tæki að
kosningum afstöðnum, yrði engu
léttari en sú, sem hvílt hefði á
núverandi stríðstíma stjórn. Mr.
Blackmore kvaðst taka þingrofi
með fögnuði, því sinn flokkur,
Social Credit fylkingin, þyrfti
ekkert að óttast af hálfu kjós-
enda. Þingmenn Liberal flokks-
ins tóku yfirlýsingu forsætis-
ráðherra um þingrof, eins og
vera bar, með heimspekilegri
stillingu; þeir hafa ásamt ráðu-
neytinu, borið hita og þunga
dagsins undanfarin fimm reynslu
og alvöruár, og þó ýmsir væru
nokkuð veðurbarnir, þá voru
þeir þó fyltir hólmgöngumóð að
hætti fornra víkinga.
1 all-mörgum kjördæmanna
hafa hinir ýmsu flokkar þegar
valið frambjóðendur, þó enn sé
útnefningum hvergi nærri lok-
ið.
FYLKISKOSNINGAR
í ONTARIO
Almennar þingkosningar í
Ontario, fara fram þann 4. júni
næstkomandi.
Eins og vitað er, hlaut íhalds-
stjórn áminsts fylkis, sem Col.
Drew hefir veitt forustu, van-
traustsyfirlýsingu, fyrir atbeina
C.C.F. flokksins, Liberala og ó-
háðra þingmanna; stjórnin var
vitanlega frá upphafi vega sinna
völt í sessi, því hún réði einungis
yfir 38 þingsætum af 90.
Nokkuð er þegar farið að hitna
í hinum pólitíska katli austur
þar, að því er nýjustu fregnir
herma; allir eru foringjar megin
flokkanna, þeir Col. Drew, Mr.
Hepburn og Mr. Joliffe, miklir
fyrir sér, og láta ekki alt fyrir
brjósti brenna. Talið er víst, að
Labor-Prógressiv flokkurinn hafi
og nokkra frambjóðendur í
kjöri við áminstar fylkiskosning-
ar.
Þetta er í þriðja skiptið í sögu
Canada, sem sambandskosning-
ar og kosningar í einstök fylki
fara saman; hliðstæð tilfelli gerð
ust 1878 og 1882.
•
ATVINNA FYRIR
MILJÓN MENN
Mr. Howe, birgðaráðherra sam
bandsstjórnarinnar, lýsti yfir því
í þingræðu rétt fyrir þingslit, að
eftir að stríðinu lyki skapaðist
í Canada ný atvinna fyrir því
nær miljón manns.
Látið ekki hjá líða, að hlusta
á fyrirlesturinn, sem danski
fræðimaðurinn. Capt. Peter
Freuchen, flytur í Orpheum leik
húsinu á fimtudagskvöldið 26.
þ. m. kl. 8.15. Það er ekki á
hverjum degi, sem Winnipegbú-
um gefst kostur á að hlusta á
jafn frægan æfintýramann sem
Capt. Freuchen er.
Syáturminning
Um Þorbergínu Myres.
Hún systir mín er dáin eg sakna hennar mest,
en syrgja má þó látið hennar eigi,
því héðan burt að flytja það hollast mun og bezt,
og hefja aðra ferð á nýjum degi.
Blómið það er fölnað og hún er orðin hljóð.
hún sem jafnan reyndi mig að gleðja,
hún sem var mér altaf svo ástúðlega góð,
ó, hvað mér er hana sárt að kveðja.
Um það vonin þó enn í brjósti mér,
að eftir lítinn tíma samt eg megi,
finna hana aftur — það fró hin mesta er —
og fylgja henni þá á nýjum vegi.
Undir nafni Þórönnu Einarsson.
Böövar H. Jakobson.
■ ■ ■ ■ ■ '■ ■<1
Landáljóri Canada
Hertoginn af Athlone, heimsækir, svo sem áður hefir verið
tilkynnt í íslenzku blöðunum, bygð íslendinga að Gimli,
fimtudaginn 26. þ. m. Verður honum, og konu hans, Hennar
Konunglegu Tign, Alice prinsessu, fagnað með samkomu
í Gimli Pavilion kl. 2 e. h. þann dag. Dagskrá samkom-
unnar verður svo sem hér segir:
O, Canada
Ávarp samkomustjóra — Jón K. Laxdal, Giftili, Man.
Landstjórinn ávarpaður fyrir hönd Islendinga í Canada
Hjálmar A. Bergman, dómari
Svar-ræða landstjórans.
Barnakór syngur
Landstjórinn kyntur gestum.
God Save the King.
Sérstakir flutningavagnar (busses) leggja af stað frá
Winnipeg stöðinni (Bus Depot) kl. 11:45 f. h.
NEFNDIN.