Lögberg - 26.04.1945, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 26. APRÍL, 1945
3
Björninn úr Bjarmalandi
eftir Þorstein Þ.
Þorsteinsson
Það má heita nýlunda að bók
sé gefin út, hér meðal okkar
Vestur-Islendinga, sem ekki inni-
haldi annað tveggja: kvæði eða
ferðasögu. En efni þessarar bók-
ar er: “Tólf sundurlausir þættir
úr tuttugu og fimm ára sögu
Rússnesku frelsisbyltingarinnar
og heimsmálum þeirra ára og
framtíðarhorfum eftir styrjöld
þessara síðustu og verstu daga.”
Bókarinnar hefir nú þegar verið
getið í báðum blöðunum og að
vísu af frjálsmannlegri sanngirni
sérstaklega í Lögbergi, en mér
finnst að við, sem höfum verið
að reyna að líta á þessa tilraun
Rússanna með samúð, þrátt fyr-
ir alt skrifta moldviðrið, sem
þyrlað hefur verið upp á móti
henni, mættum vel við því að
þakka höfundinum fyrir bókina,
sérstaklega þar sem heita má að
við höfum farið steinþegjandi í
gegnum þessi síðustu og verstu
ár. Þó má þess geta að einn mað-
ur hefur staðið hér eins og klett-
ur upp úr okkar andlega Kyrra-
hafi. Það er Jónbjörn Gíslason,
hann hefur reynt að halda okk-
ur vakandi með sínum ágætu
skrifum í Lögbergi. Eg veit hann
nýtur almennra vinsælda fyrir
þessar ritgerðir og eins blaðið
Lögberg fyrir að flytja þær.
Tveir aðrir hafa tekið í líkan
streng, þeir Páll Bjarnason og
séra Halldór E. Johnson, en þeir
eru svo sjaldan á ferð, að manni
hættir við að gleyma því að þeir
séu til.
Okkur Vestur-íslendingum er
það vel kunnugt, síðan Þorsteinn
Þ. Þorsteinsson gaf hér út tíma-
ritið “Sögu” að hann kann vel
að segja frá engu síður en að
yrkja, er því nafn hans næg
trygging fyrir því að þessi bók
sé skemtileg aflestrar. Kaflarni"
úr byltingarsögu Rússa gefa eins
glögga mynd og hægt er að bú-
ast við í ekki lengra máli, af
innbyrðisbaráttu fyrirliðanna og
flokksins til að koma hugsjón-
um sínum í framkvæmd og ár-
angri þeim, sem náðst hefur, sér-
staklega á sviði verklegra fram-
kvæmda, og efnahagsumbótum.
En bókin er engu síður merkileg
vegna þess að athuganir höf-
undarins sýna að hugsjónir
sósíalismans eru miklu hærri og
dýpri en svo að þar takmarkist
við efnahagsvelgengni, eða við
munn og maga eins og alment
er sagt. Menn, sem alast upp
undir hinu svú nefnda lýðfrelsi
þar, sem heimskuleg samkeppni
og óreiða einstakliifgs framtaks-
ins á að vera jafnvægisstöng við-
skiptalífsins, en gróðafýsnin lifti-
stöng framkvæmdanna, eiga bágt
með að átta sig á því hve margt
af því, sem þeir nefna synd og
spilling á rót sína í, og er dregið
úr mannsköpuðu umhverfi, þar
sem þjóðlestir eins og t. d. of-
drykkja, fjárhættuspil og saur-
lifnaður eru ræktar í gróðaskyni
af óhlutvöndum mönnum, en
arðránið verndað af landslögum.
Ávinningur sá, sem náðst hefur
í Rússlandi, í betra siðferði, auk-
inni menntun, hugarfarsbetrun
og siðmenning yfirleitt, er lang-
samlega merkilegri. og lofar
meiru fyrir framtíðina, heldur
en það, sem enn hefur fengist í
bættum efnahag og lífsþægind-
um. Jafnaðarmennska og sam-
vinna draga fram og þroska hina
betri eiginleika manna, en ójafn-
aður og samkeppni hið gagn-
stæða.
Ekki þarf að fara í grafgötur
um tilgang höfundar með bók-
inni, frá honum er skýrt í fyrsta
kapítula, af óvenjulega látlausri
hreinskilni.
Á árunum 1914—1918 misti
hann trúna á heimsmenninguna,
eða með öðrum orðum á sigur
hins góða í mannheimi. Rúss-
neska frelsis hreifingin vir.tist
honum mundi breytast í einræði
og kúgun er Stalin komst til
valda. En þegar Hitler réðist ó
Rússa opnuðust augu hans, “Eg
hefi haft Stalin fyrir rangri sök
um nokkurn tíma. Rit þetta er
réttlæting mín og málsbætur og
játning þess, að eg lét blekkjast
af lognum rökum keyptra auð-
valds ritara.”
“En eg rita einnig þessar hug-
leiðingar í minningu þess mikla
fagnaðar, sem/það vakti í brjósti
mínu, þegar Rauðliðar fyrstir
allra þjóða stöðvuðu hersveitir
Hitlersinna um og eftir vetur-
nætur á orustuvöllunum við
Moskva og Leningrad.”
Nánari kynning og réttur skiln
ingur á Rússnesku frelsishreyf-
ingunni hefur gefið honum aftur
barnstrú sína á hið góða í mann-
eðlinu, og nýja sigurvon. Hann
hefur fundið nýjan sannleika,
sem hann finnur sér skylt að
halda á lofti. Þó hann sé sjálfur
svo mikill friðarvinur að hann
telhr það sterkasta vopnið að
rétta fram vinstri kinnina þegar
hin hægri er slegin, þá finnur
hann margar afsakanir fyrir
þeirri harðleikni, sem leiðtogar
Rússa hafa orðið að beita.
Eftir öllu útliti að dæma er
nú farið að líða að lokum Evr-
ópu stríðsins, og eg heyri á mörg-
um að þeir kvíða framtíðinm.
Er þetta að sumu leyti eðlilegc,
þegar menn hugsa til “krepp-
unnar”, sem hinu stríðinu fylgdi.
En það er engu síður ömurlegur
vottur um vantraust á sjálfum
sér og landi sínu. Við höfum þó
hér alt, sem til þess þarf að við
gætum látið okkur líða vel:
frjósamt land, vinnuvélar, tækm
mannafla, námur og náttúruauð-
legð. Alt nema hugrekki og vit
til að losa okkur úr neti hinna
lognu raka keyptra auávaldsrit-
ara. Við gætum einnig okkur að
meinlausu lagt drjúgan skerf til
að bæta böl þeirra, sem harðast
hafa orðið úti í stríðinu. Saga
Rússnesku byltingarinnar sýnir
okkur hvað hægt er að gera, o^
höfðu þeir þó ekkert að byrja
með nema landið og menntunar
snautt fákunnandi fólk, og hug-
rekkið til að hrista blóðsugurnar
af sér.
Ekki ber því að neita að eg lít
í sumum atriðum öðruvísi á
málin heldur en höfundur. Mér
hefur aldrei vaxið svo mjög í
augum sú harðleikni, sem Rússar
hafa neyðst til að beita, við þá
sem bundist hafa samtökum til
að tefja fyrir og eyðileggja starf-
ið, og drepa hugsjónina. Þrátt
fyrir alt tal um einræði og al-
ræði er grundvallar regla stjórn-
arfarsins að kenna fólkinu, láta
það “læra, læra, læra”, en síðan
að láta það sjálfrátt um orð og
gerðir. Aldagömlum venjum og
hugsunarhætti * verður aldrei
svipt upp í einu vitfangi, svo að
eingu svíði undan. Unga fólkið,
sem lært hefur að skilja sósíal-
ismann er sannfrjálsasta fólk a
þessari jörð. Það kvíðir ekki
komu friðarins eða framtíðinni.
Það trúir á landið sitt og sinn
eigin mátt. Trúir því að vaxandi
vit og þekking muni draga fram
til sæmdar og segurs það sem
bezt er í mannlegu eðli, í stað
þess að álíta það eðlilega þróun
að illmennska vaxi jöfnum hönd
um við vit og þekking.
En hvað er svo að segja um
okkar lýðræðisfrelsi? Eg sé ekki
betur en að sumar greinar þess
séu orðnar að hreinustu þjóð-
plágu í höndum okkar. Mætti
þar til nefna prentfrelsið. Þac
hefur auðvaldið að heita má ó-
haslaðan völl til að halda á
lofti lognum rökum til að rugla
og blekkja heilbrigða hugsun
Hugsanagrauturinn er líka eftir
því. T. d. þegar maður kemur
inn á kosningafundi og hlustar
á frambjóðendur, sem lofa því
statt og stöðugt og af fullri al-
vöru að þeir skuli vinna jafnt
að hagsmunum allra, það ætti
þó hvert barn að skilja að hags-
munir arðræningjans og þess
sem arðrændur er, eru beinar
andstæður sem ekki verður í
senn þjónað af sama manni frem
ur en andskotanum og guði.
Eg vil að endingu þakka bæði
höf. og útgefendum fyrir bókina
og óska að sem flestir keyptu
hana og læsu, og fengi af henni
nýja trú á sjálfum sér landi sínu
og framtíð.
Frjálshugsandi Islendingar
ættu að styðja að útbreiðslu
hennar hver í sínu bygðarlagi.
Hjálmar Gíslason.
Ferð til Vancouver
Eftir G. J. Oleson.
I.
Vestur að fjöllum.
Það er ekki í fraásögur fær-
andi á þessari tíð þó maður
skreppi bæjarleið, svo algengt er
það, en mér finst að eftir að
vera kominn heim úr Vancouver
ferðinni, sem var okkur hjónum
svo óumræðilega skemtileg, að
eg megi til að þakka íslending-
um í Vancouver og annars stað-
ar á ströndinni, fyrir okkur opin-
Derlega, og þá um leið minnast
á það helsta, sem fyrir augu og
eyru bar. Eftir all-miklar um-
ræður og bollaléggingar ákváð-
um við að leggja á stað 8. febr.,
sá dagur rann upp bjartur og
fagur, sólskin og blíðviðri —
frostlaust — og kom mér í hug
að “svo gefur hverjum, sem
hann er góður til”. Börn okkar
og tengdabörn keyrðu okkur til
Brandon, sem er um 50 mílur,
snjór mjög lítill var yfir alt, en
bílfæri hið bezta. Fanst mér
hlíðin fögur er við keyrðum yf-
ir bæðir og sléttur, svo sjaldan
hefur mér fundist Manitoba feg-
urri, en nú er eg var að kveðja.
Eftir stutta viðdvöl í Brandon
kvöddu börnin okkur með allri
blíðu og lofuðu að sjá um alt
vel heima — sem þau og líka
vel efndu — og við stigum um
borð í lestina klukkan að ganga
3. C.P.R. tók vel á móti okkur
og áttum við þar góðann far-
kost. Var nú haldið vestur slétt-
urnar, þessar óendanlegu og
undursamlegu sléttur, sem ná alt
frá stór-vötnunum að austan, til
Klettafjallanna í vestri, sem Guð unnar-
um ómuna aldir geymdi samtíð
okkar öldum og óbornum tU
gæfu og blessunar, og sem manns
höndin er ekki enn búin að yrkja
og rækta nema að litlu leyti, en
sem hefur öll skilyrði til þess
að verða ekki einungis kornforða
búr hins brezka veldis, heldur
heimsins. Ekkert ber sögulegt
við, eins og augað eygði er land-
ið svipað, smáþorp og bænda-
býli eru allstaðar sjáanleg, lítil
tilbreyting, en sléttan hefur smá
fegurð og sitt aðdráttarafl, alls-
staðar hvar sem maður fer sér
maður fegurð í náttúrunni og
tilverunni, en fegurðin er á mis-
munandi stigum og margbreyti-
leg. Brúnn þýtur áfram hvæs-
andi, sem kólfi sé skotið, í Brood-
view er klukkan færð til baka
einn tíma, áður en við komum
til Regina er nóttin skollin á,
brátt er kominn háttatími, og
er gengið til rekkju, og við sofn-
um svefni hinna réttlátu, til
morguns, eða þar til sveinar
lestarinnar kalla að kominn sé
fótaferðatími, vorum við þá kom
in vestur undir Calgary, sáum
við því lítið af Alberta. I Calgary
var ofurlítil viðdvöl, fórum við
þar ofan, sáum Pallisier gisti-
höllina og ýmsar byggingar þar
í námunda, annars sáum við lít-
ið af borginni. Calgary er ein
með stærstu borgum Vesturlands
ins og er talin ágæt borg að lifa
í. Eg hefi ætíð borið hlýjan hug
til Calgary síðan Guðbjörg heit-
in systir mín átti þar heima í
nokkur ár, henni þótti vænt um
borgina. Þaðan kom fram á sjón
arsviðið hinn mikli leiðtogi
Social Credit flokksins, Mr.
Aberhart, sem nafnkunnur er
víða um heim, sem fyrstu Social
Credit stjórn setti á laggurnar,
sem sogur fara af og um all-
langt skeið var stjórnarformað-
ur í Alberta, hann þjálfaði einn-
ig Mr. Manning, sem nú er
stjórnarformaður í fylkinu, hinn
ágætasti maður. Báðir þessir
menn hafa gefið Alberta góða
stjórn, svo af mörgum er hún
talin með beztu fylkisstjórnum
í Canada, þó ekki hafi hún getað
komið í framkvæmd nema að
litlu leyti Social Credit hugsjón-
inni, sem hefur þó stærra gildi
en fjöldann grunar. Eg átti tal
við æði marga Alberta menn, og
allir luku upp sama munni, að
Manning stjórnin hefði gefið
fylkisbúum heilbrigða og ráð-
vanda stjórn, enda er Mr. Mann-
ing talinn að vera mannkosta-
maður mðe heilbrigðan krist-
inn anda. Þá var Hon. R. B.
Bennett, Calgary maður, stjórn-
arformaður í Canada frá 1930—
1935 árin sem erfiðust hafa ver-
ið í Canada síðan fylkjasamband-
ið var stofnað 1867. Var hann
óefað einn vitrasti og málsnjall-
asti maður sem þá stöðu hefur
skipað, annar en Sir Wilfred
Laurier, eP það stórt spursmál
hvort það var ekki misráðið af
þjóðinni, þegar hún kastaði hon-
um fyrir borð eftir eitt kjör-
tímabil. Hann hefði verið þarf-
ur maður við stjórnvöl á þessari
tíð.
Nú er haldið á stað frá Cal-
gary, fylgir brautin Bow ánni,
sem rennur í gegnum borgina,
eru á báðar hliðar hæðalönd
(The foothills of the Rockies) er
útsýni fagurt en jarðvegurinn
virðist fremur magur og er lítið
yrkt, er það mest beitiland,
hjarðmanna paradís (Ranching
Country), farið er yfir Bow
ána tvisvar að mig minnir. Þeg-
ar farið er yfir hana í seinna
skiptið eru fjöllin að byrja, þessi
mikli fjalla klasi, sem frægur er
um allan heim, fyrir hrikaleik,
tign og fegurð, er nautn fyrir
ferðamann að horfa á þessa
himinbláu tinda — bautasteina
liðinna alda, og mun þó fegurð-
in ennþá meiri að sumarlagi er
alt er í blóma. Við sem uppalin
erum á sléttunni, sjáum hér nýja
og óútreiknanlega fegurð, sem
hrífur hugann, og þegar maður
hugsar, finnur maður hvað marg-
breytilegar eru dásemdir tilver-
Frh.
GAMAN
0G ALVARA
Engin sönnun.
1 samkvæmi nokkru varð fólki
tíðrætt um tjón það, er menn
biðu á heilsu sinni af reyking-
um. Einn samkvæmisgesta and-
mælti þessu og fórust m. a. orð
á þessa leið:
“Tökum t. d. hann frænda
minn, hann Jörund gamla.
Hann er nú rétt að verða sjö-
tugur og hefur alla æfina reykt
oins og skorsteinn. Þrátt fyrir
þetta er hann enn í dag við
hestaheilsu ...”
“En þetta sannar bara ekk-
ert,” greip þá kvenmaður nokk'
ur fram í. “Ef hann hefði aldrei
reykt, væri hann líklega orðinn
áttræður.”
•
.Hún: “Það var hlægileg saga,
sem þér sögðuð mér í gær um
asnann.”
Hann: “Fanst yður það?”
Hún: “Já, sannarlega. Eg er
viss um, að í hvert skipti, sem
eg sé asna hér eftir, minnir hann
mig á yður.”
Gráttu af elsku, en ekki af
reiði, því að köld rigning glæð-
ir ekki vöxt blómanna.
Enskur málsháttur.
•
III nauðsyn.
— Hvenær varð sund al-
mennt á Skotlandi?
— Ekki fyrr en byrjað var
að taka brúartolla.
•
Ef eitthvað er sagt í gamni er
óheiðarlegt að taka það alvar
lega.
DR. A. BLONDAL
Phy.iician & Suroeon
802 MEDICAL ARTS BLDO.
Sfmi 93 996
Helmili: 108 Chataway
Slmi 61 028
DR. A. V. JOHNSON
Dentiat
•
6 06 SOMERSET BLDQ.
Thelephone 97 932
Home Telephone 202 398
Frá
vini
DR. ROBERT BLACK
Sérfræöingur í Augna, Eyrna, nef
og hálssjúltdómum
416 Medical Arts Building,
Graham and Kennedy St.
Skrifstofusfmi 93-851
Heimasfmi 42 154
EYOLFSON’S DRUti
PARK RIVER, N.D.
Islenekur lyfsali
Vólk getur pantaB meöul
annaO meO pðstl.
Fljöt afgreiOsla.
og
A. S. BARDAL
848 8HERBROOK ST.
Selur Ukkistur og annast um ftt-
farlr. Allur (ItbtlnaOur sá beztl.
Ennfremur selur hann allakonar
minnisvarCa og legsteina.
Skrlfstofu talSImi 27 324
Heimilis talslmi 26 444
HALDOR HALDORSON
bl/pgingameistari
23 Music and Art Building
Broadway and Hargrave
Winnipeg, Canada
Phone 93 055
INSURE your property wlth
HOME SECURITIES LTD.
468 MAIN ST.
Leo E. Johnson A. I. I. A. Mgr.
Phones Bus. 23 377 Res. 39 433
TELEPHONE 98 018
H. J. PALMASON & CO.
Chartered Accountants
1101 McARTHUR BUIL.DING
WINNIPEG, CANADA
Phone 49 489
Radio Servlce Speciallats
ELEGTRONICI
LABS.
H. THORKELSON, Prop.
The most up-to-date Sound
Equipment System.
13« OSBORNE 8T., WINNIPEG
G. F. Jonaason, Pres. £ Man. Dir.
S. M. Backman, Sec.
Keystone Fisheries
Limited
404 Soott Block Sími 95 227
Wholasala Dlst-ributors
TRE8H AND FROZKN
FI8R
MANITOBA FISHERIES
WINNIPEO, MAN.
T. Bercovitch, framhv.stl.
Vermla f heildsölu meO nýjan og
froalnn flsk.
908 OWENA BT.
Bkrlfstofusfml 16 885
Helmaslml 58 488
Dr. S. J. Johanneseon
215 RUBT STREET
(Belnt suöur af Bannfng)
Talsfmi 30 877
VIBtalstlmi 8—6 «. h.
Dr. E. JOHNSON
304 Evellne St. Selkirk
Offlce hrs. 2.30—6 P.M.
Phone office 26. Res. 230
Office Phone
94 762
Res. Phone
72 409
Dr. L. A. Sigurdson
116 MEDICAL, ARTS BLDG.
Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m.
ond by appolntment
DRS. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlœknar
•
408 TORONTO OEN. TRC8T8
BUILDINO
Cor. Portage Ave. og Sniith 8%.
PHONE 96 952 WINNIPEO
fi
)Í€€€ÍÍOS
y Phone ?S:;; 96 647 y
Legsleinar •em skara framúr Úrvals blágríti og Manltoba marmari BkrifiO eftir verOskrá
GILLIS QUARRIES. LTD.
1400 Spruce St. Sími 28 893 Winnipeg, Man.
J. J. SWANSON £ CO.
L.IMITED
808 AVENUE BLDO.. WPO.
•
Faerelgnaaaiar. Lelgja hQs. Ct-
vega peningalán og eldsábyrgfl.
bífrelBaábyrgö. o. s. frv.
Phone 97 538
ANDREWS, ANDREWS
THORVALDSON AND
EGGERTSON
LöofrcnOinoar
209 Bank of Nova Scotla
Portage og Garry St.
Simi 98 291
Blóm Btundvíslega afgreldd
m ROSERY
LTD.
StofnaO 1905
4 27 Portage Ave. Sími 97 466
Wlnnipeg.
GUNDRY & PYMORE LTB.
Britiah Quality — Fiah Netting
(0 VICTORIA STREBT
Fhone 98 211
Wlnnlpeg
Uanaoer, T. R. THORFALDKOM
Tour patronage wUl b«
appreciated
CANADIAN FISH
PRODUCERS, LTD.
t. B. Fao«, Manaoino Dirsctor
Wholesale Distributors of
Fresh and Fromen Fish.
111 Chamberm St.
Office Phone 26 328
Res Phone 73 917.
— LOANS —
At Rates Authorized by
Small Loana Act, 19 39.
PEOPLES
FINANCE CORP. DTD.
Licensed Lend^rs
Established 1929
403 Time Bldg. Phone 21 438
Parfnist þér UfsábyrgOarf
Ef svo er sjáiO þá
F. BJARNASON
UmboCsmaCur IMPERIAL LIFE
Phones 92 601, 35 264