Lögberg - 26.04.1945, Blaðsíða 4
4
LOGBERG, FIMTUDAGINN, 26. APRÍL, 1945
----------löBbcrg---------------------
GefiB út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS. LIMITED
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR DÖGBERG,
695 Sargent Ave., Winnipeg, Man.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and publishea by
The Coiumhia Press, Ljmited, 695 Sargent Avenue
Winnipeg, ManitoDa
PHONE 21 804
MwiiuiiUiiiiiUuiiUuuuiiiiuiiUiiuiiiiiiiiiuiiiiuiuii!iiiiiimiutiUiiiiiiiiiiiiiiiiiiuuiiuuiiiiiiiumiuuuiaiuiuiiiiuiuiii!iiiiiii:iiUiuuuMiiiiUiui
Þingrof og nýjar
kosningar
Eins og frá var skýrt hér í blaðinu í vikunni,
sem leið, hefir sambandsþing verið rofið og
nýjar kosningar fyrirskipaðar þann 11. júní
næstkomandi; þingið hlaut eðlilegan dauðdaga
hinn 17. yfirstandandi mánaðar, eða með öðr-
u'm orðum, stundaglas kjörtímabilsins rann þá
út.
Nokkur málgögn íhaldsflokksins, eða hliðholl
honum, svo sem Winnipeg Tribune, mæltu með
því, að þingið framlengdi líf sitt þar til yfir
lyki í stríðinu; fordæma til slíks þurfti vita-
skuld ekki lengra að leita, en til Bretlands, og
því þá ekki að velja þá leiðina? Forsætisráð-
herrann, Mr. King, sem frá upphafi hinnar
pólitísku göngu sinnar, hefir jafnan treyst fólk-
inu, engu síður en það hefir treyst honum,
tók framlenging þingtímans ekki í mál, í lýð-
ræðislöndum eins og Canada, væri það stjórn-
skipulegur réttur kjósenda, að láta vilja sinn í
ljós í almennum kosningum svo sem lög mæla
fyrir, án þess að tillit yrði tekið til sérhags-
muna eða dutlunga þeirra, sem með völd færi í
þann og þann svipinn; fyrir þessa frjálsmann-
legu og drengilegu afstöðu sína, verðskuldar Mr.
King þjóðarþökk, engu síður en fyrir svo margt
annað, er hann með viturlegri forsjá, hefir unn-
ið þjóðinni til nytsemdar.
Þing það, sem nú var nýlega rofið, tók til
starfa að afstöðnum kosningum 1940. Það varð
þegar, af skiljanlegum ástæðum, verkefni þessa
þings, að undirbúa á öllum sviðum þá hina
risavöxnu stríðssókn þjóðarinnar, sem fyrir
löngu hefir vakið undrun og aðdáun alls hins
siðmenta heims; það út af fyrir sig, að skera
upp herör og safna miklu liði, var vitanlega
engan veginn fullnægjandi; herinn, allar greinar
hans, þurfti að útbúa að klæðum, vopnum og
vistum svo sem bezt mátti verða; alt krafðist
þetta róttækra breytinga á athafnalífi og starfs-
háttum þjóðarinnar frá friðariðju, til marg-
brotinnar og stórfeldrar stríðstímaiðju.
Eins og gefur að skilja, féll fyrst og fremst
megin þungi skipulagningarinnar varðandi
stríðssóknina, ráðuneytinu á herðar, og verður
nú ekki um það deilt, að á þeim vettvangi, hafi
forsætisráðherra persónulega átt bróðurhlutann,
þótt hann jafnan hefði mannvali miklu á að
skipa sér til aðstoðar.
Langmestan hluta hins nýútrunna kjörtíma-
bils, var ráðuneytið eins samstætt og bezt varð
á kosið; ágreinings svo teljandi væri, varð ekki
vart, fyr en Col. Ralston kom úr Evrópuför
sinni, og lét af embætti vegna þess, að hann, að
minsta kosti í svipinn, sá ekki auga til auga við
Mr. King, varðandi þær aðferðir, er beitt skyldi
því til tryggingar, að nægilegt styrktarlið yrði
ávalt til taks, hinum stríðandi hersveitum vor-
um austan hafs til fulltingis; og ekki átti nú
þessi ágreiningur eða skoðanamunur sér dýpri
rætur en það, að er til atkvæðagreiðslu kom
um málið í þinginu, hikaði Col. Ralston ekki
við það, að greiða stjórninni traustsyfirlýsingu;
enda er hann að allra dómi, réttlátur maður
og vitur; eftirmaður Col. Ralstons, Gen. Mc-
Naughton, er einnig þjóðkunnur merkismaður;
hann átti ekki sæti á síðasta þingi, en kosningu
hans þann 11. júní næstkomandi, draga víst
fáir í efa; nú hefir Mr. King, hrundið í fram-
kvæmd víðtækum breytingum á ráðuneyti sínu,
sem allar spá góðu um framtíðina; hann hefir
skipað í ráðuneytið ýmissa tiltölulega unga
menn, í stað hinna, sem árum saman höfðu
borið hita og þunga dagsins, og teknir voru að
eldast og þreytast; ein breytingin, öðrum frem-
ur, varðar einkum Manitobabúa, og vekur sér-
staklega athygli þeirra, en hún lýtur að embættis
afsögn náttúrufríðindaráðherrans, Hon. T. A.
Crerars, sem hefir hlotið sæti í efri málstof-
unni. Mr. Crerar er fyrir löngu þjóðkunnur
athafnamaður, er mjög hefir látið sér hugar-
haldið um málefni og málstað Vesturfylkjanna;
eftirmaður hans í ráðuneytinu verður Hon. J.
Allison Glenn, sá, er um all-mörg undanfarin
ár, hefir við hinn ágætasta orðstír, skipað for-
sæti í neðri málstofu sambandsþingsins, og set-
ið á þingi fyrir Marquette kjördæmið í þessu
fylki; fær Vesturlandið alveg vafalaust dyggan
málsvara þar sem hann verður að verki.
Það var ekki einasta, að það yrði hlutskipti
núverandi stjórnar og hins nýrofna þings, að
búa þjóðina til hinnar risafengnu stríðssóknar,
heldur afköstuðu þessir aðiljar í sameiningu
margháttuðum afreksverkum varðandi skipu-
lagningu mannfélagsmálanna heima fyrir; má
þar meðal annars tilnefna löggjöfina um verð-
festing lífsnauðsynja, sem skapaði slíkt jafn-
vægi innan vébanda þjóðfélagsins, að aðrar
þjóðir, svo sem Bandaríkin, tóku það sér til
fyrirmyndar; borgarar þessa lands, sem lifðu
af verðþenslubrjálæðið í styrjöldinni frá 1914,
og enn eru ofar moldu, muna tímana tvenna,
og láta hvorki blekkjast né telja sér hughvarf,
er til þess kemur, að skera úr um það. hverj-
um skuli völd falin til næstu fimm ára í þessu
fagra og friðsæla landi; þeim er það alveg ljóst,
hvað þeir eiga Mr. King, ráðuneyti hans, og
frjálslynda flokknum í heild að þakka, og þeim
fer nú æ fjölgandi meðal kjósenda, er svipuðum
augum líta á málin.
Hinn djarflyndi og róttæki þingmaður Win-
nipegborgar í fylkisþinginu, sem enginn grunar
um græzku, Mr. Lewis St. George Stubbs, komst
ekki alls fyrir löngu í samtali við fréttaritara
dagblaðsins Winnipeg Tribune, þannig að orði:
“Endurkosnirig núverandi sambandsstjórnar
er þjóðarnauðsyn, en myndun stjórnar, er ann-
aðhvort Mr. Bracken eða Mr. Coldwell stæðu
að, þjóðarógæfa.”
Óhjákvœmileg
athugasemd
....i.,.,;:!.... ..„ii;ii:iii!!:i::::i:,li:nnii:m;,:.ii.ll:lll,i;,:;i,in[ii.:,...i;li,iiiiiiiini[iiiiiiiiii;;iiiniiiii[iii;!i:::imiiiiiiii[[inii::i]
Þann 15. marz síðastliðinn, ávítaði Lögberg
miðstjórn C.C.F. flokksins stranglega, fyrir
það pólitíska, illkynjaða gerræði er hún gerðist
sek um, með því að gera tvo flokksbræður sína
í fylkisþinginu í Manitoba flokksræka, fyrir
það eitt, að því er bezt verður séð, að þeir
höfðu mannrænu í sér til þess að finna opin-
berlega og á réttum stað, í þingsalnum, að einu
og öðru, er þeim þótti steinrunnið og úrelt í
stefnuskrá flokksins; þessir menn, þeir Dr.
Johnson og Mr. Richards, trúðu því auðsjáan-
lega eins og nýju neti, að þeir byggju í landi,
þar sem málfrelsi, skoðanafrelsi og samvizku-
frelsi væri almennt viðurkent, og þá takmarkað
einungis um hríð í vissum tilfellum aðeins, af
ástæðum, sem frá stríðinu stafa; engar slíkar
ástæður voru við hendi, varðandi hina áminstu
þingmenn, löglega fulltrúa hlutaðeigandi kjör-
dæma; ekkert af þessu tekur miðstjórn þeirra
C.C.F.-manna til greina, heldur kallar afar-
langan fund, að því er sagan segir, og gerir
áminsta félagsbræður sína flokksræka; ekki
með neinum silkiglófum, heldur blátt áfram
með harðri hendi, eins og Lögberg í áminstri
ritstjórnargrein skýrði frá.
í Lögbergi frá 12. þ. m., finnur Mr. J. J.
Swanson hjá sér hvöt, til að mótmæla því, að
áminstir þingmenn hefðu verið reknir úr flokkn-
um “með harðri hendi”. Þetta verður því furðu-
legra, sem vitað er, að Mr. Swanson kunni
einhver skil á því handbragði, sem beitt var, því
annars hefði honum naumast orðið sú skyssa á,
að staðfesta ummæli Lögbergs með birtingu
yfirlýsingarinnar varðandi burtreksturinn; og
til þess að taka af öll tvímæli í þessu efni,
þykir hlýða, að yfirlýsingin sé hér endurbirt.
“Með því að B. R. Richard og Dr. D. L.
Johnston hafa lýst því yfir, að þeir séu nú
algjörlega mótfallnir stjórnmálastefnu C.C.F.
eins og hún var samþykt með afli atkvæða á
fylkis- og landsfundum.
Og með því að þeir hafa lýst yfir sem sinni
Mcoðun, að þeim ákvörðunum C.C.F. að vinna
næstu sambandskosningar skuli hætt, og í þess
stað hefja samvinnu við Liberal og Labor-
Progressive flokkinn, hvers stefna mundi
yerða andstæð ákvörðunum félagsmanna
vorra.
Og með því að þeir hafa lýst yfir samþykki
sínu með stefnu L.P.P. og hafa viðurkent að
hafa setið á ráðstefnum með foringjum nefnds
flokks.
Og með því að þeir ha'fa með slíkri hegðan,
gjört tilraun til að eyðileggja C.C.F. og gengið
í lið óvina vorra.
Er þessvegna hér með ákveðið að B. R.
Richard og Dr. L. D. Johnson skuli strikaðir út
af meðlimaskrá C.C.F. flokksins, samkvæmt á-
kvæðum grundvallarlaga C.C.F. Þeir skulu þar
með útilokaðir frá öllum samböndum við C.C.F.
í Manitoba og sviftir öllum réttindum er með-
limir verða aðnjótandi.”
Síðasta málsgrein áminstrar yfirlýsingar,
tekur af öll tvímæli um aðferðina, sem beitt var:
“Þeir skulu þar með útilokaðir frá öllum sam-
böndum við C.C.F. í Manitoba og sviptir öllum
réttindum, er meðlimir flokksins verða aðnjót-
andi”. Finst Mr. Swanson það bera vitni hlý-
leik eða handmýkt, þegar menn eru “sviptii
öllum réttindum”? Sé svo, hefir hann fundið
upp alveg splunkunýtt púður; nýtt blekkinga-
púður, eða hvað?
Mr. Swanson sýnist enn taka það nærri sér,
að Lögberg skyldi láta slík orð sér um munn
falla að afstöðnum síðustu fylkiskosningum, að
C.C.F. flokkurinn í fylkinu væri að gufa, eða
Greinargerð eftir Júlíus Hafsteen sýslumann um
Drauma og draumsýnir
Jóns P. Jónssonar frá Tröllakoti
Undanfarnar vikur hafa margskonar sögur gengið manna
á milli um drauma og spádóma Jóns P. Jónssonar frá
Tröllakoti við Húsavík, og margt ranghermt eins og geng-
ur. Til þess að lesendum blaðsins gœfist kostur á að fá
sem greinilegastar fregnir af þessum manni og draum-
gáfu hans, hefir ritstj. fengið hér til birtnigar skýrslu
Júlíusar Havsteen sýslumanns, sem hann hefir samið
eftir frásögn Jóns.
lnngangsorð.
Þegar “Súðin” varð fyrir árás
flugvélarinnar þýzku austan
Grímseyjar í júní 1943 og komst
nauðulega til Húsavíkur með að-
stoð ensks togara, svo sem kunn-
ugt er, var eg staddur í Reykja-
vík, en kom skömmu síðar heim.
Var þá all-mikið um þessa árás
talað, svo sem gefur að sklija,
og heyrði eg m. a. sagt, að Jón
P. Jónsson verkamaður í Húsa-
vík hefði dreymt fvrir þessum
tíðindum og einhverju svipuðu
hefði hann spáð, að koma myndi
fyrir “Goðafoss”.
Þeir, sem sögðu mér frá draum
um Jóns, höfðu þá all-flestir í
flimtingum og hentu gaman að
spádómsgáfu Jóns, sem þeir töldu
ekki spámannlega vaxinn.
Gaf eg draumahjali þessu lít-
inn gaum og taldi víst, þar sem
Jón var mér kunnugur, að hann
myndi segja mér frá draumum
sínum ef hann teldi þá fyrir
stórtíðindum.
Eg var staddur í Reykjavík
þegar “Goðafoss’ var sökt og
skaut þá frásögnunum um
drauma Jóns upp í huga minn.
er eg frétti með hvaða hætti
slysið varð og ásetti mér, að
láta Jón segja mér í góðu tómi
frá draumum sínum og jafnvel
taka þá niður og styrktist eg
í áformi þessu þegar heim kom
og heyrði að Jóni hefði birst
draumur eða draumsýn um
“Dettifoss”, en þennan síðast-
nefnda draum hafði hann sagt
Karli Kristjánssyni oddvita í
Húsavík, sem ritaði niður frá-
sögn Jóns og sendi hana fram-
kvæmdarstjóra Eimskipafélags
íslands, Guðmundi Vilhjálms-
syni.
Ætt Jóns og uppruni.
Áður en eg gef Jóni orðið,
þykir mér rétt að kynna hann,
og verður þá auðskildara sam-
band það hið nána, sem er milli
hans og föður hans í draumun-
um.
Jón Pálsson Jónsson, er svo
var skírður, er fæddur í Húsa-
hefði gufað upp; en atburðir
síðustu tíma hafa áþreifanlega
leitt í ljós, að í þessu fylki, að
minsta kosti, sé ekki alt með
feldu um hag flokksins; upp-.
gufunin fremur að færast í auk-
ana, en það gagnstæða; hve heil-
steyptur flokkurinn í Ontario
er, skal ósagt látið að þessu
sinni; en naumast mun úr vegi
að þess sé getið, að samkvæmt
fregn frá Toronto þann 13. þ. m.,
sagði sig formlega úr C.C.F.
flokknum maður að nafni J. U.
Gauthier, er bauð sig fram af
hálfu C.C.F. við síðustu fylkis-
kosningar í Quebec í Chambly
kjördæmi, en nú leitar kosninga
í Chambly-Roution, og bygði úr-
sögn sína á þeirri ódemókratisku
aðferð, sem beitt var við þá Dr.
Johnson og Mr. Richards. Þetta
er aðferð, sem canadiska þjóðin
undir engum kringumstæðum
sættir sig við, hvort heldur það
er^Mr. Swanson eða einhver ann-
ar, sem leggur blessun sína yfir
hana.
Ummæli Mr. Swanson’s um
kúgun auðvaldsins í niðurlagi
ritsmíðar hans, eru réttmæt,
þótt vér höfum óneitanlega kom
ist á snoðir um, að ýmsum þætti
þau koma úr hörðustu átt.
vík 27. júlí 1904, elstur fjögra
systkina sem lifa. Hann er sonur
hjónanna Jóns Jónssonar og
Sigríðar Þorbergsdóttur, sem
bjuggu á jörðinni Tröllakoti hjá-
leigu frá jörðinni Bakka norðan
Húsavíkur, en nú eru báðar þess-
ar jarðir lagðar undir Húsavík-
urhrepp. Jón ólst upp í Trölla-
koti og er kendur við þann bæ.
Barnungur misti hann móður
sína og er enn til þess tekið af
kunnugum, hversu Jón eldri
gekk börnum sínum í móður stað
og lét sér ant um þau, einkum
um elsta soninn, sem var pasturs-
lítill, uns eldri Jón dó af slys-
förum árið 1925.
Jón P. Jónsson er lítill vexti
hrekklaus með öllu, glaðlynd-
ur, all óframfærinn í tali og
hættir því mönnum til þess að
henda gamni að frásögnum hans.
Faðir hans var og lítill vexti en
hnellinn og talinn bæði sann-
orður, vandaður og sérstaklega
hjálpsamur.
Afi Jóns, sem hann er heit-
inn eftir, var sunnan úr Rang-
árþingi, sonur séra Páls Páls-
sonar, sfem kunnur er af því að
hafa tekið manna- fyrstur upp
hér á landi kennslu málleys-
ingja, að mér er tjáð. Var Jón
þessi í hærra lagi, vel vaxinn
og vel greindur. Hann var orð-
lagður smiður. Giftist hann Sig-
ríði Jónatansdóttur systur Jó-
hannesar pósts að Birningsstöð-
um í Laxárdal, sem talinn var
ratvísastur og stundvísastur land
pósta, og er þá mikið sagt. Son-
ur Jóhannesar, sem tók við póst-
ferðum eftir hann, var Kristján
bóndi á Jódísarstöðum í Kaup-
angurssveit í Eyjafirði.
Var hann og dugnaðar póstur
og þegar til vildi, að hann fór
afvega, sem sjaldan var, birtist
honum ætíð ljós sbr. kaflinn
“Leiðarljós” í ritinu “Landpóst-
ar” og var það trú manna, að
með ljósi þessu væri Jóhannes
að vísa syni sínum til vegar.
Draumar Jóns.
Það var að kvöldi dags á
Tómasarmessu síðastliðinnar
hinn 22. des. 1944. að eg bað
Jón að finna mig og er hann
var vel sestur, fór eg að spjalia
við hann um draumana. Bað eg
hann eftír nokkra stund að segja
mér fyrsta drauminn sinn sem
hann myndi eftir og hefði verið
mark á takandi. Frásögn hans er
þannig:
Fyrsti draumurinn.
“Nú eru liðin rúm 20 ár frá
því mig dreymdi fyrsta draum-
inn sem eg setti á mig og var
það þá faðir minn sál. sem birt-
ist mér í draumnum, eins og
hann ætíð síðan hefir birst mér
í draumum mínum og sagt mér
eða sýnt mér það, sem fram
átti að koma og ávalt hefir
reynst rétt. Eg var þá vetrar-
maður hjá ekkjunni Sigurrósu
á Grásíðu í Kelduhverfi og
gætti kinda. Nótt eina snemma
vetrar 1924 dreymdi m,ig, að
pabbi kom til mín og segir við
mig, að eg skuli ekki láta út
ærnar að morgni, því á muni
skella blindbylur þegar á dag-
inn líði, er standi nokkra daga.
Þegar eg vaknaði, var veð-
ur sæmilega gott en þykt í lofti
og sagði eg þá húsbændum
mínum drauminn og færðist
undan að hleypa út ánum. Bene-
dikt Björnsson, sem þá var ráðs-
maður hjá Sigurrósu, sagði, að
svo mætti vera í þetta sinn,
enda þótt hann tryði ekki veru-
lega á drauminn. Skömmu fyr-
ir hádegi gerði skyndilega iðu-
lausa stórhríð og hraktist fé
eitthvað, sem látið hafði verið
út um morguninn á öðrum bæj-
um í hverfinu. Faðir minn —
Jón í Tröllakoti — var þá lif-
andi, en vorið 1925 varð hann
undir vélbát við framsetningu
á bátnum og beið bana af á-
verkanum.
Upp frá því hefir hann iðulega
birst mér í draumum og er eg
þá líklega oftast nær eða æfin-
lega milli svefns og vöku er eg
verð hans var, og hefir ætíð farið
(Frh. á bls. 5)
Vegna strits vors
hrósum vér sigri!
Samborgarar:
Við sérhvert sigurlán, hafa Manitobábúar látið í Ijósi
sterka ákvörðun um stuðning við hermenn vora til þess
ýtrasta; kaupin hafa ávalt farið fram úr hinni tilsettu
fjárhæð sérhvert nýtt lán hefri verið skoðað sem sjálf-
sögð hólmganga, er ekki yrði hopað frá.
Skerfur vor í áttunda láninu, er ákveðinn $95,000,00.
Fylkisstjórnin kaupir álitlega upphæð í láninu úr
varasjóði sínum og öðrum innstœðum, en þó verða
það samstilt átök einstaklingsins, sem úrslitum ráða.
Tvennar ástæður gera lánið að knýjandi nauðsyn—
að Ijúka stríðinu, og gera mögulega viðreisnina, sem er
lífsnauðsyn, til þess að endurreisa borgir, draga úr
sársauka og hjálpa þeim mönnum, er þjáningar stríðs-
ins hafa svipmerkt; þá getum vér sagt: “Stríðinu er
lokið, vér höfum unnið orustuna.”
Premier.
THE GOVERNMENT OF THE
PROVINCE OF MANITOBA