Lögberg - 26.04.1945, Síða 8

Lögberg - 26.04.1945, Síða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 26. APRÍL, 1945 KIRKJUÞING Framkvæmdarnefnd Hins Evangeliska Lúterska Kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi, hefur samþykt að halda ársþing Kirkju- félags vors dagana 21. til 26. júní í sumar. Samkvæmt góðu boði Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg verður þingið haldið hjá þeim söfnuði. Byrjar það með guðsþjónustu, altarisgöngu, þing- setningu og skýrslu forseta, fimtudagskvöldið 21. júní kl. 8 e. h., i Fyrstu lútersku kirkju. Þetta þing er sérstakt hátíðarþing, þar sem þar verður minst hundrað ára afmælis Dr. Jóns Bjarnasonar, hins ástáæla leiðtoga félagsins á fyrri árum, og kirkjufélagið minnist líka 60 ára af- mælis síns. Einn af hinum góðu aðkomugestum á þinginu verður hinn mikilsvirti forseti U.L.C.A. — Dr. Franklin C. Fry. Síðar verður þingið með dagskrá þess fofmlega auglýst. En marga mun fýsa að vita um þingtímann sem fyrst. H. Sigmar, forseti. Ur borg og bygð Leiðrétting. í grein minni um frú Björgu ísfeld í síðasta Lögbergi sagði eg, að hún hefði verið svo að segja önnur hönd karlakórsins íslenzka í Winnipeg. Þetta er missagt. Það var ekki karlakór- inn, heldur söngfélag það sem Halldór Þórólfsson, Brynjólfur Þorláksson og Björgvin Guð- mundsson veittu forstöðu (Choral Society), sem frú Björg var líf og sál í. J. J. Bíldfell. • Þann 14. apríl s. 1., voru gefin saman í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg, Edna May Lang og Friðrik ísfeld. Brúðurin er af enskum ættum, dóttir Mrs. M. Vivian Lang 759 Scotland Ave., Winnipeg, en brúðguminn er af íslenzkum ættum, sonur þeirr a Kristjáns isfeld og Helgu Tómas- dóttur konu hans, sem voru frum kyggJar í Brúarbygð í. Argyle, Man. Fjöldi vina og vandamanna voru viðstaddir. Að athöfninni lokinni, sátu nánustu gestir og vinir ágæta brúðkaupsveizlu á einu af veitingahúsum Winnipeg borgar, “The Homestead”. Framtíðarheimili ungu hjón- anna verður í Winnipeg þar sem brúðguminn starfar við verzl- unarstörf fyrir stórt félag.* Séra E. H. Fáfnis gifti. • F.O. Hannes K. Vidal, sem tekinn var til fanga á Þýzkalandi í síðastliðnum ágústmánuði, er nú kominn til Englands sam- kvæmt símskeyti, er foreldrum hans, þeim Mr. og Mrs. Sigvaldi Vidal að Hnausum, nýlega barst. Þessi ungi flugforingi, sem dvaldi á sjúkrahúsi á Þýzkalandi vegna meiðsla, liggur nú á sjúkra , húsi á Englandi. • Donations to Jon Sigurdssons Chapter, I.O.D.E. Mr. og Mrs. Ólafur Péturson $25.00. Mrs. Hólmfríður Pétur- son $25.00. Mrs. John Goodman, Leslie, Sask. $1.50. • Donation to Mrs. W. J. Lindal Scholarship Fund From Mrs. Hólmfríður Pétur- son $15.00. Many thanks. Mrs. B. J. Skaptason. • Spring Concert. The Swedish Male Voice Choir under the direction of Mr. Arthur A. Anderson will present a program of English and Swedish songs at their annual spring concert to be held at the Hebrew Sick and Benefit Hall, 239 Sel- kirk Ave., Saturday April 28 at 8 P.M. Among composers featured will be Sibelius, Dvorak, Prince Gustaf, Lindblad and others. Assisting artists: Miss Alma Walberg, many times winner in the local Musical Festivals, who will present a number of violin solo, and Mr. Albert Nystrom, tenor, who will offer songs in English and Swedish. Other locai artists will also take part in the program. The public is cordial- ly invided. Admission $1.00. • Lögbergi hefir nýverið borist sú frétt, að íslendingar í Norður- byggðum Nýja-Islands hafi á- kveðið að halda lýðveldishátíð á Hnausum þann 16. júní næst- komandi. Góð tíðindi munu mörg um þykja það, að hinn ágæti fræðimaður, Dr. Stefán Einars- son, prófessor við Johns Hopkins háskólann í Baltimore, verður ræðumaður á hátíðinni. • Kveðja til Vestur-íslendinga. Um leið og eg nú er á förum heim, finn eg mér skylt að biðja Lögberg að flytja Vestur-íslend- ingum hjartans kveðjur fyrir þá ástúð, er eg hvarvetna mætti á Messuboð Fyrsta lúterska kirkja Séra Valdimar J. Eylands. Sími 29 017. Guðsþjónustur á sunnudögum. Kl. 11 f. h. á ensku. Kl. 12.15 sunnudagaskóli. Kl. 7 e. h. á íslenzku. Söngæfingar: Yngri söngflokkurinn á fimtu- dögum kl. 8. Eldri söngflokkurinn á föstu- dögum kl. 8. • Lúterska kirkjan í Selkirk. Sunnudaginn 29. apríl. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. íslenzk messa kl. 7 síðd. Allir velkomnir. S. Ólafsson. • Prestakall Norður-Dakota. Sunnudaginn 29. apríl. Gardarkirkja, guðsþjónusta á íslenzku kl. 11 f. h. Péturskirkja, guðsþjónusta á ensku kl. 2.30 e. h. Vídalínskirkja, guðsþjónusta á ensku kl. 8 e. h. • íslenzk guðsþjónusta í Van- couver kl. 7,30 e. h., sunnudag- inn 6. maí, í dönsku kirkjunni á E. 19th Ave. og Burns St. Allir velkomnir. R. Marteinsson. dvöl minni í Winnipeg meðan á síðasta Þjóðræknisþingi stóð, sem og af hálfu landa minna á öðr- um stöðum hvar sem leið mín lá í Canada og Bandaríkjunum. Endurminningin um dvöl mína meðal ykkar verður mér ó- gleymanleg. Yðar með virðingu og vinsemd. Árni G. Eylands. • Jóns Sigurðssonar félagið heldur fund að heimili Mrs. H. G. Henrickson 977 Dominion St.. á þriðjudagskvöldið þann I. maí næstkomandi, kl. 8 e. h. • Kvenfélag Fyrsta lúterska safn aðar hefir ákveðið að halda sinn árlega Vor-Baazar í samkomu- sal kirkjunnar þann 16. maí n. k.; slíkar útsölur eru ávalt fjölsótt- ar, og mun svo enn verða að þessu sinni. Dr. Haraldur Sigmar forseti kirkjufélagsins, kom til borgar- innar á mánudaginn ásamt frú sinni; þau hjónin komu hingað til þess að vitja sonar síns, Erics guðfræðings, sem hér hefir dval- ið um hríð sér til heilsubótar. • Mr. J. K. Ólafsson frá Gardar, N.-Dak., var staddur í borginni í byrj un yfirstandandi viku, kom hann hingað til þess að vitja konu sinnar, sem liggur á Al- menna sjúkrahúsinu um þessar mundir, og er nú á góðum bata- vegi. Síðastliðinn laugardag kom til borgarinnar frá Montreal, Mrs. Haraldur Johannson, ásamt börn- um sínum, Robert og Myra. Gerir hún ráð fyrir að dvelja hér um tveggja mánaða tíma í heimsókn til foreldra og vina. Laugardagsskólinn Það hefir ekki verið hávaða- samt um Laugardagsskólann, en frá því hann hófst í byrjun október s. 1., hefir hann haldið stöðugt áfram. Þegar honum verður lokið 5. maí n. k., verður búið að starfrækja hann í 28 laugardagsmorgna á þessu skóla- ári. Um 30 börn hafa sótt skólann og eiga þau og foreldrar þeirra þakkir skilið fyrir þá rækt, sem þau þannig sýna íslenzkunni og íslenzkum menningarerfðum. Fimm kennarar hafa starfað við skólann og leyst starfið af hendi með áhuga og samviskusemi. Nú eru börnin og kennararnir í óða önn að undirbúa lokasam- komuna. Þótt börnin séu dálítið færri en áður, munu þau reyna að sjá um það, að þessi samkoma standi ekki að baki fyrri sam- komum skólans, en þær hafa allar hlotið góða dóma. Börnin hafa ekki einungis gagn af því að æfa sig í leikj- unum og söngvunum, þau hafa mikla ánægju af því og hlakka mikið til að skemta á íslenzku, fullorðna fólkinu og öðrum börn- um, sem sækja samkomuna. Þau munu verða fyrir vonbrigðum ef samkoman verður ekki vel sótt. Bregðumst ekki börnunum, fjölmennum á samkomu þeirra og sýnum þannig að við metum, og virðum viðleitni þeirra í þá átt að læra íslenzkuna. Samkoman verður haldin í Sambandskirkjunni 5. maí. Hún byrjar ekki kl. 8 eins og venju- lega, heldur kl. 7 e. h. Á samkomunni verður einnig sýnd lithreyfimynd af íslandi. I. J. Wartime Prices and Trade Board ______ i Sykur til niðursuðu ávaxta. Margir virðast enn vera í dá- litlum efa viðvíkjandi svkri til niðursuðu ávaxta. 1 undanfarin ár hafa menn fengið tíu auka- seðla, sem hafa verið fyrir. eitt pund hver og sem aðeins mátti nota til þess að fá sykur. Þetta fyrirkomulag hafði þann galla að þeir sem ekki höfðu hentugleika til þess að sjóða niður ávexti, urðu að fara með seðlana til W. P. T. B. og fá þeim skipt fyrir sætmetis seðla. Nú hefir verið ákveðið að láta menn fá tuttugu auka seðla sem nota má fyrir hvort sem maður vill heldur, sætmeti eða.sykur. Ef sykur er tekinn út á þá fæst hálft pund með hverjum seðli, eða, tíu pund í alt. Þegar búið er með sætmetis seðlana sem nú eru notaðir, verða ljósgulu seðl- arnir merktir með “P” notaðir fyrir sykur eða sætmeti. Það hefir einnig verið spurt um sykur til þess að sjóða niður “rhubarb”. 1 fyrra fékkst eitt aukapund. 1 ár er þetta ekki mögulegt, en tveir fyrstu niður- suðusykur seðlarnir- gengu í gildi 15. marz og þeir sem vilja geta notað þá. Munið að þessir tuttugu auka- seðlar eru aðeins fyrir hálft pund hver. Munið einnig, að ef bók tapast er ekki hægt að fá uppbót a ónotuðum seðlum sem gengnir eru í gildi. / Smjörseðlar númer 104 ganga í gildi 26. apríl. Spurningum svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St., Winnipeg. Draumar og draumsýnir (Frh. af bls. 5) fljótlega skjalfestur eftir að Jón dreymdi hann og hann er nú kom inn fram. Mér er kunnugt um það af frásögn áheyrenda, að þegar “Goðafoss” kom til Húsavíkur 25. okt. 1942, hafði Jón orð á því, er skipið leysti festar frá hafnarbryggjunni og fór, að þetta væri í síðasta sinn sem Goðafoss kæmi til Húsavíkur (sem og varð). Þegar Lagarfoss kom hingað 2. nóv. 1944, var Jón ásamt fleiri Húsvíkingum staddur á aðalgötu kauptúnsins, er skipið sigldi inn flóann og hafði þá einhver í hópnum orð á því, að þarna færi víst Goðafoss, en Jón mótmælti því, og sagði, að Goðafoss kæmi aldrei framar til Húsavíkur. Maður, sem var í leitinni að enska hermanninum hefir tjáð mér, er eg las honum draum- inn, að Jón skýrði bæði rétt frá mánaðardegi og ártali sömuleiðis frá slóðinni, sem sást eftir her- manninn ofan við Höskuldsvatn. Jón hefir sagt mér, hver mað- urinn var, sem hann leitaði til út af kaupunum á hráolíuofnin- um sem hann fékk frá Akureyri með Selfoss sunnudaginn 28. jan. síðastliðinn. — “Esja” sneri við til ísafjarðar vegna íss í Djúpinu 12. marz árið sem leið, en komst þrem dögum síðar fyrir Horn og alla leið til Húsavíkur, en þá hafði Jón, rétt áður en þetta varð, lent í stælum við sjómenn nökkra hér í kauptúninu út af því, að þeir töldu Esju hafa hætt við að leggja aftur í ísinn, en Jón stóð á því, fastar en fótun- um, að Esja væri komin fyrir Horn, og myndi komast ferða sinna, einnig til Húsavíkur og reyndist það rétt. I samtölum mínum við Jón út af draumum hans og draumsýn- um, hefi eg oftlega lagt fyrir hann þá spurningu, hvort hann gæti ekki látið sig dreyma menn, hluti, eða það, sem er í huga hans ríkast, er hann legst útaf, en þeirri spurningu hefir hann ávalt svarað neitandi og stað- hæfir, að þetta sé sér ómögu- legt. Segist hann hafa reynt þetta en með öllu árangurslaust. Húsavík, 25. febr. 1945. Júlíus Havsteen. Mbl. 6. marz. GEYMIÐ yðar LOÐFÖT hjá QUINTON’S pað er ekkl of seint að tryggja loðföt gegn mölflugum, eldi og þjöfnaði. Finnið Quinton’s strax viðvlkjandi — • AÐGERÐUM • HREINSUN • _______• GEYMSLU • Vetrar klœðisyfirhafnir Kostaboð! • HREINSUÐ • GEYMD • VATRYGÐ Fur Trim—Blightly extra. SÍMI 42-361 Minniát BETEL í erfðaskrám yðar HÁMBLEY “CANADA’S LAHGEST HATCHERIES” Four hatches each week. R.O.P. Sired Leghorn Pullets, also Government Approved New Hampshires for PROMPT DELIVERY Rush your order TODAY! Send deposit or payment in full. ORDER FROM NEAREST BRANCH PRICES TO MAY 16 F.O.B. MAN., SASK. BRANCHES Govt Approv. 100 14.25 28.50 3.00 15.25 25.00 11.00 15.25 25.00 11.00 50 7.60 14.75 2.00 25 4.05 7.60 1.00 8.1014.30 13.00 6.00 8.10 13.00 6.00 6.75 3.00 4.30 6.75 3.00 Breed W. Leg. W.L. Pul W.L. Ckls B. Rocks B.R. Pul B.R. Ckls N. Hamp N.H. Pul N.H. Ckls | R.O.P. Sired | 100 | 50 I15.75| 8.35 131.00116.00 4.00 2.50 25 4.45 8.25 1.50 | Spec. Mating 16.75 28.00 12.00 16.75 28.00 12.00 8.85 14.50 6.50 8.85 14.50 6.50 REDUCED PRICES MAY 17 ON 13,251 7.10 26.50| 13.75 3.00| 2.00 14.25 23.00 11.00 14.25 23.00 11.00 7.60 12.00 6.00 7.60 12.00 6.00 3.80 7.10 1.00 4.05 6.25 3.00 4.05 6.25 3.00 W. Leg. W.L. Pul W.L. Ckls B. Rocks B.R. Pul B.R. Ckls N. Hamp N.H. Pul N.H. Ckls 114.75 [29.00 | 4.00 7.85 15.00 2.50 4.70 7.50 3.25 4.70 7.50 3.25 4.20 7.75 1.50 | Spec. Mating 115.751 8.35 Í26.00] 13.50 112.00 6.50 Il5.75| 8.35 (26.00113.50 12.00 6.50 4.45 7.00 3.25 4.45 7.00 3.25 Guar. 1007# live arr. Pullets 96% acc. HAMBLEY ELECTRIC HATCHERIES Winnipeg, Brandon, Portage, Regina, Saskatoon, Calgary, Edmonton, Swan Lake, Boissevain, Dauphin, Abbotsford, B.C., Port Arthur. MOST ... SUITS - COATS - DRESSES “CELLOTONE” CLEANED 7XC CASH AND CARRY CALLED FOR AND DELIVERED (Slightly Extra) Phone 37 261 PERTH’S 888 SARGENT AVE. The Swam Manufacturmg Co. Manufacturers of SWAN WEATHER-BTRIP Winnipeg. Halldór Methusalema Swan Eigandi 281 James Street Phone 22 (41 Ambassador Beauty Salon Nýtízku snyrtistofa Allar tegundir af Permanents. íslenzka töluð á staðnum. 257 KENNEDY STREET, fyrir sunnan Portage Bími 92 716 8. H. Johnson, eigandi. Y0UNG PE0PLE! If you are wondering what to give your Icelandic friends or relatives, here is the answer: “Björninn úr Bjarma- landi”, the newly published book by Þorsteinn Þ. Þor- steinsson would be a most welcome gift. In good cover $2.50, bound $3.25. Postage lOc extra. Send orders to— THE C.0LUMB1A PRESS LIMITED 695 SARGENT AVE. WINNIPEG MANITOBA Lokasamkoma Laugardagsskólans verður haldin í Sambandskirkjunni á Banning St., laugardaginn 5. maí, kl. 7 e. h. SKEMTISKRÁ: O, Canada 1. Ávarp samkomustjóra 2. Barnakór — Fuglinn í fjörunni. Siggi var úti. Fag- ur fiskur í sjó. Ólafur reið með björgum fram. 3. Samlestur — “Litla Gula hænan” — 5 stúlkur 4. Framsögn — Valdina Rafnkelsson 5. Leikur — “Ungi litli” — 6 börn 6. Trombone Duet — Erlingur Eggertson og Valdimar Eylands Jr. 7. Leikur — “Rauðhetta” — 8 börn 8. Framsögn — Evelyn Grimson 9. Leikur — “Jón og baunastöngullinn” — 4 börn 10. Framsögn — Linda Hallson 11. Barnakór — Þrösturinn góði. Stóð eg úti í tungls- ljósi. Litfríð og ljóshærð. 12. Lithreyfimynd af íslandi. God Save the King Aðgangur 25 cent. Ókeypis fyrir börn innan 14 ára.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.