Lögberg - 21.06.1945, Blaðsíða 2

Lögberg - 21.06.1945, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 21. JÚNÍ, 1945 T Bandalag Lúterskra Kvenna minnist tuttugu ára afmælis síns Á þingi þess, sem haldið var í Lútersku kirkjunni í Selkirk, dagana 8., 9. og 10. júní s. 1., þá mintist Bandalag lúterskra kvenna tuttugu ára afmælis síns. Fjölmenn guðsþjónusta, haldin kl. 2 e. h., var tileinkuð þessari minningarhátíð, og presturinn, séra Sigurður Ólafsson, mintist starfs Bandalagsins í ræðu sinni með fögrum orðum. Öllum við- stöddum var boðið yfir í sam- komuhúsið þar sem stutt minn- ingar athöfn fór fram undir stjórn forseta B.L.K., Mrs. S. Ólafsson. Hún las samfagnaðar- skeyti frá forseta kirkjufélagsins séra H. Sigmar. Hún nefndi kon- ur þær er voru á stofnfundi félagsins í Selkirk fyrir 25 arum síðan. Fimm af þeim konum voru viðstaddar, þær: Mrs. Finnur Johnson, Wpg., Mrs. Hansina Olson, Wpg., Mrs. Flora Benson, Wpg., Mrs. Jonina Eyman, Selkirk og Mrs. Maria Hinrikson, Selkirk. Mrs. S. O. Bjerring mælti fyr- ir minni Bandalagsins á viðeig- andi hátt og þrjár af hinum fyrstu embættiskonum félagsins, þær Mrs. F. Johnson, Mrs. Flora Benson og Mrs. O. Stephensen ávörpuðu mannfundinn og mint- ust þeirra áhugamála og þeirrar starfsemi er félagið hefir haft á dagskrá sinni frá því fyrsta, en sú starfsemi hefir innifalið efl- ingu Lúterskrar kristni í bygð- um vorum, sameiningu hinna ýmsu kvenfélaga í hinu Ev. Lút. kirkjufélagi, og áhrif í áttina til andlegs þroska kvenna. Söngfólk Selkirk safnaðar skemti með indælum söng. Að lokinni skemti skrá voru bornar fram rausnar- legar veitingar af kvenfélags- konum safnaðarins, þar sem aðal rétturinn var yndisleg afmælis- kaka, sem var gefin af tveimur konum í Selkirk. Að þessari athöfn lokinni þá lagði af stað stór hópur, um 38 manns, norður til Húsavíkur til þess að sjá hinn framtíðar sum- arbústaðastað er Bandalagið á- kvað á þessu þingi að kaupa af Mr. og Mrs. Helgi Johnson, Húsa- vík. Allir nutu þessarar skemti- ferðar á fögrum sumradegi, og þegar norður kom þá voru þeir hrifnir af þessum græna, sólríka bletti á vatnsströndinni. Staður þessi er fjórar mílur fyrir sunn- an Gimli, rétt við aðalbrautina, skamt frá járnbrautarstöð, kirkja og samkomuhús bygðarinnar eru þar nálægt. Nokkur falleg tré prýða blettinn, útsýnið er fagurt, fjaran hin ákjósanlegasta og kyrð og ró náttúrunnar ríkja þar ótruflað af hinu strjálbygða ná- grenni. Stjórnarnefnd var falið á þessu þingi að hrinda af stað verki því að koma upp þarna hinum fyrirhuguðu sumarbúð- um, og undirbúningur fyrir það hefst nú strax eftir þetta þing með það fyrir markmið að byggja sem fyrst og hefja starf- rækslu næsta sumar. Með hjálp og samvinnu allra unnenda þessa málefnis, þá treystir B.L.K. því að þetta fyrirtæki blessist og nái takmarki sínu, en takmarkið er: 1. Að veita kristilega fræðslu og undirbúa fyrir leiðtogastörf það fólk er óskar þess. 2. Að veita hvílu og hressingar stað fyrir þá sem vilja njóta þess. 1 sambandi við þennan sum- arbústað þá var stofnaður á þinginu sjóður í minningu um þá hermenn af íslenzku bergi brotnir, sem létu lífið í hinum tveimur heimsstríðum, og sá sjóð ur á að notast til þess að byggja kennslustofu sumarbústaðanna. Stofnfé sjóðsins, sem inn kom á þinginu nemur $536 og innifelur fé úr sjóðum Bandalagsins og gjafir frá einstaklingum. Byggingarsjóður Bandalagsins vex óðum, nemur nú $2511.59. Félög og einstaklingar hafa gef- ið rausnarlega í þennan sjóð og eiga þakkir skilið. Eitt kvenfél- agið, Herðubreiðar safnaðar í Langruth, hefir það fyrir mark- mið að safna fé í sinni bygð fyrir “Hospital Hut” sumarbú- anna. Þetta er góð hugmynd til eftirdæmis fyrir aðrar bygðir. Önnur mál þingsins voru rædd og afgreidd einnig á viðunanleg- an hátt. Samvinna, einhugur og áhugi fyrir öllum málefnum Banda- lagsins einkendi þetta þing. Nýtt mál, sem tekið var á dagskrá var kvendjáknast^rf, en það mál hefjr U.L.C.A. með höndum og fyrir beiðni forseta kirkjufélags- ins, þá var því bætt á dagskrá þingsins Mrs. G. Thorleifson gaf yfirlit yfir 60 ára starf þessa félagsskapar hér í Ameríku. Séra S. Ólafsson, er þing U.L.C.A. sótti í fyrra gaf einnig nokkrar skýringar þessu máli viðvíkj- andi. Einnig var rætt bindindismál- ið og skýrsla gefin yfir starf Manitoba Temperana Alliance á árinu, af erindreka Bandalagsins á þing þess, Mrs. A. S. Bardal og Miss L. Guttormsson voru kosnar sem fulltrúar á næsta árs- þing M. T. A. Fulltrúar B.L.K. á kirkjuþing- inu í sumar eru þær Mrs. O. Stephensen, Wpg.; og Mrs. Nor- man, Cypress River. Forseti, Mrs. Ólafsson, skilaði blessúnaróskum til B.L.K. og þings þess frá skrifara kirkju- félagsins, séra E. H. Fáfnis. Hannyrðasýning Bandalagsins fór fram í samkomuhúsi safnað- arins eftir hádegi á laugardag- inn. Sú sýning var fjölbreytt og fróðleg, og samanstóð af ótal yndislegum munum er konur úr hinum ýmsu bygðum höfðu búið til. Skemtisamkomur þingsins voru hafðar tvö kvöld, 8., og 9. júní, að viðstöddu fjölmenni. Erindi voru flutt af þessum kon- um: Mrs. Mary Buhr, “The Power of Prayer”. Mrs. S. Sigur- geirsson Gimli, “Bregðumst ekki skyldu vorri”. Mrs. H. G. Henrikson, “The Future Belongs to those who Prepore for it”. Þetta var yfir- lit yfir kristindómsstarf Banda- lagsins í hin s. 1. 20 ár. Mrs. A. Wathne, “Hannyrðasýning Can- adian Handicraft Guild í Win- nipeg”. Nokkrar konur skemtu með einsöng, þær: Miss B. Christin- son, Mrs. G. Johnson og Mrs. R. Hooker, aðstoðaðar af Mrs. W. Vogen. Einnig sungu nokkrar stúlkur, sem voru æfðar af Miss Doru Benson og aðstoðaðar af Miss Josephine Ólafson. Öllu þessu fólki, sem stuðlaði að því að gera þingið svo skemtilegt, þakkar Bandalagið innilega. Einnig þakkar það af hjarta kvenfélagskonum safnaðarins hinar alúðlegu viðtökur og höfð- inglegu veitingar framreiddar af mestu snild. Kosningar embættiskvenna fóru fram sem fylgir: Forseti Mrs. S. Ólafsson Selk. Vara-forseti Mrs. H. G. Hinrick son, Wpg. Skrifari Miss Lilja Guttorms- son, Wpg. B. v. skrifari Mrs. Anna Magnússon, Selkirk. Féhirðir Mrs. G. Johannson, Wpg. Vara-féhirðir Mrs. S. Johnson, Grund. Framkvæmdanefnd: Mrs. A. S. Bardal, Wpg. Mrs. B. B. Jonsson, Wpg. Mrs. B. Bjarnason, Langruth. Mrs. Anna Austman, Víðir. Mrs. G. A. Erlendson, Árborg. Árdísar-nefnd: Ritstjórar: Mrs. S. Ólafsson, Selkirk, Mrs. V. Stephensen, Wpg. Ráðskonur: Mrs. F. John- son, Wpg. Til aðstoðar Mrs. M. M. Jonasson, Árborg. Mrs. Aldís Péturson, Árborg. Sumarbúðanefnd: Mrs: A. H. Gray, Wpg. Mrs. H. Danielson, Wpg. Mrs. B. M. Paulson, Árborg. Mrs. S. Sigurgeirson, Gimli. Miss Freda Thorkelson, Árnes. Mrs. K. Sigurdson, Sandy Hook. Mrs. S. Ólafson, Riverton. Mrs. I. Swainson, Glenboro. Mrs. V. Mclnnes, Lanruth. Mrs. W. Finnson, Wpg. Mrs. J. G. Skúlason, Geysir. Mrs. H. G. Henrickson, Wpg. Miss M. Halldorson, Gimli. Mrs. Flora Benson, Wpg. Mrs. Chris Ólafson, Wpg. Féhirðir byggingarsjóðs er Mrs. H. F. Danielson, 869 Gar- field St., Wpg. Féhirðir minningarsjóðsins er Mrs. Anna Magnússon, Box 296, Selkirk Man. Fyrrverandi forseti er Mrs. G. Thorleifson, Langruth. Heiðurs- forsetar eru: Mrs. F. Johnson, Wpg. Mrs. Hansina Olson, Wpg. Mrs. R. Marteinson. Staddir á þessu þingi voru 25 fulltrúar frá 16 kvenfélögum, 11 meðlimir framkvæmdanefndar, 5 meðlimir sumarbúðanefndar, og 3 prestskonur. Einn prestur sat þingið, séra S. Ólafsson. Nöfn félaga og fulltrúa voru sem fylgir: 1. Junior Ladies Aid, Wpg. Mrs. J. Markússon, Mrs. W. Finnson. 2. Eldra kvenfél. Fyrsta lút. safnaðar. Mrs. Nordal, Mrs. Kr. Ólafson, Mrs. E. W. Perry, Mrs. S. Oddson. 3. Kvenfél. Selkirk safn. Mrs. Sigurður, Mrs. S. Sæmundson. 4. Kvenfél. Framsókn, Gimli. Mrs. S. Sigurgeirson, Miss M. Halldórson. 5. Kvenfél. Frelsis safn. Grund. Mrs. K. Christopherson. 6. Kvenfél. Fríkirkju safn, Brú. Mrs. G. Björnson. 7. Kvenfél. Glenboro safn. Mrs. .Liney Swainson. 8. Kvenfél. Baldursbrá, Bald- ur. Mrs. Jona Laxdal. 9. Kvenfél. Stjarnan, Árnes. Miss Freda Thorkelson, Mrs. H. Einarson. 10. Kvenfél. Undína, Hecla. Mrs. Lovisa Bell. 11. Kvenfél. Freyja, Geysir. Mrs. J. G. Skúlason. 12. Kvenfél. Yrdals safn., Ár- borg. Mrs. Guðrún Thorsteinson. 13. Kvenfél. Bræðrasafn., River ton. Mrs. Kristín Ólafson. 14. Kvenfél. Fjóla, Brown. Mrs. Sigurlína Isacson. 15. Kvenfél. Isafold, Víðir. Mrs. Lára Wilson, Mrs. Aldís Pétur- son. 16. Kvenfél. Herðubreiðar safn. Langruth. Mrs. J. A. Thompson, Mrs. Victoria Mclnnes. Immanuel trúboðsfélagið í Wynyard, sendi skýrslu. Gestir á þinginu voru: Mrs. Hansina Olafson, Wpg. Mrs. Flora Benson, Wpg. Mrs. K. Sigurdson, Geysir. Mrs. Tomason, Brown. Mrs. K. B. Johnson, Wpg. Lilja Guttormsson, skrifari. Tötrulega búinn flakkari ákvað að betla um föt í fyrsta húsinu, sem hann kæmi að. Nú vildi svo til, að hann kom að læknisbú- stað. Kona nokur kom til dyra. Betlarinn bað hana að fara til læknisins og spyrja hann, hvort hann ætti ekki gamlar buxur, sem hann væri hættur að nota. — Eg býst ekki við, að þér gætuð notað buxur af honum, svaraði konan. — O, sei-sei jú, anzaði betlar- inn, — eg er ekkert vandlátur í þeim efnum. Mér er alveg sama, þó þær séu orðnar gamlar. — Það er ekki það, sagði kon- an, — en eg er nefnilega lækn- irinn. Látinn í herþjónustu Stefán Gísli Ólason Einn úr hópi vorra ungu Vest- ur-íslendinga, Stefán Gísli Ola- son frá Hensel, N.-D., féll i Burma, er flugvél sú er hann var á var skotin niður af óvina- hernum 4. des., umliðið haust; haran var sonur þeirra hjóna Jóns Metúsalemson Olason að Akra, N.-D. og konu hans Elín- fríðar Olason, nú búsett í grend við Hensel, N.-D. Þau hjón fóru frá N.-D. skömmu eftir aldamótin til Mani- toba og settust fyrst að í Vita, Man., og fluttu svo þaðan til Grunnavatns bygðarinnar og sett ust að í Lillisve, 12 mílur fyrir austan Lundar, og bjuggu þar þangað til 1926, að þau fluttu til baka til Norður Dakota og sett- ust að í grend við Hensel. Stefán G. Olason var fædd- ur í Lillisve, Man., 4. júlí 1919 og var 6 ára gamall er hann flutt- ist með foreldrum sínum til Hensel, hann bjó hjá foreldrum sínum þangað til hann innrit- aðist í Bandaríkjaherinn 15. marz 1942, og fór til Englands snemma árs 1943, þaðan fór hann skömmu síðar til Burma. Hann tilheyrði Cavalry Unit, en síðar Enginneer group og keyrði Truck um tíma, sem flutti matvæli eftir hinum nýbygða þjóðvegi til hermann- anna í Burma. Svo innritaðist hann í Airbourne Supply Unit, og var á einu af þessum loft- skipum, sem , Bandaríkjamenn kalla Lofteimreiðina “Sky train”. sem flytja matvæli og aðrar nauð synjar til hermannanna í Burma, og dó þar, ásamt félögum sínum, er loftfarið var skotið niður af óvinahernum. Fyrst fengu foreldrar hans fregn um að hann væri tapaður 4. desember og var þá strax haf- in leit eftir loftfarinu, og voru vonir þeirra enn sterkar, að hann mundi finnast, en 14. des. kom hraðskeyti að leyfar loft- farsins hefðu fundist og var þá útgert um afdrif þeirra, sem á því voru. Stefán heitinn var yngsta barn þeirra hjóna af 8 börnum, og eru 6 á lífi syrgjendur, auk foreldra hans, 2 bræður, Jón, fangi í Hong Kong og Pétur, nú heima hjá foreldrum sínum og fjórar systur allar giftar. Mrs. Guðrún Gunnlaugson, Cavalier; Mrs. Ingveldur Melsted, Mount- ain; Mrs. Hólmfríður Bjarnason, nú hjá foreldrum sínum, en mað- ur hennar í Bandaríkjahernum; Mrs. Anna Bernhoft, Seattle. Þessi sorg er djúpt mótuð inn í tilfinningalíf foreldra hans og ekki sízt móður hans. Stefán heitinn var með af- brigðum ljúfur í lund og sýndi foreldrum sínum og systkinum sérstaka viðkvæmni og blíðu, og var ljós friðarins á heimilinu og því heitt elskaður af heimafólki sínu og þeim, sem honum kynt- ust; hann var mjög hæglátur og rólegur í lund, og er hann lék sér að gullum sínum með yngri systkinum sínum og öðrum börn- um, var hann fús til að láta guli- sín af hendi til þeirra barna, er engin áttu, en var jafn ánægður í leikjum sínum eftir sem áður; hann var mjög tilfinningaríkur og runnu þá oft tár ofan kinnar hans, er honum fanst sér ójöfn- uður sýndur, og voru þau þá oftast þurkuð af hinni mjúku móðurhendi, sem batt órjúfandi ást milli þeirra til dauðans. Stefán heitinn vann vináttu allra, er með honum störfuðu; fyrir sína sérstöku góðvild, sem hann sýndi öllum og sérstaklega þeim, sem voru lítilmagnar og olnbogabörn mannfélagsins. Það verða þessar endurminningar um hann, sem græða sár foreldra hans og systkina. Ánægjan að hafa fengið að vera með honum á meðan hann lifði, og svo hina fögru lífsstefnu, sem hann tók og framfylgdi til hins síðasta dags. Hvort burtförina til eilífðar- landsins, ber að fyr eða síðar, gerir ekki svo mikið til, en hitt varðar meiru, trúmenskan, sem hann sýndi á meðan hann lifði og hans óeigingjarna fórnfærsla til mannfélagsins, sem hann lifði með, að fórna lífinu til að hjálpa til að brjóta hlekki þá, sem eigin gjarnt drottnunarvald heimskra manna er ætluðu að fjötra mann kynið í um ókomin ár. verður að leggja á flótta í fyrsta sinn, svo nú geta trúir og göf- ugir leiðtogar mannfélagsins bygt hásæti fyrif sannleikann og dygðina; þá getur mannfélag- ið fyrst farið að lifa, þegar fólk- ið fer að geta treyst hvort öðru og samstillir hugsjónir sínar og beitir hinni sterku lífsmögnun til hærra og göfugra lífs. Þá fyrst verður hægt að fullkomna ósk- ir meistarans mikla frá Nazaret, er hann bað um að vernda ung- börnin, og þegar mönnunum verður kent að efla það góða, sem í þeim býr; þá verður frið- ur á jörðu og vellíðan meðal mannanna. Þökk fyrir hina dýru fórn, sem þú lézt að mörkum til að byggja upp hærra og göfugra líf. P. K. B. Hvernig stendur á því, að svertingjar fremja aldrei sjálfs- morð, en hvítir menn oft? Þökk fyrir trúmenskuna og góðvildina, frændi. Þér og öllum þínum félagssystkinum, konum og mönnum, sem lagt hafa líf sitt og heilsu í sölurnar til að brjóta niður musteri heimskunn- ar og eigingirninnar, sem nú Hér er skýring: Hvítur maður sezt niður, sárþjáður af áhyggj- um, og brýtur heilann um þær, þangað til hann er alveg orðinn örvita og skýtur sig. — En negri sezt niður og hugsar um raunir sínar — þangað til hann sofnar. Eg hefi engar upp- skeru-áhyggjur 0r þessu \ Ekki einasta nemur COCKSHUTT No. 7 HARVESTER COMBINE á brott vinnuvandræði, heldur aðrar uppskeruáhyggjur einnig, heldur hef- ir vélin sannað með samanburði, að hún ekru fyrir ekru og bushel fyrir hushel, að hún er heimsins nota- drýgsta og fullkomnasta combine. Það er hinn eini sanni samanburður á þreskikostum þessarar combine. Skára breidd skiptir minstu máli. Hvort heldur þér viljið nota comb- ine við óslegna eða slegna uppskeru, verður það þessi fræga COCKSHUTT No. 7 HARVESTER COMBINE, sem kemur yður að beztu haldi. Og hið stóra, auka kornpláss flýtir vinnu ... sparar tíma ... og peninga. 35 BU. GRAIN TANK The extra-capatiity of this large tank speeds up oper- ations, saves time, elimin- ates frequent stopping. 38-INCH CYLINDER 8-bar. rasp type, “fly- wheel action” cylinder holds its 'speed, does not clog up, does a cleaner separating job. Concave easily adjustable, front and rear. Víðtæk nothœfni við uppskeru og aðstœður Eins og önnur Cockshutt íthöld hefir þessi reynda og traustbygða “straighttrough” No. 7 Harvester Combine þá kosti, sem undir öll- um kringumstæðum tryggir yður þá notadrýgstu uppskeru, sem hugsast getur. Hin nýja Cockshutt 12’ Swather (með 3’ útfærslu) og Pick-up, er verðugur félagi No. 7 Harvester Combine. Finnið yðar VIÐURKENDA COCKSHUTT UMBOÐSMANN í dag eða skrifið næsbi útibúi eftir myndskreyttum bæklingi varðandi jarðyrkju, sáningu, heyskap, uppskeru, eða handhæg áhöld, er þér þarfnist. COCKSHUn PLOW COMPANY LIMITED TRURO MONTREAL SMITHS FALLS DD AKITCADn WINNIPEG REGINA SASKATOON DKAillrUKU CALGARY FDMONTON

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.