Lögberg


Lögberg - 21.06.1945, Qupperneq 5

Lögberg - 21.06.1945, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 21. JÚNÍ, 1945 5 ÁHU©A/UÁL rVCNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Kennarastóll í íslenzkum- fræðum við Manitoba háskólann II. í samsæti, sem merkum Can- ada íslending var haldið nýlega í viðurkenningarskyni fyrir þann skerf, sem hann *hefir lagt til þekkingarinnar á efnafræðis sviðinu, komst hann að orði eitt- hvað á þá leið að hans kynslóð, börn landnemanna^ hefði þrátt fyrir efnalega örðugleika, staðið betur að vígi en yngri kynslóð- in að því leyti að kunna vel tvö tungumál og hafa þannig að- gang að tveimur menningar heimum; hinum enska og hin- um íslenzka. Þetta gaf þeim víð- ara viðhorf og varð þeim þar af leiðandi styrkur í framsókn þeirra. Hann lýsti einnig hætt- unni, sem stafaði af því að slíta þjóðernisræturnar, hinni and- legu lömun, sem því gæti verið samfara. Þeir, sem kunnugir eru sögu Vestur-íslendinga vita það, að úr hans hópi, börnum íslenzku land nemanna, fengu Canada og Bandaríkin marga merka borg- ara, leiðtoga og áhrifamenn; hin- ar yngri og komandi kynslóðir Islendinga hér í álfu verða að herða sig til þess að standa þeirri kynslóð á sporði. Frá því að íslendingar komu til þessa lands, hafa þeir mikið á sig lagt til þess að vernda ís- lenzkuna og íslenzk menningar verðmæti hérna megin hafsins. Þetta hafa þeir ekki einungis gert vegna ræktarsemi við upp- runa sinn og vegna þess að þeir unna íslenzkri tungu, íslenzkri sögu og bókmentum, þó hafa þessar tilfinningar sennilega verið sterkasta hreifiaflið í þjóð- ræknisstarfsemi þeirra. En þeir hafa einnig haft það á meðvit- undinni að þannig gætu þeir veitt börnum sínum þroskaskilyrði og aukið á manngildi þeirra og gert þau að sem beztum borgurum. Að þessi afstaða er rökfræði- lega rétt, styrkist ekki einungis af ofangreindum ummælum hins merka vísindamanns og fleiri manna af hans kynslóð, heldur er það viðtekið af flestum menn- ingarfrömuðum að það efli og skýri hugsunina og rýmki sjón- deildarhringinn að læra auka tungu til hlýtar. Þess vegna er áherzla lögð á tungumálanám í hinum beztu skólum. Þar, sem auka tungumálið er talað á heim ilinu, stendur nemandinn betur að vígi en hinn, sem verður að nema það algerlega á skólunum. Hinum fyrri verður tungan svo miklu auðsóttari; hún verður honum lifandi tungumál og hann nýtur hennar til fulls. íslenzka menningar veganest- ið að heiman hefur verið mörg- um mönnum og konum lyfti- stöng á lífsbrautinni. Vilhjálmur Stefánsson, landkönnuðurinn og rithöfundurinn mikli er sonur íslenzkra landnema. Hann ólst upp á heimili og í byggðarlagi, þar sem menningaráhrif þau, er lifa í íslenzku þjóðerni og eðli voru sterk. Úr föðurgarði fékk hann ekki mikla efnalega fjár- muni en hann fékk þann fjár- sjóð, sem meira var virði: virð- ingu og ást á íslenzkum menn- ingarverðmætum, óslökkvandi þekkingarþrá og þá hugsjón að verða maður með mönnum. Eft- irfylgjandi kafli úr bók. hans “Hunters of the Great North”, gefur til kynna hvernig arfur- inn íslenzki og bernskuáhrifin mótuðu æfi hans: “Meðan eg var kúahirðir (cow boy) voru nágrannar okkar af venjulegri amerískri tegund, en bændafólkið í byggðarlaginu, þar sem eg dvaldi 1 æsku, var frá mismunandi þjóðum í Evrópu, þar sem bókmentalöngunin skip- aði fyrirrúm fyrir draumunum um peninga, sem nú eru svo al- gengir. Meir en helmingur af drengj- unum í nágrenninu töluðu um það sín á milli að komast í lærð- an skóla; þrár þeirra beindust í þá átt að verða lögmenn, rit- höfundar og stjórnmálamenn. Eg fyrir mitt leyti hafði ráðið það við mig að verða skáld, en til þess að svo mætti verða, skildist mér að háskólamentun, væri fyrsta skilyrðið sem fullnægja þyrfti. Kringumstæðna vegna, sem ekki verður hér lýst þá fór hin fyrsta viskiptatilraun mín (stofnun nautgripabús), út um þúfur svo hugur minn beindist nú aftur að draumum um há- skólanám. Á leið minni til ríkis- háskólans, ferðaðist eg í fyrsta sinn á æfinni með járnbrautar- lest, þó eg að vísu hefði séð slík- ar lestir nokkrum sinnum áður. Eg hafði 53 dollara í vasanum, gekk í 7 dollara fötum og efað- ist í engu um hæfileika mína til þess að komast gegn um há- skólann; þetta varð að staðreynd. Eg stundaði fyrst nám við ríkis háskólann í North Dakota; það- an fór eg til háskólans í Iowa og lauk þar stúdents prófi; þriggja ára framhaldsnám stund aði eg svo við Harvard. Á háskóla árum mínum voru áætlanir mínar sífeldum breyt- ingum háðar. Löngun mín til sess að verða skáld entist nægi- lega lengi til þess að eg læsi ljóð eftir flest ensk skáld og Ijóða- bækur á þremur öðrum tungu- málum. Eg jafnvel samdi nokk- ur kvæði, sem prentuð voru í háskólablöðunum. Menn geta litið þannig á, að þetta væri alt annað en viðeigandi undirbún- ingur fyrir það lífsstarf að veiða ísbirni og kanna íshafslöndin. En eg er ekki viss um að sú á- lyktun sé rétt. Landkönnuðurinn er skáld athafnanna, og mikið skáld í hlutfalli við hvað hann er mikill landkönnuður. Hann þarf engu síður hugsjónir, sem skygnast inn í framtíðina, en líkamlegt þrek til að stríða út í blindbyl. Um það leyti, sem eg var hálfn aður með háskólanámið, fór eg að koma auga á það að til væri eigi aðeins skáldskapur hins skráða orðs, heldur einnig skáld- skapur í afrekum. í sjóferðum Magellans, fann eg engu síður mikla lífsspeki en í sjónleikjum Shakespeares. Náttúrulögmálið er ódauðlegt ljóð. Hugsanir af þessu tægi urðu þess valdandi að eg afréð að leita fremur fyrir mér á sviði vísinda en bókmenta.” Hvaðan fékk Vilhjálmur ást sína á ljóðum, tilhneiginguna til ljóðagerðar og hina ríku frásagn- argáfu sína? Það var arfur hans frá skálda og sögu þjóðinni, ætt- þjóð hans. Ekki er ólíklegt að hann hafi iðulega heyrt farið með íslenzk kvæði og heyrt forn sögurnar lesnar, á bernskuheim- ili sínu. Eitt er víst, að svo var mikill áhugi hans fyrir íslenzk- um bókmentum, þegar á unga aldri, að hann ásamt öðrum ís- lenzkum námsmönnum við North Dakota háskólann, beitti sér fyr- ir því að stofna þar íslenzkt bókasafn; mun það hafa verið vísirinn að kennarastólnum þar, í norrænum fræðum. Þekking hans og áhugi fyrir íslenzkum fræðum varð til þess að hann fór tvær rannsóknarferðir til ís- lands á vegum Harvard háskól- ans. Meðan hann stundaði nám við þá mentastofnun, skrifaði hann ritgerð um það, hvernig norrænir menn fundu Grænland fyrir meira en 9 öldum síðan og urðu fyrstir Evrópumanna til að komast í kynni við Eskimóa. Norðurfari einn, að nafni Leff- ingwell, sem um það leyti var að undirbúa leiðangur til Norð- ur-íshafsins, las ritgerðina. Hann fór þegar fram á, að Vilhjálmur slæist í förina til þess að safna upplýsingum um Eskimóa á Victoria eyjunni. Þetta varð upp haf rannsókna ferða Vilhjálms á norðurslóðum. Hin síðustu ár hefir hann ritað þrjár merkar bækur, sem snerta ísland og íslenzk fræði: “Ultima Thule”, “Iceland, the First American Republic” og Greenland”. Þannig má segja að hinn ís- lenzki arfur hafi verið, bæði beinlínis og óbeinlínis, stór þátt- ur í frægðarferli Vilhjálms Stef- ánssonar Eftirtektarverð er lýsing Vil- hjálms á þeim anda, sem ríkti í byggðinni, þar sem hann ólst upp; ástin á bókmentum; menta- þrá drengjanna. Þetta hvort- tveggja hefir einkent íslenzku þjóðina frá upphafi. Drengirnir settu sér ákveðin mörk til að stefna að: að verða lögmenn, rithöfundar eða stjórnmálamenn. Þessar hugsjónir voru í fullu samræmi við uppruna þeirra; þeir voru afkomendur söguþjóð- arinnar, sem átti jafnframt þann stjórnvísinda þroska, að stofna lýðveldi á undan öðrum þjóðum. / Þessi íslenzki menningarbrag ur, sem ríkti í bernsku umhverfi Vilhjálms, skapaði marga stóra menn. Frá hinum fámennu, ís- lenzku byggðum í North Dakota, höfum við fengið marga okkar fremstu og beztu menn — menn sem hafa verið leiðtogar í Vest ur-íslenzkum menningarmálum og menn, sem hafa lagt stóran skerf til uppbyggingar Canadisku og Bandaríkja þjóðunum. Það væri holt fyrir okkur, hvar sem við erum í sveit sett, að efla þennan íslenzka menningaranda, á heimilum okkar og í byggðum okkar. Hann er sá aflgjafi, sem ekki mun bregðast. Við heyrum mikið um hinn nýja heim, sem á að skapast að stríðinu loknu. En oft sjáum við þennan nýja heim aðeins frá efnislegu sjónarmiði. Við höld- um að hamingjan og betri heim- ur sé í því fólgin að eignast skrautlegri híbýli, hraðskreiðari farartæki, hærra kaup, meiri og betri mat, fínni klæðnað, full- komnara radio, fjölbreittari skemtanir o. s. frv. Þótt við get- um fullnægt öllum þessum kröf- um, þá verðum við ekki ánægð, vegna þess að maðurinn er gædd- ur sál engu síður en líkama. Til- gangur lífsins hlýtur að vera æðri og meiri en kapphlaup um efnis- leg verðmæti. Ef draumarnir um framtíðina snúast að mestu um betri lífskjör, er hætt við að menningarlíf þjóðanna verði á lágu stígi; að andleg framsókn verði dauðadæmd. “Þegar hugsjónir deyja, deyr þjóðin”. Við, þegnar landsins, sköpum aldarandann. Ef hann er sýktur af ágirnd, öfund, eigingirni og nautnasýki, þá er það okkur sjálf um að kenna. Fólk af íslenzkum stofni get- ur unnið þjóðinni mikið gagn, með því að efla hinn forna ís- lenzka menningaranda, sem met- ur andleg verðmæti ofar þeim efnislegu; hin sígildu og algildu verðmæti ofar þeim, sem mölur og rið fær grandað. Islenzkir for Sem betur fer, höfum við Vest- ur-íslendingar altaf átt og eigum enn, konur og menn, sem skilja aað hve dýrmætt tillag, okkar íslenzki arfur getur orðið því Djóðfélagi, sem við búum í. Við höfum því frá upphafi reynt, með ýmsu móti, að vernda þann arf frá glötun. Fyrir áhuga ágætra manna, mun nú vera komin af stað nokk- ur hreyfing í þá átt að stofna kennarastól í íslenzkum fræðum við Manitoba háskólann. — 1 miðfylki Canada, þar sem ísiend- ingar eru fjölmennastir. Mun til- gangurinn ekki einungis sá, að tryggja það að canadiskt náms- fólk af íslenzkum ættum hafi tækifæri í ókoinnar aldir til þess að fullnema sig í íslenzkri tungu og kynnast sögu og bókmentum ættþjóðar sinnar, heldur jafn- framt að gefa samborgurum okk- ar taékifæri til þess að kynnast íslenzkri menningu. Við höfum þegið mikið frá canadiskum mentastofnunum; við viljum líka vera veitandi. Stofnun kennarastólsins er stórt átak, bæði frá fjárhagslegu og ■ skipulagningar sjónarmiði séð. Um þá hlið málsins get eg ekki rætt vegna ókunnugleika, enda mun vonandi, ítarleg grein- argerð verða gerð, af réttum að- ilum, um framgang málsins, áð- ur en langt um líður. En það mun öllum ljóst, að þessu Grettistaki verður ekki lyft, nema með sterkum samtökum og með á- huga óeigingjarnra, hugsjóna- ríkra og stórhuga manna. Áhugi fyrir þessu menningar- máli mun vera vaknaður í okk- ar íslenzku byggðum. Á Islend- ingadeginum á Hnausum síðast- liðið ár, var aðal inntakið í ræðu forseta dagsins það að íslending- ar sýndu bezt þjóðrækni sína í því að kveikja mentalöngun hjá börnum sínum og gefa þeim tæki færi til að mentast til þess að þau yrðu landinu að sem mestu gagni. Hann hvatti fólk til þess að reyna að auka aðsókn ís- lenzkra ungmenna að Manitoba háskólanum og bar fram þá til- lögu að sjóður yrði stofnaður til þess að verðlauna það íslenzka námsfólk, sem skaraði fram úr. Forseti íslendingadagsins á Hnausum á þessu ári, mintist þess í ræðu sinni að það væri eitt stórt menningarmál, sem all- ir íslendingar gætu sameinast um og ættu að sameinast um, en það væri það, að stofna kennara stól í íslenzku og íslenzkum fræð- um við Manitoba háskólann. Þessir glöggskyggnu menn munu sennilega hafa talað fyrir munn margra. Ekki er ólíklegt að allir þeir, sem eiga íslenzkan blóðdropa í æðum, óski þess og biðji að gifta fylgi þessu mikilvæga máli, svo er það örlagaríkt fyrir þjóðernis ist jafnt og þétt, en þó víst aldrei stórstígara en einmitt nú, á stríðsárunum. Er þessu máli nú svo komið, að menn eru farnir að tala um samfelt net raflagna um allt land út frá aðal- stöðvum, sem byggðar hafa ver- ið til að framleiða orku fyrir stærstu bæina. Reykjavík og Akureyri. Á því er enginn efi, að nóg vatnsafl er fyrir hendi til þess að reka stóriðnað á Is- landi, einkum ef hægt væri að finna hráefni til að vinna eitt- hvað úr. Enn sem komið er, hef- ur hráefnin vantað. En hver veit hvað framtíðin ber í skauti þar. Minna má á það, að hægt er að vinna magnesium úr sjó, og nóg- ur er sjórinn við íslandsstrend- ur. Sjávarútvegur. Það er ekkert nýtt að sjórinn sé aðalauðsuppspretta landsmanna. Hann var fullur af fiski, þegar landnámsmenn komu austan um haf, fyrir þúsund árum, og enn er hann fullur af fiski þrátt fyr- ir mokstur togaranna. Eflaust verður fiskframleiðslan enn um langan aldur grundvöllur þjóð- arbúsins og fiskur aðalútflutn- ingsvara landsmanna, hvort sem hann verður fluttur út óverkað- eða verkaður. -Vonandi er lega framtíð okkar hér í landi. Islenzku frumherjarnir, feður og mæður, afar okkar og ömm- ur, elskuðu íslenzkuna og alt það sem íslenzkt er. Þeir gerðu mik- ið fyrir okkur. Þeir eiga það skilið að þeirra sé minst. Ekki getum við minst þeirra á veg- legri og virðulegri hátt heldur en “að reisa, innan vébanda Manitoba háskólans, íslenzkri tungu, sögu þjóðarinnar og bók- ir mentum, það órjúfandi varnar- vígi, er holskeflur komandi alda fái aldrei hrist af grunni.” eldrar og íslenzkar byggðir geta gefið þjóðfélaginu marga nýta og merka borgara, með því að gefa börnunum líkt veganesti og Vilhjálmur Stefánsson fékk frá sínum foreldrum og sinni byggð: að innræta þeim virðingu fyrir íslenzkum menningarverðmæt- um; að kveikja hjá þeim brenn- andi mentunarþrá; að vekja hjá þeim þá hugsjón að verða menn með mönnum og landi og þjóð að sem mestu gagni. íslandsminni . . . (Frh. aj bls. 4) Það er notkun jarðhita og vatns afls. Vatn úr hverum og heitum laugum var fyrir stríðið notað sundlaugar, til að hita skólahús víða um land og til ræktunar suðrænna matjurta í gróðurhús um. En stærsta skrefið til notk unar heita vatnsins var þó hitun allrar Reykjavíkur með því, sem nú er fullger. Menn fóru að nota rafmagn framleitt með vatnsafli til ljósa fyrir fyrra stríðið, og hefur notkun þes, til ljósa, hitunar og iðnaðar auk er lítil takmörk fyrir því, hvað hægt er að gera með jurtir og dýr, með vísindalegum aðferð- um. Jarðvegur íslands er enn lítt rannsakaður, sömuleiðis gras ið sem hann framleiðir. En bæði jarðhitun og rafmagnið hafa þeg- ar rétt landbúnaðinum sína vold- ugu hjálparhönd. Skógrœkt. I þessu sambandi má minnast á skógræktina. Merkastar nýj- ungar í henni munu vera þær, að nú er reynsla fengin fyrir því, að hægt er að flytja inn fræ af trjám, er spretta eins langt burtu og í Síberíu og Al- aska og fá trén til að þroskast á íslandi. I Hallormsstaðaskógi eru nú stórvaxin barrtré af þess- um uppruna, þannig eru góðar horfur á að íslendingum takist í framtíðinni að klæða landið. Bættar samgöngur á sjó, landi og í lofti hafa átt geysimikinn þátt í framförum þjóðarinnar og munu enn eiga það í framtíð- inni. Lítið vantar nú á að bíl- fært sé hringinn í kring um land- ið, nema yfir jökulvötnin á Suð- urlandi, en yfir þau komast ekki aðrir en vatnahestar og fuglinn fljúgandi eða flugvélar. jir auðvitað að íslendingar sjálfir verki hann sem mest, til þess að hafa af því atvinnú. Nú er hann mest fluttur út nýr í ís, eða hrað- frystur; en sumt er saltað og dálítið er niðursoðið í dósir. Meðan á stríðinu 'stóð mistu : slendingar all-margt af skipum og bátum og gátu lítið keypt í skarðið. Það er því skiljanlega eitt af aðal áhugamálum þeirra nú að kaupa nýja togara, fiski- skip og farþegaskip og það eigi aðeins til að fylla í skarðið held- ur líka til að auka flotann að mun. Búskapurinn. * Þegar feður ykkar fluttu vest- ur um haf, var landbúnaðurinn tvímælalaust aðal atvinnugrein landsins. Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi, kváðu karlarnir iá, en nú er það vígorð týnt og tröllum gefið. Landbúnaðurinn hefur ekki getað keppt við sjáv- arútveginn og á víst enn langt í land til þess að vera samkeppn- isfær. Samt sem áður hafa bún- aðarhættir breyttst mjög til batnaðar, ræktun aukist, vélar teknar í vinnu í stað handafls og hestafls o. s. frv. Afleiðingin er sú, að nú framleiða einyrkjar kannske eins mikið og mann- mörg bú gerðu áður. En land- DÚnaðurinn er, sem sagt, aftur úr, og einmitt þess vegna er lík- egt að breytingarnar á honum verði ekki alllitlar í framtíðinni. Fyrst og fremst má búast við meiri fjölbreytni, eins og sjá V. Listir. Ef við snúum okkur frá þjóð- arbúskapnum og beinum at- hygli að andlegu málunum, þá verður ekki annað sagt, en að horfurnar séu mjög vorlegar. Allar listir á íslandi, nema orðsins list ein, eru svo ungar, að heita má að þær eigi allan þroskaferil sinn framundan Okk- ar frægasti listamaður, Einar Jónsson varð nýlega sjötugur, Ásmundur Jónsson málari mun vera á aldri við hann, en hinir eru allir yngri, og fullir af skap- andi áhuga. Það er gamalkunn- ugt máltæki að bókvitið verði ekki látið í askana, og hafa verð- andi menntamenn oft fengið að heyra þá speki. Gamli fólkið átti ekkert slíkt spakmæli til að klekkja á upprennandi málur- um og myndhöggvurum, en ekki vantaði þó, að þeim væri spáð, að þeir gætu ekki lifað af þessu nýmóðins fikti sínu. Einhvern- veginn hafa þeir þó lifað, og sannleikurinn er sá, að í Rvík (Frh. á bls. 8) má af því, að sumir bændur hafa nú snúið sér að því að ala upp erkióvin sauðkindarinnar: ref- inn. I öðru lagi bendir margt á að bændur flosni upp úr strjál- býli og flytji í nágrenni bæjanna og hefji þar nýræktun. Loks er þess að geta, að hin nýja at- vinnudeild í Háskólanum er lík- leg til þess að ryðja nýjar braut- búnaðarháttum. Reynsla annara þjóða hefur sýnt, að það fHAfS There is a “fresh up” in every sip VOU LIKE IT-IT LIKBS YOU “Count that day lost Whose low descending sun, Views from they hand No worthy action done.” Is a Good Motto for these work filled days. This space contributed by DREWRYS LI A* (Tt;3

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.