Lögberg - 21.06.1945, Blaðsíða 8

Lögberg - 21.06.1945, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 21. JÚNÍ, 1945 Ur borg og bygð Messuboð Fyrsta lúterska kirkja MATREIÐSLUBÓK Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave., Mrs. E. S. Felsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. • Eftirfarandi skömtunarseðlar ganga í gildi 21. júní. Smjör- seðlar 111, sykurseðlar 60, og sætmetisseðlar 57 og Pl. • Stúkan Skuld heldur fundi sína yfir sumarmánuðina á heim- ilum ýmissra Goodtemplara; næsti fundur verður haldinn á heimili Mrs. M. Johnson, 308 Furby St. STAKA Gyðjan ljóða glæst og há glampa augu á drósum, þegar bragaböndin fá að bregða saman rósum. C. O. L. Chiswell. An Explanation An explanation is perhaps in order as to the stand I took at the Icelandic Day Celebration at Hnausa on June 16th. It has been the custom at these celebrations to invite to honor- ary seats on the platform: 1. Those that take part in the program. 2. Old Igelandic settlers. 3. Those who have been closelv connected with the promo- tion of our special activities in our National League. 4. Guests from Iceland, 5. Guests from the Government who have been asked or in- vited to attend by the com- mittee. I think this covers the list. At Hnausa we followed this prac- tice. However, there was a section- al dissatisfaction arising out of the fact that our newly elected member was not invited to an honoraryseat. In the middle of the program it was pointed out to me that Mr. Bryce had arrived and would I not invite him to the platform. I was not sure what decision to take; break, what I think is an established rule and please the C.C.F. lobby, or adhere to what I think is the rule. Right or wrong, I decided not to invite Mr. Bryce to the plat- form. Reason: I felt that if I called him up it would be common courtesy to offer him the plat- form. This I felt I could not do. The program was cut out for me to follow, and I could not very well add to it, if I had done so, I would have had another group on my neck, accusing me of using the celebration for propa- ganda. On thinking this over after- wards, I feel that we had several people amongst us who perhaps should have been shown the honor to be invited to sit on the platform. I take the stand, for instance, that a gathering of this kind should be more closely related to the Reeve of the Municipality, and should honor him at least as much as the member of parlia- ment, although the social scale points the other way. If I could be accused of being unfair to Mr. Bryce, and should make an apology to him, I feel that my apology should no less Kaupendur á íslandi Þeir, sem eru eða vilja ger- ast kaupendur Lögbergs á Islandi snúi sér til hr. Björns Guðmundssonar, Reynimel 52, Reykjavík. Hann er gjald- keri í Grœnmetisverzlun ríkisins. Séra Valdimar J. Eylands. Sími 29 017. Guðsþjónustur á sunnudögum. Kl. 11 f. h. á ensku. Kl. 12.15 sunnudagaskóli. Kl. 7 e. h. á íslenzku. Söngæfingar: Yngri söngflokkurinn á fimtu- dögum kl. 8. Eldri söngflokkurinn á föstu- dögum kl. 8. reach to Mr. S. S. Johnson, our Reeve, and Mrs. Johnson. Per- haps to our Banker and Post- master and what about the peo- ple who travel all the way from Argyle to attend our celebration. V. Jóh. íslandsminni . . . (Frh. af bls. 5) a. m. k. er áhugi borgaranna á að prýða hús sín listaverkum margfalt meiri en víðast hvar annarsstaðar í veröldu. Að koma inn í hús betri borgara Reykja- víkur er oft eins og að koma inn í opinber málverkasöfn er- lendis. Stríðsgróðinn hefur gefið listamönnunum byr undir báða vængi. Þá er" líka yndislegt vor- veður í hljómlistinni heima, og er hún þó kannske skemmst á veg komin allra. Eitt af því gleðilegasta tímanna tákni í þeirri grein er það, að hinir yngri menn, með Jón Leifs í broddi fylkingar, hafa komið auga á rímnalögin og tvísöngs- lögin gömlu og hafa fullan hug á að gera sér mat úr þeim í framtíðinni. Við eigum að vísu hvorki Grieg né Sibelius enn, en það er ekki víst, að þess verði langt að bíða. Ungur íslenzkur söngvari, Guðmundur Jónsson, að nafni, stundar nú nám 1 Californiu, og segja þeir sem til þekkja að hann muni setjast á bekk með fjremstu söngvurum heimsins. Bókmenntir. Þá skal eg að lokum minnast á hina íslenzku list listanna: orðsins list, bókmentirnar. I þeim er líka yndislegt vorveður og gróska. Við höfum að vísu mist í fyrra og í ár fimm merka full- trúa bókmentanna þar sem voru þeir Guðmundur Friðjónsson, Guðmundur Finnbogason, Jón Magnússon, skáld, Pater Jón Sveinsson og nú fyrir skemstu Guðmundur Kamban. En mað- ur kemur í manns stað. Tvö eða þrjú ung sagnaskáld hafa nú sezt á hinn æðra skáldabekk, á eg þar við þá sunnlensku félaga Guðmund Daníelsson og Ólaf Jóhann Sigurðsson og ef til vill hinn unga austfirðing Þorstein Stefánsson úr Fáskrúðsfirði. Um Davíð Stefánsson þarf ekki að tala. Hann þekkja allir að góðu. Á það má þó minna að hann og Jóhannes úr Kötlum. eru þeir tveir, sem helst halda uppi ættjarðarljóðagerðinni, sem var svo almenn í tíð eldri skáld- anna. Jóhannes úr Kötlum hefur líka þorað að kveða upp úr um sögu setuliðsáranna og á hann þakkir skilið fyrir. Síður þekktir hér vestra kynnu að vera ljóðsnillingarnir Tómas Guðmundsson og Jón Helgason prófessor, og eru þeir þó báðir stórskáld. Tómas túlkar ást sína á hinni ungu Reykjavík, en Jón saknar Islands og yrkir um starf sitt í Árnasafni betur en nokkur maður hefur gert áður. Svo snúið sé að sagnaskáld- unum, þá svíkur það engan að lesa Heiðabúa-lýsingar Gunnars Gunnarssonar eða sumaróð sunn- lenzku náttúrunnar í Fjallinu og draumurinn, eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson. Sú íslenzka, sem þessir menn rita er heldur ekki á neinum uppdráttarvegi, heldur kjarngóð eins og geldingalaufið á heiðunum og feit eins og star- grasið í sunnlenzku safamýrun- um. Um mælsku þeirra Þórbergs Þórðarsonar og Halldórs K. Lax- ness er óþarft að tala, en sum- um þykir þeir stundum draga meira en Drottinn gefur af er- lendum fiskum í málskut sinn. Ekki neita eg því, og ekki er mér heldur gefið um of mikla erlenda fiskigegnd á íslenzkum bókmiðum. En því má ekki gleyma að þessir snillingar marka drættina svo íslenzkum mörkum, að saklaust virðist, þótt öðrum sé ekki auðvelt að leika það eftir þeim. Það hefur spilt fyrir vinsæld- um þessara manna vestanhafs, að þeir stóðu nærri kommúnistum í skoðunum. En slíkt ætti ekki að koma að sök nú, eftir að Rússar hafa gerst frelsarar heimsins. Það er og sannast sagt um þá Þórberg og Laxness, að þeir eru báðir rammþjóðlegir hvor á sína vísu. Islenzk þjóðtrú er mjög mögnuð í Þórbergi Þórðarsyni, sömuleiðis sannleiksást íslend- ingasagnanna. Laxness er fyrst og fremst fulltrúi breytingarinnar miklu í íslenzku þjóðlífi, sem verður þegar bændaþjóð aldamótanna breytist í borgarlýð nútímans. Allt rót millistríðsáranna á sér ítök í hug hans. En hann er líka rammþjóðlegur eins og sjá má að íslandsklukkunni hans. Þar hefur hann brugðið upp mynd “fáðri feiknstöfum” af landinu á verstu niðurlægingarárum þess. Klukkuránið á Þingvöllum seg- ir söguna um það, að frá þeim skuli tekið verða, sem ekkert á. Hin auðmjúka andæfing gamal- mennisins á Þingvöllum og harka og seigla > Jóns Hreggviðssonai' eru tveir meginþættir í barn- ingi íslenzkrar alþýðu gegn á- gangi kúgaranna. En sjálfur ridd- ari hinnar íslenzku frelsisbar- áttu, sómi íslands, sverð þess og skjöldur, á þessum árum, er þó enginn annar en Arnar Arneas — Árni Magnússon — maður- inn, sem skilur gildi íslenzkra bókmenta fyrir varðveizlu nor- ræns anda,’ og leggur alla æfi sína og hamingju að veði til að bjarga því sem bjargað varð. Það er undarlegt á að minn- ast að arfurinn, sem Árni Magn- ússon bjargaði, Islendingasög- urnar, skyldi einmitt vera bók- menntir Sturlungaaldarinnar, aldarinnar, sem glataði íslenzku sjálfstæði sökum innanlands styrjalda. Undarlegt að þessar bókmenntir skyldu verða einn af hornsteinunum, sem hið nýja íslenzka sjálfstæði var bygt á. Oft hefur það hvarflað, bæði að mér og öðrum að bera hina pólitísku flokkadrætti nútímans saman við deilur Sturlungaald- arinnar. En færi svo illa, sem eg vil ekki spá hinu unga íslenzka lýðveldi, að Islendingar týndu sjálfstæði sínu fyrir flokksbar- áttuna, þá ætla eg að vona að listaverk og bókmentir 20. aldar- innar verði sá arfur, er geymi þjóðarandann komandi kynslóð- um. Eg vona að eg hafi nú sýnt að ísland eigi enn svo marga og góða uppihaldsmenn þjóðernis- ins ekki aðeins á verklegum svið- um, heldur einnig á sviðum and- ans, að við getum enn búist við góðu vori í æfi hins unga lýð- veldis. Og eg veit líka að við eigum enga aðra ósk heitari en að alltaf megi haldast vor og sumar í þjóðlífi Islendinga og eg vil ljúka máli mínu með því að taka undir síðustu kveðjuna, sem Guðmundur Finnbogason sendi mér vestur um hafið, síðasta vor- ið sem hann lifði: Hefji guð í gæfu gott stand það land. Inngangsrœða (Frh. af bls. 7) Ný-Islendingar eiga sín eigin föt, en þeir eiga meira. Það þarf enga sérlega skarpa athugunar- gáfu til að sjá það að heimilin, hvert um annað þvert eru að rísa upp í Nýja Islandi, með ný- týzku þægindum þar sem það besta hefur ekki þótt of gott og væru hvaða héraði sem er til sæmdarauka. Þetta er vel farið og eins og það á að vera. En það ætti ekki að vera Ný- Islendingum ofvaxið að hugsa svolítið út fyrir heimilin. Það ætti ekki að vera þeim ofvaxið að eiga skemtigarð, sem væri í samræmi við aðrar kröfur þeirra. Fyrir rúmum 20 árum síðan, varð mér starsýnt á það einn góðan veðurdag, að nýtýzku bíll stóð undir húsvegg nágranna míns. Bíllinn, 1000 dollara virði, en húskofinn hátt virtur á 100 dollara. Þetta var svo sláandi ósamræmi að mér getur ekki liðið það úr minni. Jafn sláandi ósamræmi, þó í öfugum hlutföllum sé er saman- burður á þessum fátæklega skemtigarði og hinum ríkmann- legu híbýlum Ný-íslendinga. Við höfum aldrei séð það fyrr en hinn síðasta áratug hvað ein- huga ásetningur má sín mikils og hvað óeining má sín lítils. Dæmin eru öxulþjóðirnar ann- arsvegar, allar gjaldþrota eftir síðasta stríð og iðnaður í kalda kolum, sem á fáum árum reis upp í hinn risavagna iðnað, sem raun varð á eftir að núverandi stríð hófst. Hvaðan fá þeir peninga til að gera allt þetta, spurðum við hér í Vesturheimi. Skiljanlegasta svarið, sem eg hefi séð við þeirri spurningu, er svar Stuart Chase, Bandaríkja hagfræðings. Hann segir: 1 hverju því þjóð- félagi þar sem er einhuga ásetn- ingur, um atvinnu fyrir alla, þar eru nógir peningar. Vinnan skap ar peningana, en peningarnir ekki vinnuna. Einhuga ásetningur er sá skap andi kraftur, sem knýr einstakl- inginn til að verða maður með mönnum, heimilin til að verða blómleg, sveitarfélög og fylki til vegabóta og þjóðina í heild til atvinnulífs. Hitt dæmið um óeininguna er Frakkland og er jafn sláandi. I byrjun þessa stríðs voru 12 póli- tískir flokkar í Frakklandi, sem allir háðu innbyrðis stríð þó vopnalaust væri. Frakkland féll við fyrstu, at- lögu, eins og spilaborg, sem blás- ið er á. Og þá kem eg að Vestur-ís- lendingum. Hafa þeir nokkur sameiginleg efni? Hafa þeir einhuga ásetning um nokkur mál, sem er nægi- lega mikilvægt til þess að allur þorri þeirra mundi vera eigi að- eins tilleiðanlegur, heldur hafa löngun til að gerast sjálfboðar, um styrk, sem svaraði t. d. eins mánaðar kaupi eða segjum 100 dollurum? Mér vitanlega er það ekki. Sameiningarefni Vestur-íslend inga eru skemtanir af líku tagi og hér er að fara fram í dag, og fara fram í sambandi við Þjóð- ræknisþingið. Vestur-íslendingar sem heild hafa ekkert “unity of purpose”. Eg spurði eitt sinn einn nefnd armann Þjóðræknisfélagsins hvað kæmi honum til þess að yfirgefa hin víðtæku störf sín og sitja dögum saman á Þjóðræknis- þingum og nefndarfundum. Svarið var þetta: Eg geri mér það til skemtunar. Eg gæti best trúað að svar flestra mundi hljóða líkt. Það sem Vestur-lslendingar þurfa eins og allir, bæði einstakl ingar og félög, er einhuga ásetn- ingur um eitthvað, að minsta kosti eitt sameiningarefni. Eg get ekki komið auga á nema eitt mál, sem Vestur-íslending- ar allir ættu að geta, og þurfa að sameinast um, en það er stofn- un kenslustóls í íslenzku og ís- lenzkum fræðum við Manitoba háskólann. ÍHOME CARPETg 1 CLEANERS | 603 WALL ST„ WINNIPEG Við hreinsum gólfteppi yðar Ifig H9 svo þau llta út eins og þegar ffV fÖm þau voru ný. — Ná aftur tétt- leika sínum og áferðarprýði. gjj — Við gerum við Austurlanda- tj|| tjl gólfteppi á fullkomnasta hátt. K|| «|| Vörur viðskiptamanna trygð- CPa ar að fullu. — Ábyggilegt l|j iÍjl verk. Greið viðskipti. jjll| 'ý' PHONE 33 955 1 Ambassador Beauty Salon Nýtízku snyrtistofa Allar tegundir af Permanents. Islenzka töluð á staðnum. 257 KENNEDY STREET, fyrlr sunnan Portage Sími 92 71« S. H. Johnson, eigandi. ÍVlinniát BCTCL í erfðaskrám yðar -- — Tha Swan Mamffacturins 0«. Manufacturers ®f SWÁN WEATHBK-BTRIP Wlnnipeg. Hallelér Methusalems gwa» Elgandi 281 James Street Phene 22 641 MOST SUITS - COATS DRESSES “CELLOTONE’’ CLEANED \ 72c CASH AND CARRY FOR DRIVER PHONE 37 261 PERTH’S 888 SARGENT AVE. Parfnist pér Hfsábyrgðart Bf svo er sjáið þá F. BJARNASON Umboðsmaður IMPERIAL LIFE Phones 92 501, 35 264 i TILKYNNING til Vestur-íslenzkra hluthafa í Eimskipafélagi íslands. Símskeyti bárust þeim Árna G. Eggertsyni K.C., og Á. P. Jóhannssyni byggingameistara, sunnudaginn 3. júní, um að ársfundur Eimskipafélags íslands hefði haldinn % verið í Reykjavík þann 2. þessa mánaðar; á fundi þessum var Árni G. Eggertson endurkosinn í framkvæmdanefnd félagsins til tveggja ára. Samþykkt var að félagið greiddi 4% í arð fyrir 1944. Útborgun á þessum arði annast Árni G. Eggertsson, K.C., 209 Bank of Nova Scotia Bldg., Winnipeg. Árni G. Eggertsson, Á. P. Jóhannson. STÚLKNA SÖNCFLOKKUR pjÓÐRÆKNJSDEIL.DARINNAR “ESJA” SÖNGSKEMTUN i samkomuhúsinu í Árborp, priOjudaginn 26. juni. 1. Söngflokkurinn: a) Við fjallavötnin .................................... pjóðlaf: b) Úr þeli þráð að spinna .............................. Bellman c) Lofsöngur .......................................... Bartnianski 2. prísöngur: Kay Eyolfson, Lára Björnsson, Helga Erickson. a) Sjáið, hvar sólin hún hnígur ........................ Pjóðlag b) Nú blánar yfir berjamó .............................. Schulz 3. Söngflokkurinn: a) Syngið við hörpu ............................ Gústaf Svíaprins b) Tárið ......................................... íslenzkt þjóðlag c) Kveðjusöngur: Upp á himins bláum boga, Nú er frost á Frðni. 4. Einsöngur, Davíð Jensson: a) Sofðu vært mln væna ........................... Davíð Jensson b) Nú rlkir kyrð ............................. Árni porsteinsson 5. Tvísöngur, Lovfsa Eríckson, Svava Pálsson: a) Sólsetursljóð ............................ Bjarni porsteinsson b) Hún var svo væn ............................. Lag frá Estlandi 6. Söngflokkurinn: a) Svanirnir ............................................. pjóðlag b) Yfir kaldan .................................... Davíð Jensson c) Gðða tungl ............................................ Pjóðlag 7. prísöngur, Svava Pálsson, Lovfsa Erickson, Emily Abrahamson: a) Vögguljóð ................................. Jón Friðfinnsson b) Stóð eg úti I tunglsljósi .........................i.. Pjóðlag 8. Perfect day ................................. Carrie Jacobs Bond Eldgamla ísafold. God Save the King. Söngstjóri: Davíð Jensson. Við hljóðfærið: Mrs. Florence Broadley. Dans á eftír, gömlu og nýju dansarnir. Oóð hljómsveit. Byrjar kl. 9 e. h. Aðgangur 50c. Ný ljóðabók Nokkur eintök af “Sólheimum”, ljóðabók, sem ísafoldar- prentsmiðja gaf út eftir Einar P. Jónsson rétt fyrir síðustu jól er nú komin hingað vestur. — Bókin hefir hlotið góða blaðadóma á íslandi; hún er prentuð á ágætan pappír og kostar í bandi $5.00, póstfrítt. Pantanir ásamt andvirði, sendist til m Grettis L. Johannsonar, 910 Palmerston Ave., Winnipeg.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.