Lögberg - 21.06.1945, Blaðsíða 4

Lögberg - 21.06.1945, Blaðsíða 4
4 —— lögberg----------------------------- QeflB út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS. LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITÖR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipegt Man Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögrberg-” is printed and publishea by The Columbia Press, Lámited, 69 5 Sargent Avenue VVinnipeg, Manitooa PHONE 21 804 íslandsminni eftir Dr. Stefán Einarsson, Hnausa, Man., 16. júní, 1945. I. Kæru landar mínir: Mig langar fyrst af öllu til að þakka ykkur fyrir þann heiður, sem þið hafið gert mér með því að kalla mig hingað í dag til að tala fyrir ykkur. Eg er ykkur enn þakklátari fyrir það, að þetta er nú í annað sinn, sem þið kallið mig hingað, og það þótt eg í fyrra skiftið brygð- ist algerlega vonum ykkar, og gæti því tæp- lega vænst þess að þið gengjuð eftir mér með grasið í skónum aftur. Það er nú liðið hátt á annan tug ára síðan eg kom fyrst vestur um haf. Þá mun eg hafa alið þá vpn í brjósti, að mér gæfist einhvern- tíma tækifæri til þess að sækja ykkur heim, landana í vestur-íslenzku bygðunum. Að sú von hefur ekki ræst fyrr en nú er, sem sagt ekki ykkar skuld, heldur sjálfsskaparvíti. Mér hefur venjulega fundist, að eg hafi haft of mikið að gera til þess að taka mig upp, — og svo hef eg þá látið mér nægja, að senda ykkur tóninn við og við. En eins og allir vita, þá eru það æfinlega mennirnir, sem gera minnst, sem mest þykjast hafa að gera, enda skal eg nú láta útrætt um þetta mál. II. Vorið á íslandi. í dag er vor heima á íslandi, hávor með björtum nóttum, “nóttlaus voraldar veröld” eins og Stephan G. Stephansson kvað. Það er þetta vor, sem eg hef alltaf saknað, síðan eg kom vestur um haf, því hér geng eg með þá til- finningu, að það sé farið að dimma af nótt, sumarið sé að kveðja. Hjá ykkur Canadabúum er munur Jónsmessuleytis og skammdegis meiri en hann er suður í Baltimore, en þó er enn mikilla muna vart að canadiska vorið nái hinu íslenzka vori. Og eins og það er erfitt að gera sér grein fyrir vornóttinni með sólinni við sjóndeildarhringinn í norðri, eins er það ekki auðvelt að gera sér grein fyrir áhrifum þeim, sem íslenzka vorið hefur á allt sem lifir, fólk og fé. Allt rís af dvala: grasið grær, skógurinn ilmar, kúnum er hleypt út, féð rásar nýrúið inn á afréttir og hestarnir una sér í grænum högunum hvasseygðir og makkareistir. Far- fuglarnir eru komnir og fara að verpa, krían er sígargandi við sjóinn, en lóan og spóinn halda daglanga hljómleika upp til sveitanna. Og áhrifin eru síst minni á mannfólkið. Sann- leikurinn er sá að margir íslendingar hafa tilhneigingu til að leggjast í dvala eins og híðbjörn í skammdeginu en sofa varla fugls- blund í langdeginu á vorin. Vera má að mörg- um þætti þeir ekki öfundsverðir af slíku hlut- skifti, og það er víst, að eg hefi heyrt útlend- inga kvarta, eigi aðeins undan áhrifum skamm- degisins, heldur einnig undan svefnleysi hinna björtu nótta. En íslendingar láta það ekki á sig fá; á misjöfnu þrífast börnin best, sagði gamla fólkið. Hringleikur árstíða í mannlífi og þjóðlífi. Fyrir löngu hafa vitrir menn þóttst skynja skyldleik með hringleik árstíðanna og manns- æfinni. Eins og grasið .sprettur úr vetrardauðri moldinni, grænkar og blómgast með vorinu, ber ávöxt að sumrinu, en sölnar og fellur aftur í vetrardvalann með haustinu, þannig fæðist barnið, þroskast sem unglingur, verður full- orðinn maður, eignast börn og buru, eldist, hrörn ar og deyr. Og eigi aðeins mannlífið, heldur einnig þjóðlífið hefur oft virst spekingum sömu lögum bundið, lögum fæðingar og þroska, hrörnunar og dauða. “Allt sem hefur upphaf þrýtur — allt sem lifir deyja hlýtur”. Árstíðir í íslands sögu. íslenzkir sagnfræðingar hafa a. m. k. síðustu hundrað árin litið sögu þjóðar sinnar frá þessu sama sjónarmiði. Þeir hafa eygt fornöldina aftur í blámóðu aldanna, sem gengna gullöld. Sú gull- öld átti upphaf sitt með landnámi íslands s,tóð kannske með mestum blóma á sögu-öldinni, LöGBERG, FIMTUDAGINN, 21. JÚNÍ, 1945 átti sín manndómsár á elleftu og tólftu öld- inni, sín hrörnunar og upplausnarár á Sturl- unga-öldinni. Eftir það tekur við hinn langi vetrardvali, skammdegisdróminn, sem bindur þjóðina um margar aldir, unz rofa fer af nýju vori á öndverðri nítjándu öld. Framför, afturför? Oft getur verið erfitt að átta sig á, hvað sé framför og hvað afturför í heimi þessum. En það verða varla deildar meiningar um það, að síðan á dögum Skaftáreldanna hafi íslenzka þjóðin verið á stöðugri framfarabraut. Skaftár- eldarnir, og það sem þeim fylgdi, voru svart- asta skammdegið, sem þjóðin hefur lifað, og munaði fyrir manna sjónum ekki miklu, að hún skrimti ekki af. En þjóðinni tókst að þreyja þorrann og góuna, hún svalt að vísu heilu hungri, en hún komst af. Vor 19. aldar. Og vor 19. aldarinnar var gott vor fyrir ís- lendinga. Þeir Baldvin Einarsson, og Fjölnis- menn hafa stundum verið kallaðir vormenn Islands og það með réttu. Enginn bar það nafn þó með jafnmikilli rentu og Jón Sigurðsson sjálfur, maðurinn sem fæddist 17. júní 1811 á Rafnseyri á Vestfjörðum og átti eftir að verða sverð þjóðar vorrar, sómi hennar og skjöldur um langa og athafnaríka starfsæfi. Það er tákn- rænt að Jón skuli vera fæddur á vori. En þegar maður rennir hugaraugum yfir æfi hans, þá minnir hún mann þó enn meir á þroska og gróða sumarsins. Hér er maður sem ávalt virðist hafa kunnað tökin á hverju, sem hann tók sér fyrir hendur. Hann gerði sér sögu landsins að því vopni, sem best beit í baráttunni við hin íhaldssömu öfl í Danmörku. Hann vann mest að stofnun og myndun hins nýja alþingis, sem nú á aldarafmæli fyrsta júlí næstkomandi. Og þótt hann lifði ekki lengur en til að sjá hina fyrstu stjómarskrá, sem Kristján IX. kom með færandi föðurhendi á Þingvöll 1874, þá steig hann þó bæði fyrsta og drýgsta sporið til sjálfstæðis þess, sem við fengum fyrst viður- kennt með samningum við Dani 1918 og nú svo að segja spilandi upp á eigin spýtur á lýðveldis- hátíðinni fyrstu í fyrra, 17. júní 1944. | Lýðveldishátíðin. Eg var eins fjarri lýðveldishátíðinni á Þing- völlum í fyrra og þið, en eg heyrði forseta íslands lýsa gleði manna, er hann kom vestur um haf í boði Roosevelts í fyrrasumar. Og eg hef lesið hinar snjöliu lýsingar á hátíðahöldun- um eftir forseta Þjóðræknisfélagsins, og getur enginn sem hefur þessar heimildir efast um hátíðaskap fólksins. —*Eg hef einungis lifað eina slíka þjóðhátíð: Alþingishátíðina 1930, en vera má, að sumt af elsta fólkinu, sem hér er saman komið lumi enn á minningum um þús- und ára afmæli landsins 1874. III. Horfur i heimspólitíkinni. Það getur verið, að það þyki ekki viðeigandi að láta alvarlega hluti raska hátíðaskapi manna, en eg er svo skapi farinn, að eg kann ekki við að þegja um það, sem mér býr í brjósti úr því eg einu sinni hef tekið til máls. Mér er sagt að veður hafi verið mun skuggalegra á Lýð- veldishátíðinni 1945, heldur en á Alþingishátíð- inni 1930. Og mér kæmi ekki á óvart, þótt sumum hefði virst teiknin á himni heimspóli- tíkurinnar all-mikið verri en þau þó voru 1930. Þá lýstu íslendingar yfir ævarandi hlutleysi sínu, og þótt sumum kunni að hafa runnið í grun, að það stæði kannske ekki til enda ver- aldar, þá held eg flestum hefði þótt forsögn, að ísland yrði komið í ófrið áður en 10 ár væru liðin. Svo fór nú samt, og nú þurfum við ekki að dyljast við, að héðan af höfum við aldrei hlutleysi að vænta, ef stórveldunum slær saman í eina brýnu enn. Það er að vísu stór- þakkarvert að vera undir vernd Englendinga og Bandaríkjamanna, bæði nú í stríðinu og eins á komandi friðartímum. En sagan sýnir, því miður, að það líður aldrei á löngu, unz Guð uppvekur vonda menn, sem gera uppreisn mót þjóðum þeim sem friðinn elska. i ísland Gíbraltar norðursins. Island er nú orðið Gíbraltar norðursins fyrir engilsaxnesku þjóðirnar, og þótt þær skipti sér ekki af okkur á friðartímum, þá hljóta þær að taka landið aftur undir eins og ófrið ber að höndum. Sá ófriður verður varla hafinn fyrr en uppreistarmennirnir, hverjir svo sem þeir kunna að verða eru orðnir jafnlangt á undan öðrum í vígamennsku eins og Þjóðverjar voru þegar þeir réðust á Pólland. Ef Reykjavík er þá ofanjarðar, þá verður tæplega erfitt að þurka hana út af kortinu eins og gert hefur verið um svo margar borgir í þessu stríði. Eg hygg því, að ef Reykvíkingar vilji ekki fljóta sofandi að feigðarósi, þá verði þeir að grafa sig í fjöllin: annaðhvort í Öskju- hlíðina, eða kannske öllu heldur í Esjuna. Þetta hafa Svisslendingar gert a. n. 1. og þetta urðu Maltabúar að gera eftir að styrjöldin hófst. Eg skal nú ekki fara lengra út í þessar hrakspár, þó að eg geti ekki neitað því að mér þyk- ir ekki óviturleg heimspeki Ein- ars gamla á Kleif. Hann sagði: “Bústu við því illa, það góða skaðar þig ekki.” ísland í útsæ veraldar. En eg verð að benda á annað atriði í sjálfstæðismáli Islands. Það er eðlilegt, að fyrir flestum standi það sem barátta milli hinna íslenzku frumherja frelsis- ins — með hetju dagsins Jón Sigurðsson í broddi fylkingar — og hinna dönsku kúgara. En í raun og veru er þessi frelsis- barátta ekki nema lítið straum- kast eða hringiða í hinum mikla pólitíska útsæ veraldar. Og þótt íslendingar hafi oft ekki vitað það sjálfir, þá hafa kjör þeirra löngum mótast af því pólitíska veðri, sem í þann og þann svip- inn var staðviðri úti í Evrópu eða hinni víðu veröld. Glötun sjálfstœðis á 13. öld. Þetta er áþreifanlegt á Sturl- unga öldinni, þeirri öld, er glat- aði hinu forna sjálfstæði lands- ins. Hvernig er þá umhorfs í nágrannalöndunum? Veraldlega valdið er í höndum konungs og lénsmanna hans, en andlega valdið í höndum páfa. Hver otar sínum tota. Páfi gerir harðar kröfur um aukið vald kirkjunn- ar bæði um eignarrétt á kirkj- um og aukið vald guðs laga í löndunum. Konungarnir berjast a aðra nond við páfann á hma við lenda menn sína og veitir ýmsum betur. íslendingar apa eftir tískunni í Evrópu. Höfðingjunum þykir sú virðing mest að gerast lendir menn Noregs-konungs og kann- ske jarlar yfir öllu íslandi. Svo berjast þeir, unz yfir líkur, og Gissur gengur sigrandi af hólmi. Þá koma norsku biskuparnir til að minna hann á, að hann sé ekki einungis jarl yfir Islandi, heldur líka jarl undir Noregs- konungi. Svona leggst allt á eitt að koma landinu undir Noregskonung; vaxandi kpnungsvald, vaxandi vald páfa og metorðagirnd þjóð- höfðingja, sem hugsuðu og hög- uðu sér eftir þeim hugsjónum, sem þá voru ríkjandi út í Evrópu. Þessar hugsjónir voru ekki holl- ar Islendingum, þótt þær veittu landinu frið og kannske fullan kvið, meðan Noregskonungur gleymdi ekki að standa í skil- um með skipin sex, sem senda átti af Noregi til landsins árlega, eftir Gamla sáttmála. Skipin sex í Gamla sáttmála minna okkur á annan þátt í sjálf- stæðissögu íslands: sögu hins ejinalega sjálfstæðis, eða kann- ske öllu heldur hins efnalega ó- sjálfstæðis þess. Einokunin. Hugurinn hvarflar þá til hins illræmda tímabils: öld einokun- arinnar frá 1600 fram á miðja 19. öld. Varla mun hægt að telja að neitt tímabil í sögu landsins hafi verið jafn óvinsælt og þetta, má heita að öllum sagnariturum 19. og 20. aldarinnar hafi komið saman um að telja þetta höfuð- mein íslenzku þjóðarinnar, átu- mein, sem nærri hafði riðið henni að fullu. Og hér eru það Danir, sem bera ábyrgðina og skuldinni er skelt á. Að sjálfsöfðu er mik- ið, allt of mikið, hæft í þessari ljótu sögu, en þó er skylt að meta hvert mál frá fleiri en einu sjónarmiði; verið getur líka að hér sem oftar sannist það, að fátt sé svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Þess er þá fyrst uð geta, að það var síður en svo, að Danir fyndu upp á einokunarverzlun- inni til að sjúga merg úr Islend- ingum. Þeir fóru eftir fyrirmynd um þeim, sem þá þóttu bestar með stórveldunum. Þá voru öll stórveldin á þönum að útvega sér nýlendur til þess að geta haft einkarétt á að verzla við nýlendurnar. Frjáls verzlun þektist ekki. Hinsvegar þótti það góð pólitík að flytja hráefni úr nýlendunum heim til móður- landsins, vinna þar úr þeim, og selja svo aftur hina unnu vöru til nýlendanna. Þetta átti að vera báðum gott, nýlendunni og heimalandinu, en oftast nær mun heimalandið hafa hagnast meir, enda var leikurinn til þess gerð- ur. Áður en einokunarverzlunin danska hófst, höfðu verið skær- ur milli Englendinga og Þjóð- verja um íslenzkar hafnir, en Dönum lukkaðist að bola báðum burt. Sagnaritarar hafa bent á það, að Englendingar borguðu betur |fyrir fiskinn en Danir gerðu, og er líklegt að efnahag- ur landsins hefði orðið betri, ef Englendingar hefðu borið þá sig- ur úr býtum. Spurningin er, hvort það hefði orðið betra fyr- ir sjálfstæði íslands. Eg held ekki. — Það má að vísu deila um það. En um hitt verður ekki deilt, að Orkneyjar og Hjalt- land, sem komust undir ensk (skosk) yfirráð á 14. og 15. öld, hafa með öllu glatað tungu sinni og norrænum arfi, þar sem Fær- eyingar hafa haldið hvorutveggja með mikilli prýði undir verndar- hendi Dana,. þótt þeim hafi ekki alltaf þótt hún mjúk fremur en okkur. Þessi ólíku örlög Orkneyinga og Færeyinga virðist mér benda ótvírætt í þá átt, að við eigum jafnvel einokun Dana^ ekki ó- merkilega skuld upp að inna, ef við á annað borð metum það að hafa haldið þjóðerninu ó- bréyttu. Englendingar og frelsið. Hinsvegar eigum við það Eng- lendingum að þakka, að við losn- uðum að lokum við einokunina, eins og við líka eigum þeim það að þakka, að Danir gáfu okkur pólitískt frelsi 1918, því frá Eng- lendingum komu á 19. öldinni ekki aðeins hugmyndirnar um frjálsa verzlun, heldur einnig hugmyndirnar um aukið lýð- frelsi undir hinni þingbundnu konungsstjórn þeirra. Kröfurrjar um lýðfrelsið urðu háværastar í frönsku byltingunum, en víðs- vegar í Evrópu spruttu upp af þeim kröfurnar um sjálfákvörð- unarrétt þjóðanna. I krafti þeirra brutust Grikkir undan yfirráðum Tyrkja, Ungverjar gerðu upp- reisn gegn Austurríkismönnum, Pólverjar gegn Rússum. Þessum kröfum var aldrei sinnt af meiri alvöru en eftir síðasta stríð, þegar smáþjóðir Evrópu fengu sjálfstæði í sam- ræmi við tillögur Wilsons Banda ríkjaforseta. Þegar Danir sömdu við okkur um að viðurkenna full- veldið 1918, þá voru þeir að taka síðasta skrefið í þessari þróun. Krafan um sjálfsákvörðunarrétt þjóðernanna hafði eigi aðeins hlotið viðurkenningu í orði, held ur einnig á borði, framar en nokkru sinni áður hafði verið gert. Horfurnar í heiminum. En hvernig blása nú vindar heimspólitíkurinnar gagnvart þessari kröfu? Hún er að vísu viðurkennd í orði, en margt bendir á, að henni verði ekki mikill gaumur gef- inn, nema þar sem stórveldun- um þykir vel henta sínum eig- in hagsmunum. Við Islendingar höfum verið svo heppnir að lenda þeim meg- in, sem áhættulaust var fyrir sjálfstæði okkar í bráð. En Finn- ar hafa ekki verið svo heppnir, og Pólverjar hafa ekki verið svo heppnir, og það þó að Englend- ingar færu í stríðið,beinlínis til að vernda rétt þeirra og sjálf- stæði. Alþjóðastefnan. Eg get ekki betur séð en að allt stefni að því að minnka rétt smáríkjanna, en auka rétt hinna miklu heimsvelda. Atlantshafs- sáttmálinn er metinn á við boð- orðin eða fjallræðuna, en fram- kvæmdum er skotið á frest, eins og framkvæmdinni á boðorðinu um að elska óvini sína. Öll stefn- an er í alþjóðaáttina, burt frá þjóðerniskröfum 19. aldarinnar. Þessi alþjóðlega andúð gegn þjóðrækniskröfum manna, hlýt- ur að verða mjög alvarlegt mál fyrir þá Islendinga, sem vernda vilja íslenzkt þjóðerni í fram- tíðinni. I stað þess að Jón Sig- urðsson hafði heiminn með sér, munu þeir hafa hann á móti sér. Og í stað þess að Jón Sigurðs- son varð að berjast við aftur- hald og áhugaleysi landa sinna, þá verða þessir menn að berjast við nýjungagirni þeirra, sem ganga munu í lið með hinum útlendu áhrifamönnum. Og það er ekki að efa, að þeir munu vera margir, sem í flestu vilja sníða háttu sína að háttum heimsins. Þessir menn munu þykja hafa mikið til síns máls, þegar Reykjavík er ekki orðin steinsnar frá hinum miklu höf- , uðborgum heimsins: New York, London og Moskva. Þessir menn munu benda á útvarpið,'kvik- myndirnar, flugferðirnar, al- þjóðaverzlunina og ef til vill iðn aðinn í landinu, sem óhrekjandi rök fyrir alþjóðastefnunni. Lík- legt er þó, að þau yrði rök þeirra þyngst á metunum, ef kreppa og óáran kæmi í land og landsmenn sæu sér hag í því að gerast hluti af heimsveldi til þess að losna við drepandi verzlunarhöft og tollmúra. Líklegt er, að þessi rök hafi ekki verið létt á met- unum, þegar Islendingar gengvr undir Noregskonung, sbr. skil- yrði þeirra um skipin sex. Og hræddur er eg um, að ýmsum íslendingum hafi flogið það í hug að fá upptöku í það heimsveldið, sem þeir skulduðu mest á síðustu kreppuárum, þótt fáir kvæðu upp úr með það á opinberum vettvangi. IV. Kostir alheimsstefnunnar. Eg hef nú um stund beint athyglinni að blikum Jpeim, er mér sýnast vera á vorhimni hins íslenzka lýðveldis. Vera má að mönnum hafi þótt eg vera helst til langorður um svo óljúft við- fangsefni. Eg skal þó strax og fúslega viðurkenna það, að blika alheims stefnunnar hefur líka sína “silf- urrönd”, eins og Ameríkanar segja. Það er líklegt að alheims- stefnan greiði fyrir auknum friðsamlegum viðskiptum land- anna. Vera má að tollmúrar og viðskiptahöft verði ’minkuð og frjáls verzlun aukist aftur að mun. Það gæti ef til vill bætt hag íslands, sem allra þjóða mest verður að flytja inn af útlend- um varningi. Okkur er enn í fersku minni, hve mjög batnaði hagur landsins þegar verzlimin var gefin frjáls um miðbik síð- ustu aldar. En Adam var ekki lengi í Paradís, og á milli stríð- anna var einokun á íslandi víst síst minni, en áður var, þótt eigi bæri hún það nafn. Eg get samt hugsað mér, að það sé vafasamt, að hve miklu gagni frjáls verzl- un verði íslandi í náinni fram- tíð. Það getur þugsast að íslend- ingar verði lítt samkeppnisfær- ir á frjálsum markaði vegna þess hve verðlag er orðið hátt í land- inu. Verklegar framkvæmdir. Hitt er aftur á móti .eindregið ánægjuefni hve mikiU áhugi er vaknaður heima á stórfeldum framkvæmdum á flestum svið- um atvinnulífsins. Eflaust er það velgengni manna sökum stríðs- gróðans, sem ýtir undir þessar ráðagerðir. Tvent er skylt að minnast á, sem jafnvel á stríðsárunum hef- ur tekið stórstígum framförum. (Frh. á bls. 5)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.