Lögberg - 21.06.1945, Side 6
ti
LÖGBERG, FIMTUDAGINN. 21. JÚNÍ, 1945
50. KAFLI.
Lafði Damer sat í sinni skrautlegu stofu á
Avonwold; hún var sokkin ofan í einhverjar
hugleiðingar, sem virtust henni þægilegar. Hún
hafði borið af hinni stoltu riddarafrú á Redfern
í samkvæmisiífi fína fólksins í London, en nú
var riddarafrúin farin heim til sín til Hirs*
holm kastala. Nú ætlaði lafði Damer að hafa
stórt gestaboð, og bjóða hertofafrúnni, ásamt
öðru stórmenni. Andry Damer, og kona hans
voru á Avonwold. Isabel, þó hún væri bara
sem gestkomandi, gerði sér stöðugt far um að
spilla ánægju lafði Damer’s, með illkvitni sinni,
ef hún sá sér nokkurt tækifæri.
Hin miklu vonbrigði Mrs. Damer voru þau,
að hún gat enga galla né ófullkomleika fundið
í háttum og iramkomu lafði Damer’s, en frá
því fyrst hún sá hana, hafði hún sína vondu
spádóma í huga. Hún hafði ímyndað sér, að
lafði Damer hefði eitt eða annað leyndarmál,
að það væri eitthvað dulið í fortíð hennar, og
þegar það kæmist upp, mundi það verða henni
til harms og skammar. í öll þessi mörgu ár,
hafði hún haft nákvæmar gætur á lafði Damer,
en hún gat aldrei fundið henni neitt til lasts.
Lafði Damer var ein þeirra kvenna sem naut
mestrar almennrar hylli og aðdáunar á Eng-
landi. Isabel var þess vegna árangurslaust að
reyna að njósna um hana; því lafði Damer
stóð hrein og óásakanleg, eins og drottning.
Isabel var farin að hugsa, að jafnvel þo
eitthvað smávegis kæmist upp um lafði Damer,
þá hefði það í sjálfu sér enga þýðingu fyrir
sig. Lafði Damer átti tvo syni, Alvin og Charlie,
svo það var útséð um það, að maðurinn hennar
yrði aldrei erfingi að óðalinu. Þessi sáru von-
brigði voru búin að gera hana geðilla; nú var
hún full með háðglósur og stríðni, og köld í
framkomu. Nú var alt hennar fyrra kæti og
léttleiki horfinn, enda var hún nú ekki eins
vel liðin í samkvæmis lífinu og áður.
Þegar hertogafrúin og Isabel hittust, kom þeim
svo vel saman, að það var alveg aðdáanlegt að
sjá það. Hertogafrúin gat hvorki gleymt né
fyrirgefið, að lafði Damer, undir eins og án
tilrauna hefði tekið dýrðina og aðdáunina frá
sér, í hinu mikla samkvæmislífi í London.
Lafði Damer hafði sagt, hlæjandi við manninn
hennar, hertogann, að Damer fjölskyldunni til-
heyrði tignarsætið í greifadæminu, og hún
hafði líka á sinn rólega hátt sýnt, að hún gat
unnið það. Hertogafrúin vissi ekki hvernig það
var, en hún fann að sín áhrif minkuðu, en lafði
Damer’s jukust.
Á Avonwold var tekið á móti henni með allri
mögulegri viðhöfn. Lafði Damer var svo yndis-
leg, bæði að fríðleik og búnaði, að allir voru
hrifnir af henni. Hertogafrúin lét sem hún sæi
það ekki, en í huga sínum hataði hún og öfund-
aði lafði Damer.
Lafði Damer vissi það, og nú er Damer lá-
varður lét þá ósk sína í ljósi, að þau skyldu
efna til dýrðlegrar veizlu, sem yrði að vera
svo fullkomin, sem mögulegt væri, það gaf lafði
Damer mikið umhugsunarefni.
Það var Svp sem sjálfsagt, að Dysart fjöl-
skyldan yrði þar, og auk þess höfðu allir sem
boðnir voru lofast til að koma.
“Hverju á eg nú að finna upp á?” hugsaði
hún; “Allar þær veizlur sem eg hefi verið í,
hafa verið alveg eins; en eg verð að finna upp á
einhverju nýju til tilbreytingar.”
Hún heyrði létt fótatak fyrir utan dyrnar.
“Mamma,” var sagt, með svo skærum og
hljómfögrum róm, “má eg koma inn til þín?”
Lafði Damer svaraði auðvitað með já, og and-
lit hennar ljómaði af ást og aðdáun á dóttir
sinni. Rose lagði handleggina um háls móður
sinnar og laut ofa'h að henni. Það var sýn, sem
gat verið fyrirmynd hins fegursta málverks.
“Mamma, hvað er það sem þú ert að hugsa
svo mikið um? Eg hefi farið um allt húsið
að leita að þér. Þú lítur út eins og þú sért
að hugsa um eitthvað, um eitthvað sem þú
kvíðir fyrir; er nokkuð sem eg get hjálpað
þér með?”
“Sestu niður Rose, við skulum ráðfæra okk-
ur saman.”
Rose settist hjá móður sinni, og lagði sitt
fagra gull-lokkaða höfuð á kné móður sinnar.
“Ó, mamma, það er svo gaman að við ráðslög-
um saman. En um hvað á það að vera?”
“Veizluna. Þú veist ekki hve mikla áherzlu að
faðir þinn leggur á það, að veizlan heppnist
eins vel og mögulegt er. Eg er einhvernveginn
svo illa fyrirkölluð nú, eg held eg sé ekki vel
frísk. Vanalega er eg svo fljót að hugsa upp
hvað bezt á við, og eg hefi altaf fundið' eitthvað
nýtt til að skemta gestum okkar með, sem er
nýstárlegt og þeim líkar. En í dag er eins og
einhver þoka liggi yfir mér. Eg varð svo hrædd
í morgun, rétt eftir að eg var komin á fætur.”
“Hvað kom fyrir þig, mamma?” spurði Rose
og faðmaði móður sína að sér.
“Eg veit að það var ekki annað en afleiðing
af slæmum höfuðverk; en hugsaðu bara Rose,
eg sá einhverja hvíta veru, með blóðblettum á
sér! Fyrst varð eg fjarska hrædd við að sjá
þetta, en varð svo rólegri, er eg minntist þess
að hafa lesið um, að slíkt stafaði af tauga-
veiklun og höfuðverk.”
“Ó, elsku mamma, ef þú ert ekki vel frísk,
þá talaðu um það við pabba, og hugsaðu ekkert
um veizluna; þú veist að það er ekkert til í
heiminum, sem honum þykir vænna um en
Þig-”
“Nei, veizlan verður haldin eins og tiltekið
er; eg er ekki veik, en þessi undarlega þoka
hangir yfir mér, og gerir mér ómögulegt að
hugsa. Geturðu fundið upp á einhverju Rose,
einhverju, sem gestunum mundi geðjast vel
að?”
“Mamma — heldurðu ekki, að sólskin og
blómstur, og okkar indælu skógarlundar séu nóg
fyrir þá?”
“Faðir þinn var að hugsa um að hafa kapp-
skot með boga, fyrir hádegið, og að kvöldinu
brennu.”
“Það yrði aldeilis indælt, mamma. Því ert
þú þá að hugsa meira um þetta, þegar þú
hefur svo góða skemtiskrá, alveg tilbúna. Það
er óþarft að hugsa fyrir fleiri skemtunum.”
“Hertogafrúin er svo aðfinslusöm,” sagði lafði
Damer.
“Já, en mamma, allt sem þér líkar, máttu vera
viss um, að muni líka geðjast gestunum.”
Það var eins og lafði Damer yrði hressilegri
í andliti við þetta. í þessu var barið að dyrum,
og herbergismær lafði Damer kom inn með
óhreinan og böglaðan seðil á silfurbakka.
“Einhver ungur maður fékk mér þetta bréf,
og bað mig að færa þér það strax.”
Lafði Damer tók við bréfinu og yppti öxlum
yfir því hve sóðalega það leit út. Hún lagði það
frá sér á borðið og hugsaði svo ekki meira um
það. Það er sjálfsagt frá einhverjum betlara,
hugsaði hún, hún ætlaði að opna það rétt strax,
Nú kom önnur stúlka inn og sagði að hest-
arnir stæðu fyrir keyrsluvagninum, og að lá-
varðru St. Albans byði Rose að koma með sér
út fyrir keyslu.
Rose stóð upp og þáði boðið, gröm við sjálfa
sig fyrir að hafa látið kærastann sinn bíða eftir
sér.
“Mamma, eg hugsaði bara um þig og gleymdi
alveg að Archie beið eftir mér. Hvað á eg að
gera?”
“Búðu þig eins fljótt og þú getur, og segðu
honum að það hafi verið mér að kenna að
hann þurfti að bíða,” sagði lafði Damer bros-
andi.
Brosandi — Guð hjálpi henni! — Það var
næstum seinasta brosið á aévi hennar. Hún
hugsaði sem snöggvast til veizlunnar, til -boga-
skots samkeppninnar, það var áreiðanlega nýtt
sport í slíkum veizlum. Hún ætlaði að gefa
verðlaunin, og allar ungu meyjarnar sem þátt
tækju í skot samkeppninni, áttu að vera klædd-
ar í skrautlegan einkennisbúning; það væri svo
eftirtektarvert; allt aðalsfólkið úr nágrenninu
átti að vera þar, svo hún efaðist ekki um að
þetta yrði umrædd veizla.
Svo stóð hún á fætur og skoðaði sig í spegl-
inub.
“Eg ætla að vera í hvítum kjól,” hugsaði
hún með sér. Henni varð litið á bréfið sein
hún hafði lagt á borðið — hún fann sterka lykt
af því, sem hún hafði ekki tekið eftir áður.
Hún opnaði bréfið, kæruleysislega, eins og
eitthvað þýðingarlaust betlarabréf. En það var
ekki þýðingarlaust, því frá því augnabliki að
hún var búin að lesa það, var engin gleði fram-
ar til í lífi hennar. Innihaldið var á þessa leið:
“Til lafði Damer!
Þú verður kannske hissa á því frá hverjum
þetta bréf er. Eg sem skrifa það, er Robert
Elster, og það sem eg hefi að segja viðkemur
engum nema okkur. Eg verð að tala við þig
undir fjögur augu. Umfram allt, láttu ekki Miss
Hope vita um það. Það sem eg þarf að segja
þér, er um hana, og þú mundir sjá eftir því
alla ævi þína, ef þú segðir henni það — já,
jafnvel ef þú létir nafns míns getið. Ef þú elskar
systur þína, og langar til að vernda nafn hennar
og mannorð, þá verður þú að gæta hinnar
ströngustu þagmælsku. Eg verð strax að sjá
þig eina, og þar sem eg hefi heyrt að það séu
margir gestir í húsi þínu, er best að við mæt-
umst spölkorn frá húsinu. Kannske þér sé þægi-
legast að mæta mér að kvöldinu til. Ef þú
vilt svo, þá skulum við mætast í kvöld við
litla járngrindahliðið, þar sem gengið er út í
kratskóginn rétt eftir klukkan 10. Þú mátt
reiða þig á það, lafði Damer, ef þú kemur ekki,
líður þú fyrir það alla þína ævi, og hefur
ástæðu til að harma það, þegar þú ert dáin.
Með mikilli virðingu og undirgefni.
Robert Elster.
51. KAFLI.
Undirbúningnum undir veizluna á Avonwald
var nú lokið, og allt var í röð og reglu, og
lafði Damer var ánægð með hve vel öllu væri
tilhagað, til að gera veizluna sem dýrðlegasta.
Isabel leit á það með öfund og illvilja, því hún
þráði að sjá, að mágkonu sinni hefði mislukk-
ast þessi veglegi undirbúningur, og að hún
fengi sem minst hrós fyrir það. 3n þessar illu
vonir hennar brugðust henni. Það var ekkert
sem hún gat sett út á.
Lafði Damer stóð svo hátt í áliti, að það var
ekki hægt að segja neitt illt um hana. Fríð,
rík, virt og heiðruð, með eitt hið elsta og tignar-
legasta aðalsnafn á Englandi, hefði engin þorað
að setja neinn blett á hennar góða mánnorð.
Isabel var farin að efast um, að þjóðsögnin
um hina dularfullu regndropa á Avonwold,
mundu ekki ætla að rætast. Hún hafði lifað í
þeirri von, að skömm og svívirðing mundi yfir-
falla hina ungu og fögru brúði, þegar hún kom
þar; þetta hafði þó ekki skeð í svo mörg ár,
sem hún var búin að vera þar, en orðstír henn-
ar og aðdáun aukist með hverju ári.
Isabel Damer, var slæg og undirbyggjufull
kona. Það var ekki oft að útreikningar hennar
höfðu mislukkast svona, maðurinn hennar var
oít búinn að finna að því við hana, að hún
vonaðist stöðugt eftir því, að ein eða önnur
óhamingja kæmi fyrir lafði Damer.
Öll von hennar um, að sjá Andrie, sem lávarð
á Avonwold, var auðvitað horfin, Alvin, var svo
elskulegur maður, og Charlie, bráð efnilegur
og indæll drengur; nei, það var útséð um það.
Þrátt fyrir það, að hún öfundaði þá, var þó
ekki laust við að henni þætti vænt um að
Avonwold, félli í hendur svo ágætra manna;
það gaf henni von um framtíðina.
Veizlan átti að haldast miðvikudaginn 22.
júlí — mánaðardagur, sem seinna varð sögu-
legur merkisdagur, ekki einungis í nágrenninu
við Avonwold, heldur um .allt England, sökum
hins átakanlega harms og mótlætis, sem í fyrsta
sinn kastaði skugga á hið glæsilega fjölskyldu-
nafn, sem aldrei hafði haft neinn blett á sér.
Það var á þriðjudaginn, sem lafði Damer
fékk bréfið frá Robert Elster, þar sem hann
krafðist að hún mætti sér við hliðið, við hrís-
skóginn kl. 10 að kvöldinu.
Það er hægara að hugsa sér en lýsa, hvaða
ótti og skelfing greip hana, er hún las þetta
bréf. Hún gat ekki skilið hvað það meinti;
hún hafði ekki hinn minsta grun um, að systir
hennar hefði farið á bak við sig með nokkuð;
hún stóð í þeirri einlægu trú, að barnið sitt væri
dáið. Hún hafði ekki látið sér til hugar koma,
að Hope hefði borið í öll þessi ár, einsömul svo
hræðilegt leyndarmál. En hún skildi, að á bak
við þetta hlaut að vera eitthvað hræðilegt
leyndarmál. Hún þekkti nógu vel mannlegt
eðli til að vita, að ef hann hefði ekki eitthvað,
sem hann gæti óttað sér með, mundi hann
aldrei hafa vogað að senda sér þetta bréf. Hann
hafði verið kjarklaus og feiminn fyrir henni,
og nú skrifaði hann ekki með biðjandi, heldur
með skipandi orðum, að hún skyldi mæta hon-
um á tilsettum tíma, sem ekki væri einu sinni
hæfur fyrir hina lélegustu vinnukonu. Hún var
nógu hyggin til að misskilja ekki tilgang bréf-
ritarans. Hún leit ekki á þetta bréf sem ein-
hverja tilgangslausa vitleysu einhvers dóna,
nei, hún vissi, að sá sem hafði skrifað það bjó
yfir einhverju hræðilegu leyndarmáli, og ætlaði
sér, að notfæra sér það.
Leyndarmál viðvíkjandi Hope! Hennar kæru
og móðurlegu systur, sem var svo hrein, að
hún gat ekki haft neinu að leýna — hvað gat
það verið? Hún var viss um, að það gæti ekki
verið neitt ljótt; Hope, sem hafði bjargað henni
og annast um hana; hún hafði borið alla sorgar-
byrði hennar, hún hafði ekkert rangt gert.
Gat það staðið í sambandi við peninga? Hope
hafði ekki brúkað peninga sína á neinn óheiðar-
legan, né leynilegan máta, og þó svo hefði
verið, hvernig gat Robert Elster vitað nokkuð
um það, og hvað hefði það svo átt að koma
honum við? Lafði Damer var með öllu ómögu-
legt að ráða þessa dularfullu 'gátu. Hún vissi
bara að þetta lá á sér, sem hræðileg martröð,
pínandi sársauki og kvíði, einhver óljós tilfinn-
ing fyrir einhverju hræðilegu, sem ekki yrði
umflúið.
“Eg verð að fara”, sagði hún við sig sjálfa.
“Eg veit ekki hvað það meinar, en þori ekki að
neita kröfu hans. Eg verð að fara.”
Stundum flaug henni í hug, að leyndarmálið
frá Riversmead, ef til vill, á einhvern óskiljan-
legan hátt væri orðið opinbert, en hún bældi
slíkar hugsanir jafnskjótt niður, sem fásinnu.
Hafði ekki Hope, sem er áreiðanlegheitin sjálf,
komið því öllu svo fyrir, að hún mætti vera
óhult þess vegna?”
Þetta kvöld, er lafði Damer fór ofan til kvöld-
verðar, var einhver óvanalegur blær á andliti
hennar. Maðurinn hennar hélt að það stafaði
af áreynslu og áhyggjum við undirbúning
veizlunnar.
Hope hélt að það læi eitthvað illa á henni —
en engin gat til þess rétta, hver orsökin værj.
Rose var svo kát og sæl, og svo fjörug; Damer
lávarður horfði á hana með aðdáun og metn-
aði; honum fanst að það væri ómögulegt, að
nokkur ung stúlka gæti verið elskulegri.
Eftir kvöldverðinn, er fólkið var samankomið
í samkvæmissalnum, sagði Damer lávarður
hlæjandi.
“Eg vil ekki, að við séum seint á fótum í
kvöld; við verðum að sofa vel í nótt, svo við
verðum frísk og fjörug á morgun, og lítum
sem ánægjulegast út; á morgun má enginn
líta þreytulega út.”
Rose sat við slaghörpuna, og lék sín uppá-
haldslög, en er hún heyrði hvað faðir hennar
sagði, leit hún við, brosandi, eins og hún vildi
segja, að hún skyldi vera vel undir veizluna
búin daginn eftir.
Allt í einu mundi lávarðurinn eftir, að hann
hafði gjöf fyrir konuna sína.
“Florence, eg hefi hérna gjöf handa þér, sem
kom í morgun, en eg var búinn að gleyma því,”
sagði lávarðurinn.
“Þú ert altaf að gefa mér gjafir, Karl. Eg
held Rose fari að öfunda mig.”
Rose brosti; henni þótti vænt um að fá gjaf-
ir. v
Damer lávarður tók upp úr vasa sínum lítið,
afar skrautlegt marocco veski, og sagði.
“Eg vona að þér líki þetta, Florence; eg gerði
uppdráttinn af því sjálfur.”
Hún opnaði veskið með bros á vörum; hvað
hann var góður við hana; svo rak hún upp
lítið undunar hljóð, því í veskinu var arm-
band, svo fallegt, að hún hafði aldrei séð slíkt.
Það var úr hreinu gulli, sett hinum fegurstu
gimsteinum. Við það var hjartamyndað lítið
kapsel, sem opnaðist er stutt var á litla fjöður,
og inni í því var ágæt, lítil mynd af Damer
lávarði.
“Veiztu hvað er í þessu litla veski?” spurði
hann.
Nei, hún vissi það ekki.
Hann kom við litlu fjöðrina, og lítið lok opn-
aðist, og hún sá mynd af manninum sínum, sem
var fullkomið listaverk.
“Ó, Karl”, hrópaði hún upp, “hversu indælt,
hvað myndin er lík þér.”
“Þa, gleður mig að heyra að þér þykir eg
la^glegur ennþá, Florence”, sagði hann, þó þau
væru búin að vera svona lengi gift, og eiga
uppkomin börn, elskaði hann hana eins heitt
og er þau voru í tilhuga lífinu.
Hann tók armbandið og setti það á handlegg
hennar.
“Láttu mig nú sjá hvernig það tekur sig
út”. Svo kysti hann hennar mjúka og hvíta
handlegg, sem hún rétti út móti honum. .
“Eg hélt að þér myndi líka það, hafðu það
á hendinni í kvöld,” sagði hann brosandi.
“Andrey,” sagði lafði Damer, “komdu og
skoðaðu þessa litlu mynd, hún er alveg að-
dáanleg.”
Bæði Andrey Damer og Hope, stóðu upp og
gengu til þeirra. Hope sá að undir myndinni
stóð í afar smáu letri: “Til hennar, sem eg
elska”, og hún brosti af ánægju við að lesa
þessi orð.
“Þú dýrkar hana öllu öðru framar, Damer
lávarður,” sagði hún.
“Og það skal eg gera meðan eg lifi,” svaraði
hann.
Allir sem inni voru skoðuðu armbandið og
létu álit sitt í ljósi um það — þessi örlagaríka
gjöf, sem varð svo ógæfusamt tengsli í hinni
stóru viðburðakeðju.
Það var Isabel, sem bara leit á það, þaðan
sem hún sat, og lagði ekkert til.
Lafði Damer leit nú á úrið sitt; það vantaði
aðeins 10 mínútur í 10.
“Við skulum gera eins og Damer lávarður
ráðlagði okkur, að fara snemma að sofa í
kvöld,” sagði hún, “það eru smá vik sem eg
þarf að gera, áður en eg fer að sofa. Eg ætla að
fara, Karl.”
Þegar hún stóð upp, var það merki fyrir alla
sem inni voru, að gera hið sama.
“Við Andrey fáum okkur vindil, og við sitjum
hér ofurlitla stund,” sagði Damer lávarður.
“Florence, eg hefi aldrei séð þig eins föla í
andliti, eins og í kvöld,” sagði hann.
Lafði Damer var heltekin af ótta, er nær dró
stefnumóts tímanum.
Hún fór út úr salnum, þar sem maður henn-
ar, börn og vinir, höfðu í ást og einingu setið
saman, og fór út til að mæta þeim manni,
sem hafði gert það að lífstakmarki sínu að njósna
um leyndarmál hennar.
52. KAFLI.
Það var blíðalogn, svo blöðin á lyndistrján-
um hreifðust ekki í mánaskininu. Fuglarnir
sem höfðu bygt sér hreiður í greinum trjánna,
sváfu — ekkert hljóð heyrðist. Tréin voru eins
og hluti af Avonwold, þau höfðu staði þar eins
og jötunvaxnir varðmenn, sem vöktu yfir sæmd
og heiðri herragarðsins. Þau stóðu þar, gljáandi
eins og silfur í tunglskininu, og allt umhverfis
var eins og það væri eitt stórt skáldverk.
Hrædd og kvíðin gekk lafði Damer frá hús-
inu, hún hafði ekki haft tíma til að skifta um
búning, né taka af sér hina dýrmætu skraut
muni, sem hún bar á sér. Hún hafði bara látið
svart sjal yfir höfuð sér, og fór út um einn
hinna stóru lágu glugga, í herbergi sínu, sem
vissu mót blómagarðinum.