Lögberg - 12.07.1945, Side 1

Lögberg - 12.07.1945, Side 1
PHONE 21374 ,iot prV Cieo-n' e*s an& F'ir A Complete Cleaning Institution iðbefð PHONE 21374 iOt^ r*' T.an n<i^s' prV CTe°n pílT A Comj-lete Cleaning Institution 58. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 12. JÚLl, 1945 NÚMER 28 Ásmundur P. Jóhannsson, sjötugur Gefur Manitoba háskólanum $50,000 til stofnunar kennarastóls í íslenzkri tungu og bókmentum í þeim félagsskap hefir Ásmund- ur frá öndverðu starfað af mikl- um ötulleik og gegnt þar em- bættum í full tuttugu ár. Kvæði fluttu Einar P. Jóns- son, Hallur E. Magnússon og Páll Guðmundsson. Ásmundur er maður fastur fyrir, og verður honum eigi auð- veldlega þokað frá neinu því, er hann hefir sett sér fyrir og tekið ástfóstri við; hann er hverj- um manni vinfastari og manna hollráðastur. Lögberg óskar Ás- mundi innilega til hamingju í tilefni að afmælisdeginum. Hér fara á eftir þau fögru þakkarorð, er heiðursgesturinn flutti í afmælisveizlunni: Robson dómari látinn Árla síðastliðinn mánudag, lézt á sjúkrahúsi hér í borginni, H. A. Robson, dómforseti í kon- úngsrétti Manitoba fylkis, 74 ára að aldri, sæmdar maður hinn mesti, víðsýnn og hollráður; hann hafði átt við all-langvar- andi vanheilsu að stríða. Mr. Robson tók um langt skeið virk- an þátt í opinberum málum, og var um eitt skeið foringi Liberal flokksins í Manitoba og einn af Dingmönnum Winnipegborgar. Meðal barna hins nýlátna dóm- forseta, er Hugh lögfræðingur í Toronto, sem kvæntur er Berg- DÓru, dóttur þeirra Mr. og Mrs. Gisli Johnson. Ásmundur P. Jóhannsson CÍÐASTLIÐINN FÖSTUDAG átti Ásmundur P. Jóhannsson, ^ byggingameistari, sjötugs afmæli, og var honum í tilefni af því haldið fjölment og veglegt heiðurssamsæti í Royal Alexandra hótelinu þá um kvöldið, fyrir atbeina Þjóðræknisfélagsins, og skipaði forseti þess Dr. Richard Beck forsæti; æviatriði heiðurs- gestsins verða ekki rakin hér, fyrir þeim og margþættum starfs- ferli Asmundar, gerir séra Valdimar J. Eylands ljósa grein í hinni ágætu ræðu, sem hann flutti í samsætinu og birt er á öðrum stað hér í blaðinu. Yfir áminstUm afmælisfagn- aði, er Dr. Beck stýrði með hinni. úgætustu háttvísi, ríkti ramm- íslenzkur blær, er var að öllu í samræmi við heilsteypt Islend- ingseðli heiðursgestsins, er í skap gerð sinni, er íslendingur fyrst og síðast, þótt hann jafnframt sé traustur og ábyggilegur Can- adaborgari. Samkvæmið hófst með því að sunginn var þjóðsöngur Canada, on því næst flutti séra Philip M. Pétursson borðbæn. Eftir að veizlugestir höfðu not- ið fyrirtaks máltíðar, hófst hin neglubundna skemtiskrá með stuttu, en prýðilegu ávarpi frá úr. Beck; aðalræðuna flutti séra Valdimar J. Eylands; aðrir, sem ræður fluttu, voru þeir Árni G. Eggertson, K.C., er ávarpaði iieiðursgestinn fyrir hönd stjórn- arnefndar Eimskipafélags Is- lands, próf. Ásmundur Guð- niundsson frá háskóla Islands og Pétur Sigurgeirsson, cand. theol., er skiluðu hvor um sig unaðs- iögrum kveðjum að heiman; milli ræðna og ávarpa, var sung- !ð margt íslenzkra söngva, auk þess sem Karlakór íslendinga í Winnipeg undir stjórn Sigur- björns Sigurðssonar, með að- stoð Gunnars Erlendssonar, skemti með þó nokkrum lögum, °g jók slíkt eigi all-lítið á veizlu- fagnaðinn. Dr. Beck mintist frú- ar heiðursgestsins, en ungfrú Loraine Johannsson, sonardóttir hans, afhenti stjúpu sinni for kunnar fagran blómvönd. Sægur mikill heillaóskaskeyta barst heiðursgestinum víðsvegar að, þar á meðal frá forseta Is- lands, sendiherra ísl. í Washing- ton og frú, en þau hjónin voru þá stödd í Reykjavík, Dr. Helga P. Briem aðalræðismanni í New York og Guðmundi Vilhjálms- syni, framkvæmdarstjóra Eim- skipafélags Islands; nöfn þeirra allra, er árnaðarkveðjur sendu, eru birt á öðrum stað hér í blað- inu. Geisilega hrifningu vakti það meðal veizlugesta, er Mr. Justice H. A. Bergman, tilkynnti, að Ás- mundiír hefði þá um daginin lagt á sérstakan reikning í banka $50,000, sem ætlaðir yrðu til þess, er næg fjárhæð væri fengin, að koma á fót kenslustól í íslenzku og íslenzkum fræðum við Manitobaháskólann; þóttu veizlugestum, sem vænta mátti, þetta hin merkustu tíðindi, eða eins og það er kallað á kjarn- yrtri íslenzku, hraustlega af sér vikið; þarna var enginn kotungs- bragur að verki, heldur komu þar í ljós hin glæsilegustu sér kenni íslenzkrar aðalslundar. Er hér var komið sögu, tók heiðursgesturinn til máls, og þakkaði þann heiður, er sér og fjölskyldu sinni væri sýndur með þessum veglega mannfagn- aði; skrautritað ávarp var hon- um afhent frá framkvæmdar- nefnd Þjóðræknisfélagsins, en Háttvirti veizlustjóri, kæru vinir! Vissulega bakaði það mér hina mestu úndrun, er forseti Þjóðræknisfélagsins tilkynti mér á mjög svo formlegan hátt, að Þjóðræknisfélagið og nokkra samstarfsmenn. langaði til þess, að hafa með mér kvöldstund 6. júlí. Ekki sá eg mér fært að hafna svo ágætu boði þótt undr- un mín færi sívaxandi. Minnist eg þess er Dr. Sigurður Nordal heldur fram, “að undrunin sé upphaf allrar vizku”. Fúslega verð eg þó að viðurkenna það, að undruninni hef eg haldið, en ekki fundið vizkuna, né heldur átt skilið þau lofsamlegu um- mæli er til mín hafa verið töl- uð hér í kvöld. Það minnir mig líka á, þótt ólíku sé saman að jafna, er einn af mætustu sonum þjóðar vorrar, Dr. Guðmundur Finnbogason, heimsótti okkur hingað vestur, endur fyrir löngu. Veglegt kveðjusamsæti var Dr. Guðmundi haldið að skilnaði, einmitt á þessum stað, margar ræður voru fluttar honum til maklegs heiðurs, — að lokum stóð Dr. Guðmundur upp og hélt þar eina af sínum ágætu ræðum, er varla geta annað en fest sig í minni manna. Byrjaði hann á því, að skýra hver hefði fundið upp sjónaukann og stjörnukíkir- inn og hversu óvenjumikla þýð ingu að það hefði haft á sviði vísindanna. En eins bæri þó alt- af að gæta, að hlutföllin væru rétt, og ekki of sterk, því þá yrði myndin hreinasta skrípamynd. Þess vænti eg þó, að þið, sem mér hafið verið samferða allt upp að 45 árum kannist við, að hvorki sé eg metorðagjarn né sjálfshælinn. Við hitt vil eg fús- lega kannast, að þau málefni, sem þjóðflokk vorn, að mínu áliti, hafa verulega varðað, hef eg oft sótt með öllu því kappi sem eg hef átt yfir að ráða. Af öllum mínum kappsmálum hafa þjóðræknismálin verið mér mestu kappsmálin, og þau verða það framvegis meðan eg enn má mæla. Eg skoða þetta ógleyman lega kvöld miklu fremur minni Þjóðræknisfélagsins en minni sjálfs mín. Þannig átti það líka að vera, því það félag táknar það, sem mér er kærast og hug- stæðast á þessari jörð, ísland og íslenzku þjóðina. Fyrir hönd konu minnar, sjálfs míns, sona minna og ann- ara náinna vina, endurtek eg þakkir mínar til ykkar allra, og bið ykkur Guðs blessunar í bráð og lengd. allinn í val Hon. John Curtin, forsætis- ráðherra í Ástralíu, er nýlátinn, freklega sextugur að aldri; fram- an af ævi gaf hann sig við blaða- mensku, en bauð sig fyrst fram til þingmensku, er hann stóð á Drítugu. Mr. Curtin var fram- sækinn áhugamaður, er háði marga snarpa hildi fyrir velferð- armálum verkamanna; ráðu- neyti hans var samsett af helztu leiðtogum verkamanna. Eftir- maður Mr. Curtins í forsætis- ráðherrasessi, verður fyrst um sinn Mr. Forde, er sæti átti fyr- ir hönd þjóðar sinnar á San Francisco stefnunni nýafstöðnu. Vinnur mikinn frama .i* ** . Lenore Johannesson, of Winnipeg, was chosen th “typical Canadian girl” among jMnior fashion counsellors by a three- man panel. She is the daughter of Mr. and Mrs. Konnie Johannesson, 923 Palmerston avenue, and is a graduate of Gordon Bell. Miss Alda Pálsson Þessi unga og frábærilega hæfa stúlka, Miss Alda Pálsson, er dóttir Jónasar Pálssonar píanó kennara í New Westminster, B.C., og frú Emlíu Pálsson; hún hefir unnið sér geisimikið álit sem píanisti, og haldið hljóm- leika í Toronto, Vancouver og ýmsum fleiri borgum í Canada, við ^mikinn og ágætan orðstír. Miss Pálsson hefir stundað nám við Toronto Conservatory of Music, og hlotið hvað ofan í annað námsstyrki, og nú hefir hún nýlega fengið gullmedalíu fyrir frábæra tækni og þekkingu í lis^ sinni; hún hefir nú nýlega lokið prófi með ágætis einkunn, og hlotið menntastigin L.R.S.M. og A.T.C.A. Miss Pálsson er nýkomin að austan í heimsókn til foreldra sinna í New Westminster. Harry S. Truman forseti Banda- ríkjanna, er nýlagður af stað í Evrópuför til fundar við þá Churchill og Stalin; verður mót þessara þjóðhöfðingja haldið í Berlín. Ásmundur Pétur Jóhannsson sjötugur. Þeir berjast til sigurs þó bratt sé á fót, er bregðast ei skyldunnar raust; hver áfangi verður þeim upprisutíð, og eins þó að komið sé haust. Þeir mælast þess betur að manngildi til sem meir var á taugarnar reynt, er sóru sinn lífstrúnað uppruna og ætt — og með eldana fóru ekki leynt. Þér græddist það ungum í gæfunnar leit að glíma við átök og strit; við lánaðar fjaðrir þú feldir þig ei, né falsaðan Islendingslit. Þú trúðir því ungur og trúir því enn — þó trú þín sé nokkur á fé, — að æska vor sæki sinn eilífðarþrótt í iðjagræn móðurlands vé. Hann Ásmundur leikur sér enn þá í dag með æskunnar heiði um brár; til Guðmundar rakara gengur hann oft, þó grá séu og auðtalin hár. þó kólgusjó tíðum hann krappt hafi siglt og kannist við hryðjur og él, — í kirkjunni jafnt sem við knattborð og spil hann kann við sig álíka vel. Að styrkjast í áformum átökin við, er eðli hins heilsteypta manns, því ágóðinn verður, þá sagan er sögð, að síðustu afrekin hans. Þess minst skyldi jafnan þó maður sé stór, er málefnið stærra en hann, — að sá, sem var einlægur upprunann við, hinn einasta stórsigur vann. I hásumarsdýrð fjarri heimalandsbyggð, er hýrt um vorn síunga vin; það spanst eitthvað algilt frá ómunatíð í alt þetta Miðfjarðarkyn. I nýflónskudúða hins dvergsýna manns, er dýrustu ræturnar skar, þó leitað sé út yfir aldir og rúm hann Ásmundur finst ekki þar. Einar P. Jónsson.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.