Lögberg - 12.07.1945, Síða 3

Lögberg - 12.07.1945, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 12. JÚLÍ, 1945 3 Ferð til Vancouver Eftir G. J. Oleson •H-f Framh. Að kvöldi þess 10. marz vor- um við boðin til Mr. og Mrs. S. G. Polson; brá okkur heldur en ekki í brún er þangað kom, að flestir kunningjar okkar þarna í borginni voru þar fyrir til að kveðja okkur, og var þar ekki einungis fagnaður mikill um kvöldið, heldur leystu þessir vinir okkur út með gjöfum að íslenzkum höfðingja sið. Skal eg ekki um þetta fagnaðarmót fjöl- yrða, en þakka af heilum hug vinsemdina og höfðingsskapinn, sem okkur var þarna sýndur, sem við þó áttum alls ekki skilið. Auk þeirra, sem eg hefi áður nefnt, kyntumst við þarna Mr. og Mrs. Hermann Sigurðsson, sem þar búa í borginni og þakka eg þeim vinahótin okkur ókendum. Þar mættum við líka Mrs. Guðrúnu Carlstrom, sem áður var í Win- nipeg, dóttur Sigurjóns Björns- sonar í Blaine, og sver hún sig vel í ættina. Þessi ágæta kona og fólk hennar er ekki alls fyrir löngu sezt að í Vancouver og líður vel þar. Á sunnudaginn þann 11. vor- um við í boði hjá þeim Gústaf og Dagmar Gíslason, sem áður voru í Wynyard, Sask. Var þar í öllu tiliti indælt að koma. Þessi hugljúfa, yfirlætislausa íslenzka gestrisni, sem ætlast ekki til neinna launa (enda fengu þau engin laun). Þau eru til þess að gjöra nýlega komin þarna vest- ur, og eru þegar vel búin að koma sér fyrir, hafa prýðilega snyrtilegt heimili, enda er hann þjóðhagasmiður og málari, og hefir þar á margt lagt gjörfa hönd, mig minnir að hann vinni í skipakvíunum og líður þeim óefað vel; er ætíð ánægju- legt að vita til þess, að fólki líði vel. Meistari lífsins ætlast til þess að öllum líði vel, en það er mikið undir andlegu hugarfari mannsins komið hvað vel hann byggir grundvöllinn og hvað farsæll hann verður. Mér leizt svo á sem þarna væri farsælt heimili. Þó þau hafi enn æsku- rós á vanga eru börn þeirra upp- komin og flest komin burtu, eins og víðast á sér stað, til að heyja sína baráttu; það er gangur lífs- ins. Það var ávinningur fyrir okkur að kynnast þessum snyrti- íegu, prúðu og farsælu hjónum. Um kvöldið var okkur boðið til Dr. Guttormsson; sótti hann okkur í bíl; er hann búinn að vera þarna í borginni í nokkur ár; var áður fyr all-lengi í Flin Flon, Manitoba. Hann hefir ljómandi fallegt)heimili; er hann nú þegar búinn að fá mikinn orð- stír sem læknir; er orðinn mjög vel lærður; var mér sagt að hann ýæri “Fellow of the Royal Col- lege of Surgeons”. Hann er son- ur V. J. Guttormsson á Lundar, héraðshöfðingja þar og skálds, og bróður-sonur höfuðskáldsins G. J. Guttormsson í Riverton. Hann er Austfirðingur. Allir Guttormar eða flestir eru Aust- firðingar. í stétt presta og brag- snillinga hefir þetta nafn gjört garðinn frægan fyrir Austfirð- inga hér vestra, og nú eru þeir að færa út kvíarnar og leggja undir sig læknislistina og aðrar listir. Það var ekki í kot vísað, að koma til þeirra Guttormssons hjónanna. Salína kona hans er fædd og uppalin í Argyle, og þektum við hana frá fyrri tíð; var hún um skeið bókhaldari hjá Columbia Press, áður en hún giftist. Foi*eldra hennar þekti eg áður en þau giftust. Kristján J. Reykdal, faðir hennar, var hjá okkur um tíma veturinn 1892-3; var þá nýlega kominn frá Is- landi. Hann er dáinn fyrir nokkr- um árum, en móðir hennar lifir enn í Argyle, mesta ágætis kona, austfirzk að ætt, systir þeirra Storms bræðra, sem þar bjuggu langan aldur. Ljósin loguðu skært á þessu austfirzka heimili um kvöldið, og þar var gott og skemtilegt að vera, og glaðværð nóg. Um miðnæturbilið héldum við heim, sofnuðum fljótt og dreymdum vel eftir þennan bjarta dag. Eg hafði ætlað mér að sjá skáldið Jónas Stefánsson frá Kaldbak, eg var honum persónu- lega kunnugur frá þeim tíma, sem hann var í Argyle, fyrir 27— 28 árum síðan. Svo heimsótti eg hann í Mikley 1939, er eg var þar á ferð, en það fórst fyrir að eg gæti séð hann núna, en konu hans, frú Jakobínu, mætti eg; var hún næturgestur á heimil- inu þar sem við vorum, og átti eg langt tal við hana; hún er eins og hún á kyn til, vel greind og sjálfmentuð. Vel er hún ritfær og oft hefir hún birt þýðingar og ritgjörðir í blöðunum; hún ann íslenzkum bókmentum og menningarerfðum, er hún stál- slegin í því, að ræða þessa hluti og brjóta til mergjar; það er henni dýrmætur auður og erfða- fé, eins og það er mörgum heil- brigðum íslendingi. Þau Kald- 'baks hjónin hafa, eins og svo margir fleiri, staðið nokkuð á- veðurs í lífsbaráttunni og átt undir högg að sækja, en hagur- inn hefir farið batnandi og skild- ist mér að þeim liði vel nú í þeirra nýja heimkynni, og þótti mér vænt um að heyra það; fjölskyldan hefir góða atvinnu og börnin eru mjög efnileg. Jónas á mjög snjalla skáldgáfu; sjaldan hefi eg séð fallegra ís- landsminni, en það, sem hann flutti á íslendingadaginn á Hnausum 2. ágúst, 1925. Þar eru þessi stef: Hann leið sá ljúfi dagur, og lágt varð undir sól, Svo dulur, dýr og fagur, sem draumsins fyrstu jól. En kvöldsins kylja nöpur þá kom á suður reið, Og nóttin dimm og döpur úr djúpi tímans leið. Þá mælti Vísir valda: “Eg vil ei dimma nótt, Og enga kylju kalda, hér kyrt sé bjart og hljótt. Þá kastar dökkum klæðum í kvöldsins sölum nótt, Og horfir björt frá hæðum á hauðrið tignarrótt, Og sæl á sumarvegi skein sól um miðja nótt, Og brosti á láði’ og legi, þó landið svæfi rótt. “Ó dýrð, ó dýrð sé Drottni,” dun- aði fugla kór, “Og aldrei, aldrei þrotni hans háns eilíf tignin stór.” 1 þúsund ára þrautum gekk þjóð- in undir próf Á bröttum mentabrautum, hún björg á stalla hóf; Nú undrast allur heim þín afrek, móðir kær, Ei getur gleymst þinn hreimur, því Guð á strenginn slær. Þín von er voldug, móðir, og verður aldrei tál, Þó auðgist aðrar þjóðir, þú átt þó stærsta sál. Eg hygg þú heimi sendir þann hugumprúða svein, Sem boga sigurs bendir og bræðra græðir mein. í öllu þessu kvæði er dásam- lega hrein og falleg hugsun, og list og leikandi rímsins minnir mann helzt á “Swinburn”. Margt hefir hann fallega sagt, en ann- ars ber þó nokkuð á þunglyndi í ljóðum hans og jafnvel svart- sýni. Eins og margir, hefir hann óefað nokkuð mótast af hinum sýktu svartsýnis hugarstefnum, sem svo mikið hefir borið á í ný- tízku skáldsagna og ljóðagerð íslendinga. Eg frétti um það leyti að við komum tli Vancouver, að Jón Th. Johnson frá Hólmi í Argyle- bygð, sem búsettur hefir verið þar í borginni í nokkur ár, hefði slasast all-alvarlega á verkstæði um þetta leyti og lægi þar á al- menna spítalanum, og var hann þar alla þá tíð sem við vorum í borginni; lenti hann með aðra hendina í vélina, og hefði það ekki verið fyrir snarræði hans, að ná á augabragði að stöðva vélina með hinni hendinni, hefði hann mist að minsta kosti allan handlegginn, en eins og var, var hann illa meiddur og varð að taka alla fingurna á hendinni .nema þumalfingurinn. Eg hafði ætlað mér að heim- sækja þau hjón, því eg þekti þau vel að austan, en af áðurnefnd- um ástæðum varð ekki af því; átti eg tal við konu hans, frú Salóme einum tvisvar sinnum yfir símann, og Jón fann eg á spítalanum skömmu áður en eg fór austur; var hann þá á góðum batavegi og lét hið bezta af sér, og var af hug og hjarta þakklát- ur fyrir að hafa sloppið með ekki verri meiðsli; var hann mjög bjartsýnn í anda. íslenzkur læknir, Dr. Grímsson að nafni. hafði stundað hann og var hann óspar á það, að'ljúka lofsorði á lækninn fyrir listfengi, einlægni og ástundun. Er ánægjulegt að heyra það, að Islendingur fær slíkan orðstír. Jón er karlmenni og dugnað- armaður, eins og hann á kyn til, sonur Þorsteins Jónssonar á Hólmi í Argylebygð frumherji og höfðingi mikill á sínum tíð. Jón stundaði búskap lengi í Argylebygð, og honum og fjöl skyldunni hefir farnast mjög vel síðan þau settust að í Van- couver, og heyrðist mér á hon- um eins og flestum, að hann vildi ekki skifta um og hverfa austur aftur. (Niðurlag næst). Bréf frá dr. R. Beck H+ Þó að bréf það, sem hér fylgir með, geymist með skjölum Hins Ev. Lút. Kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi, vil eg gjarnan birta það nú þegar. Efni bréfs- ins er svo hugstætt að eg veit það verða margir, sem hafa mikla ánægju af því að sjá það sem fyrst á prenti. H. Sigmar. Grand Forks, N.-D., 13. júní. Rev. H. Sigmar, D.D. Forseti Hins Ev. Lút. Kirkju- félags Islendinga í Vesturheimi. Mountain, N.-Dak. Kæri vinur: Síðastliðið sumar, þá er eg fór til Islands sem fulltrúi Vestur- íslendinga á lýðveldishátíðina, sýndir þú mér þá tiltrú og þann sóma að fela mér að flytja biskupi og kirkju íslands bréf- legar kveðjur frá þér og kirkju- félagi þínu. Þykir mér hlýða að gera þér nú stutta grein fyrir því, með hvaða hætti eg rak það erindi. Mér var boðið að flytja ræðu á Prestastefnu íslands, sem hald- in var venju samkvæmt í Reykja vík, og var mjög fjölsótt; gerði eg það síðdegis hinn 28. júní. Las eg hina bréflegu kveðju þína við það tækifæri, samhliða bréflegum kveðjum frá hinu ís- lenzka kirkjufélaginu vestan hafs og lýsti einnig starfi hins lút. kirkjufélags, samkvæmt upplýs- ingum í síðustu kirkjuþingbók félagsins, er ritari þess, séra Egill H. Fáfnis, hafði góðfús- lega látið mér í té. Að öðru leyti lýsti eg að nokkru hinu félags- lega, þjóðræknislega og menn- ingarlega gildi starfsemi kirkju- félaganna beggja. Ekki er það mitt að dæma um það, hvernig þessi kveðju- flutningur minn tókst; hitt væri mikið vanþakklæti af minni hálfu að skýra eigi frá því, hversu frábærilega vel kveðjun- um frá kirkjunnar mönnum og kirkjufélögunum hér vestra var tekið á prestastefnunni, bæði af hálfu biskups og prestanna allra. Svo ástúðlegar voru þær viðtök- ur, að eg fæ því vart með orðum lýst, og kom þar ljóst og fagur- lega fram góðhugur íslenzku kirkjunnar, biskupsins og presta hennar til kirkjufélaganna og íslenzks kirkjufólks í Vestur- heimi. Jafnframt vil eg, þeim orðum mínum til staðfestingar, leyfa mér að láta fylgja hérmeð nokk- ur blaðaummæli um ræðu mína og kveðjuflutning á prestastefn^ unni, þér og kirkjuþingsgestum til fróðleiks og uppörvunar. Því að þau vinsamlegu ummæli eru talandi vottur um hlýleikann heima á Islandi í garð íslenzkr- ar kirkjulegrar starfsemi hérna megin hafsins. Þakka eg svo innilega fyrir þá sæmd að mega flytja kveðjur Kirkjufélags þíns heima á ætt- jörðinni á hinu mikla hátíðarári hennar og óska félaginu bless- unar Guðs í bráð og lengd. Með bestu kveðjum. Þinn einlægur, Richard Beck. ♦ Nokkur blaðaummœli um ræð- una og kveðjumar, sem Dr. R. Beck, fulltrúi Vestur-íslendingn á lýðveldishátíðinni, flutti á Prestastefnu íslands 1944. I frásögn í dagblaðinu “Vísir” þ. 29. júní (eftir séra Árna Sig- urðsson fríkirkjuprest í Rvík), er þannig sagt frá komu dr. Beck á prestastefnuna og ræðu hans þar: , “Því næst fagnaði prestastefn- an á ný prófessor Richard Beck, er þá var kominn á fundinn til þess að ávarpa prestastefnuna. Biskup ávarpaði hinn góða gest hlýjum og hjartanlegum orðum, en fundarmenn tóku undir af miklum innileik. Síðan tók próf. Beck til máls og flutti þróttmikla og áhrifaríka ræðu. Tókst hon- um hið bezta að túlka hug Is- lendinga vestan hafs til gamla landsins. Skilaði hann kveðjum Þjóðræknisfélagsins, beggja ís- lenzku kirkjufélaganna vestan hafs og forustumanna þeirra, dr. Haralds Sigmar, hr. Hannesar Péturssonar og sr. Philips Péturs sonar, og sagði fréttir af kirkju- lífinu í kirkj ufélögunum báðum, hinu evangelisk-lúterska, og Sam einaða kirkjufélaginu. Sýndi ræða hans hversu trúræknin og þjóðræknin hafa verið samofn- ar í andlegu lífi landa vorra vestan hafs’ tryggðin við feðra- trú og þjóðerni fylgt þeim frá fyrstu landnámsárunum. Síðan vék próf. Beck að hinu eftir- breytnisvérðasta í kirkjulífi Vestur-íslendinga, leikmanna- starfseminni í kirkjufélögunum. Lauk hann máli sínu með eld- heitum, djarflegum og drengi- legum hvatningarorðum til ís- lenzku kirkjunnar. Síðan settust fundarmenn að kaffiborði og undu þar glaðir með gesti sínum góða stund við samtal og borðræður.” I hinni opinberu skýrslu um Prestastefnuna, sem birtist í júní—júlí hefti “Kirkjuritsins”, er farið þessum orðum um ræðu dr. Beck og kveðjuflutning hans: “Þennan dag mætti á presta- stefnunni prófessor dr. Richard Beck, fulltrúi Vestur-íslendinga á lýðveldishátíðinni. Er biskup hafði boðið hann velkominn, flutti prófessorinn afburða snjallt erindi um kirkjumál og kirkjulíf Islendinga í Vestur- heimi. Flutti hann prestastétt- inni og biskupi kveðjur, er hann hafði meðferðis frá forsetum beggja kirkjudeildanna íslenzku vestra, þeim séra Haraldi Sigmar, fylrir hönd evangelisk-lúterska kirkjufélagsins, og Hannesi Péturssyni, fyrir hönd sameinaða kirkjufélagsins. Biskup þakkaði þæði hið sköru lega erindi og hinar hlýju kveðj- ur, og prestastefnan sendi báðum kirkjudeildunum vestan hdfs sím skeyti með árnaðaróskum og Icveðjum.” Business and Professionai Cards DR. A. BLONDAL Physician & Surgeon 402 MEDICAL ARTS BL.EKÍ Sfmi 93 996 Helmili: 108 Chataway Simi 61 023 Dr. S. J. Johannesson 216 RUBY STRBHT (Beint suSur af Banninc) Talsimi 30 87 7 • VlBtaJatlmi 2—i a. h. DR. A. V. JOHNSON Dmlitl 6 06 SOMERSET BLDO Thelephone 97 932 Home Telephone 202 398 Frá vini Dr. E. JOHNSON 304 Eveline St. Selkirk Offlce hrs. 2.30—6 P.M. Phone office 26. Rea. 130 Office Phone Res. Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDQ. Offlce Hours: 4 p.m.—f p.m. and by appolntment DR. ROBERT BLACK SérfræSingur í Augna, Eyrna, nef og hálaajúkdómum 416 Medical Arts Buildlng, Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 93 851 Heimaslmi 42 164 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlæknar • 406 TORONTO GEN. TRCSTK BUILDING Cor. Portage Ave. og Snilth W PHONE 96 952 WINNIPEG EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. tslenzkur lyfsali Fólk gretur pantað meðul ok annað með póati. Fljót afgrrelðsla. Itlei/ers Siuxlios jCMk Pfurtcyctfhic (H/aaiýxlumÍkCQamm 224 Notre Dame- PHONE 96 647 A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur líkklstur og annast um dt- farír. Aliur QtbúnaSur sá beatl Ennfremur selur hann allskonar mlnnlsvarCa og legsteina. Skrifstofu talsimi 27 324 Helmilis tabimi 26 444 HALDOR HALDORSON bypglnaamri.'stari 23 Music and Art Building Broadway and Hargrave Winnipeg, Canada Phone 93 055 \ Legsteinar ■em skara framúr Úrvala blágrýti og Manitoba marmarl SkrifiO eftir verOskrd GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 Spruce St. Sími 28 89» Winnipeg, Man. J. J. SWANSON & CO. LIMITED 108 AVENÚE BLDG., WPO • Faatelgnaaalar. Leigja hús. Út v*£a peningalAn og eldsAbyrgB bifreiOaAbyrgB, o. s. frv. Phone 97 538 INSURE your property wlth HOME SECURITIES LTD. 468 MAIN ST. Leo E. Johnson A. I. I. A. Mgr. Phones Bus. 23 377 Res 39 433 ANDREWS, ANDREWS THORVALDSON AND EGGERTSON LOgfrœOlnoar 209 Bank of Nova Sootla Bldg. Úortage og Garry St. Simi 98 291 TELEPHONE 96 010 H. J. PALMASON & CO. Chartered Accountants f 1101 McARTHUR BUILDING WINNIPEG, CANADA Blóm stundvíslega afgreidd THE RQSERY ltð. Stofnað 1905 4 27 Portage Ave. Síml 97 461 Winnipeg. Phone 49 469 Radlo Service Speclallsts ELEGTRONIG LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST., WINNIPEO GUNDRY & PYHORE LTD. Brltish Quality — Fish Netttag 60 VICTOIUA STREBT Phone 98 211 Vlnnipe* Manager, T. R. THORTALDBOM Your patronage will be tppreciated G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dtr. CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. Keystone Fisheries /. B Pape, Managing Direotor Limited Wholesale Distrlbutor* of 404 Scott Block Siml 95 227 Fresh and Frozen Flsh. 311 Chambers St. Wholesale Distributors af Office Phone 26 328 FRE3B AND FROZEN FI8H Rea Phone 73 917. MANITOBA FISHERIES WINNIPEG, MAN. T. Barcovitch, framkv.stl. . — LOANS — | At Rates Authorized by Small Loans Act, 1939. Verzla 1 he'.ldsölu meB nýjan og froslnn fisk. 108 OWENA ST. Skrlfstofusimi 25 356 Heimastml 55 461 PEOPLES FINANCE CORP. I/TI). Ucensed Lend-rs Established 1929 40S Time Bldg. Phone 21 4S9 Argue Brothers Ltd. Real Estate — Financial — and Insurance II HAGB0RG II n FUEL CO. n Lombard Building, Winnipeg • J. DAVIDSON, Rep, Phone 97 291 Dial 21 331 kaFl[) 21 331

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.