Lögberg - 12.07.1945, Page 4
t-----------------lögberg ——*
OefitS út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS, LIMITED
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LOGBEHG,
695 Sargrent Ave., Winnipeg, Man.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram
The "Dögberg" is printed and published by
The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue
Winnipeg. Manitoba
PHONE 21 804
.;—-------------------------------------------------------------•+
Metnaður og markmið
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
Flestir heilgeðja menn setja sér einhver
markmið í lífinu, einhverjar þær eyktir, er
miða megi við, og stefna beri að; markmiðin
eru mismunandi há í réttum hlutföllum við
það, hve einstaklingarnir eru lítilþægir, eða
það gagnstæða; það kemur sjaldnast að sök
þó menn setji sér há markmið, því oftast vinst
nægur tími til þess _ að lækka seglin, og það
jafnvel án þess að á slíkt sé kosið; en lægri
markmið en þau, er einstaklingarnir hæzt setja
sér, geta þjóðir eða þjóðabrot, ekki undir nein-
um kringumstæðum sætt sig við, og mega það
ekki heldur.
Vér, arfþegar hins íslenzka kynstofns, sem
dreifðir erum vítt um þetta mikla meginland,
erum um þessar mundir í vissum skilningi á
krossgötum staddir; frumherjar vorir, sem
hingað komu af íslandi fyrir meir en sjötíu
árum, hafa nú langflestir safnast til feðra sinna;
það voru þeir, menn og konur, veðurbarnir og
með sigg í lófum, sem með þreki sínu og fórnar-
lund, lögðu grundvöllinn að þeim góða orðstír,
er afkomendur þeirra í tveimur vestrænum
þjóðlöndum, njóta þann dag í dag; hinn horfni
landnámslýður unni Islandi hugástum, og
hvorki meira né minna en tilbað hina tigin-
bornu, íslenzku tungu; hann var ekki í nein-
um vafa um það, að varðveizla menningarerfða
vorra vegna niðjanna, væri háleitt markmið,
sem stefnt skyldi að í fullum trúnaði, þrátt
fyrir breyttar aðstæður og breytt lífsviðhorf;
frumherjunum var það brennandi metnaðar-
mál, að afkomendur þeirra fengi í aldir fram,
notið Passíusálmanna, Sólarljóða og Sonartor-
reks — á íslenzku, að eigi séu fleiri kjörgripir
íslenzkra bókmennta tilnefndir; kjörorð þeirra
var: “Heiðra skaltu föður þinn og móður, svo
þér vegni vel, og þú verðir langlífur í landinu.”
Ræktarsemi var þeim í blóð borin, og þann
norræna eðliskost töldu þeir jafnan það mikils-
verðan, að án hans yrði teflt í tvísýni um fram-
tíðarhamingjuna; þeim valTfyrst og síðast um-
hugað um það, að niðjar þeirra yrði stórhuga og
heillyndir menn, dyggir borgarar kjörlanda
sinna, er jafnan fengi styrkst í áformum og
nytjaverkum við eld síns göfuga kynstofns.
Drottinhollusta hefir löngum verið talin til
hinna fegurstu dygða, þó hún í rauninni væri
einungis sjálfsögð drengskaparskylda; minning
íslenzkra frumherja í þessu landi krefst þess,
að vér auðsýnum málstað þeirra óskipta holl-
ustu, málstað manntaksins, málstað drengskap-
arins, og málstað tungunnar, sem svo er mynd-
auðug, að hún á “orð yfir alt, sem er hugsað á
jörðu.”
íslenzki landnámslýðurinn í þessu landi, bað
engrar afsökunar á tilveru sinni og hann þurfti
þess ekki heldur með; þetta fólk unni vitaskuld
íslandi hugástum, en það festi líka fljótt traust-
ar rætur hér'og vildi veg Canada í öllu; því var
það ljóst, að þetta land átti að verða framtíðar-
land niðja þeirra frá kyni til kyns, og þess
vegna var alt fyrir það í sölurnar leggjandi; en
því var líka umhugað um það, að niðjarnir
legði á borð með sér, ef svo mætti að orði
kveða, alla þá frumkosti, sem íslenzkt þjóðar-
eðli býr yfir, þeim sjálfum og canadisku þjóð-
inni til nytsemdar og vegsauka. —
Menn og konur af íslenzkum stofni í þessu
landi, mega ekki undir neinum kringumstæð-
um sætta sig við andlega nesjamensku á vett-
vangi þjóðræknismálanna; hitt stendur norrænu
aðalseðli nær, að stefnt sé á brattans fjöll, og
há markmið sett. —
Framtíð íslenzkrar tungu og íslenzkrar bók-
vísi í þessu landi, verður að vera varanlegur
framtíðarstaður búinn við æðstu menntastofn-
un þessa fylkis með stofnun kennarastóls í ís-
lenzkum fræðum við Manitobaháskólann; í
þessu fylki bar öndvegissúlur íslenzkra frum-
herja fyrst að landi; hér eru niðjar þeirra
fjölmennastir og verða um langan aldur enn;
hér á að rísa upp og breiða út þroskað lim,
gróðrarstöð andlegrar aðalsmennsku, er svip-
merki orð og athafnir óborinna kynslóða af ís-
lenzkri ætt, og mun þá morgundagurinn verða
dýrðlegur dagur.
Fágætur athafnamaður vor á meðal, og bar-
dagamaður í þjóðræknismálum vorum, langt
fram yfir það, er almennt gerist, Ásmundur P.
Jóhannsson byggingameistari, hefir nú riðið á
vaðið varðandi framkvæmdir áminsts menning-
armáls; hann hefir, eins og frá er skýrt á öðrum
stað hér í blaðinu, gefið Manitobaháskólanum
$50,000 með það fyrir augum að komið verði
þar á fót prófessorsembætti í íslenzku og ís-
lenzkum fræðum; þetta er stærsta og höfðing-
legasta gjöfin, er háskólanum fram að þessu
hefir borist frá einum manni, að því er Bergman
háyfirdómara sagðist frá í sjötíu ára afmælis-
fagnaði gefandans; einn maður leggur fram
þriðjung þeirrar fjárhæðar, sem skoðuð er nauð-
synleg til tfyggingar áminstu prófessorembætti
í framtíð allri; það ætti því naumast að vera
neitt sérstakt Grettistak fyrir alla hina, sem
til íslenzka kynstofnsins teljast í þessu landi,
að leggja fram þá tvo þriðju, er upp á vantar
málinu til fulltingis; íslenzkur metnaður krefst
þess, að nú sé ekki legið á liði sínu; grundvöll-
urinn hefir verið lagður, og fullnaðarsöfnun-
inni þarf að verða lokið sem allra fyrst.
Við Manitobaháskólann, verðum vér, Vest-
menn, að reisa íslenzkunni og íslenzkri bók-
vísi órjúfandi varnarvirki.
llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllillllllllllllllllilllillllllllllllllVI!llllllllllllllllllllllllllilllllillllli!lllllllllllll!lllllllll!!!IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIWII
Samkvæmisræða
Eftir séra Valdimar J. Eylands
Flutt á Royal Alexandra hótelinu í Wpg., 6. júli
í tilefni af sjötíu ára afmæli Á. P. Jóhannssonar
(Ræða þessi var nokkuð stytt í flutningi)
Ásmundur P. Jóhannsson er sjötugur í dag.
Þessi áfangi á æfileið hans er tilefni þessa
fjölmenna mannfagnaðar í skrautlegasta veizlu-
sal borgarinnar. Allir, sem til hans þekkja munu
á eitt sáttir um að hann sé maklegur þess
heiðurs, sem honum er þannig sýndur. Við erum
hingað komin úr ýmsum áttum til þess að sam-
gleðjast honum, til þess að líta með honum í
anda um farinn veg, til þess að þakka honum
samfylgdina og alt sem hann hefir vel gert, og
til þess að óska honum allra heilla og blessunar
í framtíðinni.
Fróðum mönnum telst svo til að á fyrsta tugi
þessarar aldar hafi um sjö miljónir manna og
kvenna fluzt til Canada frá Evrópu, og einnig
allmargir frá Bandaríkjunum. Eins og nærri
má geta hefir þessi skari verið harla sundur-
leytur, að þjóðerni, tungutaki, menningu og
áhugamálum. En þó átti alt þetta fólk nokkuð
sameiginlegt. Flestir þeirra voru fátækir að fé
en auðugir að starfsþreki, og vonum. Allir kcmu
þeir hingað með því augnamiði að bæia kjör
sín og tryggja framtíð niðja sinna. Allur þorri
þessa fólks kemur hvergi við sögu. hvorki í
heimalöndum sínum, né heldur í kjörlandinu
nýja. Það hefir háð sína baráttu hljóðlaust,
notið misjafnrar giftu, og beðið marga ósigra,
og margt af því er nú þegar hnigið í nafnlausa
gröf. En það hefir gert sitt til þess að byggja
þetta land og mynda þessa þjóð. Aðeins örfáir
af öllum þessum fjölda standa höfði hærri en
allur lýður. Það eru þeir sem méð elju sinni
og atorku, drenglund sinni og dáð, hafa skapað
sér sérstæða sögu, og reist sér minnisvarða,
i sem lengi munu halda minningu þeirra á lofti.
Á meðal miljónanna, sem komu frá ýmsum
löndum heims til þessa lands á þessu umrædda
tímabili, voru fáein hundruð manna, sem komu
frá íslandi. Aðal innflytjenda hóparnir þaðan
voru komnir hingað fyrir aldamótin. Á meðai
þeirra, sem komu frá íslandi í upphafi þessa
tímabils, var ungur maður norðan úr Miðfjarð-
ardölum í Húnavatnssýslu, ásamt konu sinni.
Ætla má að þessi maður hafi þegar í æsku
reynzt óvenjulega framtakssamur, því áður en
hann yfirgaf átthaga sína var hann búinn að
læra trésmíði, og hafði stundað þá iðn um
nokkurra ára bil. Hann kom til Winnipeg 2.
ágúst árið 1900, og vann fyrstu þrjú árin í
þjónustu annara. En upp frá því tók hann að
reka atvinnu sína upp á eigin reikning, og
farnaðist strax óvenjulega vel.
Eftir sjö ára dvöl í Canada, heimsækir hann
aftur átthafa sína. Á leiðinni norður í land
gistir hann hjá merkisbónda einum í þjóðbraut.
Bóndi þessi er önnum kafinn að ala önn fyrir
öðrum gesti, sem borið hafði að garði hans
nokkru fyr um kvöldið, og gefur Vestur-Is-
lendingnum engan gaum, fyr en komið er undir
háttatíma. Snýr hann sér þá að honum og segir
hálf ólundarlega: Ójá, svo þú ert frá Ameríku,
einn af þessum agentum þaðan. En Ásmundur
hefir aldrei verið “agent” í þeim skilningi, sem
venjulega er lagður í það orð, og bar því af
sér þessa ásökun. Engu að síður ertu agent,
svaraði bóndi önugur. Hver sá, sem eins og þú
ferð úr landi til Ameríku með tvær hendur
tómar, kemur svo aftur eftir fáein ár, upp-
dubbaður með úttroðna pyngju, verður vitandi
eða óafvitandi útflutningsagent fyrir Ameríku.
Lét bóndi á sér skilja að hann teldi Ameríku-
fara yfirleitt týnda Islandi, og þá sem þaðan
kæmu aftur heim, jaínvel hættulega menn fyr-
ir land og þjóð.
Sex árum síðar kemur Ás-
mundur aftur til Islands, og er þá
fjölskylda hans í för með honum.
Gistir hann þá aftur á sama
bænum, sem í fyrstu ferð sinni.
En nú er komið annað hljóð í
bóndann. Tekur hann nú Ás-
mundi með hinum mesta kær-
leika, og vottar honum virðingu
sína. Hvað hafði komið fyrir,
sem valdið gæti slíkri hugar-
farsbreytingu hjá þessum þjóð-
rækna sómamanni? Jú, einn
merkilegasti viðburðurinn í sjálf
stæðisbaráttu íslendinga var
fram kominn, Eimskipafélag ís-
lands hafði verið stofnað. Nokkr-
ir atkvæðamenn meðal Vestur-
Islendinga höfðu stutt þetta fyr-
irtæki svo drengilega með ráð-
um og dáð, að öll þjóðin hafði
veitt þeim eftirtekt, og Vestur-
Islendingum þá um leið í heild
sinni. Ásmundur Jóhannsson var
einn þeirra manna, sem lögðu
fram 10,000 krónur hver í stofn-
sjóð félagsins, og gerðist með-
limur nefndar, sem tók að sér
að safna fé hér vestra, þessu
þjóðþrifa fyrirtæki til styrktar.
Mr. Jón J. Bíldfell, sem hér er
staddur í kvöld tók einnig giftu-
drjúgan þátt í þessu heillavæn-
lega starfi að mynda Eimskipa-
félagið.
I sambandi við þetta mál leyfi
eg mér að tilfæra ummæli úr
sögu Eimskipafélagsins, sem
prentuð var fyrir nokkrum ár-
um: “Þátttaka Vestur-Islendinga
í stofnun Eimskipafélagsins er
fegursti og stærsti vottur um
þjóðrækni þeirra og hugarþel til
gamla landsins, sem enn hefir
sýndur verið. Langflestir þeirra,
sem lögðu fram fé til fyrirtækis-
ins í fyrstu bjuggust ekki við
því að hljóta neinn arð af fé
sínu. Heill og velferð ættjarðar-
innar réð eingöngu gerðum
þeirra.”
Eg hefi drepið á þessar tvær
fyrstu ferðir Ásmundar til ís-
lands, og hina skyndilegu hug-
arfarsbreytingu bóndans, vegna
þess að þar er um táknrænt at-
vik að ræða. Þessi maður var
ekki sá eini, sem skifti um skoð-
un á Vestur-lslendingum um
þetta leyti, heldur þjóðin Öll.
Þetta breytta hugarfar heima-
þjóðarinnar gagnvart okkur
stafaði vissulega ekki af afrek-
um fjöldans okkar á meðal, held-
ur af dugnaði, framtakssemi, og
fórnfýsi einstakra ^manna, ein-
mitt marjna eins og heiðursgests
okkar hér í kvöld. Þess vegna
stöndum við allir Vestur-íslend-
ingar í þakkarskuld við hann,
og þá aðra, sem stóðu í brjóst-
fylking framtaksmanna á meðal
okkar á þeim árum. Áismundur
Jóhannsson er vissulega einn
þeirra manna, sem ávalt hefir
borið hag Islanas fyrir brjósti,
og þá ekki síður sóma þjóðar-
brotsins hér. Þau fjörutíu og
fimm ár, sem hann hefir dvalið
hér vestra, hefir hann heimsótt
Island tíu sinnum, og oftast hafa
einhverjir meðlimir fjölskyld-
hans verið í för með honum.
Síðustu ferð sína heim fór hann
árið 1940, þá sem gestur Eim-
skipafélagsins. Slíkar ferðir hafa
mikið gildi, ekki aðeins fyrir
þann eða þá, sem fara þær, held-
ur einnig fyrir okkur hina, sem
heima sitjum. Þeir, sem eins og
Ásmundur og fjölskylda hans
bera á ferðum sínum orð kynn-
ingar og kærleika á milli land-
anna, vinna þannig merkilegt
þjóðræknisstarf, sem ber ávöxt
beggja megin hafsins.
Sumir menn eru vel kristnir
á sunnudögum, en ella miður.
Á sama hátt eru sumir menn
þjóðræknir þegar þeir sækja ís-
land heim, eða tala við gesti frá
Islandi, en miður í hversdags-
lífinu hér vestra. En heiðurs-
gestur okkar í kvöld, verður
aldrei með réttu ásakaður um
tvídrægni í þessum málum. Hann
hefir ávalt verið, er og verður
á meðan hann dregur andann
sannur Islendingur, ekki síður 1
Winnipeg en í Reykjavík. Sál
hans snýr óskift að Islandi, og
að því fyrst og fremst sem ís-
lenzkt er hér í Canada. Hér ger-
ist hann snemma á árum einn af
forvígismönnunum að stofnun
Þjóðræknisfélags Islendinga í
Vesturheimi. Hann starfar í
stjórnarnefnd þess næstum tutt-
ugu ár, af rúmlega tuttugu og
fimm árum, sem það hefir verið
við líði. Hann hefir á ýmsum
tímum skipað ýms helztu em-
bætti í þessum félagsskap. Á
dvalarárum mínum hér hefi eg
átt nána samvinnu með honum
í félaginu, og er mér ljúft að
bera vOtt um það, að hann hefir
reynzt því hinn ötulasti og at-
kvæðamesti starfsmaður, sam-
vinnulipur, en um fram alt heill
og einlægur. Að vísu fanst okk-
ur sumum, sem lítið skyn^ber-
um á fjármál, að hann halda
stundum allþétt um pyngju fél-
agsins er hann var gjaldkeri þess.
En það stendur í sambandi við
annan meginþátt í upplagi hans
og skapgerð: sparsemi hans og
hina íslenzku búhyggju. Þeir,
sem sneyddir eru þessum eigin-
leikum kunna oft ekki að meta
iá, en misskilja svo þá og öfunda,
sem betur búnast en þeim sjálf-
um. Um kænzku Ásmundar í
viðskiftum, vil eg leyfa mér að
tilfæra örstutta gamansögu, sem
eg heyrði fyrir mörgum árum.
Eg sel hana ekki dýrari en eg
keypti hana; má hver trúa sem
vill, en hinir láta hana liggja
á milli hluta. Fyrst vil eg taka
það fram, sem allir vita þó, að
Ásmundur hefir ávalt verið holl-
ur þegn kjörlands síns, og hefir
leyst allar sínar borgaralegu
skyldur af hendi með samvizku-
semi. En í þetta sinn, samkvæmt
sögunni, varð honum sú skyssa
á að keyra áfram yfir stræti,
þrátt fyrir ljósmerki sem sagði
STOP. En hann hafði ekki lengi
farið er flauta lögregluþjóns
kvein við hlið hans, og hann varð
að aka upp að gangstéttinni og
stanza. Lögregluþjónninn setti
upp embættissvip, tók upp vasa-
bók sína og spurði harðneskju-
lega: Hvað heitið þér? Ásmund-
ur Pétur Jóhannsson, var svar-
ið. Þjónn réttvísinnar hváði en
fékk aftur sama svarið. Bandaði
hann þá hendinni óþolinmóð-
lega og sagði: Farðu þá, en láttu
þetta ekki koma fyrir aftur. Ás-
mundur sigldi svo sinn sjó, auð-
vitað glaður yfir að hafa náð
tilgangi sínum að þurfa ekki að
borga sektina.
Eg leyfi mér að fullyrða að
sparsemi og hagsýni Ásmundar
í fjármálum hefir komið Þjóð-
ræknisfélaginu að góðu haldi.
Vafamál er það í mínum huga
hvort hið vinsæla og fjöllesna
Tímarit félagsins hefði haldist
við fram á þennan dag, hefði
það ekki notið Ásmundar að um
margra ára skeið til að líta eftir
fjárhag þess og safna auglýsing-
um fyrir það. Hann hefir verið
lífið og sálin í starfi Laugardags-
skólans um margra ára bil. En
hann er sú stofnun, sem fram-
tíð þjóðræknisstarfseminnar hér
vestra hlýtur fyrst og fremst að
byggjast á. Þótt það sé ef til
vill ekki í verkahring mínum
hér í kvöld, að minnast á hið
mikla og óeigingjarna starf
heiðursgestsins við fyrirtækið
Columbia Press, en einkum þó
vikublaðið Lögberg, get eg ekki
látið þess ógetið. Islenzku blöð-
in okkar hér eru þær megin-
stoðir undir alla þjóðræknisstarf
semi okkar hér, að hver sem
starfar að eflingu þeirra eins
ósleitilega og Ásmundur hefir
gert hvað Lögberg snertir, á
skilið að hljóta óskiftar þakkir
allra þeirra, sem láta sig íslenzka
menningu í Vesturheimi nokkru
varða.
Hér er líklega ekki stund eða
staður til að tala um Ásmuna
sem mannvin, góðgerðamann,
tryggan vin vina sinna, eða sem
stuðningsmann kirkju sinnar.
Þessir þættir í skapgerð hans og
starfi teljast venjulega til þjóð-
rækni, en þjóðrækni hans er
umræðuefni mitt í kvöld. En það
er mjótt á milli þjóðrækni og
guðrækni, eða á milli þjóðrækni
og manndóms. En Ásmundur
hefir reynst okkur alt í senn:
þjóðrækinn og guðrækinn mann
dómsmaður.
Við þökkum þér svo að lok-
um, kæri heiðursgestur og sam-
verkamaður í menningarmálum
okkar, fyrir starfið alt, sem þú
hefir unnið svo vel. Við finn-
um til þess er við lítum yfir
æfiferil þinn að því leyti, sem
okkur er hann kunnur, að þú
hefir verið gæfumaður. Gæfa
þín er fólgin í atgjörvi þínu, og
í þeirri handleiðslu Guðs, sem
þú hefir notið um langa æfi. En
gæfa þín hefir einnig verið gæfa
og gagn Islands, eins og stjórn
þess hefir líka viðurkent, með
því að sæma þig hinu æðsta
heiðursmerki, sem hún veitir al-
mennum borgurum fyrir afburða
starf. Og þetta samsæti í kvöld
á að vera þér vottur þess að
gæfa þín hefir einnig verið að
nokkru leyti einnig gæfa okkar
Vestur-íslendinga. Fyrir það vilj
um við nú heiðra þig, og þakka
þér. Guð blessi þig og þína. Guð
blessi ísland. Guð blessi Canada,
landið, sem hefir farið svo vel
með þig, og fer vel með okkur
öll.
A. P. Jóhannsson 70 ára
Snemma í dögun landnáms þessa lands,
er landinn, sótti fram á ýmsum sviðum,
þá reyndi meira á þrek og manndóm manns,
að miða rétt, og venjast þjóðar siðum,
í samkepninnar hlaupi að halda sínu,
með höfuð rétt, og stýra beina línu.
En Ásmundur var fær í flestan sjó,
þó fleytur hinna lentu í brimsins solli,
hjá honum aldrei vind úr voðum dró,
það vissu fáir hvað því láni olli,
en vilji hans í athöfn allri og starfi,
var ætíð sá, að vera hinn sterki og djarfi.
Og fáir hafa sælli siglt til lands,
er sólin aftangeislum roðar fjöllin,
með hlaðið skip af gulli gæfumanns,
í gegnum lífsins sjóa og boða föllin,
og hér í kvöld er vottur fagur fenginn,
að flestir virða og kunna að meta drenginn.
H. E. Magnússon.
-M-f
Góð sé heilsan, glöð sé ellin
gæfan fylgispök.
Ekki skrikult yfir svellin
út að hinstu vök.
Páll Guðmundsson.