Lögberg - 26.07.1945, Blaðsíða 1

Lögberg - 26.07.1945, Blaðsíða 1
PHONE 21374 \W"Vl ha«ni ■ **& A uiúveA iners A Complete Cleaning Institution PHONE 21374 T,at‘ n<l«r<,rS lo prH ^ V - ,nd Flir A Comi«!ete Cleanmg: Institution 58. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 26. JÚLÍ, 1945 NÚMER 30 Veglegt kveðjusamsæti Á fimtudagskvöldið þann 19. þ. m., efndi framkvæmdarnefnd Hins Evangeliska Lúterska Kirkjufélags íslendinga í Vest- urheimi, til veglegs kveðjusam- sætis á Fort Garry hótelinu fyr- ir Ásmund Guðmundsson, próf. í guðfræði við háskóla íslands; en hann kom hingað, sem kunn- ugt er, sem sérstakur sendifull- trúi biskups og íslenzku ríkis- kirkjunnar, í tilefni af sextíu ára afmælisfagnaði áminsts kirkju- félags; veizlustjórn hafði með höndum séra Valdimar J. Ey- lands, vara-forseti kirkjufélags- ins, og jafnframt vara-forseti Þjóðræknisfélagsins, er flutti heiðursgestinum kveðju í nafni hinna síðarnefndu samtaka. Aðalræðumaður í þessu vin- gjarnlega samsæti, var Dr. Har- aldur Sigmar, forseti kirkjufél- agsins; þakkaði hann prófessor Ásmundi með fögrum og við- kvæmum orðum komuna og ógleymanleg kveðjumál hans á kirkjuþinginu; þeir Dr. Sigmar og próf. Ásmundur eru alda- vinir frá prestskapartíð þeirra beggja í Wynyard fyrir þrjátíu árum, eða því sem næst. Dr. Sigmar afhenti heiðursgestinum vandað úr til minja um heim- sóknina til kirkjuþingsins, um leið og hann bað hann að færa biskupi og kirkju íslapds hjart- ans kveðjur; aðrir, sem til máls tóku, voru þeir séra Egill H. Fáfnis, séra Sigurður Ólafsson, Einar P. Jónsson, séra Philip M. Pétursson, séra Rún- ólfur Marteinsson. J. J. Bíldfell, Pétur Sigurgeirsson, cand theol, Eric Sigmar, stud. theol, og séra Valdimar J. Eylands, er á ný þakkaði próf. Ásmuíndi heimsóknina, og bað heimaþjóð- inni blessunar guðs. Að því búnu tók Ásmundur prófessor til máls, og flutti þau drengilegu og undurfögru skiln- aðarorð, sem prentuð eru á öðr- um stað hér í blaðinu. • Ásmundur prófessor er lær- dómsmaður mikill og ágætur rit- höfnudur, en umfram alt, víð- sýnn drengskaparmaðux; vinir hans hér, og þeir eru margir, þakka honum af alhug heim- sóknina, og árna honum og sifja- liði hans, blessunarríkrar fram- tíðar. KMSÍ Sakaður um landráð Síðastliðinn mánudag hófst í París réttarhald yfir Petain marskálki, er samdi um uppgjöf Frakklands við Adolf Hitler 1940, og gerðist síðar forustu- maður leppstjórnar þeirrar, sem kend var við Vichy. Petain marskálkur er 89 ára að aldri; hann varð átrúnaðargoð frönsku þjóðarinnar vegna sigursins mikla við Verdun í fyrri heims- styrjöldinni, en er nú sakaður um landráð og samsæri við ó- vini Frakklands; lögmaður hins opinbera krafðist þess þegar í byrjun yfirheyrslunnar, að hinn aldraði marskálkur yrði fund- inn sekur og sviftur lífi; fyrsta daginn, sem réttarhaldið stóð yfir. gerðist svo róstursamt í réttarsalnum, að sakdómarinn varð að fresta yfirheyrslunni um hríð. Petain marskálkur segist hafa með ráðstöfunum sínum, lagt grundvöll að endurfrelsun Frakk lands. Skemtilegt heimboð Herra W. J. Lindal héraðs- réttardómari, hafði í boði sínu Canada Press Club og nokkra aðra gesti, síðastliðinn sunnudag, og skorti þar hvorki gleði né góðan fagnað; þetta var úti- skemtun í fögrum og laufgræn- um lundi á bakka Assiniboine árinnar, þar sem hið glæsilega heimili dómarans stendur; þarna voru mörg þjóðerni saman kom- in, er nutu sameiginlegrar á- nægju í einingu andans og bandi friðarins; veitingar voru hinar ríkmannlegustu, en hinar ungu og glæsilegu dætur Lindals dóm- ara gengu um beina. MMI Kjötskömtun Verðlagsnefndin canadiska hef ir formlega tilkynt, að kjöt- skömtun í landinu verði áðui en langt um líður hrundið í framkvæmd; sennilega í september næstkomandi; eru þessar ráðstafanir gerðar með það fyrir augum, að ráða, að svo miklu leyti, sem auðið má verða, bót á matarþurðinni í Evrópu. Skipurn sökt Ameríski loft- og sjóherinn, hefir nýlega sökt 14 japönskum herskipum, þar á meðal einu stóru orustuskipi; er þess nú vænst, að þess verði ekki langt að bíða unz japanski flotinn hverfi með öllu úr sögunni. Þríveldafundurinn Að því er viðkemur þrívelda- fundinum í Berlín, verður naum- ast annað sagt, en þar hvíli enn sem komið er, myrkur yfir djúpinu; engar fregnir hafa bor- ist þaðan, sem hægt sé að byggja á; talið var víst, að fundinum yrði slitið í lok þessarar viku, en nú er sýnt, að af því geti ekki orðið vegna þess að Churchill forsætisráðherra Breta, er kom- inn heirri, til þess að hlusta á kosningaúrslitin, sem gerð verða heyrum kunn í dag; mun hann að því búnu, hverfa aftur til Berlínar til frekari ráðagerða. Ferð til Vancouver Eftir G. J. Oleson Niðurl. Eg hafði gaman af að mæti sem flestum af þeim sem eg vissi einhver deili á og þekkti frá gamalli tíð, og eg gat náð til þaj-na á ströndinni, meðal þeirra var Árni Sigurðsson, sonur Kristjáns Sigurðssonar frá Kata- stöðum í Núpasveit og konjj hans Árnínu Þorláksdóttur Ein- arssonar, hann fæddist í Hóla- bygðinni um 1908, móðir hans dó þegar hann fæddist og ólst hann upp hér um slóðir til full- orðinsára, en nú munu vera nær 20 ár síðan hann fór burt frá Glenboro, hann þekti mig samt, þó langt væri liðið, eftir að horfa á mig um stund, og kom mér í hug íslenzka máltækið, “að auðþektur er úlfur í röð”. Árni er einn af þeim, sem orðið hef- ur að berjast hart fyrir sinni tilveru og gladdi það mig að sjá að honum líður vel og hefur góða atvinnu, hann á þar prýði- legt heimili í góðu umhverfi, hann er giftur konu af frönsk- um ættum, tóku þau hjón mér sem bróður, sýndi konan mér börnin, 3 eða 4, voru þau mjög myndarleg, sagði hún mér að hún ætlaði rétt að fara að láta skíra yngsta barnið, þau buðu mér endilega að heimsækja sig aftur en því gat eg ekki komið við. Árni á skyldfólk í Glenboro og hafði eg kveðjur til hans frá því. Þá frétti eg af hendingu til konu þar í borginni, sem eg þekti sem unga stúlku austur í Manitoba endur fyrir löngu, þá hét hún Anna Thordarson, en nú var hún gift kona, Mrs. Halldór Straumfjörð, er maður hennar frá Lundar. Foreldrar. hennar dóu frá mörgum börnum, og ólst hún upp hjá þeim heiðurs- hjónum Mr. og Mrs. Brynjólfur Jósephson í Hólabygðinni til fullorðinsára, mun vera rúm 20 ár síðan hún fór burtu, þekti hún \púg samt, þó langt væri liðið. Mér leizt svo á að henni liði ágætlega, hún hefur prýðilegt heimili, og fær hún og þau hjón- ágætis orð. Bræður hennar tveir, Guðmundur og Ármann, eru þarna í borginni og starfar þetta fólk í sameiningu og farn- ast vel, þá bræður sá eg ekki. En vænt þótti mér að frétta um velgengni þessa fólks, lífið brosti ekki við þeim börnum, þegar þau mistu foreldra sína, en þau hafa sýnt það að þau áttu manndóm og hugrekki, og hafa borið sitt merki til sigurs. Það eru ótal tækifæri hér í þessu góða landi, og eg held í öllum löndum, (þó hér séu þau meiri og betri en víðast annarsstað- ar), ef maðurinn er köllun sinni trúr, og lætur ekki um of glepj- ast af því fánýta og hégómlega, sem eyðileggur manndóminn. Enginn nær háu marki í lífinu með því móti að fljóta sofandi að feigðarósi, maðurinn verður að vinna og stríða ef hann ætl- ar að sigra. Það er gleðilegt að sjá fólk vinna sigur á drengi- legan hátt í stríði lífsins. Einn mann vil eg minnast á, sem eg kyntist þarna áður en eg lík þessu máli, en það var Stefán Guðjohnson, bróðurson- ur frú Láru Bjarnason, hann er búinn að vera lengi í Van- couver, hann var áður fyrr í Argyle bygðinni, mætti eg hon- um nokkrum sinnum, hann er ramm-íslenzkur og að mér virt- ist félagslyndur, hann fór til íslands að mig minnir, 1918, en taugin var sterk, sem dró hann | alftuir til baka að Kyrrahafs-) ströndinni. Þá mætti eg Mrs. Hambly, sem hér var á kirkjuþinginu í fyrra, sem fulltrúi Vancouvar safnað- ar, og manni hennar kyntist eg líka, hygg eg hann vera af norsk- um ættum, er hann bjartur yfir- litum, sem hreinn Norðurlanda- maður. Mrs. Hambly vinnur með áhuga að félagsmálum ís- lendinga, sérstaklega í söfnuði og kvenfélagi. Hvað skal nú segja um félags- starfsemi Islendinga í Vancouv- er og framtíðarmöguleikana þar. “Glöggt er gests augað”, segir íslenzkt máltæki, og þess gleggra þess heimskara sem það er, sagði einhver, og mætti þá vel heim- færa það upp á mig, mér fanst það góðs viti að áhugi virtist frábærilega mikill fyrir íslenzk- um félags- og safnaðarmálum, og eindrægni fanst mér meiri og betri en á sér stað víða í ís- lenzku mannfélagi hér vestra og hver höndin hefur verið upp á móti annari, og er það líka von- andi að velferðarmál þar strandi ekki á sama skerinu, og svo oft hefur átt sér stað í hinni stærri íslenzku bygðarlögum hér aust- ur frá, þar sem baráttan hefur oft verið meira um völdin en velferðarmálin. Vona eg að ís- lendingar í Vancouver læri svo mikið af sögunni að það verði þeim ekki til ásteytingra, og að þeir muni það “sameinaðir stöndum vér, en sundraðir föll- um vér”. Islendingar eru svo fámennir að þeir mega ekki við því að skiptast í flokka. Eitt er víst, að Vancouver Islendingar, eiga marga og fagra drauma og hugsónir, þeir hafa margþætt- ann félagsskap, söfnuð, lestrar- félag, kvenfélög o. fl. Þeir hafa á stefnuskrá sinni að byggja kirkju og gamalmennahæli, og þar er velferðarmál, sem allir virðast einhuga með, um leið eru máske ekki allir sammála, en vonandi verður þar svo miðlað málum að allir geti orðið sam- taka, þar má enginn sundrung- ardraugur stingá upp höfði. Elli- hæli þar, er mikið nauðsynjamál það er fjöldi þar af öldruðu fólki, sem eykst óðfluga, fólk sækir þangað vegna veðurblíðunnar og náttúrufegurðarinnar, þar getur kvöldkyrðin orðið rólegust, af þeim ástæðum er Vancouver borg eða nágrennið rökfræðilega einn sjálfsagðasti staður fyrir Elliheimili, allra íslenzkra bygð- arlaga vestan hafs. Það væri drengilegt af íslendingum hvar sem þeir eru búsettir í þessu landi að styrkja þessa hugsjón Vancouver-íslendjnga. Islenzka' mannfélagið þar, á eftir að stækka og þroskast og vinna nytsamt starf áður en þeir hverfa inn í hið hérlenda mannfélag, sem auðvitað verður óhjákvæmi lega á seinni tíma, þar eru marg- ir góðir Islendingar og atkvæða- menn. Eg heyrði getið þar um fjóra íslenzka lækna, Dr. Gutt- ormsson, Dr. Grímsson, Dr. Hólm og Dr. Friðleifson, sem allir fá gott orð. Þar er verk- smiðjueigandi, sem eg heyrði mikið talað um, Jón Sigurðson að nafni, atkvæðamaður mikill og vinsæll, margir af æskulýðn- um stundar æðra nám og margt íslenzkt fólk skipar ábyrgðar- stöður. Vancouver borg er á miklu framfaraskeiði, þar verða mörg stórvirki framkvæmd í ná- inni tíð, eg sá í einu stórblað- inu að búist væri við að þar yrði bráðlega bygt pósthús, sem mundi kosta 2 miljónir dala auk margs annars, sem menn hafa á prjónunum, mér leizt vel á mig í öllu tilliti þar, en eg hefi máske eins og margir þeir, sem farið hafa til Rússlands, séð aðeins betri hliðina, og svo er oft með ferðamanninn. Marga heyrði eg kvarta um það að skamtur áfengra drykkja væri um of takmarkaður, hver maður fékk aðeins á mánuði 24 flöskur af bjór, eða eina þriggja pela flösku af sterku víni, .en ekki held eg að yfir- leitt hafi menn liðið fyrir mjað- arskort. Ekki var eg var við mikinn drykkjuskap, og þar sém vín var um hönd haft var það í mesta hófi. Auðvitað tók eg vel til matar míns, þegar eg hafði tækifæri, því sérstaklega á ferðalagi þykir mér gott að hafa svolítið hartastyrkjandi. Eg mælti mér mót stöku sinn- um við kunningja mína nokkra íslenzka og hérlenda á bjórstof- unni á Hotel Vancouver, er það sú prúðasta bjórstofa, sem eg hefi komið á og samboðin hinni glæsilegu höll. Hotel Vancouver er ekki einungis Vancouver til sæmdar, heldur ríkinu. Bjórstof- an er afar lítil og engin áherzla lögð á það að selja bjór, voru engin þrengsli og enginn hávaði, aðeins einn maður veitti, aldr- aður maður, virðulegur, stakk lítið eitt við fæti, fór hann sér hægt, kom með glas þegar hon- um sýndist, engum datt í hug að reka á eftir honum. Aldrei sá eg þar ölvaðan mann. “Allir dagar eiga kvöld um síðir”, þetta íslenzka máltæki heyrði eg oft í æsku, og er það sannleikur, og þessir björtu sól- skinsdagar, sem við áttum þarna í Vancouver og annarsstaðar á ströndinni, voru nú á enda. Við kvöddum vinina, marga af þeim sjáum við óefað aldrei framar, en við þökkum þeim öllum af hug og hjarta gestrisnina, vin- semdina og alúðina, sem allir sýndu okkur, sérstaklega þökk- um við þeim Miss Gerðu Christopherson og Lúter Christopherson fyrir alt sem þau gjörðu fyrir okkur, fyrst og síðast, þau lögðu sig í líma að okkur gæti liðið sem best, við óskum þess að sólin skíni í heiði yfir Vancouver borg um allar aldir, sól réttlætisins og sann- leikans, sól friðar og manndóms og bræðralags, og þá sérstak- lega óskum við íslenzka mann- félaginu þar allrar blessunar í bráð og lengd. Við stigum um borð í lestina að kvöldi þess 13. marz. Við sváfum vel um nóttina, en mist- um nokkuð af hinu fagra og hrikalega útsýni og náttúrufeg- urð í Fraserár dalnum og önniir undra náttúrufyrirbæri í vest- urhluta fylkisins, en notuðum þess betur tækifærið að skoða tign náttúrunnar það sem eftir var í gegnum fjöllin, og nutum við þess all-mikið betur en á vesturleið, því skyggni var betra. Hvergi sér maður eins vel eins og á ferðalagi hvað mikið menn- irnir verða að treysta á aðra, og það að enginn maður getur lif- að sjálfum sér mannlífið er nokkurskonar keðja, og menn- irnir eru hlekkir í þeirri keðju og hver hlekkur er nauðsynleg- ur, og einn verður að treysta á annan ef lífið á að ganga sinn rétta veg, og fáir gjöra sér grein fyrir því, hvað mikilli þakkar- skuld menn eru í við þá, sem að gegna hinum lítilmótlegustu embættum eða skyldustörfum, menunirnir, sem vaka og vinna með mestu trúmensku á hinum ömurlegustu og afskektustu stöð um, fórna sjálfum sér til þess (Frh. á hls. 8) Jónas Jónsson alþm., sextugur Ertu afls vændur. — Enn þurfa bændur stoð sóknar sterka stærri til verka. Sýndu sextugur — sami er þinn dugur hugsjón í huga heilli að duga. Bindist nú bandi, — bændur, — er standi. Einn verði andi allra í landi. Hins þíns hraðskeyta hugar þarf neyta, elfum auðs veita Islands til sveita. ítök sterk áttu. Enn berjast máttu, hefja harðsláttu, heillaframdráttu. Guðs studdur giftu grímunni riftu, svikunum sviptu, sveitunum lyftu. Kolbeinn frá Kollafirði. Samvinnan. Red Lily By Helen Swinbume. The blossom now has wept her snowy petals, The shrunken clematis is casting off Her tattered purple gown And groping slowly for her last silken garment Of elfin-spun down. The honeysuckle’s yellow and the glim Of the wild rose have trembled into being Like phantoms on the borderland of sleep, Ethereal and dim: For lo, the lily with her jewels inset, Proudly bears her sceptre and her crown; Through the veiled grass she flaunts her flaming robe Adorned with glittering jet. We shall not dream that on the morrow she Will drop her crumpled robe on the earth’s breast, While yet the rose and honeysuckle sway Alive with coloured gems. We pause to rest And quench our thirst from beauty’s brimming chalice, And muse ----- within this green and transient palace Red lily is the queen .... and this her day.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.