Lögberg - 26.07.1945, Blaðsíða 3

Lögberg - 26.07.1945, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 26. JÚLI, 1945 3 og kom út á hana, tvær geitur, nokkur hænsni og smágarða, mest með jarðarberjum. Lax- veiði mun þar góð um stuttan tíma. Eg var 2 vikum of snemma fyrir hann. Timburmillur eru þar á eyjunni, en nokkuð langt í burtu frá býlum landanna, þar geta hraustir menn fengið vinnu, en það er víst ekki margir af þessu fólki, sem getur notið þess. Þarna er um 50 Islendingar þá alt er talið, og það er spursmál til mín, hvor staðurinn er ís- lenzkari, Mikley eða þessi, á báðum stöðunum spurði fólkið mest um ættjörðina, og talaði alt íslenzku. í Mikley hafði eg Bene díkt Gröndal með mér og hann gat svarað þeim spurningum, en þarna hafði eg vél með mér, og sýndi myndir af féinu og rétt- unum heima, það kom sér vel, því þarna voru margir fróðir menn, taka t. d. Ásgeir Vídalín Baldvinsson Helgasonar, 94 ára, makalaust minni, og leiddist aldrei að spyrja frétta að heiman. Hann var með tveimur sonum sínum, Thorarni og Karli, við afréðum það strax að hafa myndasýningu næsta kvöld í húsi Mr. Berg, sem var sem næst miðri bygðinni, og í því húsi fengum við okkur máltíðir, sem voru matreiddar og bornar fram af Mr. Berg, ágætar máltíðir. Hafin hafði meira að segja bakað Vínartertu. Konan hans var inni í Winnipeg, og líklega kemur ekki aftur, fyrr en hann er bú- inn að smíða baðherbergið og svefnherbergið, sem hann er nú að gera, setja inn öll þægindi. Börnin eru öll uppkomin og far- in í burtu að bjarga sér sjálf. Mr. Berg er listasmiður og mjög flínkur maður. Hann og Sveinn Guðmundsson með öðrum gerðu alt sem mögulegt var til að láta okkur líða vel. Við vorum að spila fram á nótt, svo gengum við Alla okkur til heilsubótar norður með sjónum í ljómandi veðri þrjár mílur að hótelinu og fengum góð rúm. 19. maí, fór eg á fætur kl. 7 og gekk fram á bryggju, sem náði Iangt fram í sjóinn, þar sátu margir máfar, svo gæfir að þeir flugu ekki fyrr en maður var kominn svo nærri þeim, að það var ekki nema einn eða tveir faðmar til þeirra, það sást í botn í sjónum, en eg sá ekkert nema skelfiska þar á botninum. Þeg- ar eg kom þeim aftur var Alla komin á fætur, og við borðuð- um, svo fórum við í búð. Eg fann þar fiskistöngs hjól, sem var ekki fáanlegt í Winnipeg og eitthvað keypti Alla af nærfatn- aði, sem hún sagði að ekki feng- ist í Vancouver. Svo tókum við “Taxi” út til landanna. Þá fann eg það út, að Eiríksson bræður hefðu verið að leita að mér, til að taka mig út að fiska, svo eg sendi til* þeirra, og sagðist vera til að fara með þeim, en þá var fjara. En með flóðinu vildu þeir fara út, svo það varð að bíða þangað til seinna um daginn, og þá fór eg með Karli Eiríkssyni. Hann lánaði mér færi og eftir nokkra stund, dró eg vænan þorsk. Þegar eg kom til baka, heim til þeirra feðga, þá hafði Thorarinn sett upp ketil- inn, og gaf okkur gott kaffi. Næst skoðaði eg kálgarðsblett, sem var 140 ferhyrnings fet, með 150 plöntum af jarðarberjum, og þeir sögðu mér að þeir hefðu fengið 1000 pund á hverju ári í síðastliðin 2 ár, af þessum bletti, sem mun vera alveg einstakt. Þeir Eiríkssons feðgar voru þeir síðustu, sem höfðu kú í þessu þorpi, en þeir höfðu svo lítinn haga handa henni, að þeir voru nauðbeygðir til að hætta við að setja upp mjólkurbú. Um kvöldið sýndi eg myndir af íslandi, og flestir komu, sem voru heima og gátu losast. Það er altaf jafn ánægjulegt að koma til landa sinna, hvar sem þeir eru á hnettinum, og ekki sízt í útjöðrum þar sem þeir eru einangraðir, eins og er á þessum afskekta stað. Þar er ís- lenzka gestrisnin á hæsta stigi. Mér er illa við að gera nokkurn mannamun, en það var ein kona þarna, sem eg tók eftir að hjálp- aði upp á matreiðslumanninn með ýmislegt, sem hann þarfn- aðist með, það var kona Eyjólfs Gunnarssonar, frá Churchbridge Sask., hún var systir þeirra Lofstsons bræðra, þingmanns í Sask. og gullsmiðs í Selkirk. Þarna var Karl Sigurðsson, kona hans og 3 börn, Stefán Arngríms son og kona hans og fleiri. Ás- geir V. Baldvinsson, sagði mér að hann hefði verið sá fyrsti Is- lendingur, sem hefði orðið land- eigandi í Canada. Hann kom hingað vestur árið 1873, og sett- ist að í Muskoga, Ont. Það kom “Taxi” eftir okkur kl. 11,30 e. h., svo við kvöddum þessa gestrisnu landa okkar, í þessari afskektu nýlendu, þess- ari fögru paradís Kyrrahafsins, með þeirri ósk að Guð yrði svo góður, að skapa handa þeim kon- ur, sem gerði þeim lífið ánægju- legt, og jörðina sér undirgefna. Full af þakklæti kvöddum við Alla, og stigum upp í vagninn, sem tðk okkur norður að gisti- staðnum. Þegar þar kom, þá heyrði eg mann hrópa. “Nei, Guð minn góður, ert þetta þú Bardal.” Þetta var Einar J. Einarsson frá Auðnum, vestur af Gimli, hann er bókhaldari hjá félagi, sem er að taka út timbur, og var þarna með 3 drukkna félaga sína, að reyna að koma þeim á stað heim til sín. Það var ekki lítið gleðiefni fyrir okkur öllu að sjá þennan unga mann, já íslending, ódrukkinn, að vernda hina þrjá frá slysum. Sunnudaginn 20. ma, tókum við “Bus” kl. 8 f. h., keyrðum framhjá löndunum og sáum þá marga veifa til okkar, sem mein- ar: “Verið þið blessuð og sæl, Guð fylgi ykkur”, sem er falleg- asta kveðjan sem til er á okkar tungu. Við Alla bárum fram sömu kveðju til ykkar með hjartans þakklæti fyrir alla al- úðina og hlýleikann, sem verm- ir, því það er innibundið ís- lenzku eðli, sem aldrei deyr, hérna megin grafar, og manni er óhætt að veifa á grafarbarm- inum, því það lifir hinumegin áreiðanlega líka. Við komum til Nanaimo, og urðum að bíða þar eftir skipinu í 4 klukkutíma. Það var mjög skemtilegt að ferðast með því í yndælu veðri, við komum til Vancouver á réttum tíma til að ná messu, en þar er sá ómögu- legi siður, að þó maður nái í “Taxi” í tíma þá verður mað- ur að bíða þangað til að keyrar- inn er búinn að fylla hann með farþegum, og svo er komið und- ir því hvert hinir ætla að fara, hvenær maður kemst á þann stað, sem maður þarf að komast á. Nú fór svo að við urðum þau síðustu, sem hann lét út úr bíln- um, “þarna urðu þeir fyrstu síð- astir”, afleiðingarnar urðu þær, að við mistum ræðuna hjá.séra Rúnólfi, hann var að byrja að spyrja börnin þegar við kom- um inn í kirkjuna, eftir ferm- inguna var altarisganga, fyrst 8 börnin, sem voru fermd, og svo fjórir drengir, sem voru fermd- ir í fyrra vor. Síðan streymdi fólk upp að altarinu þar til að 60 altarisgestum hafði verið þjón að. Eg var þar með fjórum dætr- um mínum, það var helg stund og áhrifamikil, og sannur ávöxt- ur af starfi tengdabróður míns, séra Rúnólfs. Það voru 12 til altaris við fyrstu altarisgöngu, sem hann þjónaði í Vancouver. Eitt sem hjálpaði til að gera þessa guðsþjónustu dýrlega var söngurinn, stjórnað af Hálfdáni L. Thorlákssyni, og þar sem hann söng einsöng við það tækifæri “Sjá hinn mikla flokk”, Steve Sölvason spilaði á orgelið. Eg mætti mörgum gömlum kunn- ingjum eftir messuna, svo tók Mr. og Mrs. Bjarni Kolbeins prestshjónin og mig heim til sín, og eg sá þar 2 drengi og 1 stúlku, börn þeirra, mjög greindarleg. 21. maí, skrapp eg til séra Rúnólfs, og hann sagði mér að eg væri beðinn að koma á sam- komu, sem félagið Isafold ætl- aði að halda þá um kvöldið, og eg var beðinn að sýna myndir þar. En svo illa. tókst til, að lampinn í vélinni brann út, svo eg varð bara að bulla blaðalaust. Eg bið hér með fyrirgefningar, og vona að fólkið hafi borið heim með sér, eins góðar endurminn- ingar, eins og eg gerði þaðan. Tvö Islendingafélög eru starf- andi í borginni, heitir hitt Ing- ólfur, sem er lestrarfélag. Það var samþykt á þessum fundi, Isafoldar, að reyna að sameina þau, í eitt voldugt félag. Eins var samþykt í einu hljóði, að styrkja heimili fyrir aldrað fólk og eins að halda upp á 17. júní. Eg mætti þarna mörgum gömlum kunn- ingjum. 22. maí, komu Mr. og Mrs. B. Kolbeins, hann er sonur séra Kolbeins, sem var prestur á Staðarbakka í Miðfirði í Húna- vatnssýslu. Kona hans er af enskum ættum. Þau komu og keyrðu mig til Blaine, Wash.; við stoppuðum hjá Mr. og Mrs. Jakob Vopnfjörð, sem allir Is- lendingar í Winnipeg þekkja, þau höfðu hér stórt mjólkurbú í mörg ár. Þau buðu mér að gista hjá sér og þáði eg það með ánægju. Svo keyrði Mr. Kolbeins okkur Jakob um bæinn og út á land, þar sá eg gamlan vin minn, Guðmund Guðbrandsson, hann er mjög ern á háum aldri. Fórum við til Hjartar Líndal, hann er Miðfirðingur, Steinunn kona hans Finnsdóttir er frá Neðri Fitjum í Víðidal. Þau hjón búa góðu búi. Næst fórum við til Sigurðar tónskálds Helgason- ar, en hann var ekki heima, eg sá hann kvöldið eftir. Næst keyrð um við til Mr. Andrew Daníels- sonar, fyrrverandi ríkisþing- manns, þar næst til séra Alberts Kristjánssonar, sem ekki var heima, svo við fórum að sjá hinn prestinn, séra Pál, og fund- um hann, konu hans og dóttur heima. Þar var það afráðið að halda samkomu næsta kvöld og bjóða fólki upp á myndasýningu frá íslandi. Það var unnið vel að því að auglýsa það, hver sem þekkir'séra Pál, veit hvað dug- legur hann er, ef hann tekur eitthvað að sér. Hann tók út bílinn sinn og keyrði út um allar jarðir um kvöldið, til að útbreiða þessa myndasýningu. Til allrar hamingju hafði eg getað fengið lampa í vélina, með hjálp Mr. Kolbeins, sem veit um alla hulda hluti, eg segi hulda, því hann gat fundið “Film”, sem enginn sýndist geta keypt. Hefði það ekki verið fyrir hans hjálp og Mr. H. L. Thorlákssonar, þá hefði eg ekki getað tekið neinar mynd- ir á ferðinni. Svo eg og fleiri eiga þbim mikið að þakka í þessu tilfelli. Mr. Kolbeins og kona hans sneru svo heim til sín, eftir að hafa kynt mig svona vel, eg er þeim stór skuldugur eins og mörgum öðrum fyrir alla hjálpina. 23. maí, gengum við Mr. Vopn- fjörð í kring allan fyrri hluta dagsins til að heimsækja land- ana, eg sá gamlan vin minn og einu sinni vinnumann Gests Stefánssonar og konu hans Dísu, börnin voru flest í burtu. Nú gekk hann við hækju, en augun full af sólskini. Það gerir manni gott að mæta svona bjartsýnu fólki á elliárunum. Eg vár boð- inn fyrir miðdagsverð hjá Mr. og Mrs. A. Daníelsson, og þar var gott að koma. Eftir máltíð fór eg til séra Alberts, og hann keyrði mig til Mrs. Finnsson, ekkju Péturs frá Neðri-Fitjum í Víðidal. Þar sá eg stóra fjöl- skyldu, börn og barnabörn, svo tók séra Albert mig til Blóma Jóns Stevens, og hann sýndi mér öll sín blóm, sem voru bæði mörg og falleg. “Tulips” 30 þml. á hæð, með 4 þml. blómi, 6 frá einni rót, og 4 blóm á hverri stöng, 9 þml. breidd á blóminu sjálfu. “Gladyola” 6 fet 6 þml. á hæð. Þessi Jón er þekktur af öllum í Blaine sem Blóma-Jón, hann hefir all-mikið vit sá landi, eitt er víst að hann stundar blómin vel, og hefur mikla á- nægju af því, að rækta þau, og fræða aðra um þau. Það kemur sér vel, því landarnir kunnu ekkert í blómafræði, þegar þeir komu að heiman. Næst tók séra Albert mig til Vopnfjörðs, og eg skildi þar við hann með þakk- læti fyrir alla hjálpina. Eftir litla bið kom séra Páll að sækja okkur, hann sýndi mér Lútersku kirkjuna, sem er mjög myndar- legt hús. Þar rétí hjá er Kvenn- félags samkomuhúsið, séra Páll tók okkur heim til sín, fyrir máltíð, sem var borin fram af þeim mæðgunum, konu hans og dóttur. Eftir máltíð keyrðum við til samkomuhússins, það var þetta fyrrnefnda íÉvenfélags- hús. Þangað komu nálega eitt hundrað manns. Myndasýningin gekk slysalaust, og svo gáfu kon- urnar þeirra A. Daníelsson og prestsins, öllum frítt kaffi og brauð. Fólkið sýndist skemta sér vel, og eg sá þar marga, sem eg hefði ekki getað séð með neinu öðru móti, t. d. Sigurð Helgason og Ellis Thomsen, sem stjórnaði útfararverzlun minni a Gimli í nokkur ár. Eftir margar hlýjar kveðjur tók Mr. Vopn- fjörð mig heim til sín, og eg svaf vel til morguns, Það er eitt, með öðru, sem er þægilegt hjá J. V. og það er, hann lét grafa brunn og er þeir voru komnir stutt niður, þá gaus hann, svo lagði J. V. pípur inn í húsið sitt, og meira að segja næsta hús, og hefur nóg af góðu vatni fyrir þau bæði. Eg gæti skrifað heila bók um þau hjónin, sem ætti að vera skrifuð áður en langt líður. En það er upp til Þ. Þ. Þ. að gera það. Einu tók eg eftir, og það var að Mrs. Vopnfjörð, hafði vísu eftir, ef hún heyrði hana einu sinni, það geta ekki margar konur nú á dögum. 24. maí, er helgidagur í Can- ada. Þá kom Andrew Daníels- son og kona hans með honum með bíl, og þau keyrðu mig til Jónasar Sveinssonar, hann býr þar sunnan við bugðuna. En þar var voða ástand, konan mjög veik, hjálparlaus, og hann al- einn, að reyna að hjúkra henni, og hann sjálfur mjög veikur, hefur legið þungar legur. Það þarf einhver að taka þarna í taumana, ef þetta á ekki að hafa voðalegan enda, segjum svo að hann fengi aðsvif eða yfirlið, þá er enginn til að skýra frá því til nágrannanna, eg treysti því að Mr. og Mrs. Daníelsson geri eitthvað í því að breyta þessu ástandi, eg veit að þau voru mikið að hugsa um það, því það hafði sömu áhrif á þau eins og mig. Við keyrðum fram- hjá Mr. Kelly Brandsson, bróð- ur Dr. B. J. Brandson sál., hann var einn heima og bar sig vel, konan hafði skroppið í búð, hann hefur bú þarna við bugðuna, rétt við sjávarbakkann. Svo keyrðum við norður til Canada, en það voru svo marg- ir bílar við línuna, að það tók langan tíma að komast í gegn, fyrir þá sem voru á leið suður, en við sluppum í gegn nokkuð fljótt. Þegar til White Rock kom, fundum við Mrs. A. T. Ander- son, hún heitir Kristíana, hún á einn son og upeldisdóttur, bæði heima. Eg kvaddi Daníel- sons hjónin, með þakklæti, og kærum kveðjum til þeirra, sem höfðu greitt fyrir mér. Mrs. Anderson lét drenginn sinn keyra mig suður aftur til Belling ham. Þar hitti eg íslenzkan út- fararstjóra, John E. Westford, Beck heitir félagi hans. Þeir hafa mjög snoturt útfarar- heimili, og nóg að gera, til að halda við sönsunum. Faðir Johns er bóndi, og konan af enskum ættum, þau búa í Mouse River, (Frh. á bls. 7) Business and Prc ifessional Cards DR. A. BLONDAL Phi/tioian St Surgeon 46J MEDICAL ARTS BLDQ Slmi 93 996 Helmlli: 108 Cfa&taway Slml «1 028 215 RUBT STRBBT (Betnt «u8ur af Bannlng) TtMml 10 177 • Viet&lstiml 1—■ e. k. DR. A. V. JOHNSON OtmtUt • Dr. E. JOHNSON 804 Evellne St. Selkirk 6 06 SOMERSEa' BLDQ. Thelephone 97 932 Home Telephone 202 SM Offlce hrs. 2.30—6 P.M. Phone office 26. Res. 180 * Oíflce Phone Res. Phone 94 762 72 409 Frá vini Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDO. Offloe Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment DR. ROBERT BLACK SérfrteBlnjrur I Augna, Eyrna, nef ot hAlaajúkdömum 416 Medlc&l Arts BuUdlng, Grafa&m and Kannedy Ht. Skrifstofuslml 93 851 Heimaslmi 42 154 DR8. H. R. and H. W, TWEED Tonnlaknar • TORONTO QBN. TROSTf BUILDINQ Ogg. Fortage Ave. og Bmlth PHONE 96 952 WINNIPEQ EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. Itlenekur lyfsaH 'jnei/ees Túlk getur p&ntaí meBul oe ann&B meB pösU. Fljöt &fKrel6sl&. •SZ4 Notra Damo- 96 647 r\ A. S. BARDAL 848 8HERBROOK ST. Selur llkklstur og ann&st um öt- f&rlr. Allur ötbúneBur sft bestl Ennfremur aelur h&nn allskonar minntHvarSa og leersteina. Skrlfstofu talslmi 27 324 Helmilis t&lffímí 26 444 Legslelnar sem skara framúr Crvala blégrýtl og Manitoba marmarl BhrifiO eftir verOtkrd GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 Spruce St. Sími 28 8tl Winnlpeg, Man. HALDOR HALDORSON Í>1/opingamHstari 23 Muslc and Art Buildlng Broadway and H&rrrave Winnipeg, Canada Phone 9 3 055 J. J. SWANSON & CO. LTMITED 801 AVENUE BLDQ.. WPQ • Fastelgnasalar. Lelgja hös. Ot vegfi penlngalín og »ldsúbyrg8 blfrsieaábyrge, o. s. frv. Phone 97 538 INSURE your property wlth HOME SECURITIES LTD. 468 MAIN ST. Leo E. Johnson A. I. I. A. Mgr. Phones Bua. 23 377 Res 39 433 ANDREWS. ANDREWB THORVALDSON AND EGGERTSON Löofrmðinoar 809 Bank of Nova Scotla Bl4g. Portage og Qarry St. Sfmi 98 2»1 TELEPHONE 96 010 H. J. PALMASON & CO. Chartered AocountanU 1101 McARTHUR BUILDINQ WINNIPEQ, CANADA Blóm stundvíslega afgreldd THE ROSERY ini. Stofn&B 1(06 427 Portage Ave. Slml 97 461 Winnlpeg. Phone 49 469 Radio Servlce SpecUllsts ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equlpment System. 130 OSBORNE 8T., WINNIPEO GÍINDRY & PYMORE LTD. Brtttoh Quallty — Flsh Netttac 6« VICTORIA 8TRKBT Phone 98 211 Wtnnlpe* Vanaoer, T. R. THORTALDBOE Tour patronage wlH be ipprecl&ted O F. Jon&sson, Prea. St M&n. Dtr. Keystone Fisheries Limited 40 4 Scott Block Slml 95 227 Wholeeale DUtributore af rRESH AKD FROZEV FI8K CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. t. B. Faoe. Manaoino Direotor Wholesale Distributors ot Fresh and Frosen Flsh 111 Chambers 8t Office Phone 26 328 Ree Phone 78 917. j MANITOBA FISHERIES WINNIPKQ. MAN. T. Bercovitch, framkVAtl. Verzla I helldsölu meB nýj&n og froalnn flak. 108 OWENA 8T. Skrlfatofuslml 15 356 Hetm&alml 66 468 — LOANS — At Rates Authorized by Small Loans Act, 19 39. PEOPLES FINANCE CORP. I/TT). Licensed Lend-rs Established 1929 | 408 Tlme Bldg. Phone 31 489 Argue Brothers Ltd. Real Estate — Financlal — and Insurance Lombard Building, Wlnnipeg J. DAVIDSON, Rep. Phone 97 291 TJ HAGBORG U n fuel co. n • Dial 21 331 nÍÍÍ) 21 331

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.