Lögberg - 26.07.1945, Blaðsíða 6

Lögberg - 26.07.1945, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN. 19. JÚLI, 1945 Dulin fortíð Hún var ekki komin út, fyr en hann læsti hurðinni, og hóf rannsókn sína. Fyrst skoð- aði hann alla hina skrautlegu muni, sem voru í herberginu, en varð einskis var, sem gæti verið honum til leiðbeiningar. Svo varð hon- um litið á klæðaskápshurðina, og opnaði hana strax, og þar inni fann hann eitthvað, sem hann hélt að mundi hafa einhverja þýðingu fyr- ir sig. í einu horninu fann hann, þétt saman- vafin; hinn perlugráa guðvefjarkjól, hann fletti honum dálítið í sundur, og sá hina viðbjóðs- legu blóðbletti á honum. Hann lét hurðina strax aftur, nú vissi hann, að hann hafði hina hræðilegu sönnun, sem hugsast gat, 1 höndum sér. Þegar stúlkan kom inn, stóð hann sem áður fyrir framan myndina; þó hefði athugulli manneskja en hún, getað séð dálítin roða í andliti hans, og glampa í augum hans, eins og í blóðhundi, er hann er kominn á rétta leið eftir þeim, sem hann er að elta. “Eg get ekki fundið bókina”, sagði hún dá- lítið óþolinmóð, “og eg held hún sé þar ekki.” “Eg þakka þér fyrir, en það gerir ekkert til þó þú findir hana ekki. Það er svo margt að sjá í þessu málverki, svo eg vildi mega biðja þig að lofa mér að skoða það betur seinna.” Eftir svo sem hálftíma, voru þeir í ákafa samræðu, Mr. Dupre og Ayrton lögreglumað- urirtn, og á borði fyrir framan þá, lá hið dýr- mæta armband, bréfmiðinn, sem fanst í vasa hins dauða manns og hinn perlugrái kjóll. “Nú er eftir að finna vopnið, og þá höfum viQ fullar sannanir í höndum,” sagði Mr. Dupre. “En hver hefir verið ástæðan fyrir morðinu? Hvaða tilgangur? Það get eg ekki skilið?” “Við þurfum ekki að skifta okkur að því. Það eiga sér stað margslags slíkir viðburðir meðal hinna fínu tískukvenna. sem þig eða mig getur ekki dreymt um. Þú mátt vera viss um, að það kemst upp, hver ástæðan hefir verið.” “Mér þykir þetta fjarska leiðinlegt,” sagði lögregluforinginn, “það eru engar aðalsmanna fjölskyldur á Englandi, sem njóta eins mikils almenns álitis og virðingar, eins og Avonwolds fjölskyldan.” “Það eru ennþá háttsettari fjölskyldur, sem orðið hafa fyrir sorgum og óláni,” svaraði Mr. Dupres. 61. KAFLI. Það var einn dag í júlí-mánuði, að hinar illu fréttir skyldu berast til Jane Elster; hún sat úti og var að sauma. Blómin í garðinum voru í fegurð og fullum blóma, en það virtist ekki að hún gleddist neitt af að sjá blómaskrúðið fyrir framan sig; það var auðséð á andliti henn- ar, að það var eitthvað sem henni lá þungt á hjarta. Hún hafði stóra áhyggju út af Bobert. Hún gat ekki skilið framferði hans nokkra síð- astliðna mánuði. Hann hafði farið í burt fyrir nokkrum dögum, án þess að segja eitt einasta orð við hana, né láta hana vita hvert hann fór. Þegar hún tók til í herberginu hans, sá hún margt þar, sem gerði hana kvíðafulla. Hvar hafði hann fengið peninga til að kaupa allt er hún sá þar inni — fína fatnaði, gull- stáss af ýmsu tagi, og margt annað, bæði þarfa og óþarfa hluti? Hann hafði ekki unnið neitt, og hann hafði ekki, að því er hún vissi, gert neina tilraun til að afla sér peninga, — hann eyddi öllum tíma sínum til að skemta sér. Hvaða happ gat hafa viljað honum til? Gat það verið að hann hafi gert alvöru úr því sem hann hótaði henni, með að ljósta upp leyndarmálinu, það hafði henni þó aldrei dottið í hug. Hann hafði ekki upp á síðkastið minst á það eitt einasta orð, og hún vonaði að hann hefði gleymt því. Hún sat þar sorgmædd með vinnu sína, en allt í einu heyrði hún fótatak niður í garðin- um. Hún leit upp, og sá Vérner koma. Hann gekk rakleiðis til hennar og heilsaði henni eins alúðlega eins og hann var vanur. “Elsku Verner minn, þú kemur nokkuð fyrir- varalaust,” sagði hún, en tók strax eftir því að hann var mjög alvörugefinn. “Ertu veikur?” spurði hún kvíðafull, “ertu kominn heim til að hvíla þig.” “Nei, eg er ekki veikur,” svaraði hann, “en eg er kominn til að tala við þig um Robert. Vissir þú til, að hann ætlaði til herragarðsins Avonwold?” “Eg veit einu sinni ekki hvar það er; eg hélt þú ættir heima á Hotton Court.” “Já, og það er herragarður ekki langt frá Avonwold, þar sem Damer lávarður býr.” “Jane hristi höfuðið.” Eg þekki ekkert af þessum nöfnum,” sagði hún. “Hann kom til Avonwold í gær, og varð þar fyrir ólukku.” Hún stóð upp skjálfandi og náföl í andliti. “Ólukku? Ó, sonur minn! drengurinn minn! Eg verð að fara til hans.” “Eg kom til að sækja þig. Damer lávarður vill að þú komir strax.” “Er hann veikur? Er það hættulegt?” spurði hún. “Ó, sonur minn, einasta barnið mitt!” “Þú mátt ekki gleyma mér, .móðir mín, hann er ekki eini sonur þinn — eg er hér til að vera þér til aðstoðar og hjálpar.” Hún horfði bara starandi augum á hann, en hélt áfram að barma sér um sinn eina son. Verner kom þetta svo óvanalega fyrir, hann vissi ekki hvaðan að stóð á sig veðrið. “Eg vildi óska að þú vildir hjálpa mér til að finna út því Róbert fór til Avonwold, það getur haft svo mikla þýðingu.” “Eg get það ekki.” svaraði hún, og néri saman höndunum, “eg veit það ekki.” “Þegar hann kom til London, að heimsækja mig, kom hann tvisvar til Damers. Honum var vel tekið þar, en það skilur ekki í því, hvers vegna hann kom núna til Avonwold, óboðinn.” “Eg heyrði hann tala um nokkra stórhöfð- ingja í London, og að þeir hefðu tekið honum mjög vel, en hann nefndi ekki nöfn þeirra.” “Lávarðurinn, Damer og Dysart, sem eru alda vinir voru ósköp góðir við hann, og Miss Hope sömuleiðis.” Hann leit á móður sína, og varð alveg hissa, að sjá hana nudda hendurnar í ákefð og endur- taka nafnið Miss Hope, í þeim róm, sem hann gleymdi aldrei. “Miss Hope! Verner, segðu það ekki — segðu mér ekki, að hún sé þar. “Jú, hún er þar. Hún á heima á Avonwold; hún er þar hjá systur sinni.” “Systur sinni,” endurtók Mrs. Elster. “Ó, Verner segðu mér — er hún — hennar systir — mjög fríð og falleg með augu eins og vor- fjólur og gullbrúnt hár?” “Já, það er lafði Damer.” “Þær hafa drepið drenginn minn! eina soninn minn! — þær hafa drepið hann!” Hún stóð eitt augnablik sundurknúsuð af harmi, svo sneri hún sér að Verner, lagði báð- ar hendur á axlir honum og horfði í andlit hans. “Hefurðu séð — þekkirðu þessa lafði Damer?” “Já, eg sé hana daglega.” “Ó, guð minn, hversu undarlegir eru þínir vegir.” Hann horfði á hana, en skildi ekki hvað hún meinti. 62. KAFLI. “Elsku móðir mín, eg skil þig ekki. Damers fjölskyldan hefur verið mjög góð við mig og Robert. Því talar þú svona illa um það?” “Hefurðu séð hana, dag eftir dag, talað við hana, hlustað á hana, og veist samt sem áður ekkert.” “Veit hvað, móðir mín? Því talarðu í ráð- gátu, sem eg skil ekki.” “Hvernig ætti hann að vita nokkuð?” sagði hún, eins og fremur við sjálfa sig en hann. “Hvernig ætti hann að vita það? Það er eið- svarið leyndarmál.” Þar sem Verner hafði aldrei haft hinn minsta grun um, að hér væri um leyndarmál að ræða, skildi hann auðvitað ekki upp né niður í þessu. Hann áleit bara að þau væru að eyða tíma til óþarfa, með þessu tali. “Segðu mér, hvað það er, sem hefur komið fyrir Robert minn?” spurði hún 1 æstri geðs- hræringu. “Hann hefur líklega komið til Avonwold í gærkvöldi, og var skotinn.” “í hamingjunnar bænum!” hljóðaði hún upp, og barði sér á brjóst. “Skotinn! — Ó, Verner — ekki til bana? Hann getur ekki verið dáinn, fallegi, glæsilegi drengurinn minn?” Hún féll á kné, alveg miður sín, fyrir fram- an hann. “Þú verður að reyna að bera þetta með still- ingu, móðir mín. Hann er dáinn — skotið drap hann á augnabliki.” “Eini sonurinn minn! Efnilegi drengurinn minn!” Hún hafði gleymt öllum göllum hans, þessa stundina, og mintist nú einungis hve henni þótti vænt um hann. “Það getur ekki verið að hann sé dáinn!” hrópaði hún upp. “Hann var eina barnið mitt; og eg veit að Guð vildi ekki láta hann deyja; áður en eg gæti talað við hann.” “Móðir, þú særir mig með þessú tali; hann var ekki einasti sonur þinn; mér þykir líka vænt um þig; þú gleymir því, að þú átt mig ennþá.” Hún leit á hann með æðislegu augnaráði. “Hann er dauður — skotinn til bana!” Nú safnaði hún allri sinni orku, og stóð hnar- reist fyrir framan hann. “Þú segir að hann hafi verið skotinn, rétt hjá því húsi, sem Miss Hope á heima í? Komdu strax með mér til hennar, Verner, láttu mig komast sem fyrst til hennar. Hann hefur kom- ist að leyndarmálinu, og hún hefur. drepið hann.” Verner hélt að sorgin hefði svift hana vit- inu. “Miss Hope, að drepa hann? Elsku móðir mín, hún er svo góð og meðaumkunarsöm, að hún mundi ekki einu sinni drepa flugu, hvað þá mann.” “Svo þú slæst í lið með henni ” skrækti hún upp, og sneri sér frá honum. “Það er ekki nema eðlilegt. Nú veit eg því hann fór þangað, hún hefur narrað hann þang- að til að drepa hann. Komdu mér sem fyrst til hennar, Verner, eg vil sjá hana augliti til auglitis. Það var eitthvað svo óvanalegt við þennan talsmáta hennar, að Verner fór að halda, að þð væri hér um leyndarmál að ræða. Gat það átt sér stað, að það væri eitthvert leyndarmál, sem Robert og Miss Hope væru sameiginlega viðriðin? Hann vissi ekki hvað hann ætti að halda um það; hann varð að hugsa um að komast sem fljótast á stað. Það var komið kvöld, er þau komu til Avon- wold. “Eg vil fyrst fá að sjá son minn,” sagði Mrs. Elster, “og þegar eg er búin að sjá hann, þá veit eg betur hvað eg á að segja við hana.” Verner fékk hana þó til að stansa, og fá sér hressingu, en hún vildi ekkert þiggja. “Ef þú ætlar að þvinga mig til að borða eða drekka, þá bara dey eg, eg vil enga töf, farðu strax með mig þangað sem sonur minn er,” sagði hún, með mikilli ákefð. Þau lögðu svo aftur af stað, og komu loksins að húsi skógarvarðarins. Kona skógarvarðar- ins tók á móti þeim, en hún vildi ekki láta hina sorgmæddu konu fara strax inn þangað, sem dáni maðurinn var. “Eg veit hvað sorgin er,” sagði hún, “þú mátt ekki fara inn þangað fyr en þú hefur fengið einhverja hressingu. Maðurinn minn er farinn út í skóginn, svo eg er hér einsömul. Eg hefi mist börn, svo eg veit hvað sorgin er. Þú getur glatt þig við að eiga slíkan son, sem þennan, sem með þér er.” Konan leit vingjarnlega á Verner, en Jane Elster hrökk saman, og sneri sér frá honum. Rétt í þessu komu báðir lögreglumennirnir inn í stofuna. Konan hvíslaði að þeim, að þessi sorgmædda kona væri móðir mannsins sem myrtur var, og þeir hugsuðu báðir, að það væri einmitt ágætt að mæta henni þarna. “Viltu nú lofa mér að fá að sjá son minn?” spurði Jane Elster, eftir að hún hafði drukkið ofurlítið af heitu te, og það var svo mikill sársauki í rómnum, að allir, sem inni voru, fundu til með henni. “Eg skal koma með þér móðir mín,” sagði Verner, en hún vildi það ekki. Þeir sáu hana opna hurðina, og láta hana svo aftur. Þeir heyrðu sorgcirkvein hennar og harmatölur, og blíðmæli, sem hún talaði til hins dána manns, svo var löng þögn. Fólkið fram í stofunni leit spurningaraug- um, hvert til annars. “Hún tekur þetta nærri séð,” sagði lögreglu- fyrirliðinn, sem var í eðli sínu vorkunlátur maður. “Það er tilfinnanlegt, að sjá lítið barn vaxa upp, úr vöggunni, og verða að fullorðnum manni, og missa það svo,” sagði kona skógar- varðarins. “Hún á sjálfsagt einhvern að,” sagði Dupre og leit upp um leið, en varð alveg steinhissa, að sjá Jane Elster, standa fyrir framan sig, með hvítt andlit, og starandi augu. “Það er lýgi”, sagði hún, “eg á engan að — enga vini. Farðu til Avonwold, Verner, eða hvað þú kallar það, og segðu Miss Hope, að eg bíði eftir henni hjá líki sonar míns. Biddu hana að koma strax og svara fyrir það, sem hún hefur gert.” Hún sagði þetta með svo miklum kjarki og myndugleik, að þeir sem inni voru litu hver á annan, og vissu hvorki hvað þeir áttu að segja eða gera. Svo fór hún að barma sér, og féll svo í ómegin. “Þetta sefar hana um stund frá söknuði og sorg,” sagði konan, sem hljóp til að hjálpa henni. Þeir tóku hana upp, og lögðu hana upp í legu- bekk í stofunni; lögreglumennirnir horfðu rannsakandi augum á hana. “Miss Hope, það er systir lafði Damers,” sagði Dupre. “Eg get ekki séð hvernig hún getur verið bendluð við þetta. En við verðum að komast að því.” Verner fór strax, til að sækja Miss Hope. 63. KAFLI. Verner höfðu aldrei komið slíkar hugsanir í hug, sem nú á leiðinni frá húsi skógarvarðar- ins til Avonwold. Því skyldi móðir hans ákæra Miss Hope fyrir að hafa myrt Robert? Miss Hope, sem er sönn fyrirmynd alls, sem er fagurt og gott, og eins og hann áleit, hafði aldrei sagt eitt einasta óvildar orð til nokkixrs manns. Hvað gat móðir hans meint með þeirri stað- hæfingu, að Robert væri eini sonurinn henn- ar. Ef það væri satt, hver var hann þá? Hann kom til Avonwold, og varð þess strax var, að sorgar skuggi hvíldi yfir heimilinu. Hann spurði eftir æðsta þjóninum, sem strax kom til fundar við hann. “Við höfum ekki haft annað en sorg og and- streymi hér, sem afleiðingu af hinu ömurlega tilfelli, sem hér skeði. Það varð að hætta við véizluna. Lafði Damer varð svo mikið um að heyra um morðið, að hún var næstum búin að taka hættulegan sjúkdóm; en við vonum nú að hún sé úr allri hættu.” “Heldurðu að eg geti fengið að tala við Miss Hope?” “Hún hefur verið inni í herbergi sínu í allan dag; eg veit ekki hvort það er hægt.” “Geturðu látið einhverja af þjónustustúlk- unum færa henni nokkrar línur frá mér?” “Já, það get eg,” sagði þjónninn. Verner settist við borð í forsalnum, og skrif- aði eftirfarandi línur: “Kæra Miss Hope: Móðir mín, Mrs. Elster, er stödd í húsi skóg- arvarðarins. Hún er veik — varla með fullu ráði, og kallar óaflátanlega á þig. Eg hélt þess- vegna að það væri bezt að gera eins og hún óskaði, og láta þig vita um það. Á eg að bíða, og vera þér samferða þangað, ef þú getur kom- ið með mér.” “Þetta þarf að komast strax til Miss Hope, og láttu segja henni, að eg bíði eftir svari,” sagði Verner. Hann fékk svarið samstundis, sem svo hljóð- aði: “Bíddu eftir mér; eg skal koma.” Eftir fáeinar mínútur kom Miss Hope, með þétta blæju fyrir andlitinu. “Kæra Miss Hope,” sagði Verner. “Mér þykir svo leiðinlegt að ónáða þig. Get eg verið þér til nokkurrar hjálpar?” “Nei,” svaraði hún, og í málróm hennar var meiri angist, en með orðum verði lýst. Hann tók í hendi hennar, sem nötraði og var köld, sem dauðinn. Hún sneri sér að þjóninum, með sínum rólega tignarblæ, sem ávalt ein- kendi hana. “Eg óska, að engin sé látinn vita, að eg hefi farið út; eg fer sem snöggvast í hús skógar- varðarins. Þú bíður eftir mér, ef eg skyldi koma seint heim.” Þjónninn hneigði sig auðmjúklega; allt þjón- ustufólkið á Avonwold bar hina dýpstu virð- ingu fyrir Miss Hope. Á leiðinni til skógarvarðarhússins, gengu þau í gegnum skóginn, þetta stjörhu fagra kvöld, án þess að tala saman eitt einasta orð. Er þau voru nærri því komin, lagði Miss Hope hendina á handlegg Verners. “Vemer, hefur móðir þín sagt þér nokkuð? Veistu nokkuð?” spurði hún. “Nei, eg veit ekkert, nema að það er eitt- hvert leyndarmál, sem móðir mín, vesalings Robert og þú, Miss Hope, eruð riðin við. Eg veit ekert hvað það er. Kærðu þig ekki um að segja mér það, en leyfðu mér bara að vera þér til hjálpar og aðstoðar, það er það eina sem eg bið um.” “Eg ætla ekki að segja þér frá því. Megi Guð gefa okkur þrek til að bera afleiðingu þessa leyndarmáls. Eg bið til Guðs að svo megi verða. Hún þagði og grét, vonlaus, hjálparlaus, þar til þau komu að skógarvarðarhúsinu. Verner fann sárt til með henni. Þegar þau sáu ljósið ljósið í glugganum, sagði hún. “Verner Elster, geturðu sagt mér, því ein manneskja skuli altaf þurfa að líða fyrir syndir annara?” “Nei, Guð hefur öll leyndarmál í hendi sér, þetta virðist að vera býsna þýðingarmikið leynd armál.” Þau gengu inn, pg fundu konuna í húsinu og báða lögreglumennina. Miss Hope brá illa við að sjá þá þar. Hún hafði komist að í hvaða erindagerðum Mr. Dupre var kominn til Avonwold, og hún vildi gjarnan að hann væri einhverstaðar annars- staðar en þarna, þar sem hann yrði heyrnar- vottur að því, sem Jane Elster segði. Þeir stóðu þegjandi og horfðu hver á ann- an. “Ertu visá um, Mr. Dupre, að þér sé ekki meiri þörf í sölunum á Avonwold, en hér?” spurði Miss Hope. “Eg er hér eftir skipun Damers lávarðar.” “En ef eg gæfi þér aðra skipun, í staðinn fyrir þessa?” “Hvað illt sem eg kann að hafa af því er eg neyddur til að gera eins og lávarðurinn sagði fyrir.” Ayrton lögregluforingi hefði ekki neitað Miss Hope um þessa ósk henar. “Eg vil strax fá að sjá móður þína, Mr. ELster,” sagði hún. “Hún fer ekki út úr herberginu, sem hún er í,” sagði kona skógarvarðarins.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.