Lögberg - 26.07.1945, Blaðsíða 8

Lögberg - 26.07.1945, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 26. JÚLÍ, 1945 Úr borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. • Mr. og Mrs. Jónas Björnsson frá Seattle, Wash., hafa dvalið í borginni nokkra undanfarna daga í heimsókn til ættingja og vina. • Frú Sína Ólafsson frá Seattle, Wash., kom í heimsókn hingað til borgar um síðustu helgi; hún fór héðan suður til North Dakota á mánudagskvöldið. • Síðastliðinn laugardag lézt hér í borginni Guðrún Pétursdóttir Sölvason, ekkja Sigurðar Sölva- sonar fyrrum póstmeistara í Westbourne, Man.; hún var fædd að Felli í Biskupstungum 26. marz, 1866, hin mesta ágætis- kona, prýðis góðum gáfum gædd; hún var jarðsungin frá Fyrstu lútersku kirkju á þriðjudaginn af séra Valdimar J. Eylands. Þessarar mætu konu verður frek ar minst á næstunni. • Gefin voru saman í hjónaband í Fyrstu lútersku kirkju þann 14. þ m. Lloyd Ralph Sigurð- son frá Árborg, og Joyce Eveline Chant. Séra Valdimar J. Eylands framkvæmdi hjónavígslunna. • Sú fregn hefir nýlega borist hingað í bréfi frá Reykjavík, að hinn ágæti tenorsöngvari, hr. Birgir Halldórsson, hafi sungið þar tvisvar við mikla aðsókn og geysi hrifningu; er þess jafn- framt getið, að Birgir sé þá í þann veginn að leggja upp í’ söngför til ýmissa stærstu bæja landsins; hann heldur söngsam- komur sínar á vegum hljómlist- arfélags Islands. Birgir er vin- margur hér um slóðir, og það þar af leiðandi mörgum mikið ánægjuefni, að frétta af velgengi hans. • Ingólfur Johnson og Margaret Ciaire MacQueen, voru gefin saman í hjónaband 6. júlí s. 1., að heimili foreldra brúðgumans, ísaks og Jakobínu Johnson. Við- staddir voru um 75 vinir og vandamenn, þar á meðal Mr. og Mrs. D. MacQueen, foreldrar brúðarinnar, frá Vancouver, B. C. Heimili ungu hjónanna er í Seattle, Wash. Lögberg flytur ungu hjónun- um innilegar hamingjuóskir. • Gefið í Minningarsjóð Bandalags Lút. Kvenna 1 hjartfólginni minningu um Stefán Dauglas Pálmason $50.00, frá foreldrum hans og systkin- um, Mr. og Mrs. S. Pálmason, Winnipeg Beach. Kvenféla^ Sambandssafnaðar, Hecla, Man. $15.00. Mr og Mrs. C. Paulson, Gerald, Sask. $20.00. Mrs. H. G. Henrickson, Winnipeg $10.00, í minningu um systurson hennar P.O. Leonard Drysdale. Mr. og Mrs. A. H. Gray, Winnipeg $5.00. Með innilegu þakklæti. Anna Magnússon, Box 296, Selkirk, Man. • Mr. Bergur Johnson frá Bald- ur, Man., dvaldi í borginni nokkra daga í vikunni, sem leið, í heimsókn til kunningja sinna. Kaupendur á íslandi Þeir, sem eru eða vilja ger- ast 'kaupendur Lögbergs á Islandi snúi sér til hr. Björns Guðmundssonar, Reynimel 52, Reykjavík. Hann er gjald- keri í Grænmetisverzlun ríkisins. Messuboð Séra B. Theodore Sigurðsson, prédikar á eftirgreindum stöð- jum, sunnudaginn 29. júlí: Silver Bay, kl. 2 e. h. Vogar, kl. 4 e. h. • Prestakall Norður Nýja íslands 29. júlí—Framnes, messa kl. 2 e. h. Árborg, ensk messa kl. 8 e. h. 5. ágúst—Geytsir, fermingar- messa kl. 2 e. h. Riverton, ensk messa kl. 8 e. h. B. A. Bjarnason. • Guðsþjónustur í Argyle presta kalli, sunnudaginn 29. júlí. Grund, kl. 2,30 e. h. Kveðju- guðsþjónusta. Glenboro, kl. 7,30. Kveðju- guðsþjónusta. E. H. Fáfnis. • Cand. theol. Pétur Sigurgeirs- son, S.T.M., flytur guðsþjónustu í Fyrstu lút. kirkju, sunnudaginn 29. júlí kl. 7 e. h. Spakmœli Guðm. Finnbogason: “Það er enginn galli á hugsjón, að hún er langt fyrir ofan veruleika líðandi stundar. Hugsjónir eru til þess, að stýra þeim, og enginn hefur fundið það að leiðarstjörn- ufanji, að hafskipin geta ekki rekið stefnið í hana.” • Henry Ford: “Ef einhver leynd ardómur er í því, að láta sér farnast vel, þá er hann fólginn í hæfileikanum til þess, að sjá hlutina frá annarra sjónarmiði ekki síður en okkar og í því, að fallast á það sjónarmið þeirra.” • Owen D. Young: “Maðurinn sem getur sett sig í annarra spor, sem getur skilið hugsunarhátt þeirra, hann þarf aldrei að ör- vænta um framtíð sína.” • Publ. Syrus: “Við kærum okk- ur um aðra, þegar þeir kæra sig um okkur.” Napoleon I.: “Jósefína, mér hefur farnazt flestum betur í heiminum, en samt ert þú nú eina mannveran í veröldinni, sem eg get reitt mig á.” • Lincoln: “Flest fólk verður nokkurn veginn eins hamingju- samt og það kærir sig um að vera.” Ferð til Vancouver (Frh. af bls. 1) að starfið og lífið geti án hindr- unar haldið áfram, og sér mað- ur hvergi glöggari mynd af þessu heldur en á hinni löngu fjallaleið í British Columbia eða á hinni miklu eyðimörk milli Winnipeg og Toronto. Stöðvar þjónarnir í hinum eyðilegu smá- þorpum, fráskildir að miklu leiti öllu mannlegu félagi og þægindum lífsins, mennirnir, sem sjá um það og vinna að því nætur og daga að brautin sé í lagi svo alt gangi hindrunarlaust eru mannfélaginu eins nauð- synlegir eins og þeir, sem æðstu embætti skipa og ættu að njóta sömu virðingar ef þeir eru sinni köllun trúir. Lestarþjónarnir frá hinum lægsta til þess hæsta, sem dag eftir dag og ár eftir ár vaka yfir lífi þeirra, sem með járn- brautum ferðasta, eru í mínum augum aðdáanverðir, þeirra á- byrgð er mikil og þeir bregðast sjaldan sinni köllun, járnbraut- arslys eru sjaldgæf vegna þess að það ber sjaldan við að þeir sofni á verði eða bregðist sinni köllun, annars er C.P.R. frábært flutningakerfi, sem mun jafnast á við það sem best er í heimi. Árla morguns þegar við komum á fætur mættum við á lestinni þeim Mr. og Mrs. Valdi Jackson frá Elfros, Sask., höfðu þau ver- ið um tíma í heimsókn í Van- couver, ásamt 2 ungum dætrum sínum, en voru nú á heimleið. Mr. Jackson tók þátt í spurninga samkeppni á fyrstu samkomunni sem við vorum á þar vestra, og stóð sig vel. Hann rekur bú- skap í all-stórum stíl í Vatna- bygðunum. Þetta fólk voru á- gætir ferðafélagar. Á leiðinni austur les eg “Mother Russia” eftir Maurice Hindus, sem mér var gefin að skilnaði þar vestra, eftirtektarverð bók, mér hefur ætíð þótt Hindus góður höfund- ur. Annars bar fátt til tíðinda, ferðin gekk vel austur yfir fjöll- in blá mót sól og morgni og yfir sléttuna endalausu. Á lestinni var maður við aldur, sem eg veitti sérstaka athygli, stór mað- ur bjartur yfirlitum og höfðing- legur, eitt sinn er eg sat og var að lesa í Readers Digest ávarp- aði hann mig og spyr mig hvert eg hafi lesið ritgjörð Mr. White Kansas um Rússlands ferðina, og kvað eg já við því, sagði hann “þar er hvert orð sannleikur”. Kom það upp úr kafinu að þessi maður var fæddur á Rússlandi og var gagnkunnur þar, hann var þar í gegnum byltinguna 1917 og 8 ár eftir það, var um tíma í fangelsi oý komst í hann krappann, kunni hann frá mörgu að segja, lét hann hið versta af Bolsivismanurn og ófrelsinu í þá tíð, og vildi hann leggja lítinn trúnað á það að ástandið hefði mikið batnað. Hefur þó óefað orðið mikil breyting til batnað- ar frá því sem áður var eftir því sem Hindus segir. Þessi maður hafði verið í Mexico og víðar, nú var hann bóndi í Manitoba, og sagði hann að sér hefði farnast vel, taldi hann hik- laust þetta land og mannfélags- fyrirkomulagið eitt hið allra besta í heimi og lauk miklu lofs- orði á þjóðina og landið, og var þó sérstaklega einstaklingsfrels- ið, sem hann mat mest, enda er það, það dýrasta sem mennirn- ir hafa sóst eftir um liðin ár, og aldir, og ef að því kemur að menn missi það, þá getur komið fyrir að margur fyndi hvað hann hefur mist. Eftir góða og rólega ferð að vestan komum við til Winnipeg að morgni þess 15. marz, þar vorum við í góðu yfirlæti til þess 17. þá fórum við seinasta áfangann, allt var í góðu lagi heima, sólskinsdagarnir í Van- II ISLENDINGADAGURINN i GIMLI PARK Mánudaginn, 6 ágúst, 1945 Forseti, Mr. G. F. Jónasson. Fjallkona, Frú Ólína Pálsson. Hirðmeyjar. Ungfrú Pauline Marion Einarson, Frú Margaret Pálsson Ramsey Skemtiskrá byrjar kl. 2 e. h. íþróttir byrja kl. 12 á. h. ' SKÉMTISKRÁ / 1. O, Canada. 2. Ó, Guð vors lands. 3. Forseti, Mr. G. F. Jónasson, setur hátíðina. 4. Karlakór íslendinga í Winnipeg. 5. Ávarp Fjallkonunnar, Frú Ólína Pálsson. 6. Karlakórinn. 7. Ávarp gesta. 8. Frú María Markan östlund, ein- söngur. 9. Minni Islands, ræða Pétur Sigur- geirsson. 10. Minni íslands, kvæði, Gunnbjörn Stefánsson. 11. Frú María Markan Östlund, ein- söngur. 12. Minni Canada, ræða, Dr. P. H Thorlákson. 13. Minni Canada, kvæði, Dr. S. Björnsson. 14. Karlakórinn. T. E. God Save the King. Kl. 4 Skrúðganga. Fjallkonan leggur blómsveig á landnema minnisvarðann. Kl. 6. Almennur söngur, undir stjórn Mr. Paul Bardal Kl. 9. Dans í Gimli Pavilion. Aðgangur að dansinum 25 cent. O. Thorsteinsson Old Time Orchestra spilar fyrir dansinum. Aðgangur í garðinn 35 cent fyrir fullorðna, 10 cent fyrir börn innan 12 ára. Gjallarhorn og hljóðaukar verða við allra hæfi. Sérstakur pallur fyrir gullafmælisbörnin og gamla fólkið á Betel. Karlakórinn syngur undir stjórn Mr. Sigurbjörns Sigurðssonar. Sólóisti Karlakórsins verður, Pétur G. Magnúss. Miss Snjólaug Sigurðson aðstoðar Maríu Markan, en G. Erlendsson kórinn. íslenzkar hljómplötur verða spilaðar að morgninum og milli þátta. Takið eftir “Traina”-ferðum milli Gimli og Winnipeg hér í blaðinu. ISS couver lifðu nú bara í endur- minningunni, en nýjir sólskins- dagar hafa runnið upp, því flest- ir dagar eru bjartir og þó stund um dragi ský fyrir sól, skín sól- in altaf björt á bak við skýin. Þetta er nú orðið nokkuð langt, en af ásettu ráði hefur þetta komið í smáskömtum svo það yrði ekki eins bráðdrepandi fyr- ir blaðið eða lesendurna. Lobo konungur (Frh. af bls. 5) var leit á Lobo þar sem hann lá og mælti: “Þú gast ekki án hennar ver- ið. Héðan af aðskilur ykkur enginn að.” J. J. B. The Swan Matwfactwmg C«. Manuíacturera of SWAN WEATSneK-STRIP Winnipeg. Halliér M»thu»alema Swan Ellganii 281 Jamea Street Phene 22 841 með félögum sínum, og þannig lá hann daginn allann, fram til sólarlags. Það er sagt að ljón svift mætti sínum, örn frelsi og dúfa maka, deyi úr sorg. Hverjum mundi detta í hug að þessi Víkingur sléttunnar mundi geta afborið allar þær raunir. Eg veit aðeins að morguninn eftir var Lobo í sömu stellingum og fiann var kveldið áður þegar eg skildi við hann; á honum var hvorki skurð ur né skeina, en hjartað var brostið. — Úlfakonungurinn í Currumpaw dalnum var dauð- ur. Við bárum hann tveir inn í kofann, þar sem Blanka lá, og lögðum hann við hliðina á henni, og hjarðmaðurinn sem með mér Ambassador Beauty Salon Nýtízku snyrtistQfa Allar tegundir af Pcrmanents Eslenzka töluð á st. 257 Kennedy St. sunnan Portage Sími 92 716 S. H. JOHNSON, eigandi Minniát BETEL í erfðaskrám yðar HOME CARPET CLEANERS 603 WALL ST„ WINNIPEG Vi5 hreinsum gólfleppi yðar svo þau líta út eins og þegar þau voru ný. — Ná aftur tétt- leika sfnum og áferðarprýði. — Við gerum við Austurlanda- gðlfteppi á fullkomnasta hátt. Vörur viðskiptamanna trygð- ar að fullu. — Abyggilegt verk. Greið viðskipU. PHONE 33 955 MOST SUITS - COATS DRESSES “CELLOTONE” CLEANED 72c CASH AND CARRY FOR DRIVER PHONE 37 261 PERTHfS 888 SARGENT AVE. Styrkið líknarstofnanirnar! Þótt margt sé breytt frá því, sem áður var, og Norður- álfustyrjöldinni lokið, þurfum vér enn á öllum vorum liknarstofnunum að halda, og jafnvel bæta fleirum við. Styðjið Rauða krossinn og aðrar mannúðarstofnanir. This space contributed by TH' DREWRYS v LDV ITED Ný ljóðabók Nokkur eintök af “Sólheimum”, ljóðabók, sem ísafoldar- prentsihiðja gaf út eftir Einar P. Jónsson rétt fyrir síðustu jól er nú komin hingað vestur. — Bókin hefir hlotið góða blaðadóma á Islandi; hún er prentuð á ágætan pappír og kostar í bandi $5.00, póstfrítt. -f-M- Pantanir ásamt andvirði, sendist til Grettis L. Johannsonar, 910 Palmerston Ave., Winnipeg.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.